Tíminn - 05.08.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.08.1922, Blaðsíða 2
104 T I M I N N í 31. tölubl. VI. árg. „Tímans" er írá því skýrt, aö það hafi ekki farið dult hér i bænum, að eg hafi um það leyti sem rússneski drengurinn var fluttur á sjúkrahús í vetur, komist að samningum við verkamenn, um að þeir sýndu ekki „stjórnarhemum" mótþróa, gegn því, að sakir skyldu falla niður út af drengsmáli þessu. Vegna þessara ummæla blaðsins lýsi eg því 'hénneð yfir, að það er með öllu tilliæfulaust, að eg liafi gefið nokkurn ádrátt, auk heldur gert samninga, um að málssókn félli nið- ur út af máli þessu eða um náðun, enda var slíkt ckki á verksviði mínu heldur dómsmálaráðherra. Reykjavík 1. ágúst 1922. Magnús Guðmundsson. Til að vita betur deili á máli þessu snéri Tíminn sér til þeirra alþm. Jóns Baldvinssonar og skrifstofu- stjóra Héðins Valdimarssonar, til að spyrja þá um málið. það var nefni- lega alkunnugt að þeir höfðu fyrir hönd verkamanna rætt þetta mál við fráfarandi stjórn. — Iir það ekki rétt að þið hafið mjög oft rætt um drengsmálið og af- leiðingar þess við fráfarandi stjórn? — Við áttum eitt sinn tal við alla stjórnina um málið, en oft og mörg- um sinnum við M. G., sem- verið hafði dómsmálaráðherra þegar fyrst átti að taka drenginn, og var það síðan eftir að J. M. sigldi. — Ilvernig virtist ykkur aðstaða M. Guðmundssonar til málsins? — í mótsetningu við flesta brodd- borgara bæjarins virtist okkur M. G. skilja vel frá upphafi hvílík vandræði gætu hlotist af róstum og þrálátum flokkadráttum um málið. Ilann virt- ist vilja gera alt sem hann gat til að leiða málið til lykta á sem friðsam- legastan liátt. T. d. 23. nóv., þegar „livíta liðið" var i algleymingi, virt- ist hann siðari hluta dagsins hafa stöðvað fleiri handtökur, enda mun honum hafa þótt fullmikið að gert. — Er það rétt að M. G. hafi engu lofað ykkur um að sakir féllu niður? Jafnframt sýndum vér þcim félög- um yfirlýsingu M. G. — það er ef til vill ekki rétt að segja að M. G. hafi lofað að sakir féllu niður, ef með því er átt við að málssókn félli niður. Að þvi leyti get- ur yfirlýsing lians staðist. En hinu lofaði hann aftur sjálfur, og stakk upp á þeirri leið sjálfur, að fá þing- menn tii að mæla með náðun við stjómina. — Ætlaði M. G. þá að vinna að þessu við þingmenn? * — Já, meir að segja bauðst til þess. Aths. Með þessi tvö gögn í höndum virðist auðvelt að átta sig á gangi málsins. 1. M. G. ncitar að hann hafi gert samnmga um að málssókn félli nið- ur, eða um náðun. 2. Hann breytir orðum Tímans „sakir falli niður", sem er sama og náðun, í „málssókn félli niður“, sem enginn hefir minst á. Yfirlýsing hans cr yfirskotseiður. 3. Skýring Tímans, að M. G. hafi lagt grundvöll að endanlegri lausn májsins, er sönnuð með skýrslu J. B. og H. V. Magnús vill friðsamlega lausn, er dögum oftar og oft á dag á umræðufundum með áðurnefndum leiðtogum verkamanna, sem eru að jeyna að stilla til friðar. þeir vita ekki betur en að hann stöðvi óþarfar handtökur. Og til að stöðva æsingar ijýðst hann til að fá þingmenn til að vera náðun fylgjandi. Með því ætl- ar hann auðsýnilega að skapa félaga sinum J. M. og sér aðstöðu til að koma náðun fram. 4. Við stjórnai'skiftin hættir M. G. að geta haft bein áhrif á málið. Um- tal hans við verkamannaforingjana 'er bersýnilega bygt á því, að hann og Jón verði áfram í stjóm, þegar dóm- úr sé fallinn. JJá kom til hans kasta að vinna að framkvæmd náðunar- innar. 5. Skýi-ing Timans, að undirstaða M. G. hafi verið siðferðilega bind- andi fyrir núverandi stjórn er þess- vegna hárrétt. M. G. tekst að komast hjá blóösúthellingum í vetur, með því hann býðst til að vinna að náðun. Að bi’jóta á móti anda og efni þessa boðs hans, liefði ekki verið sæmilegt fyrir nokkra stjórn, sem við tók. 6. Ritstjórar Mbl. og Vísis hafa báð- ir látið í ljósi við núverandi stjórn, að þeir hafi verið náðun fylgjandi. þeir liafa þessvegna fullkomlega ver- ið samdóma M. G. og ef til vill orð- ið fyrir álnifurn af honum. 7. Hinsvegar er aðstaða J. M. dá- lítið kýmilcg. Ilann lætur „Hagalíns- útibú“ sitt á Seyðisfirði flytja lát- iaus illyrði um stjómina fyrir náðun- ina, þö-að aðalstytta Jóns, M. G. liafi gert náðun óhjákvæmilega, og aðal- i’itstjóri hans við Mbl. hafi greitt götu náðunarinnar, eins og nú hefir veiið sýnt. X. -----o---- ORÐSENDING til kirkjuorganleikara. Vér undirritaðir höfum sent skjal nokkurt prentaö til allra prófasta og presta á landinu og beðið þá um áð koma því í yðar hendur. pað er undirbúningur að framkvæmdum, er snerta yður beinlínis og yðar starf. Vér fórum þessa leiðina, af því að vér hugðum ókleift að hafa upp á nöfnum og heimilisfangi yðar allra. Svo að próföstum og prestum sé sem minst ónæði gert með þessu og eins til þess að flýta fyrir, leyfum vér oss að mælast til þess, að þér vitjið eða látið vitja ofangreinds skjals hver til síns sóknarprests, þeir er því geta við komið. Reykjavík í júlímán. 1922. Sigfús Einarsson dómk.organl. Friðrik Bjamason þjóðk.organl. Hafnarfirði. Kjartan Jóhannesson frík.organl. Rvk. -----o---- „Minst vondur“. Eins og vænta mátti studdi Siglufjarðarblaðið „Fram“ kosningu kaupmannalist- ans við landkjörið. Flutti blaðið margar greinar með listanum. Samt sem áður hefir ánægjan ekki verið alveg óblandin með Jón Magnússon. Sést það á eftirfar- andi ummælum sem stóðu í einni meðmælagreininni í „Fram“: „Við Siglfirðingar eigum Jóni Magnús- syni lítið gott upp að unna. Hann hefir á undanförnum árum gert lítið til að bera stein úr götu okk- ar. En ef kjósa skal um tvent eða fleira, sem þó ekki þykir góðgæti, þá er þó best og hyggilegast að taka þann kostinn, sem er minst vondur“. — Áður er greinarhöf. búinn að rýja af Jóni allan heið- ur í sambandsmálinu. Hafi Jón ekki verið annað en aðstoðarmað- ur. — Ef til vill verður bráðlegá sagt frá fleiri atriðum um heil- indin í liðinu sem stóð að D-listan- um. Hörð mótmæli. Samkvæmt vín- reglugerðinni spönsku eiga bæjar- stjórnir að benda á menn er taki að sér forstöðu veitingakránna. Hefir bæjarstjórnin á ísafirði af- greitt það mál með eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn ísafjarðar hefir áður lýst því yfir, að hún vilji engan útsölustað liafa hér á áfengi og veit að hún talar þar fyrir rnunn meiri hluta borgar- manna. þegar nú þessum ófögnuði verður engu síður þröngvað upp á bæjarmenn, vill bæjarstjórnin engan hlut í því eiga og telur að þeir, sem það gera, taki á sig alla ábyrgð á því, sem af því kann að leiða. Bæjarstjórnin mælist því undan að benda á nokkurn mann eða veitingstað til þess að taka að sér áfengissölu í bænum. Með því líka að þeir einir, sem bæjar- stjórnin mundi bera traust til í þeini efnum, eru gersamlega ófá- anlegir til að gefa sig til slíkra starfa.“ — Mælið manna heilastir ísfirðingar! Listvinafélagið Þriðja almenn listasýning verður, að forfallalausu, haldin um miðjan október næstkomandi í liinu nýja sýningarhúsi félagsins. Tilkynningar um þau verk, sem eiga að sendast á sýninguna, séu komnar til nefndarinnar fyrir 1. október. I sýningarnefndinni Þór. B. Þorláksson Br. Björnsson Th. Krabbe Sigr. Björnsdóttir Sigr. Zoega. F Samban Samvinnuféla hefir fyrirliggjandi og’ útvegar kaupfélögum alls konar Eandbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á Íandbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Iilutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Yagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- félag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Nokkrir austurrískir sveinar dvelja nú hér í bænum á vegum frímúrara. Látinn er á Saurbæ á Kjalar- nesi Eyjólfur bóndi Eyjólfsson. Hann tók við búsforráðum í Saur- bæ í vor, en gegndi áður um hríð dyravarðarstörfum í stjórnarráð- inu. Dánarfregn. þann 29. júní lést að heimili sínu Miðfjarðarseli á Langanesströndum, Jóhann Árna- son, sem þar hafði búið um 40 ára skeið, en var nú fullra 67 ára að aldri er hann lést. Hann var hagleiksmaður mesti, vefari og trésmiður, og lagði á alt gjörva hönd, og á yngri árum talinn sláttumaður með afbrigðum. Dag- farsprúður var hann og hafði jafnan spaugsyrði á reiðum hönd- um, enda var hann vinsæll meðal sveitunga sinna og geghdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og fórust þau vel úr hendi. Jó- hann sál. var svo veðurglöggur, að nágrannar hans veittu nána at- hygli háttum hans við fjár- geymslu og heyskap og höfðu það fyrir satt, að „Jóhann yæri betri en nokkurt Baromet“, eins og þeir komust að orði. Jóhann sál. lætur eftir sig ekkju aldraða og son fulltíma, aulc íosturbarna, sem þau hjðn tóku til sín og ólu önn fyrir að meir eða minna leyti. K. Lögjafnaðarnefndin danska er væntanleg hingað í næstu viku. Oddíýllowreglan hér í bænum hélt 25 ára afmæli sitt hátíðlegt- 1. þ. m. Sóttu hátíðina nokkrir gestir frá Danmörku. Ilafa Odd- félagar hrundið á stað mörgu nyt- sömu á undanförnum árum. Nýreist er kirkja á Fjarðaröldu við Seyðisfjörð. Var Vestdalseyr- arkirkja rifin og efni notað í nýju kirkjuna. Kvikmyndir. Flokkur enskra leikenda er kominn til bæjarins til þess að kvikmynda hina frægu sögu eftir Hall Caine: Týndi son- urinn, sem fer fram hér á landi. Axel Thorsteinsson, sonur Steingríms skálds og skólameist- ara dvelur um þessar mundir í Winnipeg. Gefur þar út tímaritið „Rökkur“, sem líkist Iðunni gömlu. Er þar mest um frum- samdar og þýddar sögur og kvæði eftir Axel. Tímaritið er yfirleitt skemtilegt og ætti það fyllilega skilið að fá og kaupendur hér heima. Koparnáma. Björn Kristjánsson fyrv. bankastjórí hefir fundið töluvert af kopar nálægt Svínhól- um í Lóni í Austur-Skaftafells- sýslu. Telur hann vafalaust að koparinn sé svo mikill að það borgi sig að vinna hann. Landsbankaseðlarnir eru aftur komnir í umferð. þætti úr sögu Eyjafjarðar á fyrri hluta 19. aldar hefir Hall- gi’ímur sögumeistari Hallgrímsson ritað í Dag og gefur úr sérpent- aða. Mjög fróðlegir þættir, efnið unnið úr skýrslum embættis- manna sem liggja í Kaupmanna- höfn, og geyma feikna fróðleik. Prestafélagsritið. Fjórði ár- gangur þess er nýkominn á mark- aðinn. Full tylft góðra rithöf- unda ritar í ritið og er efnið mjög fjölbreytilegt. Sigurður P. Sívertsen prófessor er ritstjóri eins og áður. Ódýrar nótur, sem öll heimili þurfa að ieiga. Hjemmets Bog, 4. bindi með 100 úrsvalslögdm í hverju bindi, livert bindi kr. 2,75 — Ilarmoniumspil- lerens Underholdningsbog, heims- fræg lög í 3 binduni á kr. 4,35. — Alnæs: Harmoniumsalbum, norsk úrvalslög : í 3 bindum á 4,35. — Griegs Harmoniumsalbum 3 bindi á 3,00 — Danmarks Melodier ca. 1200 lög með teksta í 4 bindum á 5,50. — Norges Melodier 368 lög í 3 bindum með teksta á 5,00. — Aarlmndredets Dansemelodier í ljettri útsetningu, 75 gömul danslög á 5,00. — Dur og Moll, 50 falleg lög fyrir pianoH 2 bindum á 2,25. — Rutliardts Klavierbog, 59 lög fyrir piano í 2 bindum á 3,25. — Ungdommens Melodialbum, 194 vel- þekt ljett lög ’í 2 bindum á 4,00 - Lommeordbog, nauðsynleg fyrir alla, sem spila, á 1,25. — Student- eríoreningens flerstemmige Sange á 11,00 — Grluntarne, með teksta- bók, á 23,00 og án tekstabókar 16,00. — Islensk lög: Nýtt lag eftir Kaldar lóns: Erla, á kr. 2,50. — Thor- steinsson: 4 Sönglög með jíslensk- um og þýskum teksta 2,50. — Lax- dal: Gunnar á Hlíðarenda og Hélga fagra á 5,00. — Loftur Guðnmnds- son: 6 Sönglög á 5,75. Sami: Önn- ur 6 Sönglög á 5,75. Sv. Svein- björnsson: O guð vors lands 2,75. Sámi Kantate við konungskonmna 1907 á5.75. Arraboéj’Clausen :'Mimi, .vals á 1,00. — Sami: 2 Sönglög á 2,00. — rslenskt söngvasafn 1. bindi á 8,00 Danslög: Ávalt nýjustu lög lrá útlöndum. Mest notað lag um þess- ar mundir er Skærgaardsflickan á kr. 2,00. Pantið nótur yðar sem fyrst. Sendar burðargjaldsfrítt ef borgun fylgir pöntuninni, annars gegn eftirkröfu. Hljóðfærahús Reykjavikur. Sími 656 Slmnefni: Hljóðfærahús. IPlötuLr. Góðar dans- og söngplötur, svo og kórplötur seljast á kr. 5,00 stykkið. Ef 10 plötur eru keyptar í einu og borgun fylgir pöntuninni kosta þær samtals kr. 40, burðar- gjaldsfrítt. Pafhefónap og Grammofónap, sem spila bæði með náLog gim- stein. I sterkum eikarkassa, lag- legír útlits jmeð afarsterku verki. Verð aðeins kr. 115,00. Ef greitt er fyrirfram sent burðargjaldsfrítt. Stærri tegundir á kr. 135,00, 165,00, 185,00, og 275,00. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR 'T Símnefni: Hljóðfærahús. HARMONIKUR. Frá bestu erlendri verksmiðju, skinnhorn, Ajax- og stáltónar; ein- faldar frá kr. 40,Ó0 tvöfaldar frá kr. 65,00. Munnhörpur með látúnsplötum og hreinum tónum. Verö frá kr. 3,00 — kr. 20,00. Sendist burðar- gjaldsfrítt, ef borgun fylgir pöntun. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR Símnefni: Hljóðfærahús. pAKKARÁVARP. Hérmeð vottum við undirskrif- uð innilegt þakklæti öllum þeim, er á ýmsan hátt auðsýndu okkur ómetanlega hjálp í okkar örðugu kringumstæðum síðastliðið sumar, fram á vetur. Selparti 1. júní 1922. Magnús Bergsson. Pálína Guðmundsdóttir. Alúðarfylsta hjartans þakklæti til allra þeirra mörgu, er á ýms- an hátt auðsýndu okkur hjálp og samúð í okkar þungbæru sorg við veikindi, dauða og jarðarför okk- ar hjartkæru dóttur og systur, Ingibjargar Arndísar þoi-varðar- dóttur frá Meðalholtum. Foreldrar og bræður hinnar látnu. Stefán Jónsson dósent hefir sagt lausu embætti við læknadeild háskólans. Ætlar hann að flytja af landi burt. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.