Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 83 skólavistinni, ef ekki sparaðist t. d. 1 eyrir á mann á dag fyrir betri og hagsýnni meðferð á mat og eldivið. Yfir árið yrðu það þó um 330 þús. kr. En eg tel það þó ekki mikið, þó það yrðu 10 aurar á dag, þegar alls væri gætt, en þá er ágóðinn strax í sparnaði og allskonar vellíðan farinn að hlaupa á miljónum króna, og eg er meira að segja sannfærður um, að kven- þjóðinni mundi takast að marg- falda jafnvel þessa upphæð. Eg veit það, að fljótteknastur þjóð- argróði væri það, að menta kven- fólkið — ekki kákmenta með kniplingsati og þessháttar ófögn- uði — heldur sannmenta það. Vöruvöndun. Góðir menn og konur. Við skul- um nú hugsa okkur, að sauða- mjólkin sé komin tárhrein í mjólk- urföturnar, og það með góðu móti. En ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið. Enn þá eigum við ekki nema einn einasta mann á öllu landinu sem kann nokkuð verulega að þessari ostagerð, og eg óttast nýja síldarsögu. það vantar ekki, að síldin, sem veiðist hér við land, sé talin góð og samkepnisfær. En með ótrúlegri hroðvirkni og lélegu eftirliti á meðferð hennar höfum við nú bakað okkur miljónatjón. Eg get hugsað mér, að fyrst um sinn verði aðeins sendur út úrvalsostur, er þyki góður, nái áliti og eftirspurn. Með sæmileg- um gangi hér heima og litlum óhöppum er mjög líklegt að þessi gráðaostagerð reynist arðvænleg atvinna. pá rísa upp nýjar og nýj- ar sveitir, sem eðlilega vilja reyna sig og ná í hnossið. Freistingin er mikil, en fyrirhyggjan ekki að sama skapi. þá byrja líttæfðir menn að fúska í þessu vandaverki. Nóg verður búið til af úrgangs- vöru, en minna af úrvalsvöru. Úr- gangurinn flýtur með um stund, þangað til alt sekkur, eins og síld- in. — Stórtjón. Kyrstaða. Nið- urskurður. Löng sóknarbarátta á ný. Við megum aldrei gleyma því, að hér er um dýra „luxusvöru“ að ræða. Góði osturinn verður altaf keyptur háu verði. Úrgangurinn er engin vai’a. þingeyingar! Við, sem höfum áhuga á þess- ari ostagerð, mænum nú allir til ykkar. þið hafið tekið vel og myndarlega á móti Jóni ostagerð- armanni,eins og ykkar var von og vísa. En þið þurfið að gera meira. Pið þurfið að senda Jóni lærlinga, valin efni. þar. þarf að fylgjast að áhugi, samviskusemi, ná- kvæmni og hreinlæti. Síðasti lið- urinn er ekki þýðingarminstur. Alt stendur og fellur með hon- um. Hér er beint að ræða um hreinrækt, sérrækt vissra sveppa- tegunda. Allur framandi, aðvíf- andi gerla eða sveppagróður er venjulegast bein eyðilegging fyr eða síðar. Varist því óhreinar hendur, óhrein föt, óhreina, skemda mjólk og sóðalega um- gengni. Að loknu 2—3 ára námi hjá Jóni ættu svo nemendur hans að fara utan og kynna sér betur mjólkurmeðferð, ostagerð og þar til heyrandi áhaldameðferð og smásjána. Hreinlætið kemur fyrst að ráði gegn um smásjána. Með þessari mentun, en ekki fyr, eru þeir færir um að taka að sér sjálfstæða ostagerð, því annars er voðinn vís. Að endingu er það afaráríðandi að vel takist að flokka ostinn og koma honum snyrtilega og vel inn- pökkuðum á markaðinn. þessi sæl- gætisvara þarf öll að skína af smekk og hreinlæti utan og innan. Aukist nú ostagerðin og fari fleiri a*ð fást við hana, verður nauðsyn- legt að skipa hæfan mann til þess að skoða og flokka hvern einasta ost og hafa umsjón með sölunni innanlands og utan. Glæpumst aldrei á því, að senda út slæma vöru, þó hátt verð bjóðist í svip. það hefnir sín síðar. Gangurinn verður þá þessi: Byrjum hægt, aðeins á sárafá- um stöðum. Vöndum okkur og gætum hreinlætis. Veljum góða menn til þess að læra þetta starf. Byrjum ekki á nýjum stöðum með viðvaningum og höfum strangt eft irlit með flokkun og sölu ostsins. Á þessum grundvelli skulum við sækja áfram hægt en ákveðið. pá hefi eg fulla trú á því, að osta- gerðin muni verða einn liður, far- sæll liður í endurreisnar og fram- sóknarbaráttu okkar íslensku bændanna. Snemma í síðastliðnum mánuði réðist flokkur írskra lýðveldis- sinna, þeirra sem eru á móti sætt- unum, á enskan flutningabát, sem flutti hergögn. Náðu Irar bátn- um og voru í honum 400 byssur, 700 skammbyssur, 39 hríðskota- byssur, hálf miljón skota og nokkuð af sprengiefnum. Eng- lendingar áfella íra mjög fyrir það að halda ekki vopnahlé sem þeirra eigin fulltrúar hafi samið. — Víða er kvartað undan of- mikilli mælgi þingmanna. Er kom- ið fram frumvarp í þýska þing- inu sem bannar þingmönnum að tala lengur í einu en s/4 úr klukkustund. Ýms önnur ákvæði eru þar og uni að draga úr ræðu- höldum þingmanna. — Annað frumvarp er til um- ræðu í þýska þinginu um refs- ingar fyrir óhóf í mat og drykk. — Miklar umræður hafa orðið í franska þinginu um stærð franska hersins og lengd her- skyldunnar. Vildu sumir stytta tímann niður í eitt ár, en hitt mun verða ofan á að tíminn verði 1Ý2 ár. Poincaré forsætisráðherra iýsti því yfir að nú væru í hern- um 680 þús. menn, en yfir 200 þús. af þeim væru altaf bundnir í nýlendunum. Minni mætti her- inn engan veginn vera meðan slíkur hefndarhugur ríkti á þýska landi. Iiefðu þjóðverjar altaf víg- búna 100 þús. menn og auk þess 150 þús. lögreglumenn sem í rauninni væru hermenn. þar að auki vissi enginn um það hve mik- ið herlið þjóðverjar ættu vígbúið á laun. -— Alþjóðaskrifstofa í Róm gef- ur þá skýrslu um kornuppskeru- horfur í ár að búast megi við heldur meiri hveitiuppskeru í. heiminum í ár, en í fyrra og rúm- lega 12% meiri rúguppskeru. — Menn þykjast nú hafa feng- ið vitneskju um ástæðuna til hins merkilega áreksturs flugvélanna milli Parísar og Lundúna. Var þoka svo mikil að illa sást til jarðar. Báðir flugmennirnir munu þá hafa tekið það ráð að stýra eftir járnbrautarlínu sem lá í rétta stefnu fyrir báða, hvorn úr sinni átt. þeir hafi haft hugann svo fastan við að fylgja ílnunni að þeir sáu ekki hvor til annars. Slysið hefir dregið mjög úr mannflutningum á flugvélum. — Aldagömul, en þó ný enn þann dag í dag, er. deilan um yfirráðin yfir Dardanellasundinu, því að um það liggur leiðin að Miklagarði og Svartahafi. Er öll- um í minni tilraunin sem Banda- menn gerðu á stríðsárunum, fyr- ir sjö árum, til að ná sundinu og þar með Miklagarði og opna versl- unarleiðina að kornforðabúrum Rússlands. Uín 300 þús. hermenn settu Frakkar og Englendingar á land á Gallipolískaga. Tíundi hluti þeirra týndi lífi og herferð- in varð algerlega árangurslaus. — Trójustríðið var háð vegna Dan- danellasundsins. Hafði Príamus Trójukonungur krafist tolls af grískum skipum er fóru um sund- ið. Xerxes Persakonungur og Al- exander mikli fluttu báðir heri sína yfir sundið. Ótal margar or- ustur hafa verið háðar í nánd þess. Síðustu aldirnar héldu Tyrk- ir sundinu, einungis vegna þess að ekkert stórveldanna vildi unna öðru. Ilvað eftir annað hugðu Rússar á að brjótast í gegn með Svartahafsflota sinn. — Sést það best, hve Englendingar eiga mikið undir húsbónda sundsins, er þess er getið, að þeir fluttu að sér matvörur um sundið fyrir stríðið fyrir meir en 22 miljónir sterl- ingpunda og Bandaríkjamenn fyr- ir litlu minna. Stendur því deilan nú um yfirráðin. Mun fullráðið að Tyrkir eigi að eiga syðra land- ið sem að liggur, en Grikkir líta hýru auga til norðurlandsins. — Fyrir rúmum mánuði 'síðan voru tveir menn myrtir að nætur- lagi á fjölfarinni götu í Berlín. Voru báðir háttstandandi embætt- ismenn frá Tyrklandi. Á stríðsár- unum höfðu þeir með öðrum störf fyrir tyrknesku stjórnina í Ar- meníu. Er talið víst að þetta sé liefnd frá Armeníumönnum. Morð- ingjarnir voru tveir eða fleiri og hafa ekki náðst. — Árið 1908 kostaði venjulegt vöruflutningaskip, sem bar 7500 smálestir, 36 þús. sterlingpund. Árið 1914 kostaði samskonar skip 42,500 sterlingpund. þegar skipaverð varð hæst eftir stríðið, varð verð á slíku skipi 259 þús. sterlingpund. Nú eru slík skip seld á 60 þús. sterlingpund. En 90 þús. sterlingpund myndi slíkt skip kosta nýsmíðað. Liggur í augum uppi, að á meðan svo er, hafa skipasmíðastöðvarnar lítið að gera. — Mikið verkfall kolanáma- manna hefir staðið yfir í Banda- ríkjunum. Um 750 þús. námu- menn lögðu niður vinnu. - — Millerand Frakkaforseti er á ferð um nýlendur Frakka í Norður-Afríku um þessa’r mundir. Hefir vitanlega verið tekið með kostum og kynjum. Hann færði soldáninum í Marokkó að gjöf dýrmætan bíl. Yfirleitt gengur Frökkum miklu betur en Englend- ingum, upp á síðkastið a. m. k. að hafa góðan frið við Múhameðs- trúarmenn í nýlendunum. — Tyrkir hafa enn hafið of- sókn á hendur kristnum mönnum í Litlu-Asíu. Láta svo um mælt að þeir vilji alveg útrýma þeim úr landinu. Englendingar hafa lýst því yfir að þeii’ muni alvar- lega taka í strenginn á móti. — þjóðabandalagið hefir skip- að 12 manna nefnd til þess að efla andlega samvinnu milli þjóðanna sem eru í bandalaginu. Eiga ýms- ir frægir vísindamenn sæti í nefndinni. — Mestu vandræðin af hung- ursneyðinni í Rússlandi eru nú liðin hjá. — Lloyd George bar fram til- lögur á Genúaráðstefnunni, sem áttu að miða að afvopnun og friði í Noi’ðurálfunni. Ekki náðu þær fram að ganga. — Mikið uppnám varð á Genúa- ráðstefnunni út af sérsamningum sem Rússar og þjóðverjar gerðu sín í milli. Urðu Frakkar einkum mjög reiðir. Lá við að fundurinn sundraðist. — Spánarkonungur hefir boðið Zitu, ekkju Karls Austurríkis- keisara dvalarstað á Spáni. — Enskt olíufélag hefir fengið sérleyfi til að láta vinna olíulind- ir Rússlands. Eru Belgir reiðir þeim úrslitum, telja gengið á rétt sinn og fá stuðning Frakka og Bandarík j amanna. — þjóðaratkvæði um algert áfengisbann í Svíþjóð á að fara fram 27. ágúst næstkomandi. — Irar hafa nú sjálfir alger- lega tekið við stjórn innanlands. — þýskt bankafélag hefir tek- ið það að sér, með samningi við rússnesku stjórnina, að koma á endurbótum í Petrograd. — Háværar raddir heyrast um það á Frakklandi að Frakkar eigi að leggja undir sig Ruhrhéraðið ef þjóðverjar standi ekki í skil- ' um með skaðabótagreiðslur nú um mánaðamótin. Lloyd George telur að það myndi stofna bandalaginu í hættu. — Frá írlandi berast enn mis- jafnar fréttir. Ulsterbúar hafa handtekið 1500 Sinn Feina sem sakaðir eru um tilraun til upp- þots. Hinsvegar hafa Valera og Collins, foringjar Sinn Feina, sem missáttir urðu um sáttmálann við Englendinga, gert með sér sam- komulag á ný. — Enskt farþegaskip er var á leið til Egyptalands rakst á franskt skip. Fórust 96 menn af 300 sem með skipinu voru. — þrír flugmenn, írskur, skosk- ur og enskur, lögðu nýlega af stað í flugferð og ætla að fljúga í kring um jörðina. Leiðin er þessi: Frá London, til Miklagarðs, Indlands, Japans, Alaska, Newfoundlands, Grænlands, Reykjavíkur, Fær- eyja og aftur til Lundúna. Eins og vænta mátti er það ekki á álcveðnum degi enn, sem búast má við komu þeirra hingað. þar sem leið þeirra liggur yfir löng höf, eins og t. d. beggja fegin Is- lands, verður skip til taks á leið- inni. Loftskeytatæki eru öflúg í flugvélunum og þær geta lent jafnt á sjó sem landi og þótt öldu- gangur sé mikill. — þegar Lloyd George kom heim til Englands aftur af Genúa- ráðstefnunni var honum tekið með kostum og kynjum. Og í þinginu fékk hann traustsyfirlýs- ingu með öllum þorra atkvæða. Lét Lloyd George svo um mælt að Genúaráðstefnan væri merk- asta ráðstefna sem sögur fara af. — Suður-Slafar hafa gert Wrangel hershöfðingja rækan úr landi sínu. Ilafði Rússastjórn í hótunum fengi hann þar friðland. — Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn hefir látið þess getið að hann sé að læra íslensku og ætli sér að koma til íslands undir eins og kringumstæður leyfa. — Á fjáraukalögum Dana er A.age Meyer Benedictsen veittur 400 kr. styrkur til þess að semja yfirlit yfir sögu Islands. — Skipun hermálanna er nú til umræðu í danska þinginu. Ber flokkunum mjög í milli. Hægri menn heimta mestu varið til hersins, en jafnaðrmenn vilja ná- lega afvopnun, halda einungis öfl- ugri lögreglu, sem vopnuð sé að nokkru leyti. Sennilega verða til- lögur vinstri manna flokksins sig- ursælastar í aðalatriðum og leggja þeir til að útgjöldin séu nokkuð lækkuð, — Síðustu fregnir frá írlandi eru þær að Bretar óttist uppreist. Sættagerð Valera og Collins muni vera ósamrýmanleg sáttmálanum við England. Virðist alt benda á að Suður-írar muni samhuga lýsa írland sjálfstætt lýðveldi. Eru bresk herskip á verði við strend- ur Suður-írlands. ----o--- Samvinnuflokkurinn og Fiskifélagið. i. Nú nýverið urðu formannsskifti í Fiskifélaginu. Lét af stjórn Hannes Hafliðason, ráðsettur maður og yfir- lætislaus, allsólíkur nútíma spekú- löntum. Við tók Jón nolckur Berg- sveinsson. Fyrir nokkrum árum varð liann síldarmatsmaður nyrðra, og vaf þá talið til gildis, að liann væri eitt- hvað í ætt við Björn heitinn Jónsson ráðherra. Hefir Jón þessi hafst við á Akureyri undanfarin ár, og rekið þar einhverja verslun með dót frá Ame- ríku, tilheyrandi útgerð. Jafnhliða því hefir hann tekið þátt í árásum á sam- vinnufélögin, m. a.' skrifað langan liarmasöng í blað kaupmanna á Ak- ureyri, eftir að samvinnulögin gengu í gildi. Bar*liann sig þar næsta aum- lega fyrir hönd milliliðanna, að tvö- faldi skaturinn væri nú úr sögunni. Mun hann, eins og fleiri skoðana- hræður lians, hafa „einkum og sér í lagi" kent tveim efstu mönnum sam- vinnulistans um þetta ólán, sem hent hafði. í vor á Fiskiþinginu er Jón þessi kosinn formaður eftir endalausan barning frá hans liálfu. Var þá í kjöri annar maður, sem að dómi óvil- Jiailra manna liefði verið líklegri til að koma fram sem heppilegur mál- svari félagsins, skipstjóri Kr. Bergs- son frá Isafirði, vel mentur maður og dugiegur. En Kr. Bergsson otaði sér ekki fram. Svo var Jón kosinn. Skildu menn ekki i fyrstu hvaða ósýnilegar vættir hefðu borið hann upp á skrifstofu Fiskifélagsins. Hvort menn fara að skilja það nú, er annað mál. Fyrsta verk Jóns í hinu nýja sæti var að blanda sér í steinolíumáliað, og það á alveg óvenjulegan hátt. Áð- ur hafði Fiskiféiagið á ýmsan liátt reynt að hamla móti ofurvaldi ame- ríska steinolíufélagsins. Keypti Fiski- félagið m. a. eitt sinn dálítið af olíu til að liefja samkepni við íslensku deild liringsins. Fór þá að vonum: Steinolíufélagið lækkaði sitt verð í bili lítið eitt ofan fyrir Fiskifélagið. Gekk þá olia Fiskifélagsins treglega út, því að flestir vö'ru svo eigingjarn- ir að hlaupa eftir eyrishagnaðinum á liöandi stund, án þess að gæta að frafntíðarhagsmunum. Tryggvi heit- inn Gunnarsson bankastjóri fylgdist með af lífi og sál i þessari baráttu, og þótti ómannlcgt, er útvegsmenn sviku sjálfa sig og gengu fram hjá sínu eigin fyrirtæki. En að lokum fór svo, að allmikið tap varð á þess- ari oliu, og hljóp landið undir bagg- ann, sem rétt var, þar sem Fiskifé- lagið liafði gert tilraunina í góðu og sjálfsögðu skyni, en borið lægra hlut af því að kendi aflsmunar milli hins fátæka íslenska smáfélags, og heims- hringsins „Standard Oil“. Árið 1917 samþykti alþingi lög um steinolíuverslunina. Var það heimild fyrir landsstjórnina að taka einka- sölu á stcinolíu hvenær sem hún sæi sér fært. Engar deilur voru um mál- ið í þinginu. Mótstaðan gegn liinu útlenda félagi var svo Imegn, að um enga vei’ulega deilu var þar að ræða; Fiskimannastétt landsins heimtaði að sér væi’i hjálpað með steinolíuversl- unina. Og það var bersýnilegt, að þá hjálp gat enginn veitt nema land- ið sjálft. Bak við þessi lieimildarlög stóð vilji allra hugsandi sjómanna, og allra þjóðrækinna manna í öðr- um stéttum. íslensku hlutliafai’nir vissu um hina almennu óánægju með vei’ðlag félagsins og liöfðu sig ekki frammi opinbei’lega. Má af því sjá, að þeir hafa illa ti’eyst málstað' sín- um. Meðan striðið stóð og fyrst á eftir treystist landsstjórnin ekki til að taka upp einkasölu á seinolíu. En um það leyti sem núvei’andi kreppa byrj- aði, hafði landsverslunin komið mál- inu i það horf, að hægt var að byrja samkepnina. Á stríðsárunum hafði „steinolíufélagið" haft einveldi að mestu í verslun hér með þessa vöru- tegund, og þótti ganga seint með lækkanir, þó að farmgjöld féllu og aðrar vörur lækkuðu stórum í verði ei’lendis. Landsverslun lióf samt sam- kepnina. Var það mikið áhættúspil án einkasölu, þvi að Steinolíufélagið gat hæglega lœkkað vöruna niður fyrir sannvirði, i bili, til að láta landsverslun sitja uppi með sínar birgðir. En leikar fóru öðruvísi. Landsversl- un lækkaði olíuna lxvað eftir annað, og var þó að jafnaði um 15 krónum ódýrara pr. tn. en Steinolíufélagið.- Auk þess hjai-gaði Landsverslun oft með olíu, þegar félagið var uppi- skroppa. En það beina og óbeina gagn, sem Landsverslun hefir gert fiskimannastétt landsins, þennan stutta tíma, verður varla með tölum talið. Verður nánar vikið að þeii’ri hlið málsins síðar. Menn skyldu lmlda, að fyrsta verk hins nýbakaða fonnanns hefði verið að ganga á fund forstjóra Lands- verslunar og tjá lionum alúðai’þakk- ir fyrir alt það gagn, sem hann hefði unnið sjávai-útvegnum, og Fiskifélag- inu með aðgerðum sínum í málinu. En svo var ekki. í stað þess ritaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.