Tíminn - 04.11.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1922, Blaðsíða 2
150 T I M I N N Notið að eins íslenskar vörur. Kaupið að eins íslenskar vörur. Haflð þér séð nýju dúkana frá Klæðasmiðjunni Álafoss? Þeir eru bæði til notkunar í fatnað, dyratjöld, útsaumsdúka o. m. fl. til prýðis á íslensku heimili. WF" íslenskir dúkar klæða íslendinga best. Klsðasmiðjan AlafosS) p. t. Reykjavik. Samband ísL samvínnufélaga útvegar beínt frá verksmíðjunni hið viðurkenda, ágæta Mc. Dougall’s B AÐLYF. Bændur munið að Kaupfélagid Ingólfur á Stokkseyri útvegar- sláttuvíima Deering' og varastykki í hana. Trésmíðayertsmiðja Hafliða Hjartarsonar Lauiasveg 2. Beykjavík. Sími 44. Smíðar hurðir og glugga af öllum stærðum, húsgögn o. fl. Afgreiðir pantanir út um alt land. Biðjið um verðskrá. Til sölu: Jörðin Stóravatnsleysa í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringu- sýslu; fæst til kaups og ábúðar nú þegar, með öllum áhöldum, búpen- ing og heyjum. Jörðinni fylgir íbúðarhús og fénaðarhús. Jörðin er með stærstu jörðum í Gullbringusýslu, bæði að landvíð- áttu, túnstærð og matjurtagörðum. Jörðin er álitin með einhverjum bestu útigangsjörðum á Suður- landi. — Jörðin liggur við þjóðveginn og akvegur heim á hlað. Ennfremur er höfnin með betri höfnum fyrir mótorbátalegu í Faxaflóa. Allar frekari upplýsingar gefur ábúandi og eigandi jarðaiinnar Bjarni Stefánsson, Stóruvatnsleysu. mundi og áhrifa minna gæta síð- ur. Eg get að minsta kosti ekki hugsað mér, að þessir „ókunn- ugu“, sem ritstjóri Bjarma ber svo miklu umhyggju fyrir, geti verið aðrir en þeir, sem þekkja mig ekki. Með öðrum orðum: Hann kemur með þessar rógkendu lýs- ingar, til þess að telja ókunnug- um trú um, að eg sé svona. Hann veit, að honum tjáir ekki. að segja hinum þetta, er þekkja mig. Kem- ur hér enn þá fram þetta sama hjá hr. Ástvaldi: „Tilgangurinn helgar meðalið“. pað þarf ekki að vanda lýsingarnar, þegar tilgang- urinn er að ná í kaupendur að Bjarma, svo að hann þurfi ekki að flosna upp. Svo er líka að skilja sem hann sé að afsaka sig frammi fyrir kaupendum Bjarma, að hann (jafn þrúðhelgur maður líklega) skuli vera að eiga orða- stað við mig, slíkan syndasel og eg er. þar næst segir hann, að eg „þykist ekki geta trúað öðru en að eg geti spilt fyrir Bjanna“ með greinum mínum. Hér er sem oftar, að hr. Ástvaldur tilfærir orð eftir mér og setningar, sem eg hefi aldrei sagt. það ber , þó nokkuð mikið á því hjá hr. Ást- valdi, er Sallust gamli telur mönnum til svívirðingar. Er það socordia in vero, þ. e. hirðuleysi um það að segja satt. Bæri ein- hver það upp á hr. Ástvald, að hann væri stórlyginn, myndi eg snúast við því eitthvað svipað eins og karlinn, er varði Gvend son sinn fyrir slíkum áburði. Hann sagði: „Stórlyginn er hann Gvend- ur greyið ekki; hitt er satt, að hann er smáskreytinn endrum og eins“. Eg þurfti að leiðrétta um- mæli hr. Á. G. í vetur og þá sagði eg þetta um Bjarma: „Mér er sama um það (þ. e. blaðið Bjarma). peim sem þykir Bjarmi góður, er það sannarlega ekki of- gott. Engum skynsömum manni dettur í hug að kosta fé til þess að tína saman gorkúlur og flytja þær burt af túninu. pað þarf ekki annað en bíða, þar til þær verða að kerlingareldi og fjúka út í veð- ur og vind. Eins fer um Bjarma. þegar andlegi jarðvegurinn breyt- ist, þá getur hann ekki þrifist og hverfur út í veður og vind eins og kerlingaeldur“. Sama álit hefi eg enn. En ritstjórinn huggar sig við, að kaupendur Bjarma „séu svo skapi famir“, að greinar mín- ar veiði þeim ný hvöt til að reyna að fjölga kaupendum. En því í ósköpunum fræðir hann þá ekki um það, að greinar mínar „spúi sjálfkrafa“ nýjum og nýjum kaup- endum í fang honum. þeir voru komnir 19, að mig minnir, þegar hann skrifaði seinast. Ilann ætti ekki að vera að nudda þetta í kaupendur Bjarma, meðan eg er að því er hann sjálfur segir, að út- vega honum fleiri og fleiri kaup- endur. pegir bamið meðan það étur skötufótinn, segir máltækið. En ritstjóri Bjarma þegir ekki, þótt hann hafi fengið 19. Satt að segja finst mér að hann gæti sparað sér að gullhamra styrkt- armenn sína, með því að reyna að telja þeim trú um, hvemig þeir muni vera skapi famir. — En skáldið (St. G. St.) segir: Eg hefði ekki klerkinn frá kaup- manni þekt, ef kjóllinn ei leiðbeindi mér, af bragðvísri hagfræði blendingur var og bókfræði hugsun hans hver. það er sagt, að þegar dregið er breitt krítarstryk fyrir fram- an hæns, þá fari ekkert þeirra yfir strykið. pað er þeim sönn- un þess, að þau geti ekki komist lengra. þau eru nú þannig skapi farin. það er sem hr. Ástvaldur þekki þessa aðferð. Hann dreg- ur breitt krítarstrik órökstuddra orða í Bjarma, og ætlast auðsjá- anlega til að kaupendumir fari ekki yfir það. pórður Sveinsson. ----o---- Áfengisverslun rikisins. öll stjórnmálablöðin hér í bæn- um, hafa orðið samtaka um að víta hið hneikslanlega mikla mannahald í áfengisverslun ríkis- ins. Með vissu voni starfsmenn- imir 19 og sumir á mjög háum launum. Er það kunnugt, að jafn- framt því sem Jón Magnússon veitti Mogensen forstjórastöðuna lét hann fylgja sterk meðmæli með að sumir þessara starfs- manna fengju þar atvinnu. pessar hörðu aðfinslur hafa nú borið þann árangur að stjórnin hefir látið segja fimm starfs- mönnum upp með mánaðarfyrir- vara. Léttir það að vísu töluvert á, en samt sem áður er starfs- mannafjöldinn enn alt of mikill. Áfengisverslunin er í tvennu lagi hér í bænum. Annarsvegar er aðalstofnunin undir Mogensen. Af henni var létt þeim fimm mönnum sem talað er um áður. Hinsvegar var stofnuð búð, með sérstökum háttlaunuðum for- stjóra. í þeirri deildinni er enn sama mannahald og áður. þessi tvískifting er með öllu óþörf. Sérstakur forstjóri fyrir þessari búðarholu hlýtur að vera alóþarfur. það getur ekki verið að Mogensen sé það ofætlun að hafa yfirumsjón með stofnuninni allri. Og þarna þarf líka að fækka mönnum. Eins og stendur munu þeir vera sex. Helmingurinn hlýt- ur að vera nægilegur. ----o--- Vífilsstaðamálið. það hefir rifjast upp fyrir mér við það umtal, sem orðið hef- ir um Vífilsstaðahælið nú í sum- ar og haust, ýmislegt frá veru minni þar á skrifstofunni 1916— 1918. Fyrsta morguninn sem eg var þar (og jafnan síðan) vakn- aði eg við dynki og skelli, svo undir tók í húsinu; kl. var rúm- lega 7. Eg spurði stúlku, sem inn kom með kaffi, hvað á gengi; hún sagði að „læknirinn væri á stofu- gangi“, og fór svo út. Eg fór að drekka kaffið, moðvolgt skólp í sprúngnum bolla, sem glerhúðin var mjög dottin af, smurt hveiti- brauð var með, en ekki þorði eg að borða það, hélt það vera leyf- ar, svo þurt og skorpið var það. Seinna var mér sagt, að það væri skorið niður kvöldinu áður, og því svona þurt, en óskaðlegt. — — Eftir nokki'a stund hættu dynk- irnir, eg klæddi mig þá, og fór ofan í borðstofuna, kl. var þá 8. Allir gluggar voru galopnir, en austanstormur úti, svo að hvast var í stofunni. þarna voru sam- ankomnir æðimargir sjúklingar — syfjaðir og kuldalegir, sátu þeir við borð og snæddu haframjöls- graut, eða létust snæða. Eg sett- ist við borð, sem mér var vísað til, og ætlaði líka að borða graut- inn, en ekki gat eg komið hon- um niður, svo illa soðinn var hann, og súr mjólkin út á. Eg fór þá út úr stofunni, dragsúgur frá opnum gluggum á ganginum og borðstofunni skelti hurðinni á eft- ir mér með miklu háreisti; eg mætti Rögnvaldi Ólafssyni bygg- ingameistara' á ganginum, og lét í ljós við hann, að mér þætti hér ganga mikið á. Hann sagði bros- artdi, „að það væri af því að eg gengi um eins og læknirinn"; nú skyldi hann kenna mér að ganga um eins og fólk. Svo opnaði hann hurðina og lokaði henni aftur al- veg hljóðlaust. Eg spurði Rögn- vald Ólafsson þá, hvernig því gæti verið varið, að læknirinn gengi um hælið á morgnana eins og þrumuveður með dunum og dynkjum, fyrst það væri svona auðvelt að ganga um svo minna bæri á. það kvaðst hann ekki vita, og slitum við svo talinu. Eg fór inn á skrifstofuna, og rétt á eftir kom læknirinn þar inn, 1 óhreinum, hvítum frakka, með ógreitt hárið. Hann fór að sýna mér hvað eg ætti að gera, og tók bækurnar fram með vinstri hendi; mér varð þá mjög starsýnt á hvað hendurnar á honum voru stórar og ljótar. Löngu nokkuð seinna kom eg inn á móttökustofu læknisins. Yfirhjúkrunarkonan var þar ein og var að hreinsa og raða mestu ósköpum af verkfær- um og áhöldum, sem hælið á. Eg lét í ljós við hana, að mig furð- aði mjög á því, að Sigurði lækni Magnússyni væri falið að fara með öll þessi verkfæri, örfhent- um með stórar og klunnalegar hendur. Hún kvað það minstu varða þó að yfirlæknirinn væri óhandlaginn, hann hreyfði aldrei verkfæri nema til að sýna lækn- um og stórmennum, sem kæmu að heimsækja hann; nú væri von á Steingr. Matthíassyni lækni í heimsókn, og því væri hún hér að fægja og raða,- svo hvíldi alt sig þar til læknirinn aftur ætti von á gestum. það skyldi þá helst vera tanntangirnar, því hánn fengi sérstaka borgun fyrir að draga út tönnur. Eg sagðist hafa orðið vör við, að sjúklingum væri óljúft að láta læknirinn taka úr sér tenriur, og kvað hún það vera að vonum. Frh. Sigurborg Jónsdóttir. „Lagst á náinn“. Morgunblað- inu hefir orðið illa við greinina í síðasta blaði Tímans með þessu nafni. það bregður Tímanum um hræsni. En hverjir eru þá mála- vextir? — Tíminn dró enga dul á það að ágreiningur var orðinn við Pétur heitinn Jónsson um ýms opinber mál. Tíminn leit svo á að Pétur heitinn léti forn vin- áttubönd við suma Morgunblaðs- mennina vega of mikið og sner- ist þá gegn honum jafnhliða Morgunblaðsstefnunni, er hann léði henni fylgi sitt. En í sam- vinnumálunum varð aldrei neinn ágreiningur milli Péturs heitins og Tímans. Með ánægju endur- kusu Tímamenn hann fyrir for- mann Sambandsins, og hefðu áfram gert. Og aldrei datt Tíma- mönnum það í hug að bregða Pétri Jónssyni um óhreinar hvat- ir, undirferli eða óhreinlyndi. J>að var æ tekið fram, bæði einslega og opinberlega, í deilumálunum. — Morgunblaðinu þótti vænt um Laugaveg 20 B. Sími 830. Við sendum gegn eftirkröfu: Ljósakrónur og allskonar hengi- lainpa, borðlampa, straujárn, suðu- plötur ýmsar stærðir o. fl. Ennfremur allskonar efni til inn- lagninga, svo sem: Pípur, vír, slökkvara tengla og fleira. Adeins fyrsta flokks vörur. Grreið viðskifti. þennan ágreining, reyndi að ala á honum og hagnýta sér hann, og þóttist vera mikill vinur for- manns samvinnumanna. Og nú kemur það í ljós hver heilindi bjuggu undir. Nú sendir Morgun- blaðsliðið B. Kr. kaupmann af stað með laumupésann og þar er Pétri heitnum brugðið um óhrein- ar hvatir, jafnvel um föðurlands- svik. J>ví að nú er annað gleymt um Pétur Jónsson en það, að hann var einn mesti frumherji samvinnustefnunnar. Sem einn maður munu samvinnumennimir slá hring um minning hans og mótmæla þessum svívirðilegu að- dróttunum. Morgunblaðið og B. Kr. hafa „lagst á náinn“, til þess að svívirða minningu einhvers grandvarasta stjórnmálamanns Is- lendinga, fyrir þá sök eina að hann var samvinnumaður. „Samvinnufélögin“. Sérstakt hefti af Tímariti samvinnufélag- anna er nýkomið út, sjö arka bók, og eru rækileg svör samvinnu- manna gegn laumupésa Björns Kristjánssonar, með því sameigin- lega heiti, sem að ofan getur. Páll bóndi Jónsson frá Einarsnesi ritar aðalgreinina, svo rökvíslega og merkilega að stórum ber af. Hin aðalgreinin er eftir Jónas J>orbergsson ritstjóra á Akureyri og hefir hún áður birst í Degi. En síðast í ritinu eru yfirlýsing- ar frá endurskoðendum Sam- bandsins og tveim merkum lög- fræðingum, Ólafi Lárussyni pró- fessor og Bimi P. Kalman hæsta- léttarmálaflutningsmanni, sem gera að engu saknæmustu að- dróttanir Bjöms í laumupésan- um. Með póstunum er nú rit þetta sent öllum kaupendum Tímans til sveita ókeypis. Verður þess og nánar getið hér í blaðinu. Eyjólfur J. Eyfells sýnir mál- verk sín í húsi K. F. U. M. Hef- ir hann unnið mikið í sumar og er hinn sami hugþekki blær yfir myndum hans eins og áður. Vegna anna í prentsmiðjunni kemur ekki nema hálft blað út af Tímanum í þetta sinn. Verða ýmsar greinar að bíða þessa vegna. Öllu réttu veitum vörn; vit má þjóð ei rengja. Aldrei muntu breiski Björn, bændamálgagn sprengja. Einaa* Jochumsson. ----o---- Orðabálkur. bekkjaður, 1., með samanbarða skýjabakka, hvem yfir öðrum, yfir sjóndeildarhringnum: hann er bekkjaður í norðri. Snæf. beita (beitti, beitt): beita á borði, beita lóð á borðstokki eða skutþóftu um leið og henni er rent í sjó. Snæf. hleinagleiður, 1., sem er kátur og mikið veður á. Hvalfjörður, Kjós, Rvík, Ámess. Ritstjóri: Tryggvi J>órhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.