Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1922, Blaðsíða 4
144 T 1 M 1 N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Hafið þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. ffltF" íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klæðasmiðjan Álafoss, P.«. Reykjavik. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um íslenska smjörlíkið. Jörð til sölu. Jörðin Melar í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu fæst til kaups og á- búðar frá næstu fardögum ásamt hjáleigunni Hrísás. Á jörðinni eru: Steinbær 7 X 12 álnir með kjallara til íbúðar. Ennfremur er hlaða sem tekur um 800 hesta af heyi, fjós fyrir 10 — 12 stórgripi og fjár- hús er tekur yfir 100 fjár, alt undir sama þaki, járnvarið. Á meðal hlunninda jarðarinnar eru bæði æðar og kríuvarp, seladráp og hrogn- kelsaveiði. Tún heimajarðarinnar er um 18 dagsláttur, engjar góðar og beitiland ágætt. Skifti á húseign í Reykjavík gæti komið til greina. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Ólafs Nýjabæ Seltjarnar- nesi. Sími 452 C. Kaupfélag Reykvíkinga selur allskonar nauðsynjavörur og tóbaksvörur. Verslið við það hvar sem þér eruð á landinu. Ávalt nýjar vörur með lægsta verði. Viðskiftin greið og áreiðanleg. Símar 728 & 1026. Pósthólf 516. Símnefni: Solidum. Samband ísl. samvinnufélaéa útvegar beint frá verksmiðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s BAÐLYF. Trésmíðayerksmiðja Hafliða Hjartarsonar Laufásveg 2. Reykjavík. Sími 44. Smíðar liurðir og glugga af öllum stærðum, húsgögn o. fl. Afgreiðir pantanir út um alt land. Biðjið um verðskrá. ingja karlanganum er svo aftur far- ið, að hann skilur ekki þýðingu sumra algengra íslenskra orða, t. d. sögnina að knésetja. B. Kr. œtti að athuga það orð i nýju orðabók Blöndals, og sjá sig þar í spegli, að hann er að byrja að gleyma móður- mólinu. Gagnfræðaskólinn nyrðra. Núverandi stjórn hefir tekist hrap- arlega afskifti sín af barnaskóla Reykjavikur. Eí til vill má hún þakka það sínum- sérfróða ráðunaut, fræðslumólastjóranum, að festa við skólann Bjarna Hjaltesteð o. fl. slíka kennara. Aftur hefir stjórnin farið vei í öðru skólamóli, þar sem enginn sérfróður var til aðstoðar. Gagnfræða- skólinn ó Akureyri hefir verið stór endurbættur, fyrir atfylgi Sig. Guð- mundssonar og stuðning landsstjórn- arinnar. Skólinn var að grotna niður af fúa og vanhirðu. 40—50 léleg eld- stæði í þessu mikla timburhúsi. Var 'þeim útbúnaði svo ófótt, að skólinn fékst varla vátrygður. Nú er verið að setja miðstöð og rafmagn i skólann, móla og veggfóðra öll herbergi innan, leggja dúka ó gólf o. fl., sem miðar að því að húsið endist lengur. Lóð skól- ans hefir verið stækkuð, svo að eigi yrði þrengt að honum með nýj- um húsum. parf þó meira við í því efni. Stefnir alt í þá- ótt, að innan skamms megi gera á Akureyri lít- inn, góðan og ódýran mentaskóla, sem yrði sniðinn eftir nýjustu og bestu erlendum fyrirmyndum, jafn- hliða því að skólaveran yrði svo ódýr, að efnismenn, sem vinna fyrir sér sjólfir, gætu húið sig þar undir sér- fræðinóm. Að sama skapi mætti minka tilkostnað við Reykjavíkur- skólann. Uppreistin í bamaskóla Rvíkur. Skólanefnd Reykjavikur hefir lagt undir úrskurð stjórnarróðsins þver- móðskumái Mortens Hansens, en úr- skurður er ekki fallinn enn. Mála- vextir eru þessir. Skólanefnd leggur til að veita Hansen embættis með vissum skilyrðum, þ. e. að kenslu- stjóri sé ráðinn til að hafa umsjón með kenslunni, samræma störf bekkj- anna, róða námsaðferðum etc. Kensiu- stjórinn er nefndur með nafni í til- lögum skóianefndar. Hansen gengur þegjandi að þessum skilyrðum, bæði við skólanefnd og landsstjórn, og er veitt embættið. En þá breytist alt. Hansen brýtur þá hinn nýgerða samn- ing og vill hrifsa til sín það vald, sem skólanefnd hafði skjallega fengið kenslustjóranum. pað sem á milli ber er þetta: Skóla- nefnd vill að skólinn sé sem bestur vegna barnanna. Á annað þúsund börn eru i skólanum á hverju ári. Langflest þeirra fó enga aðra skóla- göngu alla æfi. Skólastjóri, og fó- einir kennarar sem standa með, svo og fræðslumálastjóri, virðist ekki hugsa um þetta, heldur að það fólk, sem einu sinni hefir fengið atvinnu við skólann, geti fengið að njóta pen- inganna í friði. Nú eru vitanlega margir góðir kennarar við skólann og hafa alt af verið. En þeir njóta sín ekki til hálfs, áhaldalausir að kalla, og með yfirstjórn, sem spyrn- ir með hnúum og hnefum á móti þvi að skólinn verði endurbættur vegna þeirra inörgu þúsunda, sem stofnunin er bygð fyrir. pessi skóladeila í Reykjavík er þýðingarmikið landsmál. Hún hefir gert átakanlega ljósan þann hugsun- arhátt, að starfsmenn landsins, marg- ir hverjir, þykjast eiga embættin æfi- langt, hvernig sem þeir standa i stöðu sinni, og að embættin séu til vegna þeirra, en þeir ekki vegna starfanna. pessi barótta hlýtur að flytjast úr skólunum á öll önnur svið. I öll- um embættisstéttum eru til ófærir starfsmenn, sem þarf að hreinsa burtu með samkepnisprófi. Skólanefnd Reykjavíkur á mikinn heiður skilið fyrir að hafa bent á leið, sem þjóð- félagið getur notað til að tryggja sér hæfa starfsmenn, eins og félög eða einstakir atvinnurekendur. ----0---- Bókmentafélags- bækurnar. í engu landi öðru en íslandi mun sá siður geta haldist að almenning- ur haldi uppi félagi sem aðallega gef- ur út. vísinda rit. Svo almennur er enn áhuginn á Islandi fyrir sögu landsins og fornbókmentum og hvergi annarsstaðar í heiminum. petta er merkilegt menningarmark á Islend- ingum og liggur við sómi okkar að svo verði áfram. Fjórar komu bækurnar í þetta sinn og sú fimta er í vændum: Útgáfa Fornbréfasafnsins frestaðist í bili, en nú kom efnisyfirlit 10. bindisins. Vantar þó enn efnisyfirlit 11. og síð- asta bindisins sem út er komið. pá er 4. heftið af bréfabók Guðbrandar biskups, sex arkir og sækist útgóf- an seint. Loks er hafin útgófa tveggja nýrra vísindarita, sem bæði verða mjög umfangsmikil. Hið fyrra er: Annálar fró 1400—1800. Sér Hanneá jiorsteinsson skjalavörður um þá út- gáfu. Er byrjað á Skóllioltsannál hin- um nýja og tekur hann yfir helming þessa heftis. Er annóll þessi að vísu óður gefinn út af Gustav Storrn, en nú er stórum betui’ vandað tii út- gáfunnar. pá hefst á eftir Skarðsár- annóll Björns lögréttumanns Jónsson- ar ó Skarðsá, enda er gamla útgáf- an þeirrar bókar löngu orðin alófó- anleg. peir annólar sem síðar verða gefnir út í riti þessu munu flestir eða allir óprentaðir áður. Mun þetta rit verða mörgum harla kærkomið, cnda er það liið mesta nauðsynja- verk að gefa það út. Hitt ritið er enn ókomið, en það er kvæðasafn frá 1400 og þareftir. Hefir lengi verið í róði að hefja þó útgáfu og með henni verður fyrst til fulls brúað djúpið milli fornbókmentanna og nútíðar. Á dr. Jón porkelsson allra manna mest- ar þakkir skyldar fyrir starf sitt í því efni, fyrst með doktorsritgerð sinni um kveðskapinn á íslandi ó 15. og 16. öld. Var sá bókmentaheimur ónumið land og öllum ókunnugt áð- ur en dr. Jón hófst handa. En nú mun það -alviðurkent að saga þeirra alda og bókmentir eru stórum merk- ari en haldið var. Utgáfa þessara tveggja rita er stór- merkur viðburður, merkasti viðburð- ur í sögu Bókmentafélagsins siðan Jón Sigurðsson hóf að gefa út Forn- bréfasafnið og á þetta kvæðasafn að verða hliðstætt rit hinni miklu út- gáfu dr. Finns prófessors Jónssonar á skóldakvæðunum fornu. Verður út- gófa þessara merku rita að ganga greiðlega. Má það ekki koma fyrir að styrkur til Bókmentafélagsins verði svo skorinn við nögl að útgáfan tefj- ist. Er þess að minnast að þeir eru báðir rosknir menn dr. Jón og Hannes porsteinsson, en slik útgáfa er ekki eins vel komin í neinna annara hönd- um. Landsstjómin ætti að eiga frum- kvæði að því, er hún nú ber fram fjárlögin, að hækka styrkinn til Bók- mentafélagsins. Og þegar félagið byrjar útgáfu tveggja svo stórmerkra rita, ætti að sjá þess stað í því að fé- Iagsmönnum fjölgaði að mun. Vili Timinn alvarlega beina þeirri áskor- un, einkum til ungra manna, að fjöl- menna nú í Bókmentafélagið til þess að fylgjast með útgáfu þessara merku rita og eignast þau þegar frá byrjun. Frh. Jón porleifsonn málari er ný- kominn til bæjarins og heldur sýningu í Goodtemplarahúsinu þessa dagana. Sýnir hann þar nokkrar myndir frá því í fyrra og margar myndir er hann hefir mál- að í sumar, úr heimkynnum sín- um, Hornafirðinum, og úr Vest- mannaeyjum. pað er unun að horfa á myndir Jóns. Listgáfa hans er ótvíræð. Myndir hans í ár eru með nokkuð öðrum blæ en var í fyrra, drættirnir eru mýkri og litimir hlýlegri. Kvöldkyrðin er aðalviðfangsefnið. Hann málar „himininn bláan og speglandi sæ“. Speglun skýjanna í spegiltæru vatni málar hann betur en íslensk- ir málarar hafa áður gert. Á sum- um myndum hans er einnig hið einkennilega fagra ljósbrot sói- skinsúðans, er ekki hefir áður sést 1 á íslenskum málverkum. Lognblíð- an dregur þó ekki úr tign fjall- anna. pað býr tign í Horninu, á stærstu mynd Jóns, sem baðar sig í geislum morgunsólarinnar. Hornafjörður er dásamleg sveit. það hafa þeir Ásgrímur og Jón sýnt okkur, sem ekki höfum kom- ið þangað. Ein hin besta haustskemtun hér í Reykjavík er að koma á sýning- ar málaranna. Reykvíkingar standa vel að vígi með að fylgj- ast með framförum hinnar ungu íslensku listar. Hingað til hafa málararnir bundið störf sín við íslenskt landslag. Hvenær fara þeir að velja verkefni sitt úr lífi þjóðarinnar? Islenskt þjóðlíf á að vera í framsýn á myndum þeirra en náttúra landsins í bak- sýn. Málararnir eiga að setja markið hátt og ná valdi á hinum örðugustu viðfangsefnum, en við- fangsefni hinnar hæstu listar, hvort sem hún talar á máli penn- ans eða pensilsins, hafa jafnan verið tekin úr sögu mannlífsins. Vei'slunartíðindin. Lárus Jó- hannesson fyi’verandi „utanríkis- ráðherra“ hefir fyrir nokkru tek- ið að sér ritstjórn Verslunartíð- indanna. Leið þá ekki á löngu áð- ur en „skifti um tón“. Eru Versl- unartíðindin nú orðin ekkert ann- að en mánaðarútgáfa af Morgun- blaðinu, sem flytja skæting og órökstudda sleggjudóma þess fyr- verandi um landsstjórnina og pólitiska andstæðinga Lárusar. Slíkar greinar sem þær sem Lár- us hefir ritað í tvö síðustu blöð Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lampa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- Jagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Aðeins fyrsta flokks vörur. G-reið viðskifti. HESTUR tapaðist frá Galtarholti í Borgar- hreppi 19. júlí síðastl., hvítur að lit, 8 vetra gamall, vetrarafrak- aður, alla hófa hvíta og lauf á nös. Mark, líklega: sýlt hægra og bita framan, og biti framan vinstra. Hver sem getur gefið upplýsingar um þennan hest, er beðinn að tilkynna það afgreiðslu þessa blaðs. V E L O X, þrjár stærðir af hinni ágætu skilvindutegund fást hjá undirrituðum. Einnig VELOX-strokkar. Jón Bjamason kaupmaður, Laugaveg 33, Reykjavík. Verslunartíðindanna, sáust alls ekki í því riti áður. Kverið. Framhald greinarinnar um kverið bíður vegna veikinda höfundarins. Skoplegt hefir verið að sjá Morgunblaðið þessa vikuna. Á þriðjudaginn birtir blaðið bréf úr Skagafirði með lofklausu um Árna á Höfðahólum. Og á fimtu- daginn birtir blaðið kafla úr 10 bréfum með meira og minna lofi um Björn Kristjánsson. Setur gamli maðurinn síðast sitt eigið nafn undir þann lestur. Mun það einkum vera tilgangur hans með þessu að fá menn til að gleyma gömlum og óþægilegum ummæl- um sjálfs ritstjóra Morgunblaðs- ins um hinn sama B. Kr. 10 miljónum og hálfri þó bet- ur gleymdi B. Kr. þegar hann var að tíunda skuldir landsins. En langa gi-ein ritaði hann móti Tím- anum á þeim vitlausa grundvelli. Sigvaldi Kaldalóns læknir og tónlagasmiður hefir nýlega gefið út lag sitt við hið alkunna kvæði Stefáns Klettafjallaskálds: „þótt þú langförull legðir“. Er lagið áð- ur mörgum kunnugt og vinsælt orðið af söng Eggerts bróður Sigvalda. Mun vera von á að fleiri lög komi út bráðlega eftir Sig- valda. Hallbjörn Halldórsson prentari í Gutenberg hefir nú tekið við rit- stjórn Alþýðublaðsins. Bnini varð nýlega á Flateyri við Önundarfjörð. Var það versl- unarhús Steingríms Árnasonar kaupmanns. Mikið brann af vör- um er voru vátrygðar og húsið sömuleiðis. öðrum húsum tókst að bjarga og engin slys urðu af brunanum. Eggert Stefánssion söngmaður er nú á förum héðan vestur um haf. Fylgja honum héðan hinar bestu árnaðaróskir, enda hefir Eggert getið sér hið ágætasta orð með dvöl sinni hér í sumar. Svar frá læknanemunum á Víf- ilsstöðum verður að bíða næsta blaðs. Ritstjóri: Tryggvi JJórhallsson Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.