Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 59 Til kaupfélaga! H.f. Smjöplíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeira tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eílið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Hjá Búnaðarfélaginu fást hafrar til útsæðis, grasfræ, fóðurrófnafræ og' gulrófnafræ. •er beðið hafa um tilbúinn áburð til tilrauna, geta vitjað hans hjá Bnnaðarféiagiim, sem einnig útvegar þeim er þess óska til- búin áburðarefni. bændur hafa góð tök á að framleiða til eigin þarfa — búa að sínu, — en það tel eg hinn besta og viturlegasta sparnað. Bændum er opin leið til ýmsra bjargráða í þessu efni. þeir geta í mörgum sveitum aukið garð- rækt, þeir geta tekið upp fráfærur, sem eg tel hyggilegt í flestum sveit- um, sérstaklega þó, ef kjöt heldur áfram að lækka. Og í sambandi við fráfærurnar gæti og ástæða verið til, að endurreisa rjómabúin. þá má held- ur ekki gleyma hinum íslenska gráða- osti, sem líkindi eru til að verði ein af lyftistöngum landbúnaðarins í framtíðinni. Og svo að endingu: Leiðin út úr fjárkröggunum er að spara, búa að sínu, og framleiða, en umfram alt að framleiða. ----o--- Geitnasjúkdómurinn á íslandi. Læknastéttin hefir bundist sam- tökum um að hefja baráttu gegn geitnasjúkdómnum hér á landi. Á síðastliðnu sumri áttu læknar hvaðanæfa af landinu fund með sér, til þess að ræða stéttarmál og heilbrigðismál. þeir urðu m. a. ásáttir um að hefja samrannsókn- ir á ýmsum efnum, er auka mættu vísindalega þekkingu á heilbrigði og sjúkdómum, eða greitt gætu fyrir praktiskum framkvæmdum við lækningar. Nefnd sú, sem Læknafélag fs- lands kaus til þess að hafa for- göngu í þessum efnum (G. Hann- esson, G. Thoroddsen og G. Claes- sen) hefir ákveðið, að meðal ann- ara verkefna skyldu læknar lands- ins reyna að safna í vetur og vor skýrslum um alla geitnasjúka á landinu, til þess að fá glögga hug- mynd um útbreiðslu veikinnar og gera síðan ráðstafanir til þess að lækna alla sjúklingana, væntan- lega með fjárstyrk af almannafé, þar sem þess þarf. Geitur (favus) eru smitandi sveppsjúkdómur í höfðinu; þær kvikna aldrei af sjálfu sér, þrátt fyrir óþrifnað og vanhirðu, og enginn fær geitur án þess að smit- ast af öðrum geitnasjúkum. Sveppurinn veldur sárum og gul- leitu hrúðri, eyðir með tímanum hárvextinum og gerir sjúklingana á endanum að méstu leyti sköll- ótta, ef þeir fá ekki lækningu. Sársauki eða líkamleg óþægindi eru ekki mikil samfara þessari veiki, en þó má telja geitnasjúka mjög ógæfusama sjúklinga; út- slátturinn í höfðinu veldur því, að þeir geta ekki haft óþvingaðan umgang við annað fólk og jafn- aðarlega mæta þeir lítilsvirðingu nágranna sinna. Flestir fullorðnir menn með geitur eru því mjög beygðir af sjúkdómi sínum og verða alt aðrir menn, þegar lokið er við að lækna þá. f raun réttri er mjög ósanngjarnt og heimsku- legt að líta niður á nokkum mann fyrir það, að sú ógæfa steðjaði að honum, oftast nær á barns- aldri, að hann smitaðist af geit- um; slíkt getur fyrir alla komið. En á hinn bóginn er óafsakandi af geitnasjúkum að leita sér ekki lækninga, svo framarlega sem þess er kostur, enda þróast geitur einna helst hjá þjóðflokkum á lágu menningarstigi. Er sjúkdómurinn læknandi? því má óhikað svara á þá leið, að alla geitnasjúka má lækna und- antekningarlaust. Á síðari árum hefir geislalækning verið notuð öðru fremur, og þótt gefast vel. Lækningatíminn 2—3 mánuðir, stundum skemmri tími. Geisla- lækningin er algerlega sársauka- laus. Góðan hárvöxt fá sjúkling- arnir jafnaðarlega eftir á, þar sem ekki eru sköllóttir blettir fyrir. Er mikið um geitnasjúka á ís- landi ? Gera má ráð fyrir að ekki svo fáir sjúklingar muni vera á öllu landinu, ef vel er leitað, því á síð- ari árum hafa að jafnaði 5—6 sjúklingar með geitur leitað sér lækninga í Reykjavík, og hafa þeir verið úr öllum landsfjórðung- um. Eins og um var getið, hafa læknar nú með höndum skýrslu- gerð um alla þá sjúklinga, sem þeir vita af. En það er ekki ein- hlítt, því óefað má gera ráð fyrir, að læknum sé ekki kunnugt um alla sjúklingana, sérstaklega ef læknir hefir dvalið stuttan tíma í héraðinu. þessvegna er hérmeð f. h. þeirra lækna, sem forgöngu hafa í þessu máli, skorað á alla geitnasjúka að gei-a lækni sínum aðvart sem aJlra fyrst, og ekki síðai; en í júnímánuði þ. á. At- hygli skal vakin á því, að flestir smitast á barnsaldri og ættu for- eldrar því að láta nú þegar at- huga börn sín, ef þau hafa grun- samlegt, þrálátt hrúður eða sár í höfðinu. Takmarkið er að hafa upp á öllum geitnasjúkum, veita þeim lækningu og útrýma þar með veikinni á fslandi. Önnur blöð eru vinsamlegast beðin að geta þessarar greinar. Gunnlaugur Claessen læknir. Ágrip ai ársreikningum 1921. A. Borgað inn og út. I n n: 1 í sjóði frá f. á.....kr. 2583,67 2. Borgað af lánum .. — 10645,03 3. Innleystir víxlar .. .. — 10629,28 4. Sparisjóðsinnlög .. .. — 57675,73 5. Vextir af lán- um ............ 24064,61 Aðrir vextir .. 564,85 ------------- 24629,46 6. Frá bönkum...............— 63421,74 7. Bráðabirgðalán tekið — 9000,00 8. Ýmislegt.................— 24,00 Samtals kr. 178608,91 Ú t: 1. Lánað ..................kr. 11377,15 2. Víxlar keyptir .. .. — 6005,00 3. Útborgað af innstæðu- fé með dagv...............— 72512,75 4. Kostnaður við sjóðinn — 2409,92 5. Borgað af skuldum sjóðsins: afborgun .. .. 15000,00 vextir .. .. 323,15 ------------ 15323,15 6. Til banka ...............— 67644,39 7. Ýmislegt.................— 41,16 8. í sjóði 31. des........— 3235,39 Samtals kr. 1^608,91 B. Ágóðareikningur. Xekjur: 1. Vextir af lánum .. .. kr. 24220,67 2. Forvextir af víxlum .. — 347,50 3. Ýmsar aðrar tekjur .. — 379,25 Samtals kr. 24947,42 Gjöld: 1. Reksturskostnaður: laun starfsm. 1780,82 annar kostn. 689,10 -------— kr. 2469,92 2. Vextir af bráðab.láni — 323,15 3. Vextir af innst.fé(6%) — 17444,49 4. Ýmislegt.............— 41,16 5. Arður á árinu .. .. — 4668,70 Samtals kr. 24947,42 C. Jaínaðarreikn. 31. des. 1921. Edgnir: 1. Skludabréf fyrir lánum: gegn faste.veði 159518,88 — sjálfsk.áb. 152487,81 . — sveit.fél.áb. 2649,64 — ann. trygg. 1394,61 -------------- kr. 316050,94 2 Ginnleystir vixlar .. — 2077,72 3. Verðbréf...........— 100,00 4. Innstæða í bönkum — 12260,68 5. Aðrar eignir.......— 222,00 0. í sjóði............— 3235,39 Samtals kr. 333946,73 S k u 1 d i r: 1. Innstæða 560 viðskifta manna ................ 2. Varasjóður........... Samtals kr. 333946,73 Hruna 28. febr. 1922. Haraldur Sigurðsson. Kjartan Helgason. ---o--- Orðabálkur. hroði (-a, vantar flt.), kk., hey og ull, sem sauðfénaður fellir á fjárhúsgólf. Geiradal. hryggjartindur: naga um hryggjartindinn af e-m, tala illa um e-n. Rangárvallas. hrynja (-di, -ið) : báran hryn- ur, báran fellur. Arnf. hrynja: klukkan hrynur, klukk- an gefur ofurlítið skark frá sér rétt áður en hún slær. Suðurnes. kr., 306164,40 — 27782,33 er að vísu góður, og sjálfsagður, en því ber ekki að gleyma, að hann er aðeins önnur hlið þessa máls, og sú neikvæða. Framleiðslan er jákvæða hliðin, og á hana hefir mér ávalt virst lögð of lítil áhersla. Sparnaður- inn er tvíeggjað sverð, sem má mis- beita, og enda einatt misbeitt, t. d. með því að skera við neglur sér það, sem verða til eflingar framleiðslunni. Allir eru sammála um það, að em- bættabákn landsins sé þjóðinni of þungur baggi. Okkar fámenna þjóð- félag rís ekki undir slíkri yfirbygg- ingu, enda mun slíkt vera eins dæmi í öllum heiminum, um jafn fámenna þjóð. En stofnun nýrra embætta og bitlinga, að meira eða minna leyti ó- nauðsynlegra, veldur gáleysi þings- ins á undanfarandi árum. það er hægra að stofna embætti en að leggja þau niður. það er hægra að hækka laun en lækka. í þessu sambandi má benda á það, að dýrtíðaruppbót til embættismanna er lögbundin til árs- ins 1925, og verður ekki haggað. Svo gekk alþingi árið 1919 frá því. þó að sjálfsagt sé að sýna spam- að í útgjöldum til starfsmanna lands- ins, ekki síður en á öðrum sviðum, þá er það oftast ókleift nema að brjóta gildandi lög eða með því að ganga nærri sóma þings og þjóðar. það mun yfirleitt reynast erfitt að breyta um þá embættaskipun, sem nú er í landinu, nema með miklum undirbúningi og nákvæmri rannsókn á öllu heildarkerfinu. Til bráðabirgða neyðumst við til að halda framleiðslu iandsins í horfinu. Takist það ekki, ásamt skynsamlegum sparnaðarráð- stöfunum, þar sem því verður við komið, er ekki önnur leið en að losna við útgjaldabáknið með byltingu. III. Alvarlegasta afleiðing fjárkrepp- unnar er lömun framleiðslunnar, sem aftur á rót sína að rekja til kjarkleysi manna og ótrú á öllum framleiðslufyrirtækjum, enda hefir stöðvun lána og getuleysi bankanna ráðið þar miklu um. Menn hafa talið sér og öðrum trú um, að framleiðsl- an borgaði sig ekki. En þetta er ekki í'étt. Áð vísu getur verið, að ein- staklingar tapi í svipinn, en það er gróði fyrir þjóðina í heild sinni, að framleiðslan gangi sem greiðast. Á slíkum timum sem nú, er hættu- legast að leggja árar í bát, gefast upp, hætta að framleiða. Nú reynir mest á dug og áræði. Nú er að draga seglið við hún og láta skeika að sköpuðu. Öllu er borgið, land er fyrir stafni. Fullvíst er, að sjávarfram- leiðslan’, -sem er langstærsti útflutn- ingsliðurinn, beri sig á þessu ári, ef engar breytingar verða á markaðs- horfum, sem vonandi ekki verður. En það hefir aftur, að minsta kosti víðast hvar á landinu, þau áhrif, að landbúnaðarafurðirnar hækka innan- lands. En, því miður, er útlitið ekki eins gott, sem stendur, um sölu landbún- aðarafurðanna. þó er bót í máli, að Selja smjörið til Englands. Hafa ostagerð samhliða smjör- gerðinni, þar sem það á við. Svisslendingar gera sína frægu osta, sem seldir eru um allhn heim, að langmestu leyti úr kúamjólk. Búsmalinn er hafður í seli langt upp í fjallahlíðunum, þar sem kjarngresi er mikið, eins og í íslonsku beitilöndunum, og þar eru hinir ágætu ostar gerðir, 1 seljunum, með mjög einföldum áhöldum. í þeim sveitum hér á landi, þar sem betur hentar að hafa sauðfé en kýr, sýnist einsætt að framleiða gráðaost. það er dýr vara, og allur heimurinn opinn markaður. þar verða fráfærur, hagalömb, og sauðir til útflutnings. Til að gera þann hlutann af framleiðslunni auðseljanlegan á hinum besta markaði, þarf að útrýma fjárkláðanum, og njóta að bróðurlegrar hjálpar enskra samvinnumanna, að brjóta niður innflutningshöft enskra stóreignamanna. Hvorugt er áhlaupaverk, en vinst því betur, sem fyr er hafist handa. Annað atriði bættrar framleiðslu er niðarsuða. Nú er sum árin flutt inn niðursoðin mjólk fyrir mörg hundruð þúsund krónur. En í sveitunum verður mjólkin oft að litlu, af því markað vantar, og áhöld til að gera hana seljanlega á fjarlægum stöðum. það er alveg sjálfsögð skylda íslenskra bænda að sjóða niður svo mikla mjólk, að ekkert hylki þurfi inn að flytja frá útlöndum, og þar næst að hefja sölu á niðursoðinni mjólk til annara landa. þar að auki er mjólk nauðsynleg til niðursuðu sumra annara matvæla. Fiskiveiðar og landbúnaður hafa þar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Hér á landi þarf að hefjast stórkostleg fiskniðursuða. En sá iðnaður getnr ekki þrifist, nema þar sem hægt er að styðjast við sam- svarandi mikla og örugga mjólkurframleiðslu. Ein af umbótum þeim í atvinnulífinu, sem leiða mun af járnbraut frá Reykjavík um Suðurláglendið, er að slik samvinna ætti að geta tekist milli fiskiframleiðenda í Reykjavík og bænda á Suðurláglendinu. Verksmiðja, sem starfaði að þvi áð sjóða niður fisk og síld, gæti þá unnið alt árið og unnið markað erlendis fyrir bæði sjávar- og landafurðir. í'Danmörku varð reyndin sú, að svína- og héensna- rækt óx að sama skapi og smjörbúin stækkuðu. Úrgangur óx á heimilunum, sem best varð hagnýttur handa svín- um og alifuglum. Afurðir þessara húsdýra auðseldar, og dýrar. í veðurmildari héruðum hér á landi, þar sem kartöflur þrífast vel hvert sumar, er fullvist, að svína- og hænsnarækt yrðu arðsamar atvinnugreinar, um leið og samgöngur batna og ræktunin vex. Nú er flutt inn til íslands mikið af eggjum og svínakjöti árlega, og myndi samt vera markaður fyrir meira. Auk þess ætti að sjálfsögðu að vera útflutningur á þessum vörum héð- an, og bæta“ þannig verslunarjöfnuðinn. það sem liér er gert ráð fyrir, er algerð bylting í búnaðinum íslenska, áþelck þeirri, sem danskir sam- vinnumenn komu til leiðar í sínu landi fyrir 40 ár- um, þegar kornyrkja hætti að vera lífvænlegur atvinnu- vegur þar i landi, eftir að járnbrautir og stór úthafs- skip fluttu á markaðinn í Evrópu ódýrara korn frá hin- um frjóu sléttum í mildari löndum annara heimshluta, heldur en unt var að framleiða í Danmörku. Hér er gert ráð fyrir að hestar, saltkjöt, ull og gærur rými sæti sem útflutningsvörur, fyrir smjöri, ostum, lifandi fé, niðursoðinni mjólk og fiski, svínakjöti og eggjum. Varan verði auðseld og andvirðið meir í samræmi við fram- leiðslukostnaðinn en nú gerist. Við þetta myndi efna- hagur manna batna. Andvirði íslenskra afurða streyma inn i landið á öllum tímum árs, veltufjárþörfin minka við atvinnureksturinn, og verslunarskuldir hverfa víðast hvar. í stað þess að landsmenn hrekjast nú um á út- jöðrum markaðanna, myndi íslandi opnast hinn eðlilegi og ákjósanlegi markaður í Bretlandi, þar sem úrvals- matvara er betur borguð og meiri þörf fyrir, en i nokkru öðru landi í álfunni. Stórbreyting þessi á atvinnulíftnu hér á landi verður að koma og það fyr en síðar, ef sveitunum á að vera nokkur viðreisnarvon. Frá þrem aðilum þarf að vera skynsamlegt samstarf í þessu efni. Búnaðarfélagið þarf að gerbreyta ræktuninni með aukinni vélavinnu. Sam- bandið þarf að annast um verslunar- og iðnaðarhliðina, þvi að lítillar hjálpar mun smáframleiðendum að vænta frá kaupmannastéttinni. í þriðja lagi þarf þingið að bæta samgöngurnar, þannig, að greiðar- samgöngur fáist milli allra aðalhéraða á Islandi við höfuðstaðinn, og það- an alt árið um kring til Englands. Er framför þeirri, sem gera þarf í samgöngumálunum áður lýst: Stækkun Eimskipafélagsins, vikulegar strandferðir mestan hluta árs, járnbraut um Suðurláglendið, akvegir gerðir að miklu leyti með vélum um öll hin helstu undirlendi, og milli helstu kauptúnanna. Breyting framleiðslunnar og afurðasölunnar, sem hér er lýst, leysir að mestu leyti skuldafjöturinn af íslensku þjóðinni. En að því leyti, sem það verður að gera með sérstökum veltufjársjóðum, verður vikið að þeirri hlið í næstu köflum, þar sem talað verður um verslun kaup- manna, samvinnufélaga, og landsins sjálfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.