Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.03.1922, Blaðsíða 4
34 T 1 M I N N að þjóðin muni þarfnast nú upp úr þinginu. Ein stéttin fæðist þeg- ar önnur deyr, og má þar vera mikil huggun ef ekki þarf að hræð ast lengur að núverandi kennara- stétt spilli mannfólkinu. það þarf heldur ekki að hræðast, að dug- andi menn sæki kennaraskólann á næstu árum, þegar þingið er búið að íletta ofan af ósómanum. Barnakennarar, sem voru lægst launaðir allra starfsmanna þjóð- félagsins, eru úr sögunni og fjár- hagur þjóðarinnar réttist við, og kjörorð nýja tímans: bjargráð, verðúr notað í sömu merkingu og landráð áður.það mun ekki saka,þó hið nýja þúsundára íúki búi við ýmsar stéttir, sem hafi alt að tíu sinnum hærri laun en barnakenn- ararnir sálugu. það mun ekki saka, þó það verði því dýrara að leita sér lækninga, því meir sem landssjóðslaun lækna hækka. það mun ekki ,saka, þó réttarhald sé orðið svo dýrt, að það sé flest- um um megn að leita réttar síns Hvað gerir það til, þó réttlætið velli ekki fram sem sírennandi lækur, ef Spánarvínið gerir það. Og ef engu er eytt þeim til þroska, sem ein heilbrigðir á líkama og sál, þá hrekkur ríkissjóðurinn ef- laust til að kosta útivist ræðis- manna, tugthúsvist glæpamanna og latínukenslu handa aðlinum — „svo eg nú skemti um hinn ó- skemtilegsta hlut“, eins og meist- ari Jón segir. það kemur því meir á óvart, að slíkar sparnaðartillögur skuli blása út hér á landi, þar sem hin sömu vandræði, sem þrengja að okkur, ganga nú um alla Norður- álfuna og hafa þær þó hvergi komið fram annarsstaðar. það er öðru nær. því hallærið hefir vald- ið vakningu í fræðslumálum um allan heim. þjóðirnar hafa ýmist gert eða eru nú að undirbúa end- urbætur á öllum skólum sínum, frá hinum lægstu og upp í hina hæstu. Ekkert ríki hefir tekið þann kostinn að spara á fræðslu- málum. Eitt aðalbjargráðið hefir þvert á móti verið að endurskoða rækilega skólakerfin og bæta þar við en draga ekki úr. Barnaskól- arnir eru alstaðar að verð grund- vaílarskólarnir sem önnur skóla- mentun byggist á, og það jafn- vel í strjálbygðum löndum sem þéttbýlum. það er alstaðar hugs- unin, að auka rétt hinna fátæk- ustu og afskektustu til sömu ment unar og efnaðir borgarbúar eiga völ á. Við íslendingar erum nógu langt á eftir þó við ekki sviftum okkur hinu litla, sem við höfum á þeim tímum, þegar allir aðrir auka eldana. Við íslendingar erum ekki einir unv fjárhag.vvandræði ’/ið þurf- um ekki þar fyrir að fara öfuga leið við aðrar þjóðir. þegar fjár- hagurinn er þröngur þarf að gæta alls sparnaðar. En þröngur fjár- hagur þarf þar fyrir ekki eð gera menn skammsýna og níska. það er stórhugurinn einn, sem bjargar úr vandræðunum. það er engu lík- ara en að þeir örvænti um hag ríkisins, sem koma með slíkar sparnaðartillögur að spara barna- kennarana. það er að yfirgefa guð sinn og fara að deyja, að láta sér detta slíkt í hug. þó finst mér ekki ósennileg sú tilgáta, að ein- hverjir ósparnaðarmenn þingsins hafi laumað þessari flugu í munn einhverjum þeim, sem hafa sparn- aðinn fyrir guð til að gera þá hlægilega. þetta eru einu skýring- arnar: annaðhvort að þingmenn hafi gefið frá sér eða að þetta sé bragð ósparnaðarmanna til að lama allan sanngjarnan sparnað, og þeim mun takst það ef ein- hverjir hafa þegar gleypt flug- una svo þeir geti ekki spýtt henni út úr sér aftur. Og í þessu sam- bandi vil eg beina nokkrum orð- um til bændanna, því það er eng- in launung að flugan hafi verið einhverjum þeirra ætluð. Hvernig geta þændur varið það, að byrja sparnað á alþýðufræðslunni. Tök- um dæmi af Noregi. þar hafa bændur jafnan verið voldugir á þingi. Mörgum þeirra hefir verið núin níska og þröngsýni um nas- ir. En þar sem þeir eru, hefir þó barna- og unglingafræðslan átt sína bestu stoð. Um alla alþýðu- fræðslu hafa þeir verið taldir eyðslusamir. Eg skal nefna Ue- land og Jaabæk; þeir vissu hvers virði fræðsla og skólahald var. þegar þeir fyrst komu á þing fundu þeir sárt til kunnáttuleys- is síns og vörðu mörgum árum til að bæta úr því, enda urðu þeir brátt jaínvígir foringjum æðri stéttanna. þeir sem sjálfir leita sér mentunar, styðja jafnan aðra á þeirri braut. Á því munu því margii' þekkja sauðina frá höfr- unum, meðal þingmanna, hvort þeir ljá fræðsluspax-naðinum at- kvæði sitt. Eg trúi því ekki á bændaþingmenn, að þeir gíni við þessari flugu og fi-emji það sj álísmorð, sem þeim er ætlað. Á bændum þingsins hvílir úr- skurðarvaldið um þetta mál. það væri sannarlega einkennileg skóla- siðbót á þessum tímum og óal- þýðleg, ef barnakensla væri feld niður og latína gerð að inntöku- skilyrði í mentaskólann, og væri slík siðbót þó einkennilegust hér á íslandi, þar sem minstur er stéttamunurinn og elst þjóðmenn- ingin. Væri okkur þá jafngott að hverfa nú þegar frá hinu „demo- kratiska“ þjóðskipulagi og taka upp einveldi með latínulærðum aðli og ólæsri alþýðu. ,Eg veit að það er oftrú á spai’naðarhyggju bænda að þeir láti nota sig til slíkra bjargráða. Á þessu máli er líka önnur hlið, þó að nú verði samþykt að leggja barnafræðslu niður, þá er ekki að vita nema ríkissjóður og sveit- ar- og bæjai-sjóðir verði skyldaðir með dómi til að greiða kennurum kaup framvegis. Eg skal ekki um það dæma. Og vonandi kemur ekki til að um það þurfi að dæma. En um hitt geta allir dæmt, að það væri svartur blettur á opinberu siðferði og bæri vott um litla sómatilfinningu hjá fulltrúum þjóðarinnar, ef nú væri kipt hend- inni að. sér, þegar nýbúið er að bæta kjör kennarastéttarinnar svo betri not geti orðið af henn- ar starfi, og búið að auglýsa kennarastöður til veitingar — þó svo fæi-i fyrir tilviljun eina, að kennarar væru settir í sumar en ekki veitt embættin. Er mér það og kunnugt, að sá ráðherra, sem um þetta fjallaði, leit svo á, að setningin væri jafnbindandi og veiting væri, enda hefði hann vafalaust veitt embættin ef hon- um hefði dottið í hug að um mis- skilning gæti orðið að ræða. Eg hefi ekki trú á að þessar margnefndu sparnaðartillögur nál fram að ganga, þó ýmsir muni hafa hænst að hugmyndinni þeg- ar hún fyrst kom fram undir hul- iðshjálmi sparnaðarins. það er og því að fagna að leið er til út úr þessum ógöngufn, sem allir geta orðið ánægðir með. Og leiðin er að samþykkja frv. milliþinga- nefndar um fræðslu bama, sem lagt hefir verið fyrir þingið. 2. málsgr. 7. greinar hljóðar svo: „Geti skólanefnd farskólalaust, með eftirlitskennara eða á annan hátt, séð öllum börnum skólahér- aðsins á aldrinum 10—14 ára fyr- ir fullnægjandi fræðslu, er henni það heimilt“. Vei’ði þetta ákvæði að lögum, þá er engin sveit neydd til að hafa skóla eða farkennara ef hún hefir vantrú á því. Væri þá þingmönnum, sem það vildu, opin leið til að fá kjósendur sína til að spara ríkisstyrkinn — og væri það heillaráð að vísa máli þessu á þann hátt heim í héi’að, og ættust þar við kjósendur og þingmenn. þetta er að vísa mál- inu til dómstóls þjóðarinnar. þeir sem viljíj geta sparað, og engin nauðung getur átt sér stað. Eg er óhræddur við þetta ákvæði. það tækju fáir þennan kost ef sjálf- ráðir væi’u. þetta er leyft með því skilyrði að sveitir og kauptún gæti þess að börn njóti fullrar fræðslu. þá verður gætt einnar hinnar helgustu skyldu hvers þjóðfélags að annast börnin og gera æfi þeirra og réttindi sem jafnasta fram að fermingai-aldri. Nóg er misréttið samt. Eg vil ljúka máli mínu með þeirri ósk, að þingið beri gæfu til að vinna fræðslumálum alt það gagn, sem verða má með litlum kostnaðar- auka. það má mikið að gera, ef örðugleikunum slæi inn á þann hátt sem alstaðar hefir orðið raun in á, að menn leiti bjargráða í því að auka mentun og menning í landinu. Ásgeir Ásgeirsson. *----O--- ,Ferðamenska‘ og samvinnulögin. VII. Niðurlag. I efni því, sem hér hefir verið rætt um, eru tvö athriði; annað lítið en hitt stórt. Litla atriðið eru launakjör þeirra tveggja einstaklinga, sém skrifa um málið í Mbl. og Tímann. þýðingannikla atriðið er það, hvort hugsunarháttur samvinnumanna eða óþörfu milliliðanna á að ráða yfir- leitt í kaupgjaldi þjóðfélagsins. Ef starfsmenn landsins skamta sér sjálfir, og hver öðrum margföld laun, og kijúfa störfin sem mest til að fjölga embættum, getur þjóðin ekki risið undir starfsmannabyrðinni. þá er kaupmenska eða það sem á því sviði er nú nefnd „ferðamenska", í embættafyrirkomulaginu. Ef ‘þjóðfé- lagið borgar hinsvegar hverjum starfsmanni lífvænleg laun, en heimt- ar alla starfskrafta hans í staðinn, þá er fylgt fordæmi og skipulagi sam- vinnumanna. Framtíð hins íslenska þjóðfélags er að miklu leyti komið undir því, hvort skipulagið verður sigursælla. Og þegar þessari grein er lokið, munu birtast hér í blaðinu kaflar um það mál, undir yfirslcrift- inni „Baráttan við ferðamenskuna". Smátt og smátt hverfa Jóh. og Lárus þar inn í hópinn, og fá aðallega sögu- lega þýðingu, eins og t. d. Leifur liepni og Kolombus i sambandi við Ameriku. Litlu atriðin í málinu skulu þá að' síðustu endurtekin, þ. e. kaupgjald oklcai' Lárusar, annars frá Samband- inu, hins fyrir tvö störf hjá landinu og þjónustu hjá öllum kaupmönnum landsins. Jafnaðartal af kaupi mínu lijá Sambandinu þau ár, sem eg hefi starfað hjá því, og það eru mestu s dýrtíðarárin um 2/3 hlutar af kaupi annara skólastjóra við landsskólana i Rvík. Leigulaus íbúð • hefir fylgt heiming starfstímans, eins og gerist við landsskólana, jafnvel þá minstu, t. d. barnaskólana, og er hvergi talið til kaupgjalds, fremur en skrifstofu- mönnum leigulaus afnot af skrifstof- um. Umhyggja Lárusar fyrir fjárhag Sambandsins getui' þessvegna ekki borið neinn árangur. Islensku sam- vinnufélögin hljóta eins og önnur slík félög erlendis, að vinna að útbreiðslu félagsmálaþekkingar. Og þegar Sam- bandið fær annan mann síðar meir, til að taka við minum störfum, er mjög ósennilegt að þau spari meira en 25—30% á launum, borið saman við landið, á þeim lið, eins ,og tekist hefir undanfarin ár, með góðu sam- þykki beggja aðila. Um kaup Lárúsar liggur fyrir játn- ing hans sjálfs. Hann hefir fyrir „ut- anrikismálin" og aðstoð hjá föður sín- um, tvö þúsund krónur fram yfir hámarlcslaun embættismanna. Auk þess rétt til óvissra tekna af bæjar- fógetaembættinu, þegar Jóh. er á „ferðalagi". Fyrir annað þetta starf sitt hefir hann eftir eigin játningu alt að tvö þúsund krónum meiri árs- laun, heldur en meðaltal árslauna minna hjá Sambandinu. Geri eg því ráð fyrir, að í mínum sporum hefði Lárus ekki talið sig vel haldinn. Auk þessara tveggja oflaunuðu embætta hefir Larus leigt kaupmönnum meiri eða minni upphæð af starfsafli sínu, sem hann, að skoðun samvinnu- manna á ekki með, þar sem hann hefir fengið þá' vöru áður yfirborg- aða frá landinu. I-Ivatir Lárusar til að leggja út í umræður um þetta mál, sem fyrir- sjáanlega hlutu að verða honum harmabrauð, eru aðallega tvennskon- ar, eins og áður er skýrt frá. Ilann finnur til, að liann er einn i hópi hinna litið nauðsynlegu, en of dýru starfsmanna landsins. Hann sér sam- herjum sínum, „ferðamönnunum", búinn vísan hnekki af framsókn sam- vinnumanna á landsmálasviðinu. í öðru lagi gerist hann þjónn kaup- manna, og „sem slíkur" verður hann að beita sér móti fjármálalegum framkvæmdum sambandsfélaganna, og ber þá fyrst og fremst niður á undirstöðuatriðum málsins, aukinni þekkingu og auknu fjármagni. þar af er sprottin óvild og ótti slíkra manna gagnvart samvinnuskólanum og samvinnulögunum. En þessar hvatir leiða Lárus út á hættulegar brautir. Skáldskapur hans um launamálið hefir verið krufinn til mergjar. Hann gefur leiðinlega mynd af sínum eigin liugsunarhætti, með því að gera ráð fyrir að sá verslunarmaður, sem nýtur mestrar almennrar virðingar í landinu, hnupli úr sjálfs síns liendi til að gefa kunningjum sínum. Og það bæt- ir litið málstaðinn þó að piltur éti ofan í sig dylgjurnar, þegar hann sér hættuna, sem slíkt orðbragð hefir í for með sér. Ilann gerir ráð fyrir, að skólabræðui' og kunningjar Jóns Dúasonar hafi á sama hátt „lagst á“ námsstyrk Jóns, sem þeir hjálpuðu til að koma í útflytjanlega pBninga. Hann spinnur upp rakalausar dylgj- ur um einn samvinnumann, að hann hafi grætt á silfurbergi. En sá maður hefir ekki sýslað meira við silfur- berg en viss „diplomat" við mál „diplomatanna". Hann býr til sögu um, að Sambandið leggi einum starfsmanni sínum til peningshús, sem maðurinn hefir bygt sjálfur, en gleymir að geta þess, að faðir hans, Jóh. Jóh., hefir „búpening" sinn til liúsa og hirðingar i peningshúsi landsins rétt hjá Stjórnarráðinu, og í landsreikningunum sést engin bók- færð leiga eða kaup fyrir hirðingu. Lítur út fyrir, að hér sé um hlunn- indi að ræða, sem fylgi bæjarfógeta- embættinu. þá virðist Lárus halda að hes,tur eins samvinnumanns, sem var 3 vik- ur i bænum síðastliðið sumar, hafi knúið bæjarstjórn til að mælt svo fyrir, hér á árunum, að hver lóðar- eigandi væri skyldur til að girða lóð sína, ella sæta sektum. Sömuleið- is virðist hann álíta að sami hestur hafi knúð Odd Hermannsson skrif- stofustjóra, og tongdason forsætisi'áð- liei'rans, til að áminna Sambandið um að girða lóð, er landið hafði selt því. Minni „utanríkisráðherrans“ virðist fremur veikt, eða eftirtekt dáuf, því að hann segir í aðalatrið- um rangt frá algengri vitnaleiðslu sem faðir hans starfaði að. þar að auki sýna greinar hans, að hann misbrúkar stöðu sína, bæði í stjórn- arráðinu og aðgang þann, sem hann á að bókum bæjarfógetaembættisins, þar sem hann dregur inn í blaða- deilur atriði, sem eingöngu koma við cmbættistrúnaði bæjarfógetans, og skjöl, úr stjórnarráðinu, eins og skýrslu hr. II. Kristinssonar um Sam- vinnuskólann, sem ekki er nema hokkurra vikna gömul, og ekki einu sinni komin í hei^dur endurskoðenda. Er tæplega hugsanlegt, að nokkur stjórn nema J. M. láti undiiTnönnum sínum lialdast uppi að hlaupa í blöð- in með plögg stjórnarráðsins. Mun síðar vikið að því, hvort Lárus geti talist gjaldgengui' í opinbera þjón- ustu eftir þetta tvöfalda brot á em- bættistrúnaði. Hvorugt trúnaðarbrot- ið skaðar þá, sem það átti að granda. En söm er Lárusar gerð fyrir því. Og ef trúa má sögum eftir félögum I.árusar, er tilgangur hans að halda lengra áfram á þessari braut, þar til hann „útskrifar“ sig úr þjónustu ailra nema kaupmanna. Að lokum skal þess getiö, að þar sem Lárus sá ástæðu til að draga atvinnutekjur konu minnar fyrir af- greiðslu og innheimtu bóka, inn í byrjunarumræður sínar, hefi eg neyðst til að minnast á opinbert mál (Siglufjarðarpósthúsið), sem kemur við einurn vandamanni hans, og það því fremur, sem hann talaði nokkuð' ógætilega um „glæpamanna-sálar- fræði" í sambandi við mig. Bæði „Siglufjarðar-tekjuhallinn" og „ferða- lög“ Jóh. Jóh. eru opinber mál, þjóð- mál, og þessvegna fyllilega innan við rarnma sjálfyagðrar blaðamensku. þegar Lárus kemur meir inn á „vís- indagrein" sína, mun honum, þó af veijvum kröftum sé, hjálpað til að átta sig á „pósthúskaupunum", þar sem móðurbróðir hans og Jón Magn- ússon, vörður réttlætisins, hafa leikið sin sorglegu hlutverk. En um þenn- an þátt viðskifta okkar má hann sjálfum sér um kenna, ef ekki verð- ur lilífst við, svo sem hann kynni að óska. Með þessum athugasemdum eru hin litlu atriði málsins tæmd, og þar að auki, eins og tekið var fram í upp- liafi greinarinnar, málið látið fá al- menna þýðingu með því að útskýra eðli og uppruna „ferðamenskunnar“, samband hennar við kaupmennina og kaupmannastefnuna, og hversu sam- vinnan á í höggi á tvær hendur, annarsvegar út af verslunararðinum, og í hinu tilfellinu út af tvö- og þre- földum launum embættismanna. Greinargerð sú, sem byrjar í næsta blaði, mun gefa yfirlit um það mál alt. Verður það einn þáttur í við- leitni Tímans, að koma á nýju, ó- dýrara og betra lagi á embættaskip- un landsins. J. J. ----o----- Bolcliewickar í 1‘ingcyjarsýslu. Ogiu’lega langa grein í'itaði Björn Lindal í „íslendingu til þess að reyna að spilla fyrir kosningu Ingólfs Bjarnasonar í Þingeyjar- sýslu. Hann gefur þar fyllilega í skyn að þeir sem fylgi Tímapum í samvinnumálum og kjósi Ingólf séu Bolcliewickar. Per þá að auk- ast lið Bolchewicka ef 801 kjós- andi i Þingeyjarsýslu er í þeim lióp. • Akureyringar og Spánarmálið. Með c. 300 atkvæðum gegn 76 samþyktu Akureyringar mjög ákveðna tillögu gegn því að láta undan kugunartilraun Spánverja, enda yrði málinu áður skotið undir úrskurð þjóðaratkvæðis. Spánarmálið og bæjarstjórn Reykjavíkur. Bæjarstjórn ræddi spánarmálið í fyrradag og var samþykt tillaga frá Þorvarði Þor- varðarsyni stórtemplar að skora á alþingi að neyta allra ráða til þess að konxast lijá breytingu á bannlögunum. Maxgar fréttir og greinar verða enn því miður að bíða næsta blaðs. Trúlofun sína hafa opinberað Anna Sigurðardóttir frá Bæ í Mið- dölum og Helgi Jörgensson frá Gilsstöðum í Hrútafii’ði. ----o---- Orðabálkur. rettinn (rettnari, rettnastur), 1., hi’eykinn. Vestf. skakkafall (-s, -föll), kl„ bára, sem brotnar skáhalt á land. Akranes. geifa (-u, vantar flt. ?), kvk., lágaskafrenningui’. Ölfus. vorna (-aði, -að), áls„ skygnast til veðurs? Veit ekki hvar. stigli (-s, -i), kl„ stakkur neðan á stakkpeysu. Dýrf. stokkur (-s, -ar), kk. — stigli. Eyf. Húnv. stakkur (-s, -ar), kk„ — stigli. Rvík. stakkpeysa (-u, -ur), kvk„ sú peysa, sem á er ,stakkur‘, fellinga- peysa. Rvík. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.