Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 1
©jaíbfeti oo, afareiöslumaour ílimans er S i g u r g e i r ^riÖrifsfon, Sambanösrn'isinu, SeýfjaPÍf. ^feteifcsía C í m a n s er í Sambanosr/úsinu. ©pin öacjlega 9—\2 f. í) Sími 496. YL ár. Reykjavík 17. júní 1922 25. blað Utan úr heimi. (Kafli úr bréfi frá ísl. námsmanni í pýskalandi.) Hér virðist mér menn vera sömu skoðunar á genginu og Framsóknarmenn í þinginu, en þeir hérna treysta sér ekki til að leggja út í innflutningshöft, vegna þess að sparnaðurinn mundi hvort sem er lenda í vasa Frakka. Eg hefi töluvert kynt mér gengismálið, og við það orð- ið enn gallharðari móti gengi, en nokkurn tíma áður, því gengi er ekkert annað en lán hjá þjóðinni, og ef nokkurskonar spekúlationir komast þar inn í, bætist altaf á það. Að minsta kosti það sem út- lendingar og aðrir græða á þeim. þegar gengi fer lækkandi, fell- ur alt í Ijúfa löð og allir græða nema verkafólk, vörurnar hækka ótt, skuldir eru borgaðar í mörk- um og „gullaxarnir" ánægðir, því þeir sem eru ekki nógu gáfaðir til að fylgjast með verðlaginu, setja bara alt upp um 50% á viku hverri! Menn kaupa alt sem hönd á festir og eyra heyrir. En ein- hverntíma kemur að „krísunni", og hún stendur yfir í Austurríki nú frá febrúar. Englendingar veittu Austurríkismönnum lán, eins og allir vita, og settu þau skilyrði, að ríkið hætti að halda matvöruverði niðri' með því að borga mismuninn. Við þetta létt- ist á ríkissjóðnum í bráð, svo krón an austurríska snarhækkaði úr ca. 2 pfennig í 4 pf., éða rúmlega helming. Matvörur hækkuðu aft- ur á móti afskaplega við að rík- iseftirlitið hætti (ríkiseftirlitið hans Garðars!). Iðnrekendur, sem höfðu getað byrgt landið í skjóli verndartolla, fóru í hóþum sam- an á höfuðið, því þeir höfðu keypt vélar á marga tugi þúsunda og verðið orðið að afskrifast á vör- unum, en nú voru þýskar vörur alt í einu orðnar helmingi ódýr- ari en áður, svo framleiðslan hætti snögglega, því verkalaun gátu ekki lækkað, en þurftu að hækka. Á 2 vikum urðu um 100 þús. at- vinnulausir, og altaf bættist við. (pessi tala er eftir minni, svo hún er ekki áreiðanleg). Og nú er álit- ið að hungursneyð geti brotist út af fullum krafti þá og þegar, langt um verri en hún hefir nokk- urntíma verið áður. þarna hefir maður dæmi um, hvernig það verkar þegar gjaldeyririnn stígur eftir langs tíma hrun." þeir „kurs"-menn heima hafa auðvitað rétt fyrir sér með að hægra væri að fá gjaldeyrir — meðan hann fellur. En sé hann bú- inn að falla lengi, lamar hann alt við hækkunina. Okkar peningar eru ekki búnir að vera svo lengi undir verði, að þetta sé búið að verka svo mjög, enhver dagurinn er með útgjöldum, sem verður erfitt að greiða seinna, og þó að lán sé slæmt, er þó hægt að hafa áhrif á, hvernig það legst á, en gengisskuldir, sem eg kalla, er það ómögulegt. Við verðum því að leggja hart að okkur, en með innflutningshöftum koma strax erfiðleikar, með láni leggjast þeir á, þegar við mundum annars ^ra að hressast, en gengi eyðileggur alt í lengd, þó það hjálpi í bráð. Heima var eg á móti gengi, án þess þó að vita hvers vegna, en nú er eg sannfærður um, að það er sú mesta ógæfa, sem hugsast getur, til lengdar. Um Austurríki heyrist lítið í íslenskum blöðum, en því meira um þýskaland, og þar má segja að alt gangi vel sem stendur, erí þeir sem hugsa til breytinganna upp á við fyrir markið, eru ekki bjartsýnir. ~o- Grænlandsmálið. .Eftir Einar Benediktsson. I. þrætan um réttinn yfir Græn- landi er nú farin að vekja alvar- legt athygli úti um heiminn. Nor- egur og Danmörk standa þar and- víg, og er svo að sjá, sem þykkj- an verði æ þyngri á báða bóga. Menn sjá nú, að konungsförin til Grænlands í fyrrasumar var ekki svo meinlaus eða sjálfsögð athöfn, sem látið var í veðri vaka í dönsku blöðunum. Hér er verið að gera órétt öðrum þjóðum, og það eitt má nú telja víst hjeðan af, að þetta nýja landnám Dana 1921, nákvæmlega 200 árum eftir að norskur trúboði var sendur þang- að í því skyni að bjarga „Aust- urbygð", verður ekki tekið með þegjandi þakklæti. það er nú ekki lengur vansa- laust fyrir Islendinga að standa í aðgerðaleysi hjá rekstri þessa máls. Vér berum nú að öllu leyti sjálfir ábyrgð á því, sem fer fram í utanríkismálum vorum. Að vísu er það svo, að danskir sendi- herrar reka erindi vor erlendis, því nær að öllu leyti, en því frem- ur hljóta Islendingar að standa vel á verði í þessu máli vegna þess að hér er .um hagsmuni og kröf- ur Dana sjálfra að ræða gegn oss, sem höfum frá öndverðu num- ið og bygt Grænland og aldrei týnt rétti vorum til þess. Eg hefi sýnt fram á nokkur meginatriði í sögu Grænlands í íslenskum blöð- um fyrir vestan og lít svo á, að fullgildar sannanir séu þar fram bornar um eignarheimild íslands yfír þessari fornu nýlendu vorri. Islenskur þegn nam Grænland og bygði það frá Islandi. Árið 1261 lét Noregskonungur jafnsnemma bæði hér og á Grænlandi safna undirskriftum ýmissa höfðingja og húenda undir megininntakið í Gamla sáttmála: að þeir skyldu sverja lönd og þegna undir kon- ung. það er fullsannað, að sam- kyns skilmálar voru settir í báð- um löndunum um reglulegar sigl- ingar frá Noregi 1721, eftir langt tímabil, þar sem brotið hafði ver- ið á móti þessu skilyrði af hálfu hinna erlendu konunga, og eftir að menn höfðu lengi verið fregna- lausir um ástandið á Grænlandi, fór Hans Egede þangað, sam- kvæmt þekkingu Norðmanna, er þeir höfðu fengið frá Islending- um um leiðir og hafnir, í þeim til- gangi að hjálpa við þeim leifum af íslenskri mannabygð„sem tal- ið var víst að myndi ennþá finnast þar í landi. þessi ferð var gerð með ráðstöfun konungs,til þess að fullnægja skilmálum þeim, er Grænlendingar höfðu sett til forna, þegar þeir, ásamt með Is- lendingum (Ólafr Grænlands- biskup var á alþingi, þegar Gamli sáttmáli var gerður) tóku yfir sig hið umboðslega vald, sem vantaði í elstu stjórnarskipun vora. þegar Noregur skildist frá Danmörku 1814, voru Island, Grænland og Færeyjar öll í sömu réttarstöðu og það var síðan kent óspart af lögfræðingum Dana, að þessar norðlægu hjálendur væru innlimaðar í hið danska ríki. En þegar Island var loks látið laust, gerðist það án breytingar á grundvallarlögum Dana. þannig var algerlega kollvarpað innlimun- arkenningunni, jafnt um Island sem Grænland. það munu vera einkum tvö meginatriði þessa máls, sem vald- ið hafa því, að almenningur hér á landi hefir ennþá látið sér hægt í því að hefja kröfur sínar gagn- vart Dönum til afhendingar á Grænlandi undir hið gamla móð- urland þess. Fyrst og fremst var aðstaða íslendinga þannig í stjórnarbaráttunni gegn Dönum, að óhyggilegt mátti virðast að hafa það á oddi, hvernig fara ætti með nýlenduna gömlu. það var í rauninni ekki hægt að ætlast til þess, að máli þessu yrði hreyft hér, fyr en nú á síðasta ári, enda má geta þess, að Danir voru gerð- ir þess varir, meðan stóð á samn- ingum við þá um ríkisstofnun á íslandi, að menn héldu fram kröf- um hér um opnun Grænlands. I öðru lagi hefir það ekki verið gert þjóðinni nægilega ljóst, hve afarmikilvægt það er fyirr hags- muni og velferð vora, að réttar- staða Grænlands verði ákveðin samkvæmt því, er söguleg rök öll, sanngirni og -réttlæti heimta, þannig, að Grænland verði viður- kend eign Islands og látið njóta sömu alþjóðaverndar, eins og land vort býst við. Einstakir menn munu sín á milli hafa látið í veðri vaka hér, að um litla hagsmuni sé að ræða fyrir íslendinga, hvernig sem fari um Grænland. En þetta er herfi- legasti misskilningur. það hefir stórkostlega mikil áhrif á efnahag þjóðar vorrar, hvort hún er svift þessu gamla öðali sínu, eða hún er látin njóta þess að réttum lög- um. Og ennfremur getur það varðað stöðu Islands sjálfs, frelsi þess og þjóðerni, hvernig þessu máli verður ráðið til lykta. Um hvorttveggja þessara atriða mun eg fara fáeinum orðum til skýringar í næstu grein. Dálim madiir sem liftr. I bók minni, þeirri sem komið hefir út neðanmáls í Tímanum í vetur, var á einum stað komist svo að orði, að fyrir tuttugu árum hefði mesti stjórnmálamaður landsins frá síðasta mannsaldri fallið við kosningar fyrir ein- hverjum mesta liðléttingi sem set- ið hefir á þingi. Var þetta tekið sem röksemd fyrir því, að hlut- fallskosningar væru betrá fyrir- komulag heldur en að láta ein- faldan meiri hluta ráða öllum úr- slitum. Eg ætla að skýra þetta mál lítið eitt. það hefir sumstað- ar brytt á misskilningi, sem og mátti við búast, þar sem um til- tölulega nýafstaðinn atburð er að ræða, þar sem andstæða og hleypi- dómar samtíðarinnar eru ekki enn horfnir inn í hið kalda ljós sög- unnar. Sá maður, sem átt var við ann- arsvegar, var Páll Briem. það er líka sá liðurinn, sem um hefir verið deilt. Um hinn manninn og stjórnmálahæfileika hans hefir aldrei verið neinn skoðanamunur. Hæfileikar hans koma ekki mál- inu við nú orðið. Eins og flestir vita, var Páll heitinn þá einn af æðstu em- bættismönnum landsins. En það var ekki embættisvald hans, sem gerði hann merkilegan. Amtmenn, landshöfðingjar, ráðherrar og fleira fólk af því tægi hefir setið hátt um sína daga, en gleymst um leið og æfinni lauk, eða hvik- ull þingmeirihluti gaf þeim tæki- færi til að eyða æfinni í sljóu iðju- leysi við spil eða reyfaralestur. það sem'einmitt gerir æfi Páls Briems sérstaklega merkilega er að hann skyldi vera slíkur maður sem hann var, þó að hann væri hátt settur embættismaður. Flest- ir slíkir menn eru svo önnum kafn ir við að gæta þess skipulags, sem þeim er í hendur fengið, að vaka yfir, að þeir komast ekki yfir að sinna stórfeldum umbótamálum. þetta á ekki einungis við á Is- landi, heldur svo að segja í hverju landi. þegar Páll var ungur maður, varð hann sýslumaður í héraði, þar sem réttarfarinu hafði verið hagað á þá vísu, sem nú er kend við Jón Magnússon. Sýslumaður greip hart í taumana, svo að ekki hefir endranær verið sýnd meiri röggsemi hér á landi, að halda uppi lögum og rétti. Mál eins og Siglufjarðarpósthúsið hefði farið öðruvísi í höndum hans heldur en raun varð á. Ábyrgðarmenn starfsmannsins hefðu áreiðanlega verið látnir borga, áður heldur en landssjóður tapaði stórfé. þegar Páll fluttist til Akureyr- ar, tók hann að skifta sér af kláða málinu. Meðan hann var á Suður- landi, var hann einn af helstu mönnum í Stokkseyrarfélaginu, sem var þá eitt hið þroskamesta kaupfélag á landinu. það félag sendi út lifandi sauði, til Eng- lands, eins og önnur kaupféiög um það leyti. Páll heitinn vissi um allan und- irbúning innflutningsbannsins í Englandi, og að landeigendur þar báru m. a. við sýkingarhættu af erlendu fé. Hér var engin f jársýki nema kláðinn. Tækist að útrýma honum, var aðalástæðunni fyrir banni í Englandi gagnvart Is- landi rutt úr vegi. Bændur höfðu yfirleitt of lítinn skilning á mál- inu. Voru vonlausir yfirleitt um að kláðinn yrði læknaður, síst út- rýmt, En Páll Briem lét það ekki á sig fá. Hann fékk hingað norsk- an bónda, sem sýnt hafði frábær- an dugnað að útrýma kláðanum í Noregi, til að standa fyrir lækn- ingunum. Mótþrói sauðfjáreig- enda, tómlæti og hálfvelgja þings og stjórnar varð alt að láta undan þessum sterka, framsýna, hug- heila manni, sem með valdi þekk- ingarinnar sýndi Islendingum hversu útrýmst mátti, eða lama svo að eigi gætti, þessum land- læga óvini sveitanna, fjárkláðan- um. En vinsældir fékk amtmaður ekki fyrir þetta fremdarverk. Enginn maður var eins hataður um þetta leyti víða á landinu, eins og hann, eingöngu af því að hann var að hrinda frá þjóðinni alvar- legri framtíðarhættu. Fyrir mót- þróann var sumstaðar svikist um við lækningarnar, einkum þar sem alþýðumentunin var á lágu stigi. þessvegna er ekki verkinu fulllok- ið enn. Nú, þegar nærri liggur að opna mætti England aftur fyrir innflutningi sauðfjár héðan, ef engin átylla væri með sýkingar- hættu, mun bændastéttin skilja betur framsýni þessa mikla braut- ryðjanda. Mótþróa mikils hluta af fullorðn um mönnum í landinu gegn fram- förum, gegn því að bæta líf manna í landinu, kendi Páll ment- unarskorti. I ritgerðum sínum um landsmál kom hann aftur og aftur að hinu sama efni, þýðingu uppeldisins fyrir þjóðarheildina. Hann hafði enga oftrú á menning- unni hér á landi. Sagði upp í op- ið geðið á þjóðarhrokanum, að Is- lendingar væru mestu andlegir horkóngar í Norðurálfunni. Sú hreyfing sem komst á skólamál- in hér á landi um og eftir aldamót- in var nær því eingöngu honum að þakka. Á Akureyri voru samtíða Páli nokkrir af nafnkendustu og gáf- uðustu mönnum landsins. 1 hóp þeirra var Páll hinn sívakandi eld- kveikjumaður. Dæmi, sem einn af samverkamönnum hans hefir sagt þeim, sem þetta ritar, sannar þetta. Drykkjuskapur var mikill á Akureyri, eins og víðar, um þetta leyti. Páll gerði félag með helstu kunningjum sínum til að hjálpa þessum lánleysingjum. Sjálfur tók hann að sér blásnauðan barna- mann, sem var fullkominn drykkjuræfill. Hann tók manninn eins og sálarlegan sjúkling, hjálp- aði honum, útvegaði honum at- vinnu, sýndi honum tiltrú í öllu. Brátt kom þar að manninum þótti ekkert ráð ráðið nema hann hefði fyrst borið það undir þennan vin sinn. Drykkjuskapurinn hætti. Maðurinn varð efnalega sjálfstæð- ur. Heimilið varð bústaður heil- brigðra manna. Lán og hamingja streymdi inn í hús, þar sem áður var ekkert nema eymd og niður- læging. Aðrir kunningjar Páls tóku aðra ógæfumenn, eftir því sem þeir voru menn til. En það er af skjólstæðingi Páls að segja, að þegar amtmaður flutti burtu, náði vínið aftur yfirhöndinni. Segulmagn hins sterka, læknandi vilja hætti þá að hamla móti sjúkleikanum. Margir sem hafa komið til Ak- ureyrar hafa veitt því eftirtekt, að bærinn er snyrtilegri, og skipu- legar bygður en önnur íslensk kauptún. Amtmaðurinn var þar líka framsýnn. Að hans tilhlutun var bæjarlandið mælt, og komið skipulagi á götur um það, og framtíðarplan bæjarins. Reykja- vík liti öðruvísi út, ef hún hefði átt nokkurn slíkan forráðamann. Eitt af því, sem einkendi Pál mest var áhugi hans fyrir ungum mönnum, skilningur á þeim, og til hvers þeir voru best fallnir. Hann var bókstaflega á veiðum hvar sem hann fór, eftir manns- efnum, og jafnframt að finna handa þeim þau verkefni, þar sem þeir gætu gert mest gagn. Tvö dæmi af mörgum skulu nefnd. Amtmaður var eitt sinn á ferð um Fnjóskadal. þar sá hann á einum bæ stóran, vel hirtan kartöflugarð kringum litla volga uppsprettu. Vegna veðráttu er annars lítið um garðrækt þar í dalnum. Nætur- frost á vorin og sumrin gera garðrækt þar lítt framkvæman- lega, nema þar sem jarðhiti er. Páll spurðist fyrir um hver hefði gert þennan fallega, vel hirta garð, þar sem engir aðrir gáfu \ Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.