Tíminn - 11.03.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 87 arútveginum ætlað að greiða í rík- issjóðinn, að ekki væri nema skylt að hið opinbera styddi betur út- hald skipsins, ekki síst er mörg héruð landsins nytu beinlínis góðs af starfi þess. Vor reynsla og sannfæring er sú, að hið danska eftirlit einsam- alt verði jafnan meira eða minna kák og allskostar ófullnægjandi. Vér vonum fastlega, að þér tak- ið nú saman höndum við oss, svo þetta bráðnauðsynlega fyrirtæki falli ekki úr sögunni fyrir tóm- læti sjávarútvegsmanna. Fiskiþingið hefir nú nýlega gef- ið starfi skipsins hin bestu með- mæli og í samningum um afnot skipsins erum vér fúsir á alla lip- urð og sanngirni, því vér álítum sjávarútveg íslands og framtíð hans, einnig botnvörpunganna, trauðlega geta verið án aðstoðar slíks skips, og með því að „J?ór“ er þegar í eigu Islendinga, telj- um vér sjálfsagt að nota hann. það er auðsætt að til lengdar getur vort fámenna bæjarfélag ekki staðið eitt straum af úthaldi skipsins, stuðningslítið, enda höf- um vér tiltölulega litla þörf skips- ins utan vetrarvertíðar, eins og fyr var sagt. En borið upp á herðum þeirra héraða, ásamt oss, sem mesta hafa þörfina, og stutt sæmilega af ríkissjóði, fullyrðum vér að starfsemi slíks skips yrði aldrei lögð niður, ef reynt væri aðeins eitt einasta ár að halda út skip- inu til fulls. Svo áþreifanleg og bersýnileg yrði öllum landsmönn- um fjárhagsleg gagnsemi að skip- inu, svo öðru sé slept. það er heldur ekki vansalaust íslenska ríkinu, að eiga enga slíka fleytu á hafinu. Vestmannaeyjum 7. mars 1922. f stjórn Björgunarfélags Vest- mannaeyja. Karl Einarsson, formaður. Jóhann þ. Jósefsson, framkv.stj. Gísli Lárusson. Jón Hinriksson. Sigurðui- Sigurðsson. Önnur blöð eru beðin að birta ávarp þetta. ----o---- Glögt er gestsaugað. þetta gamla máltak kom mér í hug er eg las greinina um Akra- nes í 2. tbl. Tímans, eftir hr. Sig- urgeir Friðriksson. Heill sé hverjum þeim, sem hefir opið auga fyrir framtíðar- möguleikum þessa lands. þeir, sem hafa opin augun, eru líkleg- astir til góðs. Víst er um það, að mikið mætti og þyrfti að gera hér á Akranesi. Framtíðarmögu- leikarnir eru margir, framtíðar- vonirnar margar og bjartar, — hvenær sem þær ná að rætast. Eitt af verkefnunum, sem S. F. minnist á, •— eitt af því marga, sem hér þarf að gera, er það, að stemma stigu fyrir að sjórinn haldi áfram að brjóta af skagan- um. Hygg eg, að duga mundi hér sama aðferð og Danir beita á vesturströnd Jótlands til að stemma stigu fyrir afbroti. Aðferðin er sú, að tré eru sett á endann ofan í sandinn í raðir ofan frá bakka niður í fjörumál. Má hafa ca. meter milli trjánna í röðunum og ca. 30—40 metra milli raðanna. þessar trjá- raðir brjóta brimið og eyða krafti þess. Innsogið ber sand inn í kví- arnar milli trjáraðanna, og verður hann þar eftir að mestu leyti. Til þess að sandurinn fjúki ekki, er hann þornar, er gott að leggja of- an á hann þang og þöngla, eða hrís, ef það væri fyrir hendi. Sjórinn ber hvert sandlagið ofan á annað og smáhækkar þannig, uns jafnhátt er orðið trjáröðun- um. 1 stað timburs má líka nota grjótgarða. Ef grjót er nærri, gæti það orðið ódýrara en timbr- ið. þannig má láta sjóinn skila aftur landi, sem hann hefir tekið. það hefir mikið verið talað um ættjarðarást hjá íslendingum á síðari árum. Mætti nú ekki ætlast til þess, að menn sýndu ást sína í verkinu, með því að berjast drengilega móti óvinum ættjarð- arinnar, sem á hana herja, hvort heldur það er brim eða önnur öfl? það er hægt að skrýða skógi og blómum „skriður berar sendna strönd“, ef samtökin eru nógu góð og viljinn nógu einlægur og sterkur. Sumarliði Halldórsson. •ÍV Fundargerð. ~~Árið 1922, hinn 29. janúar var fundur haldinn á Breiðumýri til að ræða ýms þingmál. Hafði Sigurjón alþingismaður Friðjónsson boðað til fundarins í samráði við nokkra menn. Á fundinum mættu 150 kjósendur. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri og nefndi hann til skrifara Jóhann- es Þorkelsson á Fjalli og Þóri Steinþórsson í Álftagerði. Á fund- inum gerðist: 1. Tekið til umræðu fjárhags- ástand ríkisins og urðu um það langar og ítarlegar umræður. Kom fram í þeim flestöllum sú skoðun, að það væri komið í svo óvænt efni, að mjög bráðra og brýnna aðgerða væri þörf. Að umræðum loknum var borin upp þannig lög- uð tillaga og hún samþykt með öllum atkvæðum: „Fundurinn skorar á alþingi að afgreiða næstu fjárlög tekjuhalla- laust, án skattaaukningar- og lán- töku, en gæta þó fullrar varúðar í áætlun tekjuliðannau. Til fullnægingar þeirri kröfu telur hann óhjákvæmilegt: a. að fresta eða fella niður allar verklegar framkvæmdir, sem ekki rniða beinlínis að mjög skjótri aukning framleiðslunnar, b. að afnema alla dýrtíðarupp- bót, c. að fella niður alla bitlinga og tildurembætti, d. að rannsaka hvort ekkr mætti spara fé við rekstur opinberra starfa og stofnana á fleiri vegu en þegar er bent á. Meðal annars bendir fundurinn á, að hætta mætti prentun þingræðanna. 2. „Fundui'inn skorar á alþingi að láta einkis ófreistað til þess að fult jafnvægi komist á innflutning og útflutning vara þegar á þessu ári, og rétta á þann hátt viðskifta- hag landsins gagnvart útlöndum“. Til þess að ná því marki bendir fundurinn á: a. undanþágulaust innflutnings- bann á öllum- þeim vörum, sem ónauðsynlegar má telja, og tak- mörkun innflutnings á öðrum vör- um svo sem frekast er unt, b. skipulagsbundna afurðasölu fyrir alt landið, og strangt eftirlit ríkisvalds á meðferð andvirðis út- fluttra vara. Samþykt í einu hljóði. 3. „Fundurinn lýsir vonbrigðum og óánægju á því, að þrátt fyrir stórfelda lántöku skuli ekkert greið ast úr viðslciftateppu bankanna, og skorar jafnframt á þingið að gæta.fullrar varúðar í samningum ríkisins við íslandsbanka, sérstak- lega um hlutakaup ef þeim er ekki þegar lokið“. Samþykt í einu hlj. 4. „Fundurinn lýsir megnri óá- nægju yfir ineðferð síðasta þings á fasteignaskattinum, þar sem ekki verður séð að hann svaraði til nafns eftir þær breytingar sem alþingi gerði á hinu upphafiega frumv. Á hinn bóginn álítur fund- urinn ekki vert að eyða tíma næsta alþingis í þref um skattamál á nýjan leik“. Samþ. í einu hljóði. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. Fundi slitið. Sigurður S. Bjarklind. Jóhannes Þorkelsson. Þórir Steinþórsson. ----o---- Ch Ejjólföson, klæðskeri, Laugavegi 34, Eeykjavík. Ný aðferð. — Eftir . þessum teikningTim . geta alliv tekið mál þetta. Það sparar ferð tima og peninga. A—B—,C jakkalengd að punktalinunni, jaqet alveg niður. D—E axlarlengd E—F—G armlengd. L. vestislengd. brjóstvidd. mittisvidd. buxnalengd. skálmaviddir skálmalengd. M. mjaðmavidd. Sendið mér fataefni yðar. öllum fyrirspurnum svarað fljótt. — Odýrust fata- og frakkaefni. Odýrust vínnulaun. — Fljót afgreiðsla. Seinli pantanir gegn póstkröfu til allra staða ú landinu. Sími 833. Kaupfélagsstj órastaðan við Kaupfélag Onfirðinga í Vestur-ísafjarðarsýslu er laus. Umsóknir sendist tii stjórnar Kaupíélags Önfirðinga fyrir 14. maí næstk. og veitir hún allar frekari upplýsingar. Hin eina kemiska fatalireinsun á landinu með nýtíslcu áhöldum. Hreinsar og gerir sem nýjan allskonar óhreinan fatnað og dúka úr hvaða efni sem er. Litar einnig eftir óskum í flesta aðallitina allskonar fatnað og dúka úr hvaða efni sem er. Afgreiðir pantanir utan af landi fljótt og vel gegn póstkröfu. Umboðsmenn óskast í lielstu kauptúnum landsins gegn góðum ómaJislaunum, Biðjið um upplýsingar. — Fyrirspurnum svarað greiðlega. LESIÐ! LESIÐI RAUÐA AKURLILJAN, bráðskemtileg og spennandi skáldsaga frá frönsku stjórnarbyltingunni, eítir Baronessu Orczy, er nýlega komin út, prentuð á ágætan pappír, 15 arka bók, og kostar aðeins: kr. 5,00 innheft og kr. 6,50 innbundin, og verður send hverjum sem vill gegn eftirkröfu. Ef þér viljið eignast þessa ágætu bók, þá útfyllið pöntunarseðilinn hér að neðan og sendið hann sem fyrst. Utanáskrift er: Á. G. Pósthólf 552. Reykjavík. Pöntunarseðill. Undirrit. óskar að fá sent ... eint. af Rauöu akurliljunui, gegn eftirkröfu — innhefta á kr. 5,00 — innbundna á kr. 6,50. (Strikið yfir það, sem þér ekki óskið.) i ' ' Nafn ................................................ Heimili .....................:.............. Póstafgreiðsla .......................... NB. þeir, sem senda andvirði bókarinnar með pöntun, fá hana senda burðargj aldsfrítt. Bandaríkin og Spánarmálið. Stórstúkunni hefir borist eftir- farandi símskeyti frá aðalfor- manni bindindisfélaga Banda- ríkjanna: „Eftir f jölmenna samkomu, sem haldin var af helstu fyrir- liðum í bindindishreyfingu þjóð- arinnar og af kirkjunefndum, var ákveðið að kalla saman fund til að koma sér niður á að skora á öll kjördæmi vor, að neita að kaupa spánska ávexti og aðrar spánskar vörur, ef Spánn heldur áfrarn yfirganginum gegn íslandi og sér minni þjóðum. Einnig var ákveðið að krefjast af stjórn vorri (þ. e. Bandaríkjanna) að Orðabálkur. sis (-s, vantar flt. ?), kl., dund. Eyf. sisa (-að, -að), áls.: sisa við e-ð, dunda við e-ð. Eyf. ló: e-ð er á lónni, e-ð á sér stað á yfirborðinu, en á sér ekki djúp- ar rætur: „það er sagt, að N. sé kvensamur“. „það er ekki nema á lónni“. Rvík. svaljárn. Hver er merkingin? pekra (-u, vantar flt.?), kvk., hún tæki upp tollstyrjöld sem legði svo háa tolla, að þeir væru sama sem aðflutningsbann, á spönskum vörum og vörum ann- ara þjóða, sem beita líkum yfir- gangi gegn þjóðum, sem eru minni máttai.“ Standa nú ærin vopn á Spán- verjum fyrir framkomu þeirra. Er mælt að tillaga sé til umræðu á þingi Bandaríkjanna, sem feli Harding ’forseta að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir kúg- unartilraun Spánverja. Frá Nor- egi berast og samúðarskeyti og munu Norðmenn fullráðnir í að láta hvergi undan. slæmska, lasleiki: það er pekra í honum. Heimildarmaður minn heyrði Eyfirðing einn nota orðið. flóðarmikur (-s, -ur), kl., svell, sem myndast í lækjum í hömrum eða klettum. Nes. (er að verða sjaldg.). Suðursv. (alg.). öræfi. vinnufall (-s, -föll), kl., það að vinna fellur niður, maður verður að hætta starfi sínu einhverra or- saka vegna, t. d. vegna þess, að gestir heimsækja hann. Nes. ----o---- Pingmaðurinn og kjördæmið. Fyrir- alllöngu síðan fékk Tíminn til birtingar fundargerð^frá þing- og héraðsmálafundi Vestur-ísfirð- inga, sem haldinn var um miðjan nóvember síðastl. Því miður hefir ekki unnist rúm til að birta fund- argerðina, sem þó er mjög merki- leg, enda hafa V.-ísfirðingar haldið þeim sið í rúm 20 ár, að halda slíka fulltrúafundi og ber það vott um mikinn pólitiskan þroska hér- aðsmanna. Á þessum fundi voru 18 af 20 kjörnum fulltrúum hvaðan- æfa að úr kjördæminu. Mætti nú ætla að þingmaður kjördæmisins tæki nokkurt tillit til slíks fundar. , En það skal nú sýnt um tvö stór- vægileg atriði hver framkoma þing- mannsins er í þessu efni. Meðal annara tillaga sem fundurinn sam- þykti er þessi: „Fundurinn telur ríkisstjórnina ekki lieppilega valda til þess að fara með stjórn lands- ins, og skorar á þingið að reyna að mynda starfhæfari stjórn“. Með fuliri kurteisi og hlífð er ekki hægt að láta öllu ótvíræðar í ljós van- traust kjördæmisins á landsstjórn- inni. En hér syðra er öllum það vitanlegt að Ólafur Proppé er einhver allra sauðspakasti fylgi- fislcur gömlu stjórnarinnar. önnur tillaga fuhdarins er svohljóðandi: „Fundurinn væntir fastlega að ís- land geti komist að hagkvæmum samningum við Spánverja, að því er innflutningstoll á fiski snertir, án þess að afnema þurfi bannlögin og álítur að tæpast geti til máia komið tilslökun á þessu“. En það er öllum kunnugt, sem á annað borð fylgjast nokkuð með í þing- inu, að enginn einasti þingmaður liggur jafn flatur fyrir kröfum Spánverja og Ólafur Proppé, hann vill þegar í stað láta undan, þótt enn sé sama og ekkert reynt til að halda fram hlut okkar í málinu. Hæstiréttur. Frumvarp er kom- ið fram í þinginu um það að hæsta- réttardómarar skuli jafnframt liafa á hendi kensíu við háskólann. Gustuv var gerður við fyrstu um- ræðu, en varð að engu. Einir þrír þiugmenn ijeðu því atkvæði að vísa frumvarpinu frá. Frambj óðendur í Vestur-Skafta- fellssýslu eru tveir: Lárus bóndi Helgason frá Kirkjubæjarklaustri og Eyjólfur bóndi Guðmundsson frá Hvoli í Mýrdal. Eru þeir nú á ferðalagi um sýsluna til funda- halda. Báðir munu þeir vera ein- dregnir samvinnumenn. Skuggasveinn. Knattspyrnumenn- irnir hafa getið sér ágætan orðs- týr með leik sínum á Skuggasveini. Ný leiktjöld voru til mestu prýði og hafði einn þeirra félaga málað þau. Söngur og hljóðfærasláttur var bæði mikill og góður. Bún- ingar og gerfi í besta lagi. Og leikurinn stórhressandi og fjörugur, eins og ávalt er þegar ungir og framgjarnir menn eru að vinna að áhugamálum sínum. Vitanlega er ekki þar með sagt að ekki megi margt að finna eigi að gera sömu kröfur og til fullkomnustu leikara. Hlutabréf íslandsbanka. Mats- nefndin, sem minni bluti þings kaus í fyrra til þess að meta liluta- bréf íslandsbanka, skilaði áliti skömmu eftir þingsetning. Metur hún hvert 100 kr. hlutabréf bank- ans á 91 kr. En um sama leyti voru bréfin seld á kauphöllinni í Kaupmannahöfn á 55 kr. Morgun- blaðið flytur þá fregn að banka- stjórnin telji að „að réttu lagi“ hefði átt að meta bréfin yfir nafn- verð. Þýðingarlaust mun að deila um þetta héðan af. Mun það reyn- ast, sem áður liefir verið sagt hér í blaðinu, að matið verði að engu haft. Ráðherrafækkun. Frumvarp um ráðherrafækkun var borið fram í neðri deild og: umsvifa- laust drepið. -----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.