Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1922, Blaðsíða 4
80 T 1 M 1 N N H.f. Eimskipafélag íslands. Flutningsgjöld lækka. Frá 15. júní þ. á. lækka fintningsgjöld nnlli landa með skipum vorum, frá riúgildandi gjaldskrá þannig: lililli Kaupmannahafnar og íslands eða íslands og Kaupmannahafnar . . um 10 al' hundraði Milli Leith og íslands . . Milli Islands og Leith . . Flutningsgjöldin greiðast tyrirfram eins og áður, fyrir vörur frá Káupmannahöfn í dönskum peningum, fyrir vörur frá Leith í enskri" mynt (shillings), en fyrir vörur frá Islandi tii Leith eða Kaupmanna- hafnar í'íslenskum peningum. Hi. Eímskipafélag íslands. n 20 „ V 10 „ ■ TIl kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskónar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eíiið ísleuskiin iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. rossasýníngar voríð 1922. 17. júní í Dalasýslu. 20. júní í Snæfellsness- og Hnappadalssýsln (Arnarhólsrétt í Helgáfellssveit). 23.—24. júní í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (Deildartungu); 3. —4. júlí í Arnessýslu. 4. —5. júlí í Rangárvallasýslu (Djúpadal við Eystri Rangá). 11. júli í Vestur-Skaftafellssýslu (Vík). LambslcÍBn, tófuskinn og selskinn kaupir mjög háu verði Jónas H. Jónsson, Bárunni. Sími 327. Kristján í Auraseli. Hann Kristján í Auraseli er að vísu ekki landskunnur maður, en hitt er víst, að fáir munu þeir vera í Sunnlendingafjórðungi, sem ekki hafa heyrt hans getið, og allir, hygg eg, að góðu. þeir þekkja hann að minsta kosti sem hafa átt yfir illvötnin Affall og þverá að sækja að vetrarlagi. Auraseli er þannig í sveit komið, að það er vestarlega á aurunum löngu milli Markarfljóts og Af- falls suðaustanvert, en þverár að norðan. Jörðin er kirkjujörð og tekur Breiðabólsstaðarklerkur leig ur og landsskuld af henni. Ilún liggur undir sandágangi alla vega frá og liggur við auðn í sandái- um, enda hefir hún stundum í eyði verið. þarna hafa þau hjónin, Krist- ján og Bóel kona hans, búið, að vísu við erfið kjör og lítil efni, en mestu risnu og höfðingskap að gestrisni og greiðasemi. Átta voru börnin, er þau komu til manns, en ekki man eg hve mörg þau áttu alls; stundum hafa þau hjónin í seinni tíð tekið barna- börn sín til fósturs. Fegnir munu flestir hafa orð- ið því, að sjá litla, laglega bæ- inn á Aurunum, er heimtu sjálfa sig úr helju frá djöfladansi sand- hríðarinnar, sem einatt geysar þar. I Auraseli er allur beini auð- fenginn þeim er að garði ber. Húsbóndinn hefir oft hrept hrakninga, og teflt jafnvel lífi sínu í tvísýnu við að fylgja mönn- um yfir vatnsföllin, og fylgdar- launin munu oftast hafa verið beini góður hjá honum sjálfum. Kristján og kona hans hafa enga krossa eða nafnbætur feng- ið, og er það vel; slíkt tildur mundi sóma sér illa & þeim, enda er öllu borgið um það, að þau fái ekki þessháttar náðargjafir. Svo má treysta gáfnafari brodd- borgaranna og gæsarlappa-höfð- ingjanna, að þeim mun seinast skiljast það, að sú risna og höfð- ingskapur er margfalb meira virði er af vanefnum er veittur, en sá, er ræður auður og allsnægtir, og að sá er þjóðfélaginu þarfastur, er ósíngjarnast greiðir öðrum leið. Línur þessar eru skrifaðar í þakklætisskyni við Kristján fyrir greiða fylgd fyr og síðar, ekki af því að þeir séu ekki fleiri hans líkar um Rangárþing og víðar, heldur af því, að hann stendur vegna aðstöðu sinnar í fremstu röð slíkra greiðamanna. Skrifað á Selalæk í maímán. Gunnar frá Selalæk. -----o---- SðiÉMin- oo kaupmannalistar. Mbl. heir sagt. feiknin öll af ósann- indum um undirbúning samvinnu og bændalistans. En sönn er sagan svona. Tímirin prófaði fyigi sinna manna með óbundnum kosningum um land alt. Benti ekki á nein nöfn. Langflest atkvæði sem efsti maður fékk Jónas Jónsson. Langflest sem annar maður II. Kr. Stjórn Fram- sóknarflokksins og stjórn Tímafélags- ins gekk frá listanufn. Að tilhlutun H. Kr. var Sigurjóni Friðjónssyni boðið annað sæti, af því liann var eini þingmaður flokksins, sem ekki liafði kjördæmi að baki. Hafði hann þá verið aðeins nokkrar vikur í t'lokkuum, svo að kalla mátti boðið gott. Sigurjón vildi vera efstur, og varð ekki úr sainkomulagi um það. Hafði hann orðið 10. eða 11. maður við prófkosninguna. Að öðru leyti var raðað á listann hérumbil eftir prófkosningunni, nema að því er snerti Svein í Firði. Af því að menn vita að hann er rótgrónastur allra þingmanna í sínu kjördæmi, var kosninguna. En af því að hann hefir átt svo mikinn þátt i að mynda og móta Framsóknarflokkinn, þótti öll- liann ekki mikið kosinn við tilrauna- um hlutaðeigendum hann sjálfkjör- inn ofarlega á listanum. Dálitlar um- ræður urðu í flokknum um neðri sætin á listanum, hversu raða skyldi og taka tillit til héraða og' fjórðunga. En flokksstjórnin leit svo á, að sam- eiginlegar skoðanir en ekki landa- fræði kæmi til greina í þessum efn- um, og mun flestum skynbærum mönnum finnast þar rétt ályktað. þvínær allir þingmenn Framsóknar- flokksins, sem voru i bænum þegar listinn var fullgerður, og höfðu ald- ur til, voru meðmælendur. B-listinn er þessvegna eini listinn sem er bygð- ur á frjálsum dómi flokksmannanna. Alt öðru vísi er farið um lista kaup- manna. Eftir því sem eitt kaup- mannablaðið segir, vildi félagið Stefnir fyrst hafa tóma kaupmenn: Flygenring, Garðar, Thor Jensen o. s. frv. þá kom „bændadeild Mbl.“ með Magnús Guðmundsson og var hann allfús., En það vildu kaupmenn ekki. Bjuggust við að sæti hans í Skagafirði væri þeim tapað, ef hann næði kosningu á landlista. pá skaut Jóni upp, og lagði hann hart að S.tefni að taka sig. En þar voru kald- ar viðtökur, einkum frá togaraeig- endum. Jón bauðst til að lýsa yfir, að hann liallaðist sérstaklega að kaupmannaverslun og væri mótfall- inn samvinnustefnunni. Endirinn varð sá, að Jón fékk að fara sem „spekúlant" á eigin ábyrgð, en var lánað Mbl., Sig. búfræðingur og nokkrir óþektir kaupmenn. Má Jón þakka lán sitt eða ólán, að enginn af kaupmönnum sótti fast að hafa efsta sætið. En óheilt er undir og ofan á. Loftið alt lævi blandið. Upp- skeran verður eftir því. A. Fréttir. Látin er hér í bænum 25. þ. m. frú þóra Möller kona Jakobs Möll- ers ritstjóra. Hún var dóttir þórð- ar Guðjonssens verslunarstjóra á Húsavík og uppeldisdóttir síra Jens prófasts Páissonar í Görð- um, bráðgáfuð kona. Eggert Stefánsson söngmaður hefir dvalist á þýskalandi lengst af í vetur, en í fyrrasumar á Ítalíu. Lætur hann hið besta yfir dvölinni á þýskalandi og hefir boðist staða við operuleikhúsið í Frankfurth. Nú er hann staddur í Kaupmannahöfn. Miklir mannskaðar. Mjög hætt er við að enn hafi orðið miklir mannskaðar. Telja menn nálega víst að þessi skip hafi farist: Maríanna frá Akureyri, með 12 eða 14 skipverjum, Aldan frá Ak- ureyri, með 15 skipverjum, Sam- son frá Siglufirði, með 7 skip- verjum og Hvessingur frá Hnífs- dal með 9 skipverja. Munu mörg ár liðin síðan svo margir liafa farið í sjóinn, eins og í vor, ef þessar fregnir reynast sannar. Sljórn Alþýðuflokksins hefir fyrir hönd flokksins borið fram áskorun til landsstjórnarinnar um að hún leggi það til við kon- ung, að hann náði Ólaf Friðriks- son og félaga hans, sem dæmdir voru fyrir atburðina sem gerðust 18. nóv. síðastliðinn. Góður gestur hefir dvalist í bænum undanfarið, frú Povlsen, ein af leiðtogum Hjálpræðishers- ins 1 Danmörku, og hefir og starf- að víðsvegar um heim. Flutti frú- in fyrirlestra, bæði í samkomusal Hjálpræðishersins og í dómkirkj- unni, og talar sérstaklega vel og áheyrilega. Er nú orðið langt síð- an að Hjálpræðisherinn fékk hina sömu ágætu viðurkenningu hér, sem hann nýtur að makleikum í öllum siðuðum löndum. Alþingissagan. Landsstjórnin hefir skipað þriggja manna nefnd til þess að sjá um útgáfuna á sögu Alþingis. Eru í nefndinni: Sig- urður Nordal prófessor, formað- ui’, Páll E. Ólason prófessor og Matthías þórðarson fornmenja- vörður. Jafnframt er Benedikt forseti Sveinsson ráðinn ritstjóri sögunnar. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Alfa Pétursdóttir, fóstur- dóttir frú Önnu Stephensens frá Akureyri og Eiríkur Einarsson al- þingismaður og útibússtjóri á Selfossi. Verkfall. Alþýðublaðið flytur þá fregn að um 50 hafnargerðar- menn í Vestmannaeyjum hafi haf- ið verkfall. Horfið skip. Nýlega strandaði skip fyrir Suðurlandi, sem flutti sementsfarm. Björgunarskipið þór fór til að reyna að ná skip- inu á flot, en þegar kom á vett- vang, sást skipið hvergi.' Ullariðnaðainefnd. Atvinnu- málai'áðherra hefir skipað þriggja manna nefnd til þess að undirbúa ullariðnaðarmálið: Hallgi’ím Krist- insson forstjóra, Guðmund Hlíð- dal verkfræðing og Boga þórðar- son bónda á Lágafelli. Látinn er aðfaranótt 25. þ. m. Sigurður bóndi Guðmundsson á Skarði í Lundareykjadal, 55 áfa að aldri. Hann var stjúpi þor- steins bónda Tómassonar á Skarði, merkismaður og vel lát- inn. Landhelgisgæslan. „þór“ Vest- mannaeyinga er ráðinn til land- helgisgæslu nyrðra um síldveiða- tímann. Er það vel að „þór“ verð- ur reyndur og væri fljóttekinn gróðinn, ef útlendingar fengju þann beig af að hætta að veiða og salta í landhelgi, án þess að greiða lögmælta tolla. Og vel er það og farið, að þessi merka starf- semi Vestmannaeyinga sé virt og styrkt á þennan hátt. Jóhannes Iíjarval málari er far- inn til Borgarfjarðar eystra. Ætl- ar hann að mála þar í sumar. Hann á von á fjölskyldu sinni þangað bráðlega frá Danmörku. Hvítir hrafnar. þorbergur þórð- arson, skáld og málfræðingur er að gefa út kvæðabók með því nafni. „Stéttastríð“. „Morgunblaðið og Lögrétta vilja vinna gegn öllum æsingum sem miða til þess að skapa stéttastríð í landinu“. þessi orð stóðu í Morgunblaði'nu í fyrradag. það sem á bak við ligg- ur er þetta. Mbl. og Lögrétta vilja að stórlaxarnir í Reykjavík fái óáreittir hér eftir eins og hingað til að svamla í öllum peningum bankanna, útgefnum seðlum á landssjóðsábyrgð og sparifé lands- manna. Mbl. og Lögrétta vilja að hér eftir eins og hingað til sé lánstraust landsins notað til hins ítrasta til þess að afla þessum mönnum fjár og borga skuldir þeirra, en ekki einum einasta eyri sé varið til styrktar samvinnufé- lögum og landbúnaði. Varðskinpið „Fylla“ fór af stað í gær að tilhlutun lands- stjórnarinnar til þess að reyna þrautaleit að skipunum sem vanta nyrðra. „Herra X.“. þriðji maðurinn á kaupmannalistanum, Sveinn kaup- maður á Fáskrúðsfirði, er alókunn Amboð. Höfum fyrirliggjandi mjög ódýrt orfefni, hrífusköft, lirífuhausa, sér- staklega. gott efni. Einnig ágæta hverfisteina. Slippfélagið í Beykjiivík. Talsími 9. Minnisbók bænda fyrir árið 1923 (2. árg.) kemur út í september. Töiuvert stærri en í ár og með mörgum myndum. — Verð aðeins 1 króna. Það sem þá kann að vera til af 1. árg. verður selt á 2 kr. Þakkarorð. Þeim Húsyíkingum, sem gáfu mér fé tif að leita mér lækningar á sjúkdómi þeim, sem heflr þjáð mig um mörg ár, sendi eg inni- legustu hjartans þakkir, og bið al- góðan guð að launa þeim. Staddur í Reykjavík 26. maí 1922. Jón Ármann Árnason. ur maður og er nú alment kallað- ur: herra X. En það lítur helst út fyrir, komi kaupmannalistinn að nokkrum manni, þá verði það helst þessi herra X. Reykjavíkur- kaupmenn hafa, að því er fullyrt er, öflug samtök um að strika Sigurð búfræðing út. Hitt er al- víst, að þeir menn til sveita, §pm kjósa listann, munu undantekn- ingarlítið strika Jón út. Afleið- ingin verður sennilega þessi, ef einhver kemst að á listanum, að „herra X“ verður kosinn, en Jón til vara, því að atkvæði listans í Reykjavík verða fleiri en til sveita. Sjódómur háður út af Sterlings- strandinu hefir kveðið upp þann úrskurð að orsakir strandsins hafi verið óviðráðanlegar, þar eð óvenjulegur straumur muni hafa borið skipið af réttri leið. Vegna þrengsla bíður næsta blaðs áframhald þingsögunnar frá í vetur og grein um Fiskifé- lagið og steinolíuverslunina. Hví undrast Mbl., ef sagt er að baráttan standi milli annars manns á samvinnulistanum og Jóns eða Sig. búfr. ? Af því efsti maður B-listans er margfaldlega viss, en fylgismenn Jóns og Sig- urðar sitja á svikráðum hverir við aðra. þeir keppa við 2. mann B-listans. Einn ónefndur flokkur hér í bæ hefir við orð að hann eigi prentaðan níðpésa, geymdan í flestum kaupstöðum. þaðan eigi að dreifa pésanum um sveitirnar rétt fyrir kosningarnar svo seint, að ekki verði tími til að leiðrétta ósannindin fyrir kjördag. Kaup- menn á Akureyri sendu slíkt rit út um þingeyjarsýslu rétt fyrir kosningarnar síðustu þar, og er áætlað, að atkvæði Ingólfs hafi þessvegna orðið 25% fleiri. Prestskosning Fríkirk j usaf nað- arins fór fram í gær. Kosningu hlaut Árni Sigurðsson guðfræð- ingur með 1248 atkvæðum. Síra Eiríkur Albertsson á Hesti fékk 401 atkv. Jóhann Sigurjónsson. Eitt af Kaupmannahafnarblöðunum birtir nýlega áður óprentaða sögu eftir Jóhann Sigurj ónsson. Blaðið get- ur þess um leið, að Jóhann hafi verið mesta skáldið sem ritað hafi á danska tungu síðasta manns- aldurinn. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.