Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.05.1922, Blaðsíða 4
70 T I M I N N r Samband Islenskra hefir fyrirlygg’jandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúning’svélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinnebergér. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvólar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatölum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkénningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Samvinnufé Brot úr þingsögunni 1922. I. Síðasta þing var venju fremur stutt. Eítir það liggja fá eða engin stærri nýmæli til bóta, en ýmislegt var rif- ið niður, eða reynt að rífa niður, sem betur hefði verið að óhreyft hefði staðið. þegar þingið kom saman, var flest- öllum þingmönnum ljóst, að stjórn- arskifti hlutu að verða. Stjóm J. M. var alment viðurkend óhæf af öllum þorra hugsandi manna. Aðgerðaleysi hans, hringlandaskapur, eyðsla, krossadýrkun, dekur við kaupmenn og brennivínsliðið, alt þetta var í fersku minni. Enslca lánið hafði stjórnin tekið og bundið þjóðina ok- urvöxtum í mörg ár. Einn af hjálp- armönnum Standard Oil var gerður að bankastjóra i íslandsbanka með 40 þús. kr. lágmarkslaunum. Alt var á sömu bók lært. Jón var orðinn mest krossaður af öllum íslendingum, en landið sokkið i botnlausar skuldir og niðurlægingu. Framsóknarflokkurinn, eða partur af lionum, hafði fram að þessu látið stjórn Jóns hlutlausa og bar því nokkra ábyrgð á framferði hans. Áður en til þings kom, voru allir þeir Framsóknarmenn, sem fyr höfðu bjargað Jóni, orðnir sárir og leiðir á að hann skyldi vera gersam- lega háður Mbl.flokknum í öllu sínu framferði. Einn þessar manna skrif- aði ritstjóra Tímans fyrir þing og sagði: „Burt með Jón, hvað sem í staðinn kemur, jafnvel Bjarni frá Vogi“. Vituskuld var það spaug, en sagt til að sýna á hástigi það óbif- anlega vantraust sem þessi fyrver- andi stuðningsmaður hafði fengið á Jóni. Framsóknarflokkurinn var í þing- byrjun aðeins þriðjungur þings. Um þingtimann bættust honum tveir á- gætir menn, Ingólfur Bjarnason og Lárus Helgason. Einn gat flokkurinn livorki velt stjórninni eða komið nýrri stjórn á laggirnar. Til að byrja með var leitast fyrir, hvað margir vildu ryðja Jóni burtu. Var það all- álitlegur meirihluti. Til að sýna hvar stjórnin var stödd, kusu andstæðing- ar Jóns Sig. Eggerz forseta Samein- aðs þings. Jóh. Jóh., einn af þæg- ustu vikapiltum J. M., féll, og naut þar bæði sinna eigin verðleika, son- ar síns, og þó einkum J. M., sem var þegar í stað vígður ósigri með þess- ari kosningu. Til að leggja álierslu á að J. M. ætti þegar í stað að hverfa, liöfðu stjórnarandstæðingar samtök nm að láta fylgdarlið hans alstaðar verða undir í nefndum. Með Jóni stóðu kaupmenn allir og þeirra nán- asta lið, svo sem Jón Auðunn, Vigur- klerkur, Steinsen. Ennfremur nokkr- ir bændur, Ottesen, Jón á Reynastað, þórarinn og Björn á Rangá, eftir að hann kom til þings. þessir síðast- nefndu voru í daglegu tali kallaðir „bændadeild MorgunblaSsins". Standa þeir í sama hlutfalli við kaupmenn á þingi, eins og vikuútgáfa Mbl. við sjálft kaupmannamálgagnið. Eftir endalaust þauf og þjark bað Jón um lausn, er hann sá sér engr- ar bjargar von. En mjög var hann nauðugur, eins og aílir kunnugir höfðu búist við. Ný stjórn varð að koma, og hún gat orðið tvennskonar. Annaðhvort flokksstjórn, sem reyndi að leysa ákveðin stefnumál einstaks flokks, og það hefði verið best, eða þá millibilsstjórn, það sem á dönsku er kallað „forretnings-ministerium", sem margar þjóðir grípa til, þegar ekki fæst samfeldur meiri hluti á þingi. Ef Framsóknarflokkurinn hefði ver- ið í meiri hluta, myndi hann hafa myndað flokksstjórn um verslunar- málin. Flokkurinn vildi, að fráskihl- um 1—2 mönnum, rétta við fjárhag þjóðarinnar með djarftækum versl- unarráðstöfunum, þannig að banna um 3—4 missiri innflutning á öllu sem ekki gat talist nauðsynjavara, og að stjórnin annaðhvort léti út- flutningsnefnd selja allar útfluttar vörur, eða hefði a. m. k. nefnd sem réði algerlega yfir öllum gjaldeyri sem inn kæmi fyrir íslenskar vörur. Með þessum hætti gat þjóðin fyrst komist úr skuldum, og rétt við hið lága gengi. þetta var öllum í hag, nema kaupmönnum og þeim útgerð- armönnum, sem braska vildu með gjaldeyri sinn, og auka dýrtíð í land- inu. Stefnu Framsóknarflokksins mátti koma i framkvæmd, ef leyfar Sjálf- stæðisflokksins, sem að nafni til fylgdu Sig. Eggerz, og „bændadeild Mbl.“ vildu styðja málið. Létu báðir liklega í fyrstu. í ræðu snemma á þinginu hafði Magnús Guðmundsson forstöðumaður „bændadeildarinnar", talað mjög í þessum anda. En er til kom, snerist hann og hans lið alger- lega móti málinu. Afneituðu sérstak- lega þýðingarmesta liðnum, eftirlit- inu með gjaldeyrinum, og sýndu með því, að þeir settu hærra hag gjald- eyrisbraskaranna, heldur en nauðsyn almennings. Sömu leið fór meginhlutinn af fylgdarliði S. Eggerz. Sjálfur fylgdi hann allfast hinni sjálfsögðu versl- unarstefnu, eins og sjá má af ræðu eftir hann, sem birt var í Tímanum um þingtímann. í framkvæmdinni reyndist þó svo, að kaupmenn höfðu meiri hluta þings á sínu bandi í verslunarmálinu. Fyrst kaupmenn þingsins, sem von er. Ennfremur „bændadeild Mbl.“. í þriðja lagi leyf- ar langsumflokksins, Vísismennina tvo og M. Pétursson, og i fjórða lagi flesta af fylgismönnum S. Eggerz, og þó einkum Bjarna frá Vogi. Framsóknarflokkurinn var þess- vegna ekki fær um að mynda flokks- stjórn á þeim eina grundvelli, sem unt var þá, nefnilega með því að minka óhófsinnflutning, og verja gjaldeyri fyrir ísl. vörur til að verj- ast vaxandi skuldakreppu. Að það mistókst, mátti kenna „bændadeild- inni" og nokkrum af Sjálfstæðismönn- um. Kaupmennina sjálfa, B. Kr., J. þorl., Einar þorgilsson, Proppé, og þeiiTa föstu fylgdarmenn, var varla hægt að áfella, þó að þeír virtu meira hag stéttar sinnar, en almennings- heill. þeir koma því ekki til greina í þessu sambandi. Framsóknarflokkurinn hafði þess- vegna um tvent að velja. Að halda á- fram að lofa flokksstjórn Mbl., J. M. og M. G., að hanga við völd, eða að fella þá, og láta ópólitiska millibils- stjórn fara með stjómarvöldin, þar. til kosningar breyta aðstöðu þingsins. Slík millibilsstjórn er i raun og veru landshöfðingjadæmið gamla endur- fætt um stundarsakir. þjóðin á rétt á að slík stjórn verji þjóðarskútuna stóráföllum, taki ekki stórlán, sem bindi þjóðina til langframa, setji ekki fulltrúa erlendra gróðahringá til æðstu mannvirðinga, stofni ekki ný tildursembætti, láti ekki þá, sem sukka tugum þúsunda af landsfé, á heiðurslaun, veiti ekki flóði af kross- um yfir landið, o. s. frv. Framsóknarflokkurinn lét sér lynda að Sig. Eggerz myndaði þetta „forretnings-ministerium". Með sér tók hann tvo mjög reynda opinbera starfsmenn, annan úr íslenskri, hinn úr erlendri embættisþjónustu. Var það fyllilega rétt, eins og á stóð. Mbl. skildi vel, að hér var ekki flokks- stjóm Framsóknarmanna. í stað þess að það ofsótti Sig. Jónsson alla hans stjórnartíð, eins og flokk þann, er studdi hann, hefir Mbl. látið hina nýju stjórn afskiftalausa. Framsóknarflokkurinn er orðinn það stór, að því nær ómögulegt er að nokkur stjórn haldist við völd hér, nema hafa annaðhvort stuðning eða hlutleysi þess flokks. Meðan svo er, verður flokkurinn að þreifa sig á- fram með erfðafé úr hinni gömlu stjórnmálabaráttu. Jón Magnússon hefir verið reyndur og léttvægur fundinn. Sig. Eggerz fær næst tæki- færi að reyna sig á hlutleysi lands- höfðingjastjórnarinnar. Að baki hon- um geta komið nýir menn úr hinni öldruðu sveit, ef langt verður núver- andi millibilsástand í íslenskum stjórnmálum. J. J. -----0---- Látinn er nýlega í Vínarborg íslandsvinurinn Poestion hirðráð. -----------------o----- Fréttír. Gamalt og nýtt. Morgunblaðið margtönnlast á því að það sé Tímanum að kenna að Bjarni frá Vogi og Magnús Pétursson kom- ust í fjárveitinganefnd. Tilefni þessara ummæla eru þau að í upphafi þings gerðu andstæðing- ar gömlu stjórnarinnar bandalag um nefndakosningarnar, til þess að hafa völdin í nefndunum. Vissi þá enginn hversu ráðast myndi í þinginu, en augljóst er það hverjum manni að þingmeirihluti á og að hafa meirihluta í nefnd- unum. Voru það aðallega Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn sem gerðu þetta kosningabanda- lag. Af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins voru þeir bornir fram Bjarni og Magnús og undir engum kring- umstæðum gat Framsóknarflokk- urinn þá komið nema tveim mönnum frá sér í nefndina. þann- ig er málið vaxið. Tíminn kom þar hvergi nærri og gerir hvorki að verja né ásaka þetta kosninga- samband. — En þá er að kafa dýpra eftir því, hverjir valda því að Bjarni og Magnús urðu í fjár- veitinganefnd. Og þá er gott að minnast gamalla væringa. Tím- inn gerði alt sem í hans valdi stóð til þess að hindra það að menn þessir ættu sæti á þingi. En Morgunblaðið barðist með þeim af kappi. Hvernig samræm- ist það þessu yfirskyni sparsem- innar sem blaðið bregður nú yfir ásjónu sína? Og reynum hitt, þeg- ar nýjar kosningár verða háðar, hver verða muni afstaða Tímans og Morgunblaðsins til þessara þingmanna. Mishermi. P»,angt var sagt frá dómi Ólafs Friðrikssonar í síðasta blaði. Undirdómari dæmdi hanh í 6X5 daga vatn og brauð, sem er hæsti dómur þeirrar tegundar og jafngildir 6 mánaða betrunarhúsi. Hæstiréttur dæmdi hann í 8 mán- aða betrunarhús, sem er næsta stig dóms fyrir ofan, og er því of- mælt að telja þann dóm „stór- um harðari“. — þessi ranga fregn var tekin eftir Morgunblað- inu. Er ekki einu sinni hægt að reiða sig á neitt af því sem stend- ur í fréttadálkum þess blaðs — hvað þá annað. Mega lesendur Tímans reiða sig á það eftirleið- is, að ekki verða teknar fréttir eftir svo óáreiðanlegri heimild. Múlaþingi 19. apríl: „Veturinn má heita að hafi verið afbrigða- góður, þó að þrjár snjóahrotur hafi gert, og staðið yfir í hvert skifti um þriggja vikna tíma. I síðustu hrotuna gekk hann með einmánaðarkomu, en með pásk- um venti hann blaðinu, og í gær og í dag er ágætis hláka. Má því vænta dágóðra skepnuhalda í vor, þótt horfumar væru miður góðar í haust, þar eð hey voru afskap lega hrakin og skemd; hafa enda reynst afarilla í vetur. Heilsufar manna hefir yfirleitt verið frem- ur gott á héraðinu í vetur. Um ástæður manna að öðru leyti mætti ýmislegt segja, ef tími væri til. Allar umbótatilraunir og framfaraviðleitni liggur lömuð og í dái. Skuldir hlaðast á menn og búin ganga saman. Yfirleitt hefir fólkið ekki viljað sjá eða skilja hvert stefndi með fjárhag og framtíð einstaklingsins og heild- arinnar. Enda varla annars að vænta, þar sem þing og stjórn hefir stýrt jafn gálaust, en að limirnir dansi eftir höfðinu. En nú er að sjá hvað setur. Loksins er nú hin dáðvana stjórn Jóns Magnússonar lögst í valinn, og væri óskandi að slíkt ráðleysi og rolumenska kæmist aldrei upp í ráðherrastól íslensku þjóðarinnar framar. Um hina nýju stjórn er að svo komnu máli fátt að segja, en sjálfsagt að vænta hins besta, þótt illa sé henni í hendur búið. En hér þarf meira til en stjórn- ina eina, ef vel á að takast. Em- bættis- og starfsmenn þjóðarinnar þurfa að sjá og skilja, að skyldur þeirra eru aðrar og meiri en að raka að sér peningum og lifa í óhófi og iðjuleysi. þeir þurfa að skilja, að fyrir sæmileg laun eru þeir skyldir til að vinna gott og fult verk. þeir eru skyldir um að gæta alls hófs í nautnum og öll- um lifnaðarháttum. Sama er um alla alþýðu að segja, hún verður að gæta alls hófs, læra að spara við sig allan óþarfa og hégóma. þegar alþjóð hefir lært að láta glysið og gluggaprýði kaupmann- anna liggja hreyft og ókeypt, þá • er von um batnandi hag, en fyr ekki. Tvent er það, sem hugsandi mönnum. hér stendur mestur stuggur af, þ. e. íslandsbanka hneykslið og Spánarsamninga- aflagið. Margir minnast þess nú, að stofnun íslandsbanka átti ýmsa andstæðinga hér um slóðir á sínum tíma. pykir nú komið að spá þeii’ra manna, sem vildu fara gætilegast í stofnun hans og tryggja þjóðina sem best. Við J>að bankamál alt saman eiga vel orð Signýjar: „Gangur vaiða góðr ins unga . ... gullslystis inn fyrsti, hvern man hjeðan af verri, hnepstur man þó inn efsti.“ Um Sjjánarmálið er það að segja: Að okkur hér sýnist aðeins einn vegur út úr því, ef þingið gerir það glapræði að samþykkja frumvarp stjórnarinnar — þ. e. J. M. það er að þjóðin hefji al- menn samtök að því undir æru og drengskaparheit að kaupa og neyta einskis víns. Sjáum þá hvað setur, hvort þjóðin er ekki svo þroskuð yfirleitt, að hún geti hrundið af sér slíkum ósóma. „þegjandi“. Bréfkafli úr Dölum. „Ójafnt höfumst við að“, sagði huldukon- an í þjóðsögunni. þingmaður Dalamanna, sem svo er nefndur, hvað ganga berserksgang við að reyna að drepa niður alla alþýðu- menningu þessa lands, fremur þó líklega af einfeldni en illum vilja. Hér heima er maður, sem minni hávaði stendur af, og heldur þó uppi héraðsskóla góðum í Hjarð- arholti. 1 vetur voru þar um 20 manns, flestir úr Dölum, en nokkr ir víðar að. Skólinn starfaði í tveim deildum, og er nú nýlokið. Kendar allar venjulegar náms- greinar, og þó að auki frumatriði almennrar sálarfræði. Holt er heima hvað. Mikill er nú munur- inn fyrii- fróðleiksfúsa unglinga að geta notið í næði og ótruflaðir námsins, og það sem meira er um vert, persónulegra áhrifa frá á- gætis kennara og manni, eins og Björn er, eða þá á hinn bóginn áð hverfa í kaupstaðaskólana, týna þar sjálfum sér, eins og oft vill verða, og vera það sem eftir er æfinnar rótarslitinn vísir. Fjöl- mennisglaumurinn seiðir þá að sér með meira afli en sveitafá- mennið. Og þá er hitt heldur ekki einskisvirði, þótt minna sé að vísu, hve miklu ódýrari ungling- unum er vistin í sveitaskólunum en í hinum mjög svo misjöfnu kaupstaðaskólum.Okkur er oft nú- ið því um nasir, sveitakörlunum, að við sjáum ekki út yfir brún- irnar í dalnum okkar. það er sjálf sagt of mikið satt í þessu. En sú er bót í máli að þeim hluta ungu kynslóðarinnar, sem fær að njóta Hjarðarholtsskólans eins og hann er í höndum Björns, mun ekkert hætt við andlegri nærsýni. Engu meðalglöggu gestsauga dylst, að þar er innileg og náin samvinna milli kennara og nemenda, og tak- markið, sem kept er að, ekki ein- hver ákveðinn skamtur af bók- viti, heldur andlegur og siðferði- legur þroski nemendanna. Eg held að mörgum hér sé nú farið að skiljast það, að það eru ekki túna- sléttur eða áveitur sem eru mestu þrifnaðarmálin fyrir sveitirnar, þótt hvorttveggja sé gott, heldur eru það góðir héraðsskólar, and- legar gróðrarstöðvar í sveitunum, því þá mun hitt alt koma á eftir.“ -------------o--- Orðabálkur. harki (-a, -ar?), kk., harka, frostbitra: það hefir verið grimd- ar harka alt af. Bréf úr Arnarf. halda: halda á sér, mjólka jafnt, mjólk lengi sömu háu nytina: kýrin heldur á sér. Árn. böllþorskur (-s, -ar), kk., stór þorskur. Keflavík. Grindavík. Ritstjóri: Tryggvi þórhailsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.