Tíminn - 30.09.1922, Side 1

Tíminn - 30.09.1922, Side 1
Ojaíbfeti og afgrei6síuma5ur Cimans er Sigurgeir ^riðrtfsfon, Sambanbsljúsinu, KeYfjauíf. 2^f<gteibsía Címans .er i SambanbsIfúsinu. (Dpin baglega 9—I) Sími 4<)6. VI. ár. Keykjavík 30. september 1922 41. blað <$*> Afbragðs fegund af hreinum Virginiu sigarettum. Smásöluverð 65 aurar. Fpaegar fypip gaeði. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ j Kjöttollurinn. Enn ein ný hlið á málinu. I. Reynslan hefir sýnt að í flest- um löndum er stéttaskifting .þjóð- anna aðalundirstaða stjórnmála- flokkanna. Stjórnmálasamtök eru leiðin sem stéttimar fara til þess að gæta hagsmuna sinna. þetta er og komið á daginn hjá okkur Is- lendingum. En þá væri illa farið ef hags- munir stéttanna sem að þjóð- málaflokkunum standa, réðu einir athöfnum stjórnmálamannanna og öllu stjórnarfari landsins. Undirstaðan undir heilbrigðu stjórnmálalífi er þá sú, að þótt svo fari að stéttirnar telji sig knúðar til að stofna til pólitiskra samtaka til þess að gæta hags- muna sinna, þá beiti þær ekki valdi sínu gjörræðilega, heldur réttlátlefa, þannig að hag lands- ins í heild sinni, allra stéttanna, sé sem best borgið. Eftir þeirri reglu hefir bænda- flokkurinn íslenski, Framsóknar- flokkurinn, viljað lifa. En vitanlega er það ekki nóg að einn flokkur, eða ein stétt, lifi eftir þessari reglu. það verður að krefjast þess að allir flokkar og stéttir lifi eftir henni. það verð- ur að krefjast þess að atvinnu- vegirnir rétti hviorir öðrum bróð- ur- og hjálparhönd þá er sérstak- lega kreppir að. Nú eru aðalatvinnuvegir Is- lendinga tveir: landbúnaður og sjávarútvegur. Skal það nú athugað, í fáum dráttum, hversu bændurnir hafa búið að sjávarútveginum að und- anfömu, og hvers þeir ættu þá að mega vænta nú, er sérstaklega kreppir að þeim. II. Reksturfé bankanna. það er alkunna hversu ólíkt hef- ir verið að þessum tveim atvinnu- vegum búið um rekstursfé frá bönkunum, undanfarinn manns- aldur. Langsamlega mestur hlutinn af rekstursfé bankanna, — og mik- ið af því hefir sumpart verið sparifé sveitamanna, sumpart hef- ir ríkið útvegað það — hefir ver- ið notaður til stuðnings sjávarút- veginum. þetta hefir borið góðan árang- ur og vitanlega hefir ríkið í heild sinni haft af þessu mikið gagn. Sjávarútveginum hefir farið stór- kostlega fram. Vegna þess að hann fékk svo mikið rekstursfé, hefir hann komið atvinnurekstr- inum að miklu leyti í það horf sem fullnægir kröfum tímans. En afleiðingin hefir orðið sú að landbúnaðurinn hefir dregist aft- ur úr. Vegna skorts á rekstursfé vantar mikið á að landbúnaður- inn sé kominn í það horf sem full- nægir kröfum tímans. Ástæðan er ekki sú, að landbún- aðurinn hafi ekki getað tekið nauðsynlegum framförum, heldur sú að hann fékk ekki það rekst- ursfé sem var einkaskilyrðið. Nú fyrst er verið að hefjast handa um þær framkvæmdir og framfarir í landbúnaðinum, sem hefði átt að byrja á fyrir 20—30 árum, sem hefði mátt byrja á þá með fullum krafti, ef landbúnað- urinn hefði þá fengið nægilegt rekstursfé. Kröggur landbúnaðarins stafa af því að hann er nú 20—30 ár- u á eftir á framsóknarbrautinni. Og bændurnir eru nú á eftir af því að þeim hefir verið neitað um rekstursfé. Bændurnir hefðu getað beitt sínu pólitiska valdi á undanförn- um árum til þess að rétta hluta sinn í þessu efni. þeir hafa altaf verið fjölmennir á þingi. þeir gerðu það ekki. þeir leyfðu það að sjávarútveg- urinn færi með mestalt það hand- bæra fé sem bankarnir höfðu yfir að ráða. Og þeir glöddust yfir þeim framförum sem sjávarútveg- urinn tók fyrir þá peninga, sem honum voru í hendur seldir. þannig hafa bændurnir íslensku búið að sjávarútveginum á und- anförnum árum um þetta mjög svo þýðingarmikla atriði. Skuldauppgjafirnar og skulda- töpin. það er alkunna að undanfarið hafa bankamir verið að tapa mörgum og stórum fjárhæðum sem þeir hafa lánað atvinnurek- endunum. Sumpart hafa hlutað- eigendur orðið gjaldþrota, sum- part hafa bankarnir samið við hlutaðeigendur um að þeir borg- uðu lítinn hluta skuldanna, en hitt hefir verið gefið upp. þessi skuldatöp. . og.. skuldauppgjafir bankanna nema miklu meira en kjöttollshækkunin í Noregi, vafa- lítið mörgum sinnum meiru, það er ennfremur alkunnugt, hvaðan þessi töp stafa. Mun það mála sannast að nálega ekkert af töpum bankanna stafi frá bænda- stéttinni. Nálega að öllu leyti stafa töpin af mishepnuðum at- vinnurekstri við sjóinn og sum- part af kaupmensku. Hvað koma þessi töp þessu máli við? I fyrsta lagi er þess að minn- ast að Landsbánkinn er eign allr- ar þjóðarinnar. það sem sá banki kann að tapa lendir á baki allrar þjóðarinnar, bændanna ekki síður en annara, sem eiga bankann. I öðra lagi er þess að minn- ast að landslýðnum í heild sinni er það ekki óviðkomandi hversu miklu Islandsbanki tapar, þar sem landið hefir fengið þeim banka í hendur margar miljónir króna, eins og alkunnugt er. I þriðja lagi og allra helst er þess að minnast að beina afleið- ingin af þessum miklu töpum eru hinir háu vextir, sem enn eru mjög háir, þótt nú sé verið að lækka þá. þessa háu vexti verða bændumir að borga eins og aðr- ir, bæði af því fé sem þeir kunna að hafa fengið að láni sjálfir og af því fé sem bankarnir lána til bændaverslunarinnar, hvort sem bóndinn skiftir við samvinnufé- lag eða kaupmann. Háu vextirnir hafa gert sitt til að halda við dýrtíðinni í landinu, sem lamað hefir stórum allan at- vinnurekstur. Skatturinn sem árlega hefir lagst á bændastéttina undanfarið, vegna háu vaxtanna er ærið hár. Sá skattur stafar meðfram af áðurnefndum töpum, en þau töp eru landbúnaðinum að öllu leyti óviðkomandi. þannig hefir bóndinn orðið að leggja á sig skatt árlega vegna mistaka í rekstri sjávaiútvegsins. Er það þá ekki sanngjaint að nú verði tekið tillit til sanngjamra krafa bænda í kjöttollsmálinu? Ríkisábyrgðin á togurunum. Á alþingi í fyrra var lands- stjóminni gefin heimild til þess, samkvæmt beiðni ýmsra togara- félaga, að ábyrgjast alt að 200 þús. -kr. af lánum er á sumum skipanna hvíldi. Hér var um að ræða stórfeld- asta atvinnurekstur landsins sem áður hafði staðið í miklum blóma, en nú var svo krept að, að sum- ir atvinnurekendur hans neyddust til að fara þessa leið. það var ekki greitt eitt atkvæði af hálfu bænda á þingi móti því að ríkið tæki á herðar sínar þessar stórfeldu ábyrgðir. Bændurnir töldu það sjálfsagt, þótt vitanlega fylgdi nokkur áhætta, að láta slíka ábyrgð í té. þeir litu svo á, að þar sem a. m. k. nokkur hluti þessa þýðing- armikla atvinnuvegar taldi sig knúðan til að leita þessa stuðn- ings, þá væri sjálfsagt að láta hann í té. Spánarmálið. það er alkunna að meginþorri lcjósenda til sveita var eindregið fylgjandi aðflutningsbanninu. það er og vafalaust að mikill, mjög mikill þorri bænda, leit svo á að að fjölmörgu leyti væri það afar- viðsjái;verð braut að fara á, að láta undan kröfum Spánverja í því máli. því mun enginn dirfast að neita. Engu að síður greiða allir full- trúar bænda á alþingi því atkvæði sitt að verða við kröfum Spán- verja. þeir gerðu það vegna þess að þeir trúðu ummælum sjávarút- vegsmanna að sjávarútvegurinn væri í hættu staddur að öðram kosti. Sveitirnar opnuðu sig fyrir áfengisbölinu vegna sjávarútveg- arins. þvernauðugar gengu þær inn á þessa braut til þess að bjarga sjávarútveginum. III. Fleiri dæmi skulu ekki talin að sinni sem varpa ljósi yfir þessa hliðina á kjöttollsmálinu. En það mætti fleiri nefna. Morgunblaðið og Lögrétta hafa snúist öfug í máli þessu. Vísir ritar í líka átt, þótt ekki sé á jafn háu stigi ósanngimin þar. En að óreyndu skal því ekki trú- að að bændastéttin nái ekki rétti sínum í þessu máli. Dæmi þau, sem hér eru nefnd að framan, eru sterk gögn í mál- inu og það má bæta fleiram við. Á öðrum stað í blaðinu er vik- ið að nýjum gögnum sem snerta hina hlið þessa máls. það verður aldrei of oft brýnt fyrir stjórnmálaflokkunum að hinu pólitiska valdi fylgir og skylda til að beita valdinu rétt- látlega. Stéttir þjóðfélagsins verða að styðja hvorar aðra í lífsbar- áttunni. Annars er þjóðfélaginu hætta búin. Bænd&stéttin hefir sýnt það I verkinu að hún ann öðrum stétt- um fulls réttar. Nú ætlast hún til hins sama í sinn garð í kjöttolls- málinu. ----o---- Kjöttollurinn og norsku sjómennirnir. I fyrradag birtir Morgunblaðið fregn sem það segir að hafi stað- ið í mörgum Norðurlandablöðun- um. Fregnin er svohljóðandi: „Norskir sjómenn, sem nýlega eru komnir heim frá fiskiveiðum við Island, kvarta mjög undan óbilgirni þeirri, er útlendir sjó- menn verði fyrir af hálfu ís- lenskra yfirvalda. Fullyrða þeir m. a. að fiskiveiðaskipin séu tekin fyrir utan 3 mílna Íandhelgislín- una, og að útlend skip séu kraf- in um hafnargjöld þegar þau leiti hafnar í neyð, jafnvel þó það sé fyrir utan brimgarðinn. Að því er „Arbejder Politiken“ segir frá, hafa norsku sjómennirnir, sem heim eru komnir frá íslandi, sam- þykt á fundi áskoran til stjórn- arinnar um það, að hún haldi uppi tolli á íslensku kjöti eins og hún frekast gæti, til þess að aftra inn- flutningi þess“. (Leturbreyting gerð hér). það liggur nærri að ætla að þessi frétt hafi óvart vilst inn í dálka Morgunblaðsins. þessi fregn kemur sem sé alveg þvert á móti þeirri skoðun, sem Morgunblaðið hefir haldið fram í kjöttollsmálinu. Tíminn heldur því fram að full líkindarök séu fyrir því að kjöt- tollurinn stafi meðfram af ráð- stöfunum sem íslenska ríkið hef- ir gert vegna sjávarútvegarins. Morgunblaðið neitar þessu. þó er Morgunblaðinu fullkunn- ugt að þegar síldveiðalöggjöfin var á ferðinni, hótuðu norsku sjó- mennimir kjöttolli. Og nú birtir Morgunblaðið sjálft fregn um það að norsku sjómennimir skori á stjórn sína „að hún haldi uppi tolli á íslensku kjöti í Noregi eins og hún frekast gæti, til þess að aftra innflutningi þess“. Hvernig ætlar Morgunblaðið að fara að því að halda fast við þessa skoðun? Blaðið verður að viðurkenna að bæði áður og eftir að kjöttollur- inn er lögleiddur era noi*sku sjó- mennimir, að heimta tollinn. Liggur þá ekki alveg beint við að hinir sömu aðilar hafi og átt a. m. k. einhvern þátt, beinan eða óbeinan, í sjálfri lögfesting tolls in? það virðist ekki vera hægt að svara þessari spumingu öðmvísi en játandi. Og afleiðing svarsins er sú að bændastéttin íslenska á ekki und- ir neinum kringumstæðum að bíða stórkostlegan fjárhagshnekki á aðalframleiðsluvöm sinni, kjöt- inu, vegna löggjafar um síldveiði. það er skylda ríkisins að bæta bændastéttinni að fullu það tjón sem hún býður af þessum orsök- um, meðfram a. m. k. ----o----- Að hverju leyti er B. Kr. svaraverður? Niðurl. þungamiðjan í laumupésanum er sú ósk B. Kr. að öll kaupfélög séu lögð niður og Sambandið með. Ef draum- ur kans á að í'ætast, fá kaupmenn aftur að skattleggja alla íslendinga með óþörfum milliliðsgróða. En um þessi stóru gömlu fyrirtæki veit B. Kr. sama sem ekki neitt, eða sér alt eins og í þoku. Hatur hins ellihnigna „kramara", eins og Lög- rétta nefndi hann fyrrum, lamar dómgreind hans þegar komið er inn á þessi svið. Hann er í þessu efni neðan við það að hægt sé að tala við hann á alvarlegan hátt. Maður sem vill leggja niður fyrirtæki, sem mörg þúsund menn hafa verið að reisa áratugum saman, verður að þekkja sögu og þróun þessara fyrirtækja. í siðasta blaði var sýnt að B. Kr. veit ekki nema tóma vitleysu um Sambandið. Og af þvi sem hann tal- ar um erlend samvinnufyrirtæki, eins og Hovedstadens Brugsforening, er auðséð, að hann veit ekkert í þeim efnum heldur. það má teljast fáránleg dirfska af manni i kringumstæðum B. Kr. að leggja út i krossferð um algerða tor- týming samvinnufélagsskapar á ís- landi, með fáfræðina eina saman og ósigrana úr „kaupfélagsskap" fyrir Árnesinga, til stuðnings. En utan um þessa undirstöðuvit- leysu i laumupésanum eru ýms ein- stök atriði, mest samtýningur úr rabbi heiðursfólks í Rvík, sem hímir yfir afgreiðslu, dómar þess um kaup- félögin. þessum atriðum má svara, þvi að þau eru þó að minsta kosti hleypidómar allfjölmennrar stéttar. Og þar mun gengið svo af „öreigan- um“ dauðum, eins og vant er, að hann óski þess sárlega, að hafa spar- að þessar 2500—3000 „gullkrónur", sem hann af fátækt sinni hefir lagt i pésann. Af því að pési B. Kr. varð til, var sendur út og er slíkt endemisverk, sem almenningi er nú kunnugt, hefir þótt hæfilegt að rifja upp fyrir al- menningi hin gömlu og nýju frum- hlaup B. Kr. móti samvinnufélögun- um, og hvað þeir, sem þektu hann best, eins og Lögrétta, málgagn Heimastjórnarflokksins, hugsaði um hann meðan hann var í fullu fjöri. þar á cftir munu bæði stjórn Sam- bandsins og einstakir samvinnumenn láta B. Kr. fá að kenna aflsmunar einu sinni enn. J. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.