Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1922, Blaðsíða 4
76 T I M I N N bandsins 1921 á 10. miljón króna. Gjaldeyrisvörumar eru sanaa sem allar seldar, og þótt verðfall þeirra væri stórkostlegt, hefir eigi að síður verið afarmikið gert til þess að hamla því, að það yrði enn meira og lagður grundvöllur í'yrir víðtækum samböndum í framtíðinni. Enginn reikningslegur arður, að kalla má, við árslok af viðskift- unurn, en fyrirliggjandi vöruforði tilfærður í eignum með mjög nið- ursettu verði. Ennfremur gert fyrir hæíilegri fyrning húsa og áhalda. Skuldir aukist á árinu um rúrnl. 350 þús. krónur, en virðast þó fullkomlega tryggar. Fasteign- irnar, sem þegar hafa verið færð- ar mikið niður frá upprunalegu verði, mætti enn færa niður um nálægt s/7 hluti nú bókfærðs verðs, ef sjóðirnir væru notaðir til þess. Eitt mikilvægt atriði hefi eg ekki minst á enn. það er hið mikla starf, sem unnið hefir ver- ið til þess að forða samvinnu- mönnum frá að falla miklu dýpra í skuldafenið og ýms fjárkreppu- vandræði en orðið er. Minst af þessu starfi er unnið af Samband- inu, en eg hlýt að minnast á það yíir höíuð. Að vísu höfum vér framkvæmdarstjórarnir skrifað sæg af bréfum til forstjóra félag- anna, þar sem vér höfum bent á hætturnar fram undan, hvatt með góðu og illu til að fara varlega og gert ýmsar tryggingarráðstaí- anir, en aðalstarfið í þessu efni háfa félagástjóramir, stjómar- neíndir og aðrir bestu menn sam- vinnumanna unnið út um alt land. Eg gæti sýnt yður stóran búnka af bréfum frá kaupfélagsstjórun- um um þetta efni. þeir taka til- lögum íramkvæmdarstjóra Sam- bandsins hið besta, en gera þó at- hugasemdir þar sem þeim þykir við eiga með skynsemd og þekk- ingu. Og þeir hafa ekki legið á liði sínu heima fyrir. Fundir hafa verið haldnir í félagadeildunum, sumstaðar farið heim til hvers einasta félagsmanns af kaupstjór- anum, samtök hafa verið mynd- uð um sparnað og ýmsar trygg- ingarráðstaíanir verið gerðar. Mikill mismunur er þó á þessu í Sambandsdeildunum, en það er furðu alment. Ef til vill er það þetta starfs, sem er hið merk- asta og þýðingarmesta, sem unn- ið hefir verið af samvinnumönn- um landsins síðastl. 10 mánuði. Að minsta kosti er það víst, að það á sinn mikla þátt í því að ekki hefir farið ver en orðið er. Eg vil fullyrða, að ástæða sé til að gleðjast yfir árangrinum af störfum Sambandsins óg sam- vinnumanna yfir höfuð í landinu frá því vér vorum saman á síð- asta aðalfundi, þrátt fyrir aukn- ar skuldir og engan arð við árslok. Ástandið hjá oss samvinnumönn- um er í raun og veru furðu gott. Lítum til útlanda. þar er ástand- ið víða voðalegt. Ríkin í botnlaus- um skuldum, skattarnir gífurleg- ir, bankar, félög, einstaklingar fara unnvörpum á höfuðið. Fjár- munatapið reiknast í miljörðum, atvinnuleysið afskaplegt, skortur og veikindi sverfa að og sumstað- ar verða miljónir manna hungurs- neyðinni að bráð. Svo eg grípi til þess sem næst er, þá safnaði eg saman af handa hófi úr nokkrum eintökum af fjármálablaðinu danska, Finans- tidende, upphæðum, er ýms dönsk, sænsk og norsk firmu og bankar höfðu tapað nokkra undanfama mánuði. Töp þessi verða hjá ein- stökum firmum alt upp í 60 milj. kr. og hjá Dönum einum hefi eg séð í þessum fáu blöðum töp samtals að upphæð nálega 250 miljónir kr. þér getið nærri að þetta er þó aðeins lítill hluti af öllu því, sem þjóðin tapar í heild sinni. Eg hefi áður minst á gjald- þrotin og töpin hér heima og bor- ið það saman við ástæður sam- vinnumanna. Niðurstaðan verður altaf hin sama. Vér stöndum með pálmann í höndum þegar saman- burður er gerður við keppinaut- ana eða kaupsýslu- og atvinnu- fyrirtæki yfir höfuð. þetta er sýnilegur og áþreifanlegur ávöxt- ur starfs íslenskra samvinnu- manna og Sambandið á áreiðan- lega sinn mikla þátt í því. Virðist yður það ekki næstum óskiljanlegt, að til séu þeir sam- vinnumenn í landinu, sem hafa látið sér koma í hug að leggja Sambandið niður við trogið ? Dæmi þessi eru víst ekki mörg, en þau eru þó til. þeir menn hafa gleymt því, að Sambandið spar- aði ekki aðeins sínum viðskifta- mönnum heldur og almenningi yf- ir höfuð stórfé í byrjun styrjald- arinnar miklu, með því að hækka ekki vörur í verði frá því það keypti þær þar til afhending fór fram. Má og segja, að þetta gilti altaf á meðan vöruverðið fór hækkandi. þeir hafa víst einnig gleymt hlutverki Sambandsins þegar vörur varð að kaupa í stór- slumpum frá Ameríku. Mundi ekki verðið hafa orðið hærra, ef félögin hefðu ekki sameinað sig í einn stóran innflytjanda, sem tók að sér það hlutverk, sem heild- salarnir í Reykjavík ella hlutu að annast fyrir þau? þessir menn hafa víst ekki heldur mikið gott að segja um sölu gjaldeyrisvar- anna. þeir telja hana vera skað- ræði. þeir telja það hégóma, að útvegað hefir verið í Ameríku hið besta samband í gæruverslun,sem landið hefir fengið, og að gegnum það samband mun þjóðin hafa grætt svo skiftir hlmdruðum þús- unda króna.Ekki munu þeir heldur telja mikils virði þótt útveguð hafi verið bankasambönd bæði í Danmörku og Englandi, og Sam- bandið hafi yfir höfuð skapað sér lánstráust, tiltrú og hið besta álit hjá viðskiftamönnum sínum bæði austan hafs og vestan. Ekki munu þeir líta við slíkum smámunum sem því, þótt hagfeldari samning- ar náist við eimskipafélög, sjóvá- tryggingarfélag o. s. frv. af þeirri ástæðu, að samvinnufélögin eru í einni stórri heild. Og loks munu þeir vera saklausir af að telja nokkurn menningarlegan ávinn- ihg við það, að samvinnumenn landsins skipi sér í eina trausta heild með sameiginlegri yfirstjórn og ársfundum, slíkum sem þess- um, með fulltrúum af öllu land- inu. En um þetta þarf ekki mörg orð. Eg veit að enginn á þessum fundi hreyfir því að Sambandið skuli lagt niður. Að lokum vil eg leggja áherslu á, til að girða fyrir allan mis- skilning, að enginn má skilja þessa yfirlitsskýrslu mína þann- ig, að eg telji fjárhag Sambands- ins og samvinnumanna yfir höf- uð svo góðan, að ekkert þurfi frekar um það mál að hugsa. það er öðru nær en svo sé. Allir for- stjórar félaganna með aðstoð fé- lagsstjóma og annara bestu manna verða að vera samtaka um það að halda áfram þeirri varfærni í innkaupum, þeim sam- tökum um sparnað, ráðstöfunum til gjaldeyristrygginga og full- kominni festu við innheimtu skulda, sem eg hefi orðið var við að byrjað er á í allflestum sam- bandsdeildunum. Sambandið verð- ur að minka skuldir sínar til muna á þessu ári, og að því verð- ur að stefna, að samvinnumenn eigi sjálfir veltufé sitt. Vér get- um glatt oss yfir því, hve vetur- inn hefir verið góður, og að vor- ið virðist ' ekki ætla að verða síðra, og ennfremur yfir þeim feikna afla, sem borist hefir á land undanfarna mánuði. þetta er byrjun þess að úr rakni vandræð- unum. En síst af öllu má það verða til þess,að sjálfsbjargarvið- leitnin minki. þvert á móti, lát- um þetta góðæri til lands og sjáv- ar verða oss samvinnumönnum nýjan aflvaka, ekki aðeins til þess með ítrustu sparsemi, ráðdeild og dugnaði að ná þangað aftur, inn- an lítils tíma, í efnalegu sjálf- stæði, sem vér stóðum fyrir tveim árum síðan, heldur miklu lengra fram til raunverulegrar hagsældar.Til þess eigum vér og að nota þá reynslu, sem vér höfum fengið á slæmu árunum, þá lund- festu, sem örðugleikarnir skapa og þá bjargföstu vissu um undra- mátt samtakanna, sem vér höf- um þegar öðlast í örlagaþrungn- um viðburðum síðustu tíma. ----o--- Kosningafáni kaupmannaiiðsins. Konstantín keisari mikli mun hafa sagt frá því á efri árum sín- um, að um það leyti sem hann háði úrslitabaráttuna um róm- verska keisaradæmið, hafi hann séð sýn mikla á himni. Var það skínandi krossmark og þessi orð letruð: „Með þessu merki skaltu sigra“. þá lét Konstantín marka krossmark á skjöldu hermanna sinna og barðist til sigurs. — Jón Magnússon, Sigurður bú- fræðingur og kaupmennirnir þrír sem fylgja, hafa valið sér „kross- mark“ til að berj ast undir í kosn- ingabardaganum. Var því brugðið á loft í Morgunblaðinu í fyrradag. Á kosningafánann er letrað: Níð og atvinnurógur um sam- vinnufélagsskap íslenskra bænda. Löng grein er í því blaði, sem er full af dylgjum um samvinnu- félagsskapinn. Kröftugust eru þessi orð: Félagsskapur sá, er að Tímanum stendur „hefir stofnað til skuldaverslunar í stórum stíl með ógreiðanlegri samábyigðar- flækju, sem á að ná landshorn- anna á milli og úr er að verða hið hættulegasta fjárglæfraspil“. Með dylgum þessum getur blaðið ekki átt við annað en Samband íslenskra samvinnufélaga. Fyr má nú vera bíræfnin. Mál- gagn kaupmanna dirfist að reyna að afla atkvæða handa- Jóni og Sigurði, meðal íslenskra bænda, með því að kalla sjálfbjargar- starfsemi þeirra „hið hættuleg- asta fjárglæfraspil/ — sem sé að verða. það er holt að segja frá þessu um leið og birt er hin merka ræða Ilallgríms Kristinssonar um fjár- hag og starfsemi Sambandsins. Nú eigið þið að dæma, íslenskir samvinnumenn, með landkjörinu, milli Hallgríms Kristinssonar og starfsemi hans annarsvegar, og kaupmannamálgagnsins, Jóns Magnússonar og Sigurðar búfræð- ings hinsvegar, sem bregða nú á loft svo ferlegum kosninga- fána! Ólafur Briem, formaður Sam- bandsins, hefir á hinu leitinu gert ráðstafanir til þess, af hálfu okk- ar íslenskra samvinnumanna, að höfða mál gegn kaupmannamál- gagninu fyrir þennan taumlausa atvinnuróg og tilraun til álits- hnekkis á hendur samvinnufélög- unum. En vitanlega er það svo í raun og veru, að það er ekki rit- stjóri Morgunblaðsins, heldur kaupmennirnir, sem eiga blaðið, -og Jón Magnússon og Sigurður bú- fræðingur, sem bera ábyrgð á slíkum kosningaleiðangri. Af ótta við ósigur, af nálega fullri vissu um fullan ósigur, hafa þeir gripið til þessa örþrifaráðs. Jeg skora á ykkur, íslenskir samvinnumenn og bændur, að hrinda þessum rógburði, með ein- muna harðsnúinni kosningasókh á hendur því málgagni og þeim frambjóðendum, sem biðja um atkvæði ykkar með slíkum róg- burði um samvinnufélagsskapinn. Hvar er sá íslenskur bóndi og samvinnumaður, sem kýs þá Jón Magnússon og Sigurð búfræðing, eftir að slík ummæli hafa fallið? Jeg skora á þann mann, ef hann er nokkur til, að segja til nafns síns. Ósigurmerki skal þetta reyn- ast ykkur, Jón Magnússon og Sig- urður Sigurðsson! þið hafið horft á að slíku merki var upp brugð- ið fyrir ykkur. þetta „krossmark“ ykkar brenn- ur í brjósti okkar allra íslenskra samvinnumanna, uns það verður brotið niður á kjördegi. Tiyggvi þórhallsson. ------o---- Hversvegna styð eg samvinnulistann ? [Tíminn hefir sent ofangreinda spurningu til ýmissa manna sem til hefir náðst. Vildi eiga von á frá fleir- um líka. Mörg svör eru komin og birtast smámsaman undir þessari yfir- skrift]. I. Sagan endurtekur sig. Forfeður vorir voru herskáir, fóru í víking, létu hendur skifta. Verður ekki tölum talið það tjón, sem ranglæti þeirrar aldar olli, né heldur mæld sú ógæfa, sem t. d. friðsömum bú- endum framandi landa stóð af of- ríki þessara manna. Bitvopnin eru stöðvuð, en alt um það er enn farið í víking. Og nú um langt skeið hefir verið herj- að á sonu hinna herskáu. Vopnin eru mörg og misjöfn, en hið hand- hægasta og algengasta er verslun- in. Þar eru strandhöggin flest og eftirtekjan mest. Erlendir menn eiga hinar sameinuðu íslensku verslanir, og hið íslenska steinolíu- félag. Er þar einna berast líkt eft- ir ofríki víkingaaldarinnar, nema hvað leppmenskan er siðbót seinni tímans. Og á öllum leiðum frjálsr- ar verslunarsamkeppni er sótt eft- ir því, að auka herfang í baráttu hinna vopnlausu viðskifta. Engin bót verður á þessu ráðin nema með skipulagi, sem sprettur upp úr skilningi á atferli hinna „óvopnuðu skilmingamanna^, og fær hverjum það, sem hans er. Erlendir menn eru hér viðsjárverð- astir. Þeir fara með lierfang sitt úr landi, og líkur eru til að þeir verði fengsælir enn um skeið, með- an viðkoma hinna innlendu er slík, sem hún er, sem hafa lund til að beita samlanda sína samkepnis- vopnunum. Landvarnirnar eru liafnar. Hef- ir þegar tekist að friða nokkurn, hluta þjóðarinnar fyrir strandhöggi samkepninnar. Landvarnirnar eru samvinnan, og þessvegna styð eg samvinnulistann. ísfirðingur. Úr Norður-Þingeyjarsýslu. Tíð- in er hálf stirð núna. A eininán- uði gerði mikinn snjó, en hann tók eftir páskana, en nú heflr verið norðangarður og mikið frost í nokkra daga. -— Síðastþegar „Góða- f'oss11 kom á Þórshöfn, var ekkert farið leynilega með vínsölu um borð. Mönnum, sem komu úr landi var boðið vínstaup, en er þeir höfðu drukkið það, voru þeir krafð- ir um eina krónu fyrir, en flaskan að sögn seld á 15 krónur. Prófast- urinn á Svalbarði og presturinn á Sauðanesi voru staddir á Þórshöfn, og voru báðir mikið drukknir. Heyrt hefi eg að Þórhallur læknir hafi hótað málsókn fyrir þetta bannlagabrot, en hafl látið niður falla fyrir þrábeiðni prestanna. Ilt er þegar þeir menn, sem eiga að boða mannúð og siðgæði og virðingu fyrir Guðs lögum ganga á undan með að fótum troða lög mannanna, og gerast auðvirðilegir þrælar eigin fýsna. Mér er ekki eins ant um neitt annað mál, sem nú er á dagskrá, eins og bannmál- ið, og besta svarið til Spánverja væri aukið eftirlit með bannlög- unum. — 8. þ. m. andaðist að Ytra- Alandi í Þilsfirði merkiskonan Ing- unn Jónsdóttir, eftir missiris langa legu. Hún var okkja eftir Iljört Þorkelsson hreppstj. á Ytra-Alandi. Þau hjónin áttu 9 börn, og eru nú 7 á lífi, öll fullorðin og gift. Með- al þeirra er Hennann prestur að Skútustöðum við Mývatn. Væri þess vert að skrifa minningargrein um Ingunni sál., en eg er ekki fær til að gera það svo vel sem þyrfti. ----------------o---- Amlboð. Höfum fyrirliggjandi mjög ódýrt orfefni, hrífusköft, hrífuhausa, sér- staklega gott efni. Einnig ágæta hverfisteina. Slippfélagið í Reykjavík. Talsími 9. Mogga-molar. 1. „pá var gengið á fund Sig. Sig- urðssonar og hann þrautbeðinn með miklum eftirgangsmunum að vera annar maður á listanum". Mbl. 18. maí. „Sig. Sigurðsson ráðunautur hiður þess getið, að honum hafi aldrei ver- ið boðið 2. sæti á Tímalistanum. Er frásögnin um það bygð á misskiln- ingi á viðtali við Sig. Sig.“ Mbl. 19. maí. Sést af þessu hve Mbl. er gjarnt til ósanninda i sambandi við bændalist- ann. Vesalings Sig. búfræðingur roðn- ar fyrir hönd sinna nýju húsbænda, og leiðréttir eina lygina af 50 í sömu grein. Nóg eftir samt handa lesend- um Mbl. 2. Mbl. er sárreitt út af því, að eitt af bæjarblöðunum hefir fetað í fót- spor Tímans og vítt stjóm Jóns Magnússon fyrir alt framferðið í sam- bandi við 75 þús. kr. sjóðþurð úr póstsjóði á Siglufirði. Mbl. mun finn- ast Tíminn hafa einskonar einkarétt á að áfella fyrir fjárdrátt — en Moggi sjálfur að verja. 3. „Fjórðungi bregður ti! fósturs". Litli Lárus er pólitiskt fósturbarn J. M. Á stúdentafundi nýskeð kom pilt- ur þessi fram með tillögu um að hin ljúffengu spönsku vín yrðu seld sem o.llra -viðast og allra ódýrast. Vel byrjað lijá ungum manni! Striðinn. --—Q— ■ " -.- Kosningahorfur. Ritstjóri Tím- ans átti tal 1 morgxm, við mann sem telja má einn hinn glöggasta og kunnugasta um kosningahorfur hér í Reykjavík. Hann fullyrti af- dráttarlaust, að af þeim fjórum listum sem aðallega skifta Reykja vík milli sín (samvinnu- og bændalistinn fær vitanlega tiltölu- lega fá atkvæði þar), mundi listi Jóns Magnússonar fá langfæst at- kvæði. Greinilega kemur þetta og fram bæði í Vísi og Alþýðublað- inu. pað kemur öllum saman um það. Utan af landi fær Tíminn sömu fréttir. Bændur skoða Sig- urð búfræðing sem liðhlaupa, er hann er kominn á kaupmannalist- ann. En alt traust á Jóni Magnús- syni er gjörþrotið. Enda væri það merkilegt ef bændur kysu þann mann sem tekur 10 miljóna króna lán og ver ekki einum eyri af því til landbúnaðarins. ----o--- Orðabálkur. vaðburður (-ar, vantar flt.?), kk., band, sem fest er yfir um ofanvert mastur í opnum bát og látið er liggja skáhalt niður og aftur með seglinu hlémegin og sá, sem seglsins gætir á siglingu, heldur í og stríkkar á, þegar mis- vinda er eða hvast. ísafj.djúp. vaðkefta (-aði, -að), ás., skera gat gegnum kverksiga í fiskhaus um leið og fiskurinn er blóðgaður, til þess að stinga þumalfingrinum í gegnum það, þegar hausað er. Arnf. Tálknf. vaðlykkja (-u, -ur), kvk., lykkja, sem hnýtt er á hákarlavað ofan við þann stað á honum, sem vað- maðurinn heldur um,þegar vaður- inn er úti. Norðl. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.