Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 1
©fctíbfeti 03 afgreiSsIumabur íEimans er 5 i 3 u r 3 e i r j r i & r i f s f 0 n, Sambanbsbúsinu, H’éýfjainf. ^fgttibsía Címans er í Sambanbsfyúsinu. 0piu ba^Ie^a 8—\2 „f. I) Sími 496. VI. ár. Reykjavík 13. maí 1922 19. blað B. Framboðsfresturinn til land- kjörsins er liðinn. Fimm listar eru bornir fram. Listinn sem Fram- sóknarflokkurnn ber fram af hálfu íslenskra bænda og sam- vinnumanna, hefir fengið lista- bókstafinn B. J>að er gott að muna að B-listinn er listi bænda og samvinnumanna. Efstir á þeim lista eru þeir tveir menn, sem fengu langflest atkvæði við prófkosninguna sem fram fór í vetur og með þeim eru á listanum fjórir alkunnir bænda- skörungar. Efstir á þeim lista eru tveir mestu forkólfar samvinnustefn- unnar á íslandi: Skólastjóri Sam- vinnuskólans og ritstjóri Tímarits samvinnufélaganna, sem mest hefir ritað um samvinnumálin, mest unnið að undirbúningi sam- vinnulaganna og þar af leiðandi orðið fyrir mestu aðkasti af hálfu andstæðinga samvinnustefn- unnar. Forstjóri Sambandsins er annar maðurinn- á listanum, af- kastamesti og áhrifamesti sam- vinnumaðurinn á verslunarsvið- inu, maður sem hefir haft á hendi einhver ábyrgðarmestu störf þjóð- félagsins, enda mun leitun á þeim manni íslenskum sem nýtur meira trausts alþjóðar á Islandi. þriðji maður á listanum er þraut- reyndur þingmaður, gamall for- maður Framsóknarflokksins af mörgum talinn besti þingmaður- inn, sem nú á sæti á Alþingi, svo alkunnur maður í stjórnmálun- um, að meðmæli með honum eru óþörf. Hinir þrír eru allir þjóð- kunnir bændur af miklu starfi í landbúnaðar- og samvinnumálun- um og öðrum opinberum málum sveitar og héraðs. Er það bæði eðlilegt og sjálf- sagt að sameiginlegur listi komi fram af hálfu bænda og sam- vinnumanna, því að samvinnu- stefnan hefir hingað til mest- megnis átt fylgi sitt í sveitun- um og starfsemi samvinnufélag- anna eiga bændur mest að þakka viðreisn sína. Listi þessi hlýtur að fá lang- mest fylgi við þessar kosningar. Markmiðið er það að allir menn- irnir á listanum verði kosnir: þrír til þingsetu þegar og þrír til vara. það er hægur leikur fyrir bændur og samvinnumenn að vinna svo fullkominn sigur við þessa kosningu, því að andstæð- ingarnir eru margklofnir. Aðalatriðið er það að enginn sitji heima við kosningarnar. Gáfu þingeyingar hið besta dæmi nýlega og var þá þó miður vetur. ----0--- Minningarhátíð var haldin síð- astliðinn mánudag í katólsku kirkjunni í Landakoti um Jeanne d’Arc — „mærina frá Orleans". Hefir hún öldum saman verið á- trúnaðargoð frönsku þjóðarinnar og fyrir fáum árum tók katólska kirkjan hana í tölu dýrlinga sinna. Franskt herskip var hér um þessar mundir. Önnuðust her- menn og foringjar um sönginn. Fór athöfnin fram með prýði og mestu viðhöfn, eins og tíðkast hjá katólskum mönnum. Eru nú fjórir prestar í Landakoti, enda mun katólska trúboðið ætla að reisa nýja kirkju í Hafnarfirði. LandlýörsUmir. í gærkvöldi var útrunnin fram- boðsfrestur til landkjörsins.Hafði þá formaður kjörstjórnar fengið í hendur fimm lista, er fengu bókstafaheiti sem hér segir: A-listi: þorvarður þorvarðarson, prent- smiðjustjóri, Reykjavík, Erlingur Friðjónsson kaupfé- lagsstjóri, Akureyri, Pétur Guðmundsson bókhaldari, Reykjavík, Jón Jónatansson afgreiðslumað- ur, Reykjavík, Guðmundur Jónsson kaupfélags- stjóri, Stykkishólmi, Sigurjón Jóhannsson bókhald- ari, Seyðisfirði. Listi þessi er borinn fram af jafnáðarmönnum, og verður studdur af blöðum þeirra: Al- þýðublaðinu í Reykjavík og Verkamanninum á Akureyri. B-listi: . Jónas Jónsson skólastjóri Sam- vinnuskólans, Reýkjavík, Hallgrímur Kristinsson for- stjóri Santbands íslenskra sam- vinnufélaga, Reykjavik, Sveinn Ólafsson alþingismaður, bóndi í Firði í Mjóafirði, Jón Hannesson formaður Bún- aðarsambands Mýra- og Borgar- f jarðarsýslu, bóndi í Deildar- tungu, Kristinn Guðlaugsson formað- ur Búnaðarsambands Vestfjarða, bóndi á Núpi í Dýrafirði, Davíð Jónsson bóndi á Kroppi í Eyjafjarðarsýslu. Miðstjórn Framsóknarflokksins ber lista þennan fram af hálfu bænda og samvinnumanna. Hann verður studdur af Tímanum og Degi á Akureyri, enda eru þau blöð gefin út af bændum og samvinnumönnum. C-listi: Ingibjörg H. Bjarnason skóla- stjóri Kvennaskólans í Reykja- vík, Inga Lára Lárusdóttir ritstjóri, Reykjavík, Halldóra Bjarnadóttir formað- ur Iieimilisiðnaðarfélags Islands, Akureyri, Theódóra Thoroddsen ekkjufrú, Reykj avík. Listi þessi er borinn fram af Bandalagi kvenna. D-listi: Jón Magnússon fyrverandi for- sætisráðherra, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson búfræð- ingur, Reykjavík, Sveinn Benediktsson kaupmað- ur, Fáskrúðsfirði, Páll Bergsson kaupmaður í Hrísey á Eyjafirði. Sigurgeir Gíslason verkstjóri, Hafnarfirði. Sigurjón Jónsson kaupmaður, ísafirði. Listi þessi er borinn fram af kaupmönnum og embættismönn- upt, einkurn í Reykjavík. Flestir eindreginna andbanninga munu og kjósa þennan lista. Listinn verður studdur af blöðum kaup- manna og andbanninga: Morgun- blaðinu. og Lögréttu í Reykjavík, íslendingi á Akureyri og vafa- laust einnig af Fram á Siglufirði. E-listi: Magnús Bl. Jónsson prestur í Vallanesi, þórarinn Kristjánsson hafnar- stjóri, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson lyfsali Vestmannaeyjum, Sigurður E. Hlíðar dýralæknir á Akureyri, Eiríkúr Stefánsson prestur á Torfastöðum í Árnessýslu, Einar G. Einarsson útgerðar- maður í Grindavík. Listi þcssi er borinn fram af útgerðarmönnum og Sjálfstæðis- flokknum. Listinn verður studd- ur af Vísi í Reykjavík og senni- lega Austurlandi á Seyðisfirði. ----o----- Strandferðirnar. Sterling var eitt sinn besta skip sem sigldi hér við land. það var traust skip og að mörgu leyti vel íallið til að þola erfið ferðalög með ströndum fram. En nú er þetta skip, aðalfarkostur íslendinga, að liðast sundur á klettunum utanvert við Seyðisfjörð. þetta er óhapp. En því má snúa i happ. Sterling var vátrygður fyrir eitthvað einni miljón króna. Fyrir það fé má fá tvö skip til strandferð- anna, og þess hefir lengi verið þörf. í stað Sterlings verður að kaupa tvö skip. Um það eru allir sammála. En það má ekki flana að málinu. það er vandasamt, og af fáum ger- hugsað. Fyrir fjórðungi aldar gerðist bóndi í Vatnsdal, sem þá var þingmaður, Björn Sigfússon á Kornsá, brautryðj- andi í strandferðamálunum. Fyi’ir á- hrif og aðgerðir lians voru Hólar og Skálholt leigð til strandvarna. Siðar komu Austri og Vestri og stund. Fyi’- ir skammsýni þings og stjórnar voru þeir ekki keyptir. Síðan þeirra báta misti við, hafa strandferðir verið verri hin síðustu ár lieldur en þær voru eftir aldamótin. En nú má stíga stórt spor í samgöngumálum þjóðai’- innar. Annað í röðinni. Eimskipafé- lagið var hið fyi’sla. Járnbrautin vei’ð- ur hið þriðja. það sem fyrst þarf að gera er að setja bráðabirgða farrými i Villeinoes, og rná gora það með litlum kostnaði. Nota það skip til strandfei’ða svo sem eitt ár. En fyrir vátryggingarfé Sterlings ætti að kaupa- lítið, sterkt vöruflutn- ingaskip, með iitlu einföldu farrými, sem einkurn yrði notað milli hafna. þetta skip færi hægar hringferðir um landið. Kæmi á hverja smáhöfn. Yrði sennilega mánuð í hverri fei’ð. Um- skipun á vörum úr millilandaskipun- um í þetta skip ætti fram að fara á hinum góðu höfnum fyrir vestan, austan, eða á Akureyri, þar sem flytja mætti með litlum kostnaði milli skipa. þegar búið er að sameina Eim- skipafélágið og landssjóðsútgerðina, eins og gert er ráð fyrir í „Komandi árum“, yi'ði sama farmgjald til lak- ari hafna, þótt þannig yrði umskipað. í þessu liggur eina von manna, sem eiga sókn að lakari liöfnum um skap- leg farmgjöld. Samhliða þarf að láta smíða hent- ugt mannflutningaskip til strand- ferða. það þarf að vera sterkt, fara vel i sjó, geta bi’ætt af sér ís, hafa sterka vél, og rúmað 200 farþega á tveim farrýmum. Fremur lítið, en mjög vel útbúið fyrsta farrými, og stórt, látlaust, en þrifalegt annað far- rými. þetta skip ætti að ganga ái’ið um kring umhverfis landið, oftast hrað- fcrðir, koma við á 1—2 stöðum i sýslu, þar sem hafnir leyfa. Flytja farþegja og póst. Hringferðir land- pósta legðust niður, nema á Suður- landi. Annarsstaðar yrði póstur flutt- ur frá aðalhöfnum um næstu bygðir. Póstferðum myndi fjölga um helm- ing. I-Iætt yrði að flytja fólk í lest, eins og nú er alsiða. þessi litla breyting, sem hér er far- ið fram á, yrði til hins mesta menn- ingarauka. Ferðalög fljótari og ódýr- ari. Aðbúð betri. Farmgjöld á smá- hafnir lægi’i. Póstferðir örari og ör- uggari. Margföld tækifæri að ltoma íslenskum .afurðum fljótt á markað til útlanda. Hér er sannarlega til mik- ils að vinna. J. J. ---O--- 1914-1922. þegar pjóðverjar sögðu Frökk- um stríð á hendur í byrjun ágúst 1914, héldu þeir áfram að telja stjórn Belgíu trú um, að þeir myndu virða hlutleysi landsins og gerða samninga. Samt var það yfirvarp eitt. Herferð gegnum Belgíu var löngu ráðin. Skyndi- lega kemur hersagan. Sendiherra þjóðverja í Bryssel segir við stjórn Belgíu: Við þurfum gegn um land ykkar með þýska her- inn. Ef þið leyfið okkur hindrun- arlausa för skulum við engu spilla. Borga fullu verði hvers- konar varning, greiða og aðstöðu, sem okkur er veittur. Skila land- inu eins og við tökum við því að ófriðnum loknum. En ef för yfir landið verður ekki leyfð, munum við brjótast með valdi og hvergi vægja. Belgir höfðu skamman um- hugsunartíma.Ráðherrai’nir komu á fund í skyndi. peir skildu full- vel mismuninn. Ef þeir létu und- an kúguninni, myndi landi og þjóð hlíft. Yfirleitt myndi slík breytni leiða af sér margskonar peningalegan hagnað. Hin leiðin var þyrnibraut. Voldugasta og hergjarnasta þjóð álfunnar myndi fara um landið með eldi og járni. Ilermennirnir myndu falla eins og hráviði fyrir ofureflinu. Borg- ir verða skotnar niður, akrar brendir, hús rænd. Konur og börn líða hungur, harðrétti, land- flótta og misþyrmingar. Ef stjórnin hefði litið á málið frá fj ármunalegri hlið, hefði hún hlotið að láta undan. Mismunur- inn var svo gífurlegur. Annars- vegar fyrirsjáanlegur gróði og velgengni. Hinsvegar hið mesta hörmungarlíf og eyðilegging, sem hugsanlegt er á þessari jörð. En belgiska stjórnin leit ekki á fjármunahliðina, heldur á hvað manndómi og virðýigu þjóðar- innar væri samboðið. Og hún valdi þyrnibrautina. Fram undan voru- óheyrilegar hörmungar. En þjóðin bar þær með stöðuglyndi. Og að lokum rann upp launastundin. Belgía var dáð af öllum heimin- um, og lijálpað af öllum heimin- um, af því hún verðlagði ekki manndóm sinn og mannorð. Ilvað skyldu íslendingar hafa gert, ef þeir hefðu lent í sömu raun og Belgir? J. J. ----0----- Á fundi landskjörsstjórnar í dag' voru alir fimm listarnir tekn- ir gildir. Prestsvígðir verða á morgun Ingimar Jónsson á Mosfeli í Grímsnesi og þorsteinn Gíslason aðstoðarprestur til Steinness. ----0----- Öllum þorra lesenda Tímans mun það kunnugt, að snemma á síðastliðnum vetri stofnaði Tím- inn til prófkosninga um land alt, til þess að vita hug samvinnu- manna og bænda um hverja þeir vildu fá á lista við hið væntan- lega landkjör. Prófkosningaseðlarnir voru lítt sendir í kaupstaðina en í lang- flestar sveitir landsins, eftir því sem kunnugleiki entist til. Verður því ekki neitað, að ef nokkur þátttaka fæst í slíkri prófkosningu,. er ekki önnur að- ferð betri til en þessi um að fá að vita vilja almennings og þar af leiðandi er þetta sú aðferð, sem best samrýmist lýðfrjálsu stjórn- skipulagi. þátttaka varð m'ikil í prófkosn- ingunni. Og úrskurður hennar var skýr: Jónas Jónsson skólastjóri og Ilallgrímur Kristinsson forstjóri fengu langflest atkvæði. Næstur . þeim var Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri og því næst margir aðrir nokkuð jafn- háir, sem ekki vei'ða taldir að sinni. Var það því alveg sjálfsagt að leita fyrst til þessara manna um að fá þá til að vera á listanum. Vegna vetrarþinganna færðist Halldór skólastjóri undan því að vera á listanum. Hinir urðu við beiðninni um að vera efstir á listan um. Um hina fjóra sem á listan- um ei’u, verður ekki deilt, að trauðla hefðu fengist betri og ör- uggari fulltrúar landshlutanna úr hóp bænda og samvinnumanna: einn af suðaustur, annar af suð- vesturlandi, einn af norðvestur, annar af norðausturlandi. Morgunblaðinu hefir orðið skraf- drjjúgt um undii’búning þessara lista, en þetta er sannleikurinn. Enginn listanna hefir fengið rækilegri undirbúning en bænda- listinn og samvinnumanna. Sá listi, einn allra listanna, er fram borinn á grundvelli almennrar at- kvæðagreiðslu meðal bænda og samvinnumanna, sem veitti ótví- ræðan úrskurð. ----0---- „Allra flokka listinn". Skýring er til á því, hversvegna Sigurður búfræðingur vill kalla kaup- mannalistann „allra flokka lista". það stafi af því að Sigurður hefir sjálfur verið í nálega öllum pólit- iskum flokkum á Islandi, bæði gömlum og nýjum. Alkunnugt er það að meðan Heimastjórnar og Sjálfstæðisflokkarnir börðust um völdin, var Sigurður sitt árið í hvorum, eftir því sem honum þótti hagkvæmt í hvert skifti. Sama verður upp á teningnum um nýju flokkaskiftinguna. Sig- ui’ður var einn frumkvöðullinn að því að stofna verkamannafélag- ið Dagsbrún í Reykjavík. Að því leyti má telja hann meðal forvíg- ismanna j af naðarmannaf lokksins. pá hefir hann starfað mest meðal bænda og meðal annars unnið að stofnun rjómabúanna á samvinnu grundvelli, þó hefir hann aldrei gengið í Framsóknarflokkinn né tekið neinn þátt í samtökum sam- vinnumanna. Loks leyfir hann það nú að nafn hans sé notað á kaupmannalistanum, vitanlega í því skyni að villa bændum sýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.