Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1922, Blaðsíða 2
146 T 1 M I N N Fram til heiða. — Nýhenda. — Vora tekur! — Árla er! Æskan rekur gullna þræði. Sólin vekur, gegnum gler geislum þekur rekkjuklæði. Sálin hressist — fær nú frið. Feigð úr sessi hné í valinn. Flutt er messa! Vaknið við! Vorið blessar yfir dalinn. Gekk það lengi stað úr stað, stukku hengjur blárra mjalla. — Víða þrengir vetri að, vorið gengur nú til fjalla. Lækir flæða — hækka hreim. Hugljúf kvæði skap mitt yngja. Engin mæði amar þeim. Æsku-bræður mínir syngja. Árglöð skjálfa ærslin þar, — yngist sjálfur vori feginn. Falla hálfar hendingar, hoppa álfar fram á veginn. Vængir blaka — hefjast hátt, heiði taka; þrárnar seiða. Sólheit vakir sunnanátt, svanir kvaka fram til heiða. Blána fjöll og birtir nótt, brak og sköll um heiðarlendur. Vatna-föllin vaxa ótt, vetur höllum fæti stendur. Týnast rökin — vonlaus vörn. Vor kann tökin! Fannir sjatna. Sveimar vökull auðnar-öm yfir þökum silungsvatna. Gott um veiði — gnægðir þar, grænar breiður undan fönnum. — Eitt sinn heiða-auðnin var eina leiðin sekum mönnum. þessum hlóðu örlög óð, einir stóðu — lögin fengu. Drifnir blóði daggarslóð, dalsins hljóða synir gengu. Óska-miðið oftast var efstu rið að fjallasalnum. Opnast hliðin þöglu þar, þeim sem friði týna í dalnum. Langt til veggja — heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði eg tveggja manna mátt mundi eg leggjast út á vorin. Stefán frá HvítadaL ----o---- Bókmentafélags- bækurnar. Niðurl. þá er loks að minnast á íimta rit- ið • og fyrirferðarmesta: Skirni. Er þetta 96. árgangur Skírnis og er ald- urstalan virðuleg, en þetta hefti er vafalaust besta og fjölbreytilegasta heftið sem nokkru sinni hefir verið gefið út af Skírni. Er gott til þess að vita að öldungurinn tekur slikan íjör- kipp undir aldai'afmælið. Mun óhætt að fullyrða að þetta er veigamesta tímaritshefti sem gefið hefir verið út á íslandi. En rúmið leyfir það því miður ekki að geta heftisins nema stuttlega. Enda ættu allir íslending- ar, sem á annað borð lesa nokkrar bækur, að lesa þennan Skírnisárgang. Fyrstar eru ritgerðir um þorvald Thoroddsen prófessor, eftir þá doktor- ana Helga Jónsson og Jón þorkels- son. Ritgerð dr. Jóns, um sagnaritun þorvalds, hefir orðið deilumál í blöð- um. Höfundur, sem ekki getur nafns síns, kvartar undan ummælum dr. Jóns um eitt sögurit þorvalds: Æfi- sögu Péturs biskups, tengdaföðurs lians. Dr. Jón endar ritgerð sína með þessum ummælum: „Og sögu þessara alda (miðaldasögu íslands) hefir þ. Th. tekið það tak á ýmsa lund sem stórum um munar og lengi verður að að búa og seint mun fyrnast“. Dr. Jón viðurkennir til fulls ágæta starfsemi þorvalds. En hitt var eigi síður réttmætt, meir að segja alveg nauðsynlegt, úr því það hafði ekki verið gert með nægilegu valdi áður, að finna að æfisögu Péturs biskups. þorvaldur Thoroddsen er svo alviður- kendur mætismaðúr og afreksmaður i sinni grein, að hann þarf þess ekki að breitt sé yfir það, að um þessa bók mistókst honum, af ástæðum sem vel eru skiljanlegar. Finnur Jónsson prófessor ritar um Landnámu, stórfróðlega ritgerð og merkilega. Hefir hann nýlega gefið út nýja útgáfu af Landnámu (Melabók) og leiðir nú ljós rök að því í ritgerð- inni að handrit það, sem liggur til grundvallar fyrir útgáfunni, sem ekki hefir verið nægur gaumur gefinn áð- ur, er afskrift af Landnámabók Styrm- is fróða. En það hefir verið talið full- víst hingað til að bók Styrmis væri ekki til lengur. þar sem Landnáma er eitt allra merkasta sögurit okkar, er hér um að ræða stórmerkan viðburð í rannsóknarsögu fornbókmentanna. — Næsta ritgerðin er eftir dr. J. þ., um síra þórð Jónsson i Hítárdal, en hann hefir ritað þetta merkilega Land- námuhandrit. Og enn eru merkar söguritgerðir í Skírni: Hannes þorsteinsson ritar um Pál prófast Björnsson i Selárdal, og er þessi ritgerð stórum itarlegri en ritgerð sama höf. um sama mann í Prestafélagsritinu. Fá lesendur ljósa hugmynd um aldarfar á íslandi á galdrabrennutímabilinu og fullan skilning á hvað valdið gat slíkum ósköpum. — Finnur Jónsson ritar stutta og fróðlega grein um Lögrétt- una á alþingi á 16. og 17 öld. — þá birtist áður óprentuð grein eftir Guð- brand Vigfússon, um aldur Njálu, rit- uð sennilega skömmu eftir 1860. Er það mikið hnossgæti að lesa Guð- brand og mörgu skýtur upp í þessari grein. — Loks ritar ritstjóri Skírnis Arni Pálsson, grein um Friðrik Vil- hjálm I. Prússakonung, og er sú rit- gerð næsta nauðsynleg íslendingum til íhugnuar og samanburðar við okk- ar innlenda stjórnarfar undanfarið. Doktor Ólafur Daníelsson ritar um afstæðiskenninguna, merk^sta við- burðinn síðasta árs í heimi vísinda- rannsóknanna. Er það efni svo stór- flókið, að langflestir verða að „trúa þótt þeir sjái ekki“, en doktor Ólafi tekst alveg furðanlega að gera efnið aðgengilegt, þannig að flestir munu skilja eitthvað og sumir mikið, með marglestri, en vitanlega hefði það ekki vei'ið vansalaust að ekki hefði verið ritað um þetta efni á okkar tungu. —• Stefán Jónsson dósent ritar grein um kynrannsóknir og er þar sagt frá annari allra merkustu vís- indarannsókn þessara ára. Munu all- ij’ lesa þá grein með sérstakri eftir- tekt, og láta sig dreyma urn að fá að kasta ellibelgnum þegar að því kemur. — Einar Benediktsson skáld ritar grein er hann nefnir: Landmörk íslenskrar orðlistar, og er það harð- vítug árásargrein á Gunnar skáld Gunnarsson. — Og lolcs ritar Jón aðjúnkt Ófeigsson mjög merka grein um utanfarir. Kemur hann þar með- al annars fram með nýjar tillögur um styrkveitingar til námsmanna og margt er annað í þessari grein sem er næsta athyglisvert. Og allra síðast er eftir að minnast á: Vísur Kvæða-Önnu. Kvæða-Anna lifði Svartadauða. Mun flestum verða það, er þeir byrja að lesa vísurnar, og alla leið til enda, að þeir halda að Kvæða-Anna sé höfundurinn, og svo fór a. m. k. þeim, er þetta skrifar, svo snildarlega hefir höfundi tekist að ná orðfæri og hugsunarhætti þeirr- ar tíðar — og leggja á varir Kvæða- Önnu. Kvæði þetta er hreinasta perla, svo það má ekki vera nein synd að tala um það opinberlega að höfundurinn er enginn annar en sjálfur forseti Bókmentafélagsins, doktor Jón þorkelsson. Kvæði þetta er bæði málfræðilegt og sálfræðilegt sveinsstykki, ef svo mætti að orði komast og það mun lifa jafnlengi og vísindarit höfundarins, og það mun ekki síst sýna það svart á hvítu hversu dásamlega vel hann hefir skilið þessar aldir, menningarsögu þeirra og katólskt trúarlíf. Skeiðaráhlaupið. [í síðasta tbl. Tímans birtist hin einkar fróðlega lýsing síra Magnúsar prófasts Bjarnarsonar á Skeiðarárhlaupinu. Síðan hefir Tímanum borist önnur grein frá Jóni bónda Pálssyni á Svínafelli í öræfum um sama efni. Verður sú grein ekki birt í heild sinni, þar eð margt segir þar hið sama og í grein prófasts. En þar sem Jón býr austan við Sand, kemur sumt nýtt fram í lýsingu hans. Fara því nokkrir kaflar greinar hans hér á eftir. Ritstj.] Eins og áður á undan hlaup- um var Skeiðará óvanalega lítil í sumar. En 22. f. m. fór hún að vaxa, en fór þó óvanalega hægt að því í 6 daga, en svo óx hún með hraða úr því, þangað til 5. þ. m., og nú þann 6. er hún nærri því að sjá fjöruð. Áður í hlaup- unum var hún í lengsta lagi viku að vaxa, en nú var hún í 13 daga að því. Er þetta hlaup með stærstu hlaupum. Hefir aðalvatnið héðan að sjá ekki nema tvö útrensli, en áður hafa þau víst oft verið fleiri. Svo mikið vatn hefir oft komið í hinum hlaupunum, á 4—6 dögum, að Skeiðarársandur hefir verið nærri því eyralaus út undir miðj- an sand. Stærsta vatnsútfokið var nú út af miðsandinum, en hitt kom úr jöklinum, við Jökulfell, þar sem Skeiðará kemur vanalega út. Eystra vatnið var eins og fjörður til að sjá, og rann það fast við löndin hér og braut það dálítið af þeim sumstaðar, og bar leir of- an í þau. Fyrir utan löndin hefir vatnið dreift sér betur en ofar á sandinum, svo hvergi hefir sést á dökkan díl, rétt eins og sjórinn væri kominn upp undir löndin. Að öllum líkindum stafa jökul- hlaup þessi af eldsumbrotum í jöklinum, því nú, og rétt alt af í hverju hlaupi, höfum við séð eld uppi í jöklinum, á sömu stöð- um, og á stundum hefir orðið vart við öskufall. 1 gærkvöldi (þann 5. þ. m.) voru hér sífeldir eldbloss- ar, og þéttar og stórar drunur eða skruggur, næstum eins og þeg- ar Katla gaus. En sem betur fer fylgja ekki þessum eldi önnur eins ósköp og Kötlueldinum, því enn hefir hér ekki orðið vart við ösku- fall. Tjón af hlaupunum er alt af talsverð, en þó mismunandi mikil. Rétt altaf hefir í hverju hlaupi tekið eitthvað ofurlítið af gras- lendi og borið leir í engjar, og ’hefir svo eins verið nú. Og auk þess hefir vatnið tekið allan rekavið, á stóru svæði á fjörun- um, og að líkindum stikur þær, sem reistar hafa verið til leiðbein- ingar skipbrotsmönnum á fjör- unni. Sæluhús var á miðjum Sand- inum þar sem hann var hæstur, og á þeim stað, þar sem hlaupin hafa ekki farið yfir í manna minn um. Nú hefir hlaupið farið þar yfir, og eftir því sem maður get- ur best séð, hefir hlaupið tekið húsið og skilið eftir þykka jaka- hrönn þar sem það stóð og eyði- lagt víðáttumikla mela og gras- lendi talsvert þar á sandinum, svo nú verður Skeiðarársandur leiðin- legri og verri yfirferðar fyrst um sinn. 1 fyrravetur voru báðir sand- arnir ófærir (Breiðamerkur- og Skeiðarársandur) um nokkuð lang- an tíma, með fé. Yfir árnar á þeim var síðast hægt að komast með því að reiða féð yfir þær. Yfir Skeiðará var t. d. reitt á fjórða hundrað fjár, og var það alt annað en gott, því mikill hluti af því fé voru fullorðnir sauðir. Við vildum talsvert mikið til vinna, ef hægt væri að slátra sölu- fé okkar hér, og eg hefi það traust til þeirra, sem ráða mestu um starfrækslu kaupfélaganna og Sláturfélags Suðurlands, að þeir hjálpi okkur til þess áður en langt líður. Gott yrði þá að búa hér, því ekki er erfitt orðið að flytja að sér síðan Lárus í Klaustri kom því á, að skipað yrði hér upp við sand- inn. J. P. ----1>--- Rafmagnsstöðin er nú tekin til starfa á Akureyri. Reyndist hún rúmlega 100 þús. kr. ódýrari en áætlað var. Myndu slíkt vera al- óheyrð tíðindi hér í höfuðstaðn- um. Komandi ár. Samvinnubyggingar (frh.). Húsin í Port Sunlight eru nokkuð misstór. Algengast- ar eru tvær gerðir. í minni húsin eru tveir inngangar. Hliðstætt við aðaldyrnar eru baðherbergi og vatnssalerni. Annars er húsið niðri tvö herbergi allstór, eldhús og setu- stofa. Úr eldhúsinu er gengið út að bakgötunni. Eldhúsið er jafnframt borðstofa. í setustofunni er heimilisfólkið á daginn, að því leyti sem það er heima milli máltíða. Úr aðalforstofunni er gengið upp á loft. þar eru þrjú svefn- herbergi undir -súð. þar er litið verið á daginn. Enginn kjallari er undir húsinu, en dálítill geymsluklefi við inn- ganginn bakdyramegin. Stærri húsin eru nákvæmlega af sömu gerð. En niðri eru tvö herbergi auk eldhúss, setustofa og gestastofa. Uppi á lofti eru fjögur svefnherbergi. það eru þessvegna stórar og þægilegar íbúðir, eftir þvi sem menn eru vanir hér á landi. Fyrir stríðið kostaði i—5 þúsund í Port Sunlight að byggja minni húsin, og hin stærri hlutfallslega meira. það var þessvegna engum starfandi manni um megn að borga leigu af slíku húsi. þægindin sem fylgja húsunum í Port Sunlight, eru mjög mikil. Húsrúmið er nægilega stórt, svo að meðal- fjölskylda geti lifað þar lieilbrigðu lífi. Hinsvegar eru húsin ekki stærri en minst verður við unað, til að auka ekki að óþörfu kostnað við daglega hirðingu. Baðhús eykur þrifnað og heilbrigði. Svefnherbergin eru ekki stór, en nægilega mörg til að hægt er að skifta heimilisfólkinu eftir ástæðum. Gamalmenni, börn og foreldrar hafa hvert sitt herbergi. Að borða í eldhúsi þykir að visu fátæks manns nauðsyn, en þó er sá siður víða að færast í vöxt, ekki síst í Ameríku. Er þá meira vandað til eldhúsanna um hreinlæti og allan útbúnað. Allmikill þægindamunur þykir að hafa tvö herbergi, auk eldhúss, á neðstu hæð, einkum á heimilum, þar sem eru stálpuð börn, sem þurfa að hafa næði við heimavinnu og nám. Er þessvegna lögð meiri stund í nýjum fyrirmyndarhúsum að hafa það skipulag, heldur en var fyr á árum. Ódýrleiki húsa i Port Sunlight, borið saman við álíka stór hús hér á landi, liggur auk hins mikla mismunar á skipulagi við bygginguna, í þvi, að ensku húsin eru kjallaralaus. Er það til lítils baga þar í landi. Frost eru þar nær engin, og grunnmúrinn undir litlu steinhúsi þarf ekki að vera nema tvö fet. Á íslandi er kjallarinn oft jafndýr og stofuhæðin, en þó óhæfur til íbúðar. í hús- um þeim, sem Landsbankinn reisir í sumar, er bersýnilegt að kjallarinn verður alt of dýr, í samanburði við hin beinu not. Vegna frosta þai'f að grafa djúpt fyrir steinveggjum hér á landi. En sennilega verður í framtíðinni að haga almennum húsum svo í bæjum hér, að hafa ófullkominn og ódýran kjallara, aðeins niður í jörð, en láta gólf á neðri hæð vera lítið eitt hærri en götuna. Annar kostur í Port Sunlight er að húsin eru lág, og miðuð við þarfir einnar fjölskyldu. þar er ekkert tvíbýli. Eitt heimili hefir eitt hús, einn skemtigarð undir fram- g’uggunum og matjui'tagarð bak við húsið. Hitt skiftir engu, þótt nábúar séu til beggja handa, hinumegin við steinveggi og girðingar. Ekki er nema einn stigi í öllu liúsinu, úr anddyri upp að svefnherbergjunum. þar sem börn eru ung, eða lítið stálpuð, eru stór hús með mörg- um stigum mjög erfið, ekki síst ef enginn grasblettur fylgir hverri íbúð. í lágum, litlum húsum, þar sem gras- blettur fylgir hverri íbúð, getur móðirin haft auga á börn- um sínum, út um glugga, meðan hún er að vinna dag- legu störfin. í bæjum þykir flestum mönnum kostur að hafa mat- jurtagarð, bæði til gagns, og þó ekki siður til skemtunar. Reykvíkingar hafa reynt að fullnægja þessari löngun með því að hafa kálgarða kringum húsin, eða a. m. k. á bak við þau. En þá verður oft ógróið og illa hirt flag íraman við húsið og fyrir göflunum. Er þetta fyrirkomu- lag hvorki fallegt né þrifalegt. Vegna kálgarðanna standa húsin dreifð, nær því aidrei stafn við stafn. Vegna þess verða göturnar og allar götuleiðslur, vatn, skólp, raf- magn, gas o. s. frv., alt að því lielmingi lengri en vera þyrfti, ef húsin væru bygð eins og í Port Sunlight, að mestu stafn við stafn, en hafðir garðar til fegurðar fram- an við húsin, og til nytsemdar bak við þau. Vegna þessa eina skipulagsgalla verður Reykjavik í einu óhæfilega dýr bær, í almennum rekstri, og líka mjög ljótur og ósmekklegur bær. Svo mikið ilt getur leitt af vanþekk- ingu og viðvaningshugsunarhætti óþroskaðra byrjenda í verklegum og félagslegum framförum. Nú víkur sögunni til Svisslands. Sumarið 1921 héldu öll samvinnufélög, sem eru í alþjóðabandalagi, aðalfund sinn í Basel i Svissiandi. Sóttu þangað í það sinn menn úr öllum löndum veraldar, og tóku Svisslendingar vel við gestunum. Meðan stóð á þessum fundi, vígði forseti Svisslands nýja gaiðalioi'gð, sem heitir Freidorf, örskamt frá Basel. Hafði hún verið reist siðustu missirin. Húsin voru öll nálega í sama stíl, tvö og tvö bygð saman. Fram- an við hvert hús var skemtigarður, en matjurtagarður bak við. Aðalgötur breiðar og fagrar lágu mijli blóm- garðanna, en mjóir stigai' milli hverra tveggja mat- jurtagarða, og inngangur gegnum þá eldhúsmegin að liús- unum. Undir Jiverju húsi var liár og myndarlegur kjall- ari. þar var þvottahús, geymsla og eldiviðarklefi. En annars var kjallarinn bersýnilega alt of stór, og hleypti Iram verði hússins. Á neðstu hæð var eldhús og tvö stór herbergi, og stigi upp á loft. þar var baðhús og 2—3 svefnherbergi. Ris liúsanna var svo háttað, að svefnhei'- bergin voru nær því fullkomlega manngeng við útveggi. A hæsta lofti var þurkhús. Hvert þessara húsa hafði kost- að 35 þúsund krónur, enda bygð þegar dýrtíðin var einna rnest. þar af leiddi, að þótt húsin væru upprunalega ætluð verkamönnum, þá gátu þeir ekki staðið straum af svo mikilli leigu. íbúarnir i Freidorf voru þessvegna fremur vel efnaðir menn. Aðrir gátu ekki búið þar! Freidorf er að vísu glæsilegur bær, en að öllu sam- töldu er minna þar að læra fyrir íslendinga en í Port Sunlight. Húsin í Freidorf eru of stór fyrir efnalitla menn. Ónotað en dýrt kjallararúm er aukabaggi fyrir húseig- anda. Af því ekki eru bygð nema tvö hús saman, er ekki sparað nægilega á útveggjum. Af sömu ástæðu verða óþarflega mörg auð bil milli húsgafla, en það gerir aft- ur götur og götuleiðslur lengri en vera þyrfti. Auk þess eru húsin í Freidorf of lík hvert öðru. Áhorfandinn finn- ur að það er gott að búa í þessum húsum, en það er dá- lítið þreytandi að horfa á margar byggingar, sem eru ná- kvæmlega eins. í Port Sunlight eru húsin að vísu öll með sama blæ. En þau eru samt býsna ólík hvert öðru, því að mikill listamaður hefir með skarpri heildarsjón skapað allan bæinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.