Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.08.1922, Blaðsíða 4
110 T 1 M I N N þá hjá „prívatfirma". Hvað sá mað- ur hét, sem þar var á ferðinni, fylgdi ekki sögunni. En hóf þarf að vera á þeirri tegund seðlaútgáfu hjá hverri stjóm. í fyrri grein sinni játaði höf. óaf- vitandi að lífskjör hafi áhrif á skoð- anir flestra hversdagsmanna. Sést það á höf. Honum er illa við sam- vinnumenn. Honum er illa við lands- verslun. Og hann lætur þessa gremju í ljósi með klúrum illyrðum og .dylgjum, eins og er háttur geð- mikilla en mentunarlítilla manna. Af hverju kemur þetta, nema að hann lætur hagsmunahvötina hafa áhrif á skoðanir sinar. Andlegt lífs þesskon- ar manna er endurskin af þeim peningum, sem þeir eiga, eða hafa handa á milli, að láni. Hefir G. G. þannig sannað lýsingu mína í „Kom- andi árum“ bæði beinlínis 1 fyrri grein sinni, og óbeinlínis með skoð- unum þeim, er koma fram í verslun- argreinum hans. G. G. þykist vera dómhæfur um landsverslun. Eftir því álítur hann að dómarar megi vera hlutdrægir, og er það ný kenning. Hitt mun flest- um kunnugt, að kaupmannastéttin (með sárfáum undantekningum) hef- ir frá byrjun felt hlutdræga og rang- láta dóma um landsverslunina. þar sem allir óhlutdrægir menn viður- kenna nú, að landsverslunin hafi á stríðsárunum bjargað miklum hluta Islendinga frá örbyrgð og hungurs- neyð, þá hafa milliliðirnir, og þar ekki síst G. G., jafnan litið á þetta bjargráðafyrirtæki frá bæjardyrum kaupmanna. Er sú saga alt of vel kunn. G. G. kemst í vandræði vegna útvegsmanna, sem selja sjálfir vöru sina, og kaupa inn sjálfir. Ef engir mættu versla nema kaupmenn, eins og G. G., þá eru þessir menn (t. d. Kveldúlfur) ekki í sínum rétti. þeir eru þá jafnbrotlegir við Garðars út- völdu milliliðahjörð, eins og sam- vinnumennirnir. í aðra röndina finn- * ur G. G. þetta, en mun þó vilja fyrir gefa þeim af því að kaupmenn eiga líka í útgerðinni, t. -d. i öllum tog- urunum sem betluðu um ábyrgð landssjóðs. • Garðari er sérstaklega illa við Sam- bandið. Finst jafnvel að kaupfélögin hefðu mátt standa, ef þau hefðu að- eins skift við heildsalana. Garðar má muiva sinn fífil fagran, því áður en Sambandið tók að sér innkaup og sölu fyrir deildir sínar, skiftu mörg félögin við hann. Og hvergi heyrist þess getið, að þau sakni nú kjöt- katlanna í Egyftalandi. í hverju ein- asta siðuðu landi, þar sem kaupfélög starf til muna, koma félögin sér upp heildsölu. það þykir jafn sjálfsagt og að setja þak á hús, þar sem veggir eru fullgerðir. Að Garðari og fleiri - íslenskum kaupmönnum finst sjálf- sagt að félögin hafi hér enga sam- vinnulieildsölu, sýnir annaðhvort' fá- fræði á háu stigi, þ. e. algerðan ókunnugleika á samvinnufélögum er- lendis, eða þá að þessir menn eru svo blindaðir af umhyggju fyrir per- sónulegu gróðastarfi sinu, að þeir geta ekki þolað að samvinnustefn- an nái hér eðlilegum þroska, ef ein- liver þeirra missir við það spón úr aski sínum. Frh. J. J. ----o---- Kaupmenn og samvinnufræðslan. Kaupmönnum er nauðsynlegt að hafa Verslunarskólann til að hafa úr nógu mörgu og nógu ódýru starfs- afli að moða. En þeir vilja helst ekki kosta skólann sjálfir. Tíma því ekki og vilja koma kostnaðinum á land- ið. En fyrir landið er þarflaust að fjölga kaupmönnum og búðarfólki. Sú stétt er nú þegar alt of stór. Frá sjónarmiði þjóðarbúsins er þessvegna hugsunarrangt að styrkja af landsfé skóla, sem fjölgar búðum og milli- liðum. En kaupmönnum er e'kki nóg að koma sínum skóla á landið. þeir vilja líka eyðileggja Samvinnuskólann. Er grein nýverið í Morgunbaðinu um það efni og að skólarnir séu næsta líkir. í Tímariti ísl. samvinnufélaga er nú að birtast ræða um þetta efni, sem haldin var á Sambandsfundi i vor. Er þar sannað að Samvinnuskól- inn er afar ólíkur kaupmannaskólan- um. Tilgangur Verslunarskólans er að fjölga sem mest búðum og kaup- mönnum, hvað sem líður hagsmmn- um þjóðarinnar. Tilgangur Samvinnu- skólans er að fækka sem mest þeim sem að verslun vinna. Starfsmanna- hald kaupfélaganna er miðað við þarfir félagsmanna. Með því móti er ungt og hraust fólk ekki dregið frá sjálfri framleiðslunni. Tilgangur kaupmannskólans er að gera menn duglega til að græða fyrir sjálfa sig, á kostnað almennings.Tilgangur Sam- vinnuskólans er að menta sem flesta menn til að kunna að starfa saman til sameiginlegra liagsmuna, án þess að nota sér neyð annara. Til að gera þetta enn ljósara skal rifja upp muninn á skólunum. í Verslunarskólanum er ekki kend nein félagsfræði, engin samvinnu- saga, og næstum engin hagfræði, bor- ið saman við Samvinnuskólann. þriðjungur kenslunnar í Samvinnu- skólanum er þannig alveg frábrugð- inn kenslu liins skólans. í Verslunarskólanum er engin áframhaldskensla i þessum greinum, eins og í Sainvinnuskólanum. í Verslunarskólanum er engin kensla hliðstæð við eins vetrar deild Samvinnuskólans, þar sem karlar og konur geta fengið kenslu svipaða og veitt er í kvennaskólum og gagn- fræðaskólum, að viðbættri mikilli kenslu i íslenskum bókmentum forir- um og nýjum, listasögu og sam- vinnufræðum. í VerslunarSkólanum er engin kensla hliðstæð tveim kvöldskóla- deildum Samvinnuskólans, þar sem fólk búsett í Reykjavík, eða aðkom- ið, sem vinnur fyrir sér yfir vetur- inn, getur fengið kenslu í tungu- málum, reikningi, hagfræði, sam- vinnusögu og islenskri bókmenta- fræði. Hvað finst kaupmönnum um mun á skólunum og nytsemi? ** ----o---- Eltírmælí. Á síðastliðnu ári urðu þau heiðurshjónin Tryggvi Pálsson bóndi að Kirkjubóli í Skutulsfirði og kona hans Kristjana Jónsdótt- ir fyrir þeirri miklu sorg að missa tvo unga, mjög mannvænlega syni sína: Sigurð Pál og Guðmund. Sigurður varð aðeins 17 ára gamall. En þótt aldur hans yrði ekki hár, duldist það engum er þennan unga mann þektu, að hann átti hvorttveggja: mikla hæfileika og gott hjarta. Haustið 1920 gekk hann í unglingaskólann á ísafirði og ávann sér þar traust kennara sinna, enda töldu þeir hann allir í hóp bestu nemend- anna og hinn mannvænlegasta. En eftir skamma stund var sætið hans autt. Hann dó um vorið, 20. júní. Banameinið var tæring. Guðmundur var 2 árum eldri, 19 ára gamall. Var hann einnig að búa sig undir lífið, hafði ver- ið 2 vetur að heiman við nám í bændaskólanum á Hvanneyri. Tók hann fullnaðarpróf þaðan síðast- liðið vor með ágætiseinkunn. Fékk hann einnig besta orð kenn- ara sinna, er fanst mikið til um ástundun hans, siðprýði og gáfur. Skömmu eftir prófið varð hann að fara á Iieilsuhælið að Vífils- stöðum og dó þar, einnig úr tær- ingu, 27. sept. síðastl. Allir sem þektu þessa menn væntu sér mikils af þeim, eins og af öllum börnum þessara hjóna. þeir kostir prýddu þá báða, sem einkum eru skilyrði þess, að menn verði nýtir menn og góðir synir þjóðar sinnar. Drenglyndi, dugnaður og hæfileikar. það er því sárt saknað við lát þeirra bræðra en að Kirkjubóli. það er söknuður með öllum sem þektu þá. Og við gröf svo ungra sona á þjóðin öll saknaðarefni. S. „Spunavélin mín“. Svo heitir grein sem birtist í 17. tbl. Timans þ. á., eftir hr. Albert Jónsson frá Stóruvöllum. Af því að mér finst að Albert væni Bárð Sig- urðsson um að hann hafi byrjað að smíða spunavélar i óleyfi, vil eg biðja Tímann fyrir eftirfarandi línur. Albert segir sem sé að Bárður hafi gleymt að geta þess að liann (Al- bert) sé höfundur aðaluppgötvunar- innar í vélurn þessum. Mun það og vera rétt að Albert hafi fyrstur manna smíðað spunavélar hér á landi. En hann hefir ekki uppgötvað neitt nýtt, því að hann smíðaði vél- ar sínar nákvæmiega eftir skoskri spunavél sem Magnús heitinn þórar- insson á Halldórsstöðum í Laxárdal átti. Munurinn var aðeins sá, að vél Magnúsar var stærri, spann 60 þræði, en vél Aiberts 15 þræði. Eg veit ekki hver hefir átt hugmyndina að smiða vélarnar minni, en um líkt leyti og Albert smiðaði þessar umgetnu vélar, lét Magnús heitinn smiða tvær 15 þráða vélar. En þó að Albert hafi fyr dottið í hug að smíða þær minni, þá gat einkaleyfi ekki komið til mála þar eð hann smiðaði eftir annari vél. það er ekki aðalatriðið i þessu spunavélamáli, hver smiðað hefir fyrstu vélina, lieldur hitt að þær út- breiðist sem fyrst og verði sem flest- um að góðum notum. Eg sé . ekki að Albert geti með neinni sanngirni haldið þvi fram að hann hafi meiri rétt tii að smíða þessar spunavélar en hver annar. Ekki mun hann hafa keypt réttinn til að smíða eftir vél Magnúsar, og hættur var hann að smíðá vélarnar fyrir rúmum 20 árum. En nú auglýs- ir hann að liann smíði spunavélar ásamt hesputré og tvinningaráhaldi. Veit hann þó vel að Bárður hefir fundið upp tvinningaráhaldið og er það ekki smíðað eftir neinu öðru. Ilefir Albert gleymt að geta þess. það gerir heldur ekkert til. Hann má smíða svo mörg tvinningaráhöld sem hann vill. það var aldrei til- gangur Bárðar að biðja um einka- leyfi að þvi, heldur það að gera vél- ina fullkomnari, svo að hún yrði að sem mestu gagni. Eg hefi tekið svari Bárðar af því að mér er málið nokkuð skylt, þar sem liann er bróðir minn, og eg hefi smiðað jafnmargar spunavélar á einu á'ri og Albert á 12. Annars voru fyrstu 10 vélarnar sem Bárður smíð- aði gerðar að tilhlutun Heimilisiðnað- árfélags Norðurlahds og á það þakkir skilið hjá íslensku þjóðinni fyrir að hrinda því þarfa máli i framkvæmd. Hafa nú á tveim árum verið smíðaðar rúmar 30 vélar. Akureyri. Kr. S. Sigurðsson. -----O----- Þrjú húsmál. Austur-Húnvetningar hafa lengi tal- ið sig setta hjá í lieilbrigðismálum. Til að tryggja sér góðan lækni, Kristján Arinbjarnarson, hafa sýslu- búar meö frjálsum samtökum keypt hús fráfarandi læknis, og tilheyrandi land, fyrir 37 þús. krónur. Alt lækn- ishéraðið stendur óskift um þessa framkvæmd, þótt deilt sé um ýmis- legt annað. Vonandi verður lands- stjórnin við ósk sýslubúa, er þeir sýna svo ákveðinn fórnarvilja. Áttatíu þúsund krónur úr lands- sjóði eru á góðum vegi með að hverfa til einkis i húskofa hjá Eyrarbaklca. Nokkrir menn á Eyrarbakka og Stokkseyri réðust í að byggja spítala 4—5 sinnum stærri en þörf er á fyrir sýsluna. Kostnaður orðinn um 120 þús. að gera húsið fokhelt. Skuld fyrirtækisins 80 þús. kr. Eru nú þeir, sem að fyrirtækinu standa, að reyna að koma þessum 80 þús. á landið. Kunnugir telja að þurfa muni 100— 120 þús. enn til að fullgera húsið. Og svo ■ er ekkert með það að gera sem sjúkrahús á þessum stað. Rangár- vallasýsla hefir sjúkrahús með 6—8 rúmum, sem fullnægir henni. Sýslu- nefnd Árnesinga hefir hingað til stað- ið móti þessu fargani. Vonandi setur hún metnað sinn hærra en svo að hún flæki sig i þessu vandræða- fyrirtæki. Landið heíir nú alt að því 20 skrif- stofur hér og þar um Reylcjavík, og eyðast drjúgir peningar í alla þá húsa leigu. T. d. má nefna að landinu var nýlega boðin til leigu búð og geymsla fyrir Spánarvínið, fyrir 18,000 kr. árs- gjald. í stað þess lætur stjórnin gera skrifstofu og geymslu fyrir vínið í vörugeymsluhúsi landsins, Nýborg, sem Sig. Jónsson lét reisa í sinni ráðherratíð. Er það um 80 álnir að lengd og 20 á breidd, vel vandað. Nú er stungið upp á að gera þetta hús að skrifstofum fyrir landið, og flytja þangað allar þær skrifstofur, sem landið þarf að reka, og ekki komast fyrir í stjórnarráðinu. Kunnugir full- yrða að með þessu mætti spara land- inu marga tugi þúsunda árlega, bæði beint og óbeint. J. J. -----0----- Upplýsingaskrifstofa stúdentaráðs- ins veitir öllum námsmönnum, hvar sem er á landinu allar nauðsynlegar upplýsingar um skólavistir, bæði inn- anlands og utan, um utanfarir, kostn- að af skólagöngu o. s. frv. Upplýsing- arnar eru allar veittar ókeypis. Ættu námsmenn að nota sér*svo gott boð. Skrifstofan er opin tvisvar í viku og er í Mensa Academica í Lækjargötu. Látin er 7. þ. m. á Hólmavík við Steingrímsfjörð frú Sigurbjörg Bene- diktsdóttir kona Sigurjóns Sigurðs- sonar kauplelagsstjóra. Eiga þau hjónin 3 börn, öll á lífi. Sigurbjörg heitin var rúmlega þrítug, greind kona og prýðilega látin og er að henni mikil eftirsjá fyrir héraðið og ástvini hennar. Brjóstveiki varð henni að bana og bar hún þann langvinna sjúkdóm með sérstakri hugprýði og stillingu. Útlagaljóð. Axel Thorsteinsson send- ir heim frá Vesturheimi lítið ljóða- safn með þessu nafni. Verulega mikil tilþrif eru ekki í þessu ljóðasafni, vantar Axel lipurð og léttleik, en hann er ungur. En þetta ljóðakver er þó mjög kærkominn gestur. því að það eru liðin mjög mörg ár síðan út hafa komið ljóð, sem látið hafa í Ijós jafn fölskvalausa og heita ást til íslands og jafn viðkvæma heimþrá. Nafnið á við, í allra bestu merkingu. þessar tvær stökur eru aðeins lítið sýnishorn: Eins og rifin upp með rótum reynitré íslendinga erlendis jeg alla sé. þú er vegleg Vínlandssól vildi eg þér ei gleyma. En fslendingar eiga’ ei jól annarsstaðar en lieima. Bækur Axels, bæði tímaritið Rökkur og þessi ljóð, fást í bókaverslun Ár- sæls Árnasonar. Kjöttollurinn. Norski konsúll- inn hér í bænum hefir sent blöð- unum eftirfarandi tilkynningu: „Frumvarpið um hækkun á kjöt- tollinum er ekki borið fram af norsku stjórninni. pað kom frá meiri hluta tollmálanefndarinnar í Stórþinginu og ástæðan til þess að það kom fram, var sterk krafa frá fylgismönnum landbúnaðar- ins um meiri tollvernd á ýmsum landbúnaðarafurðum. Frumvarp þetta og hækkun sú á eggjatoll- inum, sem samþykt var um leið, mun að því er virðist vera talin sem nokkurskonar uppbót fyrir tollhækkanir þær á fáeinum iðn- vörum, sem lagt var til að tollur yrði hækkaður á“. Er það, eins cg gengur, að fleiri hvatir en ein liggja til athafna manna. Eitt dagblaðanna finnur að því að landbúnaðarráðherra skuli fara .utan til þess að leitast við að vinna það á við Norðmenn að kjöttollurinn falli niður. Mætti blaðið þó vita, að annar aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar á afar- mikið undir því að slíkir samn- ingar geti tekist. Munu því marg- Til barnakennara. í október n. k. kemur, að öllu forfallalausu, út kenslubók í dýra- fræði með myndum, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Kennarar sem kynnu að vilja nota bókina nú í vetur, eru beðnir að tilkynna Ársæli Árnasyni bóksala hve mik- ið þeir halda að senda þurfi í þeirra hérað. Prestakragar eru saumaðir og stífaðir á Smiðjustíg 5. Takið eftir. Nýkomið: Munnhörpur á 1 krónu og einf. harmonikur á 34 kr., tvöfaldar á 60 kr. Hljóðfærahús Reykjavikur. ir segja að þetta hafi verið grá- lega mælt. Enda getur hið sama blað þess næsta dag að mjög væri æskilegt ef ráðherrann gæti um leið í utanförinni, orkað því, sem áður hefir verið rætt hér í blaðinu, að íslensku skjölin í Kaupmannahöfn yrðu flutt heim. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari dvaldist hér í bænum um hríð og fór norður með Botníu um síðustu helgi. Á að gera ýmsar bráðnauðsynlegar umbætur á skólahúsinu fyrir haustið, mála innan, koma fyrir miðstöðvarhit- un og raflýsa.* Mikill síldax-afli hefir verið nyrðra undanfai’ið. pýsk söngkona hefir dvalist í bænum undanfarið og haldið söngskemtun. Kort Kortsen heimspekingur frá Kaupmannahöfn er hér á ferð til að kynnast hér og rita um menn og málefni fyrir Kaup- mannahafnarblaðið Nationaltid- ende. Flutti hann ei’indi um spiritismann. Markaðsleit. Stjórnarráðið hefir falið Pétri Ólafssyni útgerðar- manni að leitast fyrir um fisk- markað erlendis samkvæmt fjár- veitingu alþingis. Mun för hans einkum heitið til Vesturheims. / s Sti-and. Tvö norsk skip strönd- uðu við Langanes í fyrradag.Menn björguðust, en búist við að skip- unum verði ekki bjargað. -----o---- Orðabálkur. ábót (-ar, vantar flt. ?), kvk., viðbætir: „Vill sýslumaðurinn ábót?“ V.-Skaft. ábúðarlegur, 1., þykkur í lofti og úrkomulegux*. Hrútf. Isfj.djúp. ágos (-s, vantar flt. ?), kl., það að hleypur á e-n, hann fær niður- gang. Árness. áhlaup (-s, vantar flt. ?), kl., = ágos. Árness. ákast (-s, -köst), kl., það að kasta e-u (t. ,d. sjóvetlingi) á fiskihlut, til þess að ákveða hverj- um beri þessi og þessi hlutur: gera ákast. Súgf. ár: veia svo og svo á ár koni- inn, vei’a fæddur á þessum og þessum tíma árs: þú ert fyr á ár kominn. Hvar? ár: vera svo og svo í ár kom- inn = vera svo og svo á ár kom- inn. Vestf. ----o----- Ritstjóri: Txyggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.