Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 1
&)aíbUzi 00) afo,rei5sIumaÖur Cimans er Sigurgeir ^rifcrtfsfon, Sambanösbúsinu, He^ljaDÍf. C t m ci 11 s er í Sambanosbúsinu. (Dpin öagleoa 9—\- í- k Sími 496. VI. ár. Reykjavík 24. júní 1922 26. blað LlÉíiÉil 01 r I ¦ ¦¦ ¦ Nýkomið símskeyti frá útlönd- um flytur þá fregn, að Englands- banki hafi lækkað vextina í 31/2%. þangað til rétt nýlega tók ís- landsbanki 8% vexti af lánum sínum. Nú sem stendur taka báð- ir bankarnir 7% vexti af lánum. Um alt land munu menn spyrja undrandi: Hvernig getur staðið á því að íslensku bankarnir skuli taka helmingi hærri vexti en Englands- banki? Fyrsta svarið sem mönnum dettur í hug, er vitanlega það, að þessir háu vextir stafi af ókjara- láninu enska, sem gamla stjórnin tók í fyrra. Vitanlega er það rétt, það sem það nær.Ókjaralán þeirra félaga, Jóns Magnússonar og Magnúsar Guðmundssonar, mun liggja eins og mara á íslenskum atvinnurekendum og verkamönn- um, uns það er að fullu greitt. En þetta lán er þó ekki nema lítill hluti af starfsfé bankanna. Mikinn meiri hluta starfsfjár síns hafa bankarnir með stórum betri kjörum en enska lánið. Aðalástæðan til hinna háu vaxta bankanna mun vera sú, að bank- arnir hafa orðið fyrir mörgum og miklum töpum.Sumpart hafa ýms- ir viðskiftamenn bankanna orðið gjaldþrota. Sumpart hafa bank- arnir samið við viðskiftamennina um að þeir greiði einhvern ákveð- inn hluta skuldanna, en bankarn- ir gefið þeim upp skuldina að öðru leyti. það er í almæli að tap bankanna nemi miljónum króna. Til þess að vinna tapið upp aft- ur, séu vextirnir hafðir svona há- ir — nú sem stendur helmingi hærri en vextir Englandsbanka. Almenningur veit ekkert með vissu um það, á hverju og hverj- um bankarnir hafa tapað. En al- mannarómur mun hafa á réttu að standa um þaS, að langsamlega að mestu leyti stafi tapið af sjávarútvegi — síldveiðum og þorskveiðum — tog verslunar- braski. það mun vera nálega alveg undantekning, að nokkuð hafi tap- ast af því fé sem bankarnir hafa lánað íil landbúnaðar eða verslun- arfélaga bænda. pegar nú það tvent er athug- að: 1. að enska láninu var nálega alveg eingöngu varið til styrktar útgerðarmönnum og kaupmönn- um, en ekki einn eyrir fór til styrktar landbúnaðinum og 2. að ekki verður bent á annað en þetta tvent: enska lánið og tap bankanna -4- sem alls ekki stafai af landbúnaði — sem valdi hinum háu vöxtum, þá er það ærið hart að landbún- aðurinn skuli þurfa að búa við þessi háu vaxtakjör, sem stafa af ástæðum sem landbúnaðinum eru með öllu óviðkomandi. pað virðist ekki vera nein sanngirni að láta hinn trygga at- vinnuveg, landbúnaðinn íslenska, borga háa vexti sem stafa af þeirri áhættu sem fylgir öðrum atvinnuveg og því tapi sem verð- ur á verslunarbraski kaupsýslu- manna, sem landbúnaðinum eru alveg óviðkomandi. Hvenær verður komið á sann- girni í þessu efni? Hverjir eru líklegir til að bera fram réttlátar kröfur íslensku bændanna í þessu efni? Bændurnir íslensku eiga nú að kjósa fulltrúa um þetta mál með- al annars. Jón Magnússon ber með öðrum aðalábyrgðina á ókjaraláninu enska. Jón Magnússon ber aðalábyrgð- ina á því, að íslandsbanka voru afhentar í vetur margar miljónir króna af landsfé án þess það væri einu sinni orðað við hann að lækka vextina úr átta af hundraði. Jón Magnússon er ólíklegastur allra manna um að bera fram sanngjarnar kröfur bænda um lækkuð vaxtakjör fyrir bændur. Jónas Jónsson og Hallgrímur Kristinsson eru aftur á móti' lík- legastir allra manna um að geta borið fram slíka kröfu. Réttlætis- tilfinning og sanna umönnun fyr- ir hag bændanna hafa þeir sýnt í verkinu. Enginn mun frýja þeim vits, vilja eða dugnaðar til að fylgja slíku máli til sigurs. 11 Eftir Einar Benediktsson, II. þeir efnalegu hagsmunir, sem ættu að takast rækilega til greina af réttmætum eigendum Græn- lands, og án frekari dráttar eða tómlætis, geta liðast sundur í þrenn meginatriði. I fyrsta lagi hefir sjómanna- stétt Islands og stórútgerðarmenn ómælanlegt verksvið á fiskimiðum og veiðistöðvum Grænlands og þarf ekki að taka það fram,að það er ekki einungis vegna nálægðar- innar við hina fornu nýlendu vora (í björtu veðri sést Grænland frá Vesturlandi), heldur vegna þess hve íslenskir sjómenn eru sérstak- lega vel fallnir til þess að nota náttúruauðæfi á svo norðlægum stigum, að eðlilegt og réttsýnt álit heimsins um þetta mál mun jafn- an skipa Islendingum í fremstu röð méðal þeirra sem strandabann Dana við eyna miklu hefir gert hróplegan órétt. Erfitt mun vera að finna sögudæmi til harðari sjó- sóknar en beitt var af forfeðrum vorum, er námu og bygðu Græn- land, sem nýlendu frá íslandi, rúmri öld eftir landnám Norð- manna hér, og er víst enginn efi á því, að alþjóðadómur mundi láta einmitt þetta atriði vega • þungt á metum fyrir réttlætis- kröfu vora um Grænland, ef hún væri borin fram af einhuga þjóð vorri, án frekari tafar og með samvinnu og vinfengi einhverra þeirra, sem eiga málsrétt í félags- skap þjóðanna. það eru þessir hagsmunir sem hafa knúð frænd- ur vora 'Norðmenn til þess að reisa mótmæli gegn hinu nýja „námi" Danakonungs á óðulum vorum þar vestra, eins og kunn- ugt mun vera orðið hér af fjöl- mörgum greinum norskra blaða, og harla stórorðum í garð Dana. Annað meginatriði íslenskra hagsmuna, sem kemur hér til greina, er allur sá feiknaauður í lokaða landinu og við strendur þess, sem er fallinn til þess að af- Fundarboð. Laugardaginn 1. júlí verður almennur landsmálafundur haldinn á Þjórsárbrú, jafnframt íþróttamóti Ungmennafélaganna. Á fundinum verða rædd ýms áhugamál Pramsóknarfiokksins í sambandi við land- kjörið. Fundurinn hefst kl. 11 f. h. Kl. 2 verður fundarhlé vegna íþróttamótsins. P. h. miðstjórnar Framsóknarffokksins. Tt% Þórhallsson. hendast öðrum fyrir endurgjald (concession). Eitt ljóst dæmi af þessu tæi má nefna, þar sem eru kreolitnámur Grænlands, er hafa á sínum tíma orðið mikil féþúfa fyrir Dani. Skyldu Islendingar ekki geta þegið það, jafnt sem aðrar þjóðir, að láta starfrækja með kröftum og fé annara slík auðæfi í landi og sjó, fyrir vest- an, sem þeir komast ekki yfir að nota 'sjálfir? þegar fer fyrir alvöru að bera á því að vér telj- umst þjóð meöal þjóðanna, mun það vonandi fá lítinn byr meðal vitborinna manna hér á landi, að ætla sér að vera svo „fínfínn", fram yfir öll önnur lönd og lýði jarðarinnar, að vér einir allra megum ekki láta oss sæma að sjá aðra menn né fjármuni en þá sem vér höfum sjálfir framleitt, í ör- æfum og eyðibygðum vorum.' En þegar sá barnaskapur er kveðinn niður og menningaröld fi'jálsra fyrirtækja og heilbrigð þjóðernis- stefna ræður um stjórn vora og löggjöf, mundi hin volduga nátt- úruauðlegð Grænlands verða einn merkasti máttarþáttur í framsókn Islendinga ef vér nú gætum rétt- ar vors eindregið og í tíma, um þetta málefni. Meðal þessara efnalegu hags- muna, sem vér mundum njóta af viðurkendum eignarrétti vorum yfir gömlu nýlendunni, vil eg í þriðja lagi telja þá sókn annara þjóða, með framtak og mannafla, sem mundi leggja leið sína yfir ísland til Grænlands. Vegna þess hvernig háttar, svo að segja allan tíma árs, um hafþök og ísalög við austurströndina, hlyti það einkan- lega að'valda miklu um stórstíg- ar framfarir á Vestfjörðum, ef ís- lensk nýlenda væri endurstofnuð að lögum á Grænlandi. Og einmitt í þessu sambandi er þá ástæða til þess að minna á það, að aðalorsök tómlætis meðal vor um þetta mikla velferðarmál þjóðar vorrar mun vera,að menn hafa ekki þóttst þurfa að sækja frá ónotuðum auð- æfum vors eigin lands, með fá- menni vort, vestur til íseyjarinn- ar miklu, til þess að fara að nema þar lönd og reka landbúnað. — pessi andbára virðist í fljótu bragði styðjast við rök. En sé betur gætt að, verður þögn íslend- inga um Grænlandsmálið að engu leyti réttlætt með henni. Vér þurf- um ekki sjálfir að byggja Græn- land. Aðalatriðið er það, að lög íslands ráði þar í landi — því það er einkunn og aðall þjóðern- is, hverjum lögum er lotið. það er ekki heldur íslenskt þjóðerni hér heima, í sjálfu sér, að vér séum komnir af hérlendum ættum. það er uppruni vor — en ekki megin- málið í ákvörðun þjóðernisins. — Hér hafa verið menn, útlendir að holdi og blóði, sem hafa verið hinir bestu Islendingar. Hver var sannari og ósviknari vinur þjóð- ernis vors heldur en Hilmar Fin- sen á alþingi 1867 ? Hver mun hafa verið öllu stórvirkari í efna- legum fyrirtækjum íslands á vor- um eigin tíma og þar með nyt- samlegri þjóðerni voru heldur en t.d. Thor Jensen? Eða hvað seg- ir legsteinn Otto Wathnes á Seyð- isfirði, 0. s. frv. þegar íslending- ar eiga málstað sem héyrast skal meðal alþjóða, má ekki láta bera á þeirri ómönnuðu og banvænu öfugkenningu að við þurfum að byggja Kínverjavegg til varnar líkamlegu ágæti voru og yfirburð- um yfir aðra menn af sama þjóða- bálki. Og þeir sem ætiu að leiða sið- menning yfir Skrælingja í Græn- landi — ef þjóð vor lætur ekki traðka augljósum rétti vorum til hinnar dýrkeyptu fornu nýlendu vorrar — þyrftu því ekki og ættu ekki að vera af heimaöldu ís- lensku ætterni fremur en þá verk- ast vildi. Að vísu má eðlilega bú- ast við því með hækkandi verk- legri menning hér á landi, að inn- bornum íslendingum verði stöðug- lega tíðförlara út yfir höfin, eins og gerðist hér áður á eldri öld- um höfðingskapar og frelsis, og þess vegna væri það eðlilegt að ýmsir íslenskir framtaksmenn, ekki einungis í útvegi og veiði- skap, heldUr einnig í stórbúnaði, mundu leita til hinna gullfögru, frjóvsömu og blessunarríku óðala Eiríks rauða, sem samviskulaus, erlendur blóðokrari banaði og lagði í eyði. En vinnulýður ís- lenskra bænda á Grænlandi mundi, eftir öllu því, sem má skynsam- lega gera ráð fyriiy verða af öðru bergi brotinn að mestu, enda mjög líklegt, ef einokunarkúgun Dana yrði létt af Skrælingjum, að þeir yrðu svo mannaðir, að vel mætti beita þeim til almennrar vinnu, bæði á sjó og landi, því enginn efi er á því að hópur sá sem enn er eftir í landinu (þeim hefir fækkað um meir en helmT ing undir Danaokinu síðan Egede fór að leita Austurbygðar 1721) — er vel hæfur bæði andlega og líkamlega til þess að þola full- komna kristna siðmenning, enda þótt Danir hafi jafnan borið það á borð fyrir heiminn, að þeir séu' að vernda þá frá „eyðilegging" (!) með strandabanninu. — Eg má hér til með að minnast Bröndums, áf Skrælingjablóði, sem skreið dauðvona tíu danskar mílur frá Mylius Erichsen, á „Danmerkur- förinni" ¦— og enginn skrifaði göfugri og karlmannlegri orð yfir sig heldur en hann. Hér verður að. fara stutt yfir sögu. Eg mintist þess aðeins í fyrri grein.að hér væri og að ræða um velferðar- og tilverumál ís- lenskrar þjóðar. Eg skal reyna að leiða nokkra röksemd að þessu með örfáum orðum. Öllum er kunnugt, að heims- ófriðurinn mikli endaði með þeim friði sem meginherjár á hlið sig- urvegaranna töldu mest um verð- an fyrir það, að með honum væri trygt frelsið á höfunum. það er ennfremur á allra vitund, og leið- ir af sjálfu sér, vegna aðstöðu meginþjóðanna, að það er einmitt friðurinn á Atlantshafinu sem hér er aðallega átt við. En af því leið- ir aftur, að verndun eylandanna í þessu hafi er lífsnauðsynlegt skilyrði fyrir því, að þessi árang- ur heimsfriðarins varðveitist. Nú er það svo, að Grænland er í þessu efni tvímælalaust allra þýð- ingarmest. Vopnaskifti framtím- ans velta umfram alt á því, hver þjóð eða þjóðir hafa yfirburðina í kafbáta- og lofthernaði, en þar verður Grænland óhjákvæmilega hættulegasta herstöðin samkvæmt eðlisháttum, legu og stærð þess lands, svo nálægt meginlandinu vestra og aðalumferð Engilsax- nesku þjóðanna um Atlantshaf- ið. þegar þess er nú gætt, að Is- land er hið einasta siðmenningar- land heimsins, sem býst við al- þjóðaviðurkenningu um fullveldi og alþjóðavernd um ævarandi hlutleysi, án þess að halda uppi neinum her af eigin rammleik, getur hver maður, sem athugar þetta mál með rökum, séð að réttarstaða Grænlands er lífs- atriði fyrir sjálfstæði Islands. Ef Grænfand kemst undir drottin- vald nokkurrar þeirrar þjóðar, sem kynni að geta lent í haf- hernaði á þeim svæðum, þar er Grænland yrði eftir atvikum haft að herstöð fyrir einhvern aðila — þá verður ekki unt að verja Is- land fyrir ekkert. Vér erum skyldir að horfast í augu við sannleikann eins ög hann er. Með dæmalausri léttúð var það látið óumtalað, hverir ábyrgðust hlutleysi Islands þegar ' samningurinn var gerður við Dani um ríkisstofnun hér á landi. — Nú er spurningin um réttinn yfir Grænlandi vakin og verður ekki þögguð af oss, þó vér vild- um sjálfir dæma það sæmilegt fyrir oss, eftir að landi voru hefir verið gefið ríkisnafn ¦— að standa þegjandi hjá meðan verið er að deila á Norðurlöndum um örlög fornrar íslenskrar nýlendu og eigin eignar vorrar að réttum þjóðalögum. Frh. Aðalfundur Eimskipafélagsins var haldinn 17. þ. m. Aðrur af siglingum félagsins árið sem leið hefir orðið 600 þús. kr. að með- töldu 60 þús. kr. ríkissjóðstillagi. Goðafoss hinn nýi kostaði 2,609,- 000 kr. Húsið með lóð kostaði 1,084,000 kr. Eigendaskifti hafa orðið á hlutabrjefum sem námu 21,300 kr. Hefir hluthöfum fækkað um 56. Tillaga stjórnar- innar, að útborga engan arð, en verja tekjuafgangi til frádráttar á bókuðu verði á eignum félags- ins, var samþykt. Endurkosnir voru þeir er úr stjórninni gengu að öðru leyti en því að Ásmundur Jóhannsson var kosinn í stað Jóns Bíldsfells. Ofbeldi. Um miðja vikuna kom vélbátur úr Vestmannaeyjum að útlendu botnvörpuskipi sem var að veiðum í landhelgi. þegar bát- urinn rendi að skipshliðinni köst- uðu skipverjar á þá grjóti og kol- um og skutu á þá úr byssu. Snéri báturinn þá aftur til lands, til þess að sækja liðstyrk. En er aft- ur var komið á vettvang, var botn- vörpungurinn allur á bak og burt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.