Tíminn - 14.10.1922, Page 1

Tíminn - 14.10.1922, Page 1
Ojciíbfeti oij afgrctðslumaöur íEtmans er 5i3urgeir ^rtörtfsfon, Sarníxtnösln'isinu, Heyfjauíí. ^fcjteiftsía 211 m a n s er t Sambanösíjúsitiu. ®pin öaglega 9—12 f. b Simi 496- YI. ár. Markaður landbúnaðarvaranna. Tíminn hefir barist 'á móti svo- nefndum „legátum“, sendiherrum, tildursherrum, sem það verk eiga helst að inna af hendi að ganga í einkennisbúningi, sitja veislur, þiggja krossa o. s. frv. Hitt er nauðsyn að senda valda menn, þá er þess er þörf, til þess að greiða fyrir sölu íslenskra af- urða, að útvega nýja markaði, að segja fyrir um meðferð afurð- anna. Fé til slíkra ferða mun eng- inn skynbær maður telja eftir. Svo sem það var nauðsyn og sjálfsagt, einkurn vegna hinna sérstöku ástæða, að senda nú ný- lega Pétur A. Ólafsson konsúl til Vesturheims í markaðsleit fyrir saltfiskinn, svo ber nú og sérstök nauðsyn til að gerðar séu ráðstaf- anir til að greiða fyrir sölu ís- lenskra landbúnaðarafurða á er- lendum markaði, jafnframt því sem þjóðfélaginu ber að sinna sjálfsögðum ki-öfum bænda í kjöt- tollsmálinu á þessu hausti. Sambands íslenskra samvinnu- félaga hefir að vísu gert það sem í þess valdi hefir staðið í þessu efni að undanförnu. Hefir mikill árangur orðið af því starfi og góð von um að verði meiri. En annarsvegar ræður Sam- bandið ekki yfir sema takmörkuð- um kröftum í þessu efni, hins- vegar væri aðstoð íslenskra stjórnarvalda tvímælalaust hinn mesti stuðningur. Kjöttollurinn norski, og ekki síður hitt, sem alkunnugt er, að nörsku bæsdurnir færast altaf nær því marki að fullnægja kjötþörf- inni í Noregi — hvorttveggja veldur að engin töf má verða á því að leitast verði við að afla nýs markaðs fyrir þessa aðalvöru bænda. J>á er hitt og alkunnugt, að saltað kjöt getur aldrei orðið fyrsta flokks matvara, og þar af leiðandi aldi’ei náð góðu verði. Mæna allra augu á innflutning lifandi fjár til Englands — eða til Belgíu — en þau sund hafa verið harðlokuð. pó hafa á því sviði gerst þau ný tíðindi að Kanadabændur hafa fengið leyfi til að flytja inn lifandi nautpen- ing til Englands. Er því einsætt að leita hverrar smugu sem feng- ist gæti í þessu efni. pá mætti benda á ýmislegt sem verða mætti til að létta á kjöt- markaðinum í Noregi. Væri ekki hugsanlegt að senda út reykt kjöt, kæfu, pylsur eða kælt kjöt? Væri ekki hugsanlegt að senda út kjöt af ungum útigangshross- um? Er það of dýrt að sjóða niður kjöt til útflutnings? Mætti telja margt fleira af þessu tæi sem nauðsynlega þyrfti að rannsaka. Og er a. m. k. sumt í þessu efni þess eðlis að það kæmi sér vel að landsstjómin gæfi erendreka bænda umboð sitt. Hið sama gildir um gærusöl- una. Enn hefir ekki tekist að rannsaka til fulls um markað fyr- ir þá vöru, né að vita með vissu hvernig best sé að ganga frá vör- unni. pá er ullin. Munu allir vera sammála um að það búskaparlag verður að leggjast niður að flytja ullina út óunna. En þá verður að rannsaka hvað helst á að vinna úr ullinni, og hvar markað er að fá. Að hve miklu leyti er markað- ur fyrir prjónlesvörur og þá hverj- ar og hvar? Hverskonar vefnað væri hent- ast að framleiða úr ullinni. Væri það t. d. ekki hugsanlegt að vinna töluvert af ábreiðum: sumpart handa ferðamönnum í fornu ís- lensku sniði með fögrum litum, sumpart grófari ábreiður. Mætti margt fleira nefna og þarf alt þetta að rannsalcast vandlega. Enn er ótalað um ostasölu, ef til vill smjörsölu og eggja og enn mætti margt nefna. — Landbúnaðurinn íslenski stend- ur á tímamótum. Viðreisnin er hafin inn á við. Búnaðarfélag íslands hefir haf- ið öfluga forgangsstarfsemi um hverskonar framfarir í vinnu- brögðum, jarðrækt, meðferð gripa og tilraunastarfsemi. það eru hinar bestu vonir um að áfram verði haldið á þeim braut, enda óhætt að treysta því að bændur styðji þessa starfsemi ósleitilega. Viðreisnin er líka hafin út á við, einkum með starfi Sambands ís*- lenskra samvinnufélaga. En þar þarf að fylgja vel á eft- ir og rás viðburðanna krefst þess að framfarirnar verði á því sviði skjótar og miklar. Starfskraftar Sambandsins eru takmarkaðir. þjóðfélaginu ber skylda til að leggja til hjálpandi hönd. pánn styrk eiga fulltrúar bænda að sækja á næsta alþingi. o- um kjöfcíollsmálið. Kjöttollsmálið hefir nú verið allmjög rætt í undanförnum blöð- um Tímans. Má segja að málið sé nærri fullrætt. Enda eru öll andmæli þögnuð. Síðasta andróð- urinn greiddi ,,bóndi“(!) í Morg- unblaðinu. En sú viðleitni, sem þar kom frarn, er að engu haf- andi. Rétt er að geta þess, hlutaðeig- endum til verðugs hróss, að sann- frétt er, að ýmsir borgarar Reykja víkur hafa ekki farið dult nieð að þeir álítia að ummæli Tímans um kjöttollsmálið hafi við fylstu rök að styðjast, enda sé sjálfsagt að verða við réttætum kröfum bænda í þessu efni. Og eru þetta ein- mitt menn sem engan persónu- legan hag hafa af þessu máli. þá hefir sá er þetta ritar enn- fremur átt kost á að ræða mál þetta við mikilsmegandi bændur víðsvegar að af landinu. Hafa þeir tekið málinu á einn veg og munu fylgja því eftir með festu og ein- urð góðs málstaðar. Er það og mála sannast að því lengur sem mál þetta er í’ætt, því fleiri og þungvægari rök koma fram fyrir þeim málstað sem fiuttur hefir verið í þessu blaði, hvort sem heldur er litið út fyrir pollinn, eða á afskifti þjóðfélags- ins undanfarið af atvinnuvegun- um. Og þá er þess nú"að minnast að ekki eni nema fáir mánuðir þang- að til alþingi kemur saman, sem á að ráða máli þessu til lykta. Munu þingmenn víðast hvar stofna til þingmálafundahalda í Reykjavík 14. október 1922 tæka tíð áður. En farist það fyr- ir af þingmanna hálfu ættu bænd- ur nú í þetta sinn að stofna til slíkra fundahalda sjálfir. Og slíka fundi ætti ,nú að halda helst í hverjum hreppi í sveitakjördæm- um landsins. Ályktanir og áskoi’anir um kjöttollsmálið ætti að bei-a fram og samþykkja á hverjum fundi og svo ótvíræðar að ekki orki tví- mælis um vilja fundarmanna. það væri mjög vel til fallið að þessar áskoranir yrðu sem allra flestar. Væri um það að ræða að lagst yrði þunglega á móti þessu sann- girnismáli — og ekki veldur sá er varir og sum blöðin hafa sýnt hvað þau gjarna vildu gera — þá lilyti það að hafa næsta mikil áhrif fyrst og fremst á þing- menn sveitakj ördæmanna og einn- ig á þingið í heild sinni, að fyrir lægju afaralmennar og ótvífæð- ar ályktanir og áskoranir í kjöt- tollsmálinu. þessari áskorun er hérmeð beint til íslenskra bænda: Stofnið til almennra fundahalda um kjöttollsmálið. Sendið alþingi ótvíræðar álykt- anir og áskoranir um að verða við réttmætum og sjálfstæðum kröf- um ykkar í kjöttollsmálinu. Látum svo skeika að sköpuðu um það, hversu alþingi snýst í málinu og tökum mark á afstöðu hinna einstöku þingmanna. ---o---- Sjúkrahúsið á Eyrarbakka. Morgunblaðið hefir sent Tíman- um hnútu út af sjúkrahúsmálinu á Eyrarbakka. Jóhann V. Daníels- son, kaupmaður á Eyrarbakka, einn þeirra er mestu hefir ráðið um málið, hefir sent Tímanum grein um það. Greinin verður ekki birt í Tímanum. Hún á heima í Morgunblaðinu en ekki í Tíman- um. Ástæðan er sú, að Tíminn er algjörlega andstæður málaflutn- ingi greinarhöfundar. Skal nú gerð nokkru nánari grein fyrir þessu vandræðamáli. „Leiðtogar“ þessa máls á Eyr- arbakka hafa reist sér og hérað- inu hurðarás um öxl með máli þessu. Frá upphafi til þessa dags ei málið rekið nálega af engu viti. Rangæingar hafa reist hæfilega stórt sj úkrahús á 3ínu læknissetri: Stórólfshvoli. þar er rúm fyrir 6—8 sjúklinga. Sýslunefnd Árnessýslu vildi láta hina sömu skynsemd ráða. í allra hæsta lagi átti sjúkrahúsið að geta tekið við 12 sjúklingum. Sýslunefndin hét styrk með þessu skilyrði. þar sem frá því hefir nú verið vikið, telur sýslunefndin sig lausa allra rnála um styrkveitingu. Mun mega fullyrða að sýslunefnd- in vilji sem minst eiga við mál- ið, eins og komið er. Eyrarbakka „leiðtogarnir“ reistu aftur á móti sjúkrahús sem á að geta tekið 30—40 sjúklinga. Smíðið er hafið og unnið á allra dýrasta tíma. Ýmislegt er mjög athugavert um hússtæðið. Heitir svo að hússkrokkurinn sé orðinn fokheldur, enda kostar hann nú a. m. k. 120 þús. kr. Fullyrt er að a. m. k. þurfi aðrar 120 þús. kr. til þess að fullgera húsið og koma sjúkrahúsinu af stað. Um 40 þús. kr. hafa „leiðtogamir“ safnað til hússins en 80 þús. kr. eru í skuld. þó ekki sé tekið tillit til hinna mjög alvarlegu athugasemda sem fram hafa komið um legu húss- ins, þá verður þó ekki fram hjá því komist, að undir eins og sam- göngur hafa verið bættar austur, t. d. með járnbraut — og flestir munu vilja gera ráð fyrir að þess verði ekki langt að bíða — þá verður svo stórt sjúkrahús á Eyrarbakka alóþarft. það leiðir af sjálfu sér að þá fara langflestir sjúklingar á Landsspítalann, sem þá verður væntanlega búið að reisa í Reykjavík. Á yfirstandandi fjárlögum er veitt heimild til að verja alt að 80 þús. kr. til að reisa sjúkrahús eða sjúkraskýli. Ýmisleg skilyrði eru fyrir þessum styrkveitingum. Meðal annars það skilyrði að þessi styrkur má aldrei fara fram úr V3 byggingarkostnaðar. Nú gerast þessir „leiðtogar“ spítalabyggingarinnar á Eyrar- bakka svo djarfir að fara fram á að landssjóður greiði þeim allar þessar 80 þús. kr. þegar í stað. það sem lengst væri hægt að ganga, ef mál þetta væri að öðru leyti sómasamlega rekið er það að ríkissjóður greiddi 40 þús. kr., sem er V3 þeirrar fjárupphæðar, sem búið er að verja til þess að reisa húsið. En því aðeins gæti það komið til mála að full trygg- ing væri fyrir því: 1. að fé fengist til þess að ljúka við húsið, og 2. að full vissa væri fyrir því að húsið kæmi að tilætluðum notum. En nú stendur svo á að hvor- ugu þessu er til að dreifa. „Leiðtogarnir“ munu ekki geta gefið neina tryggingu fyrir að þær 120 þús. kr. fáist sem enn vantar. Hvaðan ættu þeir að fá 120 þús. kr. í annað eins fyrir- tæki sem þetta ? Afstöðu Árnes- sýslu er áður getið og sannarlega er sú afstaða skiljanlég öllum ráð- deildarmönnum. Og svo blasir það við, eins og áður er sagt, að þessi spítala- skrokkur standi hálf eða aldauð- ur, þegar samgöngur eru bættar austur og Landsspítalinn reistur í Reykjavík — veglegur en held- ur dýr minnisvarði um „hagsýni“ og „framtakssemi“ þessara Eyr- arbakka-leiðtoga í spítalamálinu. Eins og nú árar í landi væri það með öllu óverjandi af lands- stjórninni að verða við kröfunni um að útborga þessar 80 þús. kr. þar sem málið er þannig vax- ið, eins og nú hefir verið lýst, en svo stutt til alþingis, er það tví- mælalaus skylda stjómarinnar að láta málið alt bíða úrskurðar al- þingis og útborga ekkert. — Tímanum er það ljúft að taka við hnútuköstum frá Morgunblað- inu í þessu máli. pví að það er ekki í fyrsta sinn sem það blað rekur erindi örfárra einstaklinga gegn hagsmunum alþjóðar. það sem nú virðist blasa við, verði látið að vilja Morgunblaðs- ins og Eyrarbakkaleiðtoganna, er það, að 80 þús. kr. landssjóðs- styrknum verði varið til að borga skuldina sem hvílir á húsinu og svo fái hússkrokkurinn að standa áfram í Eyrarbakkamýrinni í sama ástandinu og nú, aðeins fok- heldur. Öllu hlálegra ráðdeildarleysi væri varla hægt að hugsa sér. 43. blað Á Arnarhólstúninu, örskamt frá höfninni, stendur vörugeymsluhús, sem er ríkiseign. Var það reist á stríðsárunum, þegar landsverslun- in hafði mest undir. Hús þetta er bæði mikið og vandað. Nú sem stendur er húsið lítið notað. Áfengisverslun ríkisins vantar geymslu. Lá það beint við að þetta stóra geymsluhús yrði til þess notað. það þurfti að gera nokkra breyting á húsinu til þess að það yrði notað til þessa. En þau eru lög í höfuðborginni/ að sækja þarf til bæjarstjórnar um leyfi til að gera breytingar á hús- um. þessvegna snéri landsstjórn- in sér til stjórnar Reykjavíkur- bæjar til þess að fá leyfi til að breyta vörugeymsluhúsinu á Arn arhóli í þessu skyni. Bæjarstjórn Reykjavíkur og undirnefndir hennar hafa nú þæft málið lengi. Og þau býsn hafa gerst að leyfið er ófengið enn. það munu vera miklar horfur á að bæjarvöldin reykvísku ætli að synja landsstjórninni um jafn- sjálfsagðan hlut sem þennan — og hefði það í för með sér tals verðan aukakostnað fyrir landið, auk þess sem hið mikla vöru- geymsluhús ja-ði þá ríkinu arð- laus eign. Ástæðan getur ekki verið nema ein, sú, að fyrir þá sök að hér á í hlut ein greinin af verslun rík- isins þá telja fulltrúar kaup- mannavaldsins reykvíska sér skylt að gera alt til að spilla málinu. En svo gerast ný tíðindi. Var sagt frá því í síðasta tbl. Tímans að bæjarstjórn Reykjavíkur er að taka */> milj. kr. lán í Danmörku til lagningar nýrrar vatnsæðar til bæjarins. Lánið stendur til boða með því skilyrði að landsstjórnin íslenska ábyrgist. Og nú koma þeir góðu herrar úr bæjarstjórn Reykjavíkur auð- mjúklega biðjandi upp í stjórnar- ráð og biðja landsstjórnina að „skrifa upp á“ fyrir sig — hinir sömu herrar sem hafa þvælst fyr- ir um að veita landsstjórninni sjálfsagt leyfi til að breyta húsi og spara fé fyrir landssjóðinn. það er vitanlega sjálfsagt — þótt engin heimild sé til og leita þurfi samþykkis þingsins á eft- ir — að landsstjórnin ábyrgist þetta lán, því að lánið er hag- stætt og verkið nauðsynlegt. En þessi ferð bæjarstjórnarinn- ar upp í stjórnarráð á að verða Canossa-ferð. Nú hljóta bæjarfull- trúarnir að sjá það, að það er ekkert vit í því fyrir þá að gera sig svo digra að neita landsstjórn- inni um sjálfsagt leyfi, af blindu hatri til landsverslunar. Er þessi framkoma bæjarfull- ti’úanna bænum í heild sinni til hneysu og vei’ður ekki þökkuð af öðrum en nánasta fylgiliði kaup- mannanna. Ætti bæjax'stjórnin að minnast þess, að alþingi hefir það í hendi sinni hvenær sem er að ná því marki með þvingunarlöggjöf sem ekki næst með góðu. Fékk bæjar- stjórnin slíka ofanígjöf á síðasta alþingi, (þar sem þingið bannaði með lögum að leggja skatt á íþróttasýningar, eins og bæjar- stjórnin hafði gert) og ætti að sjá svo sóma sinn að fá ekki fleiri. En vitanlega er það ekki nerna nokkur - hluti bæj arstj órnarinnar sem á þessar hnútur skilið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.