Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 79 frv. En Vísislistinn er það bestur þeirra þriggja, að hann villir ekki á sér heimildir. „Með Joni“. Skrítið var það, að á meðmælenda- skjölum Mbl. var víða tekið svo til orða: Við mælum með þeim lista, sem Jón Magnússon er efstur á. þann- ig var alt miðað við Jón. Hinir á listanum aðeins hafðir fyrir agn til að hjálpa Jóni. þannig felst engin stefna i framboði Jóns. það er að- eins örþrifaráð manns sem langar til að vera á þingi, vegna fánýtia mannvirðingavona. Hitt, að kaup- menn muni brúka hann sem atkvæði i málum, er eðlilegt. Hann vill þing- menskuna. þeir atkvæðið. Svo geta báðir verið ánægðir. En hvað segja þeir bændur um málið, sem á að veiða á listann til bjargar? Mbl. óttast að eitthvað af verka- mönnum muni kjósa samvinnulist- ann. þetta getur verið, einkum um sjómenn utan Rvikur, sem vita að Framsóknarflokkurinn er eina at- hvarf þeirra í baráttunni við Stein- oliuhringinn og þjóna hans hér á landi. Aftur munu engar líkur til, að eiginlegir sameignarmenn kjósi sam- vinnulistann. Slikum mönnum er oft ver við samvimiustefnuna, held- ur en liöfuðandstæðinga sína, auðkýf- ingana. þettu er raunar skiljanlegt. Auðvaldið skapar sósialismann. Án auðvalds, engin verkamannahreyf- ing. því meiri kúgun frá liálfu þeirra riku, þvi meiri líkur til að sósialist- ar geti náð völdum, og komið á sam- eign eftir vild sinni. En samvinnu- stefaan kemur eins og fleygur inn á milli. Hún viðurkennir eignarrétt einstaklingsins, en beitir frjálsri samhjálp. þar sem samvinnustefnan nær til, myndast hvorki miljónerar eða öreigar, heldur sjálfbjarga menn. Samvinnustefnan er þannig andvig báðum, kapítalistum og sam- eignarmönnum. Hún skapar nýjan grundvöll, þar sem hvorug hin stefn- an hefir lífsskilyrði. þetta vita for- kólfar togaraeigenda og verkamanna. þeir byggja á alt öðrum grundvelli en samvinnumenn. Og líf beggja þeirra flokka er undir því komið, að samvinnan verði ekki ofan á. Svo að eftir mannlegum mælikvarða er ekkert undarlegt, þó að þeir neyti allrar orku til að láta ekki sam- vinnumenn sigra baráttulaust. * * ---o---- Mogga-molar. 1. Altalað er um bæinn, að Jón Magnússon sé nú á gangi seint og snemma og gefi sig einkum á tal við daglaunamenn, spyrji um kaup þeirra, og húsaleigu. þyki hún há. Vorkenni þeim sáran fátæktina. Gefi þeim undir fótinn með betri lífs- kjör, ef þingið væri betur skipað — meira sparað. 2. Mbl. hefir viðurkent eftir Sig. búfræðing, að hann hefði viljað vera annar maður á samvinnulistanum, ef þess hefði verið kostur. Hinsvegar hefir hann réttilega látið bera á móti að sér hafi verið boðið það sæti, eða önnur á þéim lis.ta. Með þessu hefir Sigurður sannað, að hann er allra flokka maður. I-Iafði verið i öllum flokkum áður, nema Framsóknar- flokknum. Vildi nú komast þangað, ef þar var völ mannvirðinga. Úr því það mistókst, þá fór hann á kaup- mannalistann. 3. þegar Sig. Sigurðsson var á ferð austanfjalls, um sama leyti og frétt- ist að liann væri kominn hjá kaup- mönnum á lista, létu flestallir kunn- ingjar lians óánægju og kviða í ljós yfir þessu ráðlagi. Fullyrtu að hann yrði ekki einu sinni varamaður nú, og gæti enn siður komist að við kjör- dæmakosningu. „þú ert búinn að gera þig að sild (þ. e. beitu) fyrir kaupmenn", sagði einn af kunningj- um hans. 4. Allir vilja þurka Jón af sér. Hann á livergi griðastað nema hjá Mbl. Togaramenn vilja gefa bændum hann. Verkamenn togarakörlum. Tím- inn sendir liann til föðurhúsanna, beint í faðm kaupmanna. 5. Alt ei' leigt og lánað hjá kaup- mönnum. þeir kaupa sér blaðamenn, og skifta oft um. þeir hætta við að bjóða sína eigin menn, Fiygenring, Garðar eða Líndal, og fá lánaðan gamlan embættismann, sem að sögn Mbl. er nú á 6000 kr. eftirlaunum, auk dýrtiðaruppbótar. En til að koma þessum lánaða manni að þarf hann aftur að fá Sig. búfræðing lánaðan. þar fyrir neðan koma svo virkileg- ir kaupmenn niður i gegn. Óskemti- legur er sá ramrni, sem vesalings Sigurður er settur í. Og svo er hann svikinn, hæddur og balctalaður af þessu dóti, sem hann er að reyna að hjálpa. 6. Ljót aðferð er það hjá Mbl. að ginna Sig. búfræðing svo sem raun er á. Hann er fenginn til að draga bændur til að kjósa mann, sem þeir ekki vilja, og vinnur fyrir andstæð- inga þeirra. En samhliða þvi gengur það sem kjörorð um í herbúðum Jóns lijá verslunarstéttinni að strika Sigurð út. þeir vonast eftir að koma Jóni inn, sem þó er vafasamt. En þeir vilja ekki að Sigurður sé vara- maður hans. þessvegna ætla þeir að lækka Sigurð svo mjög, að Sveinn Benediktsson, alóþektur smákaup- maður eystra, verði varamaður, ef Jón slysast inn. Skyldi málkunningj- um Sigurðai' líka vel þessi aðstaða fyrir hann og þá. því að þeir eiga að lyfta Jóni. 7. Móti betri vitund segir Mbl. ósatt um prófkosningu Tímans. Blaðið veit að J. J. fékk flest atkvæði sem efsti maður, og H. Kr. flest sem ann- ar maður. það veit ennfremur, að það efsta sem gat komið til mála að setja Sig. Sig. eftir þessum dómi fólksins, var i 5. eða 6. sæti. í þing- flokknum var aðeins einn maður, sem ekki vildi liafa J. J. efstan. En sá maður vildi vera þar sjálfur. En það vildi enginn nema hann. Fróðlegt að Mbl. nefni nöfn þeirra Framsóknai'- þingmanna, sem ekki styðja B-list- ann vegna efsta mannsins,* að frá- töldum þeim eina, sem þegar er nefndur. Geti blaðið þetta ekki, er það lika í þessu efni staðið að vís- vitandi ósannindum. 8. Hversvegna leggja kaupmenn svo mikla áherslu á að J. J. verði ekki þingmaður? þeir segja að hann muni verða lélegur starfskraftur fyr- ir bændur og samvinnumenn. En myndi það skaða kaupmenn? Væri þeim ekki best, að bændur hefðu sem allra lélegasta málsvara á þingi? þessi umhyggja kaupmanna fyrir bændum er líklega dálítið, vafasöm. 9. Verkamannastéttin íslenska sýn- ist eiga ítök víðar en kaupmenn grunar. þegar Jón Magnússon hefir boðið sig fram í Rvík, hefir hann tjáð sig mjög hlyntan verkamönnum, og rak lika ei'indi þeirra, þar til hann féll, t. d. í togaravökumálinu. Sig- urður búfræðingur ,er svo sem kunn- ugt er einn aðalstofnandi verka- mannaflokksins og var lengi formað- ur í lielsta kaupkröfufélaginu. Bjarni frá Vogi hefir á almennum kjósenda- fundi í Rvik sagt að hann væri ekki einungis elsti, heldur líka mesti jafn- aðarinaður á Islandi. þorsteinn Gísla- son ritstjóri hefir ort liersöng verka- rnanna, og er sú drápa e;nna magn- aðasta kvæðið í ljóðabók hans. Jón Bergsveinsson formaður Fiskifélags- ins, hefir árum saman þóst vera einn af forkólfum sósíalista á Akureyri. 10. Magnús Guðmundsson lagði til í fjárlagafrumvarpinu, að Bjarni héldi Faust-styrk sínum, þótt annars- staðar væri sparað. Síðan lögðu vin- ir M. G. í fjárveitinganefnd, Jón á Reynistað, Ottesen og þórarinn bless- un sina yfir Faust í nefndinni. En í þinginu barðist Sveinn í Firði við þonnan landfræga bitling, en náði ekki að vinna á „sparnaðarflokkn- um“, Bjarni ætti að tileinka Mbl. og þingmönnum þess 2. bindi af Faust. Dalamenn komast af með eina til- einkun. 11. Enn eru skrifuð vitur orð í sandinn. Hreiður litla Lárusar, komp- an inn af forsætisráðherraskrifstof- unni, hefir staðið auð, siðan fuglinn flaug. Rykið safnast á stóla og borð, og hin dýru brennivínsskeyti frá Madrid, sem hrúgast höfðu þar sam- an i stjórnartíð Lárusar. Eftir því sem lieyrst hefir eftir einum af þeim 39 dyravarðarefnum, sem þóttust liafa ádrátt frá J. M. um embætti í for- stofu stjórnarráðsins, gerði gárungi einn sig nýverið sekan i þeirri goð- gá, að skrifa samandregin fangamörk Jóns Magnússonár og Bjarna frá Vogi í rykið á símskeytaböglinum. Skyldi sá hafa vitað, að Jón og Bjarni bjuggu til þetta hreiður saman? Stríðinn. þjóðvinafélagið. Bækur þess eru þegar komnar á markaðinn, og er það besta fyrirkomulagið að þær nái í kauptíðina á vorin. Almanakið er nú í fyrsta sinn laust við háskólastimpilinn danska. Eru gengin í gildi lögin sem veita íslenska háskólanum einkaleyfi til útgáfunnar. þá er almanakið og í fyrsta sinn reikn- að af íslenskum mönnum: Ólafi Daníelssyni og þorkeli þorkels- syni. Eru þetta góð umskifti hvorttveggja. Annars er Alma- nakið í líku sniði og áður og fjöl- breytt að efni. — Andvari er sér- staklega fjölbreytilegur að efni. Forsetinn, dr. P. E. Ól., ritar ræki- lega æfisögu þorvaldar Thórodd- sens og aðra grein: Bókasöfn og þjóðmenning, sem er útdráttur úr merkri bók um það efni. þor- kell þorkelsson ritar: Um ísaldar- menjar og forn sjávarmál kring urn - Akureyri og Frumefnin og frumpartar þeirra. M. Júl. Magn- ús læknir ritar um síra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað.Sig. Nor- dal ritar nýja grein um þýðing- ar. Er þessi tillaga hans: „þjóð- vinafélagið á að taka útgáfu er- lendra afbragðsrita í. vönduðum íslenskum þýðingum upp á stefnu- skrá sína“. Standi það „fyrir margra hluta sakir sérstaklega vel að vígi til þess að gefa út þýðingar og koma þeim í margra hendur“. Lárus H. Bjarnason hæstaréttardómari ritar grein sem heitir Dómaskipunin. Fjallar um hæstaréttarlögin nýju og til- lögur þær, sem fram hafa komið um það efni. Höf. legst mjög á móti því að sameina dómara og kenslustörfin í lagadeild. Fremur kæmi til mála að fækka dóm- endum og taka upp aftur skrif- lega málfærslu. Einn aðalgalli hæstaréttar nú sé hinn dýri rekst-. ur málanna. Vill helst fá aftur þrjú dómstig og bendir á leiðir til að það þurfi ekki að auka mjög kostnað. Síðast er í Andvara merk grein eftir Guðmund Finn- bogason um Mannkynbætur. Verð- ur sérstaklega vikið að þeirri grein síðar. ----o--- Hversvegna styð eg samvinnulistann ? II. Eg hefi aldrei verið harður flokksmaður. Hefi jafnan látið ráða atkvæði mínu traust það, er eg hefi borið til mannanna, sem í kjörí voru í hvert sinn. Atvinn- unnar vegna mundu menn ætla, að eg fylgdi Morgunblaðsliðinu. En þar sem það hefir ekki betra að bjóða en Jón Magnússon með nýfengið vantraust mikils meiri hluta þjóðarinnar, og Sigurð Sig- urðsson, liðhlaupa, sem auðsjáan- lega hygst að nota sér óvinsældir Jóns, og er þegar farinn að vinna að því, að hann verði strikaður út, þá skoða eg ekki huga minn um að snúa bakinu við slíku. Útgerðarmaður. III. Tilverunni er svo farið, að hún þolir ekki að lögmál hennar séu slitin úr réttu samhengi. Samvinnan er mikilvægasta lög- málið, sem eg þekki. Samkepnin getur verið gæðahjú á heimili samvinnunnar, en er alófær um að eiga með sig sjálf. Bóndi. IV. Vegna málefnisins og vegna mannanna, sem á listanum eru. Árnesingur. -----o---- Um Hallgrím Pétui'sson. Arne Möller prestur í Danmörku, hinn ágæti íslandsvinur, hefir ritað doktorsritgerð um Passíusálma Hallgríms Péturssonar, stóra bók, sem Gyldendal gefur út. Lýsir fyrst í stórum dráttum sálma- kveðskap í lúterskum sið á ís- landi fyrir tíð Hallgríms, því- næst öðrum ljóðum Hallgríms og loks Passíusálmunum. Dylst það ekki, að höf. er mjög fjöllesinn um þessi efni og um kirkjubók- mentir yfirleitt á þessum tímum, og vitanlega skiljast Passíusálm- arnir fyrst til fulls á grundvelli slíkar rannsóknar. Er að bók þessari hinn mesti fengur. Landsbankinn. Búið er að grafa fyrir grunni hins nýja húss Landsbankans, áfast við gamla húsið. Verður hinn nýi banki helmingi lengri en gamla húsið og þriðjungi hærri. -----o---- melurinn og björkin, eru landverðir þjóðarinnar: í skjóli þeirra á hið ræktaða land framtíðarinnar og býli borg- aranna að vera varið, eftir þvi sem hægt er, fyrir liætt- unni sem stafar af sandinum frá öræfunum, vornæð- ingunum,*) vatnavöxtunum, og hinu breytilega veður- lagi. þessa tvo útverði i gróðurheiminum þarf þjóðin að efla, kynslóð að taka við aí kynslóð, uns bætt er að fullu skarð í vör Skiða, uns þjóðin er búin með vöxt- um og vaxtavöxtum að gjalda að fullu sína stóru skuld fyrir misþyrmingu gróðurlandsins á liðnum öldum. Um aldamótin siðustu vaknaði verulegur áhugi fyrir slcógrækt. Eins og við mátti búast, gerðu menn sér í fyrstu glæsilegri vonir um skjótan árangur, heldur en reynslan staðfesti.. Útlendir menn, einkum frá Dan- mörku, voru fengnir til að rannsaka og vinna að skóg- ræktarmálunum. Sumir gáfust vel. Aðrir miður. í heild sinni má fullyrða, að sárlitið gagn hafi orðið af starf- semi landsstjórnar og þings i þessu máli. Hefir það haft afarslæm áhrif á skoðanir almennings. Hinum er- lenda forstjóra skógræktarinnar hefir ekki tekist að kom- ast í samvinnu við skógareigendur og aðra, sem með þurfti að starfa. Honum liefir ekki tekist að fá alþjóð til að trúa á starf hans. þessi missmiði eru svo mikil, að afleiðingar þeirra verða langvarandi, og á þann veg sem síður skyldi. Samt þarf ekki tómt vonleysi að ríkja í skógrækt- armálunum. Náttúran sjálf hefir starfað ötullega að þvi að græða sár sin. Síðasta mannsaldurinn hafa allir skógar á íslandi, svo að segja, vaxið mjög mikið, bæði færst út og hækkað. Kolaeldarnir liafa hætt, og vetrar- *) Eitt mesta mein sjúklinganna á Vífilstöðum eru næðingarnir á bersvæðinu, kringum hælið, og moldryk af melunum og hálfblásna landinu umhverfis. Fyrrum hafa hæðir þessar allar verið klæddar skógi. Geta oi'ð- ið það aftur á löngum tíma. beitin minkað. Á hinn bóginn hefir a. m. k. einum íslendingi, Sigurði Sigurðssyni forseta Búnaðarfélagsins, tekist að sýna verulega ávexti í trjárækt, jafnvel með erlendan trjágróður. Hann var alinn upp í einu helsta skógarhéraði landsins, Fnjóskadal. Hann nam skógrækt ungur í Noregi, þar sem skilyrðin eru likust. í höndum hans varð Gróðrarstöðin á Akureyri að einskonar furðu- verki i augum Islendinga, að því er skógrækt snerti. þar má nú sjá hin einu glæsilegu barrviðartrjágöng sem til eru hér á landi, auk ánægjulegra tilrauna með björk og reynivið. það sem þarf að gera í skógræktarmálunum, er að fela yfirstjórn þeirra innlendum manni, sem hefir áhuga og þekkingu og er búinn að sýna í verki, að liann getur náð samvinnu við alþýðu i þessu máli. Án þess eru allar leiðir ófærar. þar næst er að hefja friðun eins mikils og hægt er yfir að komast. af bjarkarskógunum. þeir skógar, sem fá að vaxa í friði til lengdar, bera þroskuð fræ. þau dreifast með vindi og veðrum, og þannig færist skógurinn út. þegar skógur er orðinn full- vaxinn, er ekki þörf að girða hann, og má þá færa eldri girðingar til þeirra svæða, þar sem ungviðið er að vaxa. þýðing gömlu skóganna, t. d. Vagla og Hallorms- staða., er ekki síst í því fólgin, að þeir geta verið fræ- stöðvar fyrir alt landið, að því leyti sem kemur til rækt- unar, án þess að náttúran sé ein um liituna. þriðja sporið er að koma upp skógarlundum kring um sem allra flest býli á landinu, bæði i sveitum og kaupstöðum. Nóg er landrýmið, að minsta kosti í sveit- unum. Með öruggri girðingu, sem hærri er en snjóalög á vetrum, og umönnun frá hálfu heimilisfólksins, virð- ist einsætt áð koma megi upp slíkum gróðurreitum. Skógarilmurinn við bæinn og inni i húsum margborgar fyrirhöfnina. í bæjum og kaupstöðum, eins og t. d. Reykjavik, er éðlilegt að íbúarnir hafi, auk garðanna við húsin, sameig- inlegt skóglendi utanbæjar. Iíringum Reykjavík eru grýttar melöldur austan og suðaustanvert við bæinn, milli gróð- urdælda, sem þúfnabaninn er nú að gera að túnum. þessar hæðir hafa áður verið skógi vaxnar, og geta orð- ið það aftur. Ef ákveðið væri að gera þær að skóglendi, yrði fyrst að alfriða hæðirnar um alllanga stund, svo að gras næði að gróa þar. Síðar kæmi skógurinn til, að visu á afarlöngum tima, en kæmi samt. Ef Öskjuhlíðin vestan vegai'ins væri grasi gróin og skógi vaxin, myndi útsýni þaðan vera fegurra eft af Skansinum hjá Stokk- hólmi, og er því þó með réttu viðbrugðið af flestum, er séð hafa. Að lokum yrði eftir sú þrautin, sem þyngst er, að koma upp aftur skóglendi í þeim héruðum, þar sem eng- ar skógarleyfar eru. En það er mál þeirra, sem best liafa vit á þessum hlutum hér á landi, að þar þurfi að koma upp skógarlundum á gróðurmildum, skjólsælum stöðum, mjög víða um landið, þar sem skógi væri ætlað að vaxa til frambúðar. En þessir gróðurlundar mega vera frem- ur litlir. Tilgangurinn með þeim er eingöngu sá, að þar nái allmörg tré íullum þroska, og verði fræberandi. Út frá þessum sjálfvirku gróðrarstöðvum breiðist svo skógurinn, einkum ef hjálpað er til með friðun i kring. Reynslán er búin að margsýna hér á landi, að skóg- græðslan gengur langfljótast þar sem náttúran sáir sjálf. Hlutverk mannanna er að hjálpa náttúrunni til að gera það, sem hún vill, að klæða landið. Margir eru nú mjög vondaufir um framtið skóganna á íslandi. En það kemur af því, að þeir eru of bráð- látir. Vilja sjálfir uppskera, þar sem þeir sá. En það dugir ekki í þessu máli. Skógræktin hlýtur að verða hér ákaflega hægfara. Iiún getur aldrei verið eiginlegt gróða- fyrirtæki. Hún er fyrst og fremst menningarmál fyrir þjóðina í heild sinni. Sú byrjun á verki, sem núlifandi kynslóð gerir, er fyrsta afborgup af þeirri miklu skuld, sem þjóðin stendur í við landið, sem hún byggir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.