Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.10.1922, Blaðsíða 4
136 T 1 M I N N Kaupfélag Reykyíkinga selur allskonar nauðsynjavörur og tóbaksvörur. Verslið við það hvar sem þór eruð á landinu. Avalt nýjar vörur með lægsta verði. Viðskiftin greið og áreiðanleg. Símar 728 & 1026. Póstliólf 516. Símnefni: Solidum. aðar fyrir okkur“. „Og hvenær á sá skilnaður að fara fram?“ spurði eg. „Ja, við skulum segja þann 19.“. Spurði eg þá hvort eg mundi vera fær um að mega starfa nokkuð þegar eg kæmi heim. „Já, sei sei já. Svo sem einn til tvo tíma á dag. Einhverja létta vinnu. En auðvitað þurfið þér að fara gætilega með yður. En þetta er mikill bati — mikill bati“. „Já, til þess koma menn líka á heilsuhæli að fá bata“, svaraði eg. „Bata. Já, svo góðan bata sem kostur er á“, svaraði læknir. „Já, alveg rétt. Einmitt eins og þér segið: „Svo góðan bata sem kost- ur er á“, endurtók eg. Áður en eg gekk út spurði eg: „Álítið þér að eg muni geta náð betri bata en ennþá er fenginn?“ „Já, já, ef þér farið skynsamlega með yður. Jú, þetta getur batnað betur ■— batnað betur. En þér verðið að fara skynsamlega með yður“. Síðari hluta þessa sama dags kom enn blóð í nokkrum hrákum. pótti mér nú ekki ráðlegt að þegja ennþá yfir því, fór því til yfirhjúkrunarkonunnar og sýndi henni glasið. Hún leit á og spurði, hvort þetta væri í fyrsta sinni, frá því að eg lá, sem blóð kæmi í hráka. Eg nefndi 2. og 3. ágúst. Hún kvað réttast að eg færi í rúm- ið og gerði eg það. Morguninn eft- ir sást ofurlítill blóðlitur á upp- ganginum. þegar yfirlæknirinn kom á stofugöngu greip hann þeg- ar hrákakönnuna, leit á og mælti: „Já, já, þetta er ekkert — þetta er ekkert“. þá var tekið glasið frá deginum áður og helt úr því í könnuna, svo læknirinn mætti einnig sjá það. pegar byrjaði að renna úr glasinu, sagði læknir: „pað er ekkert — það er ekkert“. ,,pað mun sitja við botninn“, rnælti eg, „enda farið að láta lit og leysast upp af eiturleginum í glas- inu“. „Jæja, jæja, eg sé það ekki — sé það ekki“, sagði læknir og þaut burtu. Mér hálf hnykti við, því eg vissi það ekki áður, að yf- irlæknirinn væri að verða blindur. ,.pér getið farið á fætur fyrir þessu“, bætti hann við. Miðvikudaginn 16. ágúst varð eg veikur af allslæmum iðra- verkjum. Um kvöldið kvað svo mikið að þeim, að yfirlæknisins var vitjað. Um nóttina dróg úr þeim og á föstudag var eg orð- inn jafnhress af þessum sjúkdómi eins og eg hafði Verið áður. þó hafði eg nokkru meiri blóðhita á fimtudag og föstudag, en venja var til, en þó ekki svo mikinn, að eg lægi í rúminu. Veit eg að vísu ekki hvort hann hefir stafað af þessum lasleika eða kvefi því, sem mér fanst þá vera í byrjun. „Já, já, þá er nú skilnaðar- stundin á morgun“, sagði yfir- læknirinn við mig, þegar hann kom á stofugöngu á föstudags- morguninn. Síðar um daginn spurði eg yfirhjúkrunarkonuna um reikning minn yfir sjúkra- áhöld þau, er eg hefði keypt. Hún kvað óþarfa að tala um hann nú. Hann þyrfti ekki að greiðast fyr en við brottför mína. Eg kvaðst þá fara daginn eftir. Hún varð mjög undrandi, og ætlaði í fyrstu varla að trúa þessu. — Á laugar- dagsmorguninn var eg nokkuð hress og blóðhitinn var líkur því, sem venja var til. — Áður en eg fór alfarinn af hælinu, gekk eg á fund yfirlæknisins og bað hann um heilbrigðisvottorð. „Ja, vott- orð — vottorð, hvað hafið þér nú að gera með vottorð — hvað —- hvað hafið þér að gera með vott- orð“, svaraði læknir. Eg kvað honum mundi vera það fullvel kunnugt. Eftir nokkurt þjark tók hann að leita að árangri síðustu hrákarannsóknar, en fann ekki. Sagði hann þá að rannsókninni væri ekki lokið ennþá, en kvaðst skyldi gefa mér vottorð þegar henni væri lokið, ef engir berkl- ar hefðu þá fundist. Kvaddi eg hann þá og fór alfarinn burt af hælinu. Hafði eg þá dvalið þar í 5 mánuði. pann 24. ágúst kom eg svo enn á fund yfirlæknisins og bað um vottorðið. „Ja, eg veit nú ekki hvort hægt er að gefa yður svo sérlega fínt vottorð“, svaraði læknir, en tók þó að skrifa, en sóttist seint verkið. Virtist mér sem hann væri í miklum vanda staddur og sagði því: „Auðvitað bið eg yður ekki að votta annað en það, sem þér getið staðið yður við. Og ef yður finst, að þér get- ið ekki gefið mér vottorð, sam- visku yðar vegna, þá látum við það niður falla“. „Já, já, auðvit- að — auðvitað. Jú, eg held að eg geti nú sagt þetta“. Loks rétti hann mér vottorð svo hljóðandi: „Með því að ekki hafa fundist berklar í uppgangi Páls Vigfús- sonar, Lindargötu 5, síðan í apríl, þrátt fyrir mánaðarlegar rann- sóknir, þá má nú telja svo að hann sé ekki smitandi. 24. ágúst 1922. Sig. Magnússon. Að þessu loknu mintumst við á Tímagreinina áður nefndu, og virt ist mér að læknir álíta ennþá að eg ætti einhvern þátt í henni, og að lokum hreytti hann fúkyrðum og ókvæðisorðum að höfundi hennar og ritstjóra Tímans. Eftir þetta kom eg þrisvar að Vífilsstöðum og virtist mér þá ávalt að eg vera höfuðsetinn af yfirlækni og hj úkrunarkonum. — pegar menn, sem verið hafa sjúklingar á Vífilsstöðum og eru fyrir skömmu farnir þaðan, koma í heimsókn þangað, þá hefir ver- ið vani að amast ekki mjög við þeim, þó þeim dveldist fram yfir heimsóknartíma eða kæmu í legu- skálann, þar sem gestir mega annars ekki koma. En einhverju sinni var eg staddur inni hjá sjúklingi, sem lá í rúminu, og voru þá nokkrar mínútur liðnar fram yfir heimsóknartíma. Kom þá inn hjúkrunarkona af annari hæð, en hún átti engum störfum að gegna á þessari stofu. Húj? rak heldur ekkert sjáanlegt eða heyranlegt erindi, en leit aðeins á gestinn og gekk svo út. Nokkr- um mínutum síðar kvaddi eg sjúklinginn og gekk út í leguskál- ann. En þegar í stað kom yfir- hjtikrunarkonan þangað og benti mér á það, að nú hefðj eg ekki rétt til þess að dvelja í skálan- um. Eg kvaðst þurfa að tala fá- ein orð við einn sjúklinginn og skyldi það ekki taka langan tíma. Gekk þá yfirhjúkrunarkonan burt, en að vörmu spori kom yfir- læknir og mælti: „Nú, nú! Nú megið þér ekki vera hér — nú megið þér ekki vera hér — nú er- uð þér óviðkomandi maður — óviðkomandi maður — já, og meg- ið ekki koma í skála — megið ekki koma í skála“. Eg kvaðst þegar skyldi fara. „Já, það verð- ið þér að gera — það verðið þér að gera“, svaraði læknir. Einhverju sinni síðar hitti eg yfirlæknirinn utan við hælið. Hóf hann þá samræður við mig að fyrra bragði, og það hafði hann ekki gert frá því fiskbitamálið hófst. „Eg þakka yður fyrir handritið*) — já, fyrir handrit- ið. Já, og þér — þér eruð svo elskur — svo elskur að hælinu — já, að þér komið hingað á hverj- um degi — hverjum degi“. Eg kvað það rétt vera, að mér væri ant um hælið og suma sem þar væru, en þetta væri þó oflof um umhyggjusemi mína. Eg kæmi eklci á hælið nema að. meðaltali einu sinni í viku. En það er að segja af heilsu- fari mínu eftir að eg fór frá Víf- ilsstöðum, að kvefið hélt áfram að vaxa og hitavott hafði eg á hverjum degi í nær því þrjár vik- ur eftir að eg kom af heilsuhæl- inu. Eg vitjaði lækna í Reykjavík og sögðu þeir að eg hefði bron- chitis í báðum lungum og álitu að eg ætti að vera á heilsuhæli eða sjúkrahúsi. pann 9. sept. kom *) Handritið að fyrsta kafla þess- arar ritgerðar. eg því til yfirlæknis Sig. Magnús- sonar og bað hann að athuga heilsufar mitt. pegar hann hafði lokið því, kvað hann ástandið heldur lakara en þegar hann at- hugaði það síðast, en annars væri nú varla ástæða til þess að kippa sér upp við kvef og hitavott, því eg gæti altaf búist við því. Eg skyldi fara vel með mig, og auð- vitað þyrfti eg altaf að fara vel með mig. Eftir því sem mér skild- ist best, þá virtist mér sem eg mundi ekki mega gera ráð fyrir mikilli heilbrigði upp frá þessu. En ef ttl vill hefi eg misskilið læknirinn. Að lokum spurði eg hvort ástæða væri til að gera nokkuð sérstakt viðvíkjandi heilsu rninni. „Nei“, svaraði læknir. Skömmu síðar fór eg, samkv. læknisfyrirmælum, á sjúkrahús hér í bænum og hefi dvalið þar til þessa dags. Reykjavík 7. okt. 1922. Páll Vigfússon. II. Yfirlýsing. Við undirritaðir vorum nemend- ur á Vífilsstöðum í júlímánuði síðastliðnum. Ileyrðum við því samtal hr. yfirlæknis Sig. Magn- ússonar og Páls Vigfússonar, sem fram fór 14. júlí. pótt okkur finnist það óþarft, viljum við þó að gefnu tilefni lýsa því yfir, að frásögn Páls Vigfússonar um þann fund, í síðasta blaði Tím- ans, er mjög villandi og sumstaðar algerlega röng. Rvík 5. okt. 1922. Valtýr Albertsson stud. med. Jónas Sveinsson stud. med. -----o---- Hugsunarólag E. Kr. i. Hér fara á eftir nokkrar athuga- semdir við laumupésann, sem B. Kr. sendi út. Er það sérstaklega gort fyr- ir þá undarlega fáfróðu aðstandendur Mbl., sem halda að eitthvað sé máls- •stað þeirra til stuðnings í áðurgreind- um pésa. Vorður jafnan tiigreint blaðsíðutal í pésanum, svo að lesend- ur geti séð, hvað mikil vitleysa hefir komist fyrir í litlu rúmi hjá B. Kr. 1. (Bls. 5). B. Kr. segir að verslun- armál iandsins liafi á siðari árum komist í „allmikla óreiðu“. Og þessi óreiða er að hans dómi í kaupfélög- unum, sem gjalda hverjum manni sitt, hafa aldrei orðið fyrir neinu sér- legu hruni, nutu og njóta mcsta tiausts inn á við og út á við af öll- um íslenskum verslunarfyrirtækjum. Aftur minnist B. Kr. ekki á „örlög“ íslandsbanka, ekki á fisksöluna, ekki á hin mörgu gjaldþrot kaupmanna, þar á meðal manna eins og Páls í Iíaupangi og Ólafs Eyjólfssonar, sem B. Kr. jós í hverju stórláninu eftir annað, meðan hann stýrði Lands- bankanum. Ekki minnist hann held- ur á þær mörgu miljónir, sem bú- ið cr að gefa upp kaupmönnum í báðum bönkunum, og þó sér í lagi í Islandsbanka. Pésinn byrjar þannig á þvi að lýsa veikindum þar sem er heilbrigði, en þegja um þau mestu veikindi í fjármálum, sem sögur fara af hér á landi. 2. (bls. 5). B. Kr. minnist á gleð- ina yfir verslunarfrelsinu, um miðja 19. öld, og sérstaklega á Benedikt heit. Sveinsson. petta er tilvalið dæmi. Ben. Sv. var mætur maður á margan hátt. Ilann skildi aðra hlið málsins, að verslunin þurfti að verða innlend. En hann liélt að kaupmenn, ef íslenskir væru, gætu gert verslunina heil- bi'igða. Og hann var fullkominn and- stæðingur samvinnustefnunnar. Sem sýslumaður þingcyinga á Húsavík dæmdi hann dóma og feldi úrskurði Nataly von Eschstruth:! Bjartiargreifarnir. Ilin ágæta saga sem farið liefir sigurför um alt ísland, verður nú gefin út að nýju. — Verður frá- gangur allur hinn vandaðasti. Verð kr. 4,30 fyrir áskrifendur er gildir til 1. nóvember, eftir þann tíma hækkar verð bókarinnar upp í kr. 6,30. Sendið nafn og heimilisfang til G. 0. Guðjónsson. Tjarnargötu 5. Reykjavík. í málum þórðar Guðjónsen móti Kaupfélagi þingeyinga. Dómar hans og úrskurðir stóðust illa. Verslun Guðjónscns vinar hans hefir nú flosnað upp með lítilli virðingu, en Kaupfélag þingeyinga er eitt hið frægasta og öflugasta verslunarfyrir- tæki á landinu. B. Kr. sannar þvi litið í þessum málum með að vitna í B. Sv. Dómur sögunnar er búinn að ógilda dóma hans og úrskurði um kaupfélögin. ----o----- Friðrik Bjarnason organisti í Hafnarfirði sendir nú á markað- inn tólf sönglög frumsamin. Eru sum þessara laga kunn áður og hafa náð mikilli hylli. Skýr hugs- un er einkenni þessara tónsmíða og er það mikill kostur. Lög þessi ná tvímælalaust alþýðuhylli og að makleikum. Eldgos í Vatnajökli. Um miðja vikuna bárust fréttir af eldgosi. Fyrsta fregnin kom frá Vest- mannaeyjum. Hafði gosbjarmi sést þaðan og bar yfir miðjan Eyjafjallajökul. Svo rak hver fréttin aðra. Var bjarmi séður eða mökkur og leiftur úr Vopnafirði og Mývatnssveit og frá Eiðum var símað að bjarminn sæist 30 gráð- um sunnar en í vestri. Á fimtu- dagskvöldið sáust leiftrin héðan úr bænum og báru yfir Hamra- hlíð í Mosfellssveit. Sáust þau á alllongu svæði. Á föstudag var komið öskufall norður í Mývatns- sveit og var talið sporrakt af öskufalli í Reykjahlíð. í Suður- Múlasýslu var og komið þá ösku- fall. Jafnframt bárust þær frétt- ii frá sýslumanni Skaftellinga í Vík að Skeiðará væri hlaupin og hefði hlaupið byrjað 28. f. m. I morgun fékk Tíminn símskeyti frá Hólum í Hornafirði svohljóð- andi: „Sökum Skeiðarárhlaups hér fallin mikil aska“. — Eng- inn veit með vissu hvar gosið er. Var giskað á í fyrstu að það væri í Dyngjufjöllum, en nú munu flestir telja víst að sé í Vatna- jökli einhversstaðar. Af hinu síð- astnefnda skeyti verður það ráð- ið að austur í Hornafirði álíta menn að gosið standi í sambandi við Skeiðarárhlaupið. Látinn er nýlega á heimili sínu, Hjarðarholti í Stafholtstungum, Jón hreppstjóri Tómasson, merk- ur bóndi. Hann var sjötugur að aldri. Varð hjartabilun honum að bana. Jóhannes Kjarval málari er ný- kominn til bæjarins frá Borgar- firði eystra, með fjölskyldu sinni. Ætlar að dveljast hér í bænum í vetur. Nýtt lán hefir Knútur Zimsen borgarstjóri útvegað Reykjavíkur- bæ ytra og á að nota til að leggja nýja vatnsæð til bæjarins. Upp- hæð lánsins er hálf miljón króna, veitt til 20 ára og vextir 5%. Af- föllin eru 8 af hundraði. Rauna- legt er það að bera þessi lánskjör saman við enska lánið þeirra Jóns Magnússonar og Magnúsar Guð- Nýprentað: Tólf sönglög eftir Friðrik Bjarnason. Fást hjá bóksölum. Ávinningur fyrir al- þýðuskólana er ný íslensk málfræði eftir Benedikt Björnsson er kemur á bókamarkaðinn með Goðafoss. Hefir meðmæli fræðslu- málastjóra og íslenskukennara .Takobs J. Smára. Kennarar atlrugi þetta. líerillirsaia Sieins irí Hsliíillsá í Skagafirði er til sölu víða hjá bóksölum á Norðurlandi. Hún er fræðandi og skemtandi. Hún.er sönn og hún sýnir eldraunir atvikanna og örlaganna, enda er liún mikils metin hjá eigendum. Hún er einnig til sölu í Sölu- turninum í Reykjavík. Kaupið hana. An.g’Iýsmg’. Tapast liefir frá Bakkarlioltsparti í ölfusi rauð hryssa glóföxótt, með hvíta rák í öðrum afturfótarhóf. Hryssan er vel viljug, meðalhross að stærð, og hefir allan gang; Var komið með hana landveg úr Horna- firði í vor og hefir hún senuilega leitað í austurátt. Þeir sem kynnu að verða varir við þessa hryssu eru beðnir að tilkynna það Sig Þorsteinssyni, Minni Borg í Grímsnesi. 5ld tlERKEá ó I EMME M issla lerO írá itlinim fáum við mikið af ódýrum har- monikum; einfaldar á kr. 22,00, 28,00, 34,00, 38,00 og 40,00; tvö- faldar á kr. 65,00, 75,00, 85,00, 125,00 og 150,00, með ajax- eða stáltónum, [irefaldar frá kr. 200,00. Munnhörpur: einfaldar frá kr. 1,50—7,00; tvöfaldar kr. 8,00 og 12,00. Hljóðfærahús Reykjavíkur Símnefni: Hljóðfærahús. Laugaveg 20 B. Sími. 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar liengi- lainpa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. íi. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeius fyrsta flokks vörur. Crreið viðskifti. Það borgar sig að kaupa nýja Hljóðdós. Alt er undir henni komið. Verð kr. 10,00, 12,00, 14,00, 16,00 18,00 og 20,00. Hljóðfærahús Reykjavikur. mundssonar, því að eins og menn muna voru afföllin af því 16 af hundraði og vextirnir 7%. Ritstjóri: Tryggvi þórliallsson Laufásí. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.