Tíminn - 08.07.1922, Síða 1

Tíminn - 08.07.1922, Síða 1
©jaíbíeri 0(5 af^rei&slumaöur Cimans er S i 5 u r 5 e i r $ r i 5 r i f s f o u, Sambanösfyúsinu, Ju’Yfjainf. ^fgreifrsía íímans cr í Sambauösfyúsinu. 0pin öa^lc^a 9—12 f. b Simi 496. VI. ár. Reykjavík 8. júlí 1922 28. blað Þj órsárf undurinn. Miðstjórn Framsóknarflokksins hafði aug’lýst landsmálafund að pjórsártúni laugardaginn 1. júlí. pann sama dag hélt ungmenna- samband Sunnlendinga íþróttamót sitt. Var því fyrir fram ákveðið, að hlé yrði á fundi Framsóknar- manna um miðjan daginn, milli kl. 2 og 6, vegna íþróttanna. Tryggvi ritstjóri þórhallsson setti fundinn kl. 12V2 eftir hád. Fyr voru bændur ekki komnii', svo að fundarfært þætti. Bauð hann menn velkomna og kvaddi til fundarstjórnar síra Jakob Lár- usson í Holti og Skúla Ágústsson frá Birtingaholti. Síðan hélt síra Tryggvi inngangsræðuna. Hann lýsti í stórum dráttum stefnu og skoðunarhætti Fram- sóknarflokksins í landbúnaðar og samvinnumálunum. — Viðreisn landbúnaðarins íslenska væri höf- uðmál flokksins. Bændurnir ættu að taka alveg sérstakan og sjálf- stæðan þátt í íslensku stjórn- málalífi, gagnvart hinum tví- skiftu bæjum: milli stóratvinnu- rekenda annarsvegar og sócíalist- iskra verkamanna hinsvegar. ör- yggi þjóðfélagsins í efnalegu til- iiti gæti landbúnaðurinn einn lagt til. Ræktun landsins ætti að vera aðalverkefnið í atvinnumálunum. Andleg og líkamleg heilbrigði kynþáttarins íslenska væri fyrst og fremst undir landbúnaðinum komin. þessvegna krefjist Fram- sóknarflokkurinn stuðnings af hálfu ríkisvaldsins handa land- búnaðinum fram yfir alt annað. Sérstakt dæmi um réttmætar kröf ur landbúnaðinum til styrktar, væri vaxtalækkunin, sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. — þá vék ræðumaður að afstöðu aðalflokkanna íslensku þriggja til þess þjóðfélagsskipulags, sem nú veldur alheimsböli með öllum þjóð- um Norðurálfunnar: verkföllum, byltingum, blóðsúthellingum og taumlausu stéttahatri. Starfsað- ferðir bæjaflokkanna beggja, Morgunblaðsflokksins og jafnað- armanna, væru þær, að það blasi beint við að sama bölið sækti okk- ur heim, enda hefðu þeir atburð- ir þegar gerst, er væru glöggir fyrirboðar. Framsóknarflokkurinn benti á nýja leiði, betra og rétt- látara þj óðfélagsskipulag, reist á grundvelli frjálsrar samvinnu: Hver einstaklingur ætti að fá full- an og réttlátan arð vinnu sinnar, dugnaðar og fyrirhyggju, án þess að hafa af öðrum um leið. Hin taumlausa samkepni eigi ekki að fá að kúga fjöldann. En undir- staða umbótanna sé fyrst og fremst þroski og skilningur fólks- ins. þessvegna verði umbæturnar að koma smátt og smátt neðan að með frjálsum félagsskap og sam- vinnu, en ekki með valdboði rík- isstjórnar. Bylting fæði nýja bylt- ing og aukið hatur. Framtíðai- hugsjón samvinnumanna sé sú að allir sem vilja vinna og geta unn- ið geti orðið efnalega sjálfstæðir, frjálsir og lífsglaðir borgarar. þetta sé hin háleita hugsjón Framsóknarflokksins: að forða íslandi frá alheimsböli stéttarígs- ins, verkföllum, óeirðum og bylt- ingum, með margháttaðri sám- vinnustarfsemi. Til þess þurfi jafnframt og fyrst og fremst pólitisk samtök. Bændurnir væru sjálfkjörnir oddvitar í þeirri bar- áttu, enda hefðu þeir þegar reynt blessun samvinnunnar. því næst tók til máls Jónas Jónsson frá Hriflu, efsti maður B-listans. Kvað hann óþarft fyrir sig að lýsa fyrir kjósendum skoðunum sínum á landsmálum, því að hann hefði í bókinni „Komandi ár“, sém nú væri að koma út í víðlesnasta blaði landsins, tekið afstöðu til flestra þeirra mála, sem nú væru á dagskrá. En hann vildi nota tækifærið til að skýra starf og stefnu Framsóknarflokksins. Fyr- ir sex árum hefði einn hinn mesti gáfumaður landsins, sem þá var uppi, Gestur Einarsson á Hæli, efnt til samtaka með bændum um alt land, um landkjörið. Stofn- fundurinn hefði verið í þjórsár- túni þá um veturinn. „Óháðir bændur“ hefðu unnið mikið á við kosningarnar þá um sumarið og haustið. Upp úr þessum samtök- um hefði - myndast Framsóknar- flokkurinn, sem nú væri orðinn áhrifamestur flokkur í landinu og stærstur. Eftir þessi 6 ár lægi eft- ir flokkinn mikið starf. Fyrir til- hlutun og forgöngu Sig. Jónsson- ar, sem flokkurinn efldi til ráð- herratignar, hefði verið haldið uppi hinni miklu landsverslun stríðsáranna, sem verndað hefði bændur og búalið frá hungursneyð og féflettingu. í öðru lagi hefði flokkurinn endurbætt Landsbank- ann, hrakið burtu mann, sem var landbúnaðinum andvígur, og feng- ið forustuna í hendur tveim mönn- um, sem litið hefðu á hag allra stétta. Bankinn hefði síðar, undir stjórn þessara manna, sett útibú- ið á Selfossi. Gegnum aðalbank- ann og þetta útibú hefðu nær því allir bændur landsins fengið veltu- fé í verslun sína undanfarin ár. Jafnhliða því að hinn endurbætti Landsbanki hefði stutt sveitirnar, hefði hann bjargað útveginum, kaupmönnunum og landsstjórn- inni, eftir að Islandsbanlti lenti í vandræðum vegna kaupmanna- skuldanna. Að síðustu hefði M. Sigurðsson knúð fram, að 1 milj ón af ríkisláninu yrði varið til' Flóa- áveitunnar. Flokkurinn hefði enn- fremur á þinginu 1921 ummynd- að veðdeildina í reglulegan fast- eignabanka, en Jón Magnússon hefði tafið fyrir framkvæmdinni í haust sem leið. Að lokum væri endurreisn Búnaðarfélagsins alger lega verk flokksins, með þeim auknu fjárráðum,er hann veitti fé- laginu. Vöxtur flokksins væri að þakka því, að hann hefði fengið stuðning af hugsjónum og skipu- lagi samvinnufélaganna. Réttlæt- is og umbótahugsjón samvinn- unnar hefði eflt hin pólitisku samtök. Að lokum endaði ræðu- maður á að sýna starfsaðferða- mun samvinnu- og kaupmanna- flokksins á meðferð eins máls: járnbrautarinnar. í Mbl.flokknum væru 2—3 menn búsettir í Reykja vík, sem fylgdu málinu. En hin- ir þingmenn flokksins fyrir vest- an, norðan og austan, gerðu það ekki, af því engin framfarahug- sjón bindi þá saman, en járnbraut hinsvegar ekki hagnaðarmál kjör- dæmum þeirra. Framsóknarmenn á Suðurlandi hefðu fyrst viljað höfn í þorlákshöfn og járnbraut þaðan. En þegar sannast hefði, að höfn þar yrði afardýr, hefðu þeir hallast að járnbraut frá Reykjavík. þá hefði verið af Framsóknarflokkum lagt það „plan“, sem leysti vandann, með því að bæta samhliða sjósam- göngurnar, fyrir þrjá fjórðunga landsins, og með járnbraut fyrir Sunnlendinga. Taldi ræðumaður þessa niðurstöðu dæmi þess, hversu samvinnuaðferðin kendi mönnum að leysa hin erfiðu vanda mál, án héraðarígs, en með víð- sýnu yfirliti um hag allrar þjóð- arinnar. Fundarmenn gerðu hinn besta róm að báðum þessum ræðum. Munu hafa heyrt þær um 2000 manns. Sést höfðu um morguninn á fundinum allmargir fylgismenn J. M., togaraskipstjórar, kaup- menn, viðurkendir „smalar“ hans, og strákafans tilheyrandi þeim flokki, sem vanir eru að gera óspektir á fundum. Voru sumir þeirra mjög „spánskir“ er þeir komu. Jón hafði kvöldið áður far- ið ofan á Eyrarbakka að finna kaupmenn þar, einkum ástvin sinn Jóhann V. Voru þá í fylgd með honum Pétur Zóphóníasson og Hjalti skipstjóri. í fyrstu hafði Jón ætlað að fá með sér einhverja . dugandi ræðumenn úr flokki Mbl., og beðið ýmsa, en fengið afsvar. Magnús Guðmunds- son var kominn norður í Skaga- fjörð að „agitera“ þar, en hann hafði áður sýnt Jóni mestan trú- skap í þessum vandræðum. Tók þá Jón Pétur og Hjalta til að láta þá spjalla við kjósendur, þar sem ekki heyrðist á tveggja manna tal, og bæta þannig upp ræðu- mannaleysið. Sást og brátt, að kaupmennirnir og skipstjórarnir lögðu bændur í einelti á fundin- um. þá vildu og hinir ölvuðu vesalingar gera Jóni að skapi, eft- ir sinni getu. Kom einn þeirra til fundarstjóra, meðan Jónas talaði, og þóttist vilja gera skai'k og ólæti undir ræðu hans, og hleypa fundinum upp, ef Jón næði ekki að tala þegar í stað. Var þvætt- ingur hans að engu hafður, en þá sást, til hvers fylliraftarnir höfðu verið dregnir austur. þeir áttu að bæta upp stefnuleysið, áhuga- málaleysið og ræðumannaleysið. Rétt í því að íþróttamótið var að byrja, stökk Jón upp á glímu- pallinn, í fylsta leyfisleysi þeirra, sem þann pall áttu, og þóttist órétti beittur að fá ekki að tala þegar í stað. Var þetta hin megn- asta ósvífni. Framsóknarmenn höfðu boðað fundinn til að ræða með áhugamönnum héraðsins sam eiginleg mál þeirra. Aðrir flokk- ar komu þar eins og gestir, og áttu alt undir geðþekni fundar- boðenda. Jón vildi heimta hús- bóndarétt, þar sem hann var óboð- inn gestur. Efstu menn og konur ailra hinna listanna komu fram með mestu stillingu og prúð- mensku, sem mjög stakk í stúf við ofsa og ókurteisi Jóns, og öl- vímulæti þeirra, sem hótað höfðu óspektum hans vegna. Fáeinar drykkjuraddir tóku undir við Jón, en annars var framkomu hans tekið með ískaldri þögn. Byrjaði nú íþróttamótið, og fór það hið besta fram, að því leyti sem forgöngumenn þess gátu viðráðið. Skiftust þar á íþróttir, söngur undir stjórn Helga Valtýs- sonar og ræðuhöld. Er á leið dag- inn tók drykkjuskapur Reykjavík- urdrengjanna mjög að aukast. Lágu menn fullir milli þúfna kringum íþróttavöllinn, og var sorglegt að sjá og heyra vesalleg læti þeirra. Eftir beiðna forgöngu- manna íþi'óttamótsins hélt hr. Hallgrímur Kristinsson eina af ræðum mótsins. Voru það hvatn- ingarorð til æskunnar, að sýna í verki dáð og dug, og lyfta hérað- inu til frama og frægðar. þá gleymdu smalar Jóns svo velsæmi, að þeir hófu hávaða og læti. For- göngumenn mótsins þögguðu nið- ur í óróaseggjunum, en ræða Hall- gríms var þökkuð með almennu lófataki. Litlu síðar mætti Jónas Jónsson Jóni Magnússyni utan íþróttavallarins, og sagði hon- um, að ef hann héldi ekki þjónustufólki sínu frá óspekt- um, skyldi hvorki hann eða neinn af hans dóti fá að halda ræður á þeim fundi. Tilgangurinn væri að ræða alvarlega um alvar- leg mál, en ekki að sjá skrípalæti ölvaðra manna. Jón þyktist við og sór fyrir samneyti og ábyrgð óspektarmanna, en Jónas kvað alla Reykvíkinga vita um þeirra samband, og væri lítilmannlegt að þræta fyrir sannaða sök. En svo brá við, að eftir þetta héldu þeir sér í skefjum, svo að við mátti una. Hefir húsbóndinn að líkind- um gefið bendingu um að hóf væri best í hverjum hlut, jafnvel í hávaða og ærslum á fundum. Klukkan að ganga sjö byrjaði fundur að nýju. Flutti Klemens Jónsson atvinnumálaráðherra merkilega og snjalla ræðu. Rakti sögu samganganna á íslandi og j árnbrautarmálsins sérstaklega. Skýrði loks frá hve málinu væri nú komið. Mætti vænta erlendra verkfræðinga innan skamms til endanlegrar rannsóknar og undii’- búnings. I ræðulok eggjaði hann Sunnlendinga lögeggjaan að fylgj’a málinu fast fram með festu og framsýni. En fundar- menn gerðu ágætan róm að erind- inu. Að erindinu loknu var efstu mönnum hinna listanna gefinn kostur á að tala. Var þeim ekki skamtaður tími, þótt fyrir- sjáanlegt væri, að þeir myndu eyða fundartímanum til lítils gagns fyrh’ áheyrendur, enda varð sú raunin á. Kom Jón Magn- ússon fyrstur. Lagði hann út af þeim orðum, sem maður að aust- an hafði haft við Tímann, að fróðlegt þætti hvaða erindi Jón teldi sig eiga í lónið. Reyndi hann að finna þetta erindi, en gat ekki. Var ræðan alllöng, tómar ósam- hangandi hugleiðingar um, að gamlir menn ættu að vera í efri deild, að hann væri orðinn aldrað- ur, að hann hefði setið í vegleg- um stöðum, og að alt slíkt væru góð meðmæli. Um ekkert áhuga- mál sitt gat hann, nema að hann Vildi láta leggja járnbraut aust- ur. Á hitt mintist hann ekki, að með enska láninu og veðsetningu tollanna hafði hann lamað mögu- leikann til að framkvæma stórfyr- irtæki á næstu árum, þar sem landið er orðið að undri í augum útlendinga fyrir þessar aðgerðir. þá bar hana sig illa undan því, að Tíminn kendi sér einum afglöp fyrverandi stjórnar, og kom með ýmsar spurningar því viðvíkjandi, t. d. um krossana, legátana 0. s. frv., og þóttist þar hvítur og hreinn. Virtist hann gleyma því, að hann hafði sjálfur valið M. G. og P. J. með sér. Að þeir tveir menn skoðuðu sig eins og undir- menn Jóns, og er ekki sannað um eitt einasta atriði, sem þeir hafi brotið í bága við vilja hans með- an þeir unnu saman í stjórninni. Jón var ráðherra fyrir Mbl.flokk- inn, stjórnaði í anda hans og naut til þess fulltingis stallbræðra sinna. Alt öðru máli var að gegna um hina fyrri stjórn Jóns, frá 1917—1920. þá fóru þeir Sig. Jónsson og Sig. Eggerz þráfald- lega sínar götur í samræmi við vilja stuðningsflokka sinna, Fram- sóknar og Sjálfstæðis. Var Jón þá löngum í minni hluta, og gat ekki komið fram nema litlu af áhugamálum kaupmanna. Gott dæmi um þetta er það, þegar Sigurðarnir völdu H. Kr. og M. Kr. til að stýra landsverslun. þá bætti Jón Flygenring við — til að þóknast kaupmönnum í Rvík. Hinir tveir fyrnefndu réðu hvern- ig verslunin var rekin. Og annar blær hefði orðið á framkvæmdun- um þar, ef þrír Flygenringar hefðu setið við stýrið. Að lokinni ræðu þökkuðu hinir druknu Reykvíkingar og fáeinir samfélagar úr héraðinu Jóni ræð- una með lófataki. Hélst sú skift- ing fundinn út. ,,Spánskir“ menn klöppuðu fyrir Jóni og mönnum hans. Algáðir menn fyrir Fram- sóknarmönnunum. þá talaði Ingibjörg H. Bjarna- son alllangt mál. Gaf hún sam- vinnumönnum olnbogaskot fyrir það, að samvinna leiddi til kúg- unar og einveldis, og væri þrösk- uldur í vegi frjálsrar samkepni. Engin rök færði hún fyrir máli sínu, enda var þess ekki krafist En sannað þótti af ræðu hennar, að hún væri góð heimasæta á „kærleiksheimili“ Mbl., eins og flesta hafi grunað. þá talaði son- ur Magnúsar í Vallanesi fyrir lista föður síns, af góðum vilja en litl- um mætti. þótti honum kynlegt, ef hinn sigrandi Sjálfstæðisflokk- ur væri nú deyjandi á lárberjum þeim, er hann hefði unnið undir djarflegri forustu Jóns Sigurðs- sonar og Bjarna frá Vogi. þótti fundarmönnum allfyndinn þessi samanburður. þá talaði þorvarður þorvarðarson fyrir jafnaðarmenn, og kvað lítt að því, þar til hann kom út í brennivnið. Gat hann vísað á dáta afturhaldsins alt um kring máli sínu til stuðnings. Hófust nú stuttar ræður og hnippingar milli manna og flokka. Jakob prestur Lárusson þurfti að halda heimleiðis, og fól fundar- stjórnina Ingimundi bónda Bene- diktssyni í Kaldárholti. Með Jóni töluðu tveir útgerðarmenn úr Reykjavík, Jón Ólafsson og ólaf- ur Thors. Enn fremur tveir smákaupmenn austanfjalls og Ein- ar á Geldingalæk. Jónas Jónsson tók tvisvar til máls móti Jóni og kaupmannasveit hans. I sama streng tóku með snjöllum ræðum Sigurður bóndi Vigfússon á Brún- um og Aðalsteinn Sigmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka. Af hálfu verkamanna töluðu enn- fremur sr. Ingimar á Mosfelli og Felix Guðmundsson úr Reykjavík. Sr. Tryggvi þórhallsson hafði í ræðu sinni sannað, að þar sem bankarnir töpuðu nær engu á lán- um til sveitamanna, yrðu þeir að fá lægri vexti en síldarspekúlant- ar og braskarar, sem oft yrðu að gefa upp mörg hundruð þúsund. J. M. hafði ekki svarað þessari spurningu. J. J. krafði hann sagna, en hinn var sagnafár, lof- aði engu og efnir víst minna, ef á reynir. þvældi um, að banka-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.