Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1922, Blaðsíða 4
90 T I M I N N Kjósid rétt! lífsskoðun, að mannkyninu sé hollara að efla samvinnu en samkepni. Hvortveggja tilhneyg- ingin er til í eðli mannsins. Skoð- anamunurinn er um það, hvor til- hneygingin hafi og muni duga mannkyninu betur. Samvinnu- stefnan er lífsskoðun sem hefir áhrif á afstöðu manna til allra mála. Hún er eins og fjallgarður sem tindar hinna einstöku mála rísa á. Hún hefir meðal annars áhrif á verslunarmál. Samvinnu- maðurinn er þeirrar skoðunar, að það sé ranglátt að arðurinn af erfiði frmleiðendanna renni í vasa þeirra sem hafa vöruskifti með höndum. Hann telur þá stétt óholla þjóðfélaginu, sem hefir það markmið að kaupa innlenda vöru með sem lægstu verði og selja útlenda með sem hæstu. Samvinnumaðurinn telur verslun- arhæfileika ekki það göfugri öðr- um hæfileikum, að þá beri að launa hæst allra verðleika. Hann er andvígur óhóflegri auðsöfnun. Hann vill varðveita þann jöfnuð, sem nú er meðal þjóðar vorrar, og þó svo, að allir verði ríkari en nú er. Hann er jafnandvígur auð- valds og öreigastefnu. þeir tveir flokkar starfa að því að dýpka og breikka gjána milli fátækra og ríkra, en á þeirri gjár ber enn lítið í voru þjóðfélagi. Fái þeir flokkar að ráða, verður gjáin orð- in djúp og breið eftir nokkra ára- tugi. þeir flokkar styðja hvor ann- an. Sá sem styður auðvaldið eyk- ur öreigafjoldann. Samvinnu- stefnan er stefna óslitinnar ís- lenskrar menningar, þar sem rík- ir jöfnuður og samúð. Samvinnu- stefnan er eina stefnan sem er samboðiri þessari smáþjóð, þar sem allir eru svo skyldir, að ekki þarf að fara lengra aftur en til Jóns Arasonar til að rekja allar ættir saman. þessvegna styð eg samvinnulistann. X. —.—o---- Framh. af 1. síðu. fordæmi. Hann fékk að vita að það Var ungur bóndason, Sigurð- ur Sigurðsson, sem gert hafði þennan garð. Páll leitaði Sigurð uppi, kyntist honum, fékk trú á að þar væri mannsefni. Hann sendi Sigurð á búnaðarskóla til Noregs, -og lét hann jafnframt nema skógrækt sérstaklega. Síðan gerði hann sér ferð til Reykja- víkur til að útvega þessum unga skjólstæðingi sínum styrk til áframhaldsnáms við búnaðarhá- skólann í Khöfn. Eftir að Sigurð- ur kom heim, stofnuðu þeir amt- maður og hann Ræktunarfélag Norðurlands. Gróðrarstöðin á Ak- ureyri er byrjunarverk Sigurðar. Síðan ummyndaði Páll Hólaskóla, sem þá var í deyfð og niðurlæg- ingu, og gerði Sigurð þar að skólastjóra. Vakti skólinn í hinni nýju mynd milcla öldu hin fyrstu ár. Síðar var Hvanneyrarskólan- um breytt í hið sama horf. Og þó að menn viti nú að það form, sem nú er á búnaðarkenslunni, verði ekki varanlegt, var breytingin samt stórt spor áfram, frá því sem áður var. Nú er þessi Sigurður Sigurðsson forseti Búnaðarfélags íslands. Undir hans stjórn hefir færst nýtt líf í félagið. Er ann- arsstaðar vikið að þeirri stór- breytingu, sem þar er verið að gera, hina mestu í búnaðarhátt- um þjóðanna, sem gerð hefir verið síðan landið bygðist. Um sama leyti var hjá Páli amtmanni ungur maður úr Eyja- firði, skrifari hans, en um leið for- maður fyrir Pöntunarfélagi Ey- firðinga. Félagið var orðið undir það 20 ára gamalt, en hafði altaf verið lítið og ekki gert mikið gagn. Mátti heita að félagið væri að dauða komið. Páll hafði með- an hann var á Suðurlandi, verið lífið og sálin í Stokkseyrarfélag- inu. Hann var kunnugur hinu er- lenda formi samvinnufélagsskap- arins, sem þá var óreynt hér. Páli þótti mein að kyrstöðunni í Eyja- firði og hvatti þennan unga skrif- ara sinn til utanferðar, að kynn- ast í verki kaupíélögunum þar. petta varð. Hinn ungi maður fór utan. Kynti sér rækilega skipulag Rochdale-félaganna, kom heim, umbreytti pöntunarfélagi Eyfirð- inga í Kaupfélag Eyfirðinga. Á fáum árum varð þetta félag stærsta verslun á Norðurlandi, og fékk gífurlega mikla lyftandi þýð- ingu fyrir héraðið. Um sama leyti breyttust flestöll gömlu pöntunar- félögin í svipað horf og Kaupfé- lag Eyfirðinga. Sambandið, sem áður var aðeins fræðslu- og kynn- ingaríélag, breyttist smátt og smátt, fyrir áhrif og starf hins sama manns í innkaupa og sölu- félag fyrir meginhlutann af sveit- um landsins. Páll Briem hefir nú legið mörg ár í gröf sinni. En þeir menn, sem eru gáfum gæddir og skapi farn- ir eins og hann, lifa í verkum sín- um og áhrifum. það er ómögulegt að segja nú, og það verður aldrei hægt til fulls að segja, hvað mikil áhrif uppeldisstarfsemi Páls Briems hefir fyrir þjóðlífið. Hér hafa verið nefnd fáein dæmi, af handahófi aðeins. Annarsvegar umhyggja hans fyrir hinum sið- ferðislegu sjúklingum, trú hans á þeim sem lyfti þeim úr eymdinni upp í mannlífið.Hinsvegar stórsýn hans á æskuna. Engir, jafnvel ekki hinir mestu menn, geta fram- kvæmt sjálfir nema lítið brot af hugsjónum sínum. þeir einir koma miklu til vegar, sem í stað þess að öfunda aðra af framkvæmdum, hjálpa efnismönnum til náms og starfa. það er lítill vafi á að ættarað- staðan, lögfræðisnámið og hið háa embætti hefir verið Páli fremur hindrun en léttir. Flestir menn, sem hafa góða efnalega aðstöðu, verða kyrstöðumenn. Flestir lög- fræðingar verða formadýrkendur. því meira sem er að yfirvinna, því meiri er frægð sigurvegarans. Páli Briem tókst, þrátt fyrir þessar hindranir, að komast gegn um yfirborðshjúpinn, inn í kjarna hlutanna. Aðeins í einu stóru þjóð máli sýnist lögfræðingurinn hafa borið ofurliða hans skörþu sjón á veruleikann. það var í íslands- bankamálinu. Tryggingar þær, sem bankinn bauð, voru góðar á pappírnum, en gallaðar í reynd- inni. Fyrir formalistana og kyrstöðu- mennina, fjandmenn góðrar al- þýðumentunar og aðra af sama tægi, sem annaðhvort unnu móti Páli Briem, meðan hann lifði, eða höfðu a. m. k. megna vantrú á starfi hans og vinnuaðferð, er nú heilsusamlegt að líta til baka, til að sjá hversu hugsjónir þessa merkilega brautryðjanda, halda áfram að lifa og komast í fram- kvæmd, þó að hann sé löngu lát- inn. það er eftirtektarvert, að hin- ar róttækustu umbætur í atvinnu- lífi og verslunarmálum, sem orð- ið hafa hér á landi, skuli að miklu leyti fyrir áhrif hans, vera að ger- ast nú, mörgum árum eftir frá- fall hans. J. J. Á vlð og dreíf. pingm. V.-Skaftfellinga. Mbl. hefir látið sér ant um Láx-us í Klaustri síðan hann kom á þing, sífelt verið að senda honum tóninn. þetta er skiljanlegt. Að þessu blaði standa eingöngu afturhalds- og kyr- stöðumenn. þeir halda saman til að verja milliliðsgróða sinn, bein og bitlinga. I.árus er aftur á móti ein- hver tilþrifamesti framfaramaður l.andsins. Hann hefir verið einn at- kvæðamesti maður við að gera kaup- félagið í Vík að stæi’stu vei’slun liér- aðsins. Hann hefir verið lifið og sál- in í „Skaftfellings“-félaginu, sem læt- ur bát sinn flytja vörur til og frá Vík. Að hans ráðum og með hans forsjú var hætt að hrekja sauðféð úr sýslunni til slátrunar í Rvík. Nú er þvi slátrað í Vik. þessi dæmi eru Allir eiga að neyta síns borgara- lega réttar þegar velja á þjóðar- fulltrúa eða úrskurða á um mik- ilsvarðandi mál, sem snerta al- þjóð eða einstaklinga, og liggur þá mikið við, að rétt sé valið. Hið sama gildir og um, þá er einstakl- ingar eiga að skera úr sinum einkamálum á einu eða öðru sviði, að þeir þá velji ætíð það, sem er best og haganlegast þörf þeirra, einkum þó að þvi er snertir versl- un og viðskifti innan lands og ut- an. Og það sem hefir hvað mest álirif að því er snertir hið ytra út- lit á því sviði, er smekkleg og vel af hendi leyst prentun. Prentsmiðj- an Acta, Mjóstræti 6, Reykjavík, er stofnsett á þessum grundvelli, og gerir hún sér alt far um að full- nægja kröfum nútímans og þörf- um viðskiftamanna sinna. Hún leysir af hendi hverskonar prent- un sem er, og ér frágangurinn við- urkendur sá besti hér fáanlegur, enda eru hin sivaxandi viðskifti hennar bestu meðmælin. Hún hefir fjölbreytt úrval af leturgerðum og fullkomnastar vélar, — alt af nýj- ustu og bestu gerðum. Auk þess hefir hún nú sett upp bókbands- vinnustofu, til þæginda fyrir við- skiftamennina, þar sem öll bók- bandsvinna er leyst af hendi með hinni sömu viðurkendu vinnuvönd- un sem hjá prentsmiðjunni.Mynda- 'mót eru útveguð þeim sem þess óska, samkv. teikningum. Prent- smiðjan hefir ávalt til nægar birgð- ir af hverskonar pappír, sem þörf hvers einstaklings krefur, einnig umslög, kort o. fl. o. fl. þegar rnenn því eiga að velja um, hvar þeir eigi að láta prenta það, sem þeir þurfa með, kjósa allir hyggnir menn Acta, því vinnan og frágang- urinn er bestur þar, en þó ekki dýrarj, því það kostar ekkert meira að vinna verk sitt vel, þeg- ar skilyrðin til þess eru öll fyrir hendi. Pantanir allar eru afgreidd- ar fljótt og sendar gegn póstkröfu út um land, ef óskað er. Prent- smiðjan hefir síma 948 og póst- hólf 552. Fyrirspurnum svarað um liæl, og kostnaðaráætlanir gerðar, ef óskað er. þeim. þetta er satt, að mestu. Fram- sókn gæti tekið Jón aftur hvenær sem væri, ef liún vildi veita honum skinvöld. það eina sem getur sætt kaupmenn við Jón er það, « að héðan af vill enginn hann nema þeir. þessvegna verður hann Mbl. trúr. Og eigendum blaðsins má vera sama af hvaða rótum trúmenskan er sprottin. 5. Úr Skagafirði segir nákunnugur maður, að helstu fylgifiskar M. Guðm. skipi að strika yfir J. M. Er auðséð af hverju það er sprottið. Magnús kærir sig ekki um að Jón þvælist fyrir sér, þegar kaupmenn útdeila völdurn næst. þetta er alt vatn á myllu hr. X á Búðum. Máske hann komist að og Jón sem vara- maður. Við það ætti Magnús Guð- mundsson að geta sætt sig. 6. Togaralistinn hefir fengið óvænt- an liðsauka þar sem helst mátti við búast: úr sjónum. Vestarlega á Mýr- um kom í'étt fyrir hátíðina, að sögn fei’ðamanns sem kom beint að vestan, stór grásleppa í net hjá bónda einum. þegar hún var krufin, fanst samanhrotið Vísisblað í maganum. I því var ávarp til íslendinga eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Á Mýrun- um hefir togaralistinn ekkert fylgi, en liklega því meira i sjónum. 7. Mbl. finst Tíminn of sagnafár um legátana. Finst blaðinu ekki allvel byrjað, er Genúa-humbugið hvarf af fjárlögunum í vetur, og góðar vonir um að hin staðan losni fyrir fult og alt á þessu ári? Gott myndi Mogga finnast ef honum yrði svo ágengt i sínum málum. 8. Moggi getui’ ekki hrakið þá stað- reynd, að Sambandið, sem flytur inn vöru handa 2/b af landsfólkinu, skuldar ekki nema eina miljón er- lendis móti 30—-35 miljónum, sem kaupmenn og togaraeigendur með hinum 3/s hlutum landsmanna skulda. Tíminn hafði aldrei sagt að Sambandið hefði 2/b af veltunni. Bændur versla minna við útlönd, að tiltölu við fólksfjölda, en sjávarfólk- ið. Bændur kaupa ekki olíu, salt, kol, netagarn etc'. fyrir margar mijónir, vegna atvinnu sinnar. En það breytir ekki þeirri staðreynd, áð samvinnu- bændurnir ei’u að kalla má skuld- lausii’, borið saman við kaupmenn og það lið, sem þeim fylgir. Stríðinn. ----o---- Fundur við pjórsárbrú. Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir gert ráðstafanir til áð halda almennan fund við þ j órsárbrú um mánaðamótin næstu. Fundar- dagur verður auglýstur síðar. Munu margir menn tala þar um stefnu og áhugamál flokksins. Síð- ar verða óbundnar umræður. Er gert ráð fyrir að efstu mönnum annara lista verði gefinn þar kost- ur á að leysa frá pokahorninu.Sér- staklega er mönnum austanfjalls mikil forvitni á að vita hvaða er- indi Jón Magnússon þykist aftur hafa í lónið, og hvernig stendur á því, að sambúðin er svo ill milli hans og Sigurðar, að þeir láta strika hvorn annan út á víxl, svo að sá eini á listanum, sem ein- hverja von hefir að komast að, er hr. X á Fáskrúðsfirði. þetta er svo hlálegt atferli, að full von er til að kjósendur fýsi að vita ástæð- una. ----o---- Orðabálkur. munadrjúgt: e-m verður muna- drjúgt, e-m verður skrafdrjúgt, svo að dregst í tímann fyrir hon- um. Mýrar vestra? sis (-s? vantar flt.), hvk., dund. Eyf. sisa (-aði, -að), dunda: sisa við e-ð. Eyf. gripi (-a, -ar), kk., miðpartur vetlings: hún er komin niður á gripann (að prjóna). Vestf. Ritstjóri: Tiyggvi þórhaJlsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. aðeins sýnishorn aí starfsemi Lárus- ar fyrir hérað sitt. Mjög fáir núlif- andi íslendingar hafa komið til leið- ar jafn þýðingai'miklum framförum í átthögum sínum eins og Lárus í Klausti’i. þessvegna er hann þyrnir í augum kyrstöðumanna. En þingið vantar einmitt sem allra flesta slíka menn. Nóg eru meinin enn, sem úr þarf að bæta. „Kosning Suður-þingeyinga". Mbl. telur fullvíst, að efsti maður samvinnulistans næði hvergi kosn- ingu í kjördæmi. Hann hefir aldrei boðið sig fram, og aldrei fallið eins og J. M. í Rvík, svo að ekki 3r unt að dæma um þetta nema af líkum. Mbl. fullyrðir að J. J. myndi ekki ná kosningu í átthögum sinum í Suður- þingeyjarsýslu. Nú vill svo til, að efstu menn samvinnu- og kaup- listans eru báðir aldir upp í þing- eyjarsýslu, en hafa hvorugir átt þar heima síðan þeir voru unglingar. I vetur var kosið í þessu héraði Og kaupmannablaðið á Akureyri gerði þessa kosningu að einvígi milli J. J. og J. M, Sá frambjóðandinn sem vann og fékk að heita mátti 2 af hverjum 3 greiddum atkvæðum, var náfrændi og persónulegur vinur J. J. Sá sem tapaði og fékk. liðlega 1 atkvæði af hverjum 3, var nákominn vinur og svarinn stuðningsmaður J. M. og kaupmannaflokksins. Aldrei hefir kosning verið sótt með meira kappi í sveit, en í þingeyjarsýslu í vetur. Og aldrei hafa kaupmenn beðið meiri ósigur. Svo að Mbl. græðir lít- ið á endurminningunni um þann leik. ----o----- Safflviniiufloklfurinn og Fiskifélagið. iii. Undirbúningi landsverslunar er nú svo komið, að landsstjórnin getur, svo að segja hvenær sem er tekið einka- sölu á steinoliu, og látið rætast draum fiskimannanna um að fá olíuna með sannvirði. þessi breyting ætti að geta orðið i haust eða fyrri part vetrar. En þá kemur að öðru vandamáli. Ef samvinnuflokkurinn og forstöðu- maður landsverslunar getur trygt landið móti hinni erlendu hættu, þá er aðeins eftir sú hætta, sem býr i þjóðinni sjálfri. Er þjóðin, eða sá hluti hennar, sem hér á hlut að máli, orðinn þroskaðri af reynslunni held- ur en þegar olía Fiskifélagsins rann í sandinn? Menn verða að vona að svo sé. þar að auki stendur lands- verslun betur að vígi að heyja þetta stríð, heldur en Fiskifélagið. En menn verða að búast við að hið sama endurtaki sig. Standard Oil getur vitaskuld lækkað ofan fyrir I landsverslun. því féiagi munaði ekk- ert um þótt það léti íslendinga fá olíuna fyrir minna en lielming af sannvirði eitt ár. Og hvað segði þjóð- in þá? Myndi hún svíkja sjálfa sig, gína yfir flugunni, hætta við lands- verslun,og fleygja sér aftur i fang einhvers grímubúins þjóns Steinolíufé- lagsins? þetta yrði fullkomin mann- dómsraun. Allir skynsamir og þrótt- miklir menn myndu hlæja að þessu herbragði, alveg eins og Tr. heitinn Gunnarsson gerði gys að því þeg- ar olíufélagið lækkaði sig forðum ofan fyrir Fiskifélagið. þeim fá- fróðu og skammsýnu yrði vitanlega allmikil hætta búin. þeir sæu augna- blikshaginn. Gleymdu framtiðartjón- inu. Og sennilega myndi ekki vanta rógbera, til að afflytja sannvirðis- verslunina. þeir hafa látið til sín heyra, þegar minni von var uin áheyrn. Svo framarlega sem fiski- mannastéttin verður sjálfri sér trú, og rekur af höndum sér loddara sem vilja villa henni sýn, þá er lítið að óttast. Stuðningur sá, sem þingfylgi samvinnuflokksins veitir, er svo mik- ið, að Steinolíufélagið getur ekki úr því sem komið er haldið velli, nema ef tekst að blekkja fiskimannastétt- ina, svo að hún varpi á bug sjálf sínu eigin bjargræði. Frh. Mogga-molar. 1. Jón Magnússon og M. Guðmunds- son hafa soðið saman varnargrein fyrir 10 helstu axarsköftum sínum: Islandsbanka, enska láninu og veð- setningu tollteknanna, 75 þús. kr- sjóðþurðina á Siglufirði, Flóaáveit- unni og 30 aukaþúsundunum þang- að, söltun landráðaákærunnar, utan- ríkisráðherraembættinu og báðum le- gáturium o. fl. Jón sver og sárt við leggur að hann hafi engu ráðið um það, sem miður fór. Sumu er kom- ið á Magnús, en mest á víst Pétur lieitinn að fá. Vel skilið við sam- ferðamennina lífs og liðna, að arf- leiða þá að þessum pinklum! 2. Kaupmannamálgagnið er hrætt um að samvinnumenn lifi í býlífi í mataræði. En þeir hafa heldur ekki þann sið að eta sama réttinn tvisvar, eins og einn alkunnur flokkur, sem Mbl. mun kannast við, er nú farinn ■að leggja í vana sinn síðustu dagana. 3. Bjarni frá Vogi skrifar nýlega um ílokkaskiftinguna. Telur þrjá: ís- lenska, danska og rússneska flokka. Sá danski er að áliti Bjarna lang- stærstur. En hann gleymdi einum flðkknum, þeim spanska. þar er hann sjálfur helsti maðurinn. Ekki vantar svo sem föðurlandsástina. 4. Einn Morgunblaðsmaður sagði nýlega, að kaupmannaflokkurinn hefði enga tryggingu, þótt Jón kœm’- ist inn, að hann ekki „hallaðist" frá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.