Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 3
T I M I N N 135 Krístianm, N'oreg'i. Isl^nclsdeilclin. Veitir mjög hagkvæmar brunatryggingar og allskonar líftryggingar. — Félagið er mjög vel stætt efnalega, ábyggilegt og áreiðanlegt i alla staði. Viðskiftin hagkvæm, hrein og refjalaus! „ANDVAKA“ er mikilvægur þáttur í hinu þjóðlega endurreisnarstarfi Norðmanna, er prófessor Fr. Paasche lýsti svo fagurlega í hinum snjalla fyrirlestri sínum, sem hreif Reykvíkinga svo mjög. Standa að félaginu og í stjórn þess fjöldi landskunnra manna í þjóðernis- og framsóknarbaráttu Norðmanna, m. a. tryggingarfræðingar og fjármálamenn, sem alkunnir eru á sínu sviði um öll Norðurlönd. Yfirlæknir félagsins er hinn víðkunni norski vísindamaður dr. med. professor E. Poulsson, nafnfrægur sem kennari og höfundur kenslubókar þeirrar í Farmakologi, sem notuð er víðsvegar um Norðurlönd og á Þýskalandi, og einnig við Háskóla Islands. „Jolehögtid“. Það er félag umboðsmanna „ANDVÖKU“, sem árlega gefur út hið skrautlega jóla- hefti, sem alkunnugt er hér á landi síðan í fyrra af hinum ágætu myndum af listaverkum Einars Jóns- sonar. Er það einn liðurinn í þjóðvakningarstarfsemi félagsins. — „ANDVAKA“ er með yngri líftryggingarfélögum í Noregi, og hefir tekið upp ýmisleg tryggingar- fræðileg nýmæli, sem talin eru æskileg og nauðsynleg (m. a. jafnhá iðgjöld fyrir alla atvinnuvegi, — t. d. greiða sjómenn engin aukagjöld, — sérstaka deild fyrir bindindismenn, „óglatanlegar tryggingar“ o. fl.). Hluthafar fá aðeins 5°/0 vexti af fé sínu. Bónus eða hlutgóði hinna trygðu er 9/10 af hreinum ársarði, er lagt hefir verið í lögboðna sjóði. „ANDVAKA“ starfar aðeins með „fastbúandi“ umboðsmönnum (hver í sinni sveit), en eigi með dýrum ferðamönnum og hálaunuðum eftirlitsmönnum eins og flest önnur félög. Vöxtur félagsins verður því eðlilega eigi eins ör og lijá sumum öðrum félögum, en jafnari og stöðugri, og rekstur allur að mikl- um mun ódýrari. — Fyrstu 4—5 árin hefir upphæð samþyktra trygginga í „Andvöku“ numið 10-12 millióimni króna, og eru allir sjóðir félagsins í lögboðnu hlutfalli við þessa upphæð! M. a. heflr félagið styrktarsjóð lianda berklaveikum. „ANDVAKA" var einasta líftryggingarfélagið í Noregi, sem í fyrra hafði fleiri nýtryggingar en árið áður. Flest önnur félög munu hafa haft 20—30°/o minna sökum dýrtíðar og efnalegra örðugleika almennings. „ANDVAKA“ og öll önnur norslc líftryggingarfélög eru efnalega örugg og trygg og geta t. d. eigi orðið gjaldþrota. Þau eru öll leyfð og löggilt af norska ríkinu, standa undir sameiginlegu opinberu eftir- liti („Tryggmgarráðinu11), tryggingarsjóður þeirra er „handleikinn“ fjórum sinnum árlega af opinberum eftirlitsmönnum ríkisins, og mega félögin eigi ráðstafa honum nema með samþykki „Tryggingarráðsins11. Reikningar félaganna eru endurskoðaðir og samþyktir af því opinbera, og birtir árlega (í „Forsikrings- tidende“, dagblöðum, árskýrslum félaganna o. s. frv.). ísiandsdeild „ANDVÖKU" hefir nú þegar um 1 millíón króna tryggingarupphæð, og hefir aðeins einn maður hætt við tryggingu sína (sökum átvinnuleysis). Íslandsdeildin liefir starfað mjög gætilega og fyllilega drengilega, og forðast öll kapphlaup við önnur félög. — Nú leyfir hún sér þó, að gefnu tilefni, að efna til lcapphlaupa við keppinauta sína um met í heiðarlegri, fljótri og refjalausri afgreiðslu í livert sinn sem um fjárgreiðslu er að ræða (við lát eða aðra gjalddaga). — A þeim leikvelli mun ágæti manna og félaga reynast, en eigi við lastmælgi og rógburð að tjaldabaki! Enda er það ósæmilegt í öllum viðskiftum! A. V. Þeir reykvísku „fjármálamenn“ o. a., sem gert liafa 'sér að leik í sinn lióp og út á við að spilla atvinnu minni með tilhæíulausum sögum og rógburði um „ANDVÖKU“ eru annað hvort: vísvit- andi ósannindamenn eða framúrskarandi fáfróðir heimskingjar, eða þá hvorutveggja! — Nöfn þeirra verða geymd vandlega og notuð síðar meir, ef þörf gerist. Reykjavík, Pósthólf 533. Heima: Grundarstíg 15 (eigið hús). Talsími: 1250. Helgi forstjóri íslandsdeildar. A. V. Þeir sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins! forgöngumaður heimatrúboðsins í Noregi, skrifai’ langt mál í trú- fræði sinni*) um „millibilsástand- ið“, og er þar auðvitað sammála þeim, sem búast við að öllum verði veitt fyr eða síðar tækifæri til að velja eða hafna Kristi. — Hitt er annað mál, að enginn þessara manna, nema ef til vill Marten- sen, býst við að árangur þess verði sá, að allir kjósi hjálpræðið. Hr. þ. Sv. hefir litla nasasjón af lúterskri guðfræði nema frá 17. og 18. öld; þeirra tíma guðfræð- ingar vildu flestallir ekkert heyra talað um neitt „millibilsástand" eftir dauðann. Menn voru þá, eins og sumir eru enn, svo afarhræddir við að fólk mundi verða enn and- varalausara, ef farið væri að minnast á nokkurn möguleika til afturhvarfs í öðru lífi, og skildu ritninguna svo margir, að velferð heiðingja annars heims færi eftir breytni þeirra þessa heims. Otto Funcke (1836—1910), alkunnur þýskur rithöfundur og prestur, segir í einni bók sinni um þennan afturhvarfsmöguleika í öðru lífi: „það er uxi, sem vonar það ekki, en asni, sem kennir slíkt“, og sýna þau orð vel hugsunarhátt margra samtímamanna hans. Jæja, eg skal ekki þreyta hr. þórð á frekari fræðslu; hann not- ar hana væntanlega eftir því sem gáfur og geðsmunir leyfa. En mig langar til að fræðast af honum í staðinn: Hvernig er varið þessum óför- um Evu C., miðilsins fræga, sem dr. Helgi Péturss mintist nýlega á í Morgunblaðinu ? Og er það satt, sem Joseph Mc Cabe skrifar í „The Literary Guide“, júlí 1922, og Heimskringla flytur 16. ágúst í sumar, að „5 eða 6 hinna áreið- anlegustu miðla (samkvæmt áliti Sir Arthur Conan Doyle’s) hafi orðið uppvísir að svikum“ á Eng- landi í vor sem leið ? Mér skilst af grein hans, að þeir hafi allir fengist við að taka „andamyndir“, og marga langar til að vita, hvort þær séu frá þeim, myndirnar sem Har. prófessor Níelsson hefir ver- ið að sýna hér á landi. Gæti hr. þórður ekki frætt fólk um það? „Vaðlinum“ um ættemi Höfða- brekku-Jóku, sem hr. þórð tekur svo sárt til, og hnútum hans til prestanna, nenni eg ekki að svara, þær eru jafn máttvana og aðrar hnútur hans. Eg hefi fengið 19 nýja kaup- endur að Bjarma síðan fyrri grein hans birtist, og á von á fleirum, sendi eg hr. þórði blað mitt ókeyp- is framvegis í „ómakslaun"; hefir hann þar „áþreifanlega" sönnun þess að mér er ekki móti skapi að hann minnist Bjarma á mann- fundum og í öðrum blöðum með alkunnu „víðsýni“ sínu. En vel á minst, eg var nærri bú- inn að gleyma, að hjá mér liggja fáein „víðsýn“ kjamyrði, sem þórður sendi mér snemma í vor í Tímanum. þau voru meðal ann- ars: „djöfladýrkun“, „lélega hugsað orðagjálfur", „yfirdreps- skapur“, „skræfuskapur“, „ein- feldningsleg tilgáta“. Eg þarf ekkeit á þessu að halda, og bið hann að afsaka að eg gleymdi að skila þeim þegar í stað, nú skila eg þeim aftur til eigandans, en legg með þeim Matt. 12. 36. Sigurbjörn Á. Gíslason. --------o---- Frá útlöndum. Enn hefir stjórnarbylting átt sér stað á Grikklandi. Eftir hin- ar síðustu og allra verstu ófarir gríska hersins í viðureigninni við Tyrki, var Konstantín konungi loks steypt úr stóli. Getur vart óglæsilegri konurígdóm en Kon- stantíns. Hefir hag Grikkja hnignað jafnt og þétt út á við *) Sjá bók Hallesbys: „Den kristel. Troslære", Iíria 1921, II, 25. og 39. kafli. síðan hann tók aftur við stjóm, uns nú keyrði alveg um þvert bak. Mun það jafnan verða talin ein hin heimskulegasta ráðstöfun er Grikkir ráku Venizelos úr landi og kölluðu Konstantín heim. Nú heita stjómarbyltingamenn á Venizelos að hverfa heim aftur og bæta úr vandræðunum, en hann tekur lítt undir. — Hlutabréf Landmandsbank- ans danska seldust í fyrra fyrir 130—140 kr. hvert 100 kr. hluta- bréf. Skömmu fyrir vandræði bankans voru þau seld fyrir um það bil 90 kr., en nú fyrir eina kr. og 50 aura. — Smásöluverð á Englandi er nú ekki orðið nema 81% hærra að meðaltali en var fyrir stiýðið. — Tveir af biskupunum rúss- nesku kirkjunnar gangast fyrir miklum umbótum bæði á siðum og trúarlærdómum kirkjunnar. Meðal annars á að afnema bannið að prestar megi kvænast. — Látinn er nýlega einn af merkustu stjórnmálamönnum Norðmanna, Jörgen Lövland. Var hann utanríkisráðherra Norð- manna ái’ið 1905, þá er skilnað- urinn varð milli Noregs og Sví- þjóðar. Er það nú alviðurkent að hann hafi þá sýnt frábæra still- ingu og festu og mjög stuðlað að hinum friðsamlegu málalokum. — Miklir skógarbrunar urðu ný- lega nálægt Bordeaux á Frakk- landi. Urðu menn að flýja mörg þorp vegna brunahættu. — Páfinn hefir farið þess á leit við ’rússnesku stjórnina að fá keypta hina dýnnætu kirkjugripi sem stjórnin liefir gert upptæka. Stjóx-nin svarar því þannig að páfi geti þá geid boð, því að gi’ipirnir vei’ði seldir hæstbjóðanda. --o-- Orðabálkur. berangur (-s, vantar flt.), kk., jöi’ð, sem stendur upp úr snjó að vetrarlagi. Dalir. bei’gingarklútur (-s, -ar), kk„ mislitur silkiklútur, sem fólk hélt fyrir rnunni sér við altaris- göngur. Vestf. (var alg., en heyi’- ist ekki nú). beigsiga (-aði, -að): hann berg- sigai’ þokuna, þokan greiðist sundur og eyðist í ofanverðu fjall- inu, en þokubelti liggja í því neð- anvei’ðu. S.-Múl. bergsiga, ób. 1.: bergsiga þoka, þoka, sem sígur niður í fjöll (í logni). Mér sagt, að orðið hafi tíðkast í Skaftafellssýslu. beygja: beygja af, að krakki myndar sig til að skæla. Árness. Suðursv. biðjast (-aðist, -ast), s. í miðm., beiða (um kýr): skyldi kýrin ekki fara að biðjast? Vestf. -----o----- Einlægnin og B. Kr. I gamla daga þótti þoi’steini Gíslasyni það ,,í meira lagi væm- ið“, þegar B. Ki’. var að hrósa sjálfum sér fyrir í’áðvendni og samviskusemi. í síðasta skrifi sínu út af laumupésanum er B. Kr. mjög fjálglegur og mælist einkum til einlægni í svöium sam- vinnumanna. Sá má nú trútt um tala um einlægnina. Skal öllu slept um einlægni hans á fyrri tíð, sem flestum mun þó finnast, eins og þorsteinn sagði, „í meira lagi væm in“. En það eru mörg ár liðin síð- an ritaður hefir verið í’itlingur af meiri óeinlægni en laumupési B. Kr. það mun vera leitun á ritlingi sem er eins fullur af blekkingatil- raunum, i*angfæi*slum og hálfsögð- um sannleika og laumupési B. Kr. það verður sannað áður en langt líður með fylstu rökum og ein- lægni. Og er þá óvíst hve vel B. Kr. ber sig er hann fær fölskva- lausa einlægni í svar við yfirdrep- skap laumupésans. ■o Niðurl. Ágrip af sögu eins sjúklings. Sunnudaginn 30. júlí barst ein- um sjúklingi 31. tbl. Tímans með grein „fyrv. sjúklings á Vífilsstöð- um“, um heilsuhælið á Vífilsstöð- um. Greinin vakti ákafa athygli meðal sjúklinganna. Um kvöldið þótti yfirlæknirinn vera óvenju- lega mikið á gangi úti við, og nú ávalt enn. Skömmu fyrir hátta- tíma kom eg út úr borðstofunni frá því að drekka kvöldmjólkina, og var á leiðinni upp í svefnstofu mína. Á ganginum mætti eg yfh’- lækninum, og var það óvanalegt á þeim tíma dags. Við litum hvor á annan. En þá lá nærri að mér brygði í brún. Mér virtist eg varla þekkja þetta andlit. Svipurinn var gerbreyttur og yfirbragð alt. Eg gekk að stiganum, en læknirinn stóð kyr og horfði á eftir mér. þegar eg var kominn upp neðstu þrepin, sté hann fram nokkur skref og horfði enn fast á eftir mér upp stigann. þótti mér þá ein- sýnt að læknirinn ætti við mig eitthvert erindi, snérist því við og leit á hann þegjandi. Andlit hans var þrútið og afmyndað, og um það fóru kippir, sem eg hefi hvorki séð fyr né síðar. Læknirinn hóf upp hönd hína og mælti: „Nú, nú — ja — hvað — hvað ....?“ „Eg hélt að þér vilduð tala eitt- hvað við mig“, svaraði eg. „Nei — já — ja — nei, nei“, svaraði lækn- ir og bandaði frá sér með hend- inni. „Jæja“, mælti eg og snéri við upp stigann. En læknirinn gekk fram og aftur niðri á gang- inum og hélt áfram: „Já, ja — eg var bara að gæta — að horfa — já, svona virða — svona virða yður fyrir mér — virða yður fyr- ir mér“.' Um hádegisbil daginn eftir mætti eg yfirlækninum í anddyr- inu. „Nú, já“, mælti læknir, gekk til mín, lagði höndina á öxl mér og hélt áfram í lágum rómi: „Já, ja, eg ætlaði bara að spyrja yður að þvi — spyrja yður að því,hvort þér hafið skrifað greinina í Tím- anum“. „Eg hefi ekki skrifað greinina í Tímanum“, svaraði eg. „Nú, nú — jæja — ekki „skrifað“ — ekki „skrifað“. „Hvorki skrif- að né látið skrifa“. „Jæja, það gleður mig fyrir yðar hönd — gleður mig að þér hafið ekki skrifað hana. Og þér lofið því .. “. „Nei, eg lofa engu“, greip eg fram í. „Jæja, jæja. þér neitið því þá“, leiðrétti læknirinn, „neitið því, að þér eigið nokkum þátt í henni — noklcurn þátt“. „Eg hefi sagt það, sem eg hefi að segja“, svaraði eg. „Og auk þess ættuð þér að muna eftir loforðinu, sem eg gaf yður um þetta efni fyrir skömmu, samkvæmt beiðni yðar. Og loforð mín gef eg í þeim tilgangi að efna þau. Eða hafið þér reynt annað?“ „Nei, nei“, 'svaraði læknir, „eg hefi ekki reynt annað“. „Jæja. þá er víst þessu máli lokið“, mælti eg og gekk inn í húsið. Miðvikudagsmorguninn 2. ágúst var eg að bursta skó mína í kjall- aranum. Kom þá blóðhráki í munn mér og fylgdu nokkrir eft- ir. það sem eftir var dagsins sá eg öðru hvoru blóð í hráka og einn ig daginn eftir, 3. ágúst, Ekki sagði eg yfirhjúkrunarkonunni frá þessu og ekki yfirlækni, en lá mikið þessa daga og hafði nær því engar göngur. Rúmlega viku síðar fór eg að finna til verkjar í vinstri öxlinni, sem eg hafði ekki orðið var við áður. þegar verkur þess hafði varað í 2 daga og eg fann að eg var ekki svo hress, sem venja var til, þá ákvað eg að segja yfirlækn- inurn frá þessu. þegar svo að hann kom á stofugöngu að morgni þess 14. ágúst, þá nefndi eg verkinn og að eg væri líklega að byrja að kvefast. „Já, eg skoða yður í dag“, svaraði læknir og hélt áfram göngu sinni. Rétt á eftir gekk yfir hjúkrunarkonan til mín og hvísl- aði, svo sem venja hennar var, þegar svona stóð á: „De skal skoðes klokken halv ti“. Eftir að sú skoðun hafði farið fram, kvað læknir, að batinn væri mikill, „ótrúlega mikill“, þó heilbrigði mín væri að vísu eigi sterk. Eftir þessa yfirlýsingu hélt hann áfram: „Jæja, þá held eg, að skilnaðarstundin fari nú að nálg- ast, til — til gleði — til gleði fyr- ir yður, já, og til — til hrygðar — til saknaðar — já — til sakn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.