Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 1
©jaíbferi íEiTnans er S t g u r g e i r 3 r i 5 r i f s f 0 n, SaTnbanbsfyúsinu, HeYfjarnf. Crrncms er bjá <S u 5 g e i r i 3 ó n s f v n i, I}Derfisgöfu 3$. Sími 286. YL ár. Reykjavík 18. mars 1922 11. blað Tíl Alþingis íslendínéa! Af hálfu Góðtemplarastúknanna í Reykjavík og ná- grenni, og Umdæmisstúkunnar nr. 1, og í fullu umboði leyfum vér undirritaðir oss að bera fram fyrir hið háa Alþingi eftirfarandi erindi um frumvarp það, sem hin fráfarandi landsstjórn hefir b'orið fram um stórkostlegar breytingar á lögunum um aðflutningsbann á áfengi, vegna kröfu Spánverja. 1. Ekki verður um það deilt, að af hálfu fráfarandi landsstjórnar hefir undirbúningur verið í mesta máta ónógur. Viljum vér í því efni benda á: a) Að ekki er það kunnugt, að landsstjórnin hafi gert neitt til að útvega markað annarstaðar fyrir fiskinn, hvorki á tímabilinu áður en samningunum var sagt upp — sem talið var víst löngu áður að gert yrði — né á þeim langa tíma, sem liðinn er síðan samningunum var sagt upp, og full vissa var fengin um, að um alvarlegan ágreining væri að ræða. b) Að fráfarandi stjórn hefir dregið málið óhæfi- lega lengi og haldið málsatriðum leyndum fyrir ís- lenskri alþjóð, þvert á móti vilja utanríkisstjórnar- innar dönsku, að því er oss er kunnugt, c) Að fráfarandi stjórn hefir algerlega lagst undir höfuð að leita styrks og atfylgis hjá stórþjóðunum, bæði siðferðilega og efnalega, en nú er kunnugt orð- ið, að, slíkur styrkur hefði verið auðf enginn. d) Að fráfarandi stjórn hefir, að því er oss er frek- ast kunnugt, ekkert gert til þess að leita samvinnu við frændþjóð vora, Norðmenn, sem hefir sömu að- stöðu og vér í þessu, og virðast þó hafa komið fram bendingar í þá átt, að slík samvinna hefði mátt takast. e) Að fráfarandi stjórn hefir notað aðstoð þess Is- lendingsins við samningana á Spáni, sem kunnur var að því að vera einn ákafasti andstæðingur bann- laganna og ber að fjandskap við þau frá upphafi vegar. En vér lítum svo á, að fyrir þessa sök sé þjóðinni skylt að tortryggja hann, þó að vér hins- vegar viljum ekki fella neinn dóm um gjörðir hans. 2. a) Hinsvegar er alkunnur árangurinn af ferð Einars H. Kvaran, af hálfu Islands og Stórstúku Islands, bæði á alþjóðafund bindindislöggjafar í Sviss og á fund enskra bindindisvina, og voru meðal þeirra margir enskir þingmenn og aðrir áhrifamenn. Hefir risið mjög sterk alda á Englandi gegn þessari kúg- unartilraun Spánverja og má telja mjög líklegt, að árangur þeirrar ferðar hefði þó orðið enn meiri, ef Einar hefði fengið þá aðstoð af hálfu íslensku stjórn- arinnar, sem hann æskti eftir og sjálfsögð átti að ÍÖÍI ... I Hi ,... ' . ' 5K7'.íí;fí-»: ;. . ¦ r>- ¦ •¦..• sax ¦; •;. ' '¦ ;.•-. • -¦. '¦¦.••! Fyrir hönd st. Verðandi nr. 9, sem hefir 649 félaga. Ami Jóhannsson, Bjarni Þórarinsson, Gísli Jónasson, bankaritari. præp. hon. kennark Haraldur Nielsson, Sigurður Gunnarsson, prófessor. prsep. hon. . Sigurður Þorsteinsson, Tryggvi Þórhállsson, sildarmatsmaður. ritstjóri. Fyrir hönd st. Einingin nr. 14, sem hefir 231 félaga. Borgþór Jósefsson, Helgi Helgason, Jónatan Þorsteinsson, bæj'argjaldkeri. verslunarmaður. kaupmaður. Páll Jónsson, Sigurður Sigurðsson, vershinarstjórí. ráðunautur. Fyrir hönd st. Víkingur nr. 104, sem hefir 82 félaga. Guðm. Jónsson, Magnús V. Jóhannesson, Olafur Olafsson, frikirkjuprestur. sjom. sjom. Fyrir hönd st. Skjaldbreið nr. 117, sem hefir 200 félaga. Einar Þórðarson, Felix Guðmundsson, Friðrik Björnsson, skósmiður. verkstjóri. skipstjóri. Guðgeir Jónsson, Þorsteinn J.\Sigurðsson, bókbindari. kaupmaður. Fyrir hönd st. „Mínerva" nr. 172, sem hefir 105 félaga. Arni Sigurðsson, Andrés G. Þormar, Bjöm 0. Bjömsson, eand. theol. simritari cand. theol. b) Enn fremur er alkunnugt orðið, hver tíðindi hafa gerst undanfarið um málið í Noregi. að við nýlega afstaðnar kosningar hafa bann- menn unnið sigur þar, að stjórn sú í Noregi, sem láta vildi undan, hefir orðið að fara frá völdum, að síðan hafa Spánverjar fallið frá fyrri kröf- um sínum og boðið vægari kosti, að síðustu fréttir benda til, og uminæli þeirra manna sér, sem kunnastir eru norskum högum, hníga í þá átt, að Norðmenn muni ekki einu sinni ganga að þessum vægari kröfum Spánverja. ' c) Enn fremur er það kunnugt af síðustu fregn- um, hversu hinir mjög fjölmennu bannmenn í Banda- ríkjunum og jafnvel þing Bandaríkjanna muni sriú- ast í málinu, að hafin eru frjáls samtök um öll Bandaríkin um að kaupa ekki spánskar vörur, og að , legið geti við borð fullkomið tollstríð af hálfu Banda- ríkjanna á hendur Spánverjum. • d) Loks eru nýkomnar fregnir um að nýtt ráðu- neyti hefir tekið við völdum á Spáni, og því ekki loku skotið fyrir, að sú stjórn líti öðru vísi á málið, því< fremur sem kunnugt er, að mikill þorri almenn- ings á Spáni er andvígur þessari tollmálastefnu. Enn er það frétt, að Spánarkonungi hafa borist áskoranir frá merkum vísindamönnum og stjórnmála- mönnum frá mörgum helstu menningarlöndum (Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Sviss, Italíu, Tjekkó-Slóvakíu, Serbíu, Hollandi, Belgíu, Frakk- landi, Englandi og Ameríku). Hefir þetta ávarp ver- ið sent forsætisráðherra íslands. 3. par sem nú eru svo sterkar líkur fyrir því, að Norð- menn hefji fremur tollstríð við Spán en að láta und- an kröfunum, en hitt er alkunnugt, að aðalmarkað- ur fyrir íslenskt saltkjöt er í Noregi, verður það að teljast mjög hættulegt vegna þess markaðs, að við látum undan kröfum Spánverja. Undanlátssemi okk- ar við Spánverja myndi verða þeim til mikils styrks í tollstríðinu við Norðmenn. Liggur því nærri að ætla, að Norðmenn svöruðu með svo háum tolli á íslenskt saltkjöt o. fl. afurðum, að markaðurinn- væri sama sem lokaður. 4. parf ekki nema að minna á afleiðingar þess" bæði í efnalegu og siðferðilegu tilliti, að aftur væri heimil- aður víninnflutningur til landsins. Samræmist það illa þeirri stefnu, sem nú er þjóðinni íslensku lífsnauð- syn, að neita sér um þann erlendan varning, sem er með öllu ónauðsynlegur og í þessu tilliti beinlínis skaðlegur. Beina og óbeina efnatjónið af víninn- flutningi verður ekki með tölum talið. En þó verð- ur efnatjónið Jítið á móti, hinni margvíslegu siðferði- legu spillingu, sem áfengisnautninni fylgir, og þeirri Virðingarfylst. Fyrir hönd st. Framtíðin nr. 173, sem hefir 162 félaga. Guðm. Gamalielsson, S. A. Gíslason, Sigurjón Jónsson, bóksali. cand. theol. bóksali. Sveinn Jónsson, Þorbergur Ólafsson, kaupmaður. rakari. Fyrir hönd st. Daníelsher nr. 4 í Hafnarfirði, sem telur ' , 89 félaga. Bjarni Sigurðsson. Kr. F. Arndal. Sveinn Auðunnsson. Fyrir hönd st. Framför nr. 6 í Garði, sem hefir 60 félaga. Einar Magnússon, Gísli Sighvatsson, Guðm. Jónsson, kennari. sjom sjom. Fyrir hönd st. Morgunstjarnan nr. 11 í Hafnarfirði, er hefir 207 félaga. Guðrún Einarsdóttir. Jensina Arnadóttir. Jón Mathiesen. Fétur V. Snœland. Sigurgeir Gislason. Fyrir hönd st. Keflavík nr. 114 í Keflavík, sem hefir 72 félaga. Einar Einarsson, Guðjón Egilsson, Gwðm. Hannesson, smiður. sjóm. oddviti. hnignun og úrættun kynslóðarnnar, sem henni er , ávalt samfara. 5. Margrætt er það orðið og hlýtur að vera öllum hugs- andi mönnum ljóst, hversu hættulegt það er að stíga fyrsta sporið í þá átt að þola það, að erlend þjóð segi íslensku þjóðinni fyrir um löggjöf í al- innlendu máli og það í máli, sem varðar svo mjög mannúð og siðferði. Verður ekki séð fyrir afleiðing- arnar af því spori. Verður ekki annað sagt, en að með slíku hljóti þjóðinni að minka virðing á sjálfri sér. Og hitt er vitanlegt, að stígi þjóðin slíkt spor, hlýtur vegur hennar mjög að þverra í augum ann- ara þjóða, það því fremur, sem þær þakka okkur það fordæmi, sem vér höfum gefið þeim,og þær fær- ast óðum nær því takmarki, sem vér þegar höfum náð, enda veita þær oss nú mikinn styrk í þessari baráttu. 6. Loks leyfum vér oss að minna á, að fundasamþyktir hér á landi, hvaðanæfa að, benda ótvírætt í þá átt, enda er það alkunnugt, að allur þorri íslensku þjóð- arinnar vill berjast til þrautar til þess að fá sigur í þessu máli. Vér ljúkum þá máli voru með eftirfarandi . ÁSKORUNUM: I. að hið háa Alþingi samþykki ekki frumvarp hinn- ar fráfarandi stjórnar um breytingar þessar á bannlögunum, sem eru í raun og veru ekki annað en afnám þeirra, II. að hið háa Alþingi feli núverandi landsstjórn að hef ja nýja samninga við Spánverja á þeim grund- velli, að ekki verði samið um hina íslensku áfengis- löggjöf. . III. Að senda þá sendimenn til Spánar til aðstoðar við nýja samninga, sem þjóðin getur borið fult traust til, IV. að athuga hvort ekki sé rétt að taka höndum sam- an við Norðmenn í þessari sameiginlegu baráttu okkar og þeirra við Spánverja, V. að athuga hvort ekki sé rétt að senda menn, til Bandaríkjanna til þess að leita þar frekara fulltingis, VI. að láta einskis ófreistað um að útvega markað fyrir íslenskan fisk annarstaðar en á Spáni, ef til kemur,og VII. að breyta í engu áfengislöggjöfinni til hins verra, án þess að þjóðin fái að neyta þess réttar, sem hún á tvímælalaust: að greiða um það þjóðaratkvæði, þar eð lögin voru í öndverðu sett samkvæmt slíkri alþjóð- aratkvæðagreiðslu. Fyrir hönd st. Dagrenning nr. 175 í Sandgerði, sem hefir 35 félaga. Björn Hallgrímsson, Jarþrúður Bernharðsdóttir, útvegsbóndi. Sigurður Kjartansson, verslu'narmaður. Fyrir hönd st. þörf nr. 182 í Grindavík, sem hefir 70 félaga. Guðsteinn Einarsson, Ingv. Einarsdóttir, Olafur Arnason, sjóm. útv.b. Fyrir hönd Umdæmisstúkunnar nr. 1, er nær yfir Reykja- vík, Gullbringu- og Kjósar og Borgarfjarðarsýslur. Bjarni Pétursson, Flosi Sigurðsson, • G. Sigurgeirsson, verkstjóri. trésmiður., verkstj. Ingólfur Jónsson, Isleifur Jónsson, Kristj. 0. Benediktsd. stud. jur. skólastj. Ottó N. Þorláksson, Pétur Zóphóníasson, skipstjóri. fulltrúi. Róbert Þorbjörnsson, Sigvaldi Bjarnason, bakari. trésmiður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.