Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 69 messur 50 á ári. Kostar þá hver prédikun 100 kr. Og þarf þá 100 tilheyrendur að jafnaði, ef að- gangurinn á ekki að fara yfir 1 kr. þegar launin eru 3750 kr., og 5 messur á ári, þá kostar prédik- unin 750 kr. Ef svo koma að jafn- aði 15 áheyrendur (= 75), væri goldinn inngangseyrir fyrir hvern þeirra og í hvert sinn 50 kr. Má ekki þetta kallast: að selja aðganginn? Allir vita, að þeir vildu ekki borga 50 kr. úr sínum vasa, fyrir að hlusta á eina slíka messu. Er því auðskilið, að eitthvað er þetta bogið, og öðruvísi en ætti að vera. 4. Nú kemur ósvífni okurs- inngangurinn til samanburðar: 25 messur, sæti 600 á 5 kr. = 3000 kr. Ef því væri eytt öllu, kostaði messan 120 ki’., en inngangur í hvert sinn 20 aura. Og það er allur messukostnaðurinn. Nú er kirkjuleigan, með hita og ljósi, og söngflokksþóknunin orðin hærri en þóknunin til prestsins (sem satt að segja er við hæfi fátækra tilheyrenda, en óboðleg andans mikilmenni, fyrir aðra eins starf- semi). Að frádregnu húsrúminu og söngnum, eins og í fyrri dæm- unum, verður þá prédikunarkostn- aðurinn tæpar 60 kr., og ekki al- veg 10 aurar á safnaðarmann í hvert skifti. þó ekki séu reiknuð nema um 600 sæti í fríkirkjunni, munu venjulega troðast í sæti um 700 manns, og 100 má víst oft telja standandi. Verður því árs áheyr- endafjöldinn um 20000 manns, og prédikunarkostnaður um 7 aurar á hvern þeirra. (þeir eru þó lík- lega til, sem ekki tíma að borga þessa 7 aura). Tölurnar þessar: 20 þúsund til- heyrendur, og — 75, 7 aura og — 50 króna kostnaður, gefa vissu- lega ótæmandi íhugunarefni — þó hér verði ekki meira sagt. Eitt vil eg þó enn segja — af sannf æringu: Ef próf. Haraldur heldur heilsu og kröftum, og svo færi, að báð- um kirkjum bæjarins yrði lokað fyrir honum, þá mundi fljótt verða reist viðunandi stór kirkja. Ef þjóðkirkjan ræki hann úr þjónustu sinni, þá mætti hún um leið líta eftir legstað sínum. Vigfús Guðmundsson. ----o---- Á víð og dreíf. Biennivín og Akureyrarkaupmenn. Vísir skýrir nýlega írá, að bann- menn aí öllum flokkum í þinginu hafi komið sér saman um að nota ársfrest þann til samninga við Spán- verja, sem sendinefndinni tókst að fá síðustu þingdagana. En eftir frásögn kaupmannablaðsins á Akureyri á skólastjóri Samvinnuskólans að liafa komið Spánverjum til að slaka til, samið frumvarp fyrir heilan hóp af fulltrúum kaupmanna á þingi, og fengið það síðan samþykt af því nær öllum þinglieimi. Ilvenær skyldu milliliðirnir fá einhvern samherja, sem þeir trúa til svo ótrúlegra stór- virkja? Enn um Akureyrarskólann. Sig. skólameistari Guðmundsson fer fram á það við bæjarstjórn Ak- ureyrar, að hún leyfi ekki að reisa ný hús eða mannvirki svo nærri skólanum, að þrengt verði að hon- um, eða spilt leikvelli nemenda. Jjetta er vitaskuld alveg réttmæt krafa. Ef Akureyri á að geta hald- ið skólanum til lengdar, verður hún að sýna trú sína í verkinu og þrengja ekki kosti þessarar stofnunar af tómum smásálarskap og fyrirhyggju- leysi. Á næstu árum verður þessi skóli sennilega langstærsti og mest sótti lieimavistarskóli á landinu. þ>ar verður að refsa nýjar byggingar vegna kenslunnar, kennara og nem- enda. þar verða að vera rúmgóðir ieikvellir og ekki spilt útsýn eða um- hverfi með óþörfum óviðkomandi smábyggingum. „Milli þúfna". Iiagyrðingur fyrir austan fékk nokkur liundruð króna skáldastyrk fyrir að ferðast til Rviku í vbtur og hitta að máli skiftingarnefndina. Eru slikar veitingar vcl fallnar til að styðja þá menn, sem cngu vilja fórna til eflingar góðum skáldum. þeir geta vitnað i, að skáldið, sem liggur „milli þúfna" í sinni bestu sögu (í nýútkominni Iðunni) sé einn af þeim, sem fengið liafa opinbera viðurkenningu. Og svo gjalda nýtir menn, eins og Davíð Stefánsson, Jakob Thorarensen og Stefán í Hvíta- dal, þessara aumkvunarverðu flat- rímara. þeir sem skifta heiðurslaun- um milli listamanna og skálda, verða að gæta þess, að það er fullkomið trúnaðarbrot, að nota hinn litla styrk, sem þeir hafa handa milli, handa tilþrifalausum, útþyntum hag- yrðingum. ----o---- Eftirmælí. Fyrir liðlega hálfu öðru ári and- aðist að heimili sonar síns, Eiði á Langanesi, konan Arnþrúður Jóns- dóttir, 92 ára að aldri. Banamein hennar var blóðeitrun í hendi. Arnþrúður var af góðu bergi brot- in, komin i báðar ættir af vænu og veigamiklu bændafólki. Foreldrar hennar voru Jón bóndi á Syðralóni, ættaður frá Skálum á Langanesi, og kona hans Guðlaug, ættuð frá Laxár- dal í þistilfirði. Arnþrúður giftist ung Jóni Daníels- syni frá Eiði. Bjuggu þau við góð efni, lengst af á Eiði og Ytri-Brekk- Klæðaverksm. „Álafoss“. Við viljum vekja athygli allra viðskiftamanna vorra, er ekki geta náð til umboðsmanna okkar, að merkja sendingarnar vandlega til þess að útiloka vanskil, og skal þá merkja þannig: Klæðaverksm. Álafoss, Reykjavík, á 'framhlið merkisins, en nafn eigenda heimilisfang og hvað vinna skal úr ullinni, á hina hliðina, jafnframt skal eigandi (sendandi) ullarinnar, senda verksmiðjunni bréf, þar sem liann getur um hvernig hann vilji láta liaga afgreiðslunni, og vinna sendingarnar. En best er og tryggast, viðskiftanna og afgreiðslunnar vegna, að snúa sér til um- boðsmanna vorra sem eru nærri í hverju kauptúni á landinu. Virðingarfyllst. r Klæðaverksmiöjan Alafoss, Laugaveg 30. Rcykjavík, Tíl taupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í íleykjavílt er stofnuð í þeim tiigangi, að koma liér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilegá jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. - V Eflið ísienskan iðnað. Biðjið urn íslenska smjörlíkið. um. þeim hjónum varð margra bárna auðið, og komust þau flest til fullorðinsára. Seinna fluttust mörg þeirra til Ameríku, en tvö lifa hér heiina, Daníel bóndi á Eiði og Guð- laug, er átt hafði Sæmundur lirepp- stjóri á Heiði. Maður Arnþrúðar var nú fyrir föngu dáinn, og síðan hafði hún dvalið hjá syni sínum. Margt hafði drifið á dagana, sem að líkind- um lætur ó svo langri æfi. Barna- hörnin, á þessum bæjum tveim, voru flest dáin, en barnabarna-börnin skiftu þó tugum. Daníel liafði verið tvígiftur, en báðar konur lians voru löngu dánar. Móðir lians liafði þá tekið við húi lians og ungum börnum, og annast það ekki síður en hún hefði átt það sjálf. Nú naut hún í ellinni hins mesta ástríkis. Oftast hafði hún fóta- ferð. Hún sat þar við rokkinn sinn og spann, alt fram að síðustu dögunum. Og sálarkraftarnir voru ekki síður ó- bilandi. Hún hafði verið óvenju þrek- mikil kona að öllu leyti, óvenju góf- ug og eftir því var hún góð. Ef þú hefðir komið inn í baðstofuna á Eiði, hver sem þú hefðir verið, tiginn eða ótiginn, umkomulaus eða- Alexand- rína drotning, mundi hún hafa tekið þér með sama látleysinu en hlýjunni, eins og þú værir bróðir líennar eða systir. ]Jað er ekki víst að hún liefði liætt að spinna, en hún hefði boðið þér að setjast lijá sér og spjallað við þig um heima og geima. Iiún var víða lieima. Og ef það hefði legið illa á þér, eða þú hefðir átt eitthvað bágt, liefði hún lagt þér liðsyrði. Hún mundi hafa reynt að leiða huga sinn smáfsaman að einhverju því, sem vak ið hefði aftur vonina og traustið í brjósti þér. — Vel er það, ef þjóð okkar ber gæfu til að eignast marg- ar svo góðar konur. ' þ. V. ,Ful|trúi kiitjunnar1. I 11. tölublaði Tímans frá 18. mars þ. ú. er grein með þessari yfirskrift. Er grcin þessi allófyrirleitin ádeilu- grein til sr. Sigurðar Stefánssonar frá Vigur. Virðist tilefm greinarinnar gera skoðanamunur á tollsamnings- máli voru við Spánverja. það mál skal ekki gert að umræðu- efni hér, því eigi kunnum vér kjós- kjósendur sr. Sigurðar að lasta fram- komu hans í því máli. En niðurlag greinarinnar er a þá leið, að vér sóknarbörn sr. Sigurðar getuni eigi látið því ómótmælt. Niðurlagið er á þcssa jeið: „Frægir verða þeir hver að sínu leyti Einar þveræingur, Jón skrá- veifa og Sigurður Stefánsson. Eigi kirkjan íslenska marga slíka fulltrúa, er hún dauðadæmd. ]Já er óhugsandi að þjóðin trúi lienni fyrir mannúðar- og siðferðis- málum sínum.“ Jafn klunnalegum og ósönnum um- mælum og þessum ætti í rauninni ekki að þurfa að svara, en hinsvegar má ekki láta það óvítt, að slík árás sem þessi sé gerð á prestaöldung, scm að maklegleikum nýtur einna mestrar virðingar í söfnuði sínum af öllum prestum þessa lands. Allra síst þegar áráin kemur frá prestvígðum manni, sem afrækt hefir málefni kirkjunnar, til þess að gefa sig við aurkasti blaðamenskunnar, slíkri, sem, sjá má í hinum tilfærðu um- mælum. Sóknarbörn sr. Sigurðar geta full- vissað almenning um það, að þau trúa Vigurklerkinum allra manna best fyrir siðferðis- og mannúðarmál- um s í n u m, eins og öðrum þeim málum, er varða heill almennings; og telja þeim án efa betur borgið í hans höndum en í höndum Tíma- kierksins. [Undirrituð eru 54 nöfn kosninga- bærra sóknarbarna sr. Sigurðar.J Aths. Mér þótti rétt að neita ekki um- mælum þessum um rúm i blaðinu, enda þótt þau séu mjög á misskiln- ingi bygð, eins og sýnt verður. En fyrst skal þess getið, að aðkastið til min tek eg mér létt, end& veit eg, að þau ummæli eru lögð undirritendum i munn af öðrum. það er fullkominn misskilningur að tilefni greinar minnar hafi verið „skoðanamunur á tollsamningsmáli voru við Spánverja". Tilefni greinar- innar var atkvæðagreiðsla sr. Sigurð- ar, eina þjónandi prestsins sem sæti á á alþingi, um atriði, sem snerti eitthvert mesta og alvarlegasta mann- úðar og siðferðismál íslensku þjóðar- innar — útrýming vínbölsins úr land- inu. Einn allra alþingismanna greiddi hann atkvæði gegn því að gerð væri tilraun til þess að komast hjá því að vínflóðið kæmi aftur yfir landið. Einn allra alþingismanna lokaði hann alveg augunum fyrir sjálfstæðishlið málsins. Eg ætla mér að standa við það, að eg trúi ekki þeim fyrir mannúðar- og siðferðis- málum þjóðarinnar, sem þannig fer að. Einmitt vegna þess að eg er 'prest- vígður maður hlýt eg að leggja meg- ináherslu á þessa hlið málsins. Eg legg það óhikað undir dóm almenn- ings hvor okkar sr. Sigurðar liefir „afrækt málefni kirkjunnar" í þessu efni: hann, .sem ekki einu sinni vill gera tilraun til að losna við vinflóð- ið og vínbölið, eða eg, sem vil láta gera alt sem unt var til þess. Tr. p. -----o---- AJlra flokka listi. það er haft eftir Sigurði búfræðing að kaup- mannalistinn sem þeir eru á sam- an Jón Magnússon og hann, sé „allra flokka listi“. Hefðu margir furðað sig á þeim meðmælum með lista, ef komið hefðu frá öðrum. En eftir því sem hermt er, átti sagan að vera lengri. Sigurður á að hafa bætt því við, að þess vegna þyrfti hann ekki að vera rígbundinn við kaupmennina, heldur gæti hann við og við stokk- ið yfir í hóp bændanna. Hver vill treysta á það fyrirheit frá manni sem fyrst stofnar verka- manna og kaupkröfufélagið Dags- brún, starfar þvínæst meðal bænda, en endar á því að láta setja sig til höfuðs bændastéttar- innar og samvinnumannanna á lista kaupmanna? — Glæsilega er hún hafin þessi kosningabarátta. Látinn er nýlega merkisbónd- inn Jón Einarsson í Hemru í Skaftártungu í Vestur-Skaftafells- sýslu. -----o---- melgræðslan. þannig má ekki einungis stöðva fram- sókn sandsins, lieldur líka vinna ný lönd. Melakr- arnir eru betri flestu öðru beitarlandi. það land, sem er vaxið mel, er litlu verðminna en starengi. En þar að auki er melurinn hinn mesti landvörður. Hann getur stöðvað sandgárana frá öræfunum. Hann verður þeim ekki að liindrun, heldur sigrar hann þá. í fangi mel- breiðunnar druknar og hrotnar sandbreiðan, og bygðinni er hlíft við áföllum. En til þess að slík landvöi’n geti notið sín, þarf hún að verða þjóðmál. það þarf að taka á móti sandhættunni með föstum handtökum og góðu skipulagi. Ilingað til liafa einstakir menn um of verið látnir eiga þar ójafnan leik. Fyrsta boðorðið í ræktun- inni er að vernda arfinn, áður en byrjað er að sækjast eftir nýjum gróða. Skynsamlegar varnir móti fokhætt- unni eru eitt af fyrstu stigunum á þeirri braut. Fyrir tæpri öld, á dögum Fjölnismanna, byrjaði vor- ið í hugum íslendinga. í sumum af bestu kvæðum skáld- anna frá þeim tíma kemur fram, hversu sárt hinir fyrstu viðreisnarmenn fundu til hnignunar landsins frá þeim tíma, þegar Markarfljót rann fram í fögrum skóg- ardal, þar sem nú eru blásnir melar, eða þar sem „akrai' liuldu völl“, en nú er liulið undir straumhroti þverár. Jökulárnar flestar, einkum á Suðurlandi, hafa vald- ið gífurlegum spjöllum. Einna mestu munar um eyðing þá, sem Markarfljót og þverá liafa valdið. þar bíður komandi ára eitt hið mesta landvarnarverk, sem unt er að gera á íslandi. J>að er að stífla þverá, og fella hana i farveg Markarfljóts fram í sjó. Jafnframt yrði áin brúanleg, og Landeyjar, Eyjafjöll og Mýrdalur yrði með góðum samgöngum tengt við höfuðstað landsins. Nú er þverá og Markarfljót hin versta hindrun á veg- inum. Móti ágangi jökulvatnanna,- eða ef breyta á stefnu þeirra, er ekki þekt nema eitt ráð: Að verja landið með hallamiklum, sterkum göi'ðum, klæddum með stórgrýti straunmiegin. Fyrir nokkrum árum var lítil á undir Eyjafjölfum að brjóta niður eitt hið fegursta gróður- land, sem til er á landinu, Holtshverfið. Var þar stefnt í voða prestsetrinu og mörgum smájörðum, sem landið útti. Presturinn í Holti, Kjartan Einarsson, tók karl- mannlega á móti, og með forustu iians, atfylgi sveitung- anna og stuðningi landsins tókst að koma upp vörslu- garði, sem heldur ánni í skefjum. Býlin i Holtsliverfinu eru nú ekki lengur í neinni hættu. Og í stað þess að eyða bygðinaí, er Holtsá nú oi'ðin líf- og gróðurgjafi, sem veitt er yfir rennislétt engjaflæmi, sem væru ótrúlega mikils virði, ef unt væri að koma afurðum þessara hér- aða fljótt á hentugan markað. Fyrir nokkrum árum rannsakaði einn af verkfræð- ingum landsins fyrirhleðsluskilyrði við þverá og Mark- arfljót.. Hann gerði áætlun um að kostnaðurinn yrði minni heldur en við sumar stórbrýrnar, sem bygðar hafa verið síðustu árin. Hver einasti leikmaður, sem séð hefir staðinn, þar sem gera verður þetta mannvirki, og liugsar um undirstöðuatriði málsins, sér að slík áætl- un er ekki eins mikils virði og pappírinn, sem hún er skrifuð á. Fyrirhleðsla við Markarfljót hlýtur að verða geysilega dýrt og erfitt verk. En það er engu að síður óhjákvæmilegt fyrir þjóðina, að vinna þetta verk, svo fijótt sem liún getur risið undir því. J)á verður hinn breiði dalur milli Seijalandsmúla og Fljótshlíðar, fagur og gróðurmikill, eins og Eyjafjörður framan Akureyrar. Nú eru það urðareyrar, sundurskornar af kolgráum jök- ulkvíslum. Landeyjarnar eru meira og minna í stöðugri hættu, bæði af landbroti þverár, Markarfljóts og kvisla þess. Mikil sandíokshætta stafar frá öllum þessum margkvísluðu, sandauðugu árfarvegum. Við stokkun þverár og Markarfljóts myndi þessari hættu að mestu leyti afstýrt. Farvegirnir yrðu að ræktuðu áveitulandi. Býlunum fjölgaði og hin eldri yrðu betri. það sem Holtsá gerir nú fyrir hverfið kringum Ilolt undir Eyjafjöllum, myndi Markarfljót þá gera fyrir Landeyjar og vestur- hluta Eyjafjallasveitar. Landvörn íslendinga móti sandfokinu er fólgin í friðun, og melgræðslu, þar sem þjóðfélagið alt beitir mætti sinum, til að afstýra sameiginlegri hættu fyrir heil bygðarlög. En móti skemdum af jökulvötnunum eru sterkir garðar, sem hindra einveldi þessara vatnsfalla, eina ráðið. í þeim efnum þarf víða liendi til að taka hér á landi, og glæsilegasta, en jafnframt erfiðasta verk- efnið er stokkun Marlcarfljóts. í stað þess að þetta vatnsfall hefir brotið niður láglendið framanvert við Fljótshlíðina, gert stór landflæmi að aur og sandi, og vofir eins og vágestur yfir heilum sveitum, getur fljótið orðið einskonar Níl fyrir allan austurhluta Rangárvalla- sýsiu. Ekki einungis hætt að gera tjón, heldur verið hin áhrifamesta hjálp í viðreisnarstarfseminni, þegar ís- lendingar fara að fegra og bæta landið, í stað þess að ræna það gæðum og spilla því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.