Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 2
108 T I M I N N r Samband Islenskra Samvinnufélaga hefir fyrirlig'g’jandi og útvegar kaupfélögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. G-arðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Yagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Strokka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin 1 samráði við Búnaðar- / félag Islands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Brot úr þingsögunni 1922. Nl. VIII. þegar krafa Spánverja kom, voru Lannlögin sterk að því leyti að mikill meiri hluti þjóðarinnar vildi hafa þau, en veik í framkvæmd, af því þingið hafði altaf skilið við þau með hættulegum ágöllum, og sérstaklega af þvi að nokkur hluti valdsmanna- stéttarinnar hafði „aktaskrift" á f ramkvæmdinni. Búast mátti við sterkri jnótstöðu í þinginu, gegn afnámi bannlaganna frá tveim hliðum. Fyrst frá hinum sitalandi þjóðfrelsis og fullveldishetj- um. Ef nokkur manndáð vár á bak við orð þeirra, hlaut þeim að fara líkt og þjóðræknum andbanningum í Noregi, sem staðið hafa gegn kúgun Spánverja af öllu afli. í öðru lagi voru templarar, sem sökum hugsjón- ar sinnar hlutu að berjast til þraut- ar gegn áfengisverslun í landinu. En báðir þessir þættir brugðust, eink- um þó fullveldishetjurnar. Undireins frá byrjun var auðséð að Reykjavík var öll á flótta, einkum þeir sem þykjast vera efnamenn. Reykjavík lifir á fiskveiðum, nú orð- ið sérstaklega togaraveiðum. Nálega hver embættis og sýslunarmaður eða verslunarmaður er á einhvern hátt fjárhagslega bundinn við togara. Margir togararnir eru keyptir tvö- földu éða þreföldu verði við það sem þeir kosta nú. Félögin eru sár- illa stæð, og það fólk, sem á hluti í þeim, telur sína jarðnesku farsæld sérstaklega bundna við hátt fiskverð. Sannfæring hversdagsmannanna er endurskin af hagsmunavonum þeirra. Svo fór hér. Rvík var þrung- in af flóttahugsunum í bannmálinu. þingmenn komu í bæ, sem hugsaði þannig. Og samkvæmt lögum eftir- iíkingar og innbiásturs hafði hugs- ún höfuðstaðarins stórkostleg áhrif. Eina undantekningin frá þessari reglu voru sjómennirnir. Ekkert heyrðist frá þeim um að þeir vildu láta undan Spánverjum. Sama var raunin í Noregi. Sjómennirnir héldu með banninu, og vildu ef á þyrfti að halda líða fyrir það. En þeir sem áttu útgerðartækin og versluðu með fiskinn, vildu láta undan. Öll með- ferð andbanninga og útgerðarsinna í þinginu var eftir þessu. Tjónið af tollstríði gert scm ægilegast og út- málaður þjóðarvoðinn. Ef Belgiu- menn hefðu reiknað eins nákvæm- lega tjónið af innrás þjóðverja 1914, liefðu þeir áreiðanlega fórnað heiðr- inum og sjálfstæðinu til að halda lífi og eignum. Vigurklerkur vildi alls ekki láta gera tilraun að semja, heidur fiýja strax. Annar sérstakur bannfrömuður hélt fund með skoð- anabræðrum sínum um að um að gera væri að allir létu undan. Eng- inn mætti skerast úr leik í þeim fé- lagsskap. Að tala um að bera málið undir þjóðina voru skoðuð sem land- ráð. Togarahlutabréfin störðu brostn- um Glámsaugum úr hverjum dyrum. Mitt í þessum almenna flótta gérði Sveinn í Firði siðustu tilraun að bjarga banninu, bæði með því að sanna hve einhliða og villandi væri öll málfærsla undanhaldsliðsins, og í öðru lagi með því að fresta endan- legum samningum um eitt ár. Ný mackaðsleit kynni að leiða í ljós einhver úrræði utan við Spán. þannig lauk málinu. Fyrsta bann- land heimsins lileypti yfir sig vín- flóðinu í fyrsta sinn þegar hugsjón- in krafðist einhverrar fórnar. Ef til vill verður áfenginu útrýmt hér síð- ar. En það verður tæplega fyrir að- gerðir borgaranna sjálfra. það getur ekki orðið nema fyrir afrek annara þjóða, sem halda hugsjón hærra en augnablikshagnaði. Flótti af því tæi sem hér er um að ræða, undirbýr sjaldan sigur. Útrýming áfengiseit- ursins á íslandi hefir strandað á miðri leið, fyrir sérkennilegar eyður í skapgerð þjóðarinnar. Af því stafa í fyrsta lagi gallar sjálfra bannlag- anna. þarnæst framkvæmd laganna. í þriðja lagi hin skilyrðislausa krafa „togara-hlutabréfanna" um að and- lcgt og siðferðislegt verðmæti sé met- ið miklu minna en þurkaður salt- fiskur. J. J. ——o------- Kolviðaihóll. [Framan við greinarkorn frá bónda í Flóanum, um nauðsyn aukinna húsakynna á Kolviðarhóli, vill Tím- inn bæta fáum orðum. Sigui’ður gest- gjafi á Kolviðarhóli er sannnefndur ])jargvættur ferðamanna, sem leið eiga yfir Hellisheiði. Gistihús hans er vafalaust best í sinni röð allra slikra staða hér á landi. Tekið er á móti mönnum jafnt á nótt sem degi, veitt ur hinn besti beini, og allur greiði seldur svo ódýrt, við það sem gerist víðast annarsstaðar á opinberuin matsölustöðum, að ferðamenn eru jafnhissa á því, og hve vel er til þeirra gert. Er það brýn skylda hins opinbera að hjálpa til að auka nauð- synlegar byggingar á Kolviðarhól, eftir því sem þörfin krefur.] gx Bændur hér austanfjalls verða vor og haust að fara lestaferðir vestur yfir heiði til Reykjavíkur. Leiðin liggur þá um. Kolviðarhól. Er þá mikill bagi að því, hve hús- rúm er lítið bæði fyrir menn og hesta. Gestrisni, hjálpsemi og lip- urð Sigurðar og konu hans bæta úr þessum annmörkum eftir því sem unt er. En á haustin er stund- um svo yfirfult af hestum, að engin ráð eru að koma þeim öll- um undir þak. Mér er óhætt að fullyrða, að margar nætur á liðnu hausti stóðu ferðamannahestar, svo að tugum skifti, svangir og skjálfandi úti á löngum kuldanótt- um, eftir svita og erfiði langrar leiðar, því að hesthúsin rúmuðu ekki helming hestanna. peir hest- ar, sem hægt var að troða undir þak, stóðu klemdir saman, án þess að geta hreyft sig. Ómögulegt að gefa þeim hey í slík þrenksli. Á Kolviðarhól þarf að byggja hest- hús sem rúmar alt að 50 hestum, þar sem gefa má 3—4 saman út af fyrir sig. Margri fjárhæð af opinberu fé hefir verið varið til þess, sem síður skyldi, en að líkna þannig hestum ferðamanna. Er þetta bending til þingsins og stjórnarinnar. Árnesingur. Úr Vestur-Skaftafellssýslu. Fyrir rúmum mánuði birtist kyn- legur greinarstúfur hér úr sýslunni. Menn vita nú að höf. er alkunnur labbakútur, sem leggur öfund og óvild á Lárus í Klaustri, fyrir þau mörgu framfaraverk, sem L. H. hefir hrund- ið áleiðis. M. a. segir höf. að heyrst lia.fi liér i sýslu, „áð kaupfélagsmenn með kosningu L. H. til alþingis liafi ætlað sér áð losna við afskifti lians í kaupfélaginú, því að vitanlegt er, að margir eru mjög' svo óánægðir með stjórn lians á þessum félagsskap á siðustu árum“. Álíka gáfuleg álykt- un eins og ef sagt væri, að einhver prestur hefði orðið prófastur fyrir að gegna sínu fyrra embætti illa, eða sýslumaður gerður hæstaréttardómari af því að sýslumannsverk hans hefðu verið i lnapalegu ólagi. Osannindi öfundarmannsins koma best fram í þessari skýringu, að Skaftfellingar þakki vanrækslu í einu trúnaðarstarfi með þvi að bæta öðru ábyrgðarstkrf- inu á lierðar sama manns. í öðru lagi var L. H. kosinn í einu Iiljóði fofmaður félagsins á aðalfundi, sem haldinn var þegar Lárus kom heim af þingi nú í vor. Finst sann- leiksvitninu ekki þetta skritið, ef til- gangurinn var að losna við liann úr félagsstjórninni? í þriðja lagi telur höf. undarlegt, að kaupfélag Skaft- fellinga skyldi bjóða fram annan frambjóðanda en Eyjólf Guðmunds- son, sem þá var í stjórn þess? Auð- vitað bauð kaupfélagið engan mann fram. En helstu samvinnumenn sýsl- unnar skoruðu á Lárus að vera í kjöri. Síðan var alllengi vafi á hvort boðinn yrði fram á móti smákaup- maður i Vik eða Eyjólfur. Stóðu kaup- menn í Vík og Reylcjavík að því ráða- bruggi. Endilega þurfti að vekja upp einhvern draug móti L. H. Á aðal- fundi Kaupfél. Skaftfellinga i vor ' sást hve hinn „fróði“ og „ötuli" E. G. reyndist tryggur samvinnunni. Fyrst reyndi hann að fleyga lög, sem hann hafði verið einn með að semja. þegar það tókst ekki, stökk hann úr félaginu og tveir eða þrír af hans föllnu englum líka. Greinarhöf. hrós- ar E. um dugnað í héraðsmálum.Má í því sambandi benda á stjórn hans i bún aðarfélagi Dyrhólahrepps, og naut- griparæktarfélagi sörnu sveitar. Enn- fremur að hann stofnaði í fyrra fóð- urbirgðafélag, sem sagt er að hafi sálast í vor eftir eins árs aðgerða- lausa tilveru. Yfirleitt munu kaupfé- lagsmenn hér í sýslu fúsastir til að vorkenna Eyjólfi þá slysni að láta kaupmenn etja sér franr móti L. II. aðeins til að hafa af þeim málum skaða og óvirðingu. En því meir sem kaupmannaliðið og Mbl. leggja stund á að sverta Lárus í Klaustri, því bet- ur mun koma í ljós hver maður liann er og hefir verið fyrir hérað sitt. Skaftfellingur. Úr Suður-Úingey.jarsýslu 7. júlí. Fram að síðustu mánaðamótum kuldatið og frámunalegt gróðurleysi. Ilríð að morgni 29. f. mán. svo sum- staðar varð alhvítt ofan í bygð. Tvö leiðarþing hefir þingmaður okkar, hr. Ing. Bjarnason, haldið með kjós- endum sínum hér í kjördæminu, liið fyrra í Skógum í Fnjóskadal, fyrir innsýsluna, hið síðara að Breiðumýri fyrir austurhlutb. sýslunnar. Auk þing mannsins voru þeir staddir að Breiðu- mýri þingmennirnir Sigurður Jónsson frá Ystafelli og Sigurjón Friðjónsson á Laugum. Skiftu þeir með sér verkum og sögðu þingfréttir. Komu fram ýms- ar fyrirspurnir til þingmanna, er þeir svöruðu. Ennfremur urðu alllangar og ítarlegai' umræður um meðferð og af- drif viðskiftamálanna í þinginu.Einn- ig varð tilrætt um Spánarmálið og dýrtíðaruppbætur embættismanna. — En ekki er örgrant um, að sumir ræðumenn áteldu framsóknarflokkinn í þinginu fyrir linlega framkomu gagnvart viðskiftamálunum. En vitan- lega var það ekkl sanngjarnt, þareð flokkurinn varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum sundurleitu flokksbrotum þingsins er gátu sameinað sig til andstöðu gagnvart flokknum í þeim málum sem öðrum fleiri, enda upp- lýstu þingmenn þetta á fundinum. — llragferju var lileypt af stokkunum við Skjálfandafljót 1. þ. m. Er hún smíðuð af hinum nafnkunnu Ilellu- landsfeðgum í Skagafirði, Sigurði lireppsstjóra Ólafssyni og Ólafi syni Komandí ár. Upphaf samvinnunnar (frh.). Framþróunin gengur stundum eftir undarlegum krókavegum. Owen eyddi síðasta þriðjungi æfi sinnar, og mestöllu fé sínu til að vinna fyrir samvinnuríkið. En sú vinna bar lítinn árangur beinlínis og ólieinlinis, nema að sýna skipbrot mikilmennis, sem er langt á undan sam- tíð sinni. En neisti lífsstarfs lians fólst í einni smá- framkvæmd í New Lanark, sem Owen hefir tæplega mun- að cftir á efri árum sínum. það var búðin, þar sem hann léta selja allar vörur með kostnaðar- eða sannvirði. Sú framkvæmd varð að fordæmi þegar í stað. Fátækir menn í borgum Bretlnds gripu þá hugmynd á lofti. Ilvert kaup- félagið reis upp af öðru. Um eitt skeið, kringum 1830, er talið að þau hafi verið orðin um 700. En svo kom aftur- kippur. Félögin áttu enga sjóði. þegar vel gekk, voru allir ánægðir. Ef illa gekk, gengu menn úr félögunum. pessi fyrstu kaupfélög, sem seldu með kostnaðarverði, voru einskonar góugróður, of bráðþroska fyrir vornæð- ingana. Um 1840 voru þau flest úr sögunni, og engin trú á þeim lengur. En litlu síðar fundu blásnauðir iðnað- armenn i Rochdale, skamt frá Manchester, hvaða smá- lireytingu þurfti að gera á hinum fyrstu kaupfélögum, til að gera þeim lífvænt. þeir fundu upp „tekjuafganginn", þ. e. að leggja svipað verð á og kaupmenn, en skila svo félagsmönnum hinu ofborgaða fé um áramót, í hlutfalli við gerð kaup. Lítið eitt af tekjuafgangnum (2x/i%) lögðu þeir í menningarsjóð, til fræðslu og bókakaupa. Nokkuð lögðu þeir til sjóða, til að tryggja framtíð félagsins. þetta félag lifir enn, stórt og voldugt. Á glæsilegar hús- eignir, bókasafn, lestrarsali og mikla sjóði. það hefir orðið fyrirmynd ótölulegra félaga úti um allan heim. Um lielmingur allra íslendinga munu vera í félögum, sem eru eítirlíking. Boctidalefélagsins. En ekki nema litilfjörleg eftirlíking af því sem Rochdalefrumherjarnir vildu vinna, því að fyrir þeim vakti hinn sami draumur, og lokkað hafði hug Owens. þeir vildu ineð frjálsum samtökum mynda samvinnuríki innan vébanda þjóðfélagsins. þeir kæi'ðu sig ekki um alla. Til þeirra áttu ekki aðrir að koma en þeir, sem trúðu á mátt samvinnunnar. Samkepnismenn annarsveg- ar og þeir, sem vildu gera atvinnutækin að ríkiseign hins- vegar, áttu ekki samleið með samvinnumönnum. Rocli- dalefrumherjarnir vildu með frjálsum samtökum skapa sér dálitla fyrirmyndarbygð, cins og New Lanark liafði verið. þeir ætluðu að eiga í félagi verslun, síma, hús, iðnaöarfyrirtæki, bókasöfn, skóla o. s. írv. Svo stórhuga voru þessir blásnauðu brautryðjendur, að alt, sem miljón- ir manna í mörgum löndum hafa gert á áratugum að samvinnuframkvæmídum, er ekki nema brot af dagskrá þeirra. Frá Rochdale breiddist samvinna í verslun um alt England, og siðan til því nær allra siðaðra landa. Tutt- ugu árum eftir að hafist var handa í Ilochdale, stofn- uðu ensku kaupfélögin sina eigin lieildsölu í Mancliester. Ilún óx og dafnaði ár frá ári, og er nú eitt hið stærsta verslunarfyrirtæki í Bretaveldi. í fyrstu keypti heildsal- an vörur sameiginlega fyrir félögin, og endurgreiddi eða lagði í sjóði fyrir hvert félag tekjuafgang þess um hver áramót. En smátt og smátt færðu félögin sig upp á skaftið, og hófust lianda með margskonar iðnað, sigl- ingar og jarðrækt. Mjög sjaldan eiga einstölc félög þessi íyrirtæki, lieldur eru þau rekin undir nafni og stjórn allra félaganna, þ. e. heildsölunnar. í fyrra liafði enska heildsalan um 40 þúsund starfsmenn við liin margvis- legu fyrirtæki: við verslun, banka, fjölmargar og marg- breyttar verksmiðjur, teekrur suður á Ceylon o. s. frv. Tilgangurinn er að gera neytendum sem allra auðveldast að fá ódýrar og góðar vörur, og bæta þannig lífskjör þeirra. En ofar þessu marki er hugsjón frumherjanna, að mynda samvinnuríkið með frjálsum samtökum. Skotar eiga í Glasgow öfluga heildsölu fyrir sín félög, og fjölmargar verksmiðjur. Á íslandi liafa bænd- urnir gengið í fararbroddi í þessuma efnum,- með kaup- iélög, smjörbú, sláturfélög o. s. frv. Telja kunnugir menn, að samvinnan hafi lyft íslendingum meir en nokkur önnur einstök hreyfing, hinn síðasta mannsaldur. í þýskalandi mynduðust fyrst fullkomnir samvinnubankar, lánsfélög og bankar sniðnir eftir þörf- um þeirra, sem þurfa stutt lán til iðnaðar, eða verslun- ar. þá myndaðist og um aldamótin síðustu liin mikla heildsala i Hamborg, sem á margar verksmiðjur og fram- leiðslufyrirtæki. í mörgum hinum minni ríkjum: Dan- mörku, Noregi, Sviþjóð, Finnlandi, Austurríki og Ung- verjalandi og Sviss, er samvinnuverslun svo að segja í hverri bygð og bæ um löndin öll. því nær öll verslun Rússlands innanlands er í höndum samvinnufélaga. Á Ítalíu norðan Rómaborgar eru samvinnufélög og sam- vinnubankar mjög öflug. En merkast af slikum fyrir- tækjum er þó samvinnubúskapúr Itala, sem ekki á sinn lika í neinu öðru landi. Verður síðar vikið að þessari hreyfingu. í Ameríku er samvinnan enn í bernsku. Er það eðlilegt, því að þar í landi er samkepnisstefnan sterkust bæði í orði og verki. Á síðustu árum hafa bæði Bandaríkja og Kanadamenn byrjað að sjá hve miklu samvinnan má orka. Yfirleitt má segja að fáar alheims- hreyfingar lia.fi vaxið jafnört og breiðst út á skömmum tíma til jafnmargra landa eins og samvinnustefnan. Sýn- ist margt ólíklegra nú en það, að draumur Owens og Rochdalevefaranna, lærisveina lians, kunni að rætast í fyllingu tímans. -----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.