Tíminn - 06.05.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1922, Blaðsíða 2
66 T í M I N N Sádhafra, tilbúinn ábnrð, grasfræ, gnlrófnafræ og' fóðni'næpnfræ útvegar Búnaðaríéla^ íslands. Meö e.s. Villemoes eru nýkomnar þessar olíutegundir: Hvífasunna, besta ljósaolía, Mjölnír, besta mótoroh'a, Hráolinr: Gasolía. — Díeselolía. Bensín, B. P. nr. 1. Allar þessar teg’undir seldar með rnjög* lágu verði. Xaa.ndsvei^isluxi.ixi. JJegar talað var um breytingu Mentaskólans, vildi háttv. þm. Dala. að vísu láta fœra hann í forna far- ið, en það var ekki frá 18. öld, heldur aðeins nokkru fyrir síðustu aldamót. Háttv. þm. Dalamanna (B. J). sagði i ræðu sinni, að gjald ríkissjóðs til barnafræðslunnar mundi fara hækk- andi. Eg sé enga ástæðu til þess að svo verði. Eina ástæðan til þessa gæti verið sú, að fólkinu fjölgaði i land- inu, þannig að setja yrði fleiri kenn- ara. En þess ber að gæta, að það er ákvarðað með lögum hve mikið skuli gjalda til barnafræðslunnar, en hins- vegar greiða sveitarfélögin vissan hluta af launum kennara. Aftur á móti eru allar líkur til þess, að dýr- tíðin minki og i samræmi við það kaup kennaranna. þingmaður Dala- manna virtist hafa áhuga á því að auka almenna þekkingu unglinganna. það er nú ekki auðvelt að sjá það af frv., en látum svo vera að það hafi vakað fyrir háttv. fjárveitinganefnd. Skólaskylda unglinganna er þar að sjálfsögðu ekki heldur tekin fram, en þm. Dala. tók það fram, að hann vildi láta unglingana ganga á skóla í 2 ár og gerir ráð fyrir því, að á þeim tíma nái þeir sæmilegri þekk- inku; en mín skoðun er sú, að með þessu móti mundu unglingaskólarn- ir verða að barnaskólum eða kæmu í stað þeirra, þvi ef bamaskólana vantaði, mundu unglingaskólarnir aldrei ná tilgangi sínum. Ef þeir eiga að vera góðir, verða þeir að byggj- ast á góðri barnafræðslu. þm. Dala. (B. J.) reyndi að snúa út úr tilgangi fræðslulaganna frá 1907 og því, hve mikil þekking væri heimtuð af 14 ára bornum. J>ar er auðvitað átt við hina minstu þekk- ingu, sem hægt er að heimta, og ann- að ekki. Eftir því sem eg veit best, er í reglugerðum barnaskóla ákveðin miklu meiri kenslu og víðtækari sem lágmai'k, en fræðslulögin heimta. Eitt þykir mér furðulegt, um jafn- gáfaðan mann og háttv. þm. Dala. (B. J.), að hann virðist eigi líta á annan tilgang skólanna en þann að auka kunnáttu en ekki þann tiigang þeirra, að hafa bætandi áhrif á skap, hugsun og framferði barnanna eða þá mentun, sem þau hljóta af áhrif- um góðs kennara. Eg tel það aðal- tilgang skólanna, að hafa óhrif til bóta á sólarlíf og lund barnsins og liðka þau til náms, yfirleitt að gera þau að betri og þroskaðri mönnuin en ella. i Eg veit, að liáttv. þm. Dala. (B. J.) muni vera mér sammála um það að tvent sé lærdómur og mentun. Hið fyrra er viss forði til að muna, en hið síðara er þroskun, er gerir menn betri, gáfaðri, víðsýnni og hæf- ari til að lifa lífinu. Hvorttveggja er nauðsynlegt. Ef unglingur, sem er illa að sér i þeim undirstöðugrein- um, sem heimtaðar eru til ferming- ar, er illa læs, illa skrifandi o. s. frv., kemur í unglingaskóla, fer ekki hjá því, að annaðhvort verður honum námið til litilla nota, eða að þessi unglingaskóli verður að starfa að miklu leyti eins og barnaskóli. Um hitt vil eg ekki deila, að unglingar séu hæfari til að læra og leggja á minnið en börnin. Háttv. þm. Dalamanna tók það skýrt fram, að það væri ekki mein- ing sín eða fjárveitinganefndar að slá nokkurn mann af. J>að hefir nú víst enginn skilið svo, en hitt liggur í hlutarins eðli, að rnenn, sem ekki þarf lengur við i þjónustu rikisins, verður annaðhvort að setja af með launum eða án launa. Nefndin ætl- ast nú ekki til þess, að ver verði farið með kennarana en aðra embætt- ismenn ríkisins, en hitt er aðalatrið- ið, að hún vill skylda aðra aðilja til að gjalda þeim, en sem lögum sam- kvæmt eiga að gera það. ----o---- v Fréttir. Landskjörið. Styttist nú óðum framboðsfrestur til landskj örsins. Framsóknarflokkurinn ber fram lista af hálfu samvinnumanna og bænda og verður hann birtur hér 1 blaðinu væntanlega í næsta blaði. Eins og að líkindum ræður mun sá listi fá langmest fylgi allra listanna. pá hefir frést að í ráði sé að annar listi verði bor- inn fram af hálfu útgerðarmanna og muni sjálfstæðisflokkurinn og standa að þeim lista. Er talið sennilegt að síra Magnús Bl. Jóns- son á Vallanesi verði efstur á þeim lista, en þórarinn Kristjáns- son hafnarstjóri næstefstur. Full- ráðið er að jafnaðarmenn bera fram lista. Er Jiorvarður þorvarð- arson prentsmiðjustjóri efstur á þeim lista, en Erlingur Friðjóns- son á Akureyri næstefstur. Enn hefir frést að konur muni hafa í ráði að bera fram lista. Verði skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, Ingibjörg H. Bjarna- son efst á listanum, en Inga Lára Lárusdóttir ritstjóri næstefst. En ekki verður neitt um þetta full- yrt. Loks mun það fullvíst að heildsalamir og kaupmenn í Reykjavík, með Morgunblaðið og Lögréttu í fararbroddi, gera frek ustu tilraun til að koma fram með lista, og þar mun Jón Magm ússon forsætisráðherra fyrverandi eiga að vera efstur. Er það heit- asta ósk sumra úr þeirri stétt að koma Jóni aftur inn á þing og í sinn forna valdasess. J>að munu eiga að vera verðlaun fyrir fram- komuna í Spánarmálinu og fyrir krossana, enska lánið, íslands- bankaafskiftin og yfirleitt alla framkomuna í valdasessinum. Er þessara manna söm fyrirætlunin, þótt svo kunni að fara að ekki takist að koma lista þessum á framfæri. það er sem sé á allra vitorði, að það hefir gengið með afbrigðum treglega að fá menn til að vera með Jóni á listanum. Sterling strandaði um síðustu helgi á Brimnesi norðan við Seyð- isfjörð. Varðskipið „Fylla“ kom á vettvang og veitti drengilega hjálp til að bjarga farþegum og vöi-um. Veður var gott þegar skipið strandaði, en niðdimm þoka. Skipið hefir þegar skemst mikið, þótt veður hafi síðan ver- ið gott. Björgunarskipið Geir hef- ir verið að gera tilraunir til að bjarga skipinu, og er óvíst um árangur. Vátryggingarupphæðin er rúmlega 1 milj. kr. Dómur er fallinn í hæstarétti í máli Ólafs Friðrikssonar ritstjóra um mótspyrnu hans gegn lögregl- unni. Dómurinn er að mestu stað- festur um alla þá sem kærðir voru aðrir en Ólafur. Á honum er dóm- urinn stórum harðari. Var hann dæmdur í eins mánaðar einfalt fangelsi af undirdómara, en hæstiréttur dæmdi hann í 8 mán- aða betrunarhúsvinnu. Landlæknir. Guðmundur Björn- son tók aftur við landlæknisem- bættinu af Guðmundi Hannes- syni 1. þ. m. Heiðursgjafir. porsteinn M. Jónsson alþm. var sæmdur heið- ursgjöf af barnakennurum, áður en hann fór úr bænum. Var það gullúr og gullfesti, hvorttveggja ágætir gripir. — Snorri Sigfússon kennari á Flateyri við Önundar- Tófuyrðlínga kaupi eg eins og undanfarið. Umboðsmaður minn í Reykjavík er hr. Tómas Tómasson hjá Slátur- félagi Suðurlands. r Olafur Jónsson, Elliðaey. fjörð hefir í vor gegnt þar skóla stjóraembætti í 10 ár. þessa til- efnis færðu nemendur hans hon- um vandaða gjöf. Strand. Vélskipið „Óðinn“ strandaði nýlega skamt frá Homa firði. Hefir rækt strandferðir við Austurland. Látinn er á Blönduósi Pétur Pétursson kaupmaður,faðir Magn- úsar alþingismarins og Hafsteins bónda á Gunnsteinsstöðum. Látinn er á Heggstöðum í Mið- firði Páll Leví Jónsson hrepp- stjóri Var hann í fremstu röð bænda. Trúmálavikan. Steindór Gunn- arsson prentsmiðjustjóri hefir gef ið út alla fyrirlestrana sem flutt- ir voru á trúmálaviku Stúdenta- félagsins og sömuleiðis ræðumar sem fluttar voru á síðasta um- ræðufundinum. Er þetta snotur bók, rúmar 11 arkir. Hefir orðið svo mikið umtal um fundi þessa, að bókin mun verða mörgum kær- kominn gestur og leiðir ekki ann- að af sér en gott. Álafosshlaupið. Hlaupagarpar utan af landi ættu að taka þátt í Álfosshlaupinu. Hlaupið reynir fyrst og fremst á þol og seiglu. Hefir það reynst að sveitamenn hlaupa betur en Reykjavíkur- sveinar. Jónas porbergsson ritstjóri „Dags“ á Akureyri, er staddur í bænum. Orðabálkur. hræra (-ði, -t): hræra í graut- arpotti, vingsa efri hluta líkam- ans á ýmsa vegu, þegar gengið er. Vestf. hræra (-u, vantar flt.), kvk., = hræringur. Eyf. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandí ár. Fjórði kafli. Ræktun landsins. i. Er landið að blása upp? Fyrir aldamótin síðustu var tiltölulega mikill út- flutningur hóðan af Jandi til Ameríku. Stjórn Kanada liafði þá í þjónustu sinni nokkra Islendinga, sem töldu landa sína á að flytja vestur. Eitt af því, sem þá var talið íslandi til foráttu, var það, að það væri að blása upp. Gróðurinn væri að eyöileggjast, og þar með hyrfu lífsskilyrði þjóðarinnar. Nú er þetta lieróp þagnað og burtflutningur að mestu hættur. Óttinn við að gróður- inn sé að minka er ekki lengur talin nægileg afsökuu til að flýja landið. Að vísu er enginn vafi á því, að vera íslendinga í landinu hefir elvki áukið gróðurinn. Birkiskógarnir hafa minkað stórkostlega fyrir tilkomu mannanna. I þúsund ár hafa bjarkarskógamir verið eyddir tii eldiviðar, með fjárbeit. Engin nýrækt á skógi eða verndun frá hálfu ibúa landsins hefir liomið til greina. Arfinum hefir verið eytt, umtölulaust og fyrirhyggjulaust. Samhliða því að skógarnir eyddust á hæðum og í grunnum, þurrum jarð- vegi, hefir gróðurmoldin skolast burtp' með vatni, og folíið með vindum. Melar og berar brekkur í fjallahlíðun- um liafa komið í stað skóganna. Við þetta hefir gróður- lendið stórum minkað. Að vísu reynir náttúran sjálf að græða sárin. Nokkuð grær jafnan aftur af blásna landinu. En sólarhitinn er ekki jafn máttugur á íslandi og í löndum, sem sunnar liggja. Austanfjalls í Noregi festir greniskógurinn rætur svo að segja í berum hliðum, klettasprungum og stöllum fjallanna. Náttúran bindur þar um sín eigin sár. Á íslandi gróa sár landsins treglega, nema annaðhvort að menn og fénaður komi hvergi nærri, eða að mannshöndin og mannvitið hjálpi til að bæta skaðann. Hvorugt skilyrðið hefir verið uppf.ylt síð- an á landnámstið, nema að litlu leyti. þessvegna hefir arfur náttúrugæðanna minkað, og landið orðið fátækara að gi'óðri eftir því sem aldirnar líða. Eyðing skóganna hefir átt ótrúlega mikinn þátt í þessari hnignun. Önnur hætta, að nokkru sérstaklegs eðlis, stafar af sandfokinu. Miðja landsins er tómt hálendi, jöklar með víðáttumiklum, gróðurlitlum sandbeltum alt í kring. í livassviðrum þyrlast sandurinn upp og fýkur lang- ar leiðir, eins og snjór í frosthríð á vetrardag. þar sem sandflæmin liggja að gróðurmiklu landi, eins og í Rang- árvallasýslu vestanverðri, og viða í Skaftafellssýslu er bygðin í stöðugri hættu. Má sjá ægileg merki þess, hversu sandtungurnar teygja sig ofan af öræfunum, báð- um megin Heklu, og éyða gróðurlendinu í sumum frjó- sömustu héruðum Suðurláglendisins. Verði ekki hafin skipulagsbundin landvörn móti eyðingu þeirri, er stafar af sandfokinu, eru heil héruð í veði. Umsögn þeirra manna, sem hvöttu til landflótta vest- ur um haf, af því að landið væri að blása upp, var að nokkru leyti sönn. Skógi og öðrum gróðri hefir hnignað á íslaridi síðan á landnámstíð. En hitt var bæði rangt og villandi, að telja þessa hnignun sérstaklega vaxandi á síðasta áratug 19. aldarinnar. Afturförin hafði einmitt verið mest fyr á öldum. Og sú kynslóð, sem sá sonu og dætur, bræður og systur hverfa vestur á sléttur Norður- Ameríku, af því að Islandi væri að hnigna, var einmitt framvörðui' viðreisnarinnar. Einmitt um sama leyti og útflutningurinn var mestur vestur um haf, byrjaði ís- lenska þjóðin að hamla á móti eyðileggingu náttúrunn- ar. þá kom Torfi í Ólafsdal með ljái, sem ekki þurfti að hvetja við eld. þá byrjuðu túnasléttur og vatnsveit- ingar. þá vaknaði sú trú hjá þjóðinni, sem síðan hefir Jifað að vísu eins og blaktandi Ijós, að aftur mætti klæða landið með skógi, að því leyti sem það þætti æskilegt. það er þessvegna óneitanleg staðreynd, að gróður landsins hefir minkað síðan íslendingar tóku sér ból- festu hér á landi. í stað þess að gera landið fegurra og auðugra, hefir því hnignað. þjóðin hefir lifað á rán- yrkju, meir en ræktun. Tekið við meiri arfi en hún getur nú skilað, ef bera ætti saman landið eins og það er nú, við það sem var fyrir hálfri elleftu öld. Litlu, mestmegnis þýfðu, túnblettirnir, eru því nær eina við- bótin, sem liggur eftir þjóðina í þessu efni. það eru sára- bæturnar til landsins fyrir missi skóganna, sandfok og landbrot, sem leitt hefir af skógarhöggi og annari rán- yrkju í atvinnulifinu. Sú breyting, sem nú er að gerast hér á landi, er í þvi fólgin, að láta gróður landsins og náttúrugæði vaxa fyrir tilverknað mannanna, i stað þess að undangengin þúsund ár hefir starf þjóðarinnar gengið í öfuga átt, að eyða og rifa niður. Munurinn er mikill. En samt má ekki dæma undanfarandi kynslóðir of hart. þeim hefir verið nauðugur einn kostur að lifa af rányrkju. þó að komandi kynslóðum takist betur er það ekki að þakka meiri dugnaði eða yfirburðum af meðfæddum gáfum. Breyting- in kemur utan að. íslenska þjóðin nýtur nú ávaxtanna af undangenginni þekkingarleit menningarlandanna. Nú- tímakynslóðin lánar reynslu, þekkingu og skipulag frá öðrum þjóðum. Mennirnir eru ekki breyttir, heldur að- staðan. Aukin þekking og máttugar vélar koma til að- stoðar meðfæddri greind og venjulegri líkamsorku. þess- vegna geta nú orðið, og eru nú að verða kapítulaskifti i ræktunarsögu landsins. Nú getur þjóðin farið að bæta fyrir sin gömlu brot, aukið skógana og graslendið í stað þess að eyða þeim. Gerá landið ríkara i stað þess að það hefir hingað til verið rænt gæðum sínum. Svo mik- ill er máttur þekkingar og skipulags. Svo mikið böl er að fáfræði og skipulagsleysi. Beru fjallalilíðarnar og sandflákarnir, þar sem fyr voru gróðurlönd, segja sorg- lega sögu um voðamátt vanþekkingarinnar. Og það bætir ekki mikið úr skaðanum, sem fáfræðin veldur, þótt hægt sé að leiða rök að því, hversvegna þekkingin náði ekki til að verja mennina þessum áföllum. Ilinar breyttu aðgerðir þjóðarinnar við íslenska nátt- úru hljóta að koma fram á tvennan hátt. í fyrsta lagi að verja gróðurlendið frekari áföllum, þar sem þess er nokk- ur kostur. í öðru lagi að auka nýræktun, túnin, áveitu- svæðin, skóglendið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.