Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1922, Blaðsíða 3
T í M I N N 93 Meildsala Smásala landsins stærstn birgðir í fjölbreyttu úrvali. — Samképni útilokuð. Pantanir afgreiddar um alt land (smápantanir gegn póstkröfu). H. Kjartansson & Go., Sími 1004. Reykjavík. Símnefni: Vulkan. Bestu tiraburkaupin sem völ hefir verið á í mörg ár, gera menn nú í H.f. Timbur- og Kolaverslunin Reykjavík. Til kaupfélaga! íí.f. Smjöplíkisgepðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlikisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Að taka upp aftur fyrirkomu- lagið sem fylgt var með Hóla og Skálholt, Austra og Vestra. Hafa tvö skip með nokkru farþegarúmi, sem fara hægar ferðir, oftast á 12—14 dögum milli Reykjavíkur og Akureyrar, og mætast þar. þetta gerir lítt kleift að fara með skipunum, nema milli hafa. Póst- flptningar batna ekki eða breyt- ast. Og hið tiltölulega stóra lest- arrúm myndi standa autt að mjög miklu leyti. Ferð hvers skips tek- ur alt að því mánuð í hvert sinn fram og aftur, frá Rvík til Ak- ureyrar. Hin leiðin er sú, sem Tíminn og Dagur hafa einkum mælt með. Hafa skipin tvö. Annað aðaliega til mannflutninga. Hitt minna, með litlu farþegarúmi, sem eink- um væri notað milli nálægra hafna. Mannflutningaskipið væri álíka hraðskreytt og Gullfoss. Vöruflutningaskipið mætti vera hægfara, en yrði að vera sterkt engu síður en hitt. þessi skip færu hringferðir um landið. Mannflutn- ingaskipið ætti að geta farið á því nær allar hafnir, alt kringum land, þar sem nokkur verslun er til muna, á sama tíma og' skip með vörufarmi fer um hálft landið. Og þegar aðeins væri kom- ið á stærri hafnir, mætti gera hringferðina á viku. Kostir þessá fyrirkomulags eru mai'gir. Fólk gæti ferðast þægi- legar, þrifalegar, og á miklu styttri tíma en nú. Póstflutningar mundu stórbreytast tii batnaðar, og er þess sís vanþörf. Með hin- um hröðu og tíðu ferðum myndu skapast möguleikar fyrir nýjum breyttum og nauðsynlegum at- vinnurekstri, þ. e. að afurðir sem nú komast ekki í verð, sökum samgönguleysis, gætu komist á heppilegan mai'kað innanlands og utan. Verður síðar vikið að ein- stökum hliðum þessa máls. J. J. ----o---- Samvinnuflokkurinn og Fiskifélagið. IV. Ef samvinnuflokkurinn leysir vand- ræði fiskimannanna, án þeirra hjálp- ar, ei til vill þrátt fyrir mótþróa þeirra, eða einstakra talsmanna sjó- mannanna, þá er komið að því vanda- máli, sem ekki er auðvelt úr að leysa: Á að stjórna einhverri þjóð eða einhv.erri stétt betur en hún verð- skuldar? það skal játað undir eins, að þetta er bæði erfitt og sjaldgæft. jafnaðarmenn. Veldur því hvort- tveggja, landshættir og þjóðareðli. Hann sá, að framsóknin þurfti að verða í samræmi við örðugan þjóðarhag og erfiða landshætti. íslensk alþýða verður ekki hrifin • langt úr sporum með hávaða og áhlaupum, lieldur þarf að ganga beint til fangs við vanafestu, tor- trygni og tómlæti þeirrar þjóðar, sem búin er að höggva svo að segja í sama farið í þúsund ár. Honum var því einsætt, að skipa séi' undir merki samvinnunnar, sem þegar var búin að sýna, að hún bar í sér þau úrlausnarráð, er samþýddust viðfangsefninu. Undir hennar merki hlutu allir að skipa sér, sem kusu þjóð sinni til handa hægfara og stöðugan við- gang í fjárhagslegum og menning- arlegum efnum. Um sama leyti og Jónas vinn- ur áðurtalin afrek, fer hann að beita sér fyrir samvinnumentun. Er hann fyrsti maður hér á landi, sem blæs lít'i í þá hugsjón, svo að um munar. Á ferðalögum sínum og viðkynningu fær hann útsýn yfir þýðingu félagslegrar menn- ingar. Hann veit, að þeir sem tvístraðir fara, verða hér eftir sem hingað til smátt og smátt eltir uppi og rúnir af þeim, sem þykir sinn sjóður aldrei vera nógu digur. Ilann veit, að samheldni er Langoftast fá stéttir og þjóðir þau örlög, sem eru, í samræmi við vit þeirra, manndóm. og framsýni. Steinolíumálið virðist þannig vax- ið, að á þessu ári talcist samvinnu- flokknum með einhverjum smávægi- lcgum stuðningi annarsstaðar frá,’ að fá heimildarlögin um einkasölu á olíu framkvæmd. Standard Oil liættir. Fiskimennirnir fá olíuná með sann- virði. þrautin er þá leyst, váranlega, og til frambúðar, eins og best er unt. I fyrstu má telja víst, að almenn ánægja kæmi í ljós frá öllum þorra fiskimannanna. þeir væru minnugir þcirra tíma, þegar Steinolíufélagið skapaði þeim kostina eftir eigin geð- þótta. En smátt og smátt myndi fenna yfir þær minningar. Samkepnispost- ularnir myndu sífelt vera á verði, sí- felt ala á tortrygni og óánægju. Fyr- ir þeirra tilstilli myndu koma tyllil>oð um steinolíu neðan við sannvirði. þau tylliboð væru auðfengin, enda hættulítil, þar sem þau ekki kæmu til framkvæmda meðan landið hefði píuverslunina. Alveg eins og erlendar þjóðir hafa fengið íslendinga í tuga- tali til að eiga útlend skip yfir veiði- timann, til að fara í kringum lög landsins, svíkja þau, og skaða þjóð- arheildina. Svo yrði væntanlega ekki hörgull á leigumönnum til að bera fram erindi erl.endra auðfélaga, al- þjóð til skaða. þá er vandinn kominn að höndum fiskimannanna. Eiga þeir að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunaspón? Eiga þeir að gleypa agnið eins og þorskurinn? Eiga þeir að leysa sund- ur fylkingu sína og hleypa óvinunum inn í sínar eigin herbúðir’ J. J. ---------------o---- Tónlíst. Sú nýung hefii' orðið í fyrsta sinni í sögu Islands, að til lands- ins kom í maíbyrjun þ. á. hljóð- færaleikari, sem veitir kenslu í leik allra samleikshljóðfærafblást- urs- og strokhljóðfæra). Tiltölu- lega auðvelt er að læra að leika á sum þessi hljóðfæri, en mörg þeirra þekkjast enn ekki á Is- landi. pó eru þau mörg ódýr og vel nothæf í fárra manna sam- leik og sum í einleik. Hljóðfæraleikarinn heitir Otto Böttcher og er þýskur. Hann hef- ir leikið á ýms hljóðfæri í flokk- um undir stjórn ágætustu lista- manna þýskalands og hlotið mik- ið lof. Ilonum voru í boði fastar leikarastöður í bestu hljóðfæra- flokkum þar, en liann hafnaði þeim til þess að fara til íslands. Síðan snemma í vor stundar hann íslensku en starfar í Reykjavík. lausnarorð þeirra manna,sem eiga örðugt uppdráttar og að félagsleg mentun er öflugast vopna gegn tortrygni og sundrungu. Með að- stoð ágætra samverkamanna í stjórn Sambandsins, hefir mál þetta þokast fram, og þó við mis- skilning og'fjárhagsörðugleika sé að sti'íða, eins og nú stendur, er Jónas á sigurvænlegri leið, til að byggja upp sérstæða og frumlega mentastofnun í landinu, sem mun á næstu árum ala upp marga kjarnamikla og víðsýna forustu- menn á sviði félagsmálanna. Enn verður það að telja, að um svipað leyti og Jónas tekur að sér forstöðu samvinnufræðslunnar, gerist hann ritstjóri Tímarits ís- lenskra samvinnufélaga. Með þessi vopn í höndum beit- ir Jónas sér meðal annars fyrir því máli, að með lögum verði kveðið á um gjaldskyldu sam- vinnufélaga til ríkis og sveita. Samvinnufélög höfðu hér á landi búið við stórum verri skattakosti en samskonar félög í nágranna- löndunum og voru að öllu háð geðþótta andstæðinga sinna í því efni. þótti sýnt, að bæði Sam- bandið í Reykjavík og félög í stærri kauptúnum mætti, hvenær sem væri, beita slíku gerræði, að ekki yrði undir því risið. Jónas ferðaðist til útlanda, til þess að Gott færi býðst nú þeim, sem ást hafa á söng og hljóðfæra- slætti og dvelja í Reykjavík lengri eða skemri tíma. Ekki þarf þetta nám að tefja menn frá öðrum störfum. þeir sem vilja tryggja sér kenslu í haust eða óska ein- hverra upplýsinga, skrifi nú þeg- ar Otto Böttcher, Reykjavík, póst- hólf 495. Hann tékur til náms jafnt börn sem fulloi'ðna og einnig byrjendur. Hann mun skera úr hvaða hljóðfæri best hæfir hverjum, en því ræður að miklu leyti vaxtarlag einstakra líkams- hluta. Nú er það undir íslendingum sjálfum komið, hvort verða mega íslenskar tónlistarframfarir og byrjað verði að nota og rækta listareíni þjóðarinnar. Engu verð- ur áorkað þar sem vantrausti og fjandskap er að mæta. Reykjavík hefir oft að bjóða meir listleysu en list. Ef til vill má vænta fram- íaraaflsins ofan úr sveitum, þar sem ríkir heilbrigður og óskertur íslenskui' hugsunarháttur. Nordseebad Norderney. Á hvítasunnu, 4. júní 1922. Jón Leifs. -----o----. safna gögnum og undirbúa úr- slitabaráttu í því máli, og varð grundvöllur málsins svo sterkur og svo kappsamlega að málsflutn- ingi unnið, bæði af Jónasi og öðr- um, að jafnvel andstæðingarnir sáu sér ekki annað fært en að Ijá málinu fylgi. En úrslit málsins munu þó jafnan mest þökkuð eða vanþökkuð Jónasi eftir því sem menn líta á það mál.Enn er margs ógetið af störfum Jónasar, en hér verður þó numið staðar. Ritmenska og' ritháttur. Hið fyrsta sem vakti eítirtekt almennings á Jónasi, var áður umgetin grein um lýðháskólann í Askov. Áður er og gptið rit- stjórnar hans á Skinfaxa. Áður en Tíminn hóf göngu sína, dreifð- ust greinar hans í tímarit og blöð. Með því mei'kasta af því tægi »er grein um samgöngur í Rétti. Síðan Tíminn byrjaði að koma út, hefir hann skrifað blað- ið að mjög miklu leyti, auk Tíma- rits ísl. samvinnufélaga að mestu leyti. Of snemt er að leggja úr- slitadóm á skrif Jónasar. Um það munu þó flestir vera á einu máli, meðhaldsmenn og andstæðingai', að yfirleitt sé þar afburðavel haldið á penna. Samtíðarmenn munu æfilangt minnast með þakklæti herferðar hans gegn og Brot úr þingsðguoni 1922. iii. Fyrsta nýungin á þinginu að frá- töhlum stjórnarskiftunum, var tiiraun sú sem gerð var, og að nokkru leyti hepnaðist, til að minka' og jafnvel leggja niður barnafræðsluna í land- inu. Uppruninn var sá, að M. Guðm. liafði, meðan hann var ráðhérra, lagt alla stund á að laun barnakenn- ara yrðu sem mest skorin við neglur, þó að hann sjálfur væri til með að liafa tvenn ráðherralaun. Hafði liann fyrir hönd stjórnarinnar staðið i þrá- látum málaferlum við barnakennara út af útborgunum á launum þeirra. •íón Magnússon hafði ekki veitt kenn- arastöðurnar í landinu í tvö ár, lield- ur sett í þær, eftir launalögunum frá 1919. Mikil ástæða er til að halda, að Jón hafi ekki bi'iið yfir hrekkj- um í þessu máli, en um félaga lians Magnús horfði öðruvísi við. í þing- byrjun vitnaðist það, að M. G. hofði stöðuga fundi lieima hjá sér með „bændadeild Mbl.“, Vigurklerki o. fl. af því sauðahúsi, til að ræða um, liversu hægt væri að eyðileggja barnafræðsiulögin. Niðurstaðan varð sú, að þrír úr „bændadeildinni", Otte- fullum sigri hans á ruslbókaút- gáfu Jóhanns Jóhannessonar. Lengi mun og minst áreksturs hans og Einars Arnórssonar og afleiðinga hans. Mætti nefna márga fleiri, sem gengið hafu með skerðan skjöld úr viðskiftum við hann og ekki hafa aukvisar verið kallaðir. Óhikað tei eg h&nn ritfærastan allra manna, sem nú gefa sig við i'.ienskri blaða- mensku. Um rithátt Jónasar skiftast skoðanir meira. Enda orkar hann frekast tvímælis. Seg'ja mætti, að hann hafi stundum verið helsti veiðibráður og óhlífinn. Ekki hef- ir skort áfellisdóma yfir honum fremui’ en öðrum, sem við blaða- mensku fást.’ Slíkir dómar eru oft á litlum skilningi bygðir og vegna og lítilla tilrauna að skilja að- stöðu þeirra, sem standa út við landamei'kin, fyrir ágengni og að- köstum. Væri betur, ef sú kristi- lega hógværð og góðfýsi, sem al- menningur heimtar að stjórn- málaandstæðingar sýni hver öðr- um, kæmi í ljós hjá almenningi sjálfum og réði orðum og athöfn- um, þegar nábúakritur og brigð- ur á viðskiftum reyna á þær dyg'ðir í fari hans. Getur hver stungið hendinni í sinn eigin barm til hollrar sjálfsrannsóknar í þessu efni. sen, Jón. Sig. og þórarinn, lentu í fjárveitinganefnd fyrir Mbl.flokkinn. Og er sú nefnd hafði starfað stutta stund, kom frumvarp frá henni, sem gekk út á að nema úr gildi fræðslulögin, liætta að borga barna- kennurum eftir iaunalögunum, en leggja lítilfjörlegan styrk til sveitar- félaganna, aðallega kauptúnanna, til einhverrar kenslu. Að nafninu til var nefndin sammála ofan á. En undir niðri var hún þrískift. Fiokksmenn M. G. vildu kenslu feiga yfirleitt, lik- icga til þess, að þekkingin væri ekki að þvæiast fyrir i landinu. Bjarni frá Vogi hefir ótrú á skólagöngu barna, en telur sig vilja unglinga- fræðslu. En raunar er víst sannleik- urinn sá, að hann fyrirlítur alt nám og uppeldi nema háskólagöngu. í þi'iðja lagi voru þeir Eiríkur Einars- son og þorleifur í Hólum á þeirri skoðun, að heimilin, a. m. k. í sveit, geti enn sem fyr annast um byrjun- arfræðsluna, en síðan eigi að taka við góðir unglingaskólar. Hefir Eirík- ur iieitt sér mjög fyrir fjársöfnun til þvílíks skóla austanfjalls. Nefndin var þannig í raun og veru margklof- in, og þessvegna varð ekkert úr tii- lögum hennar. Fyrir „bændadeild- inni“ var aðalatriðið að losna við fræðsluna. Bjarni var ekki iangt frá því. En hinsvegar vildi liann ekki iáta kasta kennurunum á gaddinn, fremur en sér af grískunni. Varð úr öllu þessu tilrræði M. Guðm. tómt fum og fálm: þorsteinn M. Jónsson og Sigurður Eggerz börðust drengi- lega móti þessum ófarnaði. Áttu þeir í löngum útistöðum við Bjarna, sem belst hafði orð fyrir Mbl.liðinu, því að lífvörður M. Guðm. treysti sér ilia í orðasennur um fræðsluna. Munu þeir báðir hafa fundið að þeir báru iítt skyn á málið, og hinsvegar órað fyrir að fæst orð hefðu minsta ábyrgð. Frli. ----o--- Orðabálkur. Prentvilla í 23. blaði: detta, fara kollskjóða; á að vera: detta, fara kollskjóðu. afbeitingur (-s, flt. ekki til?), kk., það að taka beitu af lóð. Vestf. * afbrennur, kvk. flt., hálfbrunn- ið eldsneyti: Láttu ekki svo mikið undir, að miklar afbrennur verði. Súg-f. (var alg., nú sjaldg.). afglapi, úrysti: I kvöldverð síð- an kjósa vann J kúafroðu og af- glapann. Árness. afkefla (-aði, -að), ás.: þessi öngull afkeflar fiskinn, þ. e. slepp- ir fiskinum fram af sér (um' bug- víðan handfæraöngul). Vestf. Starfsþrek. þeir, sem gefa sér tíma til at- hugunar um það, að Jónas er skólastjói'i Samvinnuskólans og hefir þar einskonar frumsmíð með höndum, og líta jafnframt yfir ritverk hans,nokkurn hluta af öllu lesmáli Tímans og Tímarits- ins, og meta það, þó ekki sé nema að vöxtum, munu að sjálf- sögðu hugsa sér hann sískrifandi og lesandi ^frístundum. þessu er þó ekki svo varið. þvert á móti sést hann aldrei lesa né skrifa á þeim tímum sólarhringsins, sem allur þorri manna vinnur verk sitt. Svo að segja öllum frístund- um sínum ver Jónas til þess að tala við menn. Altaf virðist hann hafa nógan tíma til þess að taka á móti gestum, enda er á heim- ili hans óslitinn gestastraumur. Ráðning á þeirri gátu, hvernig Jónas fær afkastað svo mikilli vinnu, ei' ekki nema ein: Hann ver nóttunni til lesturs og skrifta og er sérstaklega mikilvirkur á hvorttveggja. það er bókstaflega satt, að um mörg undanfarin ár hefir hann, meðan þjóðin svaf, vakað yfir málum hennar. Aðeins fáum afburðamönnum þjóðanna er gefin slík starfsorka. Islending- ar geta tæplega vænst þess að eiga á öllum tímum mapn, sem aldrei þykist geta lagt á sig nógu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.