Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 1
©jaíbferi 03 afijrei&slumatmr íimans er Sigurgeir ^ri&rifsfon, Sambanðsljúsinu, HeYfjauíf. ^.fgteibsía (L i m ans er i Sambanbsbúsinu. ©pin baglega 8—\2 f. í? Stmi 496. ReykjaTÍk 22. apríl 1922 Opíð bréf um kosníng landskjörínna þingmanna. YI. ár. i ........- --— Spánarmálið. pögult hefir verið um Spánar- málið um hríð, meðan samningar hafa staðið sem hæst syðra. Nú munu þaðan komnar fullar fregnir og endalok " málsins ráðin á al- þingi. Verður í þetta sinn látið nægja að segja stuttlega frá hversú málið horfir við. I. Gamla stjórnin skildi svo við stórmál þetta, að komið var í hið allra mesta óefni. Hún hafði engu til leiðar komið öðru en bráða- birgðafrestun og það með þeim afarkostum að hún gekk óskorað að kröfum Spánverja fyrir sitt leyti og lagði fyrir þingið frum- varp sem var sama og afnám bannlaganna. Ekkert hafði hún gjört til þess að afla markaðs annarsstaðar en á Spáni. Aðstað- an var því eins ill og verið gat. Ennfremur gaf stjórnin það í skyn, að málinu yrði að vera lok- ið fyrir 15. mars, en það reynd- ist einber fyrirsláttur, eins og fram er komið. þingið ákvað þegar eftir stjórn- arskiftin að senda Svein Björns- son sendiherra og Einar H. Kvar- an rithöfund til Spánar. Leit svo út alllengi að enginn árangur yrðl af ferð þeirra. Var farið að bera á því, er á leið, að sumir andbann- ingar í þinginu voru að hælast um að enginn yrði árangur, enda töldu þeir þá málið svo vel rekið af gömlu stjórninni, að ekki yrði um bætt. Umsvifalaust vildu þeir beygja sig undir spönsku kúgun- ina, hverjar sem yrðu hinar marg- víslegu afleiðingar, án alls tillits til sóma landsins og sjálfstæðis. En áður en lauk varð árangur af förinni, og það allmikill árang- ur, er litið er á það, í hvert óefni málið var komið af hálfu gömlu stjómarinnar. Árangur samninganna er í því fólginn að Spánverjar veita frest í eitt ár um að það verði endan- lega lögfest hér á landi að bann- lögunum verði breytt, eins og þeir kröfðust 1 fyrstu. Hefir samvinnunefnd viðskifta- mála alþingis einróma fallist á að taka þessum kostum, hafnar með öllu stjórnarfrumvarpinu og ber fram nýtt frumvarp, og hljóðar aðalgrein þess á þessa leið: „Með konunglegri tilskipun má ákveða, að vín, sem ekki er í meira en 21% af vínanda (alko- hol) að rúmmáli, skuli um eitt ár undanþegin ákvæðum laga 14. nóv. 1917, um aðflutningsbann á áfengi, um bann gegn innflutn- ingi, veitingu, sölu og flutningi um landið. Ennfremur má í sömu tilskipun ákveða, að með reglu- gerð skuli sett ákvæði til varnar misbrúkun við sölu og veitingar þessara vína. pó mega ákvæði þessi ekki ganga svo langt, að þau geri að engu undanþágu vína þessara frá ákvæðum aðflutnings- bannlaganna. I reglugerðinni má ákveða sektir fyrir brot á ákvæð- um hennar. í tilskipuninni má og einnig setja ákvæði um eftirlit með innflutningi þessara vína og annað þar að lútandi.“ það má telja víst að frumvarp þetta verði samþykt. ganga undir þrjú jarðarmen. þor- steinn Vatnsdælagoði Ingimundar- son skyldi eitt sinn ganga undir þrjú jarðarmen fyrir svívirðing er Jökull bróðir hans hafði gert Bergi hinum rakka, systursyni Finnboga ramma. Hið fyrsta jarð- armen tók í öxl, annað í brók- linda, þriðja í mitt lær. pá er þorsteinn hafði gengið undir hið fyrsta jarðarmen, mælti Bergur: „Svínbeygða eg nú þann sent æðstur var af Vatnsdælum“. Eft- ir þau ummæli lét þorsteinn ógert að ganga undir fleiri jarðarmen, og fóru þessi mál fyrir vopná- dóm. íslensku þjóðinni er nú líkt far- ið og þorsteini Vatnsdælagoða að því leyti, að Spánverjar hafa reist henni jarðarmen er hún skuli ganga undir. Telja má víst að alþingi láti nú þjóðina ganga undir hið fyrsta jarðarmen. Geta þá Spánverjar, með réttu sagt: Svínbeygt höfum við nú þá þjóð, er fyrst setti bannlöggjöf gegn áfengi, til þess að keppa að betri - efnahag, meiri mannúð og siðgæði. Við getum ekki neitað því, að þeir hafa svínbeygt okkur. Og ef gamla stjórnin hefði fengið að ráða, hefðum við þar látið allan sóma okkar. það sem hefir unnist á er það að ekki er gengið undir nema eitt jarðarmenið af fleirum, og við höfum ársfrest til þess að ráða það við okkur, hvort við viljum láta svínbeygjast til fulls, og get- um undirbúið okkur undir þá úr- slitaglímu. Kúgunin sem orðin er, eða verð- ur vissulega, er sú, að víni verð- ur greiddur aðgangur að landinu, þvert ofan í vilja okkar. Sé litið á málið frá bannsjónanniði ein- göngu, er því ávinningur nýju samningatilraunarinnar lítill. En með þessum hætti er ekki bundinn fullur endi á samningana. það má líta á þetta sem bráða- birgða vopnahlé undir höfuðor- ustu. Undanhaldið sem þingið væntanlega gengur að, er því ekki endanleg uppgjöf á þeim rétti okkar að ráða sjálfir íslenskri innanlandslöggj öf. þessvegna hefir mikið unnist á í þessu sjálfstæðismáli, ef við berum þá giftu til þess íslending- ar að gæta sjálfstæðis okkar þeg- ar þessi ársfrestur er liðinn. III. það liggur beint við að líta enn á mál þetta frá öðru sjónarmiði, og má vera að þar blasi við mesti árangurinn af þessari sendiför. Af þessum nýju kostum sem Spánverjar hafa gengið að, virð- ist hiklaust mega draga þá álykt- un, að þeir séu mjög hikandi um að hálda kröfu sinni til streitu. þetta undanhald Spánverja styrkir mjög þá skoðun sem marg ir hafa látið í ljós, að Spánverjar hefðu fallið frá kröfu sinni ef þeim hefði verið sýnd full festa af íslendingum og einkaVtóga ef Islendingar og Norðmenn hefðu tekið höndum saman um að neita að ganga að kröfunum. þessi nýju tíðindi eru með öðr- um orðum hin sterkasta hvatning fyrir okkur um að koma betur undirbúnir undir næstu samninga og þau gefa von um að þá g°ti fengist góður árangur. þá reynir á dug okkar að nota þennan tíma vel. Vjer Christian hinn Tíundi, af guðs náð konungur íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, her- togi í Slésvík, Holsetalandi, Stór- mæri, þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, Gjörum kunnugt: Með því að þrír landskjöi-nir aðalþingmennog þrír varaþingmenn eiga að fara frá á þessu ári, sem sé aðalþing- mennirnir 1. landskjörinn þing- maður Hannes Hafstein, 4. lands- kjörinn þingmaður Guðjón Guð- laugsson og 6. landskjörinn þing- maður Guðmundur Björnson, og varaþingmennirnir Sigurjón Frið- jónsson, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Jón Einarsson, þá verður kosn- ing nýrra landskjörinna þing- manna að fara fram. En jafnframt valda þau því, þessi tíðindi, að enn þyngri dóm- ur en áður, hlýtur að dynja yfir gömlu stjórnina, og þá sérstak- lega yfir Jón Magnússon fyrvei'- andi forsætisráðherra. þrátt fyrir alt undanhald gömlu stjórnarinnar, þrátt fyrir alt und- irbúningsleysið, eru þó Spánverj- ar fáaníegir til að láta þannig undan síga. það getur ekki hjá því farið að hver einasti Islendingur varpi fram þeirri spurningu • Hversu langt hefðu Spánverjar sígið undan, ef málið hefði þegar verið sæmilega flutt af íslendinga hálfu, ef einhver undirbúningur hefði verið gerðut um að eiga a. m. k. að einhverju leyti í annað hús að venda? þeirri spurningu getur hver' svarað fyrir sig. En þessi bráðabirgðamálalok eru langþyngsti dómurinn sem enn hefir verið kveðinn upp yfir stjórn Jóns Magnússonar, um framkomu hans í mesta sjálfstæð- is, mannúðar og siðferðismáli þjóðarinnar. það eru sjálfar stað- reyndirnar sem kveða upp þann dóm. Reiðin, hin réttláta reiði, allra íslendinga, sem hafa fullan skiln- ing á því, hversu mikið er hér í húfi, hlýtur fyrst og fremst að ríða að höfði hans. Iláðungin að láta svínbeygjast, þótt ekki sé al- veg til fulls, veldur hverjum góð- um Islending óuntræðilegs sárs- auka, einkanlega er gera má ráð fyrir að urn sjálfskaparvíti sé að ræða — þar eð það var kjörinn fulltrúi íslands sem með málið fór. —---0----- Úr austurvegi. Margir hafa viljað spá því, að ekki myndi líða á löngu, áður en breyta mætti nafni hins stærsta hafs heimskringlunnar. Ófriður- inn milli voldugustu þjóðanna hvoru megin hafsins, Bandaríkj- anna og Japana, væri yfirvofandi. Sumir vildu jafnvel spá því að ó- friðurinn hæfist þegar upp úr W ashingtonf undinum. Sem betur fer virðist nú horfa það er allramildilegast vilji Vor, að landskosningar fari fram á hinum þremur nýju aðalþing- mönnum og hinum þremur nýju varaþingmönnum laugardaginn 8. júlí 1922. Fyrir því bjóðum Vjer og skip- um allramildilegast, að hinar um- getnu kosningar skuli fram fara nefndan dag. Eftir þessu eiga allir hlutaðeig- endur sér að hegða. Gefið á Amalíuborg 21. apríl 1922. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R. (L. S.) Sig. Eggerz. svo, að friðvænlegra sé en áður. þing Bandaríkjanna hefir sam- þykt gjörðir Washingtonfundar- ins. En þar voru samþyktar ýms- ar greinar, aðrar en minkun her- búnaðarins á sjó, sem draga úr ófriðarhættunni. En þar sem um 7000 sjómílna vegur er milli Bandaríkjanna og Japans, er það eitt nægilegt til þess að minka stórum ófriðarhættuna, að flot- arnir minka og mega ekki stækka. Hinna greinanna verður hér stutt- lega getið. Japanar hafa skuldbundið sig til að láta af hendi við Kínverja borgina Kiautschau, sem þjóð- verjar höfðu hremt frá Kína fyrir stríð, en Japanar unnu í stríðinu og hafa haldið síðan. En það var Bandaríkjunum mjög á móti skapi að Japan fengi þá fótfestu í Kína. þá hafa JSnglendingar og lofað því að afhenda Kínvei-jum aftur Wei-hai-Wei. þá hafa öll helstu ríkin við Kyrrahafið bundið það fastmæl- um að semja skuli um öll deilu- mál sem upp koma. Loks hafa ríkin sett ströng á- kvæði um það hvar þau megi hafa víggirta staði við Kyrra- hafið. Bandaríkin mega ekki víg- girða aðra staði en þá sem liggja 1 sjálfum Bandaríkjunum, í Al- aska, við Panamaskurðinn eða á Hawaj i-eyj um.Englendingar mega ekki stofna til víggirðinga nema í Kanada, í Ástralíu eða Nýja- Sjálandi. Og Japan má ekki víg- girða annarsstaðar en í sjálfu heimalandinu. Verður því ekki neitað að með þessum samningum er mjög dreg- ið úr ófriðarhættunni við Kyrra- haf, og virðist ekki verða gert öllu betur, nema með fullkomnu afnámi herbúnaðarins. Hlýtur þetta og að tryggja heimsfrið- inn að töluverðu leyti. Miklum byrðum verður létt af þjóðum þessum, er svo mjög verð ur dregið úr herbúnaðinum. En hin hættan vofir altaf yfir, sem af því stafar að altof þröngt er um Japana, og útflutningur fólks er nauðsynlegur þaðan. En öll hin löndin leggja miklar hömlur á þann innflutning. ----0---- 16. blað Hugleiðing um votheysgerð. Veturinn, sem kvaddi í gær, var einmuna góður. Langa kafla var frostvæg stilla, og aðeins þrem sinnum á öllum vetrinum snjóaði svo teljandi sé. Rigningar hafa einnig verið með minsta móti. I fæstum orðum sagt: Veturinn hef- ir verið einmuna góður. Margir óttast að ekki fáist tvö missiri í senn úrfellalítil. Sjálf- sagt styrkist þetta hugboð manna, er sumarið byrjar (hér sunnanlands) með hráslaga vindi og miklu regni. Ilörmulegt væri ef rigningar breyttu þessa nýbyrjaða sumri í óár, svo bændum nýttist ekki hey sín, þó einkum vegna þess, að hægt er að koma í veg fyrir þetta. Ráðið fyrir bændur til þess að koma í- veg fyrir slæma nýtingu heyja sinna, til að verða þess megnugir að bjóða rigningunni byrginn, er að búa til vothey úr grasinu, sem þeim gefst eigi þurk- ur á. Sé grasið verkað í vothey, þarf minni vinnu en að þurka það í meðal nýtingu, bændur losna við að fóðra pening sinn á svo hrökt- um og' skemdum heyjum, að hann hafi hvorki þrif né heilsu. Með votheysgerð er hægt að blanda fóðrið, svo það líkist sumarfóðr- inu — grængresinu. þjóðverjar — búhygnasta þjóðin sem við þekkjum — hafa sannað með margra ára reynslu, að hyggilegt er að verka aldrei minna en hálft hey sem vothey, hvernig sem viðrar. Rökin, sem þeir færa fyrir því, eru: Að fóðrið verði betra. Að fóðrið verði ódýrara. Að skepnurnar verði hraustari og gefi meiri afurðir. I 40 ár hafa ýmsir af framtaks- mönnum þessa lands verkað vot- hey. I byrjun gekk það misjafn- lega, en nú eru þeir búnir að fá reynslu í þessu, svo engum þarf að mistakast það, ef hann vill þyggja reynslu þeirra. Allir, sem hafa verkað vothey í nokkur ár, bera því sama vitnisburð og þjóð- verjar. (Ágætar ritgerðir um votheys- gjörð eru í Búnaðarritinu, má sérstaklega benda á ritgerð skóla- stjóra Halldórs Vilhjálmssonar í 3. hefti, 30. ár, og í 4. hefti, 35. ár.). ' því heiti eg nú á alla bændur, þó allra helst þá, sem búa á ó- þurkagjörnustu héruðum landsins, að láta þetta vor ekki enda svo, að þá vanti gryfjur til að súrsa í það af heyjum sínum, sem þeim er haganlegast nýtingar vegna og afurða búfjárins. Allar þær upplýsingar, sem Búnaðarfélag Islands getur veitt í þessum efnum, er þeim til reiðu, sem það vilja nota. Allir ráðu- nautar félagsins eiga meðal ann- ars að leiðbeina í þessu efni. Not- ið aðstoð þeirra, þegar þeir eru á ferðum út um land. Bæði um það, hvernig best er að byggja gryfjurunar og gera vothey. Sýnið nú, bændur, að þið vilj- ið standa af ykkar eigin þrótti, viljið bjóða erfiðleikunum byrg- inn, viljið ekki láta kúgast af rigningunni, dagana sem sólin dregur sig í hlé. Á sumardaginn fyrsta. Sigurður Sigurðsson, forseti. ----0---- II. það var forn siður að „eftír stórar afgerðir“ skyldu menn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.