Tíminn - 02.09.1922, Síða 1

Tíminn - 02.09.1922, Síða 1
(Sjaíbfcri oo, afijreií'sluma&ur Cimaus cr Sigur«jeir § r i & r i f s f o n, Samban&sbúsiuu, HeYfjamf. J2^fgrciböía tE í m a ti s er í Sambau&sbúsinu. ©piit &a(jleg,a 9— (2 f. b Stmi 496- VI. ár. Iteykjayík 2. september 1922 36. blað $>ear? ELEPHANT CIGARETTES £júffengar og kaldar að reyfeja Smdsöluverð 50 aur, pfe, cTást alstaðar, THOMAS BEAR & SONS, LTD„ LONDON. 1 ♦ ♦ * * ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Gátur. i. Morgunblaðinu hefir undanfarið orðið tíðrætt um „verslunarfrelsi“, „einokun“ o. s. frv. Lætur blað- ið svo, sem frjáls verslun sé að engu gerð og bregður Tímanum um svik við hina frjálsu verslun- arstefnu samvinnumanna. pað er einkasala ríkisins á spönsku vínunum, tóbaki og stein- olíu, seih yeldur þessum ummæl- um blaðsins. Hvaðan eru þau komin þessi einkasölulög ? Lögin um einkasölu á vínum flutti Jón Magnússon fyrir al- þingi. þar var ekki gert ráð fyrir jafnmiklum víninnflutningi og nú. En það var líka Jón Magnússon sem flutti frumvarp um hinn aukna víninnflutning. Lögin um tóbakseinkasöluna flutti stjórn Jóns Magnússonar og börðust þeir báðir fyrir einkasöl- unni: Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson. Málið stóð afar- tæpt við síðustu umræðu í neðri deild.. Sóttu þeir félagar, Jón og Ma»gnús, _ tóbakseinkasöluna svo fast að þeir fengu einn ákveðinn flokksmann sinn, Einar þorgils- son kaupmamx úr Hafnarfirði, til að greiða atkvæði með málinu við úrslitaatkvæðagreiðsluna, en hann hafði þó áður bæði talað móti mál- inu og greitt atkvæði móti því. Lögin um einkasöluna á stein- olíu eru líka borin fram af stjórn Jóns Magnússonar. Og Magnús Guðmundsson var framsögumaður nefndarinnar í neðri deild, sem einhuga fylgdi frumvarpinu. Öll þessi einkasölufrumvörp eru því skilgetin afkvæmi Jóns Magnússonar. Stóryrði Morgunblaðsins urn „einokun“, glatað verslunai-frelsi o. s. frv. hljóta því aðallega að skella á Jóni Magnússyni. það eni afleiðingarnar af lagasetning Jóns Magnússonar, sem Morgunblaðið álítur svo skelfilegar. II. Morgunblaðið segir í annan stað að landkjörið hafi staðið um frjálsa verslun, um afstöðu kjós- endanna til þessarar „einokunar- stefnu“, sem svo mjög sé farið að bera á. Morgunblaðið telur að atkvæði D-listans hafi alveg sérstaklega verið greidd á móti þessari „ein- okunarstefnu“. Enda sé það aðal- hlutverk blaðsins að berjast gegn henni. En efstur á listanum var Jón Magnússon. Eini nlaðurinn sem listinn kom að, var Jón Magnús- son. Hinn sami Jón Magnússon sem bar fram öll þessi einkasölu- frumvörp sem Morgunblaðið berst svo ákaft á móti. Afstaða Jóns Magnússonar og Morgunblaðsins er þá þessi: Jón Magnússon ber fram og fær samþykt margnefnd einka- sölufrumvörp meðan hann var for- sætisráðherra. Morgunblaðið setur hann þvínæst efstan á listá við landkjörið þegar kosið er aðallega um þessa einkasölustefnu. Eftir kosninguna lýsir blaðið því yfir að Jón Magnússon hafi fengið „mak- lega og fallega viðkenning“ fyrir stjórnarstarfsemi sína („einka- sölufrumvörpin), og telur hann jafnframt oddvita þess flokks sem vill berjast með hnúum og hnef- um rnóti þessari verslunarstefnu. Ilvernig í ósköpunum á að fara að því að samrýma annað eins og þetta? III. þetta gefur 'Tímanum tilefni til að bera fram eftirfarandi spurn- ingar eða gátur, sem almennmg- ur getur leitast við að leysa, en einkanlega þeir sem kusu Jón Magnússon við landkjörið. 1/ Er_ Morgunblaðið með eða móti „frjálsri verslun“ sem það kallar ? Orð blaðsins gefa það í skyn að vísu, ,að blaðið sé á móti einka- sölufrumvörpum Jón Magnússonar En það ætti að vera miklu meir að marka verkin. Og í verkinu styður blaðið Jón Magnússon. Og líka í orði veitir það honum „fallega og maklega viðurkenn- ingu“ fyrir einkasölufrumvörpin. „Röddin er Jakobs, en hend- urnar Esaú“, stendur þar. Tíminn væri þeim þakklátur sem gæti með fullri vissu ráðið gátuna um hina eiginlegu stefnu Morgunblaðsins í verslunarálun- um. 2. Mundi þessi framkoma Morg- unblaðsins bera vott um óvenju- lega djúpvitra stjórnmálamensku, samhliða f j ármálavísdómi á kaup- mannavísu heldur af lakara tæi? það gæti legið beint við að álykta svo. Setjum svo að hið sanna lutg- arfar blaðsins megi ráða af verk- rnn þess, af stuðningnum og við- urkenningunni til Jóns Magnús- sonar. þá væru orðin um „frjálsu verslunina" ekkert annað en ryk í augun á kaupmönnum, til þess að fá þá til að borga áfram tíu þús- unda áiiega tekjuhallann af blað- inu. Væiá þetta „laglega af sér vik- ið“, sem kallað er. — Að lokum mætti bera fram margar spurningar. 3. Er það Jón Magnússon sem hefir leikið á kaupmennina? Er það Morgunblaðið sem hef- ir leikið á kaupmennina? Eða: Hefir Jón Magnússon afneitað allri sinni fyrri tilveru? Er maklega og fallega viður- kenningin í því fólgin að Jón Magnússon hefir kastað sér í fangið á kaupmönnunum og hafn- að sínum fyrri „einkasölusynd- um“ ? Bætist þá einn við í félagsskap- inn þann, sem hefir það að höf- uðeinkenni að „éta ofan í sig“. Og mætti úr því gera góðan graut ef spönskum vínum, tóbaki og steinolíu væri helt saman í einn pott. Bíður Tíniinn nú með óþreyju eftir ráðning á gátum þessum. ----o---- Aldrei aftur. þessar vikurnar eru að birtast nokkrar greinir í Lögbergi, ber- sýnilega skrifaðar af aðaíritstjór- anum, til þess að fræða íslenska bændur um Kanada. Fyrirsögnin virðist miður heppileg: Ástæðurn- ar fyrir því, að hugur íslenskra bænda hneigist til Canada, vegna þess, að það mun fjarri öllum sanni, að hugir íslenskra bænda hneigist til Kanada nú. því verð- ur ekki neitað, að greinarhöfund- ur virðist leitast við að skýra rétt frá, þótt fjölorðari sé hann um björtu hliðina og ræði málið einhliða. Hann minnist sem sagt ekki á allar hliðar máfsins. því verður ekki neitað, að í Kanada megi stunda búskap í stórum stíl og það sé gróðavegur mörgum, jafnvel þó að búskapurinn sé rek- inn í smáum stíl, o. s. frv. en það eru aðrar hliðar á þessu máli, sem vert er að varpa ljósi á. Hver sá maður og kona, með örfáum und- antekningum, er yfirgefur ættland sitt í þaim tilgangi að setjast að fyrir fult og alt í öðru landi, bregst skyldu sinni. það er skylda hvers manns og konu að helga starf sitt ættlandi sínu á þann hátt, sem hann eða hún hyggur bestan. Og þó að ástæður allar hafi eitt sinn verið þannig á Islandi, að verja mátti útflutninga, er öldin öll önnur nú — það er ekki alt unnið við það nú, þó að íslend- ingar, er hingað koma, komist í betri efni en þeir voru í áður en hingað kom. þeir glata öðru, sem meira virði er, og oft er það svo, að þeir vita eigi hvað átt hefir fyr en mist er. íslendingar, er að heiman fara, glata miljón tæki- færum til þess að vinna landi sínu og þjóð gagn. þeir koma í veg fyr- í"l að ísland eigi börnin þeirra áfram. þeir eru eigi nema að litlu leyti' lengur að njótandi menning- ar, er stendur á gömlum merg, áhrifanna frá ættlandi sínu, sögu þess, fegurðar þess. Og þó að minningar vaki í sálum þeirra fram á aldurtilastund, hefir það til þessa verið svo, að Islendings- eðlið gengur ekki í erfðir til barn- anna nema að litlu le'yti. Önnur og þriðja kynslóð frumbyggjanna varðveita eigi arfinn sem skyldi. þó að sálir þeirra séu í raun og veru íslenskar sálir, er vafalítið að þær verða það eigi áfram,þrátt fyrir virðingarverðar tilraunir þjóðræknismanna, að halda lífinu í því, sem enn er íslenskt í þessu landi. Eini vegurinn er að fá nýtt blóð að heiman. Á að grípa til þess ráðs ? Nei og aftur nei. ísland á fyrsta rétt til barnanna sinna og Kanada getur komist af án þeirra. i Og þótt innflutningar hæfust að nýju, er líklegast að svo fari samt sem áður, að þeir tímar komi, að flest, sem íslenskt er í þessari álfu heims eigi þann for- sjónarinnar reiðidóm yfir höfði sér, að það deyi út. Bókmenta- menn einir munu ávalt blása í nær útdauðan eldinn. IJvað öðlast(menn í stað þess, er þeir kasta frá sér, er frá ís- landi er farið? Er það tækifæri til þess að verða betur efnum bún- ir en þeirvoru áður? Ef til vill. Ef til vill ekki. Framfarir hafa orðið geysimiklar á íslandi síðan um aldamótin. Og einmitt nú eru ef til vill betri tímar fram undan en nokkurntíröa áður í allri sögu íslands. þegar vel árar er ausið miljónum upp úr fiskimiðunum við strendur íslands. Búskap hefir fleygt fram stórkostlega. Túnin hafa stækkað á hverjum bæ; engjabætur hafa vefið gerðar víða. Og mæla það fróðir menn, að ef til vill muni þeir tímar koma, þá er gerðar hafa verið þær engjabætur, sem hægt er að koma í framkvæmd á Suður- landsundirlendinu, geti þar lifað eins margt fólk og nú er á öllu landinu til samans. Nú eru sláttu- vélar, rakstrarvélar, og jafnvel heysnúningsvélar víða; plógar og herfi eru í flestum sveitum, sum- staðar á' hverjum bæ að kalla. Steinsteypuhús eru reist víða í sveitum, vatn er leitt í bæi og peningshús. Sumstaðar eru sveita- bæir raflýstir. Og þó að íslenskir bændur eigi við-marga örðugleika að stríða, þá er víða pottur brot- inn, og eins í Kanada. þýðingar- mikið atriði er, að votheysverkun hefir fleygt stórmikið fram á síð- ustu árum á Suðurlandi og víð- ar. En óþurkarnir voru einhver versti óvinur sunnlenska bóndans. llöf. þessarar greinar hefir eigin reynslu fyrir því, að garðávextir þeir, er nöfnin á fara hér á eftir, þrífast vel í flestum árum sunn- anlands, sumar tegundirnar í öll- um árum: Kartöflur, rófur, næp- ur, grænkál, blómkál (flower), kjöi’vil (chervil), ertur (sweat peas), rauðbitur, gulrætur (carr- ots), hvítkál, rauðkál og fl. Ribs- berjarunnar og sólberj arunnar þrífast vel, sérstaklega hinir fyr- nefndu. íslenskar húsmæður hér vestra myndu eigi sakna margs slíks héðan, þó heim færu. Að þessu sleptu má minna á, að í Reykjavík og víða í kaupstöðum er nú um sömu þægindi að ræða og hér. I Reykjavík er rafleiðsla, gasleiðsla og vatnsleiðsla, stræti steinlögð og gnægð bíla, þótt enn séu engir sporvagnar. Er það eftirsóknarvert fyrir ís- lenska bændur að setjast að í Kanada? þeir lifa góðu lífi á ís- landi flestir og alt er í framför. Meiri yrði" sómi þeirra, ef þeir mettu meira að vera góðir Islend- ingar og góðir synir íslands, heldur en ef þeir yrðu hálf íslensk ir, hálf kanadisk-amerísk-enskir umskiftingar og synir þeirra fall- byssumatur er tímar líða. Fallegir munu hveitiakrarnir hér, víst er um það. Hrífandi kornaldan og hlöðurnar dumb- rauðu. En fallegir voru líka forð- um rófnaakrarnir stóru á Hvann- eyri, þar sem áður var fúamýri, og falleg og traust húsin þeirra bændanna, Guðmundar í Svigna- skarði og Árna á Geitaskarði, svo tveir séu nefndir, annar borgfirsk- ur, hinn Húnvetningur. Og vel lét í eyrum, þegar ágústgolan lék um hafraakrana hans Alfreðs í Ein- arsnesi. Nei, herra Jón Bíldfell. „Hvat hefr til síns ágætis nakkvat". það yrði vafasamur gróði íslenskum bændum að flytja vestur um haf nú, hvernig sem á það er litið. IJér yrði litið á þá sem útlendinga eins og ykkur, sem eigi eruð fæddir hér. Heima hefðu þeir þann hugvermi, að hafa gert skyldu sína, og meira •en skyldu sína. ísland er framtíð- arland eigi síður en Kanada, þó að margt sé ólíkt. Kanada hefir oft verið kölluð Síbería Vesturálfunn- ar, enda margt líkt um þau lönd. Segja svo ferðamenn fróðir, er bæði löndin hafa kannað. En Kan- ada á að heita frjálst land. En hver lifir frjálsara lífi en íslenski bóndinn ? Herra Jón Bíldfell. Mér hefir verið hlýtt til þín persónulega, og er enn, þrátt fyrir þessa grein þína. Og þess vegna finst mér skylt að segja þér hreint og beint, af því eg hygg það rétt vera, að þú munir hvorki vinna íslenskum bændum eða Islandi gagn með þessari grein þinni. Hér er sólskin í ríkum mæli, víst er um það. Og það er sólar- lítið á íslandi stundum. En það. er einmitt íslenska loftslagið, sem hefir átt öflugan þátt í því að móta sálir íslensku þjóðarinnar, gert þjóðina okkar að menningar- þjóð. Og hvað hafa þeir, sem hingað hafa flutt, borið úr být- um? Flestir þeirra komu hingað fyrir tíu — tuttugu árum eða meira. I augum þeirra mai'gra hverra er Island eins og það var þá. Margir þeirra hafa rekið sig á, að ilt er tveimur herrum að þjóna, og margir þeirra, sem vita hve framfarirnar hafa verið mikl- ar heima, vildu að þeir hefðu aldrei ísland yfirgefið. Eg veit að þá svíður í hjartað marga pó að margir Islendingar hér hafi komist í dágóð efni eru þó hinir fleiri, sem efnalitlir eru. Og þótt þeir yrðu ríkir, að hvaða gagni kemur það manninum, þó hann sigri gjörvallan heiminn, ef hann skaðast á sál sinni? Margir þeirra vildu án efa aftur til ís- lands fara, ef efni leyfðu og þeir væru hér ekki rígbundnir, vegna barnanna sinna og vegna almenn- ingsálitsins. Ilvort er meira virði, ástin til íslands eða almennings- álitið hér vestra? Eg á ekki við þjóðhátíðardagsástina, orðin inn- an tómu, pappírsástina, sem að- eins lýsir sér í glamri, ekki einu sinni í viðleitni til þess að tala og rita sæmilegt mál, heldur þá einu sönnu ást, sem knýr menn til þess að gera eitthvað fyrir þann, þá eða það, er menn elska, ást, sem er sönn ást. 'Er ekki kominn tími til þess fyrir Vestur-Islendinga að hugsa hátt, hugsa hátt, þótt það verði ekki nema í það eina skift- ið, og fari að hugsa til heimferð- ar í stórum stíl, til þess að rækta eina landið, sém er þeirra eigið land og eina landið, sem kann að meta þá rétt? J>ví aðeins þar er

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.