Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 1
©jaíbreri 09 af^ret&slumaöur ÍLimans er Siguraetr ^ r i ð r i ? s f 0 n, Sambaitbsfyúsinu, Heyfjapíf,. ^feretbsía Címans er t Sambanósbúsinu. (Dpiit bagleaa 9—12 f. I) Sími 496. VI. ár. Reykjavík 27. ínaí 1922 22. blað Hvað haía þeír gjört? Sérstaklega til athugunar hinni íslensku bændastétt. Landkjörið stendur fyrir dyr- um. Úr tveim áttum er einkum leitað eftir atkvæðum ykkar, kvenna og karla, í hinni íslensku bændastétt. Annarsvegar af hálfu B-listans — bændalistans og samvinnu- manna, sem borinn er fram af miðstjórn Framsöknarflokksins. Hinsvegar af hálfu D-listans, sem borinn er fram af kaupmönn- um, sem hafa fengið einn starfs- mann Búnaðarfélagsins á listann til þess að reyna að ná í atkvæði bænda. Gamla reglan stendur æfinlega: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. þessvegna skal hér á eftir gerð- ur samanburður þessara tveggja aðila og spurt: Hvað hafa þeir gert? Og svarið verður sumpart með sérstöku tilliti til landbúnaðarins og bændastéttarinnar, en einung- is í stórum jJráttum. I. Hvað hefir verið gert á undan- förnum áruni með verslunarsam- tökum samvinnumanna,með pólit- iskum samtökum bænda og sam- vinnumanna, með starfi Pram- sóknarflokksins á þingi og blöð- um samvinnumanna Tímanum og Degi? 1. Samvinnufélögin hafa leyst a. m.-k. 2/5 parta íslensku þjóð- arinnar úr verslunarfjötrum er- lends og innlends kaupmanna- valds. 2. Samvinnufélögin hafa kom- ið á stórkostlegri vöruvöndun landbúnaðarafurða, aflað þeim markaðs og meira álits. 3. Samvinnufélögin eru hyrn- ingarsteinninn undir viðreisn bændastéttarinnar síðasta manns- aldurinn, í efnalegu tilliti og jafn- framt í menningarlegu tilliti. 4. Samvinnumennirnir í Sam- bandinu eiga nú í félögunum skuldlausa eign, sem nemur á fjórðu miljón króna — þrátt fyr- ir undanfarin harðæri. þessi eign er þó ekki nema lítið brot af hin- um beina og óbeina fjárhagshagn- aði sem félögin hafa veitt hinni íslensku bændastétt. 5. Hin pólitisku samtök bænda og samvinnumanna voru það sem réðu þeim bjargráðaráðstöfunum sem gerðar voru á stríðsárunum og hlíft hafa almenningi við óum- ræðilegu fjártjóni. 6. Framsóknarflokkurinn og blöð bænda og samvinnumanna kröfðust enn ráðstafana á síð- asta þingi til almenns sparnaðar, til hækkunar á gengi krónunnar, til viðréttingar úr skuldunum. 7. Framsóknarflokkurinn og samvinnublöðin hafa unnið það á sem á hefir unnist um sparnað á landssjóðsfé og munu enn fylgja fast eftir í því efni. 8. Framsóknarflokkurinn og samvinnublöðin hafa unnið að því eftir megni að efla forgöngustofn- un landbúnaðarins: Bunaðarfélag Islands. 9. þessi 'samtök samvinnu- manna og bænda og blöð þeirra, eru eina valdið sem boðið getur birginn Reykjavíkurvaldinu: hin- um harðsnúnu pólitisku samtök- um fjáraflamanna annarsvegar og socialistiskra verkamanna hins vegar. 10. pessi samtök bænda og samvinnumanna eru alinnlend, eina valdið sem hefir siðferðileg- an þrótt og nægilegan skilning og vilja til þess að veita viðnám ásælni útlendinga, hvort sem hún birtist í mynd danskra hluthafa íslandsbanka, amerískra hluthafa steinolíufélagsins, eigenda hinna dönsku selstöbuverslana eða ann- ara slíkra. ' 11. Grundvallarstefna hinna pólitisku samtaka samvinnu- manna og bænda er: Réttlæti í löggjöf og framkvæmd laga fyrir æðri og lægri og megináhersla lögð á efling samvinnufélagsskap- arins sem er undirstaða undir efnalegu sjálfstæði einstaklings- ins og hinn eini. réttláti viðskifta- grundvöjlur — og viðreisn land- búnaðarins, sem er undirstaðan undir siðferðilegri, líkamlegri og andlegri heilbrigði þjóðarinnar. II. Hvað ltefir kaupmannaflokkur- inn gert, með Jón Magnússon í broddi fylkingar og kaupmanna- blöðunuin Morgunblaðinu, Lög- réttu 0. s. frv.? 1. Jón Magnússon hefir verið eyðslusamasti stjórnandi þessa lands. 2. Jón Magnússon stofnaði orðu- tildrið, legátana, utanríkisfulltrú- ann o. fl. o. fl. 3. Jón Magnússon lét setja full- trúa kaupmanna í bankastjórn Landsbankans. 4. Jón Magnússon skipaði einn harðasta fulltrúa fjáraflamann- anna í bankastjórn Islandsbanka. 5. 1 tíð Jóns Magnússonar hefir stórkostlega hnignað öllu embætt- iseftirliti og lagaframkvæmd í landinu. 6. Jón Magnússon lét taka ókjaralán í Englandi á ábyrgð allra landsmanna, en ekki einum einasta eyri var varið til viðreisn- ar hinum íslenska landbúnaði. 7. Jón Magnússon ber ábyrgð- ina á allri undanlátsseminni við hluthafa Islandsbanka, hinum óheyrilega háu vöxtum bankans, sem stórum hafa íþyngt íslensk- um framleiðendum, og skuldar- uppgjöfum bankans til reykvískra kaupsýslumanna, sem talið er að nemi hundruðum þúsunda króna. 8. Stjórnmálastéfna Jóns Magn- ússonar verður vitanlega áfram sú að hlynna að hagsmunum þess- ara manna, sem nú bera hann í fylkingarbrjósti, á kostnað ís- lenskra bænda og smáframleið- enda — annars væri honum ekki fyrir beitt. 9. Kaupmannaliðið hindraði all- ar skynsamlegar verslunarráðstaf- anir sem Framsóknarflokkurinn bar fram á síðasta þingi. 10. Gagnvart ásælni. útlends valds hefir Jón Magnússon jafn- an verið deigur svo að af hefir borið, enda eru útlendu kaupsýslu- mennirnir einn sterkasti þáttur- inn í þeim pólitisku samtökum sem standa að Morgunblaðinu, Lögréttu 0. s. frv., þeim aðilum sem nú styðja Jón Magnússon til kosninga. Vinir Islandsbanka og steinolíufélagsins eru einna öflug- astir í Reykjavík, en Sameinuðu verslanirnar dönsku leggja til bakfiskinn í hin pólitisku kaup- mannasamtök utan Reykjavíkur. pað hlýtur að Iiggja í augum uppi hver aðstaða slíks flokks verður gagnvart ásælni útlend- inga. III. Hér hefir verið stiklað á stóru. pað mætti nefna ótal atriði fleiri, en öll hníga í sömu átt. Og enn hefir það bæst ofan á, að málgögn D-listans hafa ráðist á samvinnufélagsskapinn með óhæfilegum aðdróttunum. Línurnar eru því nægilega skýr- ar til að átta sig á fyrir íslensku bændastéttina. Hún mun ekki feta í þeirra fót- spor sem flétta reypi, sem síðan v-erða notuð til þess að herða að eigin hálsi. Undanfarin tvö ár hafa verið erfið fyrir Islendinga. Mikið af framleiðslustarfsemi landsmanna til lands og sjávar hefir verið rek- ið með tekjuhalla. Erlendar vör- ur hafa lækkað tiltölulega lítið. Innlendar vörur hafa stórfallið. Árið sem leið hefir orðið enn erfiðara fyrir óhagstæðan gengis- mismun ísl. krónu. Vörur, sem hafa staðið í stað eða hækkað, hefðu átt að geta lækkað mikið, ef ékki hefði komið til gengis- hrunið, sem kunnugir áætla að hafi skaðað landið alt að 10 milj- ónir króna árið sem leið. Fram- sóknarflokkurinn vildi á síðasta þingi bæta úr þessu með því að hefta innflutning óþarfa og láta ráðstafa andvirði gjaldeyrisvör- unnar til almenningsþarfa fyrst og fremst. Aðrir flokkar risu á móti og eyddu því máli og bera því ábyrgð á eyðslunni. Á undanförnum tveim árum hefir gróði stríðsáranna eyðst, og meira til. Miklar skuldir hafa safn ast, bæði innanlands og utan. Allmikið hefir verið rætt. um hverir mest væru skuldugir hér á landi. Hafa kaupmenn, blöð þeirra og fylgifiskar verið einna hávær- astir. pessir aðilar hafa viður- kent, að skuldirnar væru miklar, og ískyggilegar, en bætt við að þær væru mestar hjá bændum, einkum þó samvinnubændum. peir væru að fara á höfuðið og draga landið alt með sér. Síðasta bjarg- arráð þeirra væri að koma ábyrgð inni á landið. Og fylgismönnum milliliðanna hefir risið hugur við ef þeir ættu nú sem borgarar í landinu að bera skakkaföll sam- vinnufélaganna fyrir 8000 félags- menn, mest sveitabændur. pessi rógur hefir magnast smátt og smátt, uns Mbl. hætti sér nýlega út á þann hála ís að kalla kaup- félögin hættulegt fjárglæfraspil. Leiðandi menn kaupfélaganna ættu eftir því að vera hættulegir fj árglæframenn. Sambandsstj órn- in lætur áðurnefnt blað að vísu fá tækifæri til að stánda við orð sín fyrir dómstólunum, og eru engir í efa um, hver verður endir þeirra máia þar. En það þarf meira til. Skjölin um skuldir landsmanna þurfa að koma á borð- ið. pá mun það koma í ljós, að Sambandið er eins og grasey í eyðimörku. Skuldir landsins utan lands og innan eru mestmegnis kaupmannaskuldir. Skulu nú leidd rök að þessu. Tvö sönnunargögn eru til í þessu máli, og bæði tæmandi. Fyr- verandi stjórn lét Hagstofuna safna gögnum um skuldir ís- lenskra fyrirtækja og einstaklinga erlendis, eins og þær voru í vet- ur. Viðskiftanefnd þingsins fékk niðurstöðurnar, heildarskuldir landsmanna út á við, en auðvitað ekki hvað hver einstaklingur skuldaði. petta reyndist að vera um 26 miljónir króna. par við bætast skuldir landssjóðs, enska lánið 10 miljónir, og eldri lands- lán c. 15—16 miljónir. Alls vóru þá skuldirnar út á við um 52 miljónir. Mestallar þessar skuld- ir, þ. e. enska lánið og kaup- mannaskuldirnar, eru frá síðustu tveim árunum. Hitt sönnunargagnið er ræða hr. Hallgríms Kristinssonar í síð- asta blaði Tímans. par er ná- kvæmt yfirlit um fjárhag Sam- bandsins og deilda þess. Með því að bera saman þessar tvær heim- ildir má sjá, hve mikinn hlut sam- vinnufélögin eiga í skuldum lands- ins. Alls voru skuldir einstaklinga erlendis um 26 miljónir. Skuldir Sambandsins voru tæp ein miljón. Dálítið af vörum var óselt erlend- is upp í þessar skuldir. En saman- burðurinn er þar líka Sambandinu í vil. Óseldar vörur þess erlendis um áramót námu hérumbil sömu upphæð og erlendar skuldir þess. En eftir skýrslu Hagstofunnar til viðskiftanefndar voru óseldar vörur landsmanna í heild sinni ekki nema upp í lítið brot af ut- lendu skuldunum. Hin mikla skuld einstaklinga og verslana, 26 miljónir, skiftist þá þannig, áð Sambandið hefir tæpa eina miljón. Aðrir, og það geta ekki verið nema kaupmenn og út- gerðarmenn, skulda um 25 miljón- ir og eiga hlutfallslega miklu minni vöruforða um áramót er- lendis óseldan, heldur en Sam- bandið,. eftir skýrslu þeirri, sem lá fyrir þinginu. Ennfremur er að gæta þess, að enska lánið var að engu leyti not- að vegna kaupfélaganna eða Sam- bandsins. þær 10 miljónir, sem mestmegnis hurfu í gamla skuld Islandsbanka í Danmörku, eru því einhliða viðbót við skuldir kaup- manna og togaraeigenda erlendis. Verður þá skuld þeirra 35 miljón- ir króna. Félagsmenn Sambandsdeildanna eru um 8000, mest alt heimilis- feður. Eftiröðrum hagskýrslum, sem safnað hefir verið í deildum Sambandsins, má fullyrða, að meginhluti verslunar 2/s aí ls~ lendingum gengur gegnum Sam- bandið. pessi áætlun er sett af ásettu ráði svo lág, til að vega á móti þeim litlu verslunarskuld- um, sem félagsmenn Sambands- deildanna kunna að vera í við kaupmenn. Og hvernig verður þá niður- staðan með útlendu skuldirnar. Tveir fimtu hlutar íslendinga, sem versla í Sambandsfélögunum, skulda tæpa eina miljón. prír fimtu hlutar íslendinga, togaraeigendur, kaupmenn og það fólk, sem við þá verslar, skulda um 35 miljónir króna. pessi niðurstaða er hinn beiski veruleiki. Samvinnumenn hafa átt erfitt tvö síðustu ár. peir haf-a tapað. þeim finnast skuldir sínar vera erfiður baggi að bera. En samt eiga aðrir miklu bág- ara, hafa tapað óendanlega miklu meira. þeirra skuldir valda við- skiftakreppunni hér á landi. Sam- vinnubændunum finst það máske undarlegt, en það er samt satt. Fjárhagur þeirra er það, sem heldur þjóðinni uppi. peir eru graseyjan í sandhafi íslenskra skulda. J. J. Hættan af skuldunum. Látlaust hefir það verið hróp- að undanfarið úr kaupmannaher- búðunum og blöðum kaupmanna, að bændur og samvinnumennirnir væru að fara á höfuðið sjálfir, og myndu draga aðra landsmenn með sér sömu leiðina. þetta eru aðalslagorðin í baráttu þeirra að koma Jóni Magnússyni aftur inn á Alþingi. En hver er sannleikurinn ? Hvaðan stendur alþjóð íslendinga hætta af skuldum? því var svarað í síðasta blaði Tímans í hinni stórmerku ræðu Hallgríms Kristinssonar forstjóra. Samvinnumennirnir í Samband- inu eru um 8000 — mest bændur og heimilisfeður. þessir menn (þ. e. Sambandið með öllum kaupfé- lögunum sem í því eru) skulda tæplega eina miljón króna við út- lönd. pessa samvinnumenn má telja um tvo fimtu hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsvegar komst viðskiftanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu, að skuldirnar við útlönd, aðrar en ríkisskuldir, væru um 26 miljónir. þarna er hlutfallið komið. Samvinnumennirnir, tveir fimtu hlutar landsbúa, skulda tæpa eina miljón króna við útlönd. Hinir, þrír fimtu hlutar lands- búa, einkum kaupmenn og út- gerðarmenn, skulda 25 miljónnir við útlönd. En það má bæta meiru við. Ekki einum eyri enska lánsins var varið til styrktar samvinnufélög- unum og landbúnaðinum. Jón Magnússon sá fyrir því. Nálega allar c. 10 miljónirnar frá Eng- landi gengu í að borga speku- lationsskuldir kaupsýslumann- anna. þessvegna eru það í raun og veru svo að skuldir þeirra við út- lönd, sem ekki ei*u samvinnu- menn, eru mikið meir en þrjátíu miljónir króna, þ. e. þeir skulda a. m. k. þrjátíu sinnum meira við útlönd en samvinnumennirnir. þessir menn eru það se,m eru að reyna að vekja ótta hjá bænda- stéttinni við samvinnufélögin. þ'essir menn dirfast að bjóða ís- lenskum bændum til samfélags við sig í kaupsýslumálum, með rógi um samvinnufélagsskapinn og skora á íslenska bændur og samvinnumenn að kjósa fulltrúa með sér á þing. þessir menn dirfast að halda því fram að íslenskum bændum og samvinnumönnum stafi hætta af skuldum samvinnufélaganna. Sannleikurinn er sá að hættan af skuldum við útlönd, sem vofir yfir íslenskum bændum og sam- vinnumönnum, stafar af því að þeir eru borgarar í sama þjóð- félagi og þeir kaupsýslumenn og viðskiftamenn þeirra, sem sam- tals skulda þrjátíu sinnum meira við útlönd, en allir samvinnu- mennirnir til samans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.