Tíminn - 12.08.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1922, Blaðsíða 1
©jaíbtei 09 afgmösluma&ur íimans er S i 9 u r g e i r Sambanösljúsinu, HeYfjaníf. ZZNfgteifeöla límans er i Sambanösfyúsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. b Sími 496. VI. ár. Reykjavík 12. ágúst 1922 33. blað ffiearí ELEPHANT CIGARETTES Sjúffengar og kaldar að reyfeja Smásöluverð 50 aur, pk. Tást alstaðar, THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. "7 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Stúdentar þeir, sem ætla að borða í Mensa Academica á vetri komanda tilkynni það eigi síðar en 20. sept. næstkomandi. Næstir stúdentum ganga lær- dómsdeildarnemendur Mentaskólans, ef rúm leyfir. Reykjavík 11. ágúst 1922. Forstöðunefndán. Náðimin. L Engin landsstjórn á Islandi hef- ir átt slíka aðkomu að stjórnar- taumunum sem núverandi lands- stjórn, því að engin landsstjórn ís- lensk hefir skilað landinu af sér í slíku ástandi sem stjórn Jóns Magnússonar. þyrfti það verk að vinnast af sérfróðumogóhlutdræg- um manni, að bera saman hag rík- issjóðsins íslenska þegar Jón Magnússon tók við í ársbyrjun 1917 og þegar hann skilaði af sér 1922. þá er hann loks fór var rík- issjóðurinn þurausinn, skuldir rík- isins orðnar afarháar í hlutfalli við fólksfjölda, tolltekjurnar veð- settar, álit landssins útávið stór- um lamað, skattabyrðin nálega óbærileg fyrir almenning og árleg- ur reksturskostnaður á þjóðarbú- inu orðinn afskaplega hár, langt- um hærri en nokkurt vit er í fyrir svo lítið þjóðfélag sem okkar. það er köld aðkoma að taka við slíku þjóðarbúi. En það var fleira svipaðs eðlis, sem Jóns Magnús- sonar ' stjórnin gaf núverandi stjórn að erfðum. Mörg einstök mál lét hún eftir sig hálf- eða óköruð, mál sem hún hefði hæg- lega getað verið búin með, mál sein hún átti að vera búin með. Meðal þeirra mála er mál það, er reis út af mótþróa, þeim er Ólafur Friðriksson ritstjóri veitti lögregl- unni snemma á síðastliðnum vetri, er flytja átti af landi burt hinn sjúka rússneska dreng. það var Jóni Magniissyni í lófa lagið að Ijúka því máli áður en hann skil- aði af sér. Málið var að öllu leyti þannig rekið af þáverandi stjórn, að henni hefði verið sæmra að binda enda á það sjálf. það verð- ur ekki annað séð, en að Jón Magnússon hafi látið málið drag- ast, til þess að losna við að bera ábyrgðina á því að binda enda á það. það er honum til hinnar sömu sæmdar og margt annað í stjórnarferli hans, upp á síðkastið. Málið var þannig vaxið, að Tím- inn gerði ekki ráð fyrir að hafa af því mikil afskifti. f upphafi var málið vitanlega eingöngu venjulegt lögreglumál. En báðir hinir harðandstæðu flokkar hér í bænum— bæði Mórgunblaðsflokk- urinn og jafnaðaiTnannaflokkur- inn — létu málið síðan fara þann- íg í höndum sínum, að það var orðið pólitískt mál — hatursmál milli þessara pólitísku flokka. — Tíminn sá enga ástæðu til að blanda sér sérstaklega í þau bræðravíg Reykj avíkurflokkanna. Á fyrsta stigi málsins, á með- an eingöngu var um lögreglumál að ræða, reifaði Tíminn málið og rakti sögu þess hlutdrægnislaust. Og út af röddum, sem nú hafa komið fram í Morgunblaðinu ný- lega, og raunar áður, skal því lýst yfir, að það er með öllu tilhæfu- lust að nokkur ágreiningur hafi ríkt milli þeirra manna, sem að Tímanum standa, að taka þannig í málið sem gert var. Nú er mál þetta notað til leyni- legs undirróðurs um land alt gegn Tímanum, og enginn skortur er á dylgjunum í Morgunblaðinu. Hið sama blað — Morgunblaðið — er lagði blessun sína yfir alt, sem gamla stjórnin gerði í þessu máli sem öðrum — meðal annars það, að gamla stjórnin lét bjóða Ólafi Friðrikssyni fullkomna uppgjöf alls, undireins eftir það, að lög- reglunni hafði verið sýndur fylsti mótþrói og drengurinn tekinn af henni — hið sama blað ætlar nú að gera framkomu núverandi stjórnar að stóru pólitisku máli, og meðal annars snúa því upþ í leynilega og opinbera herferð gegn Tímanum. — þess vegna þykir rétt að athuga málið nokkru nánar. II. þrjár leiðir blöstu við núverandi stjórn, eftir að hæstaréttardómur- inn var fallinn í máli þessu: 1. Að framfylgja dómnum þeg- ar, varpa Ólafi Friðrikssyyni og félögum hans í varðhald og láta þá sitja þar allan þann tíma sem dómurinn hljóðaði um. 2. Að framfylgja dómnum að vísu fyrst, með því að varpa Ólafi og félögum hans í fangelsi, en sleppa þeim aftur eftir lengri eða skemri tíma, áður en allur tíminn var liðinn samkvæmt dóminum. 3. Að leggja til við konung að Ólafur og félagar hans yrðu náð- aðir, skilyrðislaust, eða skilyrðis- bundið. þessar þrjár leiðir skulu nú at- hugaðar stuttlega: 1. Fyrsta leiðin lá vitanlega bein ast við. En þó hefir enginn, a. m. k. enginn sem um málið hefir rætt opinberlega, lagt það til, að sú leið yrði farin. Bendir það ótví- rætt í þá átt, að menn hafi alment fundið það á sér, að eins og mál- ið hafði breyst, vegna framkomu Reykj avíkurflokkanna, væri það orðið sérstaks eðlis. — Allir vissu það og, að ef þessi leið væri farin, þá hefði það kostað mikla baráttu. Hve mikla veit enginn, né heldur hversu mjög það hefði orðið til að auka hatrið milli pólitísku flokk- anna hér í bænum. 2. Morgunblaðið heldur því nú fram, að það hefði átt að fara millileiðina. Ritstjóri þess, Morg- unblaðsins, lét áður í Ijós við stjórnina að það ætti að náða, en segir nú að hann hafi meint það þannig, að varpa mönnunum fyrst í varðhald, en láta þá síðan lausa seinna, áður en dómnum væri fullnáegt. Hinsvegar nefnir blaðið ekki hvaða tilefni þjóðfé- lagið íslenska hefði átt að hafa til að náða þá. — Tíminn vill nú láta þá skoðun í ljós, að þessi leið hefði að öllu leyti orðið hin ófarsælasta og mest óviðeigandi fyrir þjóðfélagið. Hatrið og ill- deilurnar hefðu orðið algerlega jafnmiklar undir þeim kringum- stæðum og ef alls ekki hefði átt að náða. þá hefði málið áreiðan- lega horft svo við von bráðar, að ekki var um það að ræða að veita náðun á þann hátt, sem gert var, heldur hvort þjóðfélagið ætti að láta undan þunga mótstöðunnar. þá var þjóðfélaginu miklu óþægi- legra að láta undan. Hiklaust skal þeirri skoðun því haldið fram hér, að í rauninni hafi ekki verið nema um tvær leiðir að ræða í málinu, eins og því var komið, hina fyrst- nefndu, og taka þá hiklaust öllum afleiðingum hennar, eða hina síð- astnefndu. 3. Landsstjórnin fór þriðju leið- ina. Hún lagði það til við kon- ung að aðalaðili málsins yrði náð- aður skilyrðisbundið, en félagar hans algerlega. Eins og málinu var komið mun sagan ekki kveða neinn áfellisdóm yfir þeirri stjórh- arathöfn, því að þá er hiti dægur- málanna kulnaður. Má gera ráð fyrir að þrent hafi einkum valdið þeim úrslitum: I fyrsta lagi fram- koma fyrverandi stjórnar, þau orð og ummæli, sem þá settur dóms- málaráðherra, Magnús Guðmunds- son,- lét falla við forystumenn jafnaðarmannaflokksins hér í bæn um, og sem a. m. k. þeir skildu ótvírætt á þá leið að hann myndi vilja leiða málið friðsamlega til lykta og vinna að því við þing- menn að þeir æsktu náðunar. Var þetta altalað um bæinn. Og auk þess hafði sjálfur ritstjóri Morg- unblaðsins látið í ljós við stjórn- ina að hann teldi náðun heppileg- ustu lausnina. — í öðru lagi það, að málið var orðið pólitískt mál, vegna framkomu beggja aðal póli- tísku flokka bæjarins. En það hefði það aldrei orðið ef lögreglan hefði sýnt dug í upphafi. Um öll lönd er það svo að öðrum höndum er farið um þau mál, sem að ein- hverju leyti litast af pólitík, eða stjórnmálaflokkarnir gera að flokksmálum. — í þriðja lagi mun það hafa vegið nokkuð sem og kemur fram í ummælum sem foringjar jafnaðarmanna hafa eftir Magnúsi Guðmundssyni, að stjórninni hafi verið ljóst hví- líkur ófriður þjóðfélaginu myndi stafa af málinu, en dugnaðarleysi yfirvalda hinsvegar því valdandi að málið var komið í slíkt öng- þveiti. þannig horfir málið við. En úr því það var ráðið að fara þessa leið, þá hefði verið miklu betra að láta náðunina koma straks, en ekki láta þann drátt verða á sem varð. En það er að öllu leyti ósæmi- legt af Morgunblaðinu að fara nú á ný að blása að ófriðarkolunum í máli þessu. það hefir komið nógu illu af stað. Vegna ummæla" ritstjóra þess, vegna ýmsra orða, sem fram hafa komið í greinum í blaðinu, er það auðsætt, að blað- ið meinar als ekki í alvöru þaðsem það nú segir. Og fullvíst er Ritt, að ef Jóns Magnússonarstjórnin hefði setið áfram, þá hefði blaðið ekkert veður gert úr málinu. -----o---- Landskjörið. Atkvæðatalningin á að fara fram hér í bænum annan mánu- dag. Votheysgerð. iii. Dr. Sopp er nú ekki einn um að hafa fundið þessa aðferð og nota hana við vötheysgerðina. Ameríkumenn eru líka farnir að nota hana og hafa tekið hana upp út frá sama skoðunarmæli og Sopp, þ. e. að nauðsynlegt sé að mjólkursýrugerjunin fái yfirráð- in í votheyinu til þess að það verk- ist vel og tapi sem allra minstu af því fóðurgildi, sem grasið hefir. Um þetta skrifar Knap dýralækn- ir. Jafnvel í bestu votheysgryfj- um, og þó að í öllum greinum sé farið eftir ströngustu reglum um allan frágang og meðferð fóðurs- ins, þá verður þó rétta gerjunin — mjólkursýrugerjunin — of lítil. par af koma rekjurnar við veggi og ofan á. Jafnvel í maís, þar sem hlutföllin milli eggjahvítu og syk- urs komast næst því að vera hin ákjósanlegustu fyrir mjólkursýru- gerjunina, verður hún þó of lítil, og sé maísinn sleginn snemma, þá er sykurinn hlutfallslega of mikill, edikssýrugerjunin verður þá of mikil, en mjólkursýrugerjunin of lítil, og fóðrið verður of súrt. Sarna verður uppi á teningnum, ef heyið hefir frosið, áður en frá þvi er gengið. í grasinu okkar er sykurinn of lítill, til þess að mjólkursýrugerj- unin fái notið sín svo sem þörf er á. Úr þessu á að mega bæta, eftir reynslu Sopps og Ameríku- manna, með því að nota votheys- ger -—- mjólkursýruger. Knap getur um tilraun, sem gerð var í Ameríku með þetta ger í fyrirmyndargryfju (sem hann kallar „ideal silo“), með tvöföld- um steinveggjum, þar sem skift- ist á upp eftir þeim miðjum, ofan- jarðar, þunn steypulög og þykkri lög af kyrstæðu lofti — en það er talið mjög þýðingarmikið, þar sem komið getur fyrir, að vot- heyið frjósi í gryfjunni, að loft- hreyfingar séu fyrir í tvöföldu veggjunum. Gryfjan tók 200 tonn, þ. e. 2000 hesta af heyi, og í hana var látið ger úr 60 gr. glasi, sem fyrst var þynt út í fá- einum tunnum af seyði, og dreift í gryfjuna smátt og smátt, meðan verið var að fylla hana. Hér er því ekki um neinn kostnað að tala. Eftir 8 daga var komin sterk gerjun í fóðrið, en venjulega er það ekki fyr en eftir 2—3 vikur, og með því að taka sýnishorn úr gryfjunni, hátt og lágt, sýndi það sig, að gerjunin var jöfn um alt. Síðan var þetta athugað á 8 daga fresti, og niðurstaðan varð æ hin sama. Eftir liðlega mánuð var byrjað að gefa úr gryfjunni. Átta mánuðum síðar var hún tóm. Stöðugar athuganir allan tímann sýndu, að alt var ágætlega verk- að, enginn skemdarvottur, hvorki af myglu eða á annan hátt, ekki einu sinni í gólfskáninni. Fóðrið hélt lit, var ilmandi og lystugt — í rauninni reglulegt „kry.ddmeti“. Hér við bættist að fóðurgildið hélt sér að heita mátti alveg, en við venjulega votheysgerð er fóð- urgildistapið sjaldan minna en 10%, aðallega vegna edikssýru- gerjunar, kolsýru- og alkóhól- myndunar. Alkóhólið verður • að vísu sjaldan yfir x/%%, en hér var það ekkert. í vel verkuðu votheyi sjást oft rauðlitar eða grænlitar tuggur, sem reynast óhollar hestum og sauðfé, en hér sást ekki vottur af þeim. þægilegur súrkeimur var af fóðrinu, ekki þessi algenga sýru- sterkja, alt var mjúkt og meyrt. Og gripirnir — kýr, hestar, sauð- fé eða svín — vildu ógjarnan annað fóður, ef þeir fundu þef- inn af þessu. IV. í Tímariti verkfræðingafélags íslands 5. hefti 1921, er, eftir svissneska tímaritinu „Bulletin“ nr. 8 1921, sagt frá tilraunum, sem staðið hafa yfir í Sviss ár- um saman um það, að verka gras, smára og anriað grængresi með rafstraum, og segir svo: „. . Ný- slegið grasið er saxað í vél og lát- ið í stóra sái eða tóftir, sem gerð- ar eru úr holsteinum. Neðst í tóftinni er annað rafskautið, sem er ekki annað en plata í botnin- um, en hitt skautið er látið ofan á grasið, þegar tóftin er orðin full, eins og lok yfir hana. Skaut- in eru síðan tengd við lágspent- an straum með tilheyrandi straumrofum og mælitækjum. þegar straumurinn er settur á, lamast alt líf í grasinu og straum- urinn hitar grasið nægilega, svo allir gerlar drepast, og þegar straumurinn er tekinn af aftur, getur grasið geymst von úr viti með safa og næringu. Tilraunirnar hafa sýnt, að 130—200 kílówattstunda raforka fer til þess að verka 100 hesta (10 tn.) af grasi, með 5, 10 eða 15 kílówatta afli við 200—500 volta spennu. Útbúnaðurinn er mjög einfaldur og ódýr. þessi aðferð er mjög svipuð vot- heysgerðinni (sætheysgerðinni) hér á landi; aðalmunurinn er sá, að við votheysgerðina hjá okkur er nokkuð af næringarefnunum í grasinu notað til þess að hita og verka það, sem eftir er. Við það tapast allmikið af næringargildi grassins. Hér kemur raforkan í staðinn, þannig, að hey verkað með rafstraumi á ofangreindan hátt, hefir tvöfalt næringargildi á við þurkað hey. Heyið má verka á þennan hátt að nóttu til, þegar straumurinn er ekki notaður til annars hvort eð er, og er þá kostnaðurinn lítill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.