Tíminn - 06.05.1922, Qupperneq 1

Tíminn - 06.05.1922, Qupperneq 1
©|aíb£erx og, afgreifesluma&ur Cirnans er Sigurgeir ^riðrifsfort, Sambanösíjúsinu, HeYfjamf. VI. ár. Reykjavík (5. maí 1922 í Fundurinn var settur í Sam- bandshúsinu á Arnarhóli, stundu eftir hádegi hinn 29. f. m. af vara- formanni Sambandsins, Sigurði S. Bjarklind, kaupfélagsstjóra á Húsavík. 1 upphafi fundarins mintist Hallgrímur Kristinsson forstjóri hins látna formanns Sambandsins, Péturs Jónssonar ráðherra. Vottuðu fundarmenn hinum látna formanni virðing sína og þakkir, fyrir vel unnið og göfugt æfistarf, með því að standa upp. Fundarstjóri var kosinn Sigurð- ur S. Bjarklind, en Jón bóndi Jónsson í Stóradal til vara. Fund- arskrifarar voru kosnir: Ingólfur alþm. Bjarnason í Fjósatungu og Sigurður bóndi Jónsson á Arnar- vatni. Komnir voru á fundinn 40 full- trúar, frá 32 samvinnufélögum, hvaðanæfa að af landinu. Auk þeirra öll stjórnarnefndin, for- stjóri Sambandsins, tveir fram- kvæmdastj órar þess, báðir endur- skoðendurnir og fjöldi gesta. Hallgiúmur Kristinsson forstjóri flutti langa og merkilega ræðu um fjárhagsástæður Sambands- ins eins og þær voru um síðasta aðalfund, til samanburðar við á- stæðumar nú. þá skýrði hann frá verslunarframkvæmdum Sam- bandsins í stórum dráttum, eink- um sölu útfluttra vara. Hafði mjög mikið verið unnið að því að útvega markaði á nýjum stöðum, og má vænta árangurs af því starfi. pá gat hann þess að Sam- bandið hefði sent mann til Ame- ríku til þess að læra skinnaverk- un. Ennfremur gerði hann ljósa grein fyrir rekstursreikningi Sam- bandsins. Loks mintist hann á hið almenna fjárhags- og viðskifta ástand, bæði hér á landi og er- lendis, og lét þó skoðun í ljós og rökstuddi, að samvinnumennirnir íslensku og Sambandið stæði vel í samanburði við aðra, um afkomu og viðskiftahag. þakkaði fundur- inn ræðuna með lófataki. — Kafl- ar úr þessari merku ræðu verða birtir hér í blaðinu innan skamms, og því er hehnar ekki nánar getið ^ ! nu. Að lokinn skýrslu forstjóra gerði Jón Ámason framkvæmda- stjóri nánari grein 'fyrir sölu hinna innlendu afurða. Lagði hann fram skriflegar skýrslur um sölu hverrar gjaldeyrisvöru fyrir sig í jafnmörgum eintökum og fé- lög þau eru sem fulltrúa áttu á fundinum. Urðu síðar nokkrar umræður um skýrslurnar og born- ar fram fyrirspurnir, sem fram- kvæmdastjóri svaraði. þá voru lagðir fram reikning- ar Sambandsins fyrir liðið ár, á- samt athugasemdum endurskoð- enda. Skýrði forstjórinn reikning ana, einkum fjárhagsreikn- inginn. Síðan lagði hann til að kosin yrði 7 manna nefnd til þess að kynna sér reikningana sem best og allan hag Sambandsins. Var nefndin kosin og bar fram álit sitt síðar á fundinum. Segir svo í nefndarálitinu meðal annars: ,,þar eð vér sjáum ekki annað, en að útistandandi skuldir Sambands- ins megi teljast tryggar, og fast- eignir þess verið lækkaðar mjög í verði, með tilliti til hins óvið- ráðanlega verðfalls, verðum vér að telja hag Sambandsins og deilda þess betri en vænta mátti eftir ástæðum“. Urðu síðan all- miklar umræður um málið og ráð- stöfun félagsstjórnarinnar á árs- arðinum, og reikningarnir í heild sinni samþyktir í einu hljóði. Á síðasta aðalfundi hafði verið rætt um stofnun afurðatrygginga- sjóðs og verið vísað til stjómar- innar. Nú bar stjórnin fram til- lögur um málið, sem allar voru samþyktar. Er meginefni þeirra það, að þau félög, sem stofna vilja slíkan sjóð, fá styrk til þess hjá Sambandinu í eitt skifti fyr- ir öll, sem nema má V2% af sölu- verði þeirra vara, næsta ár á und- an, sem tryggja á, með ýmsum nánari skilyrðum. þá flutti Sigurður Sigurðsson Búnaðarfélagsforseti mjög fróð- legt erindi um ræktun landsins, og vék einkum að því, hvílík nauð- syn væri á að almenningur ætti sem greiðastan aðgang að því að fá heritug og góð landbúnaðar- verkfæri, tilbúinn áburð, fræ og kjarnfóður. Leiddi hann rök að því, að eins og stæbi væri útveg- un þessara vara mjög ábótavant og taldi ákjósanlegt og eðlilegt að Sambandið tæki að sér öfluga for- göngu í þessum efnum. Urðu mikl ar umræður um málið og var nefnd kosin til þess að bera fram tillögur. Nefndin bar síðar fram rækilegt nefndarálit og tillögu, sem samþykt var í einu hljóði. Var aðalefni tillögunnar það, að Sambandið skyldi útvega þessar vörur samkvæmt pöntunum og að því leyti sem það nyti aðstoðar Búnaðarfélagsins um vöruval og viðskiftasambönd. Að öðru leyti undirbúi stjómin málið fyrir næsta aðalfund í samráði við stjórn Búnaðarfélagsins. þá flutti Jónas Jónsson skóla- stjóri langt og ítarlegt erindi um samvinnuskólann. Sýndi fram á hina miklu nauðsyn þess, fyrir samvinnustarfsemina, að hafa sem bestan skóla. Væri þekking- arskorturinn á félagsmálum eitt mesta meinið í samvinnustarfsem- inni og leiddi af sér tortrygni. því- næst gerði hann grein fyrir fjár- hagshlið skólamálsins, eins og nú standa sakir. Taldi hann unt að halda skólanum uppi næsta vetur með ríkissjóðsstyrknum og nokk- uru skólagjaldi, ef Sambandið legði skólanum til ókeypis hús- næði, ljós og hita, eins og að und- anförnu, enda hefðu nokkrir á- hugasamir menn lofað ókeypis kenslu við skólann. Var samþykt í einu hljóði tillaga stjórnarinnar að Sambandið legði skólanum til ókeypis húsnæði, ljós og hita. Enn fremur tillaga frá Friðbert Frið- bertssyni að skólinn njóti þess sem inn kunni að koma í húsa- leigu fyrir húsnæði það, er hann hefir. þvínæst flutti Jónas Jónsson skýrslu um útgáfu Tímarits sam- vinnufélaganna og hvernig hann hugsaði sér að Tímaritið starfaði framvegis. Hallgrímur Kristinsson forstjóri benti á hina brýnu nauðsyn að stofna banka fyrir samvinnu- menn. Hvatti hann fundarmenn að vinna að því, hver í sínu hér aði, að málið yi'ði stutt, þegar til kæmi. Urðu umræður um málið, sem lýstu almennum áhuga. Var loks samþykt yfirlýsing um að Fr amkvæmdastj órastaðan við Kaupfélag. Vestur-Húnvetninga er laus frá næsta nýári. Kaupfé- lagið hefir með höndum bæði innkaup og útsölu á vörum fyrir Vestur- Húnvetninga. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. ágúst n. k. Umsóknin sendist stjórn Kaupfélags Vestup-Húnvetninga sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Félagsstjórnin. í. s. í. í. S. í. Sunnudaginn 9. júlí n. k. verður Álafosshlaupið háð og hefst kl. 2 e. m. frá Klæðaverksmiðjunni Álafoss, en endar á Iþróttavellinum í Reykjavík. Vegalengdin er 18 rastir (tæpar). Kept verður um Álafossbikarinn (handhafi Þorkell Sigurðsson úr Glímufélaginu Ármann). Keppendur gefi sig fram við Gruöm. Kr. Guð- mundsson, Njálsgötu 15 Rvík, fyrir 1. jvulí n. k. Þátttökubeiðni fylgi læknisvottorð. Keppendur skulu vera fullra 18 ára og i félagi innan Iþróttasam- bands Islands. • r Stjórn Glímufélagsíns Armaim. Reykjavík, Pósthólf 516. Framboðslistar * við landskjör til alþingis 8. júli þ. á. afliendist formanni íandskjör- stjórnar, Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra. í landskjörstjórn, 2. maí 1922. Magnús Sigurðsson Björn Þórdarson. ©lafur Lárusson. fundurinn teldi málið mesta nauð- synjamál og stjórninni falið að vinna að framgangi þess. Fulltrúi Kaupfélags Reykvík- inga, Héðinn Valdimarsson, flutti erindi um það, hversu mikil nauð- syn væri að börn fátækra for- eldra í Reykjavík gætu fengið vist á sveitaheimilum um sumar- tímann og beindi því til fulltrúa sambandsdeildanna að taka slíkt mál að sér. Var gerður mjög góður rómur að þessari málaleit- un og tillaga samþykt í einu hljóði um að skora á stjórnir og framkvæmdastj óra félaganna að leitá fyrir sér meðal bænda um hvé möi'g börn þeir vildu taka endurgj aldslaust til sumardvalar. Létu síðan framkvæmdastjóra sjávardeildanna vita, sem gengj- ust fyrir málinu hjá aðstandend- um barnanna. Síra Sigfús Jónsson kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki bar fram tvær tillögur, sem báðar voru samþyktar í einu hljóði: „Fund- urinn felur stjórn S. í. S. að beit- ast fyrir því, að opna markað í útlöndum fyrir lifandi sauðfé héð- an, og það sem allra fyrst“. — „Ennfremur felur fundurinn stjórninni að leitast fyrir um sölu á íslenskum hestum í útlöndum á þessu sumri, ef hrossasalan verð- ur gefin frjáls“. Formaður Sambandsins til tveggja ára var kosinn Ólafur Briem fyrv. alþingisforseti frá Álfgeirsvöllum. Varafoi’seti var endurkosinn Sigurður S. Bjark- lind kaupfélagsstjóri. Meðstj órn- endur voru endurkosnir til þriggja ára: Ingólfur Bjarnason og Sigui'ður Kristinsson kaupfé- lagsstjórar. Varameðstjórnendur til þriggja ára voru endurkosnii' Stefán Stefánsson á Varðgjá og Tryggvi þórhallsson ritstjóri. Endurskoðandi var kosinn Guð- jón Guðlaugsson alþm. og Sigur- geir Friðriksson til vara. Fundinum var slitið síðari hluta dags hinn 2. þ. m. Um kvöldið komu fundai-menn saman til kaffi- drykkju á fundarstaðnum og skemtu sér hið besta fram eftir nóttinni við ræður og söng. Svarræða porsteins M. Jónssonar við framsögu- rreðu Bjarna Jónssonar frá Vogi um frestun á framkvæmd fræðslu- laganna. Niðurl. Hæstv. landsstjórn lagði í byrjun þessa þings fram frv. um fræðslu barna, sem samið var af þessari nefnd, og liafa háttv. meðlimir fjár- veitinganefndar — sem aðrir * þing- menn — fcngið i hendur álit milli- þinganefndai'innar um barnafræðsl- una. Milliþinganefndin sendi út um alt land iyrirspurnir um það, hvern- ig fræðslulögin hcfðu gefist, og leit- aði álits um barnafræðsluna hjá öll- um skólanefndum, kennurum og t prestum. Samnefnari af áliti allra þessara manna er frv. það, sem stjórnin lagði fyrir þingið. Engir þeirra, sem svöruðu fyrirspurnum þessum vildu láta afnema skólaskyld- una, eins og ætlast er til með þessu frv. fjárveitinganefndar, og allir vildu þeir láta bæta barnafræðsluna. Að mínum dómi hefir milliþinga- nefndinni tekist mætavel í tillögum sínum um barnafræðsluna. þær eru að vísu allar bygðar á þeim grund velli, sem þegar var lagður, auk þeirrar reynslu, sem fengin er, en þær horfa allar til bóta. Og þær hafa einn kost, sem eg hugði að háttv. fjárveitinganefnd metti mikils, og hann er sá, að af þeim leiðir enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Eg ef- C í m a n s cr í Samþanðsþúsiuu. ©pin ðaglega 8—\2 f. þ 5ímt 496. 18. blað ast að vísu urn það, að allir þeir, sem skipa fjárveitinganefnd, hafi les- ið tillögur og nefndarálit milliþinga- nefndarinnar, þvi að þá hygg eg, að þeir liefðu- ekki komið fram með ann- að eins vansmiði eins og frv. það er, sem nú er rœtt um. Slík liroðvirkni, hugsunarleysi og hringlandi í löggjöf sem það sýnir, er þinginu til lítils sóma. Eg vil nú með fáum orðum minnast á lögin um skipun kennara. Samkvæmt þeim eru kennararnir starfsmenn rikisins og settir í störf- in af ríkisstjórninni. Eg efast um að ríkið hafi rétt til að segja þeim upp og skuldbinda sveitarfélögin til þess að gjalda þeim. þessi lög eru nú tæpra þriggja ára gömul, en með þeim er kennurum lofað æfilöngu starfi, ef þeir reynast nýtir og staða þeirra verði eigi óþörf. í þeirri trú, að ríkið stæði við gerðan samning, hafa þeir tekið að sér þessi störf. Ekki munu sveitarfélögin þakka fulltrúum. sínum það, ef þeir þyngja svo byrðar þeirra, sem ætlast er til með frv. þessu, og síst allra munu mæður í þessu* landi þakka það, að numin verði úr lögum hjálp sú, er rikið hefir áður lofað þeim til fræðslu og uppeldis barna þeirra. — Menta- málanefndin hefir nú frv. stjórnarinn- ar til athugunar. Virðist mér, að fjár- veitinganefndin hefði átt að bíða með sínar tillögur þangað til það var komið inn i þingið aftur. Eg er ekki trúaður á það, að þing- ið samþykki frv. þetta, sem nú er rætt um, því ef það yrði að lögum, mundi leiða af því aukinn kostnað- ur fyrir þjóðfélagið. Kraftarnir mundu sundrast, heimiliskennarar myndu vei’ða fjöldamargir og kensl- an mundi yfirleitt kosta miklu meira en nú, en fátæk börn yrðu út undan hvað fræðslu snertir. Eg ætla ekki að ræða um einstak- ar greinar þessa frv. pað bíður sam- kvæmt venju til 2. umr., ef það ann- ars lifir svo lengi. Eg teldi rétt- ast að deildin stytti því stundir nú þegar, til að eyða ekki tíma þingsins í langar umræður um það. Slikar stökkbreytingar, sem þær, er hér er ætlast til að gerð verði á fræðslulöggjöf þjóðarinnar veit eg að þingið felst ekki á. Væri ekki hægt að gera þær nema eftir rannsókn og ýtarlega athugun, enda mun flaustur og tiðar brcytingar í löggjöf hvergi vera óheppilegri en í skólalöggjöf- inni. — Einn liinn allra fróðasti maður um kenslumál, sem hefir kynt sér fræðslumál bæði utanlands og inn- an, og er auk þess prófessor við há- skóla vorn, hefir kallað þetta frv. „frv. til laga um útburð barna“. (Bjarni Jónsson: Hvaða prófessor?). Eg vona að háttv. þm. Dala. (B J.) verði aldrci svo þjóðlegur, að hann vilji halda slíkum lögum til streitu. Eg held að liann hafi verið hræddur um að þetla þing yrði stutt og ekki væri nægilega margt til að tala um, og hafi þessvegna samið frv. þetta. Enda mun hann ekki geta ætlast til þess, að þingið semji langa laga- bálka, sem það rifur niður næsta ár, að það láti landsstjórnina setja menn til starfa svo hundruðum nemi og lofa þeim æfilöngu starfi, og segja þeim upp vistinni þegar á næsta ári, eða skipa einhverjum öðrum að gjalda þeim laun. Eg trúi þvi ekki heldur að ljóminn frá miðri 18. öld sé svo mikill i augum lians, að hann vilji í alvöru rífa það niður, sem reist var á 20. öldinni í landi voru, að því er viðkemur fræðslumálum. — pað hlýtur annars að vera fnikil að- dáun hans á húsvitjunartilskipuninni I og húsagatilskipuninni frá 1746.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.