Tíminn - 30.09.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.09.1922, Blaðsíða 4
132 T 1 M I N N allir — sem eg hefi átt tal við, eru á sama máli um það, að árás- irnar á bamadeild hælisins séu mjög svo óréttmætar. Eg hefi hitt að máli fjölda marga foreldra, sem hafa átt böm sín á Vífilsstöðum, og hefir einróma álit þeirra verið það, að yf irh j úkrunarkona bamadeildar hælisins, frk. Ólafía Jónsdóttir, muni vera hin allra heppilegasta manneskja, sem þangað gat kom- ið. Framúrskarandi nákvæm og nærgætin við börnin og sýnir þeim móðurlega umhyggju í hví- vetna. Og um þetta get eg líka borið af eigin reynd. Bam sem eg á var á hælinu í 10 mánuði. Eg kom þangað æðioft, og reyndi að fylgjast vel með líðan þess, og mín reynsla var sú, að því hefði hvergi getað liðið betur hvað hjúkrun, atlæti og allan aðbúnað snerti, sem sjá mátti af útliti þess og frjálsri framkomu, og ekki síst á því, hve miklu ást- fóstri það hefir tekið við frk. Ólafíu sérstaklega, og hinum hlýja hug, sem það ber til hælis- ins og vistar sinnar þar yfirleitt. Hins sama varð eg var hjá öllum þeim sjúku börnum, sem eg kynt- ist í heimsóknum mínum þár. Eg skil því ekki ummæli hinn- ar heiðruðu „Konu“ í „Tímanum", þar sem hún vill heldur láta taka úr sér hjartað en senda barn sitt sem annars þyrfti lækningar við, á hælið. Og mikla ósvífni má það kalla, að fólk skuli taka sér fyrir hendur að rita harðorðar níðgrein- ar um mikilsvarðandi málefni, við- urkennandi þó, að hafa enga reynsluþekkingu á því, sem það skrifar um. Slík skrif hljóta að aæma sig sjálf, annaðhvort sem ómótstæðileg árásarlöngun, eða heimskuleg framhleypni, óhugs- uð um afleiðingar, og því vægast sagt markleysa. Sigurður Árnason. ----o--- Heilsuhælíð á Vífílsstöðum. _____ i. Rannsóknin. Stjórnin hefir nú skipað þriggja manna nefnd til að rannsaka hæl- ið. Var þess full þörf. Eftir að farið var að reka burtu sjúklinga og hjúkrunarfólk fyrir litlar eða engar sakir, hefir hælið komist í sálarlegt óstand, líkt og menta- skólinn á dögum B. M. Ólsens. Einkum hefir brottrekstur Unu Sigtryggsdóttur hjúkrunarkonu mælst illa fyrir. 62 af 65 sjúkling- um, sem hún gætti, báðu um að hún yrði ekki látin fara. Hefir sjúklingum þótt hart að láta hundsa þannig óskir sínar. Eldri sjúklingar, sem fyr höfðu verið á hælinu, og heldur borið blak af stjóm þess, síðan umræður þess- ar hófust, hafa við brottrekstur Unu snúist til mótstöðu við þá, sem réðu þeirri framkvæmd. Vífilsstaðahælið er best útbúna sjúkrahús hér á landi. það á að vera griðastaður sjúklinga, sem þjást af langvinnum og hættuleg- um sjúkdómi. það er til vegna sj úklinganna, og allur rekstur þess þarf að vera miðaður við þarfir þeirra. Læknar og hjúkrunarfólk, sem þar starfar, er þar vegna sjúklinganna, en alls ekki í fyrsta lagi til að hafa þar atvinnu. 'Rannsóknarnefndin verður að athuga það, hvemig hælið er nú rekið, en einkum hvemig það hef- ir verið, áður en sjúklingamir fóru að láta til sín heyra í blöð- unum. pað þarf að yfirheyra ann- arsvegar lækni og hjúkmnarfólk. Hinsvegar sjúklinga, sem þar eru, og eins marga af þeim, sem burt eru farnir, eins og unt er. Enn- fremur að sjálfsögðu hið brott- rekna hjúkrunarfólk. Fyrsta verk nefndarinnar verð- ur væntanlega að skipa nýjan lækni og yfirhjúkrunarkonu á hælinu meðan rannsóknin stendur yfír. Er það fyrst og fremst í samræmi við rótgróna venju, í svipuðum tilfellum, og í öðru lagi er það beinlínis óhjákvæmilegt, eins og hér stendur á. það væri ekki heppilegt að Sig. Magnús- son þyrfti að stunda veika menn á hælinu, sömu dagana eins og þeir ef til vill segja frá álíka sorglegri reynslu um meðferð, eins og Páll Vigfússon. Tilgangur umræðna um málið og rannsóknar getur ekki verið annar en sá, að gera hælið sem best fyrir sjúklingana. það er nú alviðurkent að búskapurinn á Víf- ilsstöðum og jarðræktin sé sönn fyrirmynd. Sömu öryggistilfinn- inguna verður þjóðin að fá um lækningar, hjúkrun og alla aðbúð á hælinu. Frh. J. J. o Kaupfélag Reykvíkinga selur allskonar nauðsynjavörur og tóbaksvörur. Verslið við það hvar sem þér eruð á landinu.' Ávalt nýjar vörur með lægsta verði. Viðskiftin greið og áreiðanleg. Símar 728 & 1026. Pósthólf 516. Símnefni: Solidnm. Samvinnuskólinn 1922--1923. Dagskóli. I. Félagsmáladeildin. Mannkynssaga, félagsfræði, samvinnusaga, hagfræði, siðfræði, þegnfélagsfræði, íslenska, danska, enska, þýska og stærðfræði. II. Yerslunardeildin. (Eftir einn vetur í félagsmáladeild). Bók- færsla, verslunarreikningur, verslunarsaga, verslunarlöggjöf, vélritun, skrift, verslunarbréf á íslensku, dönsku og ensku. III. Einsvetrardeildin. Mannkynssaga, samvinnusaga, stærðfræði, íslenska, danska, enska, bókmentasaga. Lesnar allar helstu íslendinga- sögur og úrval úr íslenskum skáldskap síðan í byrjun 19. aldar. Fyrir- lestrar um uppruna, efni og form þessara rita. Listasaga, fyrirlestrar og samtöl um erlenda og íslenska hst. Fréttir. Fjallvegir. 1 þriðja sinni hefir flokkur manna unnið að því í sum ar að bæta fjallvegina. Foringi flokksins var sami og áður: Hall- dór Jónasson frá Hrauntúni. Vann hann við þriðja mann í sumar. Byrjað var 17. júní að ryðja veg- inn á Mælifellsdal og síðan rutt og varðað alla leið suður að Blöndu Var því verki lokið 2. ágúst. Síð- an var farið suður á Hveravelli og þar reist myndarlegt sæluhús 8Xð álnir; veggir hlaðnir úr torfi og grjóti, járnþak yfir og loks tyrft yfir þakið. Var sérlega vel* lagt til viða í sæluhúsið. Síðan var bætt við vörðum og endurbættur ruðningur á leiðinni frá Tjarna- dölum að Dúfufelli. því verki var lokið 27. ág. þá var farið suður fyrir Hvítá og öll leiðin rudd og bætt að vörðum suður í bygð í Biskupstungum. Var vinnu hætt 16. september. Er nú allur Kjal- vegur prýðilega bættur og varð- aður og fer ekki hjá því að veg- urinn verði tíðfamari en áður. Væri það vel til fallið að einhvers- staðar birtist lýsing á veginum eft -ir kunnuga, með örnefnum.—- Á þessum þrem sumrum hafa þrír fjallvegir verið stórum bættir: Kjalvegur, Uxahryggir og Arnar- vatnsheiði. En mikið er enn óunn- ið og er þess að vænta að þessu þarfa verki verði haldið áfram. Geta má þess um sæluhúsið á Hveravöllum, að það er á þeim stað reist, að í því verður jafnan hlýtt af jarðhita. — Mestan hita fengu þeir félagar á Hveravöllum, snemma í ágúst, 36 gráður móti sól, en mestan kulda 17. sept. skamt fyrir ofan bygð í Biskups- tungum 171/2 gráðu. Nýja orðabókin. Fyrra bindi hinnar miklu íslensk-dönsku orða- bókar Sigfúsar Blöndals er nýlega komið út. það verður stærsta orðabókin sem enn hefir verið samin um íslenskt mál. Nýju orð- in, sem hvergi hafa verið tekin með áður, virðast vera geysilega mörg. Frú Björg þ. Blöndal, kona aðalhöfundarins, Jón Ófeigs- son aðjúnkt og Holger Wiehe kennari eru helstu samverkamenn- irnir við orðabókina, en auk þess hafa fleiri að henni unnið, t. d. Magnús Helgason kennaraskóla- stjóri, Sigurður Nordal prófessor og Jón Rósenkranz læknir. Bókin er í mjög stóru broti, tveir dálkar á síðu og letur afarþétt, en þó ekki svo smátt að bagi sé að. Frágangur bókarinnar virðistvera í allra besta lagi. Verður þessar- ar merku bókar nánar getið. A.-Skaftafellssýslu 1. sept. 1922. Hér hefir verið sérlega óhag- stæð heyskapartíð í alt sumar. Grasspretta einnig rýr. Hey verða því með minna móti og sumstað- ar mjög lítil. Verða bændur því enn að fækka fénaði í haust, þótt ilt sé, ef verð á kjöti verður mjög lágt. Hart þykir að búa undir kjöt- tollinum norska, ekki síst sé hann Kvöldskóli. I. Samvinnusaga, félagsfræði, hagfræði, þegnfélagsfræði, íslenska, danska, enska, reikningur. II. Mannkynssaga, samvinnusaga, íslenska, danska, reikningur, íslenskar bókmentir. Samlestur. afleiðing undanhaldsins í Spánar- málinu. Vel er það, að stjórnin ætlar að reyna að hamla upp á móti Steinolíufélaginu, sýnist einkasala vera eina örugga ráðið, enda vakað fyrir flestum þéim, er við stjórnmál hafa fengist síðasta áratuginn. pví undarlegra er að heyra um mótstöðu kaupmanna- blaðanna gegn því ráði. Mikilsvert þykir að landsverslun hefir nú flutt olíu inn í stáltunnum og hlýtur að spara landinu stórfé ár- lega að losna við lekaílátin. Má gjarnan minnast þess að sú um- bót er landsverslun að þakka. Mik- ill bagi er að samgönguleysinu héma, í sumar engar beinar ferð- ir héðan til Reykjavíkur, kallað er að strandferðaskipið hafi við- komu hér, en varla getur það tal- ist, þó það staðnæmist hér útund- an úti á rúmsjó. Mikil bót hefir verið að ferðum gufubátsins Nóru, sem vitamálastjómin hefir haft í flutningum vegna vitabygging- anna við Berafjörðinn og víðar, og komið hefir hér við nokkram sinnum. Nú næstu dagana á hún að fara til Reykjavíkur; ætlar fjöldi fólks að fá far með henni, þar á meðal 5 eða 6 sjúklingar, sumir sem eru búnir að vera rúm- fastir í alt sumar. Er auðvitað fjarri því að bátur þessi sé hæfur fyrir farþega, síst þá sem veikir eru. Er það alveg að þakka góð- vild skipstjórans ef þeir komast nú með. Sýnir þetta hve afskap- lega héraðið er statt um sam- göngur, enda fagna menn því mjög hér, að eiga í vændum að hér komi sæmilegt skip til strand- ferðanna og eru þakklátir Tíman- um fyrir það, sem hann hefir lagt til þeirra mála. Ekki hefir enn heyrst hvort fara eigi að vinna koparnámuna í Svínhólum, en ný- verið kom hér Reykvíkingur einn og falaði námuréttindi af bændum þeim, sem land eiga næst Svín- hólum, hyggja menn nann ætla að bjóða Bretanum réttindin. Silf- urberg er þór. Tulinius að láta vinna í Hoffellslandi, stjómar vinnunni þar Guðm. J. Hoffell. Vaxtalækkun Landsbankans er auglýst á öðrum stað í blaðinu. Væntanlega verður þess ekki langt að bíða að íslandsbanki lækki líka vextina hjá sér. Tnilofus ríkiserfingjans. það er opinberlega tilkynt að samkomu- lag hafi orðið um af beggja hálfu að segja slitið trúlofun Friðriks ríkiserfingja og Olgu prinsessu frá Grikklandi. Yfirlýsing svohljóðndi hefir bor ist til Tímans: „Að gefnu tilefni vottast hérmeð, að meðlimir fé- lags íslenskra símamanna á Akur- eyri hafa krafist þess, að ritstjóri Símablaðsins afturkalli þau um- mæli blaðsins, „að þeim finnist veitingin óréttlát“, þ. e. veitng Eggerts Stefánssonar sem stöðv- arstjóra á Borðeyri. Akureyri 25. september 1922. Umboðsmaður félags Islenskra símamanna á Akureyri. Skiftimyntin. Nýju íslensku smápeningarnir, 10 aurar og 25 aurar, eru komnir í umferð. Var þess orðin mjög mikil þörf. Era peningamir mjög laglegir. Vífilsstaðamálið. Landsstjórnin hefir nú skipað nefnd til þess að rannsaka Vífilsstaðahælið. Eiga þessir menn sæti í nefndinni: Ólafur Lárasson formaður, Jón Hj. Jónsson héraðslæknir og Stefán Jónsson dócent. Nefndar- skipun þessi var sjálfsögð, allra hluta vegna. Altalað er um bæinn að „ís- lenska“ steinolíufélagið hafi veitt Morgunblaðinu og Lögréttu mörg þúsund króna „styrk“ fyrir a(5 rita um steinolíumálið. Gamalmennahælið hér í bænum, sem Samverjinn hefir gengist fyrir að stofna, er að taka til starfa. -o- Til eigenda Morgunblaðsins. þið hafið í gær í blaði ykkar bú- ið til nýja deild, og ný inntöku- skilyrði við Samvinnuskólann, og var mér ókunnugt um hvort- tveggja. þetta er mikil hugul- semi, og ekki sú fyrsta í garð skólans, þar sem þið hafið þrá- sinnis auglýst stofnunina og mælt með henni ókeypis. 1 launa- skyni fyrir þessa umhyggju hefir mér dottið í hug að gera mætti að óskum ykkar, láta verða úr þessari nýju deild, sem þið hafið auglýst, og láta ykkur, eða eins marga úr ykkar hóp eins og hús- ið rúmar, njóta fræðslu um efni, sem leiðinlegt er að þið skulið vera mjög vankunnandi um, þar sem þið eruð stöðugt að þrýsta upp á landsmenn skoðunum ykk- ar. Af nytsemdarástæðum vildi eg sér í lagi óska eftir þrem nafn- greindum mönnum á námsskeið- ið: Garðari Gíslasyni, Birni Kristjánssyni og Jes Zimsen. þáttakendur verða að sækja um til mín skriflega, eins og aðrir nýsveinar, og hlýða venjulegum skólareglum um hreinlæti og fram komu. Vín og tóbak er illa séð í skólanum. þar sem um eldri menn er að ræða, myndi kenslan fara fram í fyrirlestram og með Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lainpa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir 0. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. Greið viðskifti. Tapast hefir frá Eyrarbakka grár klárhestur frá Rauðnefsstöð- um á Rangárvöllum, mark: sýlt bæði eyru, auðkenni: svört ská- rönd á hægra bógi. Aðalsteinn Sigmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka. Laugavegi 63. — Sími 339 býður ykkur best kaup á matuðrum, kafii 00 sykri. Baðlyf, bæði duft, lögur og sápa. Vefjargarn, bæði hvítt og mislitt. Eldhúsáliöld, Gervara, Skóflur, Ristuspaðar. „Víking“-skilvindan kemur í okt. „Víking“ strokkurinn er fyrirligg- jandi. Skilvinduhringir og ýms vara- stykki í skilvindur. Spyrjið um verðið og þá mun saman ganga með viðskiftin. Jóh. Ögm. Oddsson. frjálsum umræðum. þessi fjögnr viðfangsefni yrðu þá fyrst tek- in til umræðu: 1. Saga Sambands- ins fyrstu 15—17 árin. 2. Era ís- lenskir kaupmenn eins og hor- gemlingar í pytti, sem samvinnu- hrafnarnir sækja að? 3. Standard Oil og meðferð þess á íslending- um. 4. Að hverju leyti er það frá- munalega ræfilslegt að éta ofan í sig, sér í lagi ef verknaðurinn endurtekur sig. Síðar gæti komið til mála með fleiri viðfangsefni, svo sem Fiskhringinn, skuldir kaupmanna innanlands og utan o. s. frv. þar sem útgefendur Mbl. tala opinberlega um öll þessi mál, með óskiljanlegri fáfræði, ætti jafnvel eins mánaðar námsskeið að vera þeim nokkur styrkur. Um skólagjald færi eftir samkomu- lagi. þess yrði ekki krafist af við- urkendum „öreigum" eða óhepn- um síldarspekúlöntum: Jónas Jónsson. ——o--- Orðabálkur. beita: beita í borð, beita lóð jafnótt og hún er dregin inn í bátinn. Vestf. beitulok (-s, -lok), kl., smálúða. Vestf. bekkjaður, 1., sem er svo feitur á hold að ofurlítill upphár fitu- garður hefir myndast sitt hvor- um megin bringunnar (um sauð- fénað). Vestf. belta (-aði -að) : þokan beltar sig, þokan legst í belti, lágréttar lengjur (í hlíðum). Vestf. beltistækur, 1.: beltistæk lúða, lúða, sem er svo stór, að hægt er að flá af henni rafabeltin til átu. Vestf. bera niður, byrja slátt. Ámess. bera í krókunum, h. u. b. — vera loppinn. Vestf. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási._________ Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.