Tíminn - 15.04.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1922, Blaðsíða 1
©jaíbtei oa, afyreiöslumaöui' Cimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Sambanösljúsirtu, SeYfjauíf. ^fgreibsía C í m a rt s er í Sambartösfyúsinu. ©pin baglega 8—\2 f. I) Sími 496- VI. ár. Reykjavík 15. apríl 1922 15. blað Minni hluti viðskiftamálanefnd- ar (Ingólfur Bjarnason, Pétur pórðarson, Sigurður Jónsson, Sig- urjón Friðjónsson og Sveinn Ólafsson) flytur frumvarp um heimild til innflutningsbanns og gjaldeyrisráðstafana. Aðalatriði frumvarpsins koma fram í fyrstu grein þess sem hljóðar svo: „Ríkisstjórninni veitist heimild til með reglugerðum að banna innflutning til landsins á hverj- um þeim vörutegundum, er hún telur ónauðsynlegar eða nægar birgðir af í landinu. Sömuleiðis veitist ríkisstjóminni heimild til að hafa umsjón með erlendum gjaldeyri í eigu landsmanna og með gjaldeyri fyrir útfluttar af- urðir og ef nauðsyn krefur að ráð- stafa slíkum gjaldeyri.“ í síðari greinum frumvarpsins er svo fyrir mælt, að nefnd skuli skipuð til þess að koma þessu í framkvæmd og hafa jafnframt eftirlit með vöruverðinu. þetta frumvarp kemur engum á óvart. það er í beinu framhaldi af þeirri stefnuskrá sem Fram- sóknarflokkurinn birti í upphafi þings. Og samkvæmt þeim fjöl- mörgu fundargerðum sem borist hafa til alþingis er það deginum ljósara að slíkai’ ráðstafanir eiga áð fagna mjög eindregnu fylgi almennings, a. m. k. um allar sveitir landsins. það mun því koma mönnum mjög á óvart er þeir fá þær fregn- ir, að í þinginu er sterk andstaða á móti þessum ráðstöfunum og lítur helst út fyrir að takast muni að kveða þær niður. Eru þeir við- skiftanefndarmennimir, Einar þorgilsson og Ólafur Proppé, kaupmennirnir og gáfnaljósin al- kunnu forkólfar mótspyrnunnar, en aðrir smærri spámenn feta í þeirra fótspor. Lítur svo út, sem nálega allir hinir andstæðu og sundurleitu þingmenn hafi sameinast á móti Framsóknarflokknum, til þess að kóma í veg fyrir að þessar bjarg- ráðaráðstafanir verði framkvæmd- ar. Af hálfu landsstjórnar hefir at- vinnumálaráðherra aftur. á móti lýst yfir fullu fylgi við frum- varpið og frá bankastjórnum beggja bankanna liggja skjallega fyrir ummæli um að innflutnings- höftin séu alveg nauðsynleg ráð- stöfun. Hið stórfurðulegasta í málinu er þó enn ótalið. Munu menn al- ment minnast ræðu hins fyrver- andi fjármálaráðherra, er hann lagði fram fjárlögin. Lagði hann þar megináherslu á ströng inn- flutningshöft og vék að gjaldeyr- isráðstöfununum um leið. Nú bregður svo við að nánustu fylg- ismenn hans bera fram breyting- artillögur við frumvarp Fram- sóknarflokksins, sem nálega gera það að engu. Gjaldeyrisráðstafan- irnar eru þá alveg feldar niður og mjögidregið úr höftunum. Rekstur þessa máls er hin þarf- asta áminning til þjóðarinnar. Kjóséndunum sjálfum er um að kenna er það fæst ekki fram- I kvæmt á alþingi, sem þeir óska. Ástæðan er sú, að þeir hafa ekki kosið nógu marga samstæða menn inn í þingið. Hinir sundur- leitu þingmenn utan Framsóknar- flokksins eru að vísu óhæfir til þess að koma nokkru nýtu máli í framkvæmd. En hinu geta þeir ráðið, ef þeir sameinast, að hindra framgang þess máls sem Fram- sóknarflokkurinn beitist fyrir, því að enn skortir á nokkuð að flokk- urinn hafi meiri hluta. þessa eiga kjósendur að minn- ast við næstu kosningar. \ -----o---- í fullri einlægni. Persónuleg inngangsorð. Mér þótti vænt um, að eg kannað- ist við málróm yðar, sira Jakob Kristinsson, á trúmálafundinum í fyrra mánuði, kannaðist við liann eins og hann var, er við hittumst vestan liafs hér um sumarið. í grein- um yðar 1 Tímanum hafði eg ekki kannast við liann, einkum man eg að mér kom í liug, er eg las fyi'stu grein yðar til mín i fyrra: Hvernig getur þetta vei’ið sami maðui’inn, sem mér fanst svo sanngjam í viðræðum vestra? Líklega hefir sú hugsun haft einhver áhrif á svar mitt. Nú finst mér miklu meiri líkindi tii að við getum talað saman um trúmál áfram án þess að við „verðum verri menn eftir en áður“, eins og einn pi-estur- inn hélt í Bjarma. Einkum mundi það takast, ef við t ö 1 u ð u m saman, svo að við gætum heyrt málróm hvors annars, a. m. k. treysti eg mér til að láta yður þá skilja, að jafnvel þau atx’iðin, sem ólíkust væru yðar skoðunum, væru ekki flutt eða sögð til að særa yður eða gex-a yðar gramt í geði. í skrifuðu máli er þetta erfiðara viðfangs, þar getur saklaust spaugs- yrði i „deilugrein" verið skoðað nap- urt háð, innileg trúarjátning talin ímyndunai’veiki eða lxroki, og ein- lægni toi’trygð, snúið sem væi’i hún hræsni eða hrekkjabragð. — Andstæð- ingnum hættir til að ímynda sér að alt sé sagt með „lakasta málrómn- um“, og lesendunum mörgum þykja „deihigreinar" bragðdaufar, ef ekki ei’u hnútur með, og reki þeir eklti tæi’nar í þær, þá í’ekst ímyndunarafl- ið á þær. — þennan fonnála varð eg að hafa, þvi að eg held ekki áfram að skrif- ast á við yður um trúmál, nema „tóninn" breytist frá því sem verið hefir. Vegna lesendanna verð eg liklega að breyta tii og skrifa úr þessu í 3. persónu. Um „nafnlausu greinamar“ sagði eg í grein minni 24. des. f. á. alt, sem eg þurfti, og seinni grein síra J. K. gefur ekki tilefni til ann- arar viðbótar en þessarar. I-Iann virð- ist, sem betur fer, vera alveg fallinn frá þeirri óviðfeldu ágiskun, að í’it- stjóri Bjgrma skrifi sjálfur eitthvað al' þeim greinum eða bréfum í blað- inu, sem ekki eru með fullu nafni, en þó talin aðkomin. — Eg bauð honum að íxefna einhverja sérstaka grein sem dæmi þess, og hefir hann ekki sint því, eins og liyggilegast var fyrir hann; ágiskun hans um höf- undinn að grein síra Jóns á Staða- stað fór ekki svo vel úr hendi. — Til hægðarauka fyrir okkur báða fram- vegis, hefi eg gefið kunningja okkar beggja, sem vegna stai’fs sins sér öll handrit í Bjarma, fulla heimild til að gefa sr. J. K. vísbendingu, ef hand- ritin bei'a það ekki með sér, að rétt sé sagt frá, hvað sé aðkonrið af efni blaðsins. Hitt, hvort nöfnin fylgja eða ekki, geri eg auðvitað, sem mér og höfundum kemur saman um, fram- vegis eins og hingað til, án tlilits til þess, hvort óviðkomandi mönnum lík- ar betur eða ver. Hæða síra Skat-Hoffmeyers var umræðuefni annai-s kaflans. Eg veit ekki, satt að segja, hvort eg á að svara því í spaugi eða alvöi’u. Mér heyrist cinhver uppgerðarhreimur vera í þessari vandlætingu bæði hjá síra J. Ií. og þórði Sveinssyni lækxxi út af einni setningu í ársgamalli í’æðu ei-lends prests. þeir fyrirgefa, ef það er misheyrn nxíix, — vona eg. Sé þeim full alvara, og þessi setn- ing valdi þeinx andvökunx, þá sé eg ekkert annað betra ráð en að annar- livor þeiri’a, eða helst báðir, skrifi sr. Skat-Hoffmeyer í’ækilegt bréf, spyrji liann, þvi i ósköpunum liann hafi sagt svona ljótt í blessaðri kirkj- umxi okkar, sem þeinx sé svo hjart- fólgin, og þar á ofan fengið Bjanxxa til að bii-ta amxað eins athugasemda- laust; það geti stórspilt fyrir blað- inu, og valdið því, að meðmælin, sem axxnar þeirra hafx gefið Bjamia við bændur og hinn við stúdenta, komi ekki að tilætluðunx notum, og þetta komi sér því ver, þar sem aixnar þeii’ra liafi tekið að sér óbeðið nokk- urskonar yfirunxsjón með öllum að- komxxum greinum í Bjarma, exx hin- um þyki svo væixt um ritstjórann, að hann megi ekki af því vita, að á haixix sé liallað, allra síst þegar hann sé fjarverandi og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Haldið ekki, góðir menn, að þetta yrði áhrifameira og gæti fremur kom- ið prestinum danska til að .setjast í sekk og ösku, en þótt liamx sé átal- inn i blaði, sem liann hvorki sér né skilur? — Satt er það, að sr. J. K. mintist á, að ummæli síix yrðu væntaixlega þýdd. En hver skyldi leggja út ,í það, ef hamx treystir sér ekki til þess sjálfur? — Maður veit íxú, hvernig gengur með þessar þýðingar. Ekki fékk biskupinn að þýða i friði á móð- umxál sitt það, senx hann hafði þó sjálfur skrifað í Evangelisten norska um andatrúna. Haraldur prófessor og- pórður læknir Sveinsson hafa báð- ir ráðist á þýðingu lxans, og þó ekki verið sammála, ef eg man rétt, — og þá má nærri geta, að það yrði ekki vandalaust fyrir ‘óviðkonxandi menn að gera óaðfinnanlega þýðingu á fyrgreindum aðfinningum. — Mér þykir ólíklegt að nokkur ráðist í það. það halda margir, að þessi vandlæt- ing sé einkunx af því sprottin, að þessi margnefndi Skat-Hoffmeyer var andstæðingur aixdatrúar og guðspeki, og eins af því, að ritstjóri Bjarma er svo sorglega þveröfugur í þeim mál- um, verður undireins myrkfælinn og minst er á andatrú, heldur líklega að þar séu si og æ á sveimi, þessir drísildjöflar, senx fóru í öfuga endann á honum Eiixari Nielsen, sællar nxinningar, og ætti hann þó að vita að hér hefir andatrúin þeim mönn- ununx á að skipa, sem ekki eru lengi að þekkja slíka kauða og reka þá til neðri bygða.------- En þetta hlýtur að vera misskiln- ingur að því er Bjarnxa snertir. Vafa- laust geta fundvísir menn hitt eitt- livað í ritstjórnargreinunx hans, sem hægt væri að hneyxlast á og hræða einlxvern nxeð. Ef þið eruð ekki búnir að þvi, þá blessaðir skrifið Skat-Hoffmeyer sem allra fyrst; þið hafið þá frelsað yklc- ar sanxvisku og gætuð vonandi koixxið vitinu fyi’ir liann að segja aldrei aft- ur svona „ljótt“. En á nxeðan á svarinu stendur frá Sk.-H., er líklega best að hugnast sr. J. K. með því að segja honum eitt- hvað af mínum skoðunum á þessu alvörumáli Sr. Sk.-IJ. er í ræðu sinni1) að lýsa þjáningum skorkvikindis, sem lirfa hefir stungið, og segir svo: „Mér finst sem eg sjái hér niður í hyldýpi óskiljanlegra þjáninga. Ekkert hefir vesalingurinn unnið til saka. Hvar getur þú séð Guð í slíku? Finnir þú Guð i norðurljósununx, ættir þú að geta fundið Guð einnig í þessu. Nei, ef vér liefðum ekkert annað en nátt- úruna við að styðjast, gætum vér alveg eins vel trúað að djöfulinn hefði skapað heiminn, eins og að Guð hefði gert það“. Eg býst við að eg hefði ekki sagt þetta, nxeðfram vegna þess, að eg er hvorki náttúrufræðingur, eins og sr. Sk.-H., né sjónarvottur að ófriðar- hömxungum, eins og hann. — En svo þröngsýnn ritstjóri er eg ekki, að mér komi í liug að strika út orð úr ræðu góðkunns prests, þótt lxann hugsi eða tali að einhverju leyti öðru- vísi en eg. Enda voktu þau ekki undrun mína. Eg vissi að sr. Sk.-H. j var kunnugri ófriðarhörmungum og ófriðarbókmentum en eg, og hafði rekið mig á, að miklu oftar og á- kveðnar var talað um djöfulinn og verk hans í þeim bókum mörgum, en áður var alment. „Jxað er eins og við séum í helvíti". „Hér hefir djöfullinn orðið", og fleira svipað var alloft skrifað úr skotgröfunum. Grimdin og harmkvælin voru víða svo afskapleg, að þau höfðu jafnvel áhrif í þessa átt á tal og skrif bjartsýnna manna, senx fjarri bjuggu, ef þeir lásu blöð ófriðarþjóða. Eg skal nefna dæmi um kunnan íslending, sem,oss kemur öllum sam- anum að sé ekki á hverjum degi að „prédika unx djöfulinn", og ófriður- inn virðist því liafa haft áhrif í þessa átt. Einar H. Kvaran rithöfundur segir i Jólabl. Morgunblaðsins 1915: „Nú lxatrið fer gandreið frá manni til manns, og nxannanna börn stíga trölladans við myrkraforingjans fætur.“ Árið eftir segir hann í sama blaði: „Ófriðurinn gerir ekki annað í því efni en leiða í ljós, svo að ekki verði á móti nxælt, að djöfull vonskunnar er magnaður með mannkyninu.'* Dr. Helgi Péturss heimspekingur er heldur ekki frá því að „Vítisstefnan" sé öflug á jörðu hér, og er stundum nokkuð beiskorður um það. „Ef satt skal segja, hefir aldrei lielvítugar horft á jörðu liér en nú, ef mest skal marka það, sem nxest ber á.“ „það er erfitt í helvíti að finna sannleik- ann og þó ennþá erfiðara að hafa fundið hann“, segir hann í Nýall (bls. 196 og 521). Mörg svipuð um- mæli bans mætti nefna, og veit eg ekki til að neinn hafi andmælt þeim nenxa Bjarmi. Hann telur það öfgar að segja, að þessi jörð sé rétt nefnd lielviti, enda þótt hitt sé rétt hjá dr. H. P., að víða beri á „vitisstefnu" á jörðu hér. Jesús Kristur krossfestur og upp- risinn er mér trygging þess að góð- ur Guð stjórni þessu jarðlifi, væri Kristur mér ókunnur, er ekki ólik- legt að eg hefði stundum efast um það, þegar hörmungar ýmsra með- bræðra minna hafa blasað við mér. Eg býst við að svipuð liafi hugs- x) Ræðan er í 5.-6. tbl. Bjarma f. á., og þótt töluverð eftirspurn hafi verið eftir því blaði siðan sr. J. K. auglýsti það, þá geta nokkrir fengið það enn á afgreiðslu Bjarma. S. Á. Gíslason. un sr. Sk.-H. verið, þótt hann orðaði hana öðruvísi, og tæki þjáninga- dæmið frá þeirri tegund dýranna, sem hann er kunnugastur. Má vera að sr. J. IC. telji þessi orð nxín einnig „ganga guðlasti næst“, en þá leyfi eg mér að minna hann á, að þá verða fleiri „samsekir“, og þeir ekki tómir „heimatrúboðsmenri'. Sr. Haraldur Níelsson prófessor segir í „Árin og eilífðin", bls. 300: „Ekkert meira efa-efni er til meðal mannanna en þetta, hvort það megin- afl, sem ræður tilverunni, stjórnist af siðferðilegum góðleik. Víða í náttúr- uixni sýnist ráða tóm tilviljun, og nxikils má sín þar grimd og afl hins máttarmeira. En fyrir opinberun guðseðlisins i Kristi fæ eg skilið, að gæska og vísdómur hlýtur að stjórna tilverunni." — — Mér virðist aðalhugsun þessara orða sú sama og hjá mér, enda þótt orðin séu önnur. Er svo útrætt um þetta atriði frá nxinni hálfu, og langeðlilegast að þeir J. K. og þ. Sv. snúi sér beina lejð til þess, sem orðin talaði, um frekari fræðslu, eins og þegar er sagt. En ef annarhvor þeirra vildi „disputera fyrir doktorsnafnbót" út af þeim eða fullyrðingum Helga Péturss um að vér mennirnir séum allir í helviti, þá þætti mér vænt um að mega vera viðstaddur þá hátíðlegu athöfn. þar sem eg hefi orðið nokkuð fjöl- orður um þetta mál, verð eg að fara fljótt yfir sögu í þetta sinn um hin atriðin i grein J. K. „Rétttrúnaðarstefn.an“. þriðji kaflinn hjá sr. J. K. hét trú og breytni, og er þar eðlilega ekkert hrakið af orðum minum um þau efni. En svo virðist sem hann hafi ekki tekið eftir því, að eg taldi það „al- gert rangnefni" að kalla Bjarma „rétttrúnaðar“blað í þeim skilningi, sem sr. J. K. notar orðið rétttrúnaður,, og er því best að taka þar af öll tvímæli. Kaldlyndur „rétttrúnaðar“maður, sem leggur einhliða áherslu á sam-' sinningu einhverra ákveðinna trúar- kenninga, og gleymir því, að krist- indómur á að vera fyrst og fremst líf í samfélagi Guðs, er í mínum aug- um engu nær, ef ekki fjær, guðsriki en margur einlægur efasemdamaður. Og væri slik rétttrúnaðarstefna jafn- fyrirferðarmikil og áleitin vor á meðal sem „nýju“ stefnurnar, skyldi Bjarmi vara við henni engu síður en þeim. En eg þekki engan fulltrúa þeirrar stefnu hérlendis, sem nokkuð kveður að; geti sr. J. K. bent mér á hann, er velkomið að eg hjálpi hon- um til að hnekkja áhrifum hans. Annars œtti sr. J. K. að vera svo kunnugur trúnxálum samtíma vors, að hann vissi, að heittrúarstefnu heimatrúboðsins er víðast hvar borið annað fremur á brýn af andstæðing- um en fastheldni við dauðan rétt- trúnað. Enda þótt hún alstaðar and- mæli þeinx, sem hafna guðdómi Krists og friðþægingu hans, þá gerir húii það ekki af því, að hún haldi að samsinningin ein geri menn hólpna, heldur af hinu, að hún telur þetta tvent sem hyrningarsteina þess að syndugur maður geti komist í og lifað i samfélagi við heilagan Guð. Sr. J. K. spyr um skoðun mína á þvi, hvor muni eiga betri kjörum að fagna annars heims, liann A, sem er „trúlaus" fyrirmyndarmaður, eða B, sem er „hálfgjörður misindismað- ur“, en er kirkjurækinn og játar með vörunum öllum aðallcenningum krist- innar kirkju. — þvi er fljótsvarað: Eg vildi ekki vera í sporum þeirra hvorki hér né annars lxeims, en þó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.