Tíminn - 16.09.1922, Blaðsíða 2
120
T I M I N N
Svar
til Garðars Gislasonar.
III, Niðurí.
í undangengnum köflum hefir ver-
ið hrundið hinum almenna vaðli G.
G. og því sérstaka dœmi um gœru-
verslunina, sem hann bygði a sjálfs-
dýrkun sína. Nú skal athugaður sá
andi, sem gengur gegnum grein
hans. Nokkrar linur úr síðasta kafl-
anum eru nægilegt sýnishorn:
„Áður en Sambandið kom til sög-
unnar, skiftu félögin við hvern sem
best bauð — höfðu sem frjálsastar
hendur með vöruval, vissu gjarnan
verðlag á béða bóga og hvernig fjár-
hagurinn stóð". — Félögunum „hefir
i seinni tíð verið hrundið út á hálar
brautir með æsingum og ofstopa, og
undir þeim böndum, sem hafa gert
þau ófrjáis og efnalega ósjálfstæð."
Fjöldamargt ai sama tægi fyllir
grein G. G. og samskonar ritsmiðar
í kaupmannablöðunum, stöðugur róg-
ur, ósannindi og illyrði um Sam-
bandið og einstaka starfsmenn þess.
J>eir eiga að hafa leitt ógæfu yfir
landið, aukið skuldir og fátækt kaup-
félagsmanna. Ef þeir hefðu ekki ver-
ið til, er svo að sjá sem ríkt hefði
eilífur friður, bændum klappað á
béðar kinnar af kaupmönnum og stór-
kaupmönnum. Aldrei verðfall á ís-
lenskum vörum erlendis. Útlendar
vörur alt af mjög ódýrar. Engin
skuldaverslun. Aldrei stygðaryrði eða
aðfinsluorð út af verslunarmálunum.
Sambandið og starfsmenn þess eiga
að hafa valdið allri þeirri hnignun,
sem þessir menn þykjast sjá.
Og hver er svo hnignunin? Skuld-
ir 8000 Sambandsmanna út á við voru
eins og dropi í hafinu síðastliðinn
vetur, eins og margsannað hefir ver-
ið. Skuldir þeirra inn á við voru um
síðustu áramót alika og skuldir
sumra togarafélaganna með 8—10
hluthöfum. Sambandið nýtur hins
mesta trausts hjá viðskiftabönkum
sinum erlendis og innanlands. Engu
kaupfélagi hefir verið gefinn upp einn
eyrir af skuldum utanlands og innan.
En hvernig litur út hinumegin?
Stórkostlegar skuldir út á við. Hvert
kaupmannagjaldþrotið eftir annað.
Fjölmörgum, enginn veit hve mörgum
gefnar eftir upphæðir, sem nema
stundum hundruðum þúsunda, af
bönkum hér á landi og lánardrotn-
um erlendis. Garðari sjálfum er vafa-
laust kunnugt um ait þetta, um menn
sem þóttust vera ríkir, en liggja nú
við sveit, með uppgefnar stórskuldir,
gjaldþrota, eða með hengingarólina
æfilangt um hálsinn, nema þeim verði
gefið upp. Og svo kasta þessir óreiðu-
menn skvigga á landið alt, á skila-
mennina, á þá sem ekki „svindla" fé
sínu bg annara, á þá sem borga háu
vextina i bönkunum, sem ganga til
að greiða gjafirnar til spekúlantanna.
Um þetta þegir Garðar og hans nót-
ar. En skuldir bændanna og hagur
Sambandsins er þeim áhyggjuefni.
Hefir sannleikanum og borgaralegu
velsæmi nokkurntíma verið meira
misboðið?
Svona er ásttuidið núna. Víkjum að
friðnum í gamla daga. þegar Garð-
ai var barn í föðurgarði, stofnaði
Jakob Hálfdánarson hið fyrsta pönt-
unarfélag hér á landi. Friðurinn var
þá ekki nieiri en svo, að kaupmaður-
inn á Húsavík lagði verslunarbann á
alla sem skiftu við félagið. J>ó að
hungur og fellir vofði yfir, fengu þeir
ekki mat fyrir peninga nema þeir
gæfust upp fyrir stallbróður Garðars
á Húsavík, og yfirgæfu algerlega
kaupfélagið. Svona var nú sú frjálsa
samkepni þar, og varah auk þess
25% dýrari en i pöntunarfélaginu.
Margt fleira um mildileik kaupmanna
á Húsavík gætu gamlir menn sagt
Garðari enn. Og þó var ástandið þar
ekki verra en annarsstaðar a landinu.
í viðbót við verslunarbannið ofsótti
kaupmaður félagið með þrálátum
málaferlum. Jakob Hálfdánarson
varð eitt sinn að standa 9 tíma fyrir
rétti út af útsvarsþvargi kaupmanns.
Jón á Gautlöndum, Jón i Múla, Sig-
urður í Ystafelli, Pétur á Gautlönd-
um, allir komu þessir menn árum
saman fram í varnarliði samvinnu-
bændanna i ofsóknarmálaferlum
kaupmannavaldsins á Húsavík.
Svona var nú friðurinn þá. Ofsóknir,
málaferli, lygar, rógur, verslunarbann
og fjárhagsþvingun, öllu var teflt
fram til að kefja samvinnu pingey-
inga þegar i byrjuninni. Sama sagan
endurtók sig út um alt land, eftir
því sem pöntunarfélögum fjölgaði.
Smákaupmenri útlendir og innlendir
litu á þau sömu hatursaugum og
heildsalarnir líta nú á Sambandið.
Sama er sagan erlendis. Yngsta sam-
vinnufyrirtækið er alt. af rægt mest
og dauðadæmt af keppinautunum. I
Danmörku hefir Samvinnubankinn
verið ofsóttur gegndarlaust síðustu
ár. En við hver reikningsskil hefir
sljakkað um stund í leigulygurunum,
alveg eins og hér á landi þegar eitt-
hvert „sannleiksvitnið" hefir orðið að
éta ofan i sig opinberlega. Áður var
í Danmörku sama sagan um Fællis-
foreningen, mjólkurbúin, sláturfélög-
in, lánsfólögin, og fyrst um kaupfé-
lögin, sem eru elst. .Eftir nokkur ár
vtrður hætt að ljúga sérstaklega
ki-öftuglega upp á Sambandið. pá
verður það íslenski Samvinnubank-
inn, iðnaðarfyrirtækin o. s. frv.
Friðnum á að hafa verið spilt af
þvi Sambandið dró umboðslaun og
álagningu úr höndum innlendra og
útlendra braskara, undir yfirráð og til
hagsmuna fyrir félagsmenn sjélfa.
Samvinnublöðin eiga lika að liafa
spilt friði, eftir þvi sem kaupmenn
segja.
En hvernig var friður sá, sem sam-
vhmumenn nutu í tíð pöntunarfélag-
arina. Nokkrir leiðtogar þeirra héldu
saman á þingi. pá áttu þeir að vera
leiksoppar og ginningarfífl Zöllners
og Vídalíns. pá kom vísan vum að
kaupíélögin borguðu kampavinið i
veislum þessara erlendu eða hálfer-
lendu kaupmanna. J>á gengu í ísafold
stöðugar glósur um að kaupfélögin
væru stórskuldug hjá erlendum um-
boðsmönnum. Trausti þeirra var svo
spilt, að þau höfðu nálega ekkert láns-
traust hér á landi. Kaupfélag Eyfirð-
inga mun hafa verið fyrsta kaupfé-
lagið, sem íslensk lánsstofnun skifti
við eins og venja var annars að búa
að kaupmönnum, þ. e. að láta í té
veltufé part úr ári. Hvort þessi tregða
oankanna að skifta við bændur og
kaupfélög, hefir stafað af rógi and-
stæðingamia í blöðum og manna milli,
skal látið ósagt. En hitt þarf að taka
fram, að félögin neyddust þá til að
skulda hjá innlendum og útlendum
stórkaupmönnum, og binda verslun
sína hjá þeim stórkaupmanni, sem
gat lánað veltufé. Kaupfélag Eyfirð-
inga ruddi braut í þessu efni. J>að
tók bankalán til að borga vörur sín-
ar, en skuldaði ekki hjá kaupmönn-
um. Nú er þetta félag stærst og sterk-
ast allra íslenskra samvinnufélaga.
pví sýnist ekki hafa orðið meint við
að hætta að vera lánþiggjandi stór-
kaupmanna. Sambandið hefir fylgt
sömu reglu. J>að hefir brotið um-
boðsmannaskuldafjöturinn af öllum
sínum deildum, og skuldar þó minna
í bönkum en nokkurt annað verslun-
arfyrirtæki af jafnri stærð. Skyldu
hin beisku tár Garðars yfir Sam-
bandinu stafa af því, að það hefir
frelsað flest íslensk kaupfélög úr
skuldaklóm umboðssalanna?
'Af hinni tilfærðu grein G. G. í upp-
hafi þessa máls má sjá, að hann hlýt-
ur að álíta stofnun Sambandsins glap-
ræði, og þá menn meiri og minni
ólánsgarnva, sem að því hafa unn-
ið, enda er tæpt á því í grein G. G.
og viðar í blöðum kaupmanna. En nú
vill svo undarlega til — og óheppi-
lega fyrir Garðar — að alt sem þess-
ir „vondu" Sambands- og Tímamenn
hafa gert, er ekki annað en fram-
kvæmd á ráðagerð Einars i Nesi, föð-
urbróður Garðars. J>að er mikill sómi
fyrir G. G. að hafa verið svo náskyld-
vir einum mesta gáfnamanni landsins
á 19. öldimvi. En sómi Garðars hefði
vtrið enn meiri, ef hann hefði borið
gæívi til að láta vera að ausa auri þá
glæsilegustu framsýn, sem til er eftir
þennan glæsilega vitmann.
í ofurlitlu bréfi fra Einari i Nesi,
meir en 30 ára gömlu, sem tvívegis
hefir jyerið prentað i Tímariti sam-
vinnufélaganna, lýsir Einar hinu
rétta framtíðarfyrirkomulagi kaupfé-
laganna: Eitt félag við hverja höfn á
landinu. J>au hafa samband sín á
milli og sameiginlega stjórn, sameig-
inleg innkaup og sölu á vörum. Er-
indreka til að vinna að innkaupum
á vörum og sölu á Norðurlöndum og
linglandi. Og að lokum blað, til að
í'ræða um starfsemi félaganna, sem
Einar vill að komi inn á hvert ein-
asta heimili á landinu. Menn geta
tæplega nógsamlega dáðst að spak-
leik þess manns, sem sá fyrir full-
myndað alt skipulag kaupfélaganna.
Sambandið og samvinnublöðin er að-
eins framkvæmd á hugsjón hins
skarpvitrasta manns, sem uppi var
hér á landi um 1890.
En ef Garðar skyldi samt vilja tor-
tryggja Einar í Nesi, og efa nauðsyn
samvinnublaða, þá ætti hann samt
að geta trúað Steingrími Jónssyni,
sem svo vel var mælt með af stétt
Garðars bæði á Húsavik og Akureyri
í vetur sem leið. í inngangi að Tíma-
riti kaupfélaganna 1907» segir St. J.:
„Dagblöð vor hafa flest verið nær því
lokuð fyrir ritgerðum um kaupfélags-
mál. — — í sambandi og samvinnu
geta þau verið öflug til framkvæmda
og örugg gegn árásum." — pessvegna
var Tímaritið stofnað. Garðar getur
af þessu séð, að áður en Sambandið
tók að fást við verslun, voru blöðin
nær því lokuð fyrir þeim, auðvitað
sökum auglýsinga kaupmanna. Sömu-
leiðis virðist St. J. kannast eitthvað
við „árásir" á félögin. Skyldi Garðar
geta giskað á hvaðan þær koma?
Garðar segist vera formaður Versl-
unarráðsins. Hann myndi gera sér og
sinni stétt mest gagn með því að
láta lið sitt hætta hinum fávíslegu og
tilgangslausu árásum á fjárhag kaup-
félaganna og Sambandsins. J>essi fyr-
irtæki eru og hafa verið öruggustu
fjármálafyrírtæki hér á landi. Og all-
ar tilraunir til að hnekkja gengi
þeirra með atvinnuspillandi dylgjum,
hafa endað með því, að hlutaðeigend-
ur hafa orðið að éta óhróðurinn ofan
í sig, hvenær sem Sambandið hefir
hótað málssókn. Allmikill hluti af
þjóðinni er nú kominn á það þroska-
stig, að geta og vilja reka verslun
sina sjálfir. Engar ofsóknir geta
breytt þeirri staðreynd. Hinsvegar er
talsvert mikill hluti þjóðarinnar svo
óþroskaður, að hann er ekki fær um
að hafa samvinnu. J>ar er verkefni
fyrir Garðar og félaga hans. J>ar eru
menn, sem sökum gáfnafars, skap-
gerðar og mentunarástands hljóta að
skifta við kaupmenn, og bera á baki
sér þá 500 „gróssera" og smákaup-
menn, sem „atvinnu reka" í höfuð-
staðnum. Garðari ætti að vera nóg
að vita sig sterkan í ríki þeirra and-
lega voluðu, sem væntanlega verður
ekki af honvim tekið. J. J.
_<>-----------
Á víð og dreíf.
Haínlausa ströndin.
Fátt hefir gerst merkilegra í fram-
förum hér á landi, siðustu árin, held-
ur en sjálfbjörg bændanna i hafn-
lausu héruðunum, Skaftafellssýslum
báðum og mestum hluta Rangár-
vallasýslu. Fyrst kom kaupfélagið í
Vík og fékk vörur sendar þangað frá
kaupmönnum í Rvík. Síðar gekk fé-
lagið í Sambandið, og fékk sitt eigið
skip sent frá útlöndum á hyerju vori.
J>á bygðu Skaftfellingar sláturhúsið í
Vík og hættu að reka sláturféð óra-
leið yfir mörg vötn til Rvíkur. J>á
iétu Skaftfellirigar smíða stóran vél-
bát, sem heldur uppi samgöngum þeg-
ar veður leyfir milli Rvíkur, Vest-
mannaeyja og Víkur. J>á gerði Vikur-
félagið útibú á söndunum austur við
Síðu, ílutti vörurnar þangað sjóveg
frá Vík, til að spara bændum óþarf-
ar kaupstaðarferðir. Austur-Skaftfell-
ingar stofnuðu sitt kaupfélag laust
eftir stríðið. J>eir fá sínar aðalvörur
fyrir milligöngu Sambandsins, beint
frá útlöndum til Hornafjarðar. J>ví
nær allir bændur í sýslunni gengu í
félagið. Loks komu bændur i hálfri
Rangárvallasýslu með Kaupfélag Hall
geirseyjar. J>ar er hafnleysið einna
tilfinnanlegast, og minst vikuverk að
fara með vagna austan yfir J>verá
til Rvíkur. Er erfitt að reikna nógu
hátt kostnað við slíka flutninga vor
og haust. Enn sem komið er íast
skip ekki vátrygð að Eyjasandi. Síð-
astliðið vor kom skipið frá Samband-
inu með ársvörur þessara bænda til
Vestmannaeyja. Samstundis voru þær
fluttar til lands í stórum vélbátum.
Sennilega tekst siðar að fá flutninga-
skúturnar til að koma beínt upp að
sandinum á vörin. Allar þessar að-
gerðir eru samstæðar. Skipulegar til-
raunir fólksins á hafnlausa svæðinu,
að yfirstíga örðugleika náttúrunnar,
marga þá, sem reynst hafa erfiðastir
á umliðnum öldum.
„Illur fengur, illa forgengur".
Á Seyðisfirði er nú gefið út vesal-
asta blað landsins, Austanfari. í þvi
streymir út í sandinn nokkuð af
brennivinsgróða þeim, sem Jón Magn-
ússori dró saman meðan hann var
bæjarfógeti i Reykjavik. Svo sem
kunnugt er fluttust inn ókjör af vín-
föngum síðustu árin, sem leyft var að
flytja vín hér inn, og mest í Rvík.
Jón innheimti þessar tolltekjur, og
það var á almanna vitorði, að hann
varð stórauðugur á þessari víntolís-
starfsemi sinni. í vor hafði Guðm.
Hagalín gert kaupmenn á Seyðisfirði
svo þreytta á að eyða fé i Austur-
land, að þeir létu blaðið verða hor-
dauða. Ritstjórinn var þá á götunni,
og tók að snapa saman peninga í nýtt
Komandí ár.
iii.
Gagnstæðir straumar.
Allir eru neytendur. Allir, sem vinna eitthvað nýti-
legt starf, eru framleiðendur. Ófriður milli þessara aðila
er i raun réttri jafnóþarfur, eins og ef hönd hættir að
veita lið hendi, eða fótur fæti.
í undangengnum kafla er sannað, að hin stóru neyt-
endafyrirtæki annara landa, kaupfélögin, eiga líka fram-
leiðslufyrirtæki, til að geta veitt félagsmönnum sínum
sem flest lifsþægindi með sem minstum kostnaði. Hér á
landi er þetta mikilsvert atriði. Fram á síðustu ár hefir
samvinna hér á landi haft mikil" áhrif í sumum sveita-
héruðum, en alls engin i Reykjavík og flestum öðrum
kauptúnum, og lítil áhrif á almenna meðferð þjóðmál-
anna. Kaupmannastefna og kaupmannahugsunarháttur
hefir mótað þróun bæjanna, og aðgerðir í landsmálum
alveg einhliða, þar til á síðustu missirum, að saihvinnu-
flokksins fór að gæta að nokkru. Nú eru afleiðingarnar
að koma i ljós. Kaupmannastefnan er búin að auka svo
dýrtíðina i landinu, að voði er fyrir dyrum. J>essvegna er
þjóðin nú ekki samkepnisfær. J>essvegna eru dökkir flók-
ar á framtíðarhimni landsins. Óheppilegt skipulag hefir
valdið þessu óláni. Fátt sýnir betur mun samvinnu og
samkepni heldur en þessi þattur í nýjustu sögu landsins.
Tökum Reykjavík, með sína 500 kaupmenn, sem hafa
skapað bæinn í sinni mynd. Nú er dýrara að lifa í þess-
um litla bæ, sem veitir íbúum sínum svo fá þægindi,
heldur en i stórum og glæsilegum borgum eins og Lorvdon
eða París. Leiðandi mönnum íslen'sku höfuðborgarinnar
hefir tekist að gera alt hér svo undarlega dýrt. Einu sinni
átti bærinn sjálfur lóðirnar, sem átti að fara að byggja
á. í stað þess að eiga þær áfram, og leigja þær notend-
um fyrir sem allra lægst verð, gaf bærinn einstökum
mönnum lóðirnar, eða seldi. þær gengu síðan manna milli
kaupum og sölum, hækkuðu sifelt. Hver braskarinn af
öðrum stakk í vasa sinn þúsundum óg aftur þúsundum
króna a þessum viðskiftum, án vinnu eða umbóta. Ein
litil húslóð i miðri Reykjavík hefir staðið til boðá a 100
þúsund krónur nú nýverið. Og hún hefir ekki þótt sér-
lega dýr. Húsin á þessum lóðum hafa á sama hátt geng-
ið manna á miHi i braski, Hús, sem kostuðu 5000 krón-
ur fyrir 10 árum, eru nú 25—30 þúsund. Til að geta lifað
í slíku húsi og á slikri lóð, þarf miklar tekjur. Húsaleiga
fyrir lélega íbúð í Reykjavík er nú oft um 2000 krónur á
ii.ri, eða eins og árslaun. velsettra embættismanna voru
fyrir nokkrum árum. Nú legst verðhækkunin lamandi á
alt líf og framkvæmdin í landinu. Gott dæmi til skýr-
ingar er Eimskipafélagið. J>að á þrjú góð skip. J>ví er í
aðalatriðum vel stjórnað, eftir því sem séð verður. En
það getur ekki kept við Norðmenn. J>eir geta flutt fólk
og farþega allmikið ódýrara. Ein af ástæðunum er sú,
að dýrtíðin er minrii í Noregi. Starfsmenn á norskum
skipum og við norska útgerð geta lifað miklu ódýrara
en menn á íslandi. J>eir fá líka mikið lægra kaup og eru
engu ver settir. Afleiðingin er auðsæ. Norðmenn geta
fylt sín skip með fólki og vörum, þó að islensku skipin
sigli hálftóm. Sama er sagan um hina eiginlegu atvinnu-
vegi landsins, landbúnaðinn og fiskiveiðarnar. Fram-
leiðslukostnaðurinn verður óeðlilega mikill hér á landi, í
samanburði við verð afurðanna á heimsmarkaðinum.
Kreppan er svo langvinn hér á landi, einmitt af þess-
ari ástæðu.
Straumur kaupmensku og gróðabralls hefir tekið ís-
lensku þjóðina í fang sér, ruggað henni í svefn við væra
drauma um síhækkandi verð, og meiri og meiri gróða.
En 1920 var draumurinn búinn. Húsin, lóðirnar, jarð-
irnar, skipin, kaupið, vöruverðlagið, alt var orðið svo
hátt, að ekki varð við unað. J>jóðin hefir ekki verið sam-
kepnisfær síðan þá. Hagur einstaklinganna og þjóðar-
innar hefir farið siversnandi, og er síst séð fyrir enda
þeirra þrenginga. Og að mestu eru þetta sjálfskapar-
víti, hefndargjöld fyrir að þjóðin hefir i blindni latið
berast með hættulegum straumi, þar sem hver bygði
gengi og gæfu á því að geta hækkað sem mest lífsnauð-
synjar náungans. Allir sjá afleiðingarnar. Allir sem búa
i slíkum bæ þurfa að hafa miklar tekjur. Ekki til að
lifa í „vellystingum pragtuglega", heldur aðeins til að
hafa húsaskjól, ljós, hita, föt og viðurværi. parfir hins
óbreytta neytanda verða óhemjumiklar. Að sama skapi
þarf hann að afla sér fjár með framleiðslunni. Vinnuafl-
ið er aðaleign heilbrigðra manna. Kaupið er verð vinn-
unnar. Dýru lóðirnar, dýru húsin, dýru, mannmörgu búð-
irnar með háu verði leiða af sér hátt kaup. pannig mynd-
uðu hin ytri skilyrði hið háa kaup embættismanna, skrif-
stoíumanna, daglaunamanna og sjómanna. Samt líður
þessum mönnum ekki vel. Dýrtíðin gleypir alt þeirra
kaup, og meira til. Frá Reykjavík barst aldan út um
landið. Jarðir stórhækkuðu í verði, stundum svo skifti
tugum þúsunda á fáeinum árum. Nú eru afleiðingarnar
að koma fram. Fáir bændur geta staðið í skilum með
vexti og afborganir af hlunnindalausum jörðum, sem
keyptar hafa verið á meir en 10 þús. kr. Einn hinn þekt-
asti bóndi á Suðurlandi sagði í vor við þann, sem þetta
ritar: „Jörðin mín er nú metin húsalaus á 9 þús. kr., en
húsin á 16 þús. En þegar eg hætti, og eitt af börnunum
tekur við jörðinni, verð eg að gefa því barni húsin. Ann-
ars verður ólifandi á jörðinni". Og þó er þetta álitin
meiriháttar jörð.
Sannleikurinn er sá, að flestir hafa ginið yfir verð-
hækkunarflugunni, og hjálpað til eftir megni. J>ótt nægi-
legt að Iáta eignir sínar margfaldast í verði, alveg fyrir-
hafnarlaust. En í stað þess að vera gæfa, var þessi hækk-
vm þjóðarógæfa.