Tíminn - 03.06.1922, Síða 1

Tíminn - 03.06.1922, Síða 1
(Sjaíbfeti 03 afgraðslmna&uv Cintans er Sigurgeir ^riörifsfon, Sambanbsljúsiitu, líeYÍjauif. i^figteibBÍa Cimatts er t Sambanbsljúsinu. ®piit bagíega 9—12 f. I; Sími 496- VI. ár. Reykjavík 3. júní 1922 23. blað Guðmundur Helgason præp. hon. Guðmundur Helgason var fædd- ur í Birtingaholti 3. sept. 1853. Hann var elstur hinna mörgu og merku Birtingaholtssystkina og er sú ætt kunn um land alt. Hann útskrifaðist úr • latínuskólanum þjóðhátíðarárið og úr prestaskól- anum tveim árum síðar, með hæsta vitnisburði frá hvorum- tveggja skólanum. Sama haustið og hann útskrifaðist vígðist hann aðstoðarprestur síra Daníels Hall- dórssonar á Hrafnagili. Fjórum árum síðar, 1880, var hann sett- ur prestur í Odda og fékk veit- ingu ' fyrir Akureyri ári síðar. Akureyrarprestakalli þ j ónaði hann til fardaga 1885 og hafði þá brauðaskifti við föður minn og fluttist að Reykholti. Var þá nýlega kvæntur þóru dóttur síra Ásmundar prófasts Jónssonar í Odda, sem lést 1902. Prófastur var hann frá 1885—1896. Reyk- holti þjónaði hann í 22 ár, til far- daga 1907. Var sama haustið kos- inn forseti Búnaðarfélags íslands og fluttist þá hingað til bæjarins. Forseti Búnaðarfélagsins var hann í 10 ár; sagði af sér starf- inu á búnaðarþingi 1917. Heiðurs- félagi Búnaðarfélagsins var hann kosinn á búnaðarþingi síðastliðið sumar. Fjölmörg störf önnur hafði hann á hendi. Síðustu árin dvaldi hann hjá yngsta syni sín- um austur á Selfossi, en flutti aftur hingað til bæjarins síðast- liðið haust. Síðastliðinn laugardag fékk hann hálsbólgu, fékk lungna- bólgu í legunni og andaðist fimtu- dagskvöld 1. þ. m. Svo eru í 'fáum orðum rakin æfiatriði einhvers gáfaðasta og grandvarasta heiðursmannsins sem eg hefi kynst. Hefði síra Guðmundur nú ver- ið að velja sér viðfangsefni, ný- orðinn stúdent, hefði hann senni- lega ekki orðið prestur heldur vís- indamaður: annaðhvort meistari í norrænum fræðum eða stærð- fræði. Hann var afburða hæfileik- um gæddur í þær áttir báðar. Hin- ar skarpgáfuðu tilgátur hans og skýringar á íslensku máli, munu engum þeim úr minni líða sem kynni höfðu af honum. Fáir hafa skilið eins vel íslenskt alþýðumál og hann 0g kunnað eins vel að meta fegurð þess. Var þetta kær- asta viðfangsefni hans og ekki gat skemtilegri mann í vinahóp, er talið barst að þessum efnum. I Reykholti var hann sannkall- aður héraðshöfðingi, elskaður og virtur jafnt af sóknarbörnum sem öðrum héraðsmönnum. Bóndi var hann góður í fornum stíl, hygginn, forsjáll og hagsýnn, lagði lítt í kostnað, en efnaðist vel. Var landinu að því hinn mesti sómi að slíkur maður sat þann sögufræga stað, er margir merkir útlendingar sóttu til. Forsetastörf Búnaðarféíagsins rækti hann með einstakri sam- viskusemi og reglusemi. Umbrota- maður var hann enginn í því starfi, en virðing félagsins óx og allir starfsmennirnir og hinir mörgu aðrir sem hann átti mök við í því starfi, hlutu að líta upp til hins grandvara og réttláta manns, sem ekki mátti í neinu vamm sitt vita né þeirrar stofn- unar, er hann veitti forstöðu. Var það í góðu samræmi við búskap hans, að aðaláhugámál hans í búnaðarmálefnum var fóðurtrygg- ingamálið og lagði hann mikið á sig fyrir það mál. Djarfur og hreinn var hann í stjórnmálaskoðunum og bar þau mál æ fyrir brjósti. Fram á efstu ár vár hann óvenjulega gagnrín- inn og kröfuharður til allra trún- aðarmanna þjóðarinnar. Dómar hans um þau mál voru snjallir, réttlátir og afdráttarlausir. Al- vörumaður var hann hinn mesti, heitur tilfinningamaður, trúmað- ur og ættjarðarvinur. Fimm barna var þeim hjónum auðið. Laufey er látin fyrir nokkrum árum, prýðilega vel gef- in. Fjögur eru á lífi: Guðrún, ógift, hefir dvalist ytra nokkur ár, síra Ásmundur skólastjóri á Eiðum og Helgi og Guðmundur, starfsmenn báðir í Landsbank- anum. Af einlægri ást og virðingu á hinum góða Islendingi, hinum fluggáfaða mentamanni, hinum grandvara heiðursmanni sem hvergi var nema að góðu getið, eru þessi fáu minningarorð rituð. Tr. p. ----0---- ftltaf að tapa! Morgunblaðið telur það vel far- ið að þeir séu efstir á lista hvor á móti öðrum: Jónas Jónsson skólastjóri og Jón Magnússon fyr- verandi ráðherra. Tíminn telur það líka vel farið. Morgunblaðið gerír samanburð á pólitiskri starf- semi þeirra. Tímanum þykir sömu- leiðis eiga vel við að gera slíkan samanburð. Hin eiginlega pólitiska starf- semi Jóns Magnússonar hefst í árslokin 1916, að afstöðnum kosn-. ingum. Jón var þá gerður for- sætisráðherra. Ilann tók við for- ystu Ileimastjórnarflokksins af Hannesi Ilafstein. Sá flokkur var þá langsterkasti flokkurinn, inn- an þings og utan. Hafði nálega meiri hluta á þingi, og mikið traust af sínum fyrri foringja. þannig settist Jón á stóra jörð, í stórt bú. Fáir stjórnmálamenn hafa betur fengið alt lagt upp í hendurnar. Hvað er nú eftir af „herragarð- inum“? Enginn talar lengur um Heima- ' jfcjórnarflokk. Hann er ekki leng- ur til. Sumpart hafa þingmenn fiokksins fallið, sumpart hafa þeir farið úr vistinni. Pétur heitinn Jónsson var aleinn eftir í flokkn- um í neðri deild í fyrra, en í vet- ur var enginn eftir. þannig stendur hann einn eftir á eyðimörku hinn pólitiski for- ingi Jón Magnússon. Hversvegna? Af því að hann átti sjálfur engin áhugamál sem hann gat gefið flokknum til að sameina menn um. Af því að í honum var enginn innri eldur. Af því að hann er alls ekki foringi, heldur hefir hann látið berast með hin- um ýmsu straumum sem á hann hafa skollið. Hann hefir látið sterkasta strauminn bera sig, hvaðan sem sá straumur kom. Og nú er Jón Magnússon fram- bjóðandi Reykjavíkurvaldsins — kaupmannavaldsins. Ekki af því að hann fylgi því valdi af sann- færingu. Heldur af því að sá flokkur er í vandræðum með menn, og þorir ekki ^ð beita fram sínum eigin mönnum. í meir en fimm ár hefir Jón Magnússon farið með æðstu völd landsins og árangurinn er þessi. Hinn rótgróni gamli flokkur hans er hættur að vera til. Út úr vand- ræðunum tekur kaupmannavaldið hann upp á arma sína. — Hin pólitiska saga Jónasar Jónssonar byrjar líka árið 1916. þá komu fyrst opinberlega fram hin pólitisku samtök bænda og samvinnumanna við landkj örið. Jónas var og hefir síðan verið einn aðalmaðurinn í þeim sam- tökum. Síst hafa andstæðingar hans dregið dul á að hann væri þar fremstur í flokki. Hvað er orðið úr þessum litla vísi að pólitiskum flokki sem fyrst bar á 1916? það er nú orðinn langsterk- asti flokkurinn á Alþingi, Fram- sóknarflokkurinn, nálega jafnfjöl- mennur flokkur og sá, er Jón Magnússon tók við til forystu í árslok 1916. Á þessum vetri vann sá flokkur glæsilegan sigur við báðar aukakosningarnar sem fram fóru. Áhríf þessa flokks á stjórnmál- in á undanförnum árum munu eng um dyljast. Síst hafa andstæðing- arnir dregið dul á að Jónas Jóns- son hafi verið þar einna fremst- ur í flokki. Hversvegna hefir þessi flokkur eflst svo stórkostlega? Af því að hann hefir haft áhuga mál og hugsjónir sem hann hefir barist fyrir. þessvegna hafa svo margir safnast undir merkið. A.ndstæðingar Jónasar Jónsson- ar hafa heldur ekki farið dult með, að hann haifi lagt mest til í því efni. þeir hafa talið hann liafa það vald og þau áhrif að hann væri áhrifamesti maður landsins. Ályktarorðin hljóta að verða þessi: Síðan árið 1916 hafa þeir bar- ist hvor á sínum stað Jónas Jóns- son og Jón Magnússon. Jón Magnússon hefir verið for- sætisráðherra landsins lengst af síðan — en samt sem áður „altaf að tapa“. Hann hefir ekkert fyrir að berjast. Flokkurinn hans er tvístraður út í veður og vind. — Enginn trúir því, ekki einu sinni þeir sem nú vinna fastast að kosningu hans, að hann hafi nokkra foringjahæfileika til að reisa aftur við þær rústir sem hrunið hafa alt í kring um hann. Jónas Jónsson hefir engin völd haft, ekkert getað stuðst við nema „mátt sinn og megin“. Samt hefir hann altaf verið að vinna. Hann Refir verið forystu- maður í þeim hóp sem var jafn- fámennur 1916 og hinir tryggu menn Jóns Magnússonar eru nú, en er nú orðinn nálega jafnfjöl- mennur og flokkur Jóns var 1916. Mannskaðinn. það má nú telja alveg fullvíst, eftir árangurs- lausa leit varðskipsins, að öll skipin hafa farist sem getið var um í síðasta blaði, með 42 mönn- um. það er hörmuleg blóðtaka fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Ilefir sendiherra Dana sent for- sætisráðherra samúðarbréf af hálfu Dana. Yfirlýsing kaupmannafiokksins Síðan kaupfélögin tóku að fær- ast svo í aukana,að Sambandið er nú orðið langstærsta verslunar- fyrirtæki landsins, kaupir inn og selur flestallar vörur fyrir 2/5 hluta Islendinga, þróast hatur og óvild á þessum samtökum hjá nokkrum hluta af kaupmannastétt landsins, einkum þeim, sem standa að Morgunblaðinu og ís- lendingi. Frá kauptúnunum hefir borist látlaust umtal um að Sam- bandið væri fjárhagslega ósjálf- stætt, væri að setja bændastétt landsins á höfuðið, þyrfti að sníkja sér sérstaka. landsábyrgð, eins og togarafélög „ríku“ mann- anna í fyrra, og að tilgangurinn með því að fjölga samvinnumönn- ‘ um á þingi væri eingöngu sá, að bjarga verslunarfélögum sveita- manna frá að fara á höfuðið með því að koma hinni fjárhagslegu ábyrgð á þjóðina alla. Hafa ósann- indi og dylgjur af þessu tæi dreifst út frá svo að segja hverj- um kaupstað á landinu undanfar- in missiri. Samvinnumenn fóru sér að öllu hægt. Reyndu að spara sem mest . öll óþarfa innkaup, minka eyðslu og skuldir í land- inu. Niðurstaðan vai’ð lesendum Tímans kunn af ræðu H. Kr. og greinum um skuldir landsins út á við í síðasta blaði. Tveir fimtu hlutar íslendinga sem versla í samvinnufélögum, eru nálega skuldlausir við útlönd, þar sem hinn hluti þjóðarinnar skuldar milli 30 og 40 miljónir, eftir því sem opinberar skýrslur herma, og blöð kaupmanna viðurkenna nú með þögninni. Að lokum voru andstæðingar samvinnunnar í kaupstöðunum búnir að endurtaka svo oft þess- ar staðlausu kviksögur um fjár- hag bændastéttarinnar og sam- vinnufélaganna, að þeir voguðu að láta sömu hugsun koma fram í ritstjórnargrein í blaðinu, sem líklega hefir ekki verið eftir rit- stjórann, þótt hann bæri ábyrgð- ina. par er sagt, að verið sé að teygja yfir landið alt hættulegt fjárglæfrafyrirtæki, þ. e. Sam- bandið. Eftir anda orðanna var að sjá, sem tilgangurinn væri sá með sambandsfélögunum, að eyði- leggja fjárhagslega mikinn part af þjóðinni, og að sú eyðilegging væri mjög nærri því að komast í framkvæmd. Fyrir að dylgja þannig um fjár- hag stórra fyrirtækja, sem hæg- lega getur stórspilt áliti þeirra og trausti, dæma erlendir dómstólar stórkostlegar skaðabætur, nema sannað verði fyrir dómi, að um- mælin séu réttmæt. Fyrir slíka árás á stærsta verslunarfyrirtæki landsins liefðu slíkir dómstólar vafalaust dæmt sekt sem skifti hundruðum þúsunda. Meiðyrða- mál fyrir skattyrðingar milli ein- stakra manna er barnaleikur í samanburði við skaðabótamál stofnana. Mesta meiðyrðagreinin sem síðustu árin hefir komið fram í íslensku blaði, er árás Sigurðar yngri frá Vigur á ritstjóra Tím- ans í vetur sem leið. þar var að kalla mátti meiðyrði í hverri línu. En jafnvel fyrir slíka grein hefði höf. eftir gildandi réttarvenjum ekki fengið nema nokkur hundruð króna í sekt. Sektarmunurinn er ekki í því fólginn að ósannindin um einstakan mann séu ekki jafn- hættuleg siðferðilega, eins og ósannindi um stofnanir, heldur er gerður muriur á þeim fjárhags- lega skaða, sem einstökum manni getur orðið að óverðskulduðu per- sónulegu álasi, eða stofnun að óverðskulduðum álitshnekki um fjármál sín. Formaður Sambandsins, hr. Ól- afur Briem frá Álfgeirsvöllum, stefndi blaði kaupmanna tafar- laust fyrir ummæli þeirra, krafð- ist að þau yrðu dæmd dauð og ómerk, og umrætt blað dæmt til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í skaðabætur til Sambands- ins fyrir trausts og álitsspjöll. En eftir sáttafundinn birti Morgunblaðið svohljóðandi yfir- lýsingu: „Hér með afturkallast þau um- mæli um Samband ísl. samvinnu- félaga, er birtust í Morgunblað- inu 18. þ. m., að með þeim félags- skap væri stofnað til „skulda- verslunar í stóium stíl, með ógreiðanlegri samábyrgðarflækju, sein á að ná landshornanna á milli og úr er að verða hið hættu- legasta íjárglæíraspiF. Ummæli þessi eru algerlega ómakleg og er Sambandið hér- með beðið afsökunar á þeim. þorsteinn Gíslason.“ Jafnframt þessu lét hr. Ólafur Briem málið og skaðabótakröfur niður falla. Sambandið kærði sig ‘ ekki um að koma fram hefndum á nokkrum einstökum manni eða blaði, heldur að slá niður ósvífn- um óverðskulduðum rógi um fjár- mál þess, Út í hina persónulegu hlið máls- ins skal ekki farið hér. Mín skoð- un er, að hr. þ. G. hafi ekki skrif- að umrædda grein sjálfur, og að hann hafi enga löngun haft til að skrifa á þá leið. Greinin er aftur á móti skilgetið afkvæmi eigenda Mbl. og þess pólitiska flokks, sem að blaðinu stendur. þó að orð greinarinnar séu ósönn 0g ómak- leg, þá er ekkert í þeim, sem ekki hefir verið reynt að læða inn í þjóðina með munnlegri „agita- tion“ undangengin missiri. Aðal- þýðing þessa máls, sem ekki á sinn líka í sögu íslenskrar blaða- mensku, er að mestu mótstöðu- menn samvinnuhreyfingarinnar, eigendur Mbl., treysta sér eklci til að standa'við þessi orð sín fyr- ir dómi. þeir vita að þau eru röng. þeir vita að fyrir að hafa sagt þau opinberlega þyrfti að greiða alveg óvanalega háa sekt, af því þau eru tilhæfulaus. Að höfuðandstæðingar samvinnufé- laganna gera sjálfir ómerka þessa landfrægu og alþektu slúðurkenn- ingu um fjárhag samvinnubænda, er meir en lítil auglýsing fyrir Sambandið og deildir þess. Og enginn dómari getur farið ver með þær mörgu Leitis-Gróur, sem undanfarin missiri hafa breitt út hina sömu staðlausu stafi í mörg- um mismunandi munnlegum út- gáfum. Væntanlega gætir það fólk betur að tungu sinni í þessu efni, heldur en hingað til, er það skilur hversu alvarlegar afleiðing- ar athæfi þess getur haft fyrir fjárhag þeirra, sem þannig fara að. það má fullkomlega treysta því, að það skref, að ógilda hin um- ræddu orð og biðja afsökunar á þeim, hefir ekki verið stigið fyr en eftir nákvæma yfirvegun. það er enginn vafi á, að útgefendur Mbl. hafa. athugað sekt þá, er Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.