Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 117 un, að Sundar Sing er alment tal- inn — að sleptum allra þröngsýn- ustu básunum hans þórðar — eft- irtektaverðasti prédikari samtím- ans í Asíu og enda víðar, og að fólk hlustar á hann þúsundum saman hvort sem hann talar í Asíu, Ameríku, Ástralíu eða Ev- rópu. Grunur minn er sá, að þórði verði ofurefli að spilla áliti hans. þórður læknir er laundrjúgur yfir víðsýni og mannúð „frjáls- hyggjepda", og ekki beinlínis sorgbitinn yfir ávirðingum „þeirra trúuðu“. — 0, jæja. Mér er óljóst hverja hann kallar trúaða, og tek mér ekki nærri illyrðin, sem hann varpar að þeim, en vita má hann það, að eg tel enga trúarsönnun að „þylja Jónsbókar- lestur“ eða aðra lestrá, og heldur ekki guðfræðispróf né önnur skólapróf, og eg ber meiri virð- ingu fyx-ir hi’einskilnum efasemda- manni, sé hann gkki steinblindur af trúarhatri, heldur en hinum, sem játar hugsunarlaust öllu því, „sem honum var kent“. Dauður í’étttrúnaður er í mínum augum lítið skárri en spiritismi, og veit þ. Sv., að þá er langt til jafnað frá minni hálfu. — Meira að segja þekki eg spiritista, sem mér virðast miklu nær sönnum krist- indómi, en sumir áhugalausir ját- endur kristinnar trúar. „En mai’gur fær af litlu lof og last fyrir ekki pai’ið.“ Víðsýni „fi’jálshyggjenda“ hef- ir jafnan verið nokkuð misjafnt og ekki af miklu að gorta fyrir þá í þeim efnum. þar sem þeir hafa getað, hafa þeir margoft, engu síður 'en „kredduföstustu ofsatrúarmenn“ miðalda, ofsótt þá, sem þeim þótti trúa of miklu, og ausa enn í dag allskonar skarni á trúaða menn. Sjáandi fólk þarf ekki annað en líta á greinar þ. Sv. um trúmál, til að sjá, að sami er andinn hjá honum; og því er næsta broslegt, þegar slíkir menn þykjast vera að berjast fyrir víð- sýni og sanngirni. „það er til lít- ils fyrir þá að reyna að villa á sér heimildir“, meðan þeir ganga með skóflu um öxl, reiðubúnir til að moka skarni á hvern, sem ekki samsinnir öllu því, sem þeim þóknast. En auðvitað er ekki til neins að tala um slíkt við þ. Sv. það er hans skilningi ofvaxið að ekki sé sjálfsagt að kalla það frjálslyndi að skamma kirkju og kristindóm. En sennilega skilst honum betur að skammir um miðla sé ekki hægt að skrifa í víðsýnisdálkinn. Og því var rétt að mér komið að þýða hér nokkrar glefsur úr Kristjaníudagblöðunum um Einar Nielsen, skjólstæðing hans, og frammistöðu hans 1 Kristjaníu í vetur. það voru sömu blöðin sem mest hafa hamast út af því í sum- ar, að biskupsembættin í Krist- janíu og Hamri skyldu bæði veitt heimatrúboðsmönnum samkvæmt kosningu presta og sóknarnefnda, — og þá má víst ætla að rit- stjórarnir séu „frjálshyggjendur". Og í beiskyrtustu skammagrein- inni norsku um frammistöðu Ein- ars Nielsens, sem eg hefi séð, var jafnframt minst á biblíustefnuna alveg í anda þórðar Sveinssonar, svo ,,frjálslyndur“ hefir hann ver- ið í aðra röndina, höfundurinn sá!! — Eg ætla samt að sleppa slíkum þýðingum, tel ekki gustuk að bæta á raunir spiritista vorra með því. En vel má minna á dag- blaðið „Politiken“ í Kaupmanna- höfn,* sem „frjálshyggjendur" standa að. Finst þ. Sv. að það sé víðsýnt eða sanngjarnt í garð spiritista ? Jæja, þórður minn, það er leið- inlegt að við skyldum ekki geta orðið samtaka um eitthvert þarf- ara verk en blaðastælur; en rétt- ast væri samt að stryka yfir stóru orðin um kirkjuna, því að ein- hvern tíma kemur reikningsskap- ardagurinn. Hitt er eg fús að fyrirgefa, þótt þórður sendi Bjarma „frjálslynd- ar“ skammagreinar við og við. þær hafa þegar reynst góðar aug- lýsingar fyrir blað mitt. Vinum Bjanna hefir sumstaðar verið auðvelt að útvega nýja kaupend- ur að honum, er fólk hafði ný- lesið „meðmælin frá Kleppi“. Má vera að forvitni ráði þar nokkru um, fólk vilji kynnast blaði, sem getur komið geðprúðum geð- veikralækni til að ganga berserks- gang. — Nokkuð er það, að nýj- ar pantanir eru farnar að koma að Bjarma síðan seinasta „með- mæla“-greinin kom frá þ. Sv. -— þökk fyrir ómök yðar, þórður minn, vegna útbreiðslu blaðsins. Sigurbjöm Á. Gíslasonv ---o-- Heílsuhælið á Vílílsstöðum, I. í 31. tölubl. Tímans er grein með þessari yfirskrift eftir ein- hvern fyrverandi sj-úkling á Víf- ilsstöðum. Virðist mér hún vera skrifuð meira af hatri til læknis- ins en af ást á Heilsuhælinu. Tel eg því vafasamt að hún leiði mik- ið gott af sér, en aftur á móti ekki ólíklegt að hún veki óhug og tor- trygni gegn Heilsuhælinu út um land, og af því að eg þekki heilsu- hælisvistina nokkuð af eigin reynd eftir hér um bil 14 mánaða dvöl þar síðastliðinn vetur og í fyrravetur, get eg ekki leitt hjá mér að gefa minn vitnisburð um hana, eftir að svo gífurlegar ásak- anir hafa verið bornar á heilsu- hælislæknirinn, herra Sigurð Magnússon. Hvað sjálfan mig snertir, get eg ekki annað sagt en að mér hafi liðið vel á Vífilsstöðum, og þakka eg heilsuhælisvistinni þá heilsu- bót, sem eg hefi fengið. Munu margir fleiri geta sagt það sama, og því standa illa að vígi með að bera þungar sakir á stjórnanda hælisins, þó að ýmislegt kunni að vera ófullkomnara en æskilegt væri. Höfundurinn minnist á hjúkr- unina og þykir hún bágborin. Að vísu hefir hann borið maklegt lof á forstöðukonu barnadeildarinn- ar, en hann virðist ekki hafa kom- ið auga á að aðrir af starfsmönn- um hælisins verðskuldi viður- kenningu. Báðar hinar undir- hjúkrunarkonurnar hafa þó að mínum dómi leyst af hendi mik- ið og gott starf í þágu hælisins. Systir læknisins er búin að starfa við heilsuhælið með bróður sínum frá því að það var stofnað. Hefi eg engan heyrt leggja henni ann- að en, gott til fyrir góðmensku, samviskusemi og skyldurækni. Hin mun hafa einróma lof allra þeirra, sem þjáðastir eru, fyrir staka umhyggjusemi, skyldu- rækni, stundvísi og dugnað. þekki eg af eigin reynd, að hverjum manni er óhætt að koma vanda- mönnum sínum í hennar hendur. ' í fyrravetur var um tíma vönt- un á aðstoðarfólki. Munu ýmsir minnast látlausra auglýsinga í blöðunum, en fólk virtist þá alls ekki vera fáanlegt. Síðastliðinn vetur varð eg ekki annars var en að aðstoðarfólkið væri nógu margt, að minsta kosti undir venjulegum kringumstæðum Voru þar innan um efnilegir hjúkrunar- nemar, sem stunduðu verk sitt vel og munu hafa komist klakk- laust út af umgengni sinni við sjúklingana. Vökupiltinum, sem þar var í vetur, er viðbrugðið fyrir lipurð og trúmensku. Að jafnaði mun hann hafa komist yfir verk sitt, en vitaskuld er það algerlega ofætlun einum manni að sinna á annað hundrað sjúkling- um að næturlagi, þegar nokkuð ber út af, og þá hefir tíðkast að hj úkrunarkonurnar hafa sjálfar farið á fætur, stundum tvisvar til þrisvar sömu nóttina. Hafa þær að sjálfsögðu ekki talið það eftir sér. Hjáseta (föst vagt) hefir ekki tíðkast á Vífilsstöðum. Mun það sjaldan hafa komið mjög til- finnanlega að sök, en í mörgum tilfellum mundi hún þó vera mjög æskileg og mælast vel fyrir hjá sjúklingunum. En auðvitað myndi það hafa einhvern aukakostnað í för með sér. Dagleg stjórn er að mestu í höndum yf irh j úkrunarkonunnar. Núverandi yfirhjúkrunarkona er talin stjórnsamasta, reglusamasta og duglegasta yfirhjúkrunarkona, sem starfað hefir við hælið frá því að það var stofnað. Neita engir henni um þessa kosti, jafn-, vel ekki þeir, sem erfiðast eiga með að þola stjórn hennar. Mun vandfengin yfirhjúkrunarkona, sem sameini nóga lipurð við alla aðra nauðsynlega kosti og sé jafnframt persóna, sem ávinni sér traust og virðingu. Yfirhjúkrunar- konurnar hafa allar verið danskar frá því að hælið var stofnað. Vita- skuld er það mikið mein og leiðir til margvíslegs misskilnings og óþæginda. Mun það vera almenn ósk sjúklinganna, að hægt væri að fá vel hæfa íslenska konu til þess að taka að sér þetta ábyrgð- armikla og vandasama starf. þá minnist greinarhöfundurinn á fæðið og hefir margt við það að athuga. þýðir ekki, og er ekki heldur réttmætt að draga neina dul á það, að kvartanir hafa ver- ið alltíðar meðal sjúklinga yfir fæðinu nú í seinni tíð. Að vísu má geta þess um leið, að alt af eru margir sjúklingar, sem vel geta felt sig við fæðið eins og það er, og afsaka þær misfellur, sem eru á matargerðinni við og við. Aðrir þola það aftur ver, því að bæði eru ávalt sumir sjúklingarn- ir svo veikir, að þeir þola ekki að neitt beri út af í mataræðinu, þar sem einmitt magaveiki fylgir oft seinni stigum berklaveikinnar, og auk þess gerir eldið og iðju- leysið sjúklingana yfirleitt svo. matleiða, að þeim notast ekki alt það, sem heilbrigt fólk getur lát- ið sultinn og vinnuna krydda. Ekki vei’ður lækninum borið’ það á brýn með sanngirni, að hann hafi vanrækt að gera sitt besta til að koma þessu máli í sem best horf fyrir sjúklingana, þó að það hafi ekki tekist enn nema að sumu leyti, svo að allir séu ánægð- ir með. Hann hefir komið upp fyrir- myndar-kúabúi á hælinu og ráðið til að stjórna því einn allra ötul- asta starfsmann landsins, sem sjálfur hefir þó verið þungt hald- inn af berklaveiki. Munu sjúkling- arnir yfirleitt kunna að meta það starf að verðleikum. Nú hefir hælið óvolkaða, hreina og góða mjólk, og þarf lítið að kaupa til viðbótar, að minsta kosti yfir vetrarmánuðina. þó að alls ekki sé leyfilegt að meta slík nauð- synjaverk til fjár, má geta þess, að mj ólkurverðið er sett lægra en alment gerist í kring, og hefir bú- ið þó gefið álitlegan tekjuafgang, sem nú er verið að nota til ný- yrkju á jörðinni í stærri stíl en dæmi eru til annarsstaðar á land- inu.1) Enginn mun hafa af öðru að segja en að aðeins séu keyptar 1. flokks matvörur til hælisins. Veit eg að læknirinn leggur á það mikla áherslu. Og til matreiðsl- unnar sjálfrar hefir hann ráðið eina af lærðustu matreiðslukonum landsins. Efast eg ekki um, að hún hafi haft fullan hug á starfi sínu, þó að henni hafi ekki hepn- ast að komast hjá aðfinslum. Á Vífilsstöðum mun að staðaldri vera um hálft annað hundrað manns, með hjúkrunarfólki, og stundum meira með verkafólki ut- an húss. Handa þessum sæg verð- ur að matreiða margvíslega rétti á hverjum degi, því að sjúkling- arnir geta ekki allir borðað sama mat vegna sjúkdómsástands hvers og eins, og alt verður að vera til- búið á réttum tíma. Má hver sem x) Af vangá hefir P. J. hér eignað hr. S. M. >að sem vitanlega er verk hins ágæta ráðsmanns þorleifs Guð- mundssonar. vill og vit þykist hafa á, áfella það, þótt stundum verði mis- brestur á matargerðinni, en starf- ið er áreiðanlega mikið, vanda- samt og vanþakklátt. Að mistök- in séu mikið meiri en alment tíðk- ast á jafnstórum heimilum, mun tæpast vera rétt, en auðvitað eru þau mikið bagalegri á slíkum stað, og þyrftu að hverfa, ef mögulegt væri, þó að til þess þyrfti aukið starfsafl. það er furða, að höfundurinn skuli ekki hafa minst á kuldann á Vífilsstöðum, jafn alment 'og kvartað er yfir honum. Skal eg því gera mig að talsmanni fyrir því, hvort ekki væri unt að leyfa sjúklingum á sambýlisstofum að hafa með sér yfirsængur. Að- standendur sjúklinganna mundu flestir fúslega leggja þeim þær til. Viðbrigðin eru oft afskapleg fyrir nýkomna sjúklinga, sem vanir eru hlýjum húsakynnum, að leggjast í sjúkrastofumar, þar sem aldrei er lokað glugga, hvern- ig sem viðrar, og hafa aðeins ull- 'arteppi ofan á sér. Á einbýlisstof- unum fá menn að hafa sængur og líður mönnum betur þar. Frá- gangssök væri það heldur engin fyrir landið, að leggja til æðar- dúnssæng í hvert rúm. þó að til þess færi 10—15 þús. króna fjár- veiting í eitt skifti fyrir öll, ætti það að geta unnist upp á skömm- um tíma með kolasparnaði. Ullar- teppin, sem spöruðust við þetta, mundi mega nota til að fjölga teppum í leguskálanum köldustu mánuði ársins, og í stað eldri teppa, er smám saman ganga úr sér. Hinar persónulegu ásakanir höfundarins í garð Sigurðar Magnússonar eru að minstu leyti svai’averðar. Kunnátta læknisins í sinni sérfræðigrein er of alkunn til þess að hann geti beðið álits- hnekki af einni blaðagrein. Að stjórna stofnun, eins og heilsu- hælinu, og vera öllum til geðs', mun vera léttara í orði en á borði. þar sem svona margir menn eru saman komnir af öllum stéttum og landshornum, eru alt af innan um menn, sem ekki fella sig við aðrar reglur en þær, sem þeir semja sjálfir, og verður tæplega annað fyrir þá gert en að gefa þeim frelsi og fararleyfi. Brott- rekstur mun þó ekki eiga sér stað íjt en eftir ítrekaðar yfirtroðsl- ur á reglum hælisins, og veit eg, að sjúklingarnir hafa stundum furðað sig sjálfir á langlundargeði læknisins við suma sjúklinga. Ef læknirinn ætti að láta undan hverjum goluþyt, myndu reglur hælisins skjótlega fjúka út í veð- ur og vind og óreglan ein setjast í öndvegið, til lítillar gleði eða heilsubótar fyrir sjúklingana. það sem höfundurinn minnist á meðferðina á fé sjúklinganna, er mjög særandi. Flestir sjúkling- arnir eru ekki betur efnum búnir en það, að þeir fara öreigar af hælinu, og þó meira og minna ófærir til að vinna fyrir sér. Ættu þeir því að fá að kynnast því, Komandi ár. ii. Neytendur og framleiðendur. Stundum hafa, jafnvel hér á landi, staðið deilur um það, hvort göfugra væri að vera neytandi eða framleið- ondi. Hefir stundum mátt skilja umræðúrnar svo, að hér væri um tvo harðandstæða flokka að ræða. Með sama rétti mætti segja, að andstæða væri milli handarbaks og lófa á sömu hendi. Alt sem lifir eru neytendur. Allir sem eitthvað vinna til gagns, eru framleiðendur. Og þar sem allir eru neytendur, og því nær allir vinna eittlivað nýtilegt, getur hér ekki verið um andstöðu að ræða, held- ur tvær hliðar liins óskiftilega mannlifs. Tökum dæmi þessu til skýringar. Eftir daglegri mál- venju er fiskimaður framleiðandi, en læknir aðeins neyt- andi. En vitaskuld eru þeir báðir neytendur, þurfa hús, fæði, fatnað o. s. frv. þar er enginn munur. Og báðir eru líka framleiðendur. Annar. eykur fiskinn á markað- inum, fullnægir þörf ýmsra hungraðra manna. Hihn eyk- ur heilsu og langlífi, bjargar miklu vinnuafli frá ótíma- bærum dauða, fullnægir þörf þeirra veiku. í raun og veru er allir dugandi menn þannig félagar í tvöföldum skilningi. þeir eru bæði neytendur og fram- leiðendur. En þó'að alt mannkyn sé þannig bundið sam- an tvöföldum viðjum, er ekki alveg sama á hvern þátt- inn litið er. Samvinnuhreyfingin byrjaði í fyrstu sem félag neyt- enda. Tilgangurinn var að fá ódýrari matvæli, föt, hús o. s. frv. En fyr cn varði var framleiðslan komin í spilið líka. Félögin eignuðust lönd, skip, akra, verksmiðjur, banka o. s. frv. þau voru bæði neytendur og framleiðend- úr, eins og allir dugandi og heilbrigðir menn. En skipu- lag þeirra var fyrst og fremst miðað við þarfir félags- manna, að því leyti sem þeir eru neytendur. Samvinnan barst úr áttliögum sinum í Englandi til flestra annara landa Norðurálfunnar. Sumstaðar var meiri áhersla lögð á þarfir neytendanna, t. d. þar sem kaup- félög störfuðu, án iðnaðar eða jarðræktar. Annai’sstaðar varð framleiðslan yfirsterkari, t. d. í mjólkurbúum, slát- urfélögum, eggjasölusamtökum o. s. frv. Allmikill munur er á starfsháttúm þessara tvennskonar félaga, þar sem þau starfa aðgreind. Félög sem starfa eingöngu að því að útvega mönnum sinum sem bestar og ódýrastar vör- ur, eiga jafnan samleið með öðrum, ef ekki eru vöru- þrot á markaðinum. í stað þess að skaðast á samheldn- inni, eru slík félög venjulega því sterkari, sem þau eru stærri. Neytendafélög í heilu landi gera félag með sér um heildsölu til sameiginlegra kaupa. Margar slíkar heildsölur gera með sér f£lag til að vera ennþá sterkari, geta keypt ennþá betur. þannig mynda samvinnuheild- sölur Dana, Norðmanna og Svía með sér yfirsamband (Nordisk Andelsforbund). Og á næstu árum stofna öll samvinnufélög í alþjóðasambandinu sameiginlega heild- sölu. því fleiri hendur, því meiri og betri vinna, þegar unnið er í bróðerni. Öðru máli er að gegna um framleiðendafélögin. þau cru^hvergi nærri eins stcrk. Eiga jafnvel erfitt með að starfa sanian, þótt í sama landi sé. í Danmörku eru þvi nær öll kaupfélög í Fællesforeningen. En hin margvíslegu framleiðendafélög hafa ekki neitt sambærilegt allsherjar- skipulag. Og þó eru sömu menn, eða samskonar menn féiagar bæði í kaupfélögunum og sölufélögunum. En að- stöðumunurinn þroskar mismunandi eiginleika. Á ís- landi hafa félög þau, sem mynda Sambandið, þroskast eins og í Englandi. Kaupfélögin eru samtök neytenda. En síðar tóku þau að sér að selja framleiðsluvöi-ur félags- manna sinna. Sú verkviðbót hefir ekki leitt af sér stefnu- eða skipulagsbreytingu. Samvinnufélög sem eingöngu starfa að því að um- bæta og selja vörur fyrir vissan flokk eða hóp manna, lenda alveg ósjálfrátt í kepni við aðra, sem hafa sömu vöru á boðstólum. Takmarkið verður að selja sem hæstu verði, án þess að líta á afleiðingar fyrir heildina. Sölu- félögin eiga erfitt með annað en að líta á önnur sarns- konar félög sem keppendur og andstæðinga. Kaupfélög hafa að öðru jöfnu því betri aðstöðu sem þau eru í sterk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.