Tíminn - 15.07.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1922, Blaðsíða 2
98 T 1 M I N N kost. Fyrirsjáanlegt er, að gott leik- * liús verður ekkj bygt fyrst um sinn. En hér í bænum er prýðilegt kvik- myndahús, sem Bjami Jónsson frá Galtafelli hefir látið byggja. Með hóf- legum kostnaði mætti byggja leiksvið við vesturgafl þess, og gera kvik- myndahúsið jafnframt að leikhúsi og sönghöll. Á veturna ætti að mega leika annaðhvert kvöld. Ef til vill stundum hafa kvikmyndasýningar á undan leik. Erlendis er altítt að sam- eina leikhús og „bíó“ í fámennum bæjum. Hér ætti það við. Landið og bærinn ættu að l.eggja saman að bæta úr þessari þörf, svo að ekki þyrfti ,,að bera út“ listamannaefni lands- ins, eins og verið hefir hingað til, vegna vantandi húsakynna. Strandferðamálið. Afturhaldsblöðin viija hafa tvö skip eins og Hóla og Skálholt, sem róa á mánuði fram og aftur milli Rvikur og Akureyrar. Væntanlega á svo allur þorri manna að fara í lestinni þessar seinu ferðir, eins og í gamla daga. Gagnstætt þessu vilja framfaramenn landsins að skipin séu að vísu tvö, en annað í stöðugum hraðferðum kringum landið, með stóru öðru far- rými, engum mannflutningi í lest. Hitt skipið í hægari ferðum, og hafi þungavöruna til tafsömu hafnanna.. Að póstgöngunum verði gerbreytt, skipin flytji allan póst milli hafna. þaðan gangi síðan póstar um ná- grenni hverrar hafnar. Með þessu ætti að vera hægt að fá póst 10. hvern dag, aistaðar á landinu. Mannflutn- ingar yrðu örari. Strandferðirnar horguðu sig betur, því að með betri og hraðari ferðum vaxa ferðalög. Heppileg úrlausn strandferðamálanna er mesta velferðarmálið, sem nú er á dagskrá. Brykkjuslarkið. Mbl. óttast ábyrgðina fyrir vín- austurinn og vínslysin í landinu, og er að reyna að skjóta ábyrgðinni af þeim, sem hleyptu víninu nú inn, á smyglarana gömlu. En hverjum til- heyrðu þeir? Var brennivínsflokkur- inn móti þeim? Og hafa allir læknar lireinar hendur af að hafa útdeilt víni? Og hafa allir sýslumenn og bæjarfógetar hreinar hendur af að hafa gætt vel bannlaganna? Og hafa allir dómsmálaráðherrar hreinar hendur af að hafa veitt vín sjálfir í bannlandi og liðið allskonar óstjórn af undirmönnum sínum í þessu efni? Spyr sá sem ekki veit. Fróðlegt að vita hvemig þessu dóti gengur að hreinsa sig af að hafa beint og óbeint sér til glaðningar, en án umhyggju um almenningsheill, stuðlað að þvi að veita víninu yfir landið, og bera þar með alla ábyrgð á slysum og hörm- ungum þeim, sem vínið bakar þjóð- inni. ** ----0----- Landskjörið. Frétt er allvíða af landinu um þátttöku. í Rvík kusu rúm 3000, eða liðlega 50% af þeim, sem á kjörskrá voru. I öðrum kauptún- um, t. d. á Siglufirði kusu tæp 30%. 1 Hafnarfirði var sóknin enn minni. I sveitum er sóknin mjög misjöfn. í sumum hreppum þar sem samvinnufélögin hafa starfað lengi, hafa kosið um 75%. I þingeyjarsýslu fullyrða kunnugir menn að kosið hafi til jafnaðar yfir 50%. I Eyjafirði var afarvel sótt í flestum sveita- hreppum. Úr þessum tveim sýsl- um fær samvinnulistinn jafnmörg atkvæði og kaupmenn úr Rvík. 1 Múlasýslum er talið að hafi kos- ið 12—1400 og B-listinn lang- sterkastur. í Austur-Skaftafells- sýslu telur símskeyti frá nákunn- ugum manni að 90% af öllum at- kvæðum hafi fallið á B. Svipað var um vestursýsluna. Á öllu landinu sunnan og vestanverðu hefir B. haft mest fylgi nálega í hVerri einustu sveit. Vonir kaupmanna- flokksins um að áhrif sveitanna komi ekki til gréina við landkjör- ið, sýnast ekki líklegar til að ræt- ast. Englendingar hafa um slíka draumóra þetta máltæki: „Ef ósk- ir væru heitar, myndu betlarar hleypa á sprett“. ----o---- Brot úr þingsögunni 1922. VI. Mikið var talað um sparnað á síð- asta þingi, en minna gert. Tíminn hafði komið hreyfingu á það, hversu starfsmannafjöldi landsins, og tvö- föld laun margra æti upp því nær allan landssjóðinn. Bent hafði verið á, að setja þyrfti ólaunaða sparnaðar- nefnd, helst utanþingsmanna, til að rannsaka starfsmannahaldið. Úr því varð ekki. En þingið kaus 5 manna sparnaðarnefnd. Einn af þeim var Sig. í Vigur, og þóttist liann gildur af sparsemi sinni. Nefndin skifti með sér verkum, og átti Vigurklerkur að leita, hvort nokkuð fyndist óþarfra starfsmanna í stjórnarráðinu, hjá bæjarfógeta etc. Hann fór í heimsókn, og mætti fyrst syni sínum, og komst ekki lengra með rannsóknina. Og engar tillögur kom hann eða nefnd- in með um sparnað á dýrustu skrif- stofunum. Snéri Vigurklerkur sér þá að eltingarleik við Bjarna út af grísk- unni. En þar sem .Sig. hafði uppruna- lega barist fyrir embættinu, hafði hann illa aðstöðu og vann ekki á. Yfirleitt lifðu sparnaðarmennirnir, og ekki síst Mbl.menn, á tillögum Tím- ans, um sameiningu hæstaréttar og lagadeildar o. s. frv. Ekkert sem um munaði af sparnaði við starfsmanna- hald náði fram að ganga. En tvent vanst við þessar umræður. Fjárlög- in yoru afgreidd í skaplegu ástandi, og ráðunaytið lofaði að leggja fyr- ir næsta þing víðtækar breytingar Ymiskonar ledur og* skinn fyrir skó-, söðla- og aktýgjasmíði fyrirliggjandi í Söðlasmíðabúðinni Sleipnir, Klapparstíg 6 Reykjavík. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerdin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og yerð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. tillögur um samfærslu embætta. Má því segja að þessu blaði hafi tekist að koma málinu á nokkurn rekspöl, þótt aðalverkið sé enn óunnið. Frh. J. J. Austur-Skaftafellssýslu 19. júní 1922. Veðráttan hefir verið köld í alt vor, gróðurinn því lítill og út- lit fyrir lélega grassprettu. Van- höld nokkur á sauðfé sumstaðar. Heilsufar helduí vont, mögnuð hettusótt gengið síðari hluta vetr- ar og vor, fjöldi manna alveg lagst í rúmið og enn eru margir rúmfastir og þungt haldnir. Ný- dáinn er Jón bóndi Jónsson á Smyrlabjörgum í Suðursveit, mesti sómamaður í hvívetna. Kona hans lifir hann, heitir Sig- ríður og er systir Ara hreppstjóra á Fagurhólsmýri í öræfum. Einn- ig er nýdáinn Jón Bergsson í Hlíð í Lóni, faðir Stefáns oddvita og bónda þar. Fjölmenn samkoma var haldin á Hólum 17. þessa mán- aðar. Tilefnið var brúðkaup tveggja dætra þorleifs alþingis- manns, þeirra önnu og þorbjarg- ar. Maður önnu er Hjalti Jóns- son frá Hoffelli, en þorbjargar þorsteinn Thorlacius af Akureyri. Meiri en 200 manns sátu hófið, er fór fram hið prýðilegasta og með mestu rausn, enda er Hóla- heimilið alkunnugt fyrir myndar- skap og prúðmensku. Margar ræður voru fluttar, og skemtu menn sér hið besta fram á morgun. Veðreiðar voru háðar á sunnu- daginn var á skeiðbraut, sem gerð hefir verið skamt vestan við Elliðaár, ofan við veginn. Um 50 hestar voru reyndir, fyrst vo.kr- ingar og síðan stökkhestar. Voru 4 til 7 reyndir í senn. Fljótustu vokringarnir hlupu allir upp af skeiðinu, en hinir þeirra voru svo seinir, að enginn þeirra fékk verðlaun. Var það til skilið, til verðlaunanna, að skeiðið væri hlaupið á 20 sek. eða skemri tíma, en enginn náði þeim hraða. En klárhestunum voru veitt þrenn verðlaun: 1. verðlaun fékk skjótt- ur hestur, eign Inga Halldórsson- ar bakara, 2. verðlaun Brúnn frá Hvítárósi í Borgarfirði, eign þor- steins Fjeldsted, og 3. verð aun grár hestur, eign Ólafs Magnús- sonar ljósmyndara. Bæjarbruni. Að Hamri í Svarf- aðardal brann baðstofa til kaldra kola um síðustu mánaðamót. Kveikti neisti í þekjunni og læst- ist eldurinn þaðan í súðina. Inn- anstokksmunum öllum varð bjarg- að úr baðstofunni, en hún var óvátrygð. Stórstúkuþing var háð í síðastl. mánuði. þrátt fyrir lítilsháttar skoðanamun um einstök smá- atriði standa templarar þétt saman um aðalatriðin. Fór alt fram með friði og spekt í þing- inu. þessir voru kosnir í fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar næsta ár: Stórtemplar: þorvarður þoi-varðsson; stór-kanslari: þórð- ur Bjarnason; stór-varatemplar: Ottó N. þorláksson; stór-gæslu- maður ungtemplara: Isleifur Jónsson; stór-gæslumaður kosn- inga: Flosi Sigurðsson; stór- ritari: Jóhann ögm. Oddsson; stór-gjaldkeri: Borgþór Jósefsson; fregnritari: Einar H. Kvaran; fræðslustjóri: Pétur Zóphónías- son; stór-kapelán: Árni Sigurðs- son; fyrrum stórtemplar: Pétur Halldórsson. Stórstúkuþingið lýsti afstöðu sinni til Spánarsamninganna í þessari tillögu: „Stórstúkuþingið mótmælir al- varlega þeim breytingum á bann- lögunum, sem heimilaðar voru á síðasta Alþingi og nú eru í lög komnar. Jafnframt felur það framkvæmdanefnd sinni að neyta allra ráða til að tryggja það, að afskiftum erlendra áfengishags- muna af áfengislöggjöf landsins verði afstýrt, svo að fullkomin bannlög verði sett aftur hið fyrsta.“ Páll ísólfsson hélt enn hljóm- leika í dómkirkjunni í þessari viku með aðstoð Eggerts Stefáns- sonar söngmanns. Eni fátíðar hér göfugri kirkjugöngur. Itölsku sálmalögin sem Eggert söng voru frábærlega fögur. Og Páll er eins og góðu reiðhestaefnin: hann er altaf að batna. Veldur það og vafalaust, að áheyrandinn lærir betur að skilja hin miklu tónlista- verk. Ný kaffibrensla. Pétur M. Bjarnason kaupmaður hefir afl- að sér frá útlöndum nýtísku véla til að brenna kaffi. Er kaffið brent við heitt loft, og svo jafnt og vel, að óþekt er áður svo góð kaffibrensla, en vélin segir sjálf til er verki er lokið. Jafnframt hreinsar vélin kaffið áður en byrj- að er að brenna og malar að lok- um. Er þetta góð framför, því að vafalaust er að kaffi ódrýgist oft við heimabrenslu og yfirleitt með miður góðum tækjum. —- Jón Bjarnason frá Sauðafelli, bróðurson Péturs, veitir kaffi- brenslunni forstöðu. Einar Árnason bóndi í Miðey í Rangárvallasýslu er nýlátinn. Verður þess merka manns nánar getið síðar. Frederik Paasche, sagnfræðing- urinn norski, kom með síðustu ferð Sirius og er lagður af stað í ferðalag að sjá landið. Látin er nýlega hér í bænum frú Anna Stephensen, ekkja Stephensens umboðsmanns á Ak- ureyri og dóttir Páls Melsteðs sagnfræðings. Lík hennar er flutt norður til greftx-unar. ----o--- Orðabálkur. svaljárn: Kannast nokkur við mei’kingu þessa orðs? ajna (-aði, -að), áls., að reka mjög hægt fyrir straumi. Vestf. amra (-aði, -að), áls., að reka mjög hægt fyrir straumi. Súgf. amrandi (-a, vantar flt.), mjög hægur straumur: það er amr- andi. Súgf. amur (-s, vantar flt.), kl., það að rekur mjög hægt fyrir sti'aumi. Súgf. andkrama, ób. 1., sem er svo skaddaður, að hann er ekki sjálf- bjarga (um sauðkind). Árness. andspæna (-di, -t), ás., gefa skepnum að vetrarlagi. Mér er sagt, að maður ónefndur á Mýrum í Hornafirði, hafi notað orð þetta fyrir nokki’um tugum ára. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. Komandi ár. Ræktun lands og lagar (frh.). Ilinn daglegi reksturskostnaður er tvennskonar aðal- lega: kol og mannahald. Kolaeyðslan hlýtur jafnan að verða allmikil, af því að skipin verða að vera á sífeldri hreyfingu. Mannahaldið verður líka nokkuð þungur baggi, ef borga þarf hátt kaup yfirmönnum og hásetum. En það er fullkominn óþarfi. Varðskipin verða að fá hásetana kauplaust. þau eiga að vera skólaskip fyrir skipstjóra, stýrimenn og vélhátaformannaefni landsins. þar eiga þeir að fá verklega æfingu í* að fara með skip. M.efi þessu lengist námið um eitt ár. En það ætti að margborga sig fyrir nemendur, og síðar meir fyrir landið alt. þetta við- bótarnám fyrir formenn og skipstjóra væri fyrst og fremst þeirra vegna. En auk þess væri það landssjóði stórmik-. ill léttir. Ef fengin væru ódýr varðskip og ódýrt vinnu- afl, ætti innan skamms að vera auðið að koma land- iielgisvörnunum i svo gott horf, að fiskiauðnum í haf- inu við ísland væri ekki hætta búin af ránveiðum lands- manna og útlendinga. Viðvíkjandi sektunum fyrir ólöglegar veiðar þarf að koma inn í íslenska og erlenda sjómenn nýjum og hærri skilningi á skaðabótum fyrir ólöglegar veiðar í land- helgi. Nú er varðskipið skoðað eins og fjandi fiskimann- anna. þau eru fyrir þá, sem lifa af fiskiveiðum, eins og læknirinn gagnvart sjúklingum sínum. Og sektirnar sem sum skipin, innlend og útlend, borga við og við fyrir landhelgisbrot, eru í raun réttri einskonar borgun sjúklings fyrir læknishjálp. Veiðiskipin eru sífelt að ræna auði iiafsins, og flytja arðinn bui'tu. Varðskipin eru verndarar dýralífsins í sjónum, einkum ungviðanna. Tak- ist þeim starf sitt, helst við heilsusamlegt jafnvægi. Menn- irnir gera sjóinn að auðsuppsprettu. En þeir þurausa ekki uppsprettuna. þeir gæta þess, að hún á ekki að fæða eina kynslóð, heldur margar. í þessu ljósi þarf að líta á ræktun hafsins, ef um nokkurn árangur á að vera að ræða. Hér á landi hefir verið mikil veiði í ám og vötnum frá þvi á landnámstið. En meðferð þjóðarinnar á þess- ari áuðsuppsprettu hefir verið eins og á öðrum sviðum. Náttúran hefir verið rænd, og engu bætt 1 skarðið. Aðrar mentaþjóðir fara ólíkt að. Norðinenn stunda rnikið klak i ám og vötnum og hafa af því mikinn arð. Fyrir ein- um mannsaldri var lítið eitt byrjað á klaki hér á Is- landi eftir norskri fyrirmynd. En ekki varð það tii fram- búðar. Á síðustu árum hafa bændur við Mývatn liafist handa með klak að nýju, og orðið mikið ágengt. þykir þeim mein að vatnsránskenningum nokkurra manna í meiri hluta fossanefndar, ef fram næðu að ganga. þá ýrði meginhluti vatnsins almenningur, þar sem aðkomu- menn gætu stundað veiði a. m. k. gegnum ís, án þess að leggja nokkuð til silungsræktarinnar. Ósennilegt er að nokkur vatnalög verði samþykt, án þess að vernda klak fyrir ágangí óviðkomandi manna. En til þess verður þingið að byggja á grundvelli Sveins Ólafssonar í vatna- málunum. I meðferð landsmanna á veiðivötnum verður í fram- tíðinni að byggja á tveim meginreglum. Annarsvegar að klak fylgi veiði á hverjum stað, þar sem því verður við komið, svo að mennirnir hæti jafnan náttúrunni skaða þann, er þeir valda. Er þar mikið verkefni fyrir hina ungu kynslóð að hefjast handa um ræktun vatnanna, engu siður en lands og hafs. í öðru lagi þarf að gæta þess, að lax og sijungur hafi opna götu eftir ám og vötn- um svo langt sem fiskar geta gengið inn til landsins. Á þessu er víða allmikill þverbrestur, einkum þar sem laxakistui' eða önnur slík mannvirki girða að mestu þvert yfir veiðiár. Sé nægilegt tillit tekið til beggja þessara atriða, er náttúrugæðunum haldið við, eða jafn- vel aukin, og bygð réttlát skifting milli þeirra, s.em veið- ina eiga. Með vaxandi auðsafni i landinu hefir sú venja kom- ist á, að ýmsir efnamenn innlendir og erlendir liafa keypt eða leigt ár eða veiði í ám, undan einni eða stundum mörgum jörðum. Er veiði þessi venjulega ekki stunduð sem atvinna, lieldur sem skemtun. Frá sjónarmiði þjóð- arhagsmunanna er slik skemtun i aðra röndina mikil eyðsla, þar sem náttúrugæðin eru ekki notuð eins og best má vera, heldur liöfð að lcikfangi." Ætti slík skemt- un þessvegna að vera háð skatti, sem samsvaraði tjóni þvi, sem af því leiðir að veiðin er ekki stunduð sem gagnleg atvinna. Framsýni þjóða má einna mest marka á því, hversu þær gæta auðlinda sinna. Veiðin í hafinu við strendur landsins og í ám og vötnum, er ein af þrem undirstöðum mannabygðar hér á landi. Sé haldið áfram hlífðarlausri, blindri rányrkju, eins og tíðkast hefir hingað til, verður þessi brunnur þurausinn fyr en varir. Hvort sú kynslóð, sem nú lifir, skilur til fulls ábyrgð þá, er liún hefir í þessu efni gagnvart eftirkomendum sínuin, er orfitt að segja. Reyrislan ein getur skorið úr því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.