Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 75 Eignir: 1. Húseignir, lóðir, skip, uppskipunartæki, versl- unaráhöld o. fl............................. kr. 2.575.976.70 2. Verðbréf, víxlar og ávísanir.....................— 182.214.31 3. Vörubirgðir, útlendar............................— 2.440.058.60 4. — innlendar.................................— 1.261.230.83 5. Bankar og sjóðir.................................— 236.669.42 6. Félagsmenn . ....................................— 3.752.296.99 7. Aðrir viðskiftamenn..............................— 1.085.275.55 8. Fyrirfram greiddir vextir og kostnaður . . — 34.547.95 9.. Peningar í sjóði................................— 374.431.94 10. Tekjuhalli.................................... — 109.106.40 Kr. 12.051.808.69 S k u 1 d i r: 1. Innstæða Innlánsdeilda........................kr. 850.769.66 2. — Varasjóða..................................— 493.191.17 3. — , Stofnsjóða............................— 1.329.709.12 4. — annara sjóða . . . ................. . . . — 242.150.31 5. Eftirstöðvar andv. innlendrar vöru..............— 191.041.08 6. Bankar og sjóðir.......................... . . — 6.947.374.91 7. Félagsmenn.................................. . — 720.530.19 8. Aðrir viðskiftamenn.............................— 1.185.519.65 9. Tekjuafgangur...................................— 91.522.60 Kr. 12.051.808.69 neðstu hæðina. Ljósmæðraskólan- um, sem þar hefir verið, leigjum vér framvegis á þriðju hæð í stof- um Samvinnuskólans. Starfsmönn- unum er og verið að fækka mik- ið. Tveir fóru síðastl. vor og fjór- ir eða fimm fara um þessi mán- aðamót. Eg skal játa, að hægt hefði verið að láta sumt af þess- um starfsmönnum fara fyr, því störfin hafa altaf farið minkandi eftir því, sem innkaup félaganna hafa takmarkast meir og vöru- forðinn hér gengið til þurðar. En í atvinnuleysi því, sem nú er, taldi eg það ekki rétt að kasta starfsmönnum vorum út á gadd- inn að haustlagi eða um miðjan vetur. Sæmd Sambandsins lá við að slíkt yrði ekki gert fyr en úti- vinna byrjaði. I þessu sambandi má minna á, að samvinnulögin spara oss mikil útgjöld framvegis, frá því sem verið hefir áður. Síðastliðið ár nam skattgreiðsla Sambandsins í ríkissjóð kr. 46.970.00, og útsvar til bæjarins kr. 25.000.00. það munar um minna en nálega 72 þús. kr. á einu ári. Sambandið hefði sparað af þessu yfir 50 þús. kr., ef skattur þessi hefði til orð- ið undir vernd samvinnulaganna. pá kem eg að þeim þættinum á verksviði Sambandsins, sem mestu varðar, auk sölu gjaldeyris- varanna, en það eru peningamálin yfii’ höfuð og skuldirnar bæði út á við og inn á við. Sá þáttur hefir ekki verið auðveldur viðfangs síð- ustu 10 mánuðina, og býst eg við, að flestir giski á það af nokkurri eigin reynd. það þarf meira en rétta út hendina til undirskrifta skuldaviðurkenninganna til þess að fá þá peninga í útlendum og innlendum bönkum, sem nauðsyn- legir eru til þess að Sambandið geti lánað deildum sínum vörur og peninga, sem þær geta ekki komist af án. Og sennilegt er það, að Sambandið hefði neyðst til að hætta störfum sökum skorts á lánsfé síðastl. ár, ef það hefði ekki verið áður búið að skapa sér örugt álit og traust erlendra við- skiftamanna sinna. þegar kolaverkfallið mikla stóð yfir í Englandi síðastliðið vor, varð mikil tregða á flutningi danskra landbúnaðarafurða þang- að, sem mun hafa verið orsök þess, að Samvinnubankinn danski varð að kippa að sér hendinni með lánveitingar til Sambandsins í bili, og hjálpaði þá það, að vér höfðum það traust að mega greiða dönskum firmum vörurnar með þriggja mánaða víxlum. Samvinnubankinn danski gekk mjög hart eftir að vér minkuðum mikið skuld vora við síðustu ára- mót frá því sem verið hafði við ársbyrjun 1921. Svo fór og að hún minkaði úr rúml. 1400 þús.kr. nið- ur í um 850 þús.kr. Framkvæmda- stjóra Guðm. Vilhjálmssyni hepn- aðist að útvega Sambandinu 25 þús. sterlingpunda lán hjá banka í London, sem meðal annars mun mega þakka því, að vér höfum fasta skrifstofu í Leith, því lánið er aðeins veitt í þeim tilgangi að styðja vörukaup frá Bretlandi. Fast skilyrði var að lánið yrði að fullu greitt fyrir árslok, enda var því fullnægt. Sömu upphæð höfum vér fengið yfirstandandi ár með sömu greiðsluskilyrðum. Consul Zöllner í Newcastle skuldaði Sambandið við ársbyrj- un yfir hálfa miljón kr., og var sú skuld greidd að fullu á árinu. Ástæður Sambandsins í útlöndum við síðustu áramót voru því mikl- um mun betri en við áramótin næstu á undan. Enda varð svo að vera til þess það gæti haldið á- fram að lána félögunum vörur. Aftur á móti óx skuldin við Landsbankann stórkostlega. Hún var við síðustu áramót rúml. 2V& miljón kr. * Landsbankinn er nú mjög tiægur til að auka skuldina, sem skiljanlegt er frá viðskiftun- um síðastliðið ár, og er það orsök- in til þess, að Sambandið getur nú ekki annast peningagreiðslur fyrir félögin í eins stórum stíl og áður hefir verið, fyr en gjaldeyris- vörur þessa árs fara að seljast. Víxilskuld Sambandsins við Landsverslun um áramótin var 790 þús. kr., auk nokkurrar upp- hæðar í viðskiftareikningi, sem var greidd áður en Landsverslun lokaði reikningum sínum. Allar bankaskuldir Sambands- ins utan lands og innan, ásamt Landsverslunarskuldinni og skuld við erlend firmu, nema — þegar frá er dregið inneignir í bönk- um og hjá erlendum firmum -og hluti af láni því, sem hvílir á m.s. „Svala“ — samtals rúml.4 miljón- um og 400 þús. kr. Jafnframt er rétt að geta þess, að óseldar gj aldeyrisvörur í vörslum Sam- bandsins um áramótin, aðallega kjötið, munu nema um 900 þús. kr. Sé þetta dregið frá, verður fyrnefnd skuld um 31/2 miljón kr. pá skulu athugaðar skuldirnar inn á við. Hjá Sambandsdeildun- um er útistandandi tæplega 3 miljónir og 900 þús. kr., og hjá félögum utan Sambandsins og öðrum viðskiftamönnum 220 þús. kr. eða samtals um 4 milj. og 100 þús. kr. Sé dregið hér frá andvirði hinna óseldu gjaldeyris- vara, sem áður er nefnt, og að mestu leyti er eign þessara skuldunauta,, verða útistandandi skuldirnar nálægt 3 milj. og 200 þús. kr. Við samanburð fjárhagsreikn- ingamja 31. des. 1920 og 31. des. 1921 kemur í ljós, að útistandandi skuldir hafa vaxið síðastl. ár um rúml. 356 þús. kr. En jafnframt er þá vert að athuga, að óseldar gjaldeyrisvörur við síðustu ára- mót nema um 650 þús. kr. minna en við næstu áramót á undan. Lætur þá nærri að skuldir 'við- skiftamanna Sambandsins inn á við séu um einni milj. kr. hærri þegar allar gjaldeyrisvörur eru seldar nú, heldur en var síðastl. ár við lok sölu gj aldeyrisvar- anna þá. þetta er nú að vísu mjög athugavert, en sé litið á málið með sanngirni, má finna nægar afsakanir yfirleitt, þótt mjög sé það misjafnt um hin einstöku fé- lög. Samvinnufélögin stiltu yfir- leitt pöntunum sínum mjög í hóf síðastliðið ár, og engan grunaði alt fram að síðasta ársfjórðungi, að verðfall gjaldeyrisvaranna yrði eins gífurlegt og raun varð á. Mun verðfall þetta nema full- komlega eins miklu og því, hve hagur manna hefir versnað á ár- inu. Eg játa, að skuldir félaganna og þar af leiðandi Sambandsins eru miklar og að svo búið má alls ekki standa, en að félögin yfirleitt ásamt Sambandinu eigi ámæli skilin fyrir þær og að nokkur veruleg hætta sé á ferðum, því neita eg afdráttarlaust. Sannleik- urinn er, að hvortveggja hafa siglt furðu vel fram hjá skerjum þeim mörgum, sem aðrir hafa strandað á. Hver verður niður- staðan, ef samvinnufélögin eru borin saman við fiskhringinn sál- uga hér í Reykjavík, mörg togara- félögin, síldarútvegsmenn um alt land, mótorbátafélög og nokkra heildsala og kaupmenn, sem ann- aðhvort eru orðnir gjaldþrota eða rétt við það að fara á höfuðið? Fjármunatap þessara félaga og einstaklinga skiftir tugum milj- óna, og margir þeir, sem áður voru stórríkir, eru nú eignalausir. Ýmsir af þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, hafa þó verið taldir miklir fjármálamenn, sum- ir meðal þeirra allra bestu, sem þjóðin á til. Ekki virðist samanburðurinn hér óhagstæður fyrir Sambandið, eða kemui' nokkrum í hug að það hafi til að bera einhverja þá ó- skiljanlegu eiginleika, vitsmuni og orku, sem eigi að geta varnað íslenskum samvinnumönnum frá því að verða nokkuð varir við það alheimsböl, sem er afleiðing styrjaldarinnar miklu. Skiljanlegt er það, að keppi- nautar og mótstöðumenn sam- vinnufélaganna reyni að nota sér örðugleika þá í fjármálum, sem nú standa yfir, til þess að vekja toi'trygni og ugg þekkingarlítilla og talhlýðinna manna gegn félags- skapnum og grípi handhægasta vopnið, sem eru skuldimar, en íinsvegar er það vitanlegt öllum góðum drengjum, að ekkert er það annað en auðvirðilegasti ó- drengskapur að ráðast á fjárhags- ástæður einstakra manna eða stofnana, ekki síst á fjárkreppu- tímum. En hvað er að segja um það, þegar sambandsdeild eða deildir, sem sjálfar stórskulda Samband- inu, fara að átelj a það fyrir skuld- ir deildanna yfirhöfuð? Virðistþar farið aftan að siðunum, því frek- ar mun það vera venja að lánar- drottinn ávíti skuldunaut fyrir að standa ekki í skilum, heldur en hitt, að skuldunautur ásaki lánar- drottinn fyrir hjálpina. Sem betur fer hefir ekki bor- ið á þessu nema í örfáum deildum Sambandsins. En nú skulum vér rannsaka skuldir Sambandsins og deildanna dálítið nánar. Samkvæmt áðursögðu nema úti- standandi skuldir Sambandsins við síðustu áramót, þegar frá er dregið andvirði óseldra gjaldeyr- isvara í vörslum þess, um 3 milj. og 200 þús. kr. Við athugun á hagskýrslum Sambandsdeildanna, sést að forði útlendra vara í vörsl- um þeirra við áramótin, með ná- lægt 20% jafnaðarniðurfærslu frá útsöluverði, nemur samtals um..............kr. 2.165.000.00 Sé þar við bætt inneignum þeirra í bönkum og spari- sjóðum..........— 67.000.00 peningaforða .. — 345.000.00 og verðbréfum . . — 22.000.00 Nemur þetta alls kr. 2.599.000.00 Drögum vér þetta handbæra verðmæti, sem eg leyfi mér að kalla svo, frá skuldunum, verður eftir um 600 þús. krónur. Nú er félagatal Sambandsdeildanna sam- kvæmt hagskýrslunum um 8000,og nemur þá þessi skuld um 75 kr. á hvern félagsmann. Ef vér at- hugum skuldir Sambandsins út á við, aðrar en þær, sem trygðar eru með lóð þess og hluta þess í skipinu. Svölu, og.drögum svo frá þeim fyrgreint verðmæti deild- anna að meðtöldu samskonar verð- mæti þess sjálfs, verður eftir tæp hálf miljón kr. Sé þeirri upphæð jafnað á félagsmannatalið, koma í hlut kr. 62.50. Rétt er að benda á, að deildirn- ar skulda Sambandinu misjafn- lega mikið. Hefi eg athugað á- stæður þeirra, hverrar um sig, á þeim grundvelli, sem gert er um heildina hér að ofan. Kom þá í ljós, að af 41 félagi, sem er í Sambandinu, skulda 21 félag neð- an við jafnaðar-skuldaupphæðina 6 félög innan við 200 kr., 5 milli 200 og 300 kr., 5 milli 300 og 500 kr., og 4 ofan við þá upphæð, á hvern félagsmann. það eru því að- eins 4 félög, sem með þessum út- reikningi skulda yfir 1 meðal kýr- verð á hvern félagsmann og hjá félagi því, sem stendur verst, nemur skuldin ekki tveim kýr- verðum á félagsmann. þess ber og að gæta, að þar sem skuldir eru í félögunum hjá utanfélags- mönnum, þá er þeim í þessum út- reikningi bætt við skuldir félags- manna sjálfra. Nú er vitanlegt, að félög þau, sem í Sambandinu eru, skulda ýmsum öðrum lánardrotnum en því. Er því ekki unt að dæma full- komlega um fjárhag þeirra, þótt viðskiftaniðurstaðan í Samband- inu sé kunn. Fyrir því hefi eg gert sameiginlegan efnahagsreikn- ing Sambandsins og deildanna samkvæmt hagskýrslum þeirra við síðustu áramót, og hljóðar hann þannig: Um fyrsta lið eignanna skal það upplýst, að fasteignir Sam- bandsdeildanna eru yfirleitt metn- ar vægu verði. Mikið af þeim með því verði, sem á þeim var fyrir stríðið, og gert fyrir hæfilegri fyrningu hjá þeim mörgum. Frá útsöluverði útl. vara er dregið 5—35%, eða til jafnaðar nálega 20% eins og fyr segir. Aftur á móti munu innlendar vörubirgðir metnar fullhátt hjá sumum deildunum, en aðeins mun- ar það smáum upphæðum. þegar athugaðar eru skuldir þessa samandregna efnahags- reiknings, sjáum vér að einungis tveir póstar þeirra eru skuldir við aðra en samvinnumenn sjálfa. pað eru skuldaliðirnir „Bankar og sjóðir“ og „Aðrir viðskiftamenn“. Ef vér drögum þessa tvo liði frá heildarniðurstöðu skuldanna, verð- ur eftir hátt á fjórðu miljón kr. Sé svo ennfremur dreginn frá tekjuhallinn, verður eftir rúml. 3 milj. og 800 þús. kr., sem er það fé, er samvinnumenn innan Sambandsins eiga í verslunar- veltunni. Gerurn nú ráð fyrir, að eitthvað af fasteignum deildanna sé hér of hátt metið, að afföll vöruforðans séu ekki nægileg og að eitthvað af skuldunum tapist. En hiklaust treysti eg mér til að fullyrða, að ómögulega gæti þetta numið meiru en 800 þús. kr. Hvernig sem vér því veltum þessu fyrir oss, þá hlýtur hrein eign félags- manna Sambandsins í verslunar- veltunni að nema minst 3 miljón- um króna. þess skal getið, að eg hafði ekki í höndum hagskýrslur síðasta árs frá fj órum Sambandsdeildunum. En auk þess sem eg studdist þar við hagskýrslur þeirra næsta ár á undan, hafði aðalendurskoðandi vor og eftirlitsmaður deildanna, Jón Guðmundsson ritað hjá sér helstu töluniðurstöður við nýaf- staðna endurskoðun hjá einni þeirra og frá annari gaf forstjóri hennar mér upplýsingar eftir minni nú fyrir fundinn. Hinar ‘tvær eru sláturfélög, sem tæpast geta haft mikið breyttan efnahag frá árinu á undan. Hversu virðist yður nú um nið- urstöðuna af þessari rannsókn? Er hún þannig að ástæða sé til að æðrast? En nú kann svo að vera, að einhverjum sé hugleikið að at- huga, hvort búast megi við tapi á fasteignum Sambandsins, hvort samábyrgðin beri þar ‘ekki uppi hættulegan bagga fyrir samvinnu- menn auk hinna útistandandi skulda. Verð hússins, sem vér er- um í, var fært niður yfir 70 þús. kr. í fyrra og er tilfært hú á 240 þús. kr. Samanborið við verð ann- ara húsa hér í Reykjavík er þetta lágt verð og eg þykist og mega fullyrða, að fasteignamat þess, sem enn er óframkvæmt, verði síst lægra en þetta. Húseign og lóðarréttindi í Vestmannaeyjum ásamt uppskipunarbátum er talið í fjárhagsreikningi 33 þús. kr„ eins og gert var fyrir ári síðan. þetta er of hátt, og ætti að færast niður, að minsta kosti um helm- ing. þá er þriðjungurinn úr m.s. „Svala“, sem éftir áðurnefnda niðurfærslu á verðinu er tilfærður fyrir tæp 67 þús. kr. þetta er einnig of hátt, eftir því sem verð slíkrá og annara skipa er nú. Ætti að færast niður í 40 þús/ kr. Loks er hin stóra og dýra lóð Sambandsins hér við húsið, sem telst 360 þús. kr. virði. Eg efast nú ekkert um, frekar en þegar hún var keypt, að hún er, og verð- ur sérstaklega í framtíðinni, full- komlega þess virði sem hún var keypt. Feralinin var 20 kr„ og þeim sem þekkja hve lóðir eru dýrar hér í miðbænum og við höfnina, og vita að verð þeirra hefir nálega ekkert fallið þrátt fyrir fjárkreppuna, blöskrar ekki þetta verð á lóð Sambandsins. Hitt er annað mál, að æskilegt væri að geta fært verð hennar nið- ur að mun til þess að alt sé sem varanlegast metið. En til þess eru líka ráð, ef oss sýnist svo. Vér getum tekið Varasjóðinn og jafn- vel alla sjóðina, sem til eru, að u ndanteknum Innlánsdeildarsj óðn- um, og notað þá til að færa niður matsverð eignanna. Vér förum þá að eins og stjórn Eimskipafélags íslands, sem leggur til á næsta aðalfundi þess, að Varasjóðurinn verði tekinn til að færa niður verð Goðafoss og hins nýbygða húss. Ef vér viljum verja sjóðunum til að færa niður verð fasteignanna, gætum vér fært skipspartinn nið- ur um kr. 26.866, og yrði hann þá reikningsfærður . . . . 40.000 kr. V estmannaeyj aeign- ina um kr. 18.000.00, og yrði hún þá reikn- ingsfærð.............. 15.000 — húsið um kr.40.000.00 og yrði það þá reikn- ingsfært............. 200.000 — lóðina um kr. 160.000 og yrði hún þá reikn- ingsfærð-............. 200.000 — Ættum vér þá enn eftir af sjóð- unum um 47 þús. kr„ og mætti taka af því þær 18 þús. kr„ sem Sambandið getur mest tapað á „fé- glæfraspekulationum“ þeim, sem í góðgjörnum viðræðum manna á meðal og í einu blaðinu hefir ver- ið haldið fram að eg háfi teygt það út í. Á eg þar við hlut þess í h.f. „Norðri“ í Gufunesi. Eg býst nú ekki við, að yður þyki ástæða til að ráðstafa sjóðunum á þennan hátt, nema þá Varasjóði eða einhverjum hluta hans, en þessi greinargerð ætti að sanna það, að ekki standi mikil hætta af fasteignum Sambandsins fyrir einstaklingana í deildum þess. Eg skal nú draga saman í fáa aðaldrætti það, sem eg hefi verið að reyna að skýra yður frá: þrátt fyrir takmörkuð vöru- kaup samvinnumanna og vérðfall varanna, sérstaklega þeirra út- fluttu, nemur vöruvelta Sam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.