Tíminn - 22.07.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1922, Blaðsíða 1
©jaíbí’eti o§ afgreifcsluma&ur Cimarts er 5 i g u r g e i r ^riörifsfon, Sambanösljúsinu, Kcyí'jaLnf. ^fereiböía ÍL í m a n s cr í Sambanösfjúsinu. (Dpiu öagíega 9—\2 f. b Stnti 496. YI. ár. lteykjavík 22. jiilí 1922 30. blað Kjöttollur í Noreéi Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir fyrirlyggjándi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. G-arðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Iilutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Vagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur vérkfæraskápa með öllurn algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- / félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. I. Atvinnumálaráðuneytið hefir sent blöðunum eftirfarandi til- kynningu: „Stjórnarráðinu hefir borist til- k nning um að norska Stórpingið iutii samþykt hækkun innflutn- ingstolla á ýmsuni landbúnaðaraf- urður, þar á meðal á kjöti, úr 10 aurum upp í 25 aura á hverju kg. og nær sú tollhækkun einnig til ís- lensks saltkjöts“. Frétt þessi mun fáum koma á óvart. En í þetta sinn skal ekki fjölyrt um hvað valdi. II. það er alkunnugt hve markaður er þröngur fyrir saltkjötið ís- lenska. það má telja víst að ekki verði útvegaður nýr markaður. Is- lenska saltkjötið er — því mið- ur — ekki fyrsta flokks matvara. Síðustu árin hefir nálega alt ís- lenska saltkjötið verið selt í Nor- egi. I fyrra t. d. voru fluttar.út um 24 þús. tunnur af saltkjöti. A. m. k. 22 þús. tunnur af því munu endanlega hafa verið seldar til Noregs. þar sem óhugsandi má telja að afla nýs markaðs fyrir kjötið, og nálega allur markaðurinn er í Nor- egi, má telja það alveg víst að þessi mikli tollauki í Noregi lækki alt útflutta kjötið í verði um upp- hæð tollsins — 15 aura á hverju kg. eða nálega 17 kr. á hverri kjöttunnu. því að vitanlega mið- ast verðið á þeim litla slatta sem selst utan Noregs við aðalmark- aðsverðið í Noregi. En þessi verðhækkun hlýtur og að ná til þess kjöts sem íslensku bændurnir selja hér heima. Innan- landsverðið á saltkjöti hefir alla tíð verið miðað við útlenda verðið. þessi tolihækkun í Noregi hlýt- ur því að hafa þær afleiðingar að alt það kjöt sem íslensku bænd- urnir selja burt af heimilum sín- um á hausti komandi lækkar í verði um 15 aura á hverju kg. það eru ógurlega alvarleg tíð- - indi fyrir landbúnaðinn íslenska, ofan á alt annað. \ III. Fróðlegt er að reyna að gera sér grein fyrir hversu hár þessi skatt- ur muni verða í heild sinni á bændastéttinni íslensku. I því skyni hefir ritstjóri Tímans leit- að sér upplýsinga á hinum bestu stöðum, hjá framkvæmdastjórum Sambandsins og Sláturfélags Suð- urlands. Að meðaltali munu flytjast út 25 þúsund tunnur af saltkjöti ár- lega. Hæstur hefir útflutningur- inn orðið um 34 þús. tunnur, lægstur um 20 þús. tunnur. Sé miðað við 25 þús. tunna út- flutning, nemur tollhækkunin um 425 þúsund krónum. Erfiðara miklu er að gera sér grein fyrir því hversu mikið kjöt kjöt bændur muni selja til neyslu innanlands. Framkvæmdastj óri Sláturfélags- ins vill álíta, að ef Reykvíkingar á annað borð hafi lúð á að kaupa kjöt, muni hér seljast alt að því 50 þúsund kroppar.*) En vitan- *) Nautakjöti er alveg slept í þessu yfirliti þar eð vart verður talið að v.erð þess sé beinlínis háð útlenda markaðsverðinu á sauðakjöti, það lega er það mestmegnis dilkakjöt. Og til þess að fara varlega má þá áætla kroppinn 13 kg. Útkoman verður þá sú að bændur selji Reykjavík 650 þús. kg. af sauða- kjöti. Ef gert er ráð fyrir 20 þús. íbúum í Reykjavík, ætti eftir þessu að koma 32Ú2 kg. af sauða- kjöti á mann á ári — eða einn meðalsauður. Verður það að telj- ast mjög varlega áætlað. — Árið 1910 lifði um það bil helm- ingur íslendinga af landbúnaði. það hefir mjög breyst síðan. Fólksfjöldinn við sjóinn hefir vax- ið stói'kostlega. það er því mjög lágt áætlað að af um 100 þúsund íbúum íslands, verði helmingur- inn, eða alls 50 þúsund að kaupa kjöt af bændunum. Samkvæmt áætluninni sem áður var gerð — meðalsauður 32 V2 kg. af kjöti á mann — ætti því að mega áætla að alls seldu bændui'nir 1625000 kg. af kjöti til neyslu innanlands. Verðfallið sem því hlýtur að lenda á íslensku bændunum, á því af kjötinu sem þeir selja innan- lands — 15 aui’ar á hvei’ju kg. — er því eftir þessari áætlun 243750 kr. Samanlagða verðfallið sem ís- lenska bændastéttin bíður á aðal- framleiðsluvöru sinni verður þann- ig ekki áætlað minna en 680 þús- und krónur. því er hér haldið fram að um mjög varlega áætlun sé að í’æða. Og þar sem nú blasir við óvenju- mikill grasbrestur um alt land ná- lega undantelcningai’laust, og þess vegna má gera ráð fyrir mikilli förgun í haust, virðist það vel geta komið til greina að verðfall- ið á kjötinu, vegna norska tolls- ins muni nema 700—750 þúsund krónum. IV. Landsstjórnin gei’ir vitanlega alt sem hægt er að gei’a til þess að fá norsku stjói’nina og þingið til að falla frá þessari tollhækkun á íslenska saltkjötinu. Vitanlega vei’ður reynt að bjóða einhver fi’íðindi. Við erum hvort sem er, illu heilli, Islendingar, komnir inn á slíkar verslunarbrautir. Sá er þetta ritar gei’ir sér eng- ar glæsivonir urn að árangur fáist af þeim sjálfsögðu tilraunum. En ef það tekst, þá þarf ekki meira um að ræða. En fáist engar tilslakanir kem- ur að því að skera úr um hversu fara bei’i um þennan möi’g hundi’- uð þúsund -ki’óna skatt sem lagð- ur er á landbúnaðinn íslenska. Og því er hér haldið fram alveg skilmálalaust, að þessi rnikli skatt- ur , eigi ekki að neinu leyti að skella á bak íslensku bændanna. því að ástæðan til þessa skatts er alveg tvímælalaust sú, að ís- lenska ríkið hefir látið leiðast til að gera ráðstafanir sent landbún- aðinurn eru óviðkomandi — án þess berar sé talað í þetta sinn. Bændurnir íslensku eiga því hinn allra sti-angasta rétt til þess að fá hvern einasta eyri endur- goldinn annarsstaðar frá af því verðfalli kjötsins, bæði á útlend- um og innlendum markaði, sem orsakast af þessum ástæðum. þessi krafa er svo réttlát og flyst einkum til bæjarins síðari hluta vetrar og íyrri part sumars. sjálfsögð, að af henni verður ekki slegið. I þetta sinn verður ekki nánar í’ætt um framkvæmdina, og önnur einstök atriði. -----o---- Opið bréf til kjötútfiytjenda og undirmatsmanna Samkvæmt bréfi til mín fi’á at- vinnu- og samgöngumálaráðuneyti Stjórnari’áðs Islands, sem dagsett er 18. maí þ. á. og með skýrskot- un til þingsályktunartillögu síð- asta Alþingis, læt jeg eigi hjá líða að láta yður vita, að hér eftir er stranglega bannað að nota nerna nýjar, vandaðar tunnur undir kjöt það, sem sent er á ei’lendan mai’kað. Samkvæmt auglýsingu Stjórn- ai’ráðsins í Lögbii’tingablaðinu 29. júní þ. á. er alvarlega varað við að nota annað salt í útflutnings- kjöt, en tegundir þær, sem hér eru taldar: Ibiza-salt, Liverpool-salt, Santa Pola salt, og Trapani-salt. Tvær hinar fyrstnefndu saltteg- undir eru best fallnar til kjötsölt- unar, en hver þeirra fjögra salt- tegunda, sem notaðar eru, þá er einkar ái’íðandi, að saltið sé hér- umbil helmingi smámuldara en venjulegt fisksalt. það er því nauðsynlegl; að geta þess, þegar saltkaupin ei’u gerð, að saltið eigi að vera smámalað. Samkvæmt þeim fyi’iiTnælum, sem þegar er getið um, bið jeg alla kjötútflytjendur og undir- kjötmatsmenn að gæta þess stranglega: að ekki séu notaðar gamlar,gallaðar eða óhreinar tunn ur; heldur aðeins nýjar, ógallað- ar tunnur, sem eru vel lagheldai’. Ennfremur verður stranglega að gæta þess, að aðeins séu notað- ar áðurgreindar salttegundh- í út- flutningskjöt og að saltið sé hreint og smágei’t. Að endingu má geta þess, að mér er skylt að ganga rnjög ríkt eftir að gefnum reglum um út- flutningskjöt vei’ði fullnægt í öll- urn greinum. Jón Guðmundsson yf irkj ötmatsmaður. ----o---- Brot úr þingsögunni 1922. VII. þá er komið að síðasta viðfangs- efni þingsins, uppgjöfinni fyrir Spón- verjum og afnámi bannlaganna. Fréttin um afnám bannlaganna kom í þinglokin eins og þruma úr heiðskíru lofti, yfir þann liluta þjóð- arinnar, sem fyrir alvöru liafði vilj- að vinna móti áfengisbölinu. þeir menn trúðu varla sínum eigin aug- um er þeir lásu skeytin fró Reykja- vík, um að bannið liefði verið drep- ið, aðeins einn rnaður ó móti, málið ekki borið undir þjóðina, heldur flaustrað af með vinnubrögðum eins og þegar hey er ^ifið saman undir skúr. Hér verður leitast við að skýra þetta fyrirbrigði. En þá kemur ekki einungis til greina saga málsins nú í þinginu, heldur saga bannlaganna síðan 1ÍX)9. Sarna veilan sem olli end- anlegu hruni bannlaganna nú i vor, hafði verið átumein í áfengislöggjöf- inni og framkvæmd hennar síðustu 12 órin. Meiri hluti kjósenda óskaði eftir banni. En innan starfsmannahrings landsins var meiri hluti á móti lög- unum, einkum meðal lækna, dómara og lögreglustjóra. Sama mátti segja um ýmsa kennara við embættaskól- ana og undirbúningsstofnun þeirra, mentaskólann. Heill hópur af þessum mönnum liafði bundist í félagsskap móti banninu. Blað var gefið út til að rífa bannið niður. Lögin voru köll- uð þrælalög. Menn úr þessum hóp, sem þóttust vera vitrir, prédikuðu þá kenningu, að ekki þyrfti að hlýða bannlögunum. þau brytu grundvallar- roglur almenns frjálsræðis. Kaup- mannastétt landsins og stærri útvegs- menn voru flestir andvigir banninu. Hættan með framkvæmd bannlag- anna lá i því, að hinir „vitru“ eyði- lögðu réttargrundvöllinn með þvi að halda fram, að ekki þyrfti að hlýða lögunum. þeir sem mest stóðu að innflutningi á vörum, höfðu mest tækifæri til að flytja inn óleyfilega, ef þeir vildu neyta þess. Læknarnir gátu gefið ávísun á vínið, og dreift þvi út frá sjálfum sér og lyfjabúðun- um eftir vild. Rétt er að taka það fram, að allstór hluti læknastéttar- innar, líklega meir en helmingur, þar á meðal allir manndómsmenn stétt- arinnar, misnotuðu þetta ekki. En hinir veittu áfenginu því meira. Loks komu sýslumenn og lögreglustjórar. Ýmsir þeirra voru vínlineigðir sjálf- ir, og stóðu höllum fæti gagnvart lög- unum. Sverð laganna var ekki altaf á lofti þegar ástæða var til. Jafnað- arlega dæmt í lægstu sektir, sem smyglararnir gerðu gys að, og unnu aftur upp á einum degi. þótt undarlegt sé, með þessari framkvæmd, óx bannlögunum svo fylgi, að nálega enginn frambjóðandi náði kosningu nema telja sig bann- inu fylgjandi. Jón þorláksson konist að lokum það nærri markinu, að hann hét að „spilla" þeim ekki. Mál- inu horfði þannig við í lok stríðs- ins, að yfirgnæfandi meiri hluti kjós- enda taldi sig fylgja banninu. En fá- mennur flokkur kaupmanna, útgerð- aníianna, lækna, lögfræðinga og lög- brota-vitringa, gátu hindrað þann meiri hluta frá að korna fram vilja sinum. Fræðimaður frá Bandaríkjun- um, sem dvaldi hér einn vetur, sagði, að hér á landi væri ekki til neins að lögbjóða neitt sem embættismenn- irnir ekki fylgdu, þar sem þeir væru óafsetjanlegir nema fyrir stór afglöp. Kjósendur og þing var þannig í fram- kvæmdinni máttlaust gagnvart hinum tiRökdega fámenna vinalióp Bakkus- ar. Og sjálft þingfylgi bannlaganna var í raun og veru að talsverðu leyti augna- og varaþjónusta. Hreinir ákveðnir bannmenn hafa aldrei ver- ið í meiri hluta á þingi, ekki einu sinni 1909. þessvegna voru altaf sett „göt“ í bannlögin. Einstakir menn máttu eiga vin og veita það heima. Ekkert eftirlit var með þessum vín- birgðum. Sektir fyrir brot voru aRaf svo lágar, að söludólgunum munaði ekki um þær. íslensku skipunum voru leyfðar vínveitingar. Ekki voru gefn- ar út opihb.erar skýrslur um vínútlát lælcna og lyfjabúða á ári hverju, svo að þungi almenningsálitsins gæti dregið úr vínaustrinum. Að löggjöf- inni var ekki breytt í þetta liorf kom af því, að allmikill hluti þingmanna, sem töldust með banni, var það ekki áhugamál. þeir vildu ekki vera nógu nógu mikið með banni til að fá at- kvæði bannmamm, án þess að fylgja málinu svo fast fram, að þeir töpuðu til fulls trausti andbanninga. Frh. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.