Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 2
92 T 1 M I N N Forstjórastaðan við Kaupfélag Súgfirðinga er laus frá næsta nýári. Umsóknarfrestur er til 1. október n. k. Umsóknir sendist stjórn félagsins, er gefur nauðsynlegar upplýs- ingar. Suðureyri 20. júní 1922. Stjórnin. Auglýsing. Vegna ákvæða laga nr. 40, 27. júní 1921 um einkasölu á tóbaki, er þess hérmeð krafist, að allir hér í bænum, sem versla með tóbak, hverju nafni sem nefnist, sendi Landsversluninni, í síðasta lagi 6. júlí «. k. sundurliðaða skrá yfir tóbaksbirgðir sínar 30. júní n. k., keyptar frá öðrum en Landsversluninni, með tilgreindu útsöluverði liverrar tegundar um sig, og með árituðu drengskaparvottorði um að skýrsl- urnar séu réttar. Af nefndum tóbaksbirgðum, sem eru til 1. júlí, ber eiganda eða umráðamanni að greiða til ríkissjóðs 10°/0 af útsöluverði varanna fyrir lok júlímánaðar. Reykjavík 16. júní 1922. Landsverslunin. Sveifabsendur. „Keflavíkurverslun“ í Keflavík hefir enn þá nokkrar tunnur af velsöltuðum kinnum. Sömuleiðis nokkrar tunnur af ágætum söltuðum kola. Leitið upplýsinga í síma nr. 5 í Keflavík. Innilegar þakkir fyrir hluttekning- una við útför Guðmundar prófasts Helgasonar frá börnum hans. Hversvegna styð eg samvinnulistann? Svör úr þingeyjarsýslu: I. Vegna þess: 1. að eg er bjartsýnn maður; hefi þá lífsskoðun, að mennirnir geti óendanlega bætt lífskjör sín með réttlátara skipulagi á samlífi sínu og samskiftum, en þejm hef- ir enn auðnast að setja, skipulagi, sem veiti öllum svo jafna aðstöðu til lífsþarfanna, sem félagshæfi- leikar, siðferðis og sjálfsábyrgðar- þroski sjálfra þeirra framast leyfa;, skipulagi sem engan mann útiloki frá sinni réttu hlutdeild í þeim guðsgjöfum og náttúrugæð- um, sem öllum eru ætluð jafnt og öllum eru jafn nauðsynleg til við- halds lífsins, eðlilegs þroska og réttmætra lífsnautna, né heldur útiloki nokkurn frá að njóta ávaxt anna af samstarfi mannanna. 2. a ð eg hygg að fleiri menn í flokki samvinnumanna en í nokkr- um pólitiskum flokik hafi eygt þessi miklu lífssannindi og vilji vinna fyrir þau og ryðja þeim til rúms í þjóðfélagi voru, með bylt- ingalausri, friðsamri og réttlátri löggjöf. 3. a ð eg á ekki ráð á öðru lög- legu og siðferðislega réttmætu vopni en atkvæðisrétti mínum, til þess að styðja lífsskoðun mína og félagsstefnu, og verja hana fyrir pólitiskum og þjóðskipulegum yf- irgangi þeirra stjórnmálaflokka, sem fylgja andstæðum lífSskoð- unum og skipulagsstefnum, og nota löggjafarvaldið til þess að koma sínu fram. Gamall samvinnumaður. II. Vegna þess: 1. a ð eg hefi þá skoðun, að frelsi án réttláts skipulags á sið- legum grundvelli sé ekki sannar- legt frelsi, heldur hnefaréttur, sem valdi ánauð allra þeirra, sem ekki hafi öðlast einhverskonar sérréttinda aðstöðu í hinu svo- kallaða mannfélagi. 2. að eg tel, að í því skipulagi sem samvinnumenn viðhafa, sé fólgið meira réttlæti og mann- jöfnuður, en því skipulagi á sam- lífi og samskiftum mannanna,sem ríkisvaldið hingað til hefir vernd- að og viðhaldið með lögum. Jónas Jónsson, skóiastjóri frá Hriflu. Uppruni og mentun. Hér verður ekki rituð æfisaga Jónasar frá Hriflu, Leldur aðeins getið hins helsta í æfi hans og störfum. Jónas er fæddur og upp- alinn í Hriflu í þingeyjarsýslu. Hann er af góðu en fátæku for- eldri kominn. I æsku þótti hann snemma hneigjast fremur til bók- legra en verklegra starfa, en var hægfara og stiltur og ekki svo bráðger, sem margur mundi nú ætla að verið hefði. Hann gekk í gegnum Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri og skaraði þá þegar fram úr, bæði í námi og félagslífi. þar tók hann hæstu einkunn, sem við skólann hefir verið tekin. Undir- búningsfræðslu hafði hann hlotið hjá barnakennara einum sunn- lenskum, öldruðum manni og gáf- uðum, og hefii' sá barnakennari sagt þeim, sem þetta ritar, að Jónas hafi skarað langt fram úr öllum sínum mörgu nemendum, bæði að greind og næmi. Að loknu námi á Akureyri fór Jónas til Askov. Um þær mundir var skól- inn þar rómaður mjög og dirfðist enginn á móti að mæla. En nú brá svo við, að Jónasi líkaði skólinn ekki allskostar og ritaði allítarlega 3. a ð eg af þessum ástæðum tel það bæði rétt og skyldu sam- vinnumannanna að taka þátt í lög- gjöf þjóðfélagsins. Daglaunamaður. III. Vegna þess: að eg hefi kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hin- argrátlegu misjöfnur, sem eru á kjörum mannanna hér á jörðu, sem með örbyrgð, áþjá'n og and- legum vanþroska gerspilla lífi fjöldans, en með óverðskulduðum auði, iðjuleysi og taumlausum of- nautnum eitra líf annara og allra, sé fyrst og fremst sprottið af því, hve ójafna aðstöðu núverandi þjóðskipulag veitir hverjum ein- um þegar við fæðinguna, og lætur þá lifa við alla æfi. Ilugsjón samvinnumanna er, að jafna aðstöðu mannanna, en ekki að sjálfsögðu öll kjör þeirra, með svo réttlátu skipulagi og löggjöf, að hver fái sem best notið sinna verðleika og hæfileika. Hverjum þeim, sem vinna vill fyrir þessa hugsjón, og sýnir það í verki, honum greiði eg atkvæði mitt hvenær sem eg á kost á og til hverra starfa sem er að al- menningsmálum. Handverksmaður. IV. Vegna þess: að samvinnu- menn eiga náttúrlegan rétt á því og heimtingu, að landslög og rétt- ur verndi þeirra friðsama sam- vinnustarf fyrir pólitiskum yfir- gangi þeirra manna, sem eru hræddir við samvinnuhugsjónina vegna þess, að framkvæmd henn- ar muni svifta þá sérréttinda að- stöðu þeirra; verndi þá gegn lög- gjöf, sem þröngvar kosti sam- vinnumanna, en verndar einka- réttindi og efnalegan yfirgang einstakra stétta og „atvinnurek- enda“. — þetta jafnrétti og þessa vernd fá samvinnumenn aldrei fyrri en þeir eiga mikilhæfa og einlæga talsmenn á löggjafarþingi þjóðarinnar, eins og þá, sem nú eru í kjöri. — Bóndi. 1. Eg lít svo á, að heilbrigði á þjóðmálasviðinu náist því aðeins, að mönnunum takist að þurka út að svo miklu leyti sem auðið er, eigingirnina úr hugsun og starfi. Hætti því að heyja blóðuga bar- daga út af brauðbita og beini, og fremja hverskonar myrkraverk í eiginhagsmunaskyni, á kostnað al- þjóðar. — En tel líklegt, að þessu marld nái menn helst í gegnum máske fleiri ættliði þess fólks,sem alist hefir upp við og lært að gera að sínu, kjarnann úr hugsjónum forkólfa samvinnustefnunnar: og mjög rökstudda ádeilugrein um hann. Mörgum, sem kynst höfðu skólanum, opnaðist þá nýtt sjón- arsvið út yfir það mál, svo að sundur raknaði og varð ljóst, það sem fyrir þeim hafði vakað sjálf- um. þótti þeim strax, sem meira en meðalmaður væri hér að verki, þar sem Jónas var. Eftir dvölina í Askov gekk Jón- as í skóla í Kaupmannahöfn. Síð- an dvaldi hann í París og í Ox- ford til þess að læra mál þeirra þjóða, kynnast háttum þeirra, mentun og menningu. Las hann jafnan af miklu kappi og mun óhætt að fullyrða, að honum hafi orðið dvalir þessar og ferðalög notadrýgri til þroskunar og sann- mentunar, heldur en þó hann hefði gengið í gegnum háskóla. Enda vita þeir gerst, sem þekkja Jónas best, skilningsgáfu hans, gerhygli og víðsýni, hversu ágæt- lega mentaður maður hann er og víðlesinn. Störf. Eftir heimkomuna fékk Jónas fljótt embætti við Kennaraskól- ann og starfaði þar í nokkur ár. Um svipað leyti valdist hann til forustu í Sambandi ungmennafé- laga íslands; gerðist formaður þess og ritstjóri Skinfaxa. þótti blaðið þá þegar svo vel ritað, að af bar flestu í íslenskri blaða- „Einn fyrir alla og, allir fyrir einn1. — • 2. þeim mönnum, sem bjóðast til opinberra starfa,og ótvírætt og hiklaust lýsa yfir stefnuskrár- málum sínum, er venjulegra betra að snúast beint við, annaðhvort til fylgis eða andstöðu. — Sannir samvinnumenn koma ætíð ótví- rætt og hiklaust fram, sakir þess, að góður og göfugur málstaður freistar ekki til að fela neitt. Merki samvinnustefnunnar er þegar reist á orustuvelli íslenskra þjóðmála. pá menn, sem bjóðast til að standa undir því kýs eg, og svo lengi sem þeir bera það í birt- unni, styð eg þá. P. S. Vegna þess, að eg tel starfsemi samvinnumanna siðbætandi og betur fallna til almennra þjóð- þrifa en aðrar fjármálastefnur sem eg þekki; og vegna þess, að ekki mun önnur leið til þess að öðlast jafnrétti og réttláta lög- gjöf, en að efla þingflokk með mensku um það leyti. Lét blaðið sig marga hluti skifta og þótti taka heldur ómjúkum tökum á ýmsum meingöllum í íslensku þjóðlífi. Kennaraskólinn var í sín- um nokkuð föstu skorðum og ekki auðvelt að beita þar vaxandi kröftum afburðamannsins. Svipað mátti og segja um ungmennafé- lögin, sem eftir eðli sínu hlutu að halda sér innan ákveðinna tak- marka í afskiftum sínum af þjóð- málum og voru auk þess að mestu hugræns eðlis. í hvorugu starfinu fann Jónas anda sínum fullnægju né kröftum sínum hæfi- legt viðfangsefni. Hann óx upp úr báðum. pá fer hann að gefa sig við stjórnmálum. En um leið dofn- ar smátt og' smátt yfir starfsemi hans í þágu ungmennafélaganna og má með nokkuð miklum rétti segja, að úr því yrði hún honum ekki til álitsauka. þess verður þó að gæta, að á því verður ekki bygður sá dómur, að Jónas hafi verið athafnalaus og tómlátur um velferðarmál. Fremur má segja að starf hans og ástundun yxi, en hvorttveggja var beint inn á svið stjórnmálanna, þarsem beið ótæm- andi verkefni, að byggja upp úr rústunum. Um þetta leyti voru íslensk stjórnmál að færast nær og nær merkilegum tímamótum. Afburða- þeim mönnum, sem treysta má til þess að setja réttlát lög. Einmitt vegna þess, að sam- vinnustefnan er siðbótarstefna, krafa um meira réttlæti og fyllri mannréttindi, þá hefði eg helst kosið, að hugsjón hennar hefði náð að þróast í sálum mannanna, ósaurguð af hinu pólitiska aur- kasti, því sagan sýnir, að þegar ríkisvaldið hefir tekið siðbótahug- sjónir á sitt vald og í sína þjón- ustu, þá hafa þær jafnan spilst og saurgast. En nú er um sjálfs- vörn að ræða fyrir samvinnufélög- in, og það ríður baggamuninn. S. Bjaiklind. Af því að eg álít grundvöllinn undir aðalmálum þess flokks, er þann lista styður, vera þann besta, sem vér ' eigum völ á. Treysti jafnframt þeim mönnum, er á listanu standa, til að byggja á þessum grundvelli með dreng- skap, dugnaði, heillavænlegri út- sjón og þrautseigju, svo af því menn undanfarandi áratuga voru búnir að slíta kröftum sínum í lajigstæðri og seinunninni stjórn- málabaráttu við Dani. Öll útvígi voru unninn. Aðeins var eftir að semja um uppgjafarskilmála Dana. Deilan var komin inn fyrir umgerð hárfínna ríkisréttarskýr- inga, sem alþýða manna botnaðí lítið í. Áhugi manna var að dofna. Löng togstreita með smásigrum sló fölskva á eldinn í hugum manna og nam burtu úr sjálfum úrslitunum því nær alla sigur- gleði. Stjórnmálabaráttan við Dani hafði beint hugum manna að langmestu leyti út á við. Jafnvel þó á þeim árum væri unnið slíkt þrekvirki sem bygging landsím- ans, má að mestu þakka það frá- bærum dugnaði eins afreksmanns, I-Iannesar Hafsteins. En innan- landsmálin lágu að mjög miklu leyti óhreyfð. þannig er ástandið í landinu," þegar Jónas grípur inn í. Ilann sér þegar, að tími er kom- inn til þess að snúa huga þjóðar- innar inn á við og beita afli henn- ar á viðreisnarmálin innanlands. Jafnframt var honum það Ijóst, að hinir eldri flokkar voru um of bundnir sínu viðfangsefni; for- ingjar þeirra voru um of gengn- ir upp í sínum afreksverkum, ti.l þess að hægt væri að vænta í geti leitt lands og þjóðar framför í víðtækum skilningi. Borgfii’skur bóndi. Mér hefir fyrir löngu skilist nauðsyn þess, að hér á landi mynduðust stjórnmálaflokkar á líkum grundvelli og í öðrum þing- ræðislöndum, borgararnir skift- ust í afturhaldsmenn (hægri), hóflega framsókn (vinstri) og gj örbreytingamenn (socialista). Og það hefir glatt mig, að nú virð- ist helst vera að rofa fyrir þeirri skiftingu. Fyrir því eru engir menn mér ógeðfeldari en þeir, sem jafnfúsir fylla hvern þennan flokk sem er. Eftir eðli sínu get- ur enginn maður á vissu æfi- skeiði átt heima nema í einhverj- um einum. flokki. Sigurður ráðu- nautur . Sigurðsson hefði ekki haft á móti að verða á lista Fram- sólcnarflokksins, hefði hann haft trauts manna til þess. þegar út- séð var um það, mun hann hafa leitað fyrir sér hjá jafnaðarmönn- um um að komast á lista, og vitn- að til þess, að hann hefði verið aðalstofnandi verkamannafélags- ins Dagsbrún. En heldur eigi þar átti Sigurður traust. Kom honum þá að haldi, að hann var eigi við eina fjöl feldur, og bauð sig fram hjá þriðja flokknum til sömu kosninganna, og hafnaði sig hjá þeim málstaðnum, sem í mestri andstöðu er við þau mál öll, sem atvinna Sigurðar hingað til hefir verið að styðja. Skil eg nú fyrst til hlítar skör- ungsskap ráðunautsins, þegar hann í Frey hér á árunum kvað upp svofeldan dóm: Fallegastur litur á kúm er rauð- ar kýr, gráar kýr, svartar kýr, hvítar kýr, skjöldótt^r kýr, og svo framvegis, og svo framvegis. Læknir. ----o---- Strandferðirnar. Eina verulega stórmálið sem hægt er að leysa vel og svo að frambúðargagn verði að, eru strandferðirnar. Fyrir andvirði Sterlings má fá tvö hentug skip og koma strandferðunum í mjög viðunanlegt hoi*f. Áreiðanlega verða tvö skip keypt eða bygð. En þó undarlegt sé, geta orðið svo mikil mistök á fyrirkomulag- inu, að í stað þess að þessi skipa- auki á að geta orðið að ótrúlega miklu gagni, má vel vera, að ein- mitt þau ráð sem nú verða ráðin, hindri rétta framför í samgöngu- málunum. Vegirnir -eru tveir: þeim hópi ákveðinna stefnuskifta og æskilegs harðfylgis í viðreisn- arbaráttunni innanlands. Úrlausn- in var sú, að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, en láta hið horfna hirða .sína' menn. pá er það sem hann fer að vinna að því, að sameina unga menn og eldri um alt land og undirbúa stofnun Tímans. Takmarkið er að fylkja liði ungra manna í hæg- fara framsókn og byggja upp öfl- ugasta þjóðmálablað, sem út hafi komið á Islandi til þess. Hvorugt var áhlaupaverk, og þegar óhlut- dræg Saga lætur Jónas njóta sannmælis, mun hún ekki telja það smámuni, sem honum hefir áunnist á þessum árum, enda þótt aldrei verði skrásettir þeir tugir bréfa, sem hann langtímum sam- an sendir með hverjum pósti, öll næturvinna hans, allir þeir pening ar, sem hann í fátækt sinni varði til framgangs hugsjón sinni. Árið eftir að Tíminn byrjaði að koma út, brá Jónas sér hingað til Ak- ureyrar og stofnaði Dag. það er engin tilviljun að Jónas. lendir ekki á þessum árum í hópi gerbreytingarmanna. Hann var nógu víðsýnn og gerhugull til þess að sjá, að í bændastétt landsins býr kjarni þjóðarinnar, en jafn- framt að íslenskir bændur eru ekki líklegir til þess að verða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.