Tíminn - 02.09.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1922, Blaðsíða 2
114 T 1 M I N N Nýkomið: yfírfrakkaefní og svört ög blá fataeíní. Lægsta verð. G. Bjarnason S> Fjeldsted. V efnadarnámsskeið verður haldið á Akureyri í vetur frá 20. okt. til 20. febrúar. Kenslu- gjaldið 100 kr. greiðist fyrirfram, 50 kr. með umsókn. — Efni fæst keypt á staðnum. Námsskeið fyrir vefara ráðgert í mars og apríl. Kennarinn, Brynhildur Ingvarsdóttir, Akureyri, gefur frekari upplýs- ingar. Heimilisiðnaðarféltíg Norðurlands. Samband ísL samvínnufélaga útvegar beínt frá verksmíðjunní híð víðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. starfssvið þeirra. þeir hafa gert eins mikið fyrir Kanada og Kan- ada hefir gert fyrir þá. ísland getur nú látið þeim eins mikið í té og nokkurt annað land undir sólunni. Og meira til. Island get- ur látið þeim annað og meira í té en nokkuð annað land. Island get- ur veitt friði inn í sálir þeiiTa. Eg veit að eg fæ lítið lof fyrir þessi orð hér. En mig skiftir það litlu. Ef íslenskir bændur taka eftir þeim, hirði eg fátt um annað. Fyrir nokkram áratugum fóru íslenskir bændur hundruðum sam- an með alt sitt skyldulið til þessa lands og Bandaríkjanna. það má ekki lá þeim það. íslenskir bænd- ur, er nú lifa, geta fátt fært sér til afsökunar, ef þeir tækju upp á slíku. Hættan er lítil. Islend- ingar eni vel vakandi. En sé nokk- ur snefill hættu til, langar mig til að hrópa til íslenskra bænda: íslenskir bændur! Mælið einum munni: Aldrei aftur! Winnipeg, þ. 2. ágúst 1922. Axel Thorsteinsson. ----o--- Ásælni. Ritstjóri Bjarma getur þess í júlíblaði sínu, að hann hafi eitt sinn komið ofan úr Svínaskarði. Hafði hann verið á ferð með tveim sonum sínum. þeir voru hraktir. mjög og gistu þeir feðgar hjá sr. Magnúsi þorsteinssyni á Mosfelli. Viðtökur fengu þeir ágætar — svo ágætar, að annar sonur rit- stjórans spurði: ,,þetta er víst trúaður prestur, pabbi“. Drengur- inn hélt það, „af því að hann tók svo vel á móti okkur í gærkveldi". Margt er broslegt í Bjarma litla, og eitt er þetta. það lítur helst út fyrir, að drengurinn hafi ekki búist við því, að prestar væru yfirleitt trúaðir. þegar þess er gætt, að þetta var sonur guðfræð- ings, er þetta meinlega skynsam- legur varnagli, ef honum hefir ekki verið innrætt þessi skoðun af þeim, er hann hefir treyst mjög vel. Hvers vegna álítur pilt- urinn að sr. Magnús hafi verið trúaður? Af því að hann var gestrisinn. það er sem hann eigi ilt með að hugsa sér gestrisni eða líka mannúð, nema hjá trúuðum, eða að minsta kosti gengur hann að því sem vísu, að trúin sé und- irrót hennar. þetta gefur bendingu um, hvern ig lýsingarnar munu vera á þeim, sem trauðla munu geta kallast trúaðir. Er hér líkt og um fyrir- máls lömbin. þeim er kent átið áð- ur en þau eru látin út. Drengur- inn þykist þekkja þá trúuðu úr. Honum getur ekki komið til hug- ar, að prestur geri þetta af því að hann sé svona gerður, svona góður maður. Ekki er að undra þótt þröng- sýni og hleypidómar þróist.Frjáls- hyggjumönnunum er ekki gert hér hátt undir höfði. það er sem mannúð og drenglyndi séu einka- eðliskostir trúaðra manna. En hafa ekki einmitt hinir trúuðu sýnt af sér .mestu harðýðgina og illmensku. Hversu oft má rekja blóðferilinn og glæpasporin eftir „hina trúuðu“, þar sem þröngsýni og ofstæki hafa verið í essinu sínu? Hafa ekki frjálshyggjend- ur rutt mannúðinni mest og best braut? Eða hvað segja menn um mannúðina hér á landi ? Var meiri mannúð meðan Jónsbókarlestrar voru þuldir á sérhverju heimili? Nú þyknar ryklag á postillu- skruddunum, og að sama skapi vex mannúð með þjóðinni. þetta vita allir. þó er verið að læða því inn hjá börnum, að gestrisni sé ekki auðkenni á öðrum en „hin- um trúuðu“, og líklega einna helst fylgismönnum Bjarmastefn- unnar dönsku. það er sagt að sumir menn noti sér jarðarfarir til þess að féfletta aðra. þeir vita að syrgjendur hafa fæstir skap til að þrefa um verð, er þeir standa yfir moldum vina eða vandamanna. Ritstjóri Bjarma vefur þessu góðgæti inn í dánarminningu sr. Magnúsar. Er sem hann hafi hugsað sér að ásælni „trúaðra“ mundi látin óátalin, og það því fremur sem hann breiðir blæju sakleysisins yfir hana, með því að leggja hana syni sínum í munn. Gestrisni og mannúð eru engin sérkenni trú- aðra manna. Menn eru góðir og drenglyndir af því að það er eðli þeirra, en ekki af því að þeir hafa einhverja sérstaka trú. Valmenni hafa verið til á öllum öldum og í öllum löndum, hvað sem trú þeirra hefir liðið. Sr. Magnús var gestrisinn af því að það var eðli hans. Hann mundi hafa hýst hvern hrakinn mann, er að garði bar, hverrar trúar sem hann hefði sjálfur verið. Getið e'r um einhvern Sadhu Sundar Shing . í öðru tölublaði „Bjarma". Sá á nú að vera á báð- um buxunum. þeir eru fáir ment- uðu „heiðingjarnir" svo nefndu, er láta snúast til kristinnar trúar fyrir fortölur trúboðanna, — sem eðlijegt er. þessi maður mun þó líklega bænabókarfær, enda er sem rekið hafi hval á fjörur trú- boðsins. Annars virðist þessi maður vera orðinn nokkurn veg- inn gagntekinn af þessum illkyhj- aða trúarhroka, sem varpað hefir svartari skugga á kirkjuna en flest annað. „Bjarmi“_ segir, að Sadhu kenni, að ekkert hjálpræði né eilíft líf sé til nema fyrir Krist. Er þá svo að skilja, að trú- in á Krist eigi að breyta eðli lífs- ins. þeir sem trúa á„Krist, eiga að verða eilífir, en hinir ekki. Sadhu vill reyna að sölsa undir hina trú- uðu eilífa lífíð, en Ástvaldur gest- risnina. Ekki vantar ásælnina. En hvernig lítur þá út fyrir meiri hluta mannkynsins? Forsjónin hefir séð svo um, að rúmir tveir þriðju hlutar mannkynsins fæð- ist í „heiðhum“ löndum. þeir geta því trauðlega kynst kenningum Krists, sökum þess, að þeir hafa oi'ðið fyrir þeirri ónærgætni af guði. Hann hefir fyrirmunað þeim að frelsast fyrir trúna. Er nokk- uid vit í slíkum skoðunum? Gott er að slíkar skoðanir eru fæddar með feigðina um hálsinn, og eru nú í andarslitrunum. Eða ef til vill hafa „hinir trúuðu“ hugsað sér að „heiðingjarnir" muni iðr- ast eftir dauðann og taka „hinu megin“ kristna trú; það væri ekki svo vitlaust séð frá þeirra sjón- armiði, þótt það væri þvert á móti því, sem bæði Höfðabrekku-Jóka og kirkjan kennir. Sadhu þessi vfrðist sverja sig í ætt við „Bjarma“. Kveðst hann — að því er „Bjarmi“ segir — hata spiritismann. Ofstækið hjarir á hatrinu. Ef ofstækistrúboði hættir að hata aðrar stefnur en hann sjálfur fylgir, dregur úr honum allan mátt. þeim er hatrið eins nauðsynlegt og nátttröllunum nætui'dimman. En það er broslegt þegar þessir „liatendur" þykjast vera að berjast fyrir kærleiks- kenningum Krists. það -er til lítils fyrir þá að reyna að villa á sér heimildir. þeir eru auðþektir, hvar sem þeir koma, á hatrinu. það virðist fylgja þeim eins og skall- inn geitunum. þórður Sveinsson. ---o--- Dánaríreán. þann 13. maí síðastl. andaðist að heimili sínu, Eyri í Svínadal, ekkjan Margrét Erlingsdóttir, fædd 13. júní 1832 á þyrli á Hvalfjarðarströnd. Skorti hana því réttan mánuð á níunda ára- tuginn. Hún var dóttir Erlings hrepp- stjóra, er lengi bjó á Geitabergi í Svínadal, Erlingssonar frá Jörfa á Kjalarnesi, Árnasonar Gests- sonar prests, er þjónaði á Kjal- arnesi yfir 40 ár og bjó að Skrauthólum; hann druknaði á Kollafirði 1742, á heimleið úr Viðey. Faðir síra Gests var Árni, er bjó í Örfirisey. Móðir Margrétar, kona Erlings á Geitabergi, var Guðrún Guð- mundsdóttir frá Sviðholti á Áli'ta- nesi, bróður Jóns kennara frá Flekkudal í Kjós, föður Bjarna rektors, en systir Guðmundar föð- ur Björns Guðmundssonar kaup- manns í Reykjavík og þeirra syst- kina. Sex ára gömul fluttist Margfét með foreldrum sínum frá þyrli að Draghálsi og þaðan að Geitabergi 12 ára; þar var hún svo 22 ár í föðurgai'ði, uns hún giftist Ólafi Ólafssyni á Eyri, er tók þar við búi eftir föður sinn. Eignuðust þau hjón tvQ sonu, Erling og Ólaf. þau bjuggu á Eyri allan sinn búskap og eftir 32 ára far- sæla sambúð misti Margrét mann sinn, og litlu síðar slepti hún jörð- inni í hendur Ólafi syni sínum, sem býr þar enn. Heimili Margrétar og þeirra hjóna var sannkölluð fyrirmynd að þrifnaði, reglusemi og ráðdeild, enda voru þau vel efnum- búin; gestrisni var þar og góðvild við alla sem að garði bar, án tillits til mannvirðinga. Mun vandfundin festumeiri og tryggari lund en sú, er Margrét hafði. Neyð ann- ara tók hana sárt, því hún mátti ekkert aumt sjá; hjálpfýsi henn- ar og góðhugur kom jafnt fram við rnenn og málleysingja. Ilún naut einnig óblandinna vinsælda hjá. öllum, sem þektu hana, til hins síðasta. Á. G. * -----o---- Tvö „sannleiksvitni“. Tveir af lífverði Jóns Magnús- sonar, bræðurnir sr. Arnór og Árni frá Höfðahólum, eru byrj- aðii' að „vitna“ á mjög frumleg- an hátt. Árni vitnar um hvað bróðir hans segir og étur ofan í sig á Sambandsfundi, þar sem Árni er fjarstaddur, en klerkur sjaldan alls gáður. Aftur hefir héyrst að sr. Arnór eigi að „vitna“ að Árni hafi aldrei stungið af með part af hreppssjóði Vindhæl- ishrepps, og aldrei verið rekinn úr sýslunefnd Húnvetninga fyrir þær sakir. Báðir eru góðir, og virðu- legir þjónar síns herra. X. Vífilsstaðahælið. Grein frá Páli Jónssyni kennara í Einarsnesi, um Vífilsstaðahælið birtist í næsta blaði. Dr. John G. Wolley, einn hinna frægustu bindindis og bannfröm- uða Bandaríkjanna er nýlega lát- inn, á ferð suður á Spáni. I þrjá- tíu ár samfleytt starfaði hann fyr- ir bindindis og bannmálið í Bandaríkjunum og flutti fyrir- lestra um þvert og endilangt land- ið. Hann var orðinn rúmlega sjö- tugur og var því hættur fyrir- lestraferðum að mestu. En engu að síður kom hann hingað til Is- lands í vor, til þess að kynnast gangi Spánarmálsins. Mun óhætt að fullyrða að hann muni hafa ætl- að sér að beita áhrifum sínum okkui' til gagns í Bandaríkjunum í þessu máli. Dr. Wolley fór héð- an til Englands og var honum þá haldið stórvirðulegt samsæti í Lundúnaborg. Voru þar saman komnir helstu fulltrúar bindindis- og bannhreyfingarinnar á Eng- landi, margir höfuðklerkar ensku kirkjunnar og þingmenn. Má af því ráða hversu mikillar virðingar Dr. Wolley naut. Er orðið mikið sþarð fyrir skildi er hann er fall- inn frá og megum við Islending- ar ekki síst sakna þessa manns. Árni frá Höfðahólum ritar nú svo oft í Morgunblaðið að helst er ætlandi að hann sé orðinn meðrit- stjóri við blaðið. Færi vel á því. I gær kastar hann hnútum að rit- stjóra Tímans og hafi hann sæll gert. Árni neitar því afdráttar- laust að síra Amór í Hvammi hafi orðið að „éta ofan í sig“ unnnæl- in sem hann hafði um Tímann á Sambandsfundinum. Mundu menn furða sig á því ef það væri ein- hver annar en Árni sem tranaði sér þannig fram sem vitni um þá atburði sem þeir hvorki hafa heyrt né séð. Enda mun leit að þeim manni íslenskum sem ólík- legri væri' til en Árni að vera á þeim vettvang staddur þar sem samvinnumenn ræða mál sín. þann mikla mun bræðranna, Arn- órs og Árna, gerir Tíminn fúslega, að sr. Arnór kannaðist við það að hann hefði ofmælt og tók að mestu þegjandi áminningum fund- arstjóra og fundarmanna. Fyrirlestrar þorvalds Guðmunds- sonar um ýms efni úr Islands- sögu eru sérstaklega ánægjuleg alþýðubók. Kosta 15 kr. í fallegu bandi og fást í öllum bókaversl- unum. Atkvæðagreiðsla fór fram í Svíþjóð nýlega um aðflutnings- bann á áfengi. Óvenjulega mikil Karlmannshattar gerðir upp að nýju. Vatnsstíg 3 (þriöju hæð), Reykjavík. Baguhildur Runólfsdóttir. Ný söluaðferð. Ársæll Árnason bóksali í Reykjavík hefir byrjað með nýja aðferð við bókasölu, og er þegar fengin reynsla fyrir því, að hún muni gefast ágætlega vel. Hún gerir fátækum mönnum kleift að eignast bækur, jafnvel heil bóka- söfn, með mjög auðveldum hætti. Aðferðin er þessi: Bóksalinn og kaupandinn gera með sér samn- ing, sem bóksalinn hefir tilbúinn prentaðan, aftan á hann er ritað nöfn og verð bókanna, kaupandi tiltekur hvað hann vill greiða við móttöku og svo mánaðarlega eða ársfjórðungslega, eftir því sem best hentar honum. Bækurnar fær hann strax í sínar hendur. Af- borganasamningui' þessi er lög- formlegt skjal, sem tryggir rétt seljanda meðal annars með því að kaupandinn eigi ekki bækurnar fyr en hann er búinn að boi-ga þær. þessi nýja söluaðferð hefir stórkostleg þægindi í för með sér, sérstaklega fyrir kaupanda. Tök- um til dæmis íslendingasögurnar. þær kosta nú ób. um 117 kr. með þáttum, Eddum og Sturlungu, í skinnbandi 235—250 krónur. það má að vísu kallast tiltölulega auð- velt að kaupa þær eina eða fleiri í einu, eftir ástæðum; en svo skemrnast þær eða týnast áður en búið er að ná þeim öllum; og svo er að fá hæfilegt band á þær, sem kostar rúmlega annað eins, og eru ekki allir sem geta borgað það í einu. Eftir þessari nýju að- ferð fær -kaupandinn allar bæk- urnar í vönduðu skinnbandi strax og borgar fyrir þær t. d. 10 kr. á mánuði. Líkt er um fleiri rit, t. d. þúsund og eina nótt, Sögur herlæknisins, Menn og mentir, o. s. frv. o. s. frv. Ársæll hefir eigin bókbandsstofu og útvegar því bækur í hvaða bandi sem óskað er, enda þótt þær séu ekki til í bandi á markaðinum. Bókaverslunin selur með þessu móti jafnt einstakar bækur sem heil ritsöfn, jafnt útlendar sem innlendar bækur, og jafnt hvort kaupandinn er 1 Reykjavík eða úti á landshorni. þátttaka var í kosningunni. Eru ekki komnar fullnaðarfréttir um úrslitin, en telja má víst, að bann- ið sé felt. Síðasta fréttin var sú að 897521 atkvæði voru greidd með banninu en 937423 á móti. Orðabálkur. árið (-s, -rið), kl., áband á öngli. Súgf. ármóða (-u, vantar flt.), kvk., hrannir af jurtatrefjum, sem ár skola upp á bakka. Súgf. árrnóði, kk„ — ármóða. Súgf. (að því er hann minnir). át <-s, vantar flt. ?), kl„ harð- æti. Vestf. ástaða (-u, -stöður), kvk., það að standa á engjum; einkum tíðk- að í flt.: andskotans ástöður eru þetta. Húnav.s. Eyf. áttflaka (-u, -ur), kvk„ lúða, sem skerandi er í átta flök (stærsta lúða, sem veiðist). Vestf. bakdyr, kvk. flt.: e-m er gjarnt til að ganga um bakdyrnar, e-m er gjarnt á að vera bakmáll. Tíðk- að af manhi einum í Fljótshlíð. baukur: fá á baukinn, fá ræki- lega ofanígjöf eða líkamlegan áverka. Rvík. Ritstjóri: Tiyggvi þórhaJJsson Laufási. Sími' 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.