Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 1
@)aíö£s>ti og afgreiöslumaíhir Cimans cr Sigurgetr ^rt&rifsfon, Sambanösbústrm, Ke-ffjaníf. Címans er í 5amban6sl)úsini:. (Dpiit oagkaa 9—\2 f. h Simi Wb. VI. ár. Reykjavík 7. október 1922 42. 1)1 að það hefir áður verið áætlað hér í blaðinu, með bestu manna yfir- sýn, hversu miklu kjöttollshækk- unin muni nema í heild sinni fyr- ir bændastéttina. Hitt er eigi síður fróðlegt að reyna að gera sér grein fyrir hversu hár sá skattur muni vera á hvern einstakan bónda að með- altali. það mun þá láta nærri að með- albóndinn selji 60 fjár. Meðal- þunga kjötsins má áætla 14 kg. Kjötþunginn þá allur 840 kg. Nú er tollhækkunin 15 aurar á kg. Eftir þessu verður þá skatturinn af tollhækkuninmi. sem. legst á hvern bónda að meðialtali 126 kr. Hvað munar þetta miklu hlut- fallslega af öllum þeim tekjum sem bóndinn hefir af afurðasölu? Kjötverðið utan Reykjavíkur- markaðsins verður ekki áætlað hærra, eftir útlitinu, en 90 aurar á kg. Andvirði kjötsins, sem með- albóndinn selur, 840 kg., verður þá 756 kr. Gærurnar áætlast 180 kg. og verðið kr. 1,30 á kg. Nemur sú upphæð 234 kr. Ullina sem meðalbóndinn selur af fénaði sínum má áætla 80 kg. og verðið kr. 2,50 á kg. Sú upp- hæð nemur þá 200 kr. Af urðasiaja . meðalbóndans. af f járbúinu verður þannig alls áætl- uð á kr. 1190,00. Nú er það alkunnugt að hrossa- sala er nálega engin í ár, og auk þess eru það ekki nema fáar sveit- ir nú orðið sem selja nokkuð sem heitir af hrossum. Um langflesta bændur gildir það nú, að ekki er um aðrar af-, urðir að ræða en sauðfjárafurðir, sem seldar eru burt af heimilinu. parafleiðandi gildir það um mikin.11 þorra bænda að skattur- inn af kjöttollshækkuninni nemur um það bil 10% — tíu af hundr- aði — af öllum þeini tekjum sem bóndinn hefir af afurðasölu burt af heimilinu. þá er menn gera sér þetta ljóst, skilst mönnum það fyrst fyllilega hversu alvarleg tíðindi þetta eru fyrir bændastéttina íslensku. Slíka nýja tíundagreiðslu eiga íslenskir bændur nú að undir- gangast, ofan á alt sem á undan ei gengið. Og er þess ekki síst að minn- ast að tollurinn skellur á að óvör- uf, eftir að bændur hafa ráðið til sín vinnukraft, samið um kaup- gjald o. s. frv. það má geta þess um leið til fróðleiks, að ekki mun f jarri lagi að áætla að „brúttó" tekjur af einum togara séu 400,000 kr. Tíu af hundraði af þeirri upphæð eru 40,000 kr. Vitanlega er þetta ekki sam- bærilegt að öllu leyti. En einhversstaðar myndi braka í og það myndarlega, kæmu þeir atburðir fyrir, óvænt og svipaðs eðlis, sem kjöttollshækkunin, sem hefðu í för með sér 40 þús. kr. nýjan skatt á hvern einasta tog- ara. það myndi braka í einhvers- staðar og það ætti að barka í ein- hversstaðar, því að undir slíkum kringumstæðum á þjóðfélagið að styrkja atvinnuvegina alveg sér- staklega. Og eins og sýnt var fram á í síðasta blaði hefir þjóð- félagið þegar farið inn á þá braut að gera alveg sérstakar ráðstafan- ir fyrir sjávrútveginn undir slík- um kringumstæðum. Bændurnir geta ekki gripið til svipaðs, ráðs sem þess að binda togarana við hafnargarðinn mik- inn hluta ársins. En hver verður framtíð hins ís- lenska þjóðfélags ef fjölmargir bændur verða innan skamms að gefast upp við búskapinn og flytja annaðhvort til Reykjavíkur, eða láta tælast af forgyltúm tálvon- um vestan um haf? II. það er vitanlegt að norski mark- aðurinn er enginn framtíðarmark- aður fyrir aðalframleiðsluvöru ís- lensku bændanna: kjötið. það vantar nú ekki nema 10% á það að norsku bændurnir fullnægi kjötþörf Noregs. Og vitanlega er kjöttollshækkunin eitt af mörgu sem nú er gert þar í landi til að herða á bændunum að fullnægja kjötþörfinni algerlega. Kjöttolíshækkunin er ný og þörf og næsta alvarleg áminning um hættuna að hafa svo þröng- an markað fyrir þessa vöru og rík hvöt um að afla nýs markaðar, allra helst þess markaðar, sem tek ið gæti við kjötinu nýju. það verður að leggja á það af- arríka áherslu að alt verði gert sem unt er að gera í þessu efni. En þrátt fyrir miklar og marg- víslegar tilraunir hefir það ekki tekist enn. Og það er alveg víst að í haust verður aðalmarkaður- inn enn í Noregi og engin viss von er um að það breytist mjög bráð- lega. þessvegna eru það napurkaldar kveðjur, þegar Morgunblaðið og Lögrétta benda bændum nú á lif- andi innflutning til Englands. það er eins og að vísa þeim manni á kjötkatla Egyptalandsi sem er að verða hungurmorða á Geirfugla- skeri. Spurningin sem fyrir liggur nú í haust, sem krefst svars þegar í stað, er þessi: Ætlar þjóðfélagið að sinna rétt- látum kröfum bænda um fullan stuðning í kjöttollsmálinu þar sem fyrir liggja eftirfarandi ómótmæl- anlegar stáðreyndir? 1. Að þjóðfélagið, ekki síst með stuðningi bænda á þingi, hefir bú- ið svo stórum vel að sjávarútveg- inum undanfarið sem sýnt hefir verið hér í blaðinu, og nú alveg nýlega, sömuleiðis með stuðningi bænda, gert alveg sérstakar lög- gjafarráðstafanir til þess að forða sjávarútveginum við áfelli. 2. Að sterk líkindarök eru fyr- ir því að kjöttollshækkunin stafi af ráðstöfunum sem íslenska rík- ið hefir gert vegna sjávarútveg- arins, sem landbúnaðinum eru al- veg óviðkomandi. 3. Að tollhækkunin skellur á al- veg að óvörum, eftir að bændur hafa ákveðið kaupgjald og nemur 10% af tekjum mikils þorra með- albænda af afurðasölu. Og því skal haldið fram hik- laust og afdráttarlaust: Að það muni vera óheyrilegt og ókunnugt í nokkru siðuðu landi að ríkið láti slíkt áfelli á annan aðalatvinnuveginn afskiftalaust, þar sem alt er svo í pottinn búið sem hér er. f ¦^s- -jg> jQs- <?> -^- ^t- CÍGÁRETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. anassimanum. Á morgun, 1. október, verða opnaðar tvær 3. fiokks landssíma- stöðvar, á Hvanneyri í Andakílshreppi og Narfeyri í Skógarstrandar- hreppi. Frá og með deginum á morgun, 1. október, lækka talsímagjöld eins og hér segir: 35 aura gjaldið lækkar niður í 25 aura 50 — — — - 35 — 75 — — - 50 — 125 — — ' — - 75 — 175 — — — — - 100 — 250 — — — — - 150 — . 300 — — — — - 175 — 400 — _ _ _ - 225 — Reykjavík, 30. septemfoer 1922. Jón þorleifsson málari hefir opriað málverkasýningu í Good- templarahúsinu. önsk og íslens íj'ármálastjóru. þegar upp komst um hið mikla tap í Landmandsbanken, hjálpaði danska ríkið með forgangshlutum. Sejtti gamla bankaráðið undir rannsókn og skipaði nýja menn til að stýra bankanum. Tap bankans lenti á gömlu hlutabréfunum. þau ganga nú manna á milli fyrir 15 kr. 1000 kr., þ. e. eru alveg verð- laus. Danir hefðu getað farið öðruvísi að: Lof a öllum þeim, sem höfðu sett bankann í vandræði, að stjórna honum áfram. Gera alt til að bjarga gömlu hluthöfun- um. Lofa bankanum að hafa 1—2% hærri útlánsvexti en öðr- um bönkum og vinna tapið þann- ig upp á almenningi í landinu. Að Danir ekki gera þetta er blátt áfram af því að. þeir eru ekki nógu þroskalausir. þeir hafa ekki nógu litla þekkingu og nógu lít- inn manndóm til að fara þann- ig að. Hér á landi er alt öðruvísi far- ið að. íslandsbanki hefir með geysiháum vöxtum grætt mikið árið sem leið, og þar með borgað á 3. miljón af tapi sínu. En tap- ið átti fyrst og fremst að lenda á hluthöfunum, alveg eins og við Landmandsbanken. þeir áttu bank ann. þeir höfðu fengið gróðann meðan gróðinn var. þeir höfðu stjórnað bankanum. Baráttan um viðreisn íslands- banka hlýtur að snúast fyrst og fremst um það, hvort tapið á skuldum eigi að koma á hluthaf- ana, eða bankinn að vinna það upp með óeðlilega háum vöxtum á landsmönnum. Landsbankinn hefir lækkað vexti sína í 6%. ís- landsbanki vill ekki fylgja með, og er í 614%. þó hefir hann seðla landsins og ríkislánið. þingið og landsstjórnin hefir eitt vopn til að leggja hluthafa bankans undir íslenska málstað- inn. það getur gert seðla íslands- banka innleysanlega. þá verður bankinn að taka annað viðhorf, unna landinu forgangshluta, og fullra yfirráða um stjórn bank- ans. Takist þetta ekki, er það af því, að þjóðfulltrúana skortir manndóm til að gæta réttinda þjóðarinnar. J. J. ------o------ Uppreisn í Barnaskóla Reykjavíkur Skólanefnd Reykjavíkur hefir ráðið sérfróðan mann í kenslu- málum til að vera námsstjóra í barnaskólanum næstu tvö ár. Fjórir af fimm skólanefndar- mönnum voru samhuga um þessa ráðstöfun. Formaðurinn Jón Ófeigsson, Gunnlaugur Claessen læknir, frú Laufey Vilhjálmsdótt- ir og þorvarður þorvarðarson prentsmiðjustjóri. Á móti var Jón þorlákssön kaupmaður. Stjórnar- ráðið félst á tillögur meiri hlut- ans, eins og auðvitað var skylda þess. Skólastjórinn ér orðinn gam- all maður, en skólinn afarstór og hefir verið í megnu ólagi í mörg undanfarin ár, og í mörgu mikið á eftir sumum öðrum minni skól- um hér á landi. Kenslutæki öll bæði lítil og ófullkomin, og ein- hver þrái móti því að bæta úi; því. þannig eyddu forráðamenn skól- ans fé, sem bærinn lagði til skóla- áhalda, í skólaborð og beklci. Um sama leyti var svo eitt eða tvö íslandskort til handa yfir 1000 börnum! Kenslan hefir ekki ver- ið samræm.3 milli bekkjanna, flokkun barna eftir hæfileikum og þekkingu í frámunalegu ólagi, og ékkert gert frá hálfu skólastjórn- arinnar til að koma gagnlegum ný- ungum í kensluaðferðum inn í skólann. Skólanefnd ætlaði náms- stjóranum að byrja á þessum end- urbótum: Bæta kensluaðf erðir, flokkun barnanna, sjá um að- dreotti á nýtísku kensluáhöldum 0. s. frv. Námsstjórinn var ein- göngu skipaður til að bæta stærsta skóla landsins. Engum var gert mein með þessari ráða- breytni, nema þeim, sem af óskilj- anlegum ástæðum kunnu að óska þess að skólinn héldi áfram að vera í ófremdarástandi. En þegar skólinn á að byrja gerast þau býsn, að skólastjórinn Morten Hansen þverneitar að hlýða skólanefnd, neitar að náms- stjórinn megi koma í skólann, þótt hann hafi í höndum fullkom- ið erindisbréf frá skólanefnd bæj aiins. Morten Hansen er gæfur maður og ellihniginn. Honum hlýtur að vera mjög móti skapi að stíga þetta óafsakanlega spor. Menn þykjast líka vita, að hann sé knúinn áfram af 2-—3 af undir- mönnum sínum, sem aldrei hafa sýnt áhuga á nokkurri framför \nð bamaskólann, m. a. staðið móti því að þar væri bygt bað- húsið, sem nú er verið að ljúka við, fyrir forgöngu þeirrar sömu skólanefndar, sem valdi Stein- grím Arason sem kenslustjóra. Skólanefndin hefir viljað gera alt sem í hennar valdi stóð, til að bæta barnaskólann. þegar nú að yfirmaður skólans neitar að hlýða, er ekki annað sýnilegt en að hann hljóti að leggja niður starf sitt, viljugur eða nauðugur. Og friður getur tæplega komist á í þessu máli fyr en búið er að losa barnaskólann við þann litla en óþarfa hluta af kennraliðinu, sem hefir komið þessu hneikslismáli af stað. J. J. _-----0------- Morgunblaðið og kjöttollurinn, Einhver sem kallar sig „Bóndi" ritar í Morgunblaðið um kjöt- tollsmálið móti Tímanum. það er ekki ómaksins vert að svara greininni. En hlálegt væri það, þótt Tíminn vilji ekki leggja trún að á, ef satt er, sem suma grun- ar, að varalandkjörni Morgun- blaðsþingmaðurinn, Sigurður bú- fræðingur, sé höfundur greinar- innar. Maklega væri þá launað þeim fáu bændum sem létu glepj- ast á Morgunblaðslistanum. En vitanlega getur ekki verið um niarga „bændur" að ræða sem rita í Morgunblaðið um þetta mál. Skorar Tíminn á Morgunblaðið að létta þessum grun af þeim vara- landkjörna, ef svo er að hann sé ekki höfundur greinárinnar. Munu hans raunir nógar, þótt ekki sé honum það kent, sem hann er saklaus af. Bræðurnir Eggert Stefánsson og Sigvaldi Kaldalóns læknir hafa haldið hljómleika undanfarið í Nýja Bíó. Voru öll lögin eftir Sig- valda og hann lék undir söng Eggerts. Einróma lof gátu þeir sér báðir bræður og er langt síð- an hljómleikar hafa verið haldn- ir hér í bæ sem náð hafa meiri og almennari hylli. Morgunblaðið ber ekki á móti því að það hafi fengið „styrk" frá hinu „íslenska" steinolíufélagi, til skrifanna um steinolíumálið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.