Tíminn - 11.03.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1922, Blaðsíða 2
36 T' 1 M I N N Ræða Sigurðar Eggerz forsætisráðherra þegaa- nýja stjórnin tók við völdum. Fimtudaginn 2. mars fól hans hátign konungurinn mér, eftir að forsætisráðherra Jón Magnússon hafði beiðst lausnar fyrir ráðu- neyti sitt, að taka að mér for- stöðu í nýju ráðuneyti. Mánudag- inn 6. mars gerði eg tillögur til hans hátignar konungsins um skipun ráðuneytisins og móttók svohljóðandi símskeyti þriðjudag- inn 7. mars: „Föllumst á tillöguna og skip- um yður forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, fyr- verandi landritara Klemens Jóns- son, stórriddara fálkaorðunnar, kommandör . af dannebrog og dannebrogsmann, atvinnu- og samgöngumálaráðherra, og pro- fessor við lagadeild háskólans Magnús Jónsson fjármálaráð- herra. Christian R. Amalíuborg 7. mars 1922.“ því verður ekki neitað, að hinir dökku skuggar heimsstyrjaldar- innar hafa aldrei teygt sig eins langt inn yfir þjóðlíf vort eins og á hinu liðna og hinu líðandi ári. pessa verður vart í hinni miklu kreppu, sem alt viðskiftalíf vort er í, og í hinni miklu dýrtíð, sem af henni stafar. Vörur þær, sem vér sækjum og verðum að sækja á heimsmarkaðinn, hafa að vísu fallið allmikið í verði, en verð- lækkun sú hefir ekki náð til vor nema að örlitlu leyti. Jafnóðum og vörurnar hafa lækkað í verði hefir gengi krónu vorrar stöðugt lækkað, svo að nú munu tæplega fást 70 aurar fyrir hana erlendis. Verðfallið á krónu vorri mætir því verðiækkuninni á heimsmark- aðinum, svo dýrtíðin heldur áfram 1 landinu. þetta er ískyggi- legt, og það hlýtur því að vera eitt af alvarlegustu viðfangsefn- um þings og stjórnar, að gera alt, sem unt er, til þess að hækka gengi krónu vorrar. Til þess að geta gert sér Ijóst, hvernig hið raunverulega verð krónunnar er, þá er nauðsynlegt að þekkja ekki aðeins hag fíkissjóðs í þrengri skilningi, heldur einkum og sér í lagi hag landsmanna, vita sér- staklega um skuldir þeirra við út- lönd. það liggur í hlutai'ins eðli, að stjórnin telur það sjálfsagða skyldu sína að afla sér upplýsinga í þessu efni eins fljótt og verða má. Að öðru leyti er það ljóst, að tvær aðalleiðir liggja að því, að auka gengi krónunnar: að spara og að framleiða. þau orð ætti þjóð vor að rita fast á framtíðar- stefnuskrá sína. Stjórnin vill fylgja sparnaðarstefnunni af fremsta megni og spara svo að um muni. Stjórnin ætlar að taka til yfirvegunar eins fljótt og þvi verður við komið, hvort eigi megi gera hið umfangsmikla embætta- bákn voirar litlu þjóðar einfald- ara og kostnaðarminna en nú á sér stað, en að sjálfsögðu verður að taka fram í því sambandi, að ekki er gerlegt að kippa embætt- um af þeim mönnu, sem þegar eru skipaðir í þau, án þess að veita þeim fullar bætur fyrir. En þó að stjórninni tækist að spara fyrir ríkissjóðs hönd, þá er það engan veginn nóg; þjóðin verður sjálf að iæra að spara. Og það er auðvitað aðalatriðið. En á þessu hefir verið hinn mesti misbrestur. Miljónum hefir verið varpað burtu í hreinan óþarfa á styrjald- arárunum og síðan henni lauk, og verst er þó að þeir, sem óþarf- ann selja, hafa ráð á að kaupa erlendan gjaldeyri háu verði og hafa með því orðið orsök í því, að verð nauðsynjavaranna hefir hækkað. Og því er það, að stjórn- in vill ítarlega rannsaka, í sam- bandi við þingnefndir þær, sem um þau mál fjalla, hvort ekki sé ástæða til þess að neyða þjóðina til að spara með því að banna að minsta kosti innflutning á þeim vörum, sem telja má algerlega ónauðsynlegar. Og í þessu sam- bandi er þá einnig rétt að taka fram, að stjórnin mun taka til at- hugunar hvort eigi megi takast að hafa eftirlit með gjaldeyrin- um, og á hvern hátt, svo að draga mætti úr hinni miklu dýrtíð, sem nú vofir yfir öllum almenningi. Eg hefi nú minst með fáum orð- um á sparnaðarleiðina, en þá er ekki hin leiðin minna virði, sem. eg mintist á, aukning framleiðsl- unnar. Að vísu fer það að mestu eftir dugnaði, hagsýni og fram- sýni landsmanna, hvað langt verð- ur komist á þeirri leið. En stjórn- in vill gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að greiða fyrir framleiðslunni. Hún mun sérstaklega leggja áherslu á, og mun fara fram á fjárveitingu í því skyni við Alþingi, að leitast við að opna nýja markaði fyrir afurðir þjóðarinnar, og hún mun gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að greiða fyrir því, að vörur þær, sem hér eru framleiddar, verði sem best vand- aðar, með því að ganga strang- lega eftir því, að þeir, sem af hálfu hins opinbera hafa eftirlit með vörugæðum og votta um þau, geri í fylsta máta skyldu sína. pá er stjórninni það ljóst, hvílíka nauðsyn rekur til þess, að pen- ingastofnanir landsins sýni víð- sýni og skilning á fjárhagsmálum þjóðarinnar, og mun hafa sem nánasta samvinnu við þær til að leita að leiðum til að greiða úr fj árhagsvandræðum þ j óðarinnar og mun beinlínis krefjast að þær innbyrðis hafi sem besta sam- vinnu í þessu efni. það væri ástæða til þess að minnast á járnbrautarmálið, sem stjórnin er mjög hlynt, og ýms fleiri mál, sem eru og hljóta að verða á dagskrá þjóðarinnar hið bráðasta, en þar sem vér höfum ekki haft tíina til að bera oss saman nægilega ítarlega um þau, þá munum vér láta oss nægja að taka afstöðu til þeirra jafnóðum og þau koma fyrir. Að því er snertir yfir höfuð málefni vor út á við, mun stjórn- in í þeim fara með festu og allri gætni, og vináttu vora við sam- bandsþjóð vora, Dani, viljum vér tryggja á alla lund á hinum ör- ugga grundvelli, sem lagður er í sambandslögunum. Oss er það ljóst, hvílíka ábyrgð vér tökumst á hendur með því að taka við stjórn landsins á þessum örðugu og örlagaríku tímum, og oss er það Ijóst, að það eru síður loforð, sem þjóðin heimtar, held- ur efndir á loforðunum. Reynsl- an ein er fær um að skera úr því, hvernig fer um efndirnar. Hitt er víst, að vér munum gera alt, sem í voru valdi stendur, til þess að leysa sem best þau hin örðugu viðfangsefni, sem nú eru lögð á herðar vorar. Og í því sambandi er rétt að taka fram, að vér mun- um leitast við að nota þá sér- þekkingu, sem vér vitum besta, og þá krafta, sem vér eigum besta, hvort sem þeir eru í tölu stuðningsmanna vorra eða and- stæðinga, til þess að aðstoða oss við lausn þessara örðugu við- fangsefna. ---o--- Ávarp. Vér undirritaðir, í stjórn Björg- unarfélags Vestmannaeyja“, leyf- um oss hérmeð að mælast til, að allir þér í öðrum héruðum lands- ins, sem sjávarútveg stundið á opnum bátum og vélbátum, svo sem við Faxaflóa, á Austfjörðum, fyrir Vestfjörðum og um síldar- tímann nyrðra, sýnduð nú sam- heldni við oss og fylktuð yður með oss um björgunar- og eftirlitsskip- ið „pór“. Skipið hefir þegar gert oss og öðrum (hér stunda á vertíð mörg hundruð manns sjó hvaðanæva af landinu) ómetanlegt gagn, með mannbjörg, aðstoð bátum og skip- um, verndun veiðarfæra og fiski- miða. pá hefir það iétt þungri kvöð af sjómcnnum vorum, svo ekki hefir þurft að senda þá þreytta og hrakta út á hafið aftur, heim komna úr volki, til þess að reyna að bjarga öðrum nauðstöddum á sjónum; en við það hafa menn og bátar farist hér áður en „pórs“ naut við. Vér Vestmannaeyingar þörfn- umst skipsins einkum vetrarver- tiðina, frá janúar fram í miðjan maímánuð. það er því auðsætt, að það væri mjög hagfelt, að aðrir lands- menn gætu notið gagns af skip- inu hinn hluta ársins. Og vér þykjumst hafa veitt því eftirtekt, að dönsku eftirlitsskipin dvelji skemur og sjaldnar á höfnum inni þann tíma ársins, sem „þór“ hef- ir starfað. Skipið er í alla staði gott og gilt til þess, sem því hefir verið ætlað, og munar minstu á hraða þess og hinna minni eftirlitsskipa, sem Danir hafa notað hér við land, og gætu tvær smáfallbyssur á „þór“ gert þann mismun þýð- ingarlítinn eða þýðingarlausan. Skipið er mjög traust, sjóskip í besta lagi, skipstjórn öll sömu- leiðis í besta lagi, og ekki síst sú, er snertir landhelgiseftirlitið, hin fremsta, sem kostur er á hér við land, af landsmönnum. Viðhald og hirðing skipsins er, eftir lýsingu hr. Hjalta skipstjóra Jónssonar ágæt. En hann lítur eftir skipum, sem veðsett eru Is- landsbanka. Útgerðarkostnaður hefir stór- lega lækkað, t. d. kolakostnaður o. fl., svo með samtökum við oss Vestmannaeyinga og með hæfi- legum styrlc úr ríkissjóði yrði út- gerðin ekki tilfinnanleg. Svo má benda á það, að svo miklu er sjáv- Komandí ár. Samgöngur (frh.) Árið 1916 flutti tímaritið Réttur á Akureyri grein un> samgöngur og póstferðir. þar var fyrst haldið fram þeirri skoðun, að landið þyfti að eignast tvennskonar strand- ferðaskip. Hraðskreytt skip, með miklu farþegarúmi, til mann- og póstflutninga, og hægfara vöruskip, sem kæmi svo að segja á livorja höfn. Gert var ráð fyrir að leggja landpóstana niður, nema á Suðurlandi á hafnlausa svæð- inu. þar yrði að taka upp vikulegar ferðir, alt árið. í stað þess væri póstur fluttur um aðalbygðir landsins frá viðkomustöðum strandferðaskipsins, eftir hverja við- komu. þessi umbót hlýtur að koma fyr eða siðar. Sjórinn er og verður þjóðbraut meðfram þrem fjórðungum lands- ins, þeim sem hafnir hafa. Síöan Réttargreinin var skrifuð, hefir Eimskipafélag- ið færst í aukana, að þvi er snertir millilandaferðir, en aftur á móti enga löngun sýnt til að bæta úr. strand- ferðaþörfinni á heppilegan hátt. Landssjóður hefir eign- ast þrjú skip, sem Eimskipafélagið fer með fyrir lands- ins hönd. Sumir vilja láta selja þau skip. En það væri hið mesta glapræði, þvi að skipastóllinn er enn of lítill til þess að landið þurfi ekki að nokkru leyti að vera komið upp á náð erlendra skipahringa, sem reynst hafa íslendingum miður vei, þegar mest lá á. I stað þess að minka skipaflotann þyrfti að vinna að algerðri sameiningu hans, eftir tillögum Páls Jónsson- ar og Jónasar þorbergssonar. Yrði að sækja það mál bæði á fundum Eimskipafélagsins og á þingi. Búast má við að hinir stærri hluthafar Eimskipafélagsins myndu ekki vilja að félagið tæki allar strandferðirnar í sínar henduf, liætti að vera einkafyrirtæki, og stefna fyrst og íremst að félagsgróða og háum ársarði. En með sam- heldni myndu þó hinir mörgu smáhluthafar geta komið vilja sínum fram, þegar alþjóð manna hefir skilið nauð- syn breytingarinnar. það sem landið þarf fyrst af öllu að gera er að láta smíða sterkt og hentugt strandferðaskip, miðað við íslenska staðhætti. það þyrfti að hafa þægilegt farrými íyrir 200 farþega, en lítið farmrými. Skip þetta færi hraðferðir kring um landið á viku, kæmi á 12—14 helstu hafnir, og hefði mjög skamrna viðdvöl á hverri, eins og strandferðaskip Norðmanna eða fljótaskip Svía. Skipið vrði að íara aðra hvora ferð frá Reykjavik austur um land. Hina vestan um. Aðalpóstferðir um Vestur-, Norður- og Austurland yrðu út frá viðkomustöðum þessa skips. Ávinningur við þessa umbót yrði margfaldur. Mann- flutningur í lest, með öllum sínum illu afleiðingum, hyrfi úr sögunni. Islendingar gætu ferðast meðfram ströndum landsins á engu ómennilegri hátt en nábúaþjóðimar í járnbrautarvögnum sínum. Mánaðar langar biðir eftir skipurn til að kornast milli liafna kæmu ekki framar fyrir, eins og nú er títt. Póstferðum myndi fjölga stór- mikið, og nýtt líf færast i viðskifta- og atvinnulííið. Að lokum mundi þessi breyting gera kleift að breyta bú- skaparháttum víða á landinu, þannig, að framleiðslu- vörur, egg, smjör, ostar og svínakjöt kæmist fljótt á besta nmrkað innanlands, eða frá Reykjavik til útianda. Um þýðingu þess máls verður siðar talað í öðru sam- bandi. Flóabátum yrði jafnframt að bæta inn í kerfi þetta, eftir þvi sem reynslan sýndi að best ætti við. Eins og nú horfir við, eru kraftar þjóðarinnar marg- skiltir í siglingamálunum. Eimskipafélagið er orðið að , gróðafyrirtælii, og stjóm þess er í raun og veru í hönd- um leiðtoga verslunarstéttarinnar. Landssjóðsskipin eru einskonar bráðabirgðar-fylgihnöttur Eimskipafélagsins, og að því er sumir telja sett d hinn óæðri bekk i þeim fé- lagsskap. Strandferðirnar eru i mesta ólagi. Dýr og léleg skip, eins og Suðurland, gleypa stórfé í styrk úr lands- sjóði. Síðan kemur upp fjórðungakritur og metnaður i siglingamálum. Kaupmenn vestra og nyrðra hafa undir- búið stofnun eins eða tveggja nýrra félaga til að keppa við Eimskipafélagið. Skip til fisk- og saltflutninga milli íslands og Suðurlanda, eru ekki til hér á landi. Og í skjóli samgönguleysisins fleyta nokkrir erlendir fiski- kaupmenn rjómann ofan af allri fiskframleiðslu iands- ins. Viðbúið er að einstakir kaupmannahringir auki skipastól sinn, og hefji innbyrðis samkepni. Samvinnu- félögin neyddust þá sennilega til að eiga flutningaskip vegna sinna þarfa. Hefir meir að segja verið lögð mikil áhersla á skipakaup í sumum félögunum fyrir skömm- uir( tíma, og varð stjórn Sambandsins að taka þar í taumana, til að hindra of bráðar framkvæmdir. íslenslca þjóðin iiefir að þvi er skipaeign snertir og sjósamgöngur um tvo vegi að velja. Annar er að auka sundrungina og samkepnina, láta alt reka á reiðanum og eyða fjármunum þjóðarinnar í hófleysu og vonleysu, og hafa þó liinar verstu samgöngur. Hin leiðin er að sameina alla krafta: Eimskipafélagið, landssjóðsskipin, þá flóabáta í eign einstakra manna, sem nýtilegir eru. Bæta síðan við skipum eftir þörfum og getu og njóta til þess stuðnings allra stétta og héraða. Með því móti fengi þjóðin bestar samgöngur með minstri eyðslu og gerði kleifa framþróun atvinnuveganna og félagslífsins. þetta er stærsti liðurinn í samgöngumálum þjóðar- inn. Mistakist umbótin á þessu sviði, vantar undirstöðu samgönguendurbóta á landi. Verði sundrung, og héraðs- eða stéttarígur yfirsterkari i þessu máli, þá mun víðar verða lotið að litlu. En að óreyndu mun rétt að vonast eftir hinu besta. Samgöngur á landi eru tvennskonar: Vegir og járn- brautir. Skal fyrst vikið að síðari liðnum. Við fyrstu umræður járnbrautarmálsins var jöfnum höndum haldið fram, að byggja skyldi járnbraut frá Reykjavík til Akureyrar, og frá höfuðstaðnum austur að Markarfljóti. Nú munu flestir, sem i alvöru hugsa um málið, hættir að láta sig dreyma um norðurjárnbraut í tið núlifandi kynslóðar. Leiðir það bæði af eðli landsins, hinum erfiðu fjalllendum sem aðskilja Mýrar, Húna- vatnssýslu, Skagafjörð og Eyjafjörð, og af fámenninu, bæði í þessum héruðum og yfirleitt á íslandi. Norður- járnbrautin er því miður ekki nema draumur. Slík fram- kvæmd er gersamlega ofvaxin mætti íslensku þjóðarinnar. Alt öðru máli er að gegna um braut frá Reykjavík um Suðurláglendið. Hún liggur að vísu yfir nokkuð ianga óbygð, en eina liina lægstu og snjóaminstu, sem til er hér á landi. Slík járnbraut tengir saman stærsta og frjósamasta sveitahérað landsins við stærsta bæinn. Verk- ið yrði dýrt, en það ætti að vera kleift. Núlifandi kyn- slóð ætti að geta bygt, austurbrautina, án þess að reisa sér hurðarás um öxl. þá yrði eftir án verulegra sam- gangnaendurbóta austurhluti Suðurlands, Skaftafellssýsl- ur. Náttúran er þar ofjarl veikum mætti mannsins. Skaft- fellingar myndu þó standa betur að vigi um ferðir og póstgöngur, ef járnbraut lægi austur að þverá og tíðar skipagöngur væru við Djúpavog. það, að járnbrautarmálinu hefir miðað svo lítið áfram hin síðustu ár, má aðallega ke'nna mönnum þeim, sem einkum hafa beitt sér fyrir því. þeir hafa vanrækt að leggja hinn rétta grundvöll. Meðan sjósamgöngurnar eru i þvi ófremdarástandi, sem nú hefir verið lýst, er von til að fólk i hinum dreifðu bygðum vestra, nyrðra 'og eystra, léti sér hægt að gera meira fyrir Rvik og Suður- láglendið, en að leggja þar bestu og dýrustu vegina og brýrnar. Forkólfar járnbrautarmálsins verða að skilja þennan einfalda sannleika, að járnbaut er að vísu nauð- synleg, en skipulag í siglingunum er samt undix-staðan. það vandamál verður öll þjóðin að leysa með sameigin- legu átaki. Og til allrar hamingju vill svo vel til, að þar þarf ekki miklu fé að eyða. þar þarf aðeins vit og vilja. Breyta óskapnaði i fast skipulag. Svo undarlega hefir til tekist, að bændastétt lands- ins hefir telcið mjög dauflega i járnbrautarmálið. Að frátaldri þeirri skýringu, sem að ofan er greind, er þetta því að kenna, að bændur hafa ekki skilið, að þessi fram- för yrði fyrst og fremst þeim, þeirra stétt og þeirra niðj- um, til gagns. Járnbraut myndi skapa skilyrði fyrir miklu þéttbýli á Suðurláglendinu. það fólk, sem þar er nú, mundi alls ekki komast yfir að nota landið. Inn- flutningur byrjaði annarsstaðar af landinu. í stað þess að synir og dætur bænda í öðrum héruðum landsins, sem skortir þar landrými, leita nú af landi burt, eða í sjóþorpin, myndi austurbrautin skapa skilyrði fyrir nýju landnámi slíkra manna. það væri mikil handvömm, ef áveitumálum og járnbrautarlagningu á Suðurláglendinu yiði hagað svo, að lítið yrði úr slíku landnámi. Reynir þar á framsýni allra, sem málið snertir, að gætt sé framsýni og hygginda þegar í upphafi. því að svo illa mætti með málið fara, að bændur austanfjalls mistu lönd sín fyrir lítið verð í hendur braskara, og að þeir héldu síðan bestu ræktarlöndunum í of liáu verði fyrir aðkomnu landnemana. En það væri fyrir hraparleg mis- tök hjá bændastétt landsins í meðferð þessara mála, ef slíkt ólán kæmi fyrir. En ekki veldur sá er varir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.