Tíminn - 28.10.1922, Page 1

Tíminn - 28.10.1922, Page 1
(Sjaíbferi og afgmösluma&ut- Slimans er Sigurgeir ^rtÖrifsfon, Sambaitbsljúsinu, HeYljauíf. ^fgreibsía 0 í m a n s er í Samban&sfyúsinu. • 0pin baglega 9—\2 f. I) Sínti 496- YI. ár. Reykjavík 28. október 1922 45. blað %ear? NAVY CUT CIGARETTES Kaldar og Ijúffengar. Smásöluverð 65 aura pakkinn, 10 stykki. ♦ ♦ 4- ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Fordæmi Dana í bankamálum. 1. Dönsk blöð nýkomin segja ljós- lega alla sögu Landmandsbanka- málsins danska. Hefir þess verið stuttlega getið áður hér í blaðinu. En málið er þannig vaxið og þann- ig rekið af stjórn Dana og þingi, að full ástæða er til að rekja það nánar. Landmandsbankinn er lang- stærsti banki Dana og hefir fjöl- mörg útbú um land alt. Á stríðs- árunum græddist bankanum vel fé, enda var hlutaféð þá stórum aukið. En síðustu árin fór að leika orð á því að stjórn bankans væri ekki í góðu lagi, því að bankinn mundi gera hvorttveggja að styrkja með lánum óheilbrigðan atvinnurekstur og kaupsýslu, og taka sjálfur þátt í „spekulation- um“. En allar aðfinslur voru þó fyrst um sinn kæfðar niður. f júlímánuði síðastliðnum var hagur bankans svo rannsakaður, af bankaeftirlitsmanni ríkisins.Gaf hann verslunarráðherranum þá skýrslu, að tap bankans myndi nema 144 miljónum króna. En stjórn bankans mótmælti skýrsl- unni og taldi tapið miklu minna. Var skýrslu þessari haldið strang- lega leyndri og það jafnvel svo að ekki fengu aðrir ráðherranna að vita um hana en verslunarráð- herrann og forsætisráðherrann. Ráðherrarnir tóku bankastjórn- ina fremur trúanlega en bankaeft- irlitsmanninn og vildi ekki sam- þykkja ráðstafanir þær, sem hann vildi láta gera um bankann. Var hitt tekið til bragðs að þjóð- bankinn danski var látinn leggja Landmandsbankanum 30 miljónir króna í varasjóð. Jafnframt var gefin út yfirlýsing um hag bank- ans og vissu ráðherramir um orða- lag hennar. Var að vísu ekkert sagt í henni sem var beinlínis ósatt, en þó var yfirlýsingin þann ig orðuð að allir hlutu af henni að ráða það, að hagur bankans væri betri en hann var í raun og veru. En það kom brátt á daginn, að þessar ráðstafanir voru ekki nægi- legar, að áætlun bankaeftirlits- mannsins um tapið hafði verið réttari og að þarf af leiðandi gæti bankinn ekki staðist nema hon- um kæmi miklu meiri hjálp. pá hlaut alt að verða uppvíst. pá greip ríkisstjómin til þeirra ráða, sem kunn em orðin, að loka bankanum nálega alveg í bili og kveða ríkisþingið á fund til þess að taka ákvarðanir um hvað gera skyldi. Hið geysimikla tap bank- ans varð nú heyrinkunnugt og jafnframt áætlanir bankaeftirlits- mannsins frá í sumar, yfirhilm- ing verslunarráðherrans og hin tvíræða opinbera tilkynning um hag bankans. Og þá er komið að hinu merki- legasta atriði málsins, hversu valdhafamir dönsku snerust í mál- inu og hvaða ráðstafanir þeir gerðu um bankann. par sem Landmandsbankinn er langstærsti banki landsins, og at- vinnuvegir og einstaklingar eiga svo mikið undir honum, voru allir vitanlega á eitt mál sáttir um það, að það yrði að reisa bankann við á ný. Var það gert með því að ríkið sjálft, pjóðbankinn og ýms- ar helstu stofnanir lögðu fram 100 miljónir króna til viðreisnar bankanum. Og þetta nýja fé sem bankan- um er lagt til, eru forgangshluta- bréf og þótt gömlu hluthafamir séu ekki algerlega sviftir afskifta- rétti af bankanuf, þá hafa eigend- ur forgangshlutanna algjörlega töglin og halgdimar um stjórn bankans. Og öllum þingflokkunum og hverjum einasta manni sem um málið f jallaði, kom saman um það að ekki einn einasti þeirra manna sem riðnir vom við hið mikla tap bankans, mætti eiga sæti í hinni nýju stjórn bankans. Allir þessir bankastjórar og bankaráðsmenn vom látnir fara frá. Og þeir voru látnir fara frá þegar í stað og nýir menn settir í þeirra stað. I annan stað var það og ákveð- ið með einróma samþykki allra aðila, að skipa þegar í stað rann- sóknarnefnd til þess að athuga orsakir hins mikla taps og alla ráðsmensku bankastjóranna og bankaráðs. Og það er næsta eft- irtektavert, hvaða menn voru valdir í þá nefnd. Formaður nefndarinnar er C. D. Rump dómari. Er hann einkum kunnur af því að hann var dóm- • ari í hinum miklu óreiðumálum banka og víxlara í Kaupmanna- höfn, Álaborg og Hróarskeldu ekki alls fyrir löngu. Er hann því þaulvanur rannsóknum í slík- um málum, enda kunnur að hrein- skilni og festu í dómum. Annar maður nefndarinnar er L. V. Birck prófessor í hagfræði, sá maður danskur, sem einna harð- ast hefir vítt kaupsýslubrallið í Danmörku og alkunnur að einurð og óhlífni. priðji maðurinn er sjálfur bankaeftirlitsmaður ríkis- ins, sá er fyrstur benti á vand- íæði Landmandsbankans. Er það bert af þessu manna- vali í nefndina, að beinlínis hefir verið sókst eftir að fá þá menn sem þjóðin gæti borið hið allra fylsta traust til, að þeir breiddu ekki yfir neitt, heldur rannsök- uðu málið með hlífðarlausu rétt- læti, án tillits til manngreinar- álits. priðji þáttur afleiðinga þessa máls er sá, að forsætisráðherra Dana varð að segja af sér em- bætti, fyrir sína hönd og allrar stjórnarinnar. Olli því fyrst og fremst framkoma verslunarráð- herrans í máli þessu, þar sem hann hafði ekki farið að ráðum bankaeftirlitsmannsins í sumar, vitað um hina tvíræðu yfirlýsing um hag bankans og leynt hina ráðherrana, aðra en forsætisráð- herra, hvernig komið væri. Hefði J. C. Christensen verið fáanlegur til að taka við stjórn- inni, hefði hvorugur þein’a kom- ið aftur í hina nýju stjórn, for- sætisráðherra né verslunarráð- herra. En þar sem hann var ófá- anlegur, myndaði sami forsætis- ráðhenann aftur nýju stjórnina, en verslunarráðherrann gamli fékk þar ekki sæti og ekki held- ur þeir hinna gömlu ráðherra, sem hneigst höfðu að verslunarráð- herranum. pannig er endi bundinn á mál- ið að þessu sinni. Ný bankastjórn og nýtt bankaráð tekið við stjórn bankans. Ný ríkisstjóm skipuð. Og rannsóknarnefndin þegar tek- in til starfa. Árangur þessara skörulegu ráðstafana er og sá að allur almenningur hefir aftur fengið fult traust á bankanum. II. Landmandsbankamálið er alvar- legasta málið sem komið hefir fyrir Danmörku alla tíð síðan þeir biðu ósigurinn fyrir Prúss- um 1864 og mistu Suður-Jótland. En valdhafarnir dönsku hafa vax- ið af málinu, því að þeir tóku á því föstum tökum. Saga máls þessa sýnir, að þótt meinsemdir geti um hríð grafið um sig þar í landi, þá er rækilega skorið fyr- ir meinin þá er uppvíst verður um þau. Almenningsálitið er svo sterkt og heilbrigt í Danmörku að valdhafamir telja sér skylt að láta rannsaka slík mál sem þessi til hlítar og vægðarlaust og láta þá menn þegar víkja úr sessi, sem sannir eru að slíkum mistök- um í meðferð á sparifé þjóðar- innar. Bíða þeir nú dóms síns. Tap Landmandsbankans er eins og stendur áætlað 144 miljónir króna. Danir eru 30 sinnum fleiri en við íslendingar. Hlutfallslega er því þetta 144 mlijóna króna tap jafn tilfinnanlegt fyrir Dani og 5 miljóna króna tap væri fyr- ir okkur. Dönsku valdhafarnir töldu sjálfsagt að gera þær ráð- stafanir sem nú hafa verið nefnd- ar, vegna þessa taps. íslandsbanki mun þegar hafa afskrifað á þriðju miljón króna fyrir tapi. Víst er um það, að ekki mun séð fyrir endann á því hverju bankinn muni tapa. Engin opinber gögn eru kunn fyrir því hvað tap bankans muni sennilega verða mikið. íslenska ríkið hefir lánað bank- anum á sjöttu miljón króna af hinu afaróhagstæða láni sem gamla landsstjórnin tók í Eng- landi. Alþingi ákvað að jafn- framt skyldi ríkið skipa tvo af þrem bankastjórum bankans. Gamla stjórnin afhenti bankanum miljónirnar en gerði enga breyt- ingu á stjórn bankans. Og exm er ákvæði Alþingis ófullnægt um skipun tveggja bankastjóra við bankann. Ríkið íslenska á mikilla hags- muna að gæta um rekstur þessa aðalbanka landsins. Islandi er það jafnmikil nauðsyn, atvinnuvegum og einstaklingum, að stjórn bank- ans sé tryggilega rekin, eins og Dönum er að aðalbanka þein’a, Landmandsbankanum, sé vel stjórnað. Auk ensku miljónanna sem Is- landsbanki hefir frá ríkinu ís- lenska, hefir hann nú heimild til að hafa úti 8 miljónir króna 1 óinnleysanlegum seðlum, og svo ávaxtar hann margar miljónir króna af sparisjóðsfé Islendinga. Ólíkar eru aðgerðir Islendinga og Dana í bankamálum. Er það viðkvæðið að okkur sé gjarnt að „dependera af Dönum“. pað færi betur að það sannaðist um það sem gott er og heilbrigt í stjórn- málá- og fjármálalífi Dana, en síður um hitt, sem miður fer hjá þeim. „Auðlærð er ill danska“, segir máltækið, en hitt er þyngra að læra þá dönskuna sem er góð. ----o--- Eftirlit með sparisjóðum. Spai-isjóður Eyrarbakka. Sparisjóðirnir eru margir á ís- landi, þeir er ekki standa í beinu sambandi við bankana. Opinbert eftirlit mun hafa verið lítið með þessum stofnunum. Á slíkum tímum sem þeim, sem nú ganga yfir, er það næsta þýðingarmik- ið að eftirlit með peningabúðun- um sé fulltryggilegt. pað liggur orð á því að ekki sé alt með feldu um suma sparisjóð- ina. pví miður munu sumar þær sögur eiga við rök að styðjast. Enganveginn mega stj órnarvöldin láta slíkt afskiftalaust. Víða er því þannig varið að þeir menn, sem fé eiga inni í sparisjóðunum, geta ekki komið fram eftirliti. Al- menningur á heimting á því að stjórnarvöldin hafi vakandi auga á því að gæta hagsmuna spar- endanna. Austur á Eyrarbakka er gam- all sparisjóður. Fjöldi manna á sparifé sitt geymt í honum. pað er á allra vitorði, að þessi spari- sjóður er þegar búinn að tapa stórfé, hlutfallslega við umsetn- ingu. Hafa verið veitt lán úr hon- um sem mjög munu orka tví- mælis. Af kunnugum er það fullyrt að um langan tíma hafi stjórn spari- sjóðsins takmarkað mjög heimild sparendanna til að taka fé sitt út úr sjóðnum. pað er ennfremur fullyrt, að sparisjóðsbækurnar gangi kaupum og sölum manna á milli með afföllum. Miklu fleiri mjög alvarlégar fregnir berast af þessum sparisjóði. Annað eins og þetta mundi vart líðast í neinu öðru landi. Allra hluta vegna verður að láta rann- saka slíkt mál sem þetta. Almenningur hefir mist traust- ið á Sparisjóði Eyrarbakka vegna fregna þeirra er af honum fara. Séu fregnirnar rangar á stofnun- in heimting á að álit hennar sé bætt og það verður ekki með öðr- um hætti gert en að framfarinni opinberri rannsókn. En séu fregnirnar á rökum bygðar, má landsstjómin ekki láta það undir höfuð leggjast að gæta hagsmuna sparendanna, láta rannsaka orsakir meinsins og koma stofnuninni aftur á heil- brigðan grundvöll. pað er hið ótvíræðasta rotnun- armerki í þjóðfélaginu að láta slík mál liggja órannsökuð árum saman. Lagst á náinn. I riti sínu „Verslunarólagið“ hefir B. Kr. í kafla þeim er nefn- ist: „Úrræði Sambandsins“, bor- ið sjálfum sér vitni sem söguleg- um rithöfundi. Hann ber þar fram í tilgátum og dylgjum sví- virðingu á minningu látins manns. Af því að landsmönnum yfirleitt er ekki sama um minn- ingu þess manns og mörgum er hún kær, verður þessari svívirðu B. Kr. ekki látið ómótmælt. B. Kr. segir á bls. 58: „Félag það í Reykjavík, sem stóð á bak við stofnun Sambands- ins, mun brátt hafa séð, að eigi mundi því takast, að ná allri verslun Indsins undir sína stjórn, með aðstoð bankanna einna. pað varð því ekki komist hjá að taka ríkissjóðinn með til hjálpar.---- En eigi var því að treysta, eins og á stóð, að Landsverslunin héldi áfram. pessvegna var það, að félag þetta beittist fyrir því, að ríkið tæki að sér einkasölu á öllum kornvörum landsins. En látið var það í veðri vaka, að þetta ætti að miða til þess, að tryggja fénaðinum fóður í hörð- um vetrum. Hitt mun þó hafa ver- ið aðaltilgangurinn, að Samband- ið gæti með því móti notað rík- issjóðinn sem forðabúr og að það gæti fengið þar ótakmarkað vöru- lán“. B. Kr. hefir víða í ritinu farið með dylgjur um þetta „félag“ í Rvík, sem hann kallar svo og sem hann segir að hafi stofnað Sambandið. Getur þar ekki verið um aðra að ræða en fremstu starfsmenn þess. Sú fáfræði og það skeytingarleysi í meðferð á sannleikanum, sem kemur fram í þessu sögulega riti, um stofnun Sambandsins, verður lengi í minn- um haft. En þessi aðdróttun um óheiðar- lega málsreifun í korneinkasölu- málinu kemur nær eingöngu niður á Pétri heitnum Jónssyni frá Gautlöndum. Rökin fyrir þessu liggja ljós fyrir í Alþingistíðindum frá 1921. Atvinnumálaráðherrann, Pétur Jónsson, bar fram frum- varp um einkasölu á kornvörum. pað fór ekki dult, að hann var sjálfur frumkvæðismaður að þessu máli og var formælandi þess á þingi. I framsöguræðu sinni (sjá Alþt. 1921 C, 254) segir hann: „Enginn hygg eg heldur þurfi að lá mér það, þótt eg, sem ekki býst við ellidauða mínum í þessu sæti, vildi hreyfa þessu máli, sem sem eg hefi haft í huga í meira en 20 ár, á meðan eg sæti í því, úr því svo vildi til, að hinir ráð- hen-arnir voru mér sammála. —“ Um málið urðu allskarpai’ um- ræður, einkum milli atvinnumála- Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.