Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1922, Blaðsíða 4
118 T 1 M I N N Jörðm Bardsn.es í Norðfjarðai'hreppi Suður-Múlasýslu, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Frekari upplýsingar hjá Sveini Stef'ánssyni Barðsnesi eða Jóni Hermannssyni úrsmið Reykjavík. Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir fyrirliggjandi og útvegar kaupfólögum alls konar landbúnaðarverkfæri Sláttuvélar, Milwaukee Rakstrarvélar, Milwaukee Snúningsvélar, Milwaukee Brýnsluvélar fyrir sláttuvélaljái. Plóga frá Kyllingstad Plogfabrik, er hlutu fyrstu viður- kenningu á landbúnaðarsýningunni í Reykjavík 1921. Garðplóga, Pinneberger. Rótherfi, Pinneberger. Tindaherfi, Pinneberger. Arfaplóga, Pinneberger, með tilheyrandi hlújárnum, Hlutu sérstaka viðurkenningu á fyrnefndri sýningu. Rófna sáðvélar. Forardælur. Yagnhjól frá Moelvens Bruk. Skilvindur, Alfa Laval. Sti'okka, Alfa Laval. o. fl. o. fl. Ennfremur verkfæraskápa með öllum algengum smíðatólum. Tilbúinn áburð, gaddavír o. m. fl. Flest verkfærin hlutu viðurkenningu á landbúnaðarsýning- unni í Reykjavík 1921 og eru valin í samráði við Búnaðar- félag íslands, sem einnig gefur upplýsingar um þau. Ymiskouar leður og skiun fyrir skó-, söðla- og aktýgjasmíði fyrirliggjandi í Södlasmídabúðinui Sleipnir, Klapparstíg 27,Reykjavík Til taupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin i Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði livað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið nm íslenska smjörlíkið. hvað lagt er til grundvallar, þeg- ar ákveðin er gjaldhæð sú, er þeir verða að standa skil á til hælis- ins. Værí enda íhugunarvert, hvort ekki væri rétt að leyfa sjúkl- ingum aðgang að reikningum hæl- isins til þess að kveða niður dylgj- ur og söguburð. Að öðru leyti skal fjárhagshlið heilsuhælisvistarinnar ekki tekin hér til meðferðar, en eg get tæp- lega skilið svo við þetta mál, að eg ekki minnist á þá tilfinnan- legu vöntun, sem mér finst vera á því, að hægt sé að fylgja sjúkl- ingunum eftir fyrstu mánuðina eftir að þeir koma af hælinu. Finst mér vanta nokkurskonar millibilsstofnun, sem taki við sjúklingunum af heilsuhælinu, venji þá við vinnuna og skili þeim vinnufærum. Sem betur fer eiga mjög margir heim til umhyggju- samra vandamanna að hverfa, þegar þeir losna af hælinu, en svo eru líka alt of margir, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, verða undir eins að fara að vinna fulla vinnu og koma svo jafnharðan til baka aftur, þyngra haldnir en í fyrra skiftið. Menn eru yfirleitt óvorkunnlátir við þessa feitu og veðurteknu menn, og skilja ekki að heilsan er tæpari en útlitið sýnir. Léttar vistir eru þeim að jafnaði lokaðar, bæði af ótta við sýkingarhættu og að ekki megi treysta á heilsu þeirra og fulla vinnu. Margskonar aðstoð mundi þó mega veita sjúklingunum við að útvega sér góða dvalarstaði með hentugum vinnuskilyrðum, en sumir þyrftu heimili, þar sem þeir gætu fylgt reglum sínum undir lækniseftirliti, meðan þeir væru að venjast vinnunni eða læra vinnu við sitt hæfi. Um fyrir- komulag slíkra heimila skal þó ekki fjölyrt hér, þar sem það er utan við efni greinarinnar. Að endingu skal það tekið fram, að eg hefi áður við ýms tækifæri mælt með heilsuhælinu á Vífilsstöðum, og það geri eg enn. Mjög margir fá þar heilsúbót, sem þeir mundu ekki fá annars- staðar. Ýmsir rétta við, sem koma þangað sárþjáðir, og verða jafnvel allvel vinnufærir. En alt of margir vanrækja einmitt að leita sér heilsuhælisvistar í tíma, á meðan enn er hægt að bjarga þeim, en enginn kemur of snemma. Ótti við heils.uhælið álít eg að sé með öllu ástæðulaus, eins og ástandið er nú á heimilunum, þar sem eg þekki til. Hitt er annað mál, að batinn yrði sennilega fljótfengnari, ef heilsuhælisvist- in bæri meira af og lagfært væri það, sem heilsuhælinu með réttu er áfátt í. Einarsnesi 29. ágúst 1922. Páll Jónsson. II. Eg hefi lengi undrast, hve þag- að hefir verið yfir óvinsælli hjúkr- unarstarfsemi á Vífilsstöðum. Loks var þó þögnin rofin í Tím- anum. það er eins og enginn hafi þorað að hafa hátt um gallana á þessari dýru og fínu stofnun þjóð- arinnar. það er löngu kominn tími til að fletta ofan af ósómanum, að gera eitthvað til þess, að Vífils- staðahælið komi að þeim notum, sem menn hafa vænst. Eg hefi kynst nokkrum sem ver ið hafa á Vífilsstöðum, bæði sjúkl- ingum og starfsfólki, og hefir þeim öllum borið saman um það tvent, að lagt væri þar vel til alls og ekkert sparað, en samt vildu þeir ekki vera þar sem sjúklingar. þeir hafa ekki borið hælinu góðan vitnisburð. pað er engu líkara en þeir sem þar eru ráðandi, skoði hælið sett á lagg- irnar til þess að veita sér at- vinnu og góð laun, en ekki til þess að bjarga lífi fólksins sem þangað er sent. pað er ekki nóg að sjúkl- ingum sé ætluð nóg fæða og heil- næm, ef hún er geymd þangað til hún er orðin úldin og mygluð þegar svo farið er að búa til úr henni kryddaða rétti til þess að minna beri á skemdinni. Af þessu matarhæfi hafa mai-gir sjúkling- ar veikst. þetta er ein af ákærum manna á hælið. þeir sem borga fæði sitt fullu verði, hafa heimt- ingu á.að fá þann mat, sem ekki spillir heilsu þess. það er sjálf- sagt, að ráðskonan á Vífilsstöð- um er vel að sér í matargerð. En hún þarf líka að vera skylduræk- in. Hún má ekki hugsa mest um að eiga sjálf rólega og góða daga. Hún á að sjá um að starfsfólkið sem vinnur undir hennar stjórn, leysi verk sín vel af hendi. pað er ekki heldur nóg að láta hjúkr- un sjúklinga vera á yfirborðinu eftir réttum spítalareglum og hafa alt fágað og slétt á heim- sóknartímunum, ef á öðrum tím- um er mörgu ábótavant. það dug- ar ekki, þó að hjúkrunarkonurn- ar séu liprar og tungumjúkar við gesti, ef þær eni stirðar og ónær- gætnar við sjúklinga. Enginn hlutur er nauðsynlegri og sjálf- sagðari en að hjúkrunarkonur séu alúðlegar og nákvæmar við sjúklinga, því það kemur meiru góðu til leiðar en frekja og ónær- gætni. pað kalla eg frekju og ónærgætni, að þröngva 'barni til að eta þann mat, sem það með engu móti hefir lyst á, og hætta ekki fyr en það selur matnum upp. Er sagt, að ekki alls fyrir löngu hafi barn, sem þessi aðferð var höfð við, fengið ákafan blóð- spýting og dáið eftir sólarhring. Öðru barni var skipað að borða brauðsúpu, sem það hafði enga lyst á, en var þröngvað til þess grátandi. petta er engin nærgætni. pá er sögnin um þriðja barnið, sem læknir hælisins talda enga lífs von. Samt er það tekið og bað- að, þótt það væri svo veikt, að það þyldi ekki að láta snerta sig og bað grátandi um vægð, né held- ur þótt það eyddi sínum síðustu kröftum sér til varnar, það var baðað og skift á því hljóðandi af kvölum. Er þetta nokkur hjúkr- un eða mannúð? Af fjórða barn- inu er sögð sagan sú, að það hafi dáið um hánótt án þess nokkur væri hjá því. Eldra barn, minna veikt, vaknaði og heyrðist eitt- hvað óvanalegt væri að gerast, hringdi því á vökukonu, en þeg- ar komið var að, var barnið búið að gefa upp öndina. Væri ekki sjálfsagt, að undir slíkum kringumstæðum væri sér- stök vökukona, hvort heldur börn eða fullorðnir eiga hlut að máli. pað er ekki há tala, af mikið veikum sjúklingum á hælinu, ef ein vökukona getur veitt þeim næga hjálp frá því klukkan 9 á kvöldin til kl. 614 að morgni, að starfstími byrjar. Til hvers er hælið stofnað? Ilefir það náð til- gangi sínum, eða er það á réttri leið til þess, með þeirri hjúkrun, sem þar er. Eg á 9 börn. En fyr mundi eg láta skera úr mér hj artað, en láta nokkurt þeirra á Vífilsstaðahælið. Kona. Fleiri greinar um þetta mál koma í næsta blaði. Ritstj. --------------o---- Tvær kenslubækur. 1. Jónas skólastjóri frá Hriflu ætlar í haust að gefa út fyrsta hefti af náttúrufræði handa barna skólum. Verður það um dýrin, og munu síðar koma út hgfti um fugla, fiska o. s. frv. Er gott til þess að vita, að eignast þessa bók, því kenslubók í náttúrufræði við barna hæfi hefir enn ekki verið gefin út á íslensku. Hefir Jónas sýnt með Islandssögu sinni að honum er sýnt um að skrifa kenslubækur, enda er það alkunn- ugt, aðí ágætir rithöfundar, sem fróðir eru um efnið, rita betur kenslubækur en miklir fræðimenn, sem eru litlir rithöfundar. 2. Steingrímur kennari Arason gefur í haust út lesbók, sem ætlast er til að verði notuð við byrjunar- kenslu í lestri í stað stafrófs- kvers. Einnig má nota bókina næst á eftir stafrófskveri. í henni verða létt og barnalég æfintýri og kvæði og fjöldi mynda. Letrið stórt og skýrt. Ætlast er til að lestur verði kendur á þessa bók með öðrum hætti en tíðkast hefir og gefur Stgr. út sérstakt kver til leiðbeiningar um notkun henn- ar. Bókin verður 8 arkir og verð- ið lægra en á nokkurri jafnstórri bók frá síðari árum, sennilega 2 ki’ónur og 50 aurar. Báðar þessar* bækur verða síð- búnar, og er ráðlegt að kennarar láti bömin bíða þeirra. Árni frá Höfðahólum hefir ekk- ert ritað í Morgunblaðið þessa viku — undir nafni a. m. k. "Niðurlag á svari til Garðars Gíslasonar verður að bíða næsta blaðs. Eggert Stefánsson símritari á Akureyri hefir verið skipaður stöðvarstjóri við ritsímastöðina á Borðeyri. ----o--- Orðabálkur. bálkur (-s, -ar), kk., gildur kað- all (um-2 álnir að lengd), sem festur er í járn, er umlykur vað- stein á hákarlafæri og tengir hann við neðri enda færisins. Norðl. bátsi (-a, vantar flt. ?), kk., einskonar gælunafn á báti. Langa- nes. Vestf. beita: beita í bjóð, beita lóð þannig, að önglar og niðrilega eru jafnótt lögð í bjóðin. Vestf. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. ari samböndum fyrir eitt land eða fleiri. Að því leyti sem allir menn eru neytendur, geta þeir starfað saman, sem vinir og stallbræður. En að því leyti sem þeir eru framleiðendur, geta þeir, frá sjónarmiði hversdagsþröng- sýni, litið hver á annan sem keppendur um sama takmark. Eins og eðlilegt er, hefir þessi munur á eðli og starfsháttum djúptækar afleiðingar. Neytendafélögin í öll- um löndum stefna hærra og starfa meir að andlegum framförum og auknu bræðralagi, heldur en framleiðslu- íélögin. par sem hvorttveggja er samtengt, eins og víð- ast livar hér á landi, verður andi neytendasamvinnunn- ar yfirsterkari. pá er og vel farið. pá hittast borgararnir á þeim grundvellinum, sem lætur bestu eiginleika þeirra njóta sín. Til að taka nokkur dæmi úr sögu íslenskrar sam- vinnu, er einsætt, að hrein framleiðslufélög iiafa aðal- lega myndast í þeim liéruðum, þar sém meira gætti anda samkepni en samvinnu. í öðru lagi hafa framleiðslufélögin nálega ekkert gert til að auka samvinnumentun í land- inu. Alt sem hefir verið gert til gagns af því tægi, er að þakka leiðandi mönnum neytendafélaganna. Framleiðslufélögin hafa -vitaskuld mikla þýðingu, þótt þau starfi ein sér. pau geta bætt efnahag félagsmanna sinna, og þar með valdið óbeinlínis andlegum framför- um. En þau eru lægra stig en neytendafélögin, af því þau byggja að miklu leyti á samkepnis- en ekki samein- andi eiginleikum manna. Fyrir þjóðfélagið og almenna menningu er það lieppilegast, að neytendafélögin séu aðal- atriðið, hinn sterki stofn, sem allar aðrar greinar sam- vinnunnar byggjast á. pað er mikið lán fyrir Islend- inga, að þeir liafa í þessum efnum bygt samvinnu sína á traustum grundvelli. í köflum þeim, sem hér fara á eftir, verður leitast við að sýna fram á, hver verk bíða samvinnunnar hér á landi og hversu framleiðendasam- tökin geta notið sín, innan þeirra vébanda, sem þörf þjóðfélagsins markar þeim. En til að skýra betur hver munur er á þessum tveim vegum, skal tekið til athug- unar einfalt dæmi. íslendingar framleiða mikla ull, sem selst fyrir lítið verð úr landi. í annan stað eru keypt feiknin öll af út- lendum fatnaði og fataefnum. Hér gæti verið mikill ullar- iðnaður, og hann myndast hér væntanlega innan skamms. Hér er þörf fyrir mikið af dúkum. Hér er til ull, nóg vatnsafl til að hreyfa vinnuvélar, og fjöldi atvinnulausra manna, sem einkis óska og einkis þurfa fremur en fasta vinnu. Hér vantar ekki nema verksmiðjurnar og eitthvað af sérþekkingu. Um þetta eru allir sammála. En hvort er betra fyrir þjóðina að þessar verksmiðjur séu rekn- ar eftir kröfum neytenda eða framleiðenda? Segjum að bændur í hálfri sýslu myndi hlutafélag, reisi og reki ullarverksmiðju, sem fullnægi að miklu leyti dúkaþörí iandsmanna. peir láta vinna úr ull sinni, það sem hún nær, og lcaupa ef til vill eitthvað i viðbót, með sama verði og algengt er á þeirri vöru. En dúkana selja þeir með því verði, sem hægt er að fá, alt að því eða alveg eins og útlendir dúkar á sama tíma. Ef alt er með feldu, græða þeir sem eiga verksmiðjuna töluvert, og það er gott. En aðrir landsmenn græða ekki neitt, nema það að ganga í fatnaði, sem búinn er til í landinu. Dýr- tíðin minkar ekki til muna, þótt öll íslensk klæði væru unnin á þennan hátt. Sambandið er félag íslenskra neytenda fyrst og fremst. í því eru V? hlutar allrar þjóðarinnar. Segjum að Sambandið reisti slika verksmiðju. pað væri í sam- ræmi við fordæmi annara samvinnuþjóða. pá fá allir félagsmcnn dúkana með sannvirði. Og hver sem. vill getur orðið félagsmaður. Slikt fyrirtæki hefði bæði þjóð- lega og þjóðbætandi þýðingu. pað minkaði dýrtíðina. pað lækkaði verð á fatnaði. Flejri menn og fleiri konur gætu aflað sér hlýrrá og nauðsynlegra klæða. Með sama hætti og sama árangri má best leysa fjöldamörg af verkefn- um samtíðarinnar, þau sem einna mestu skiftir um að verði leyst á réttan hátt. ----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.