Tíminn - 25.03.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1922, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi Cimans er S i g, u r 9 c i r $ r i ð r i f s f 0 n; Sambanbsbúsirtu, SeYfja'mf. Cínians cr r)j<i (55 u 6 o, e i r i 3 ó i! s f v n i, IwerftSyöír. 34- Sími 286. YI. ár. Reykjayík 25. mars 1922 12. blað Morgunblaðið birtir í 88.—90. tbl. þessa árs fyrirlestur um járn- brautarmálið, sem Eggert prófast- ur Pálsson á Breiðabólsstað flutti á búnaðarnámsskeiðinu í Fljóts- hlíð í des. síðastl. Margt er þar rétt athugað og vel sagt um það mál, en galli virð- ist mér þó vera á þessum fyrir- lestri, að engar upplýsingar eru í honum um það, hvernig máli þessu er nú komið, eða réttara sagt, hvernig málinu var komið í þinglok 1921. J>að hefði þó fyrir- lesari átt að vita, og allur fyrir- lesturinn þá bygst á fastari grund velli, en hann virðist vera nú. í Búnaðarritinu frá síðastl. ári er getið um lög um rannsóknir á Sogsfossunum frá síðasta þingi, en ekki minst á síðasta málslið 1. gr. þeirra laga, þar sem lands- stjórninni er heimilað fé til rann- sókna á járnbraut austur um Suð- urlandsundirlendið, og þar með lagður sá rétti hyrningarsteinn undir framkvæmdir þess máls. — það lítur því út fyrir, eftir þessu að dæma, að mönnum sé alveg ókunnugt um, hvað þessu máli líður, og því virðist mér rétt að almenningur fái að vita, hvað alþingi hefir þegar gert í málinu og hvaða ráðstafanir landsstjórn- in hefir þegar gert til að fram- kvæma vilja þingsins í þessu mik- ilvæga máli. Eins og áður er sagt, samþykti síðasta þing „Lög um heimild handa landsstjórninni til fram- kvæmda á rannsóknum til undir- búnings virkjunar Sogsfossanna", og hljóðar 1.. gr. þeirra þannig: „Landsstjórninni er heimilað að gera eða láta gera mælingar, upp- drætti, útreikninga, lýsingar, kostnaðaráætlanir og aðrar rann- sóknir, er þarf til fullnaðardrátta að virkjun Sogsfossanna til orku- nýtingar og veitu orkunnar til notkunarstaðanna, þar á meðal orkuveitur til almenningsþarfa. í sambandi við þær er henni og heimilað að láta gera samskonar rannsóknir um lagningu járn- brautar frá Reykjavík til Sogs- fossanna og um Suðurlandsundir- lendið, svo langt austur eftir sem henni þykir ástæða til. Ennfremur segja lögin fyrir um, að kostnaður greiðist úr rík- issjóði til bráðabirgða, en verði síðan talinn með virkjunar- og byggingarkostnaði. Á þinginu mætti þetta mál engri verulegri mótstöðu. peir sem andmælum hreyfðú, bygðu þau á því, að til væri þingsálykt- unartillaga frá þinginu 1919, sem heimilaði stjórninni að ná yfirráð- um yfir Sogsfossunum og rann- sókn á þessu, og fyrst bæri land- inu að eignast allan vatnskraft í Soginu, áður en rannsókn væri hafin; en enginn mælti beinlínis á móti járnbrautarrannsókninni, 9g var hún þó nýtt atriði í þessu máli, þar sem þingsályktunartil- lagan frá 1919 mintist ekki á hana einu orði; síðasta málsgrein 1. gr. virtist því, eftir umræðun- um um málið að dæma, hafa ein- dregið fylgi þingmanna, enda mun engum víðsýnum þingmanni blandast hugur um nauðsyn þess- arar járnbrautar, sem er undir- staða velferðar og framtíðar 6 lögsagnarumdæma landsins og þau framfleyta nú fjórða hluta landsmanna. Samkvæmt lögunum sjálfum og ummælum 3. þm. Reykjavíkur, J. porlákssonar verkfræðings, í •framsöguræðu sinni um þetta mál, er tilætlunin, að rannsóknin verði svo nákvæm, að hún gefi ljósa hugmynd um stofn- og reksturs- kostnað þessara fyrirtækja. pað er einnig tilætlunin að rannsaka fleiri leiðir austur, þar sem komið gæti til álita að leggja járnbrautina, auk ping- Vallaleiðarinnar, sem lauslega hef- ir verið rannsökuð áður. Skal eg tilfæra orðrétt það, er áðurnefndur verkfræðingur og þingmaður segir um þetta í um- ræðunum um málið: „það hefir verið samin bráða- birgðarannsókn, sem mjög er ó- fullkomin vegna ónógrar fjárveit- ingar. pað reyndist aðeins kleift að rannsaka eina leið, pingvalla- leiðina, en til þess að alt sé örugt og áreiðanlega verði valið það, sem heppilegast er, þarf að rann- saka fleiri leiðir, t. d. Reykjanes- leiðina, og ef til vdl fleiri. Og þegar austur er komið, þarf að rannsaka, hvernig heppilegast sé að brautin liggi um undirlendið, og þá með hliðsjón af hliðarbraut- um og akvegum til fjarlægari sveita". þannig var þá þessu máli kom- ið er síðasta þingi sleit, og verð eg að álíta, að í raun og veru hafi þetta mál verið eitt af allra stærstu og þýðingarmestu málum, sem það afgreiddi, og verður þó ekki annað sagt, en fleiri stór- mál hafi þá verið til lykta leidd, 1 og mörg þeirra höfðu legið fyrir fleiri undanförnum þingum,árang- urslaust. Eg get ennfremur upplýst um þetta járnbrautarmál, að byrjað mun verða á rannsókn járnbraut- arstæðisins á næsta vori; hefir stjórnin þegar ráðið einn mann til þess verks, og á nú í samning- um við norsku stjórnina um að fá hæfan verkfræðing til þess að standa fyrir mælingunum. Stjórnin hefir einmitt tekið upp þá réttu leið í þessu máli, að byrja á rannsókn járnbrautarinn- ar fyrst, því að á henni liggur mest. pegar sú rannsókn, sem lögin gera ráð fyrir, er fengin, þá fyrst er hægt að taka málið f östum tök- um, þá fyrst getum vér gert oss ljóst, hver tök við höfum á því að koma eða láta koma verkinu í framkvæmd, og þá fyrst getur komið til mála að gera sér hug- mynd um, hvort brautin muni bera sig beinlínis, sem sérstakt fyrirtæki, eða nauðsynlegt verð- ur vegna stofn- og reksturkostn- aðar, að koma henni á í sambandi við fossaiðnað í þessum lands- hluta. Sá rétti hyrningarsteinn undir þetta stórmál er þegar lagður af síðasta þingi, og fráfarandi stjórn, og vér megum treysta því, að hin nýja landsstjórn muni halda und- irbúningi þessa máls áfram kapp- samlega, vitandi, að hér er um að ræða lífsskilyrði fjórða hluta landsbúa og þar á meðal höfuð- staðar landsinsV og ennfremur vitandi, að eitt stærsta jarðrækt- arfyrirtæki hér á landi, sem á- kveðið er að byrja á næsta sum- ar, hlýtur að verða fjárhagslegur dauðadómur fyrir viðkomandi sveitir, ef járnbrautin kemur ekki þegar á eftir eins og E. prófastur réttilega tekur fram í áðurnefnd- um fyrirlestri. þar sem E. Pálsson prófastur lætur það álit sitt í ljósi, að ó- heppilegt muni vera að blanda þessu máli saman við fossamál, og heppilegast væri að stofna póli- tiskan flokk um þetta mál á þingi, þá virðist mér, að því er fyrra at- riðið snertir, ógerlegt að kveða nokkurn dóm upp um það á þessu stigi málsins, eins og eg hefi áð- ur tekið fram; slíkt -verður að bíða rannsóknar og áætlana. Hið sama er einnig að segja um hið síðara atriði. Undirstöðu málsins er vel borgið, og þegar til fram- kvæmda kemur, getur komið, til tals að gera máhð pólitiskt flokks- mál, ef því ^virðist nokkuð betur borgið á þann hátt. II. Eg vil því heldur snúa mér að öðru atriði í þessu járnbrautar- máli, sem meiri þýðingu hefir nú sem sé hve langt austur á undir- lendið skuli rannsaka járnbrautar- stæðið. I 1. gr. áðurnefndr laga er á- kveðið að landsstjórnin láti rann- saka járnbrautarstæðið um Suð- urlandsundiiiendið „svo langt austur eftir, sem henni þykir á- s'tæða til". í fyrirlestri sínum ger- ir E. P. prófastur ráð fyrir að brautin verði, til að byrja með, lögð inn á mitt áveitusvæðið í Flóanum, en í umræðum og skrif- um um það mál frá fyrri tímum, mun alla jafna hafa verið gert ráð fyrir, að brautin yrði ekki lögð skemra en að þjórsártúni; það tel eg einnig sjálfsagt, vegna þess, að austan pjórsár eru engu minni skilyrði til jarðræktar í stórum stíl heldur en í Flóanum, jafnvel miklu meiri og ódýrari, eins og síðar skal vikið að. Frá náttúrunnar hendi er eng- in hindrun fyrir járnbrautarlagn- ingu austur að þverá eða inn í Fljótshlíð, og er þá komið inn í miðja Rangárvallasýslu; þar fyr- ir austan eru sandvötnin þverá, Affall, Álar og Markarfljót, sem engin leið er að brúa, nema vötn- um þessum sé veitt í einn farveg, eins og þegar hefir verið áform- áð. En væri járnbraut lögð aust- ur í Fljótshlíð, eiga þessar sveit- ir, sem liggja innan þverár og Markarfljóts, hægan og stuttan veg að brautinni. þó að járn- brautin yrði í fyrstu aðeins lögð að þjórsá, þá væri mjög æskilegt, ef ekki sjálfsagt, að mælt yrði fyrir henni alla leið austur í Hvolhrepp eða í Fljótshlíð, vegna þess að mjög margt bendir til, að þess yrði ekki langt að bíða, að brautin yrði lengd þangað, og sú rannsókn mundi að mjög litlu leyti auka allan ranns'óknarkostn- aðinn, þar sem leiðin frá þjórs- ártúni í Hvolhrepp éða Fljótshlíð er líklega besta járnbrautarstæð- ið, sem til er, einkum vegna þess Jive jafnlent það er. Eg skal þá telja þær ástæður, sem eg byggi á þá staðhæfingu, að brautin yrði lögð bráðlega alla leið austur. 1. Hér um bil 20 km fyrir aust- an þjórsártún liggur hin alkunna Safamýri, sem líklega er hið stærsta og frjósámasta áveitu- svæði á landinu, þó að það sé ekki áveita fyrir mannanna tilstilli; landið liggur svo lágt, að Ytri- Rangá, og stundum pverá, flæða yfir landið á hverjum vetri og veita því frjósemi. Megnið af heyinu þar er kú- gæft og mætti framleiða þar mjólkurafurðir í stórum stíl og mjög ódýrt, ef aðeins væri hægt að ná í góðan markað alt árið. . Austur.að Ytri-Rangá að Ægi- síðu eða sunnar yrði því brautin að ná, til þess að full not næðust af þessum frjósama bletti. 2. Nokkru austar, austan við Ytri-Rangá sunnanverða, eru Vestur-Landeyj ar; vestast í þeim eru mýraflákar með afar stór- vaxinni stör, svo að eg hefi hvergi slíka séð, og yrði nokkurn tírtla hafinn hér iðnaður úr stargresi, hkt og þjóðverjar nú gera, þá myndi eg álíta það líklegast hér. 3. 1 Hvolhreppi og Fljótshlíð er jarðvegur mjög myldinn og vel fallinn til grasræktar, og einkum til garðræktar, ef hægt væri að ná sér tilbúnum áburði og reka garðrækt í stórum stíl. þar er veðursæld afarmikil og sveitirnar i skjóli fyrir norðanátt, sem oftast eyðileggur uppskeruna annarsstaðar. 4. Næði brautin þangað austur, teldi eg enga frágangssök fyrir Eyfellinga að auka garðrækt sína, en þar munu vera best skilyrði frá náttúrunnar hendi til slíkrar framleiðslu, vegna frjósemi og sérstaklega veðursældar. Tel eg alveg áreiðanlegt, að þessar sveit- ir, sem eg hefi nefnt, Fljótshlíð, Hvolhreppur og Eyjafjöll, myndu alveg geta uppfylt þarfir lands- ins með jarðepli, svo ekki þyrfti að flytja þær inn framar. Ýmislegt fleira gæti eg talið máli mínu til stuðnings, en ef með þarf mun gefast tækifæri til þess síðar. Guðm. Guðfinnsson. a Alþingi. því verður ekki neitað, að mik- ið er um sparnað talað á alþingi. Hafa og komið fram ýmsar bein- ar tillögur í þá átt að fækka em- bættum 0. fl. þá hefir fjárveit- inganefnd sýnt mikla viðleitni í þá átt að draga úr tekjuhalla fjár- laganna, enda er það víst að nú- verndi landsstjórn tæki alls ekki við slíkum fjárlögum sem þeim, sem hin fráfarna landsstjórn lét sér sæma að taka við á síðasta þingi. Langflestar þær sparnaðartil- lögur, sem fram hafa komið, hafa verið á rökum bygðar, og munu eiga að fagna fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. En þó er það sjáanlegt, að til þess að skynsam- legur grundvöllur verði lagður að víðtækum sparnaði, verður starf sparnaðarnefndar þingsins alls ekki einhlítt. M'enn þeir, sem sæti eiga í nefndinni, eru svo störfum hlaðnir, að þeir geta ekki tekið málið frá rótum. þessvegna hefir og mótstaðan gegn sumum sparn- aðartillögunum orðið erfiðari við- fangs, en þurft hefði að vera. Dæmi þess er t. d. tillaga nefnd- arinnar um sameining Árnes- og Rangárvallasýslna . undir einn sýslumann. . Vaf alaust er þetta gjörlegt' og er vonandi að nái fram að ganga. En þessi samein- ing og sameining Dala- og Strandasýslna, sem og liggur fyr- ir og er sjálfsögð, eru þó 'ekki annað en einstakir liðir í stóru kerfi. það er vafalaust að fækka mætti sýslumönnum enn meir. Og á meðan einungis er tekið á ein- stökum liðum kerfisins, er miklu hættara við mótspyrnu af hálfu hlutaðeigandi héraða, en ef fyrir lægju samstæðar tillögur um fækkun embættanna um land alt. Annað dæmi eru tillögur sparn- aðarnefndarinnar um að leggja niður tvö embætti við Háskólann. þær tillögur eru öldungis réttmæt- ar. það leikur ekki á tveim tung- um að hvorugt þeirra embætta er nauðsynlegt. þau eiga bæði að leggjast niður. En mótstaðan hef- ir orðið harðsnúnari vegna þess að í þessu tilfelli er og einungis um einstaka liði að ræða í stóru kerfi. það á sumpart að nota starfskrafta háskólakennaranna betur en áður, sumpart að fækka kennurunum. Hefir áður verið drepið á sumt af því hér í blað- inu. Og nýlega hefir Halldór pró- fessor Hermannsson mjög rétti- lega bent á, að sameina megi störf háskóiakennara og starfs- manna við söfnin. Og enn er þess að geta, jafnliliða og lögð eru niður enibætti við háskólann, að rétt er að Ieggja fyrir stjórnina að setja þá menn til annara starfa, sem þeir eru hæfir til og ríkið þarf menn í, frekar en að láta þá vera á biðlaunum. Sparnaðarviðleitni þingsins er í molum. Hún hlýtur að verða í molum, nema fyrir þing séu lagð- ar rökstuddar tillögur, reistar á mikilli vinnu og rannsókn. • Hinsvegar mun landsstjórnin hafa fullan hug á að. reyna að draga úr dýrleikanum í húshaldi ríkisins, með fækkun embætta og stofnana. pessvegna kemur að því, sem Tíminn hefir áður bent á, að nauðsyn ber til að skipuð verði, stjórninni til aðstoðar, sparnaðar- nefnd, sem starfi milli þinga og beri fram rökstuddar tillögur fýr- ir næsta þing. En undirstöðuatriði er það, eins og áður hefir verið bent á, að sú nefnd gangi á undan með góðu fordæmi og vinni kauplaust. Allur þorri manna mun gjör- samlega hafa mist trúna á hin- um háttlaunuðu milliþinganefnd- um. Trúmálafundir hafa verið háð- ir ,í fyrri viku í Nýja Bíó, að forgöngu Stúdentafélagsins. Hafa verið flutt fimm erindi um trúmálastefnuijnar. Fyrsta kvöld- ið talaði Sigurður P. Sívertsen prófessor, þá síra Friðrik Frið- riksson, þá síra Jakob Kristins- son, þá Haraldur prófessor Níels- son ,og loks síðast síra Bjarni Jónsson. Loks var háður um- ræðufundur. Mjög mikil aðsókn hefir orðið að fundum þessum. Látin. Nýlega er látin á heim- ili sínu Stóra-Núpi, frú Katrín Briem, kona síra Ólafs Briem á Stóra-Núpi. Var hún dóttir Helga bónda Magnússonar í Birtinga- holti og yngst þeirra mörgu og merku systkina. Var síra Guð- mundur, sem var elstur systkin- anna, orðinn prestur þegar frú Katrín fæddist. Eins og hún átti kyn til, var frú Katrín hin mesta atorku . og dugnaðarkona, sem í hvívetna var heimili og stétt til hins mesta sóma. ------o------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.