Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 2
142 T I M I N N Frærækt. pað hefir lítið verið unnið að því hér á landi að rækta fræ. Síðan kornræktin hætti, hefir varla verið um aðra frærækt að ræða en af gulrófum. Fræþrosk- unin er sein og óviss hjá flestum þeim tegundum, sem vér viljum rækta, en vitanlega er þar þó mjög misjöfnu máli að gegna. það mun óhætt að fullyrða, að kornræktin hefir aldrei lánast hér vel. Hitt er aftur á móti víst, að töluvert var að því gert að rækta kom, enda þótt uppskeran væri rýr. Vegna samgangnaleysis var útlent korn bæði dýrt og lítt eða alls ekki fáanlegt; hver kornhnefi, sem hægt var að rækta hér heima, var því mikils virði. Gaman væri þó að reyna enn við komræktina, það gæti borið árangur með tím- anum, að minsta kosti í veður- sælustu sveitum. Við tilraunir undanfarandi ára hefir það sýnt sig, að gulrófur spretta betur af góðu íslensku fræi en af útlendu. Aftur á móti hefir það líka komið í ljós, að ís- lenskt fræ reynist stundum ver en hið útlenda. Sé ekki vandað að öllu leyti til fræræktarinnar, eins og vera ber, reynist fræið illa. Gott útlent fræ reynist því miklu betur en óvandað innlent. — Garðyrkjufélagið vill beitast fyrir umbótum á þessu sviði. það er aðeins lítið eitt, sem afl- að er innanlands af gulrófnafræi, en fræræktin getur orðið töluverð, ef hún er stunduð af alúð; má sjá það á því, að hún hefir svo víða verið reynd og árangur orðið góð- ur þar sem vandvirkni var gætt. Samtök og leiðbeiningar geta kom ið hér að gagni. Samtök meðal þeirra, sem er það alvörumál að viðhafa alla vandvirkni og fylgja þeim reglum, sem garðyrkjufélag- ið mundi setja. Með þessu fyrir- komulagi mundi árlega mega rækta mikið af gulrófnafræi sem áreiðanlega mundi reynast vel, og ef þeir yrðu margir, sem stund- uðu fræræktina, þá ætti fræið bráðlega að geta orðið svo mik’ið, að hins erlenda væri ekki þörf, eða þá aðeins að litlu leyti. Með slíkum samtökum, sem hér hefir verið drepið á, er auðveld- ara að koma lagi á fræræktina, heldur en þó að einn, tveir eða mjög fáir menn tækju sig til að stunda frærækt í stórum stíl. Skil- yrði fyrir þroska gulrófnafræs eru ekki betri en svo hér á landi, að full þörf er á bestu stöðunum til þeirrar ræktar, og bestu staðirn- ir *eru altaf litlir. það er hægara að láta fáar plöntur njóta skjóls og sólar, heldur en ef margir væru. Tíu plöntur saman mundu í flestum tilfellum geta náð meiri þroska heldur en ef 100 væru. Vildi eg mælast til að þeir sem hefðu í huga að rækta fræ, létu mig vita. Við það gætu samtök- in myndast smátt og smátt. Garðyrkjufélagið mundi þá gefa þeim mönnum reglur og nauðsyn- legar leiðbeiningar til að fara eft- ir, en styrks væri ekki að vænta þaðan, af eðlilegum ástæðum, enda ætti að mega koma á styrklaust slíkum samtökum um frærækt. það skal tekið fram, að þeir hinir sömu og tækju sig til að rækta gulrófnafræ, mega ekki rækta túrnipsfræ, og varlegast væri að þeir ræktuðu ekki fræ af neinum krossblómum, því með víxlfrjófgun milli t. d. gulrófna og túrnips mundu báðar þær fræteg- undir bíða hnekki. Til þess að fyrirbyggja víxlfrjófgun, mætti ekki rækta fræ af gulrófum og túrnips með minna millibili en nokkur hundruð faðma. það er því tryggast, að þeir hinir sömu sem fást við að rækta gulrófna- fræ, fengjust alls ekkert við rækt- un fóðurrófnafræs, enda minni þörf á því. það má alt af fá út- lent fóðurrófnafræ, sem enginn vafi er á að vel reynist. Ef slík samtök um ræktun gul- rófnafræs, sem hér hafa verið nefnd, kæmust á, undir fyrirmæl- um og eftirliti garðyrkjufélagsins, er enginn vafi á því, að það yrði vinningur fyrir gulrófnaræktina í landinu. pá um leið kæmist lag á fræsöluna. Garðyrkjufélagið mælti aðeins með því fræi, sem því væri kunnugt um að væri gott, þyrftu menn því ekki lengur að vera í vafa um, hvar ætti að kaupa fræ. Uppskeran yrði vissari en verið hefir. Hingað til hefir íslenska fræið verið mjög lítill hluti af öllu því gulrófnafræi, sem notað er árlega. þetta mundi bráðlega breytast ef margir yrðu í samtök- unum. . . Ef ræða ætti alment um fræ- rækt, þá eru það auðvitað ýmsar fleiri plöntur en gulrófur, sem komið gætu til greina, en aðal- áhersluna verður að leggja á gul- rófnafræsræktina, og því ræði eg aðallega um hana hér, sleppi þó að fara út í einstök atriði, um þau vildi eg heldur snúa mér beint til þeirra manna, er hyggjast að leggja stund á frærækt, vænti þess að þeir gefi sig fram. Nokkrar blómjurtategundir sem ræktaðar eru hér í görðum, bera þroskað fræ; væri vel þess vert að gefa því gaum, það gæti orðið blómjurtaræktinni til eflingar. Einkum frævast innlendu blóm- jurtimar, t. d. þrílit fjóla, bumi- rót, melasól, að eg ekki tali um Aronsvönd, gleym mér ei, hvönn, Baldursbrá. Vandgæfari með fræ- þroskun virðast mér vera gull- mura, fjallafífill og storkablá- gresi. Heldur eru þær fáar fjöl- æru blómjurtirnar útlendu, sem bera þroskað fræ hér á landi. þær vissustu í því efni eru draumsóley (papaver nudicaule), næturfjóla, spánskur kerfill og bellis í góðum sumrum. Fáar einærar blómjurtir útlend- ar bera hér fræ, þó ber það við þar sem skilyrðin eni góð, eink- um ef flýtt er fyrir þeim að vor- inu með því að fóstra þær inni eða í vermireit og koma þeim þannig vel á veg áður en þær geta farið að bjarga sér úti. Má hér til nefna einkanlega draumsóleyjar, eilífðarblóm (acroclinium), morg- unfrú, nemophila og alyssum. það er skemtilegt verk, þegar vel hefir sprottið, að safna fræi á haustin, fróðlegt að fá grein- argerð um árangurinn og vafa- laust getur það orðið til gagns fyrir garðræktina, ef frærækt yrði stunduð með áhuga og vand- virkni. Reynum þetta og sjáum svo hvernig fer. Einar- Helgason. ----o---- lilpprinnjBliar iðalið. það er á hr. Ástvaldi að heyra, að honum hafi þótt grein mín helst til löng. Má hann þar sjálf- um sér um kenna. Hefði hún þurft að vera nokkuð lengri, ef eg hefði nent að eltast við alla út- úrdúra hans. Hið sama mætti segja um þessa. Tók eg aðeins öll aðalatriðin og lét þar við sitja. Sýndi eg honum fram á, hve fá- ránleg sú skoðun hans var, er hann var að reyna að telja mönn- um trú um, að eg hefði verið að ráðast á hugsunarhátt barns. Virð ist hann nú hafa skilið það, að eg var að víta þá, er innræta börn- um og unglingum fáránlegar hug- myndir, eins og lýsir sér í því, að krakkinn hélt, að gestrisnin væri sprottin af trúarskoðunum, í stað þess að vera sprottin af mann- kostum. Deila þessi er ekki orðin löng. þó er eg viss um, að rit- stjóra Bjarma dettur ekki í hug að koma héðan af með slíka fjar- stæðu. Má hann því vera mér þakklátur fyrir vikið. Auk þess koma þessar greinar okkar að nokkru leyti í stað nýrrar postillu, sem prestastefnan var að kvarta um að vantaði. Heira Á. G. gefur það í skyn, að eg þurfi ekki nema að nefna Bjarma, þá komi menn hópum saman til að kaupa hann. það er þá — ef satt er — órækur vottur þess, að menn lesi greinar okkar. Og ef við höldum svona áfram í vetur, er eg viss um, að margt verður dregið fram í dagsljósið, sem í myrkrunum hefir verið hul- ið. Hefir nú þegar orðið allgóður árangur, eins og eg mun sýna í grein minni. Eg gat þess seinast, að grein hr. Á. G. hefði verið skrlfuð eins og venjuleg líkræða. Fyrst var al- menn lýsing á mér. þar næst var farið nokkrum orðum um hvern sérstakan eiginleika. Svo var því spáð, að eg mundi ekki lenda á glæsilegum stað. Og seinast mint- ist hann á reikningsskapar eða dómsdaginn. þar með var líkræðan alsköpuð, þótt hún væri borin fyr- ir tímann. Hr. Á. G. er svo nokk- uð myrkur í máli, út af þessum hugleiðingum mínum, er hann rit- ar seinustu gi-ein sína, sem hann nefnir „Fjórir eða sjö“. Skilst mér samt, að hann álíti að eg hafi farið með ýkjur eða rangfærslur. En við það kannast eg ekki. Má hið sama segja um hann og kveð- ið var um Einar gamla fald: Ekki er sem allra best Einars mál að skilja. Er svo útkljáð um þetta atriði.*) *) Hr. Á. G. tínir sainan íáein orð úr greinum mínum, sem eiga að sýna hve gífuryrtur eg sé. Og meðal þeirra er orðið „djöfladýrkun". þar sem orð- ið stendur eitt sér, gœti margur ímyndað sér, að eg væri að bregða honum um djöfladýrkun. Sannleikur- inn var sá, að eg var að bera blak af heimatrúboðinu út af ummælum Skat-Hoffmeyers í grein minni „Sporðblaðkan", er birtist hér i blað- inu. Sagði eg þar meðal annars: „En meðal annara orða eg hefi aldrei haldið að djöfullinn væri talinn, jafn- vel af heimatrúboðsmönnum (heitt- trúuðum) annað en spillari handa- verka guðs, og alls ekki gæti komið til mála, að eigna honum slíkan mátt og fimbulkyngi, er þarf til þess að skapa blómabreiður, norðurljósaslæð- þá verður hr. Á. G. skrafdrjúgt um þá yfirsjón mína, að eg nefndi aðeins fjórar bækur, er ritaðar hafa verið um Sadhu Shing. Vill hann endilega halda því fram, að búið sé að rita sjö bækur eða bækl inga um manninn. Má það vel vera. Og bagalegt var það, að orð- ið „fjórar“ komu í hreinrituninni, í stað orðsins ,,nokkrar“. Bið eg því „góðfúsan lesara“ að setja orðið „nokkrar“ í stað orðsins „fjórar“ í síðustu grein minni. Og getur þá alt, sem í henni var, stað- ið óbreytt. — Ritstjóri Bjarma er talnafræðingur. þess vegna er ofureðlilegt, að honum verði mik- ið um, að bókaframtalið skyldi ekki verða fullkomnara en þetta. þykir honum sem hér hafi verið brotalöm á meginstoð greinar minnar. En í raun og veru skiftir það engu máli, hvort hér var um fjórar bækur eða sjö að ræða. þó búið væri nú að skrifa hundrað bækur um þennan indverska dul- speking og trúboða, þá vita allir, að bókafjöldinn sannar ekki neitt. Alt fer eftir því, hvort þeir, sem rituðu þær, hafa verið menn til að skrifa af verulegu viti. Til er fjöldi rita og skammagreina um Harvey fyrir uppgötvunina (um blóðrásina), sem hann gerði. það dugar lítið að vitna í töluna eina. Vitleysan verður aldrei að viti, þótt menn taki það til bragðs, að margfalda hana. En hr. Á. G. un- ir sér furðanlega við tölur þessar. — það er sagt um refinn, að hann uni sér stundum við að naga skin- in hrossabein, þegar hungrið sverfur að honum. Er því líkast sem honum sé einhver svölun í því nagi. það var þó einu sinni kjöt á þeim beinum. þessu er líkt farið um ritstjóra Bjarma. Hann er að tönlast á tölum þessum, þótt að litlu liði komi. þá er hún Höfðabrekku-Jóka. Ekki má gleyma henni. Var sem hr. Á. G. misti móðinn er eg mint- ist fyrst á hana. Hét hann þá meir að segja á spiritista til liðs við sig, og bað þá að reyna að ur, skordýramergð eða hnattaraðir, þó ekki sé annað nefnt. Eg hefi hald- ið að þeir „heitttrúuðu“ álitu djöful- inn vera ímynd alls þess, sem sví- virðilegast er í gervallri tilverunni. því hlyti það, er hann fengist við, að vera mjög óglæsilegt, þvi fé er jafnan fóstra líkt. þetta gífurlega álit á djöflinum nálgast nokkuð það, sem kallað er djöfladýrkun hreint og beint, ef það væri ekki lélegra hugs- að orðagjálfur, «agt út í bláinn í vandræðum". (Tíminn 16. tbl.). Komandi ár. Samvinnubyggingar (frh.). Styrjöldin mikla leiddi af sér húsnæðiseklu í öllum löndum. Ofriðarþjóðirnar höfðu öðru að sinna, og í hlut- lausu löndunum þótti margt annað arðvænlegra fyrir pen- ingamenn, en að leggja fé í leiguhús. þessi varð raunin á í Danmörku. Fólk flyktist til Kaupmannahafnar og húsnæðiseklan keyrði fram úr hófi. Kom það harðast niður á verkamönnum. þá gekst forstjórinn fyrir kaup- félagi Hafnarbúa fyrir þvi að byrjað var að rcisa fjöl- mörg samvinnuhús. Voru það stórhýsi, þar sem 50—300 fjölskyldur áttu heima í sömu byggingunni. Stærsta sam- vinnubyggingin var reist utan um þríhyrndan garð, all- stóran. Byggingin er úr rauðum tígulsteini, eins og flest hús í Danmörku, þrjár stofuhæðir og hátt þak. Yfir 1000 menn búa í þessu eina húsi, og hafa sameiginlega afnot af húsagarði þeim, sem áður er nefndur. Hver fjölskylda hefir 2—4 herbergi, og auk þess rétt til þvottahúss og þurklofts vissa daga. Ekki þótti bera á ósamlyndi milli nábúa í sameignarhúsinu, né barna þeirra á leikvellin- um. En ekki var miðstöð í húsinu. þótti tvísýnt, að sam- komulag fengist um hitann milli svo margra manna. Við hverja slíka stórbyggingu hafði kaupfélagið útsölu- stað, og mun verslun þeirra, er þar bjuggu, að mestu liafa gengið gegnum kaupfélagið. Eignaryfirráðum í samvinnubyggingum eins og þeim sem hér er lýst, er venjulega þannig háttað, að alt húsið er félagseign þeirra, sem þar búa, og þó á hver maður sína íbúð. Er auðvelt að reikna sérverð hverrar íbúðar eftir stærð, þegar kunnugt er um frumverð hússins. Hver íélagsmaður á þannig að geta fengið húsnæði eftir sín- um þörfum og getu, bæði að stærð og dýrleika. Með því að byggja þannig mörg hús eða margar íbúðir í einu, má nota hverskyns vinnusparandi tæki. Ilvert hús verð- ur ódýrara, en ef bygð eru einstök hús. Auk þess veitist auðveldara að útvega hentug lán til slíkra fyrirtækja heldur en sundraðra smáhúsa. Nú vill einhver félagsmaður í byggingarfélagi sam- vinnumanna selja sitt hús, þ. e. sinn hluta af sameign- mni. Hann getur það, með leyfi sameignannanna sinna. En hann má ekki hækka húshluta sinn í verði. Hann má engan kaupmannsgróða hirða, án þess að vinna fyrir fénu. Kaupandinn á að koma inn í félagið með sama rétti, skyldum og hlunnindum eins og hann hefði verið stofnandi. Óverðskulduð fjárhagsgæfa einstaklingsins er iátin sitja á hakanum fyrir félagslegri nauðsyn. Slcipulag- ið er miðað við þarfir neytendanna, að sem flestir hafi góð hús og ódýr. Ekki einungis á líðandi augnabliki, heldur um varanlega framtíð. Samvinnubyggingar gera stofnkostnaðinn hlutfallslega lítinn, og fyrirbyggja alger- lega óeðlilega verðhækkun, sem leiðir af sifeldu braski með húsin. Frá sjónarmiði þjóðfélagsins er samvinnu- núsagerð þannig merkilegasta framför, sem gerð hefir verið á því sviði. þar er í einu tekið tiliit til framfar- anna i verklegum efnum. Efnalitlir einstaklingar geta margir í félagi notað allar vinnusparandi aðferðir auð- manna og auðfélaga við að reisa húsin. þar að auki getur samvinnuskipulagið fyrirbygt óeðlilega og hættulega verðhækkun liúsanna. Ef öll hús í Reykjavik, sem bygð hafa verið síðan um aldamót, liefðu verið reist sem sam- vinnufyrirtæki, myndi dýrtíðin á íslandi hafa verið hálfu nnnni en hún nú er. þá myndu atvinnuvegirnir til lands og sjávar hafa staðið alt öðruvísi en raun ber nú vitni um. Má af þessu sjá, hversu samábyrgð þjóðfélagsins er rík orðin og áhrifamikil. það er ólán Reykvíkinga, að lóðirnar voru gefnar, að húsin voru bygð dreifð, skipu- lagslítið, með dýrum vinnuaðferðum. þó er hitt enn meira ólán, að húsin flest og lóðirn- ar hafa gengið manna milli heilan mannsaldur, og stöð- ugt hækkað í verði við hver eigandaskifti. Gróðabralls- skipulag höfuðstaðarins er á góðum vegi með að koma landinu á kné fjárhagslega, ef ekki er gerbreytt um stefnu, og það sem fyrst. Hefir lítil byrjun verið hafin hér á landi, þar sem er Byggingarfélag Reykjavíkur, og verður síðar vikið að því. Utanvert við Liverpool liggur hin nafntogaða „sól- skinsborg“, Port Sunlight. Hún er ekki samvinnufyrir- tæki, heldur eign einstaks auðmanns, Leverhulme lávarð- ar. Reisti hann bæ þennan hjá sápuverksmiðju sinni handa verkafólkinu, eftir þeim bestu fyrirmyndum um skipulag bæjarins og húsasmíði, sem þá voru þektar. Bærinn er nokkuð stór eftir fólksfjölda. Göturnar eru breiðar, og víða torg og leikvellir. í miðjum bænum er kirkja, skóli, sjúkrahús og listasafn. í flestum nýlegum verksmiðjubæjum erlendis eru strætin löng og bein, ákaf- lega ljót, og þreytandi fyrir augun. í Port Sunlight eru göturnar aldrei langar, oftast dálítið bognar. Skiftast á garðar, lms og torg, svo að hvíld er á að líta. Húsin eru nær því öll „portbygð" ein hæð, nokkuð hátt ris, og stund- um kvistur einn eða fleiri. Enginn kjallari er undir hús- unum, en lítil geymsla fyrir kol o. fl. í smáhýsi við inn- gang eldhúsmegin, þó laust frá aðalbyggingunni. Venju- lega eru 5—10 hús bygð áföst, stafn við stafn, eða hlið við hlið. Er því svo smekklega fyrir komið, að hver slik húsaþyrping myndar sjálfstæða heild fyrir sig, lítur út eins og eitt hús, með útbyggingum, kvistum og marg- skiftum þökum. Alt er einfalt, blátt áfram og smekk- iegt, en mikinn listamann hefir þurft til að ráða skipu- lagi bæjarins og ná í einu slikri fegurð en jafnframt ein faldleika. Sum húsin snúa gafli fram að götunni, hið næsta liliðinni. Bergfléttan vefur sig upp með hverjum vegg, og klæðir múrinn, með grænni, lifandi blæju. Milli götunnar og húsanna er samfeld garðaröð, grasblettir, tré og runnar. En að húsabaki er sameiginlegur kálgarður íyrir öll hús, sem að liggja, og sérstök girðing utan um. Öll húsin snúa bakhlið að garði þessum. Milli kálgarðs- ins og húsanna er mjór gangstígur heim að bakdyrum livers húss. Garðar þessir eru breytllegir að lögun, flest- ir eins og flatarmyndir, rétthyrningar, þríhyrningar, tigl- ar o. s. frv. Ekki gætir þessara matjurtagarða frá götum eða torgum bæjarins, nema á stöku stað. Framhlið húsanna veit hvarvetna að götunni. þar er fegurðin. Nytsemin í hússkjólinu. En auk þess gagns, sem kálgarðarnir gera liverju heimili, verða þessi tiltölulega stóru auðu, rækt- uðu svæði, sem varla sjást, nema út úr eldhúsgluggun- um í hverju húsi, til að bæta loftið í bænum, engu síður en hin miklu torg, skemtigarðar og leikvellir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.