Tíminn - 16.09.1922, Qupperneq 3

Tíminn - 16.09.1922, Qupperneq 3
T 1 M I N N 121 blað. Átti það helst að styðja Valla- nesklerk og sjálfstæðisflokkinn. En þar fékk hann litla peninga. Enginn vildi veita honum ásjá. En i Reykja- vík dettur hann alt í einu ofan á peninga. Fer austur og byrjar að gela út nýtt blað, með eintómum árásum á einstaka samvinnumenn, einkum p. M. Jónsson alþm. og skóla- stjóra Samvinnuskólans. Árásir á verslunarform kaupfélaganna gætir minna en i Austurlandi. Sést á þvi að peningarnir i blaðið koma ekki fyrst og fremst frá kaupmönnum, heldur frá manni, sem býst við and- stöðu frá þessuin tveim mönnum i samvinnuflokknum. Og það er á allra vitorði, að þetta er Jón Magnússon. Gamli brennivinsgróðinn er þar að skjóta upp ásjónunni. Alt sem þetta blað segir er þessvegna siðferðisiega á ábyrgð þess, sem kostar það. Hvert eintak af Austanfara er eins og ljós- mynd af sál Jóns Magnússonar. Við landskosningarnar fékk Jón minst fylgi allra listanna á Austurlandi. Og það er hætt við að þessi stöðuga ljós- myndaútgáfa aí hugsunum og hug- sjónum Jóns, auki honum litið fylgi þar í framtiðinni. En víngróðinn' hans hverfur eins og við rnátti búast. Læknisinál Húnvetninga. Fyr er að því vikið. Eftir kunnugum er saga þess svona. Árið 1906 hætti gamall læknir störfum á Blönduósi. Pá áttu liúnvetningar kost á einum helsta lækni landsins, Jónasi Krist- jánssyni, nú á Sauðárkróki; V* allra bænda héraðsins sendu áskorun um að honum yrði veitt. En Hafsteins- stjórnin veitti embættið pólitiskum stuðningsmanni, þvert ofan i óskir héraðsbúa. Jfessi læknir þótti alt af mjög lélegur, nema sem tannlæknir, fékst ekkert við skurðlækningar. Var því ekki reynt að koma upp sjúkra- skýli á Blönduósi. Fyrir tveim árum veiktist læknirinn og varð ófær til ferðalaga. 1 háift ár varð þá alt af að sækja lækni út úr héraðinu. Voru þá ýmsir ungir læknar og læknisefni látnir þjóna héraðinu um stund. Var þetta ástand alveg óþolandi fyrir héraðsbúa. Sendu þeir lækni sinum áskorun um að fara, og báðu land- lækni að útvega starfhæfan lækni. þegar Guðm. I-Iannesson var settur landlæknir, fékk hinn fatlaði héraðs- læknir efnilegan aðstoðarlækni, Kristján Arinbjarnarson, sem héraðs- búum líkar mætavel við. Að lokum tókst að fá héraðslækni til að segja af sér með því skilyrði, að sýslan keypti húseignir lians. Tveir til- kvaddir menn virtu húsin á 30 þús., og haíði læknir valið annan mats- manninn. Sýslan varð þá að kaupa á 37 þús., þ. e. gefa alveg óverkfær- um starfsmanni 7000 kr. til að fara. Nú ríður héraðinu á að fá góðan lækni, og er almenningur i þessum sveitum einhuga að mæla með Kr. Arinbjarnarsyni. þrátt fyrir það er fólk dauðhrætt um að einhverjum flóðalabba kunni að verða veitt. Hafa langa og leiðinlega reynslu af umsjá hærri stjórnarvalda af heilbrigðismál- unum. ** -----O------ Ágrip af sögu eins sjúklings. I. Sökum þess að mér hefir bor- ist til eyma ýmiskonar umtal um dvöl mína á Vífilsstöðum, þá tel eg rétt að birta opinberlega helstu atriði þess, sem þar hefir fyrir mig borið. Og sökum þess að mér hafa verið eignaðar sum- ar þeirra greina, sem í Reykja- víkurblöðunum hafa staðið nú undanfarið, um Heilsuhælið á Vífilsstöðum, þá lýsi eg hér með yfir því, að eftirfarandi grein er hið eina, sem eg hefi skrifað um Vífilsstaðahælið fyrir utan bréf eitt, er eg mun síðar nefna. Eftir samráði við Halldór Hansen lækni í Reykjavík kom eg snemma sumars árið 1920 að Víf- ilsstöðum og bað yfirlækni þar, Sigurð Magnússon, að rannsaka heilsufar mitt, og tók hann því vel. Eftir nákvæma skoðun og ít- arlegar spurningar sagði læknir- inn að auk kvefs væri ofurlítið athugavert við annað lungað í einum stað. Væri þar byrjunar- vottur brjóstveiki, en þó á rnjög lágu stigi. Gott hefði verið að vísu, ef eg hefði getað verið á Heilsuhælinu svo sem þriggja mánaða tíma, en þá sem stæði væri þar full áskipað og rúm losn- aði að líkindum ekki fyr en eftir 2 mánuði, og þá væri komið und- ir haust og óvíst að eg hefði þá nokkra þörf heilsuhælisvistar. Mér mundi geta batnað heima, ef eg færi vel með mig, þetta væri svo lítið. Varð því ekkert af heilsu- hælisdvöl minni að því sinni. Liðu svo þrjú missiri. Eg reyndi að fara svo vel með mig sem kostur var á, en heilsan batnaði ekki. í febrúarmánuði 1922 leitaði eg svo Sigurðar læknis Magnússonar öðru sinni. Eftir mjög vandaða tvöfalda skoðun með viku milli- bili, ákvað læknirinn að eg skyldi fara á heilsuhæli og hvatti mig til þess að gera það sem fyrst. þessi heilsubrestur væri að vísu gamall og hefði eg betur komið til sín fyr. Kvaðst eg þá hafa leit- að hans sumarið 1920, en læknir- inn mundi það ekki. p. 19. marsmánaðar 1922 kom eg svo til dvalar á Vífilsstaða- heilsuhæli. pegar eg kom af fyrstu göngu daginn eftir, kom eg í fyrsta sinni í klefa þá, þar sem geymdar eru yfirhafnir manna og gönguskór. Lá þá moldarlag, sem borist hafði inn með gönguskóm manna, á gólfinu, en vindur stóð inn um dyrnar og lék sér að mold- inni. Horfði eg stutta stund a þann leik, enda gafst mér oft færi á að sjá hann síðar í meira fjöri. — pegar eg hafði dvalið tvo daga á hælinu án þess að skór mínir væru burstaðir, spurði eg einhvern sjúklinginn að því, hver ætti að bursta skó sjúklinga. Svarið hljóðaði á þá leið, að það. yrðu sjúklingar að gera sjálfir. Og þetta reyndist rétt. Alla þá stund, er eg dvaldi á Vífilssiaða- heilsuhæli, urðu sjúklingar að hirða alla skó sína sjálfir, ella var það ógert. Að vísu burstuðu menn skó sína sjaldnar en venju- lega tíðkast sökum skorts á skó- svertu. I leguskálanum eru rúml. 60 legubekkir. Liggja þar á daginn þeir sjúklingar, sem allhressir eru og nokkuira stunda fótavist hafa. Venjulega eru flestir bekk- ir skipaðir, en þó eigi ávalt allir. pessi sjúklingahópur fékk til notk- unar 6 dósii' af skósvertu á viku hverri — eina dós hvem virkan dag, en sunnudagurinn var hald- inn heilagur. — Svo er fyrirskip- að í reglum hælisins, að sjúklingar þvoi oft hendur sínar, a. m. k. á undan hverri máltíð. Skálabúum er ætlað að gera það í fataklef- um þeim, er eg hefi áður nefnt. par var oft enga sápu að finna, en aftur á móti ávalt tvö hand- klæði, er allir skálabúar skyldu nota, þó sumir muni sjaldan eða aldrei hafa við þeim snert — þóttust ekki geta notað þau sök- um óhreininda, og þó mun oft- ast hafa verið skift um hand- klæði á viku fresti. Vitaskuld höfðu sj úklingar önnur hand- klæði uppi í svefnstofum sínum. — Inn af leguskálanum er þarf- indahús karla, allvel útbúið með reglubundinni vatnsskolun. pó virtist mörgum snjallast að grípa fyrir nefið, þá inn var gengið, og líta sem minst í kringum sig, einkum þeim, er óbeit höfðu á ammoníaks-þef og litlar mætur á gulum lit. það skal tekið fram, að klefi þessi var þveginn vel og vandlega a. m. k. einu sinni þann tíma, sem eg dvaldi á Vífilsstöð- um. Mjög skömmu eftir komu mína á hælið kom eg að máli við yfir- læknirinn og bað hann um að mega taka inn þorskalýsi og fara í steypibað á morgnana. Tók hnn þessum málaleitunum allvel og veitti það, sem eg bað um. Að vísu gekk hálfskrikkj ótt með bað- ið í fyrstu, en það lagaðist fyrir tilstilli yfirhjúkrunarkonunnar. — Einhverju sinni var eg í baði að vanda. En þannig hagar til í bað- húsi því, er eg notaði að jafnaði, að steypibaðsklefi og kerlaugar- klefi liggja hvor við annars hlið, en gangur fyrir framan dyrnar,. svo hægt er að ganga í milli klef- anna án þess að fara út úr bað- húsinu. Sökum þess, að bekkur var í kerlaugai’klefanum, til að sitja á, en annarsstaðar ekki, þá hafði eg föt mín þar, þó eg tæki aðeins steypibað. Að þessu sinni var eg nýkominn úr steypibaði og var í þann veginn að setjast á bekkinn til að klæðast, þegar bað- húsdyrunum var hrundið upp og inn kom yfirhjúkrunarkonan all- gustleg að því er mér virtist, og spurði mig hvort eg hefði tekið kerlaug', og neitaði eg því. Sagði hún þá að eg mætti ekki vera þarna. En þar sem eg sá enga ástæðu fyrir þessu banni, þá spurði eg hversvegna eg mætti það ekki, en fekk að svari aðeins endui'tekið bann. Svaraði eg þá, að eg mundi sitja á þessum bekk á meðan að eg sæi engan annan. Settist eg svo á bekkinn, tók föt mín og klæddist þegjandi. Á með- an gekk yfirhj úkrunarkonan að ofninum og tók að fást þar við tómar flöskur og þuldi yfir þeim af mikilli mælsku. Skildist mér að hún vera að kenna þeim að hlýða. Frh. Páll Vigfússon. % II. Eg hafði upplraflega ekki ætlað mér að skrifa um Vífilsstaðahæl- ið, og ekki eru það hinar óvitur- legu, hatursfullu illyrðagreinar um starfsmenn hælisins og þá, er þeirra málsstað taka, sem koma mér til þess. En eg hefi heyrt, að almenningur hefir rangar hug- myndir um hælið, mjög á verra veg. Möi'ður býr enn ,,í miðri bjreiðri bygð“, og farandkonum er lsus tungan þegar kaffið rýkur og kökurnar fylla diskana. Eg ætla að segja frá því í nokkrum atriðum, hvernig ástandið á Víf- ilsstaðahælinu kom fyrir sjónir. Ekki get eg ráðið því, hverju menn trúa betur, máli mínu eða sögusögn Gróu; það fer eftir því hvort er fremur við þeirra hæfi. En vita skyldu menn það, að við- urhlutamikið er að fella dóm á stórþýðingarmiklar opinberar stofnanir og starfsmenn þeirra eftir kviksögum einum, þegar ná- ungans kærleikur og sanngirni stjórna jafnörugt tungu manna og alment er. Slíkir palladómar leiða aldrei gott af sér, hvorki fyrir þá er dæma, né þá er dæmd- ir eru, og mjög tefja þeir fyrir heilbrigðri umbótastarfsemi. Aldrei hefi eg átt vini né vanda- menn á Vífilsstöðum. Sem nem- andi hefi eg komið þar vikulega eitt missiri, og þar að auki dvalið þar ágústmánuð síðastliðinn. Eg hafði frjálsan aðgang að öllu og þessvegna mjög gott tækifæri til að kynnast ástandinu eins og það er í raun og veru; þurfti engar sögusagnir, ekkert nema eftirtekt og athugun á því er fyrir augun bar. „Framandi kom eg og fór eins og gestur“, mætti segja. Mér finst eg' því enga tilhneigingu hafa til að halla réttu máli og óhlut- drægt geta sagt frá. Heilsuhælið á Vífilsstöðum er notað til annars og meira en að vera heilsuhæli. I því er í raun- inni sameinaðar 3 stofnanir. I fyrsta lagi er það notað sem spítali fyrir berklaveika menn sem eiga enga bata von en liggja og bíða dauða síns. í öðru lagi er það heilsuhæli í eiginlegum skiln- ingi, þar sem menn minna veikir geta lifað við góða aðbúð og þá lifnaðarháttu sem vísindin telja besta til þess að sjúklingar geti haldið heilsu sinni eða fengið heilsubót. I þriðja lagi er það notað sem heimili fyrir menn, sem ekki þurfa beint hælisvistar við. Slíkir menn eru vegalausir þegar kemur af hælinu. þeir þurfa heim- ili þar sem þeir fengju gott við- urværi og aðbúð alla, hæfilega vinnu og stöðugt lækniseftirlit með heilsunni. Á slíku heimili er hér hinn hrapalegasti skortur. Spítalaskortur og fjár í landinu veldur því, að heilsuhælið á Víf- ilsstöðum vei'ður að nota til allra þessara þarfa. Vonandi lagast þetta að nokkru leyti þegar sá heilladagur rennur upp að lands- spítali tekur hér til starfa. Stöð- ugt koma á Vífilsstaðahælið sjúklingar sem þangað eiga í rauninni ekki erindi, og þar eru nokkurn veginn jöfnum höndum dauðveikir menn, lasnir og heilsu- tæpir. Að sníða heilsuhælisvist á einum stað við hæfi allra þess- ara mismunandi sjúklinga er mjög erfitt, enda víst óvíða reynt í menningarlöndum. í hverjum ein- stökum atriðum heilsuhælinu er áfátt vegna þessa ástands get eg ekki dæmt urn. Til þess þarf sér- þekkingu. En þegar menn tala um það, hvort heilsuhælið nær til- gangi sínum eða ekki, ber auðvit- að að taka tillit til þessara vand- ræða, og þau eru engum starfs- mönnum hælisins að kenna, heid- ur því einu, hversu skamt er enn komið heilbrigðismálum hér á landi. Húsákynni hælisins virtust mér vera í góðu lagi. þrifnaður með þau, svo sem þvottur o. þ. h. virt- ist mér altaf í besta lagi, enda hefi eg ekki heyrt undan því kvartað. Heyrst hafa hinar ótrú- legustu sögur um skemdan, óhreinan og lítinn mat á Vífils- stöðum. Eg hefi af engu slíku að segja, og sannai’lega átti ekkert slíkt sér stað þennan mánuð sem eg var þar; ekki heldur 2 mánuð- ina þar á undan né núlíðandi mánuð. Eg kom oft í fjósið á með- an mjólkað var. Meira hreinlæti við mjaltir hefi eg fildrei séð, og því miður mun annað eins óvíða tíðkast hér á landi. Eftir það sá eg fullkominn þrifnað hafðan við meðferð mjólkurinnar alt þangað til hún kom að munni sjúkling- anna. Oft gekk eg um hið mikla eldhús og búr á Vífilsstöðum bæði þá er stóð á matargerð og þess á milli. Fullkominn þrifnaður og bestu vinnubrögð sýndist mér vera þar. Eg er viss um að það væri lær- dómsríkt mörgum húsmæðrum að sjá slík fyrirmyndareldhús og eldhúsáhöld. Maturinn sjálfur þótti mér ágætur. Til að fyrir- byggja misskilning skal eg taka það fram, að eg borðaði sama fæði og sjúklingarnir og með þeim, þ. e. s. þeim, sem sjúkdóms síns vegna mega borða alment fæði, en það er meiri hlutinn. Hin- ir borða eftir sérstökum matseðli sem yfirlæknir fyrirskipar, eftir því hvað þeim er hollast. þennan mánuð, sem eg dvaJdi á Vífils- stöðum, sá eg aldrei nein mistök, svo að teljandi væru, á því hvern- ig matur var tilbúinn eða fram- reiddur, og gnægðir voru þar jafn an á borð bornar. par var miklu betra fæði en alment gerist á mat- söluhúsum og í heimahúsum, og hverjum manni vorkunnarlaust að vera fullánægður með það. Álit félaga minna læknanema, sem voru á Vífilsstöðum 2 mánuðina á undan ér, og þeirra sem eru þar nú, er einróma líkt mínu. Sumir tóku svo djúpt í árinni að þeim hefði fundist þeir vera í veislu allan tímann. það orð hefir þó farið af stúdentum, að ekki væri betra að gera þeim til hæfis en öðrum mönnum. Heilsuhælið á Vífilsstöðum hefir líka á að skipa úrvals ráðskonu, einhverri læi’ð- ustu matselju þessa lands og dug- legri mjög. Sívinnandi sá eg hana frá morgni til kvölds og starfs- fólk hennar sýndist mér ágætt lið. Húsmæður, sem lesið þessa grein, finst yður auðvelt að gera öllum hjúum yðar og heimamönn- um, þó að heilbrigðir séu, til geðs í matarræði, jafnvel þó að þið hafið allsnægtir, þurfið ekkert að spara, og þó að heimili yðar sé fáment, ef til vill ekki annað en venslafólk? þér þurfið ekki að svara þessari spurningu, en minn- ist hennar þegar þér heyrið sög- urnar um matinn á Vífilsstöðum, um 200 manna heimili. Hugsið þér yður hvað yður væri mikil þægð í því að óánægðu hjúin yðar bæru sögur út um heimili yðar áður en þér segið kunningj akon- um yðar Vífilsstaðasöguna. Frh. Skúli V. Guðjónsson stud. med. &chir. ----o---- Frá útlöndum. Ein flugvélanna sem annast reglulegar póstferðir til Berlínar, hrapaði nýlega. Flugmaðurinn týndi lífi og allir farþegarnir sem með voi'u. — Verslunin milli Rússlands og annara landa er nú heldur að auk- ast. í júnímánuði síðastliðnum komu t. d. 87 gufuskip til Petro- grad. Eru það langmest ensk og þýsk skip, sem annast flutning- ana. — Talið er að Konstantín Grikkjakonungur sé orðinn mjög valtur í sessi, enda hefir reynsla Grikkja orðið sú að síðan þeir ráku Venizelos burt og kölluðu Konstantín heim hefir alt gengið hjá þeim á tréfótum, einkum út á við. — Jámbrautarslys vildi til ný- lega á Frakklandi skamt frá Lour- des, hinum fræga helgistað ka- tólskra manna. Fjöldi pílagiima var með lestinni og biðu 40 þeirra bana, en 50 særðust. — Fjármálaráðherrann enski ritaði nýlega bréf til allra þeirra landa sem skulda Englandi frá stríðsárunum. Segir þar svo, að England mundi fúslega vilja gefa eftir öll lán frá stríðsáninum, ef það væri framkvæmanlegt, enda væri sú leið eina ráðið til að koma lagi á fj árhagsástand Norðurálf- unnar. En þar sem Bandaríkin heimti greiðslu á lánum þeim, sem England tók á stríðsárunum, geti það ekki gefið eftir þau lán, sem það hafi veitt öðrum. Englandi sé það mjög í móti skapi að heimta þessi lán endurgreidd, þar eð svo beri að líta á sem þessu fé hafi verið varið til þess að varðveita frelsi allra landa heims- ins. Muni England alls ekki krefj- ast meira en þess er minst verð- ur komist af með. Skuldir Eng- lands við Bandaríkin nema 850 miljónum sterlingpunda, en mikið af þessu fé tók England að láni handa Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Hjá Bandamönnum sínum — öðrum en Rússum — eiga Eng- lendingar 1098 miljónir sterling- punda. — Fyrir rúmum mánuði síðan var háður í Kaupmannahöfn al- heimsfundur Kristilegs félags ungra manna. Sátu fundinn marg- ir hinna merkustu kirkjumanna heimsins, meðal annara John R. Mott, sem mikilvirkastur hefir verið á undanförnum árum allra kristinna manna um kristindóms- boðun, og leysti hann af hendi óumræðilegt verk á stríðsárunum. Síra Friðrik Friðriksson sótti fundinn af íslands hálfu. — Fyrir mánuði síðan var opn- uð á Frakklandi ný þráðlaus skeytastöð. Hefir hún fjórum sinnum meira afl en sú stöð er áður var mest í heiminum. Segja Frakkar að stöð þessi geti sent skeyti til allra stöðva í heiminum. — Verslunin hefir aukist svo hröðum skrefum í Hamborg, að talið er að skipakomur þangað séu nú orðnar tíðari en fyrir stríðið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.