Tíminn - 13.09.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1922, Blaðsíða 1
AukaJ>l£id'! Reykjavík 13. sept. 1922 Laumuspíl Björns Krístjánssonar kaupmanns. Frétt úr Borgarfirði hermir, að þar sé verið að dreifa út meðal bænda níðriti um samvinnufélögin eftir Björn Kristjánsson kaupmann. Pésinn kvað vera um 70 bls. að stærð, og er sendur í sérstöku bréfi með persónulegri utanáskriít til bænda í Borg- arfirði. pað mun mega telja fullvíst, að það verði ekki Borgfirðingar einir, sem njóta þessarar föðurlegu umhyggju B. Kr., heldur allir bændur á landinu. Póstar norður og austur eru nú á förum. Mun leik- úrinn til þess gerður, að geta dreift bréfi þessu um alt land rétt fyrir kauptíðina, án þess að því verði svarað fyr en mánuði síðar, þegar ósannindin og blekkingarnar verða búin að hafa sín áhrif. Laumuspil B. Kr. í þessu máli sýnir að hann íyrir- verður sig íyrir þetta afkvæmi sitt. Ef hann hefði vitað sig fara með rétt mál og drengilegt, myndi hann hafa geíið ritið út hér í Rvík, þar sem það er prentað, og látið selja það opinberlega í bókabúð- um, eins og heiðarlegar bækur. Ekki gert neina til- raun að koma kenningum sínum leynilega út um land, og búa svo um hnútana, að þeim yrði ekki svarað fyr en eftir margar vikur. þessi aðferð sýn- ir dóm B. Kr. um pésann. Hann treystir svo lítið á rök sín, að hann býst við að þau grotni sundur, eins og mjöll í vorsól, ef þeim fylgi mótrök frá samvinnumönnum. þeir sem trúa á málstað sinn, og vita sig f'ara með satt og rétt mál, fara ekki slíka launvegi. þeir vilja að sem flestir heyri mál sitt, að því sé andmælt í heyranda hljóði. þá fyrst njóta sín yfirburðir góðs málstaðar. En þetta hræðist B. Kr. Hann kvað jaínvel ekki geta dulið í sjálfum pésanum, hvern hug hann ber í brjósti við væntanleg svör samvinnublaðanna. Vafalaust verða gerðar athugasemdir á sínum tíma við ritling þennan. En það er þó ekki frá samvinnumönnum, sem B. Kr. stafar mest hætta í þessu máli. Áfellisdómurinn býr í honum sjálíum. Með leyndinni lýsir hann yfir vantrausti á verki sínu. Hvert traust munu aðrir fá á því verki, sem hofundurinn sjálfur vantreystir? það má ganga að því vísu, að aðalefni pésans sé tilraun að gera fjárhag kaupfélaganna tortryggileg- an. Og sennilega velur B. Kr. einmitt haustkauptíð- ina til birtingar, af því hann gerir ráð fyrir, að ein- hverjir lítilsigldir félagsmenn fái við hugvekju hans kjark til að láta vera að borga vorvöruúttekt í sínu eigin félagi, þ. e. svíkja sjálfa sig og sitt eigið félag. þar sem nú að B. Kr. og einkasonur hans eru eigend- ur tveggja stórra verslana í Rvík og ef til vill fleiri leynilegra, og láta talsvert á sér bera í 'samtökum kaupmanna, er varla hægt að fordæma þessa f'ram- komu B. Kr. nógsamlega. Ofan á sífeldan róg og dylgjur Mbl., sem það við og við verður að taka aftur og biðjá fyrirgefningar á, bætist nú flugu- mensku-ritlingur B. Kr. Má segja, að alt er þegar þrent er. Tvent er undarlegt við þetta framferði. Djörfung kaupmanna, sem vita um stöðugt fjölgandi gjald- þrot ýmsra kaupsýslumanna, að -óska eftir saman- burði af þessu tægi. Og í öðru lagi hin sjúka dirfska B. Kr. að vilja fara út í fjárhagslegan samanburð við bændur á Islandi, eins og fortíð hans er háttað. Lesendum Tímans er kunnugt um fjárhagsástandið síðastliðinn vetur. Tveir fimtu hlutar Islendinga versla í Sambandsfélögunum. Skuldir þeirra út á við voru um eina miljón. þrír finjtu hlutar íslendinga versla við kaupmenn. Skuldir þeirra erlendis, á sama tíma, voru um 25 miljónir. Auk þess hafði enska lánið nær því eingöngu farið í skuldir hiima síðar- nefndu. Menn vita ekki til að ein einasta króna af enska láninu hafi gengið til skuldalúkningar kaup- félaga eða Sambandsins. þessar tölur sýna fjárhaginn út á við. Inn á við voru hlutföllin hin sömu. Samkvæmt skýrslu hr. H. Kristinssonar forstjóra á Sambandsíundi í vor, sem lesendum Tímans er kunn, voru skuldir allra Sam- bandsdeildanna við Sambandið á borð við það, sem menn vita að sum fárnenn togarafélög í Reykjavík skulduðu á sama tíma. Kaupíélögin og Sambandið njóta hins mesta trausts hjá viðskiftabönkum sín- um innanlands og utan. Ekkert kaupfélag hefir orð- ið gjaldþrota á þessum krepputíma. Engu kaupfélagi hefir verið gefin upp ein einasta króna, svo að menn viti. Aftur á móti hafa margir kaupmenn oi'ðið gjaldþrota, og skuldaupphæðirnar stundum nær heilli en hálfri miljón. Erlendir viðskiftamenn og bankar hér á landi hafa þannig tapað stórfé. þar að auki hefir íslandsbanki neyðst til að gefa upp ýmsum kaupsýslumönnum afarháar fjái'hæðir. Einum, sem talið er að hafi skuldað Islandsbanka um 850 þús., mun hafa verið gefið upp kringum 700 þúsund. þar sem bankinn heldur þessu stranglega leyndu, eru tölurnar í hverju einstöku tilfelli eltki nákvæmlega kunnar. En hitt vita menn, að þann- ig er búið að gefa upp mörgum mönnum, og þó er eftir að „semja“ við ýmsa, þar á meðal eignalausa síldarsölumenn. En hið viðurltenda tap Islandsbanka mun nú þegar meir en 3 miljónir. Skilamennirnir verða að borga fyrir þá óskilvísu. „Fátæku“ sam- vinnubændurnir, sem B. Kr. vill knésetja biðja hvorki um uppgjöf á sínum litlu skuldum, eða gera sig líklega til að refjast um greiðslu þeiiTa. En með háu vöxtunum borga þeir sinn bróðurpart af miljónunum, sem búið er að gefa kaupmannastétt- inni. þá er samábyrgðin annað rógsefnið. En hví leita kaupmenn ekki nær sér? Hafa ekki kaupmanna- gjaldþrotin leitt í ljós, að kaupmennirnir eru flæktir í botnlausum skuldaviðjum hver fyrir annan og bændur íyrir kaupmenn? það er skrítin tilviljun, að kaupmenn gerðu í fyrra um þingtímann langar og margar skáldsögur um að Sambandið væri búið að biðja um landsábyrgð fyrir 5 miljónum! Stjórn Sambandsins datt aldrei í hug nein slík ábyi'gð, m. a. af þeirri mjög gildu ástæðu, að það þurfti henn- ar ekki með. það hafði nægilegt traust án þess að fá bakábyrgð þess hluta þjóðarinnar, sem skuldaði 25 miljónir út á við og meira inn á við. Að lokum er aðstaða B. Kr. sjálfs. Hann er með ríkustu mönnum landsins. Sumir kunnugir álíta að þeir feðgar geti á undanförnum árum tæplega hafa haft minni gróða en 100 þús. kr. á ári af verslun- um sínum. Fyrir nokkrum árum kom B. Kr. til þings- ins, sagðist vera öreigi, og bað um ellistyrk. Menn trúðu honum þá. Iiann hefir síðan fengið um og yfir 8000 kr. á ári í öreigaframfærslu. Vafalaust get- ur hann gilt úr flokki talað um að hann sé ekki skuldugur, og ekki fátækur. Bændurnir sem hafa bú- ið með tekjuhalla, þótt lítill sé á kaupmannagj ald- þrotsvísu, nú í 2—3 ár, gefa þessum öreiga 8000 kr. á ári af fátækt sinni. Nú vill hann launa þeim með þeirri fræðslu, að þeir séu skuldugir og fátækir. En skyldi ■ ekki mörgum fara svo, að þeir hugsi á þessa leið: „Mun Björn Kristjánsson sannsögulli um verslunarmálin í laumupésa sínum nú, en á Al- þingi forðum, er hann gaf sjálfum sér öreigavott- orðið, innan um þingheim allan, sem vissi fullvel hvað klukkan sló?“ Jónas Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.